<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 12, 2008

Að mála skítugan skrattann... 

Hahaha... ég er kominn með frasa-orð... þetta gerist hvert sumar hjá mér... ég veit ekki alveg hvers vegna þetta er seasonal og tengist sumrinu en þetta er bara svona... allt frá því að ég var á sautjánda ári þá hef ég alltaf fengið eitt orð eða frasa sem ég hef algjörlega ofnotað í heilt sumar og annað hvort komið vinum mínum uppá það að nota það eða gert þá geðveika með því! Allar götur frá því að 'áttaþúsund' var óstjórnlega fyndið og átti alltaf við þangað til dagsins í dag... skítuga dagsins í dag! Fyrir þá sem eru með langan fattara þá er töfraorðið skítugt...

Skrattinn er reyndar alltaf skítugur þannig að það þarfnast ekki útskýringar :þ en ég skulda Ásdísi útskýringu... en ég mála kvikindið á vegginn vegna þess að gangurinn hefur einu sinni litið svona vel út áður hjá okkur... en það var á tiltektardeginum (þegar fólk hefur eflaust verið hrætt um að hlutum yrði hent). En hérna sést í hurðina á endanum og ekkert í gangveginum.


Það eru ekki svo mörg ár síðan að tveir vagnar voru eyðilagðir hjá sömu vinkonu Karenar hérna á görðunum... öðrum var hent niður tröppur, dröslað upp tröppurnar og hent niður aftur... svo var migið í hinn. Einnig var kunningi okkar hérna á tíunda áratug seinustu aldar og barnapiss og -kúkur í miklu mæli varð til þess að leikrými krakkanna er betur þekkt sem salur á milli E.8 og E10 í dag.

En svo eru til skítugir nágrannar sem hafa t.d. skellt mottunni sinni fram af svölunum og dustað duglega af þeim sand, skít, hár og annan viðbjóð sem lagðist í jöfnum salla yfir svalirnar og grillið okkar... það var frekar skítug lífsreynsla. Einnig þegar skítugu húsfreyjunni datt það snjallræði í hug að bleyta vel í skítnum á svölunum og sópa honum frammaf... við uppskárum brúnar svalir, drulluskítugt grill og brúnt handrið... ég kallaði upp til hennar þegar hún var að þessu og hún muldraði eitthvað óskiljanlegt og í restina hefði líklegast mátt heyrast aumingjalegt og langt-í-frá innilegt fyrirgefði á meðan hún hélt áfram að ausa skítnum fram af.

En vissulega búa krakkar hér (sumir skítugir... en ekki allir) og vissulega mega þau vera með þríhjól eða hjól með hjálpardekkjum á ganginum, við höfum ekki verið var við læti þannig séð heldur... auk þess að skógrind og vagn mega vera fyrir utan íbúðirnar. En ég er ekki alveg með talninguna á hreinu... en ég held að það séu 8 krakkar á ganginum okkar (að Hlyni mínum meðtöldum) samt sem áður eru a.m.k. 4 þríhjól hérna, 2 hjól með hjálpardekkjum, 4-5 sparkbílar, 5 barnavagnar, hlaupahjól, hjól án hjálpardekkja, boltar og önnur tilfallandi leikföng. Í gær hljóp svo einn um grátandi, ber-að-neðan og það fór eitthvað lítið fyrir því að skórnir væru í þar-til-gerðum skógrindum... en hver er ég svosem að vera að kvarta? Vissulega er þetta ekki krakkanna... maður hefði haldið að það væri bara eðlilegt að kenna börnum að ganga frá eftir sig í lok dags eða stökkva framfyrir sjálft og a.m.k. hrúga draslinu saman fyrir krakkana til þess að hægt sé að byrja nýjan dag með því að allt sé tilbúið við útidyrahurðina.

En þetta fer ekki eins mikið fyrir brjóstið á mér og ég læt vera... því að ég er náttúrulega prinsessa... og dramadrottning í kaupbæti. Þannig að ég leita markvisst að einhverju til þess að velta mér uppúr, bitrast yfir eða einhverjum til þess að kenna um hvernig er komið fyrir mér í lífinu vegna þess að það er miklu auðveldara að tuða útaf einhverju eða einhverjum í staðinn fyrir að laga stöðuna sjálfur ;)

En ein flott mynd hérna í lokin sem ég tók frá skítugu svölunum í nýju íbúðinni okkar (sem er btw fökkíngs greit!) Hafið það gott og verið dugleg að giska á kynið á ófædda barninu okkar sem er líklegast alveg að fara að koma! 38 vikur í dag og smá af slímtappanum fór í fyrradag!!!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?