<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Draumalangloka... 

í mörgum lögum í nótt... leyfi ykkur að skyggnast inn í eitt lagið af draumaheimi mínum í nótt...

3. Ég kem upp að sveitabæ þar sem ég er að fara að jafna innkeyrslu úr möl sem er mjög brött upp í mót inn í vöruhús eða stóran bílskúr. Samt þegar ég er að þjappa þetta líður mér eins og ég sé að keyra lyftara og hann er mjög valtur á sandinum. Ég stoppa og spyr karlana hvort að þeir séu sáttir við þetta en segi þeim að það sé hægt að nýta mölina betur af því að það eru miklir og ójafnir hólar á þessum malar/sandhól/innkeyrslu. Þetta eru þrír fullorðnir bræður sem eiga heima að Ytri-Hólmi sem er sveitabær rétt fyrir utan Akranes. Ég er léttklæddur inni hjá þeim en þegar ég er að fara aftur út þá tek ég eftir einum bræðranna sem stendur úti í kuldanum (allt í einu kominn snjór úti) á nærbuxunum og sýpur á kaffi.

Ég fer í síðerma þunna peysu og er að fara í svörtu dúnúlpuna mína þegar sonur þeirra kemur og býður mér hrísgrjón úr gömlu máðu glasi með stórri gamalli silfurskeið í. Þegar hann kemur nær og er að fara að mata mig þá tek ég eftir því að í glasinu, undir grjónunum, eru falskar tennur. Ég hætti snarlega við að fá mér og hann hættir við að gefa mér þetta.

Þá eru Bryndís og Hulda frænka allt í einu komnar þarna og ég elti þær inn í einhverja stofu í húsinu. Þar sitja mamma, Þóra og Helga systir og þegar ég er að fara að gera mig líklegan til þess að fara út þá segir Hulda að þarna sé eitthvað frá afa sem var að finnast.

Ég lít út og sé þá yfir Akranesi að það er eins og það sé einhver hátíð í gangi. Þarna eru margar flugvélar á lofti í listflugi og það kemur reykur úr þeim öllum. Tvær eða þrjár vélar eru samt með alveg svartan reyk. Ein flýgur út að tanganum sem bærinn er á og þegar hún kemur nær þá sé ég að þetta er flugvél sem er eins og hamar í laginu. Hún flýgur þarna að og snýr við til að halda til baka og þegar hún snýr við þá kemur einhver kippur á hana þegar hún ‘gefur aftur í’ og jólaserían sem er á henni slitnar og það hrynja nokkrar jólakúlur af...

Bryndís frænka snýr sér í sætinu sem hún situr í og teygir sig aftur á bak og nær í þrjá litla samanbrotna blaðasnepla. Einn er fölbleikur, einn er svartur og hvítur (eins og blekklessupróf Rorschach) og ég man ekki litinn á þriðja. Hún raðar þeim þremur eins og spilum á hendi og býður okkur að taka einn hver. Við erum klárlega fleiri en 3 þannig að ég fæ einn, Helga systir einn og Hulda einn. Þegar ég opna minn þá blasir við mér eldgömul ljósmynd af mömmu og ömmu Lillu. Þetta er bara ein mynd, með brot í miðjunni en svo er eins og það sé hægt að flétta myndinni og þarna koma fleiri myndir í ljós. Svo byrja myndirnar að birtast mér á fullu og þetta verður eins og að horfa á fleiri, fleiri myndir í ljósmyndaseríum. Bæði myndir sem eru teknar í röð eftir stund og stað þannig að þetta virkar eins og gömul hreyfimynd og líka myndir sem eru teknar yfir lengri tíma þannig að maður getur bókstaflega séð manneskjuna vaxa úr barndómi.

Þetta er greinilega að gerast hjá Helgu líka út af því að þær þrjár eru að dást að myndunum. Ég tók ekki eftir því hvað gerðist hjá Huldu.

Myndirnar sýndu okkur systkinin í barnæsku, gamlar myndir af afa og alltaf inn á milli komu myndir af skýjum á heiðum himni sem voru eins og þær voru teknar með 5-10 mínútna millibili þannig að skýið var fyrst þétt en þynntist svo þegar það kom í áttina að mér, einhverjar 5-6 myndir í seríunni. Það var reyndar ein mynd af afa en hann var ekkert líkur sjálfum sér. Þetta voru myndir af honum þegar hann var ungur en samt var hann rúmlega miðaldra á þessum myndum og með hvítt alskegg.

