<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Brjálað að gera... 

í augnablikinu, agaverið/nemendaverið/átaksverið er komið á fullt swing en engir nemendur. Þau eru búin að vera að bæta sig þannig að það er rólegt hjá mér í augnablikinu... það á samt eftir að breytast tiltölulega fljótt.
Annars hef ég það gott þó svo að það sé langt síðan ég bloggaði seinast... það fer að síga á seinni hlutann í þessu hjá mér og seinustu verkefnaskilin eru 17. desember í skólanum þannig að ég fer áhyggjulaus inn í jólafríið í kringum 20. des... man ekki hvort það byrji 21. des eða að það sé seinasti dagurinn... skiptir ekki miklu.
Flestar jólagjafirnar voru keyptar í ammeríggunni þannig að ég verð guðsblessunarlega laus við allt búðarráp í næsta mánuði... það eru ein og ein eftir... ekki meira :)
Hlynur fékk alveg æðislega umsögn frá skólanum sínum um daginn og alveg frábært hvað hann er að standa sig vel og hvað hann er klár. Það er líka gaman þegar hlutirnir ganga vel.
Vá... ég er alveg orðlaus núna... ég er búinn að bæta mig svo í vélritunarhraða á síðustu dögum að það hálfa væri nóg... ég er á fullu að klára eitt verkefni fyrir skólann og það er alveg merkilegt hvað maður er fljótur að detta niður í æfingu og hvað maður er fljótur að ná hraðanum upp aftur.
Aldrei að vita nema maður fari að nota msn-ið á fullu aftur...
Lag dagsins er smá retró-fílíngur... Home sweet home í boði Mötley Crue

mánudagur, nóvember 12, 2007

Eitt og annað... 

Nú líður að lokum hjá mér í kennslunni... það eru ekki nema 2 dagar eftir... þriðjudagurinn og miðvikudagurinn... svo er ég hættur í kennslunni í bili a.m.k. Þetta er búið að vera gaman, leiðinlegt, létt og erfitt... þannig að ég get nokkurnveginn sagt að ég hafi fengið allan pakkann á þessum þremur mánuðum. Áhugasamir nemendur, áhugalausir nemendur... allt þar á milli. Þetta er samt ekkert grín! Kennslan er bara fáránlega erfið og illa launuð. Ég er líka nokkuð viss um það að það eigi eftir að verða meira vesen að fá starfsfólk inn í skólana næsta haust ef kjör þeirra lagast ekki fljótlega og til muna. Ég get ekki séð að það heilli mig að fara að vinna tæpa 30 tíma á viku (að því gefnu að stundaskráin verði ekki gloppótt) fyrir 190 þúsund í heildarlaun á mánuði.
Ef við skoðum þetta aðeins... þá er þetta þannig að skatturinn er 35,72% sem þýðir að laun eftir skatt og með persónuafslætti fyrir nýútskrifaðan kennara eru 190.000xo,6428+32.150=154.282 á mánuði miðað við fulla kennslu. Segjum sem svo, af einskærri góðmennsku, að launahækkun kennara verði 25%... 190.000x1,25=237.500 sem gerir þá í heildarlaun að frádregnum skatti og viðbættum persónuafslætti... 237.500x0,6428+32.150=184.815 Þetta þýðir það að hækkunin eftir skatta verður 184.815-154.282=30.533 Þetta er kannski fýsilegri kostur fyrir kennara heldur en staðan í dag hljóðar uppá en satt best að segja er það ekki mikil hækkun ef 25% hækkun þýði ekki nema 30þúsund krónur... Ég veit það ekki... hvað finnst ykkur um þetta?

