<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Hann er kominn!!! 

Hef ekki séð hann áður... en ég hef náttúrulega ekki farið í ríkið síðan fyrir áramót! En ég sá hann í dag og ég keypt'ann í dag... Paulaner er vinur minn... hann er þýskur eins og mágur minn og eins og segir hjá ÁTVR:
Ljósrafgullinn, skýjaður. Þétt fylling, þurr, ferskur, mild beiskja. Krydd, sítrustónar.

Hann lítur svona út:

og hann er góður...

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Uppeldisaðferðir... 

Hmm... þetta verður líklegast spennandi kokteill hjá okkur hjónaleysunum... ég uppeldisfræðingur með fræðslustarf og stjórnun svo ekki sé minnst á kennsluréttindin og Karen mannfræðingur með sérhæfingu á sviði þróunarfræða! Hahaha... þetta verður klikkað! En ég hef alltaf sagt það að krakkar fólks sem er með félagsvísindamenntun eigi verstu krakkana. Ég kvíði því reyndar ekki hjá okkur en mér fannst 'Martin læknir' eða 'Doc Martin' þátturinn í kvöld á Rúv helvíti góður. Krakkinn í þættinum var illa skemmdur eftir uppeldisaðferðir foreldranna og það er ótrúlegt að hugsa til þess að það sé virkilega til svona fólk... þetta reyndar væri ekki fyndið ef þetta væri ekki satt!!!

Annars hef ég miklar áhyggjur af samfélaginu okkar núna. Ábyrgðarleysi, tillitsleysi og hroki virðist einkenna öll samskipti og það er kannski engin furða ef þetta er það sem krakkarnir verða vitni að á hverjum degi og sérstaklega í fari foreldra sinna. Það er alveg merkilegt hvað fólk getur alveg blákalt ætlast til þess að skólarnir sjái um krakkana þeirra og lagi það sem hefur klikkað hjá þeim. Ég veit það ekki... það er einhver nostalgíu fílíngur í mér núna... hef verið að hugsa til baka til ára minna í Grundaskóla og ég var nú kannski ekki beint barna bestur en í þá tíð voru afleiðingar ef maður gerði eitthvað af sér. Það var kannski þess vegna sem manni fannst það ekki í lagi að vera skemma eigur skólans eða annarra. Sumt þurfti maður að læra erfiðu leiðina en ekki margoft, einu sinni var nóg!

Það sem vantar núna að er að raddir þeirra 95% nemenda sem eru prúðir, stilltir í tímum og kunna sig fari að yfirgnæfa 5 prósentin og krefjast þess að þau fái vinnufrið í tímum og geti litið af eigum sínum án þess að þeim sé stolið eða þær eyðilagðar. En það náttúrulega gerist ekki ef ávinningurinn er enginn. Mér finnst þetta bara svo sorglegt vegna þess að með dyggri aðstoð lélegra launa eru kennarar að hörfa úr stéttinni... það sem einu sinni var talið vera virðingarvert starf er núna orðið að einhverju hugsjónarstarfi þeirra sem nenna eða kunna ekkert annað. Hvað erum við að græða á því að hafa fólk í þessum störfum sem eru annað hvort hrætt við nemendurna, óánægt með launin/aðstæðurnar, getur ekki þróast í starfi vegna þess að það er of lýjandi? Er þetta að undirbúa krakkana undir þátttöku í samfélaginu? Ég er ekki viss... ekki þá nema til þess að hafa óbilandi trú á að þau geti komið fram við aðra eins og þeim sýnist, hagað sér eins og þeim sýnist og þurfi hvorki að bera virðingu fyrir einu eða neinu né að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Þetta verður skemmtilegt samfélag að búa í... eða hvað haldið þið?

Lag dagsins minnir mann svolítið á þessa einstaklingshyggju sem tröllríður okkur núna... en það er Circle of friends með Edie Brickell. Fariði annars bara í rassgat og reynið að gera eitthvað fyrir mig í staðinn fyrir að reyna alltaf að skemma allt fyrir mér!