Ég verð alveg miður mín að sjá allar þessar myndir en samt ánægður og fullur dásemdar yfir þessu.


Any ideas?!?

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Mixed tape... 

Anotherone bites the dust – Queen

Bíólagið – Stuðmenn

Crazy – Gnarls Barkley

Grace Kelly – Mika

In my dreams – Wig wam

Jesus is just alright – The Doobie brothers

Joker & the thief – Wolfmother

L.A. Woman – The Doors

Leysum vind – Stuðmenn

Lollipop - Mika

Manstu ekki eftir mér? – Stuðmenn

Ofboðslega frægur – Stuðmenn

Oh, oh, oh it’s magic – Pilot

Ramblin’ man – The Allman brothers band

Sandkorn – Mánar

Söknuður (bíddu pabbi) – Sóldögg

The final countdown – Europe

Touch me – The Doors

We are the champions – Queen

Woman – Wolfmother

Við feðgarnir settumst niður í dag og Hlynur valdi lög til þess að setja á disk sem ég brenndi fyrir hann. Ég er nokkuð ánægður með lagavalið hjá pjakknum enda alinn upp við eðaltónlist frá 6. áratugnum til dagsins í dag :) Hann á eftir að vera á góðum stað í lífinu út frá tónlistarlegu sjónarhorni...

Yfir í eitthvað allt annað... þá fór ég með hann á klósettið áður en ég fór að sofa á föstudagskvöldið og hann var mitt á milli svefns og vöku þegar hann kom inn á klósettið og sagði við mig:

Pabbi... ertu til í að setja þetta í hvíta kassann? (Hlynur hélt þumlinum, vísifingri og löngutöng saman eins og hann héldi á einhverju pínkulitlu á milli fingranna)

- Já... (sagði ég og flissaði pínulítið) Hvað er þetta?

(Hlynur lítur niður og honum til mikillar undrunar er ekkert á milli puttanna) Æji, ekkert...

- Hvað hélstu að þetta væri?

(Hlynur lítur aftur niður á puttana sína og losar fingurna eins og hann sé að sleppa því sem hann hélt á) Ég hélt að ég væri með eitthvað legó hérna (sagði hann og brosti út í annað hálf sofandi)

Þar með var því lokið... en áður en við fórum í sund í dag þá sagði hann mér að ég hefði líka talað upp úr svefni í morgun þegar hann skreið upp í til okkar :þ Gaman að því...

Mantra dagsins er: sími, veski, sígó... klikkar ekki áður en maður fer út úr húsi :)


fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Bananas... in pyjamas... 

Long tæm nó sí...
Búið að vera mikið að gera :)
Tókum mýrarboltann um Versló og sjetturinn hvað það var gaman... þó svo að ég sé líklegast að jafna mig eftir tábrot... Líklegt að ég hafi tábrotnað í fyrsta samstuðið í seinasta leiknum okkar! En klikkað stuð samt sem áður:


Húsið hjá Helgu og Alex er komið upp og það er ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að gerast... komið upp á tveimur mánuðum! Allt mér að þakka að sjálfsögðu ;) Það fóru 300 tímar í þetta hjá mér en ég hugsa að þetta hafi verið í kring um 600 man-hours sem það tók að reisa 260 fermetra.

Skólinn er byrjaður hjá mér og það lítur allt út fyrir það að ég verði að kenna fram í miðjan nóvember. Landafræði og eðlisfræði... það verður eitthvað skrautlegt... en það er eins gott að það verði öngvir óþekkir strákar á meðan af því að ég er að vinna rúmlega fulla vinnuskyldu.

Þetta leggst bara allt vel í mig og svo á eftir að skýrast betur hvernig veturinn verður hjá mér. En eins og staðan er núna þá eru tæpur einn og hálfur mánuður þangað til að við Karen förum í siglinguna miklu... og ég er ekki frá því að ég sé orðinn svolítið spenntur!!!

Allaveganna... heyri í ykkur fljótlega...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?