Svo er það dæmið með bjór- og léttvínssöluna... hvenær ætlar fólk að átta sig á því að unglingadrykkja hefur alltaf verið til staðar? Ég veit ekki með ykkur gott fólk, en ég á ekki bágt með að rifja upp hvernig þetta var þegar ég var unglingur... staðan var þannig, er þannig og verður þannig að ef krakkar/unglingar ætla sér að drekka þá redda þau sér! Úrræðagóð eru þau... sérstaklega ef þau vantar eitthvað... ég veit það af því að ég var þarna einu sinni. Halli Melló söng eitt sinn: ...foreldri, hvernig varst þú?
1. Það þarf ekki að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum af því að þetta fæst allt í ríkinu. Rétt... en það er líka bara hluti af heilbrigðri samkeppni að fleiri aðilar heldur en einokunarkompaní dauðans og forræðishyggjubatterí lífsins ráði því hvort ég borgi rúmlegar 200 krónur fyrir einn bjór ef mér skyldi langa í einn... og þurfa ekki að fara útúrdúr til þess að henda einum svoleiðis í körfuna.
2. Unglingadrykkja á eftir að aukast ef við seljum bjór og léttvín í matvöruverslunum. Rétt. Nema að það sé staðið almennilega að þessu... ég get séð fyrir mér að einn til tveir afgreiðslukassar í búðunum sjái um að afgreiða þá sem vilja versla sér bjór eða léttvín. Ég veit ekki betur en verslanirnar eiga hvort eð er í vandræðum með að unglingar undir 18 ára aldri séu að selja tóbak... en það fæst enginn til þess að vinna þessa vinnu þannig að það er nóg að það sé einn fullorðinn á kassa í búð sem spyr alla um skilríki... Ég neita að trúa því að í því samfélagi sem við búum í núna (einokun, forræðishyggja, bananalýðræði o.s.frv.) að við ætlum að skýla okkur á bakvið þá staðreynd að foreldrar geti ekki hugsað um börnin sín. Þó svo að unglingadrykkjan sé, hafi og verði til staðar þá er ekkert því til fyrirstöðu að foreldrar taki hausinn úr rassinum á sér og reyni að einbeita sér að þeirri skuldbindingu sem þau, viljandi eða óviljandi standa frammi fyrir... Við erum ekki nema 300.000 hérna og tæplega 10% af því (jább... það er rétt... tæplega 30.000 af "okkur") eru pólverjar... HVAÐ ERU ÞESSIR KRAKKAR AÐ GERA Í RUGLINU?!? Samkvæmt Hagstofu Íslands eru ekki nema 36.000 krakkar á aldrinum 13-20 ára... og meðaltalið í hverjum árgangi um 4500 stk. Sem tæknilega þýðir rétt um 30.000 krakkar á 'rugl-aldri'. Samkvæmt tölfræði eru um 3-5% af þeim í verulegri hættu og 1% af þeim eru þegar orðnir glæpamenn eða þaðan af verra... Þetta eru ekki nema 1500 krakkar! Hinir eru til fyrirmyndar... eða svona hérumbil... ætlum við að gera þessa 1500 krakka að það stóru vandamáli að heil þjóð fari í vaskinn og geti ekki verslað ódýran bjór og lélegt vín úti í búð?!?
3. Ef búðirnar fá að selja bjór og léttvín þá á eftir að flæða yfir okkur rauðvínsflöskur útataðar í bónusgrísnum með glóðuraugað og allt sem heitir gæði í léttvínum á eftir að bera gæðatitla búna til úr gæðum og styrkleika skólpvatns. Rétt. Hvað með það þó að maður geti keypt 3 vondar rauðvínsflöskur á þúsundkall?!? Þá kann maður bara betur að meta hitt fína sem maður kaupir þá til hátíðarbrigða! Það fer enginn að segja mér að ríkið eigi eftir að leggja upp laupana og hætta að selja áfengi. Ég er alfarið á móti því að búðirnar fari að selja sterkt vín. Ég held að það eigi miklu meira heima í sérverslunum... hvort sem bananalýðveldið.is reki það eða einhver annar. Auðvitað verður hægt að fá fínni vín þar... en hvort að það hækki eitthvað í kjölfarið skiptir mig bara engu máli vegna þess að þetta er hvort eð er verðlagt eftir styrkleika... svo langtfráþvíaðvera verðlagt eftir gæðum... það hefur margsinnis verið sannað! Fyrir utan það að misjafn er smekkur manna og þeir eru þá tífalt meira blessaðir