<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 07, 2008

A new day... 

Vaknaði á slaginu 04:30 í nótt vegna þess að kroppurinn vildi meiri verkjalyf og bólgueyðandi... lét það ekki eftir honum... sá eftir því kl.07:30 þegar ég vaknaði aftur...

Ótrúlega merkilegt samt að í gærmorgun fyrir aðgerðina dreymdi mig ömmu Huldu, afa Helga og Atla pabba. Ég keyrði ömmu og afa í tveggjamanna hjólastól inn í íbúð sem ég hafði aldrei komið í áður. Afi var ánægður að sjá mig og stóð upp til þess að gefa mér faðmlag. Ég veit ekki hvort að þau hafi verið að vaka yfir mér eða hvað var í gangi, samt ánægjulegt að hitta þau. Mig dreymir alltaf svo ljóslifandi að þetta var alveg eins og að hitta þau.

Mig rámar eitthvað í að ég hafi verið að slást við hjúkkurnar og svæfingarlækninn þegar ég vaknaði í gær í vöknuninni... langaði bara út frá þeim en var með algjöru óráði, fékk verkjalyf og sofnaði stuttu seinna. Karen fékk að koma þegar ég var búinn að vera inná vöknuninni í 4 tíma og við fórum saman heim... ég mátti ekki keyra... en það er allt í lagi... held að það hefði bara getað verið hættulegt.

Týpískt samt af því að það voru 3 missed calls á símanum mínum eftir aðgerðina og þar af 2 frá Stúdentagörðum sem voru að tilkynna okkur að við fáum íbúðina afhenta á fimmtudaginn... En ég má hvorki hreyfa legg né lið fyrr en eftir 7-10 daga til þess að eiga ekki á hættu á að það byrji að blæða úr sárunum í hálsinum og á úfnum þannig að við flytjum ekki fyrr en í næstu viku.

Það fer alveg að detta inn fyrsta einkunn hjá mér... 8-8,5 eins og útlitið er og ég er bara nokkuð sáttur við það :) Annars ligg ég bara í móki uppí sófa og horfi á imbann... má víst ekki gera miklu meira en það... loksins orðinn prinsessa... svona fullorðins...

Karen er í mæðraskoðun ákkúrat núna og ég á von á henni á hverri stundu. Hún fór í vaxtarsónar á mánudaginn af því að bumban er yfir kúrfu og því þarf að tjékka á því hvort að beibí sé eitthvað óeðlilega stórt eða eitthvað svona... við vorum reyndar ekkert stressuð fyrir því vegna þess að við vissum að það væri mikið legvatn. Beibíið er semsagt orðið 2400 gr. eða 10 merkur þannig að þetta lítur bara ótrúlega vel út hjá okkur (Karen). En annars bið ég bara að heilsa ykkur og vona að þið hafið það sem allra best... eða a.m.k. betur en ég...


Hérna er svo mynd úr sónarnum á mánudaginn sem ég komst ekki í vegna þess að ég var með bullandi hálsbólgu og hita... en ekki oftar!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?