<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 12, 2008

Ræðu-/is-maður og skyggn... 

Var með erindi á málþingi Brjóstagjafavikunnar í Kennó á laugardaginn. Sem var skemmtilegt. Soffía vinkona bað mig um að koma með sjónarhorn karlmanns á brjóstagjöf og var yfirskriftin yfir erindinu: Stuðningur feðra við brjóstagjöf.
Ég braut niður hlutverk pabbanna og útskýrði fyrir mömmunum hvernig upplifun karla væri af þessu öllu saman auk þess að tilgreina hvernig við karlarnir gætum stutt við bakið á mjólkandi mæðrum. Þetta var mjög gaman og viðstaddir voru mjög ánægð með framlagið. Gaman að geta hjálpað á þessum síðustu og verstu ;) Hlynur og Helgi voru með okkur Karen í för og ég veit ekki hvort maður eigi að vera ánægður með yngri pjakkinn en hann var vakandi áður en ég byrjaði að tala en steinsofnaði... það fer tvennum sögum af því hvort að þetta hafi verið leiði eða huggun... að heyra pabba sinn rausa í um hálftíma.

Annars bara ágætt af okkur... þetta eru erfiðir tímar hjá öllum og stundum langar mig bara til þess að gráta... ekkert mikið en bara nóg til þess að koma þessu út úr systeminu. Þetta kemur mjög illa við suma og það eru margir sem hafa tapað miklu. Ég veit ekki hvort maður eigi að kenna útrásarfólkinu alfarið um þetta... ég get ekki alveg séð að lausafjárstaða bankanna sé alveg þeirra... en eitt er víst að ráðamennirnir eru 'over their heads' í þessu öllu.

Mér finnst samt eitt ótrúlega leiðinlegt í þessari stöðu og það er að við erum með fullt af sérfræðingum sem hafa verið dregnir inn af fjölmiðlum til þess að koma með athugasemdir um stöðuna. Þetta eru prófessorar í hagfræðum og viðskiptum og ég upplifi þetta þannig að æsifréttamennskan leitar þá uppi til þess að gagnrýna ráðamenn og seðlabankastjórann en af hverju fara þeir ekki niðureftir í stjórnarráðið, Alþingi og þessa staði sem er verið að funda og bjóða fram aðstoð sína? Af hverju ætlum við t.d. að verða þau seinustu í heiminum til þess að lækka vextina? Eru einhver haldbær rök fyrir því? Það poppa líka upp fleiri spurningar sem maður fær engin svör við... en ég er samt alveg með tvennt á hreinu:

1. Davíð á ekki að segja af sér og ekki heldur að fá tækifæri til þess... Ríkisstjórnin á að setja hann af. Þetta er bara spurning um prinsipp og líka til þess að athuga hvort að hann óskar eftir einhverjum risa starfslokasamningi við undirmann sinn af því að Geir er klárlega ennþá bara 'Mr. Number 2'... og hann verður aldrei neitt annað.

2. Jóhanna hefur gefið mér von að þetta leysist og að vandræði fólks leysist áður en krísan sjálf leysist. Hún er auðsjáanlega illa leikin af þessum harmleik öllum og það er ótrúlegt hvað hún ber hag okkar landsmanna í brjósti og gefur af sér við að reyna að koma málum þeirra verst stöddu í farveg. Á svona dögum kviknar upp stolt í manni að hafa svona frábæran kvenmann í brúnni og ég er alveg agndofa yfir styrk hennar og þrautseigju. Ég ætla meira að segja að senda henni tölvupóst á eftir til þess að lýsa aðdáun minni á henni og hvetja hana til þess að halda áfram að hugsa um okkur. Jóhanna er klárlega mamma Íslands... Fálkaorðuna? Hiklaust.

En í sambandi við skyggna hlutann í titil þessa bloggs þá fann ég erindi sem ég skaut til bæjarstjórnar Akraness frá því seint á árinu 2002. Þar er ég að hvetja þá til þess að laga gatnamótin fyrir ofan Miðgarð eða að koma ábendingum á framfæri við þá sem málið varðar. 5 árum fyrir banaslys... en þetta var ekki á þeirra könnu. Svona er þetta... það væri svosem hægt að benda í allar áttir til þess að finna einhvern sökudólg en stundum gerast hlutirnir bara eins og þeir gerast og það er ekkert sem maður getur gert.

Hugurinn er á reiki núna þegar ég ætti að vera að læra... en það styttist kannski í gjaldþrot hjá mér... andlegt... af því að maður á ekkert annað :þ

Lag dagsins er líklegast það lag sem passar best við stöðuna eins og hún er í dag... Down under með Men at work

This page is powered by Blogger. Isn't yours?