<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Hey! Ég er með hugmynd!!! 

Ljósmæður... skellið ykkur bara í hárgreiðslunám! Ríkið vill ekkert hafa með ykkur að gera og sannarlega ekki hækka við ykkur launin... en aftur á móti er hægt að rukka 3450 kr. fyrir herraklippingu sem tekur 10 mínútur MAX! MEÐ VÉLARSKURÐI Í HLIÐUM!!! Ég ætla ekki einu sinni að nefna kvennaklippingu!!! Gefum okkur að þið náið 4 karlmönnum á klukkutíma... 14.000 kall á klukkutímann... borgið 10% af því í skatt af því að þið eruð verktakar... vinnið 8 tíma vinnudag = 112.000 - 11.200 = 100.000 kall á dag!!! Og það besta við þetta allt saman er að þetta er BARA framhaldsskólanám... ekkert eitthvað háskólanáms-kjaftæði og háskólaframhaldsnáms-kjaftæði... Hugsið ykkur bara... þið eruð rétt mánuðinn að borga fyrir skólagönguna, tæki og tól sem þið þurfið að hafa og leigu fyrir pláss á stofu fyrir árið!!! Svo ekki sé nefnd aukavinnutækifærin með því að klippa nokkra svart...

Skil ekki svona... að ríkisstjórnin sem við kjósum virði ekki einhverja stétt af því að hún er bara kvennastétt... en þetta er svona bara... ég er reyndar sannfærðum um að ef það væri einungis ljósfeður þá væri þetta allt annað... karlarnir fengju ekki svona skítalaun og skítasvör frá stjórnmálamönnum.

Mér fannst ótrúlega sérstakt um daginn að sjá Árna Johnsen og Elísabet Jökulsdóttir í Kastljósi að rífast um náttúruna, álver og eitthvað fleira... Elísabet skeit alveg upp á bak og Árni Johnsen er svo aumkunarverður krimmi að það hálfa væri nóg... en núna er ég alveg kominn með nóg af þessu drasli. Hvernig væri að fólk sem er á móti þessum álverum og virkjunum öllum kæmi fram með einhverjar framkvæmanlegar hugmyndir að 'öllum þessum störfum' sem þau eru alltaf að tala um?!? Af hverju fer fólk alltaf að væla að það sé settur kvóti á stangveiðihugmynd sem einhver fékk og eitthvað svona kjaftæði?!? Af hverju fara ekki bara allir þessir trjáfaðmarar út í stangveiði eða hárgreiðslu og reyna að gera eitthvað í staðinn fyrir að segja alltaf að það sé hægt að gera margt annað en koma ekki með neinar hugmyndir?!?

Ég auglýsi líka eftir fólki sem kaus Sjálfstæðisflokkinn í seinustu kosningum... því er guðvelkomið að kommenta nafnlaust hjá mér en rökstyðja þá ákvörðun sína að kjósa Sjálfstæðisflokkinn... það þarf ekkert að selja mér neitt... en bara að fólk geti rökstutt það... það myndi reyndar ekki skemma fyrir ef fólk myndi minnast á það ef það var með meira en 700.000 í meðaltekjur á mánuði seinasta ár... Bara hugmynd... prove me wrong...

En annars gott af babýboíj... hann braggast eins og... ja, eins og braggi... :þ Reyndist 4550 grömm í tveggja vikna vigtun. Þannig að hann er kominn 200 grömm yfir fæðingarþyngd.
Var að grínast með það í gær, og hefði átt að blogga um það... en hefði ég bloggað í gær þá hefði ég getað sagt fyrir hönd Ólasonar jr. að hann væri ekkert svona feitur heldur að hann væri bara ekki búinn að kúka í marga daga! Hann kúkaði svo loksins í gær eftir 5 daga kúkaþurrð. Öllum heilsast vel! :þ
Hann byrjaði sem sagt á því að léttast um 5,5% en hefur bætt á sig 4,4% frá upprunalegri fæðingarþyngd. Þetta er bara eins og í The Biggest Loser! Ef hann væri 100kg þá hefði hann lést um 5,5 kg á 6 dögum en bætt á sig 10 kg á 14 dögum... alveg hreint magnað!

Í öðrum fréttum er það helst að hann er farinn að opna augun örlítið og leyfa manni aðeins að kíkja á sig. Ég er búinn að athuga hvort hann verði rokkari eins og pabbi sinn og við fyrstu hlustun komumst við í gegnum 3 lög með Led Zeppelin án nokkurs gráturs eða annarra óþæginda. Ég er líka aðeins búinn að spila á gítarinn fyrir hann og hann er meira spenntur fyrir hljóðunum úr gítarnum heldur en þessu eilífa brjósti... enda er það líka bara daglegt brauð!

Annars verður skírnin 20. júlí á pallinum hjá mömmu, fámennt, en það gerist ekkert í nafnamálunum fyrr en þá. Við erum búin að ákveða nafn, reyndar fyrir fæðinguna hvort heldur það hefði verið en ég fór í smá efatímabil af því að mér finnst hann ennþá svo líkur Hlyni :þ Fannst eiginlega bara passa við hann að hann héti Hlynur... en ég er búinn að jafna mig á því öllu saman... og er alveg sannfærður um að hann eigi eftir að bera nafn með rentu! Fleiri vísbendingar verða ekki gefnar í lífinu...
Hafið það gott í sólinni og sumar.
Lag dagsins er Blackbird...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?