fimmtudagur, júlí 13, 2006
You'd better recognize!!!
Vil biðja ykkur um að byrja á því að skoða þennan póst frá mér. Þarna er ég að segja frá draumi sem mig dreymdi og var sannfærður um að Jonni og Ramona væru ólétt... það kom svo á daginn, þegar Helga systir kom heim um áramótin og gaf mér sónarmynd af syni þeirra að frá því að mig dreymdi drauminn væru nákvæmlega 9 mánuðir mínus 5 dagar þangað til að áætlaður fæðingardagur væri!!! Ég gerði gott betur því að í nótt fæddi Helga systir mín fallegan og heilbrigðan dreng! Nákvæmlega 9 mánuðum og einum degi eftir að mig dreymdi drauminn!!!
Karen vill meina að við séum svo náin við systkinin (sem við erum) og að þess vegna hafi mig dreymt þetta svo nákvæmlega. En þetta er ótrúlega sérstakt, sérstaklega vegna þess að ég kommentaði á síðunni hjá Helgu um daginn að hún myndi eiga í dag, fimmtudag! Þið getið séð það hérna.
Ótrúlegt? Satt...
Karen vill meina að við séum svo náin við systkinin (sem við erum) og að þess vegna hafi mig dreymt þetta svo nákvæmlega. En þetta er ótrúlega sérstakt, sérstaklega vegna þess að ég kommentaði á síðunni hjá Helgu um daginn að hún myndi eiga í dag, fimmtudag! Þið getið séð það hérna.
Ótrúlegt? Satt...