<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Adorable!!! 

Helgi Júlíus er ekki bara sætur og feitur... hann er líka algjört krútt. Ég er búinn að vinna að því hörðum höndum frá því að hann fæddist að fá hann til þess að þekkja mig og eiga við mig samskipti á basis sem að hann getur og skilur. Ég byrjaði því á fyrstu dögum eftir fæðinguna að smella í góm þegar ég var að tala við hann. Nú í dag er það þannig að hann smellir í góm þegar hann heyrir í mér, sér mig, vill að ég taki hann og þar fram eftir götunum. Ég urra eins og ljón á þá sem smella í góm til hans því að þetta er mitt og ég vil ekki að hann verði eitthvað ruglaður :)

Ég er búinn að tala við hann nokkrum sinnum í síma á meðan ég hef verið uppá Skaga í húsinu hjá Helgu og Alex og það klikkar ekki að hann brosir út að eyrum og smellir í góm alveg á fullu! Flottur gaur! En annars vorum við í ungbarnaeftirliti í morgun og litli hlunkur er orðinn 6,56 kg og er því búinn að þyngjast um 2,2 kíló frá því að hann fæddist fyrir 2 mánuðum + 4 dögum! Geri aðrir betur. Set hérna nokkrar myndir af honum af því að hann er svo mikið krútt:

Gjugg í borg!

„Hvað meinaru?!? Missti ég af Dr. Phil???“

„Bíddu mamma, ekki hélstu að ég hefði fallið fyrir þessu?“

Sposkur á svip

Í 'hreiðrinu' sínu


Annars er gott af okkur, ég að verða heimavinnandi húsfaðir og nemi í fullu námi. Ég er meira að segja kannski að fara að skrifa MA ritgerðina mína í vetur ofan á fullt nám... sem þýðir að ég gæti hugsanlega klárað MA-námið og kennsluréttindin (dipl. Ed) næsta vor... það væri sweet... en það er heví vinna. En það er ekki eins og ég þekki það ekki... búinn að vera að taka 75% MA nám með fullri vinnu síðastliðin 2 ár... og með hærri meðaleinkunn út úr MA náminu heldur en BA náminu... en þetta er stundum svona þegar eitthvað liggur vel fyrir manni og maður kann að skipuleggja sig :)

Allaveganna... reyni að vera meira virkur við blogg í vetur...
Lag dagsins er Goodbye blue sky með Pink Floyd sem er búið vera í alltof mikilli spilun hjá mér undanfarnar vikur!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?