Djók :þ

föstudagur, febrúar 15, 2008

Alveg hreint magnað!!! 

Jæja fólk... langt síðan ég hef bloggað. Fyndið samt hvað maður hefur alltaf eitthvað mikið að segja en svo líður einn dagur og einn í viðbót og þetta týnist í amstri dagsins.
Eitt gott samt... frosthörkunni er lokið í bili. Ég sótti Hlyn frosthelgina miklu og smellti þá þessari mynd af hitamælinum í bílnum... myndin er ekki skýr en ef þið rýnið í þetta þá sjáiði að það er -14°C úti. Sem er alveg hreint magnað!

Svo er Hlynur alltaf jafn flottur gaur... það er líka alveg hreint magnað!

Ég tók þessa mynd ef snjóhamfarirnar sem urðu til þess að ég hætti að fara í ræktina. 20 mínútna rugl við að losa bílinn úr bílastæðinu og botnlanganum okkar. Alveg hreint magnað!

Daginn eftir snjóstorm dauðans fórum við í sónar. Við fengum að sjá aðalæðarnar 3 í fylgjunni, tvö nýru og nýrnaskálarnar, vökva í maga og þvagblöðru sem segir að nýrun og kerfið virkar rétt. Við sáum einnig 4 hólf í hjartanu, eðlilega línu sem skilur að heilahvelin, heila efri vör og það sem mestu skiptir... 10 puttar og 10 tær. Hérna sést í 5 tásur og Karen er búin að eigna sér þær...

Beibíið litla var með naflastrenginn klemdann á milli lappanna þannig að þó svo að við hefðum viljað vita hvort kynið það væri þá var ekki nokkur leið til þess... sem er allt í lagi. Þetta verður annað hvort og ég er sáttur með annað hvort. Ég var búinn að ætla krílinu Hraungerðisnefið fræga en það eru eitthvað skiptar skoðanir á því. En að öðru leyti var þetta alveg magnað!

Svo eru kannski helstu mál líðandi stundar... og þá er ég ekki að tala um X-D fíaskóið... mér finnst reyndar frábært hvað þetta fólk úr öllum flokkum er tilbúið til þess að sólunda almannafé í eitthvað svona rugl. Að vera með einhverjar hallarbyltingar en þetta er orðið að einhverjum skrípaleik og sannast hérmeð endanlega að alþingismenn og konur, flokksfólk og ráðamenn þjóðarinnar eru leikarar í stærsta leikhúsi okkar Íslendinganna. Verst að það er alltaf einhver helvítis aumingjadramatík hjá þessu pakki. Alveg magnað!

Hápunkturinn er samt alveg að Karen er algjörlega mögnuð kærasta og hugmyndarflugið hjá henni er alveg stórkostlegt! Þegar ég hélt að ég væri farinn að þekkja hana eitthvað þá snýr hún sér 360° og kemur mér svona líka þvílíkt á óvart! :þ Ég er semsagt búinn að fá helminginn af afmælisgjöfinni minni (en ég verð þrítugur (30 ÁRA) 20. apríl) og það er hvorki meira né minna en helgarferð+hótel í Stokkhólmi (Svíþjóð, ekki Stykk, Ísl) og miði á tónleika með THE EAGLES!!! Geri aðrir betur! Þetta er svo magnað að ég er búinn að vera að kæla mig niður í nokkra daga við tilhugsunina um þetta! Þá bætast við enn einir tónleikar í ævisöguna og það með einu flottasta bandi fyrri og seinni tíma og að hugsa sér allt þetta með elskunni sinni. Alveg eins magnað og það verður.

En svona í lokin þá er ég búinn að ganga frá sal þannig að ég get haldið almennilega upp á afmælið með fjölskyldu og vinum... bara svo að mamma hætti að svitna ;) En mamma... þér er boðið.
Lag dagsins er Day after Day með Badfinger

This page is powered by Blogger. Isn't yours?