<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 11, 2008

The worlds biggest... 

það er mikið um fína drætti... mikið að gerast... og mikið búið að gerast...

Helgi Júlíus var vigtaður, mældur og EKKI talinn vanta neitt í morgun... ekki nema kannski að kúka! :þ
Drengurinn er kominn yfir 6 kíló! og ekki bara af því að hann er ekki búinn að kúka í 4 daga!
Hann mældist 6060 gr. og 60 cm. Hann er einnig byrjaður að brosa á fullu, þrátt fyrir kúkastatus, lyftir sér upp á maganum og allt eins og það á að vera... nú bíð ég bara spenntur eftir því að hann byrji að hjala og að það komi ungbarnatáfýla!

Ég er búinn að vera DEATH lélegur að blogga en það er kannski ekki frásögu færandi nema að ég er bara búinn að vera í pabbó... Helgi Júlíus er búinn að fara nokkrum sinnum með mér í sturtu og það er alltaf jafngaman að nudda svona lítil grey eftir baðfarir... Hlynur stóri bróðir er búinn að skipta um sína fyrstu bleyju og það líður eflaust ekki langt þangað til að hann treystir sér í bleyju með einhverju fleiru heldur en bara pissi :)
Á morgun verður Helgi litli 7 vikna gamall þannig að tíminn flýgur áfram eins og ég veit ekki hvað.

