<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 05, 2008

Ólason jr., Ólason sr. og baðferðin mikla! 

Jæja... hlutirnir ganga vel fyrir sig hjá okkur næstumþvíkjarnafjölskyldunni þó svo að ég held að kjarnafjölskyldan sé dauð... allaveganna í íslensku samfélagi. Fjölskyldumynstrið er svo breytt frá því sem það var að það getur næstum því hver sem er kallað sig kjarnafjölskyldu á einn eða annan hátt.

Hlynur stóri bróðir tekur litla bróður sínum með stóískri ró... litli gaur er reyndar ekkert að reyna á þolrifin hjá stóra gaur með öskrum eða neinu slíku þannig að það skemmir ekki fyrir.

Hérna er Ólason jr. að tsjilla... in da house!

Samanburðarmynd 1: Mynd tekin árið 1978 af undirrituðum :)

Samanburðarmynd 2: Mynd tekin árið 2008 af Ólasyni jr. :)

Nabblastrengurinn dottinn af:

Hlynur stóri bróðir flottur með litla bróður.

Stóri bróðir lítið að stressa sig þó svo að lillimann sé eitthvað að öskra á hann

Svo erum við búin að baða pjakkinn tvisvar en tókum bara myndir í seinna skiptið... og svo þegar pjakkur fór í Eggertsgötu spa-ið.

Aðeins að máta túttu...:


„HA?!? Á ég að trúa því að baðsöltin séu búin?!?“

Heilnudd eftir bað klikkar ekki...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?