<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 20, 2008

Helgi Júlíus Ólason 

Jæja lesendur nær og fjær...
Í dag skírðum við Ólason jr. og var hann m.a. skírður í höfuðið á afa sínum Helga Júl.
Við áttum æðislegan dag á Jörundarholtinu hjá Frú Sigríði ömmu sem tók sig til og vippaði heldur betur flottri veislu fram úr erminni eins og ekkert væri.
Við ætluðum að skíra úti en það átti víst ekki að vera vegna þess að það byrjaði að dropa 14:50 og hætti að rigna 15:20 eða þegar séra Eðvarð Ingólfsson lauk skírnarathöfninni. Mamma var búin að búa til æðislegt 'altari' úti á palli en við gerum það bara næst!
Hlynur stóri bróðir tilkynnti séra Eðvarði hvert nafnið ætti að vera og þetta var virkilega falleg stund sem við áttum þarna í faðmi fjölskyldu og vina. Hérna eru nokkrar myndir úr skírninni og af nýskírðum Helga Júlíusi:

'Altarið' á pallinum:

„Hvað á barnið að heita?“

„Ég skíri þig Helgi Júlíus...“

Mamma, pabbi, Hlynur Björn og Helgi Júlíus

KöGAAA!

Skírnarkakan frá www.kaka.is var ótrúlega flott og ótrúlega góð!!!

Karen með Helga Júlíus og Ragga með Sigurgeir:

Hlynur stóri bróðir réðst, bókstaflega, á skírnarkökuna og þeir Eðvarð voru fyrstir til þess að fá sér af kræsingunum:

Karen mamma ánægð með Helga Júlíus sem var skírður í sama skírnarkjól og pabbi sinn. Amma Sigga saumaði skírnarkjólinn þegar hún var 17 ára gömul og það hafa öll börn í fjölskyldunni og barnabörn verið skírð í þessum kjól nema eitt.

Amma Sigga ánægð með prinsinn:

Helga frænka fékk að máta og Balthasar stóri frændi sem er nýorðinn tveggja ára strauk litla frænda sínum blítt um kollinn og taldi myndavélarnar sem voru beindar að þeim... ein, dvei, ein, dvei...

Æðislegur dagur í dag og fullt af afgöngum í kaffi á morgun, endilega kíkiði...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?