En aftur að titil þessa bloggs... ég skellti mér á Eric Clapton tónleikana á föstudaginn síðasta sem er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég er alveg handviss um að það hafi margir farið frekar ósáttir frá þeim tónleikum. Aggi stjúpi fór út eftir tónleikana á eftir þremur strákum sem hringdu allir í einhverja vini sína og sögðu þeim frá því að þetta hefðu verið ömurlegir tónleikar! „Ég þekkti bara þrjú lög!“ sungu þeir allir í kór...
Grímur Atlason... ef þú lest bloggið mitt (sem þú þarft ekki að gera af því að ég ætla að senda þér póst hvort eð er) þá eru nokkur atriði sem mig langar til þess að nefna við þig:
1. Fölsk auglýsing.
Það er gott og blessað að auglýsa tónleika sem stendur til að halda með flytjanda en það verður að passa það að það sé ekki verið að narra fólk til þess að henda peningunum sínum í þig með því að auglýsa Eric Clapton í fjölmiðlum og láta koma fram titla á lögum sem hann er bæði hættur að flytja á tónleikum og kemur ekki til með að flytja. Ég held að það hafi margir verið að vonast eftir því að heyra Cream-lög og þó það sé ekki minnst á Layla... Þegar maður stendur fyrir svona tónleikum á maður að auglýsa að þetta séu blústónleikar... það koma líklegast færri en fólk veit þá a.m.k. hverju það á von á.
2. Egils-gufubað
Það er lán í óláni að Eric Clapton er ekki jafn mikil prinsessa og Metallicu gaurarnir svo hægt væri að hafa vifturnar í gangi á meðan á tónleikunum stóð... hversu marga þarf að líða yfir til þess að þetta sé bætt? Eða þarf einhver að deyja? Hversu margir þurfa að deyja? Hefðu þessir tónleikar verið réttilega auglýstir þá hefði líklegast verið hægt að hafa blústónleikana í Laugardalshöllinni og þá hefðiru bæði sloppið við óánægða gesti sökum prógramms og hita/svita.
3. Ég borga mig inn á tónleika til þess að sjá...
aðallega... ég á 3 DVD tónleika með Eric Clapton en mig langaði til þess að sjá hann í eigin persónu. Hvers vegna er ekki hægt að hækka sviðið um a.m.k. 1 metra? Er verið að gera grín að okkur sem kaupum okkur inn á tónleika með því að hafa sviðið svona lágt? „Sjáðu þessi fífl! Borga 10þúsund kall inn og sjá ekki rassgat, eru rennandi sveitt og fá enga afgreiðslu í sjoppunum útaf öryggisástæðum.“ Er það eitthvað svona sem þú lætur út úr þér við VIP vini þína í stúkunni sem eru með loftkælingu og opinn bar? Ég er nú ekki smávaxinn (183 cm) en ég sá einstaka sinnum í kallinn á sviðinu en ég sá aldrei fleiri en tvo í einu af hljómsveitinni á milli hausanna... þá er ég heldur ekki að kvarta fyrir hönd allra miðaldra kellinganna sem voru þarna í kringum mig sem sáu ekki neitt... ég var miðsvæðið á A-svæðinu N.B.
4. Í miklum hita skapast mikil þörf...
Þegar ég kom inn í salinn náðu þrjár biðraðir út í miðjan sal. Þetta var klukkan 20:00. Þessar biðraðir voru líka mjög íslenskar að upplagi... ekki röð þar sem fólk stóð í beinni línu, einnar manneskju breiðar raðir... ónei, þetta voru klassís(lens)kar klasaraðir og 'stangarsókn' við barinn... hendur á lofti, hver og einn einast hélt að hann væri næstur og troðningurinn álíka eins og verið væri að gefa matarskammta í vanþróuðum löndum... seinustu matarskammtana í lífinu!
Grímur... þessar raðir eru ekki þér að kenna en afgreiðslan hlýtur að skrifast á þig?!? Fólk beið frá 45 mínútum upp í næstum þrjár klukkustundir eftir vatnsflösku með engum tappa!
5. Myndataka... fyrir byrjendur?
Nú verð ég að viðurkenna að ég veit ekki hvort að myndatöku'krúvið' var á þínum/ykkar vegum en ég verð að skjóta á þetta þar sem þetta var til háborinnar skammar á þessum tónleikum á ykkar vegum. Á sviðinu var einn færasta blúsgítarleikari samtímans sem tók hvert sólóið á fætur öðru, klassískar blús'lykkjur', nýjar blús'lykkjur' og alls konar dúllerí inn á milli og myndatökuliðið er að varpa upp á skjánna sitt hvoru megin við sviðið myndum, fyrir fólk sem sá ekki rassgat (nema það sem var beint fyrir framan það), af því hvernig hann slær á strengina með gítarnöglinni?!?!?!?!? W T F ? ? ? Við erum að tala um það að meirihlutinn af því sem var myndaður og var varpað upp á skjánna var hægra handarbakið hans, ekki einu sinni allt 'pickguardið' á gíturunum hans, pickupparnir þrír, strengir og einstaka sinnum glitti í nöglina!!! Hvaða hálfvitaskapur er þetta spyr ég nú bara?!? Þú sem bassaleikari horfir varla á aðra bassaleikara og hvernig þeir plokka strengina?!? 90% af bassaleikurum plokka strengina eins!
Ég hefði skilið þessa myndatöku ef ég hefði verið á tónleikum með Mark Knopfler eða Paige Harwell eða einhverjum álíka... sem strumma ekki 'hefðbundið' á gítarinn...

En allaveganna... við erum heimsins mestu smáborgarar hérna á Íslandi og þó svo að það hafi verið haldnir tónleikar hér á landi síðan ég veit ekki hvenær (fór á mína fyrstu tónleika 1992, Iron Maiden í Laugardalshöllinni þar sem ég hitti og kynntist Karen kærustunni minni) en hvernig væri að fara að laga þetta svo að maður sæki fleiri tónleika í framtíðinni? Ég myndi fíla mig betur ef ég væri ekki rennandi sveittur, sæi eitthvað og vissi að hverju ég gengi.

En hvað sem öllu líður þá fannst mér gaman á tónleikunum og var alveg að fíla að það væri svona mikill blús. Er ánægður að hafa farið og vildi alls ekki hafa misst af þessum tónleikum... þó svo að ég hefði viljað blotna minna og séð meira...

Lag dagsins er Layla með Derek and the Dominos

This page is powered by Blogger. Isn't yours?