<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 24, 2008

Nýrómantík... 

Kynntumst aðeins nágrönnum okkar fyrir ofan okkur í gær... gormarnir eru klárlega allir ónýtir í rúminu þeirra og ég held að það gæti ekki verið meiri hávaði í rúminu þeirra þó svo að það væri inni í svefnherberginu okkar!!! En allaveganna kynni okkar af þeim voru með þeim hætti að við vorum að svefn-búast þegar rómantíkin blossaði á efri hæðinni... Karen flissaði eins og skátastelpa en mér fannst þetta bara krúttlegt... sérstaklega vegna þess að ef við heyrum svona mikið í rúminu þeirra þá hljóta þau að heyra BETUR í því... en þetta hélt svo sannarlega ekki fyrir okkur vöku því að c.a. einni og hálfri mínútu síðar var allt með kyrrum kjörum. Var nokkuð feginn að þetta þróaðist ekki út í Sigur-Rósar lag sem ætlar aldrei að byrja og ætlar svo aldrei að enda þegar það er svo loksins byrjað. En það verður gaman að fylgjast með þessu í framtíðinni... maður verður að vera fljótur á skeiðklukkuna ef maður ætlar að taka tímann næst og það verður svo sannarlega haldið 'log' um þessar 'örfarir'.
En við erum búin að vera í nýju íbúðinni í viku sérstaklega vegna þess að hálskirtlatakan var þess valdandi að ég gat varla tekið þátt í mínum eigin flutningum... fer klárlega í einhverja aðgerð fyrir næstu flutninga... en þetta eru svona fyrstu kynnin af nágrönnunum.

Nýrómantíkin blossar því á Eggertsgötunni eða gæti maður kallað þetta örrómantík?


Tjékká gormunum ef þið búið í fjölbýli...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?