<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 14, 2008

Lýðræðishalli... 

er skrumskæling á orðinu einræði... eða fjölræði eins og við Íslíngarnir búum við. En það er ótrúlega leiðinlegt að við getum ekki komið okkur saman um hvað skiptir máli, hverja við viljum að leiði land og þjóð og hvernig sé best að gera það. Þetta er ótrúlega sorgleg staðreynd en við erum náttúrulega eins misjöfn eins og við erum mörg og þar af leiðandi eru skoðanir okkar misjafnar... en nú þegar vandi steðjar að þá getum við dregið okkur saman og hlúð að hvort öðru... við þurfum bara að gera það líka þegar vel gengur. Það eru blikur á lofti að umhverfi stjórnmálamanna breytist í kjölfar líðandi atburða og þá er mikilvægt fyrir okkur að vega og meta stöðuna... ekki kjósa eitthvað af góðum vana... ekki kjósa eitthvað af því að þessi nær að tala þennan svo rosalega niður í svaðið... við þurfum að fá fólk sem við treystum til þess að stýra! Ég er bara aðeins að koma mér í gírinn fyrir næstu kosningar... það er ekki seinna vænna!!!

Eins og ég fagna því að konur séu komnar í bankastjórastöður þá þarf það ekkert endilega að þýða að þær séu komnar til að vera. Ég er hlyntur því að konur séu í stjórnunarstöðum sérstaklega vegna þess að þau fyrirtæki sem hafa haft konur í stjórnunarstöðum fyrir ofan glerþakið (sjá hér hvernig glerþak er notað í ýmsum útgáfum en gefur samt greinargóða mynd af hugtakinu) (og hérna ítarlega skilgreiningu á Wikipedia) hafa yfir höfuð verið rekin betur, skila meiri hagnaði og eru síður "áhættumeðvitundarlaus".

En það læðist að mér grunur (algjör paranoíja og samsæriskenningapæling) að þeim sé komið þarna fyrir til þess að mistakast. Nú hafa karlarnir verið við stjórnvölinn og þeir hafa bruðlað, bankarnir riðað til falls og nú eiga konurnar að fá sitt tækifæri.

Nema hvað að þó svo að þær séu bankastjórar þá eru þær í raun bara framkvæmdastjórar og hafa lítið með stjórnun bankanna að gera. Bankastjórnin er í höndum stjórnarráðs og eiginleg verkefni bankastjóranna nú er að reka fólk. Samnemandi minn komst þannig að orði í dag: „Nú er partýið búið og mamma er komin til þess að taka til“. En það er algeng sýn á kvenstjórnendur að þeir séu mömmur eða beisikklí ekki nógu góðir stjórnendur eins og karlarnir!

Mér finnst þetta sorglegt og ég vona að það komi ekki til þess að þegar bankarnir eru komnir á réttan kjöl að kvenstjórnendum í bönkunum verði gert að víkja fyrir körlum... bara af því að þeir eru miklu betri stjórnendur (sem er klárlega ekki sannað á þessum tímapunkti). Því það er hætt við því að þessar stöður verði auglýstar þegar bankarnir hafa verið réttir við og eru aftur komnir í einkaeigu eða tilbúnir í útrás númer 2.

Nú þarf bara að smalla glerþakinu á alþingi og losa okkur við þessa vanhæfu og þessa rykföllnu... skipta þeim öllum út fyrir konur... erþaggi?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?