<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Það græta fleiri börnin sín... 

með því að öskra á þau heldur en gaurinn fyrir ofan okkur... einni móður tókst að græta tvö börn í fyrradag í sömu andránni... með sama öskrinu. Talandi um öskur... ég reyndi að mæta á skikkanlegum tíma í mat í gamla daga því að það var fátt eins hallærislegt (þegar maður var kominn á vissan aldur) og að móðir manns (Mamma Rokk) stæði í dyragættinni á Reynigrundinni og öskraði af lífs og sálar kröftum: „ÓÓÓÓÓLI... MATUR!!!“

Það var eitthvað svipað upp á teningnum áðan þegar gaurinn að ofan öskraði reiðilega á son sinn sem hefur, að öllum líkindum ekkert kært sig um að heyra, miðað við tilþrifin við öskrin! Ég er ekki frá því að mitt litla hjarta hafi grátið smá við að heyra þessi óhljóð... en á misjöfnu þrífast börnin best... eða var það: með misbeitingu valds hlýða börnin best?


Lög dagsins eru: Sometimes I fell like screamin' með Deep Purple og Cry myself blind með Primal scream! Hananú!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?