<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Að leggja lið... 


Í júní síðastliðnum greindist skagamærin Þórhildur Nótt Mýrdal, dóttir Steinunnar Bjargar Gunnarsdóttur og Jóns Gunnars Mýrdal með ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm sem kallast Spinal Muscular Atrophy eða SMA (vista). Til eru 4 flokkar af þessum sjúkdóm og er Þórhildur með flokk 1 sem er jafnframt sá hættulegasti.
Hún þarf bæði á lyfjagjöf og sérfræðiþjónustu að halda svo ekki sé minnst á tækjabúnað. Þetta kostar allt peninga og mikla umönnun beggja foreldra sem munu væntanlega þurfa að vera töluvert frá vinnu.
Viljum við því biðja alla sem eru aflögufærir að styrkja hana og fjölskyldu hennar með frjálsum fjárframlögum.

Söfnunarreikningur Þórhildar er: 1118-05-250052 kt: 120856-7589
Munum svo að margt smátt gerir eitt stórt.

Frekari upplýsingar um sjúkdóminn: http://www.fsma.ci.is/

Þórhildur Nótt er barnabarn Gunnars Óla og Jónu Júlíu.


Næstkomandi föstudagskvöld, 29. ágúst, fara fram styrktartónleikar á Café Skrúðgarði á Akranesi. Fyrir tónleikunum stendur hópur vina lÞórhildar Nætur Mýrdal. Á sinni stuttu ævi hefur hún heillað vini, vandamenn og ókunnuga með fallegu brosi og krafti. “Nú langar okkur fólkinu sem heillumst svo af Þórhildi Nótt að standa við bakið á fjölskyldu hennar með styrktartónleikum,” segir í tilkynningu frá þeim.


Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 20 koma fram Siggi Picasso og Eddi Lár, Héðinn og Maggi, - Maggi, Svanberg og Gísli Gunnsteins, Þorleifur og Þórunn Örnólfsbörn og Dísa og - Dalla og Nína. Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur og rennur óskert til fjölskyldu Þórhildar.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?