<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 28, 2007

H.Í.F. 

Mikið hefur á daga mína drifið undanfarið... hef samt ekki haft tíma til að blogga... þar til núna. Við ástarhnoðrarnir erum komin á fætur kl. 9 á laugardagsmorgni, Karen að baka og ég að velta vöngum yfir miklum draumförum.

Ég fór í jarðaförina hjá Alla um daginn og mér finnst alltaf svo sorglegt þegar ungt, gott fólk deyr. Það virðist oft vera þannig að besta fólkið deyi af slysförum. Only the good die young-línan úr lagi Billy Joels er búin að hljóma í hausnum á mér alveg frá því að ég frétti af slysinu.
Kirkjan var alveg troðfull og Vinamini (safnaðarheimilið) líka.

Ég á eftir að muna eftir virkilega góðum manni með smitandi hlátur.

Jæja... ætlaði bara að láta vita að ég væri ekki hættur að blogga... skrifa fljótlega aftur.
Bk,
Óli

sunnudagur, júlí 22, 2007

Styrktarreikningur 

Vegna fráfalls Aðalsteins Davíðs Jóhannssonar, sem lést 16. júlí síðastliðinn, hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir börnin tvö sem hann lætur eftir sig. Íris Rakel er tæplega tveggja ára og Ragnar Páll er 7 mánaða. Ég kynntist Alla þegar við unnum saman á D-vaktinni í álverinu og mér finnst alveg skelfilegt að svona góður maður hafi fallið frá í blóma lífsins. Þeir sem vilja styrkja Ingu og börnin geta lagt inn á þennan bankareikning:

Reikningsnúmerið er : 0186-15-380076 og kennitalan er 020775-3009laugardagur, júlí 21, 2007

What she said... 

...

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Yfir miklu að gleðjast! 

ME SO HAPPY!!!

Veikindin eru á undanhaldi hjá mér... ég er miklu hressari í dag en í gær... kirtlarnir næstum orðnir eðlilegir að stærð og það stefnir bara í bata!

Svo er líka annað... ég held að ég hafi fengið vítamínsprautu í rassinn í gær við að komast að því að DR. PHIL er að fara að detta á dagskrá aftur! Já, DR. PHIL byrjar aftur á mánudaginn!!!

Ekki nóg með það... heldur eru Beauty and the beast-þættirnir, með Ron Pearlman og Lindu Hamilton LOKSINS komnir á DVD og til sölu á Amazon.com!!!

Ég brosi allan hringinn í dag :)
Lag dagsins er Make me smile með Chicago

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Hello sickness my old friend... 

I've come to talk to you again...

Vá... það er langt síðan ég hef bloggað... sé það með því að kíkja á bloggið mitt... ég var nú búinn að lofa ykkur einu og öðru...

1. Útskriftir
2. Skemmdarvargar
3. Byggingameistari
4. Gæsun
5. Dúndurfréttir og Sinfó
6. Brennimerking
7. Veikindi

1. Karen snillingur útskrifaðist semsagt laugardaginn 16. júní úr H.Í. og er orðin mannfræðingur... ég er náttúrulega ótrúlega montinn yfir því að nú get ég sagt öllum að ég hafi verið valinn af mannfræðingi :) En ég er samt mest feginn því að hún sé loksins komin á sama plan og ég... af því að ég hef skilið hana svo illa þegar hún hefur bara verið með stúdentspróf :þ HAHAHA...
Ég náttúrulega fór yfirum af því að hún verður þrítug á árinu og gaf henni í útskriftar OG afmælisgjöf vikusiglingu í karabíska hafið... við verðum það með snýtiklút á hausnum, páfagauk á öxlinni og lepp fyrir augað hótandi öllum að krækja úr þeim augað, höggva af þeim skeggið og æla upp í það! Eins og sumir víkingar voru þekktir fyrir að gera...
Þóra systir útskrifaðist líka úr íslenskunni, mamma Rokk úr K.I.S.S.-inu í Dammörku, Óli frændi úr Kóbenhakenbissnissskúl, Erna frænka úr ljósmóðurinni og ég veit ekki hvað! Þessu fólki er náttúrulega öllum óskað innilega til hamingju með útskriftirnar!

2. Var búinn að lofa reiðilestri um háskólafólk og hér kemur hann í grófum dráttum. Mér er reyndar að mestu runnin reiðin... en samt sem áður verð ég að segja að ég hef orðið fyrir ótrúlega miklum vonbrigðum. Þannig var mál með vexti að ég geymi hjólið hans Dofra yfirleitt alltaf inni í hjólageymslunni hjá Þóru systir nema laugardagskvöldið þegar Karen útskrifaðist. Ég geymdi það samt sem áður í kjallaranum þar úr allri augsýn nema frá einum stað. Ég vil líka taka það sérstaklega fram að ég hef ekki verið að valda neinum usla með hávaða eða neinu slíku, einungis farið með hjólið úr hjólageymslunni, svolítið frá kjallaranum svo að hljóðið í hjólinu magnist ekki upp þar, startað því og keyrt í burtu... bara alveg eins og ég myndi vilja að aðrir kæmu fram við mig ef mér væri illt í eyrunum eða þoldi illa hávaða.
Gott og vel... við vöknuðum eldsnemma á sunnudagsmorgninum og ég stekk yfir í þvottahúsið hjá Þóru sys til að skella í nokkrar vélar. Þegar ég kem svo yfir og inn í kjallarann þá sé ég hjólið fyrir framan lyftuhúsið eiginlega á hlið! Það hefur einhver líklegast ætlað að færa hjólið (eða hreinlega valda á því skemmdum) og var búinn að henda hjólinu svona meter inn ganginn þar sem það hefur einhvern veginn snúist að veggnum og endað utan í honum. Afleiðingarnar af þessu voru þær að annar spegillinn brotnaði, vindhlífin brotnaði og lítill járnhólkur sem er undir stýrinu öðru megin til þess að vernda rafmagnssnúrur hafði rekist í tankinn og rispað hann.
Þvottahúsið var opið og þar inni var gaur að skella í þvottavélar... hann hafði bara troðið sér framhjá hjólinu án þess að reyna rétta það við eða neitt... ég fékk þvílíka sjokkið... hvað er í gangi?!? Af hverju er ekki borin nein virðing fyrir eigum annarra? Af hverju kemur fólk svona fram við eignir annarra í þeim eina tilgangi að valda öðrum tjóni?!? Ég skil ekki svona... mér sárnaði þetta rosalega og varð ótrúlega fúll, sérstaklega vegna þess að ég á ekki hjólið og svo að þetta gerist á háskólasvæðinu... þar sem framtíð Íslands býr... bókstaflega! Maður hefur nú gert ýmislegt yfir ævina en vísvitandi að valda öðrum eignatjóni hef ég bara ekki í mér... það bara samræmist ekki siðferðiskennd minni og auk þess var ég alinn betur upp en það!
Ég setti miða í lyftuna og óskaði eftir upplýsingum, sem ég var/er jafnframt tilbúinn til þess að borga fyrir... þannig er mál með vexti að ef gerandinn eða gerendurnir finnast þá borga tryggingarnar þetta... en miðinn var rifinn niður á nokkrum dögum... kannski eitthvað farið fyrir brjóstið á gerandanum?
Ég skellti hjólinu inn og geymi það þar þegar ég er ekki að hjóla... það er bara ekki hægt að treysta því að eitthvað verði látið í friði nema það sé alveg úr augsýn og læst einhversstaðar inni. Ég er svo yfir mig bit að það hálfa væri nóg! Þetta minnir mig samt óneytanlega á það þegar eggjum var grýtt í bílinn hans Adda mágs míns. Bara eitthvað svona til að skemma fyrir öðrum... Ég vona náttúrulega bara að sá/sú/þeir/þau/þær sem ollu þessu verði ekki fyrir einhverju tilefnislausu eignartjóni sjálf... en það er ótrúlega leiðinlegt og hallærislegt að háskólafólk geti ekki sett sig í spor annarra...
Ég fór svo um daginn niður í hjólageymsluna og á leiðinni hitti ég stelpu sem býr í þarnæstu íbúð við staðinn þar sem þetta gerðist. Samkvæmt henni þá kom hún ásamt 2 vinkonum sínum heim um 4 um nóttina þannig að þetta gerist á bilinu 4-10 sunnudagsmorguninn...

Ég notaði náttúrulega tækifærið í kjölfarið á þessu og undirbjó næstu kynslóð (Hlyn) undir það að bera virðingu fyrir eigum annarra og átta sig á því að gjörðum manns fylgja afleiðingar... við skoðuðum skemmdirnar og ég spurði Hlyn hvort að hann vildi borga skemmdirnar :) en þegar hann áttaði sig á því hvað þetta gæti verið mikill peningur þá kom annað hljóð í hann og hann fór að velta því fyrir sér hver gæti gert svona við annarra manna dót... nú þarf maður bara að leyfa honum að fylgjast með... sjá hvað þetta kostar og svona... það verður honum vonandi hvatning til ábyrgðar...

Ég er samt guðslifandi feginn að Dofri tók þessu ekki illa... spegillinn er á leiðinni frá Bretlandi og hlífin kemur annað hvort frá JúEssEi eða Bretlandi... er að vinna í því (af því að svíaskrattarnir skilja ekki ensku... eða kunna ekki á tölvupóst!).

3. Ástæðan fyrir því að ég er búinn að vera versti bloggarinn í Evrópu er sú að ég er að vinna með brotið bak (baki brotnu) fyrir Helgu og Alex... ég er alltmúlígmaðurinn þeirra... allt frá því að vera járnsmiður, trésmiður, handlangari, gröfumaður, skotgrafamaður, túlkur, símaþjónn, höggvélabrjótur og leigjandi yfir í að vera þræll :þ en ég fíla það í botn! Það er búið að vera frábært að komast út úr húsi í sumar og vera vinna svona líkamlega vinnu eftir heilan vetur af skrifstofu-/heilavinnu... svo er ég líka orðinn svo brúnn! Algjör brúningi og hef sloppið blessunarlega við að brenna, þannig að ég er kominn með bóndabrúnku... eða flott 'beis-tan' eins og það heitir víst ;)
Sökkullinn er klár, búið að moka möl/sandi inn í grunninn og verið að fara að leggja pípulagnirnar... þegar þær eru komnar þá þarf bara að henda rafmagninu inn (ef eitthvað af því fer undir plötuna og svo einangrun og járni ofan á... þá er klárt í næstu steypu! Þetta gerist svo hratt að það er ótrúlegt! En það tekur sinn toll að vera púlla 12 tímana á dag með mitt legusár eftir veturinn... þó svo að það sé allt að lagast :)

4. Held að mér hafi ekki tekist að smita Ragnheiði gæs af mótorhjóladellunni þó svo að við höfum rúntað á föstudaginn seinasta... það þurfti að drepa tíma þangað til að hún átti að fara að kenna body-pömp í Baðhúsinu þannig að ég var fenginn til að hjóla með hana... henni fannst þetta þó sæmilega spennandi þó svo að hún skildi ekki af hverju fólk vildi ferðast svona... eins og ferska loftið er frábært þegar maður er að hjóla!

5. Talandi um gæsir... og gæsahúðir þá fórum við á Dúndurfréttir með Sinfóníuhljómsveitinni þar sem þau fluttu The Wall með Pink Floyd. Ég keypti miðana fyrir rétt tæpu ári síðan og þetta var vel biðarinnar virði... sejétturinn!!! Við Karen mættu fashionably late eins og sannir rokkarar og um leið og rassar okkar snertu sætin voru fyrstu tónarnir í verkinu slegnir... Ótrúlegt!
Ég verð bara að segja að þetta voru ótrúlegustu tónleikar sem ég hef séð yfir ævina! Þetta toppar meira að segja Kiss tónleikana í Ástralíu! Tónlistin var bara svo frábær og útsetningin á sinfóníunni alveg stórglæsileg að ég átti bara bágt með mig fyrir hlé. Var nokkrum sinnum svo hrærður að ég var alveg með kökkinn í hálsinum og ekkasog... svo streymdu tárin niður í Comfortably numb... eitthvað sem ég réði bara ekki við... þetta var svo ótrúlegt að ég var heillengi að vinna þessa upplifun eftir að tónleikarnir voru búnir!
Nú er bara að setja eitthvað annað á dagskrá til að stefna að Dúndurfréttir! Veit reyndar að þeir stefna að því að setja upp Eagles tónleika og svo taka þeir vonandi Jesus Christ Superstar þó svo að portkonur hafi stoppað það síðast!
Ég er samt með nokkrar hugmyndir... Deamons and Wizards plötuna með Uriah Heep, tek undir með Andreu Jóns á Rás 2 með að Dúndurfréttir setji upp Trúbrotartónleika með Sinfóníunni... það er margt hægt að gera...

Ég er ennþá alveg frá mér numinn eftir þetta... hlakka til að sjá þá næst!

6. Karen púki setti mynd á bloggið sitt...

en hún lét loksins brennimerkja sig :þ Þetta er reyndar bara temporary tattú sem fór eftir fyrstu sturtu... en gaman engu að síður... en málið var að hún setti myndina á bloggið á sunnudeginum og tók ekkert fram hvers konar tattú þetta væri... þannig að einhverjir hafa kannski bitið í vörina... ekki ég :)

7. Loksins er komið að lokum þessa pósts hjá mér... það þurftu veikindi að koma til svo að ég gæti gefið mér tíma til þess að blogga... en það er allt í lagi... held að ég sé ekki með streptókokka þannig að þetta þarf bara að fara hefðbundna leið út úr kerfinu hjá mér... ég fæ frí á morgun hjá Helgu og Alex þannig að ég vona bara að það verði gott veður á morgun... svo að það virki hvetjandi fyrir kroppinn að losna við þennan viðbjóð... en það er eitt það leiðinlegasta í heiminum að fá hálsbólgu yfir sumarið... gæti það verið leiðinlegra?

Lag dagsins er Little Wing eftir Jimi Hendrix í flutningi Stevie Ray Vaughan... alveg flottasta útgáfan af þessu lagi í lífinu!

Hafið það gott og lifi rokkið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?