<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 05, 2008

Af skítugum krökkum, enn skítugri leikskólakennurum og ísbjörnum... 

Skítugum krökkum er ekki farið að fjölga hérna en það er eins og skilji eftir sig slóð af leikföngum... sem er töluvert skárra heldur en að þau væru mígandi og skítandi út um öll gólf (eins og þau hafa gert hér í gegnum tíðina). En við vorum að fá smjörþefinn af því sem Eygló Stef talaði um um daginn varðandi barnsgrát á leikskólanum hérna fyrir neðan. 'Hérna fyrir neðan' táknar ekki helvíti eins og mörgum hefur kannski dottið í hug þó svo að tilfinningin sem börnin upplifi sé kannski meira í áttina að því heldur en hitt. Hérna fyrir neðan var ungabarn í vagni búið að gráta í 45 mínútur, ákaflega sárum gráti þar til starfsmaður á ungbarnaleikskólanum tók sig til og rölti með vagninn í burtu. Ég ætla rétt að vona að hún komi með vagninn aftur og að barnið sé ennþá í honum!
Ég veit það ekki... en einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það standi hvergi í bók, riti eða á neti að maður eigi að láta barn öskra úr sér lungum og lifur úti í vagni í hálftíma eða lengur til þess að það sofni. Ég veit ekki með ykkur en ég væri búinn að grípa í taumana ef ég vissi að það væri farið svona með barnið mitt!!! Það er kannski sama stemning á þessum leikskóla eins og á göngum sameignarinnar hérna... fólki alveg skítsama af því að það á þetta ekki sjálft!?!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?