<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 16, 2008

Feitu krakkarnir... 

eru öll með Stöð 2.
Ekki það að ég telji við, sem þjóð, eigum einhvern einkarétt á afurðum sem verða til hérlendis eða í hugarheimum Íslendinga, en Magnús Scheving er orðinn alveg 'filty' ríkur á Latabæ. Hvers vegna þarf þá að selja Latabæ inn á Stöð 2? Og það sem meira er... að þættirnir eru í boði Glitnis, á Stöð 2.

Mér finnst þessi hugmynd Magga Skef ein sú flottasta sem hefur komið fram á sjónarsviðið... ég hugsa að þetta sé fyrir krakkana eins og það er fyrir mig að horfa á Biggest looser... það blossar í mér einhver innri kraftur um að fara að drullast á lappir og hlaupa hraðar heldur en fitubollurnar í sjónvarpinu, lyfta meiru og þyngra heldur en þau (þó svo að það er aldrei til meira nammi í kotinu heldur en einmitt ákkúrat þegar þáttirnir eru á dagskrá). Það er bara eitthvað svo sjálfsagt við það að sitja upp í sófa og hakka í sig nammi og kók þegar Biggest looser er í gangi. En það sem ég vildi segja var að krakkarnir upplifa sig kannski þannig þegar þau eru límd yfir Latabæ, meðtaka þau skilaboðin sem eru í þáttunum um að borða hollari mat og hreyfa sig... Allaveganna eru mömmur í Jú Ess Ei alveg að 'eipa' yfir þáttunum og keppast um að rífast um hver er meira sexý... Maggi eða Stebbi. Af tvennu illu þá veit ég ekki hvor er ákjósanlegri kosturinn... annar er mjög ofvirkur og hinn varð fyrir miklu einelti. Ég veit ekki hvor yrði meiri 'pakki'. En það er allt önnur saga.

En mér finnst það samt frekar sárt fyrir alla feitubollu-krakkana sem eru bara Rúv og Skjá einn að geta ekki séð Magga og félaga í Latabæ nema seint og síðar meir þegar DVD diskarnir koma út. Ég vona að mamma og pabbi leyfi þeim að horfa á Biggest looser með sér í staðinn og reyni að koma mataræðinu í lag hjá fjölskyldunni.

Lag dagsins er Fat bottom girls með Drottningunni...

Ein spurning í lok dagsins... af því að það fer svo óstjórnlega í mig þegar verið er að tala um Bítlana... eða The Beatles og mér algjörlega óskiljanlegt hvers vegna við þurfum alltaf að þýða allt og hvers vegna það er gert vitlaust! Ég skil það að 'Bítlarnir' er álíka eins og við notum sjitt. Við segjum það á upprunalegri tungu en íslenskum það með því að bera það fram með íslenskum hreim... en ef það á að þýða 'The Beatles' þá ætti það að vera Bjöllurnar... ekki satt? Af hverju er ekki hægt að þýða rétt? Sem minnir mig á atriði úr 'Legend' með Tom Cruise og Tim Curry þegar kona ein kemur út til að gá að þvottinum sínum og sér að það er búið að taka eitthvað af honum þá segir hún eitthvað á borð við: ...those damned fairies! og það er þýtt: ...helvítis hommarnir! Hahaha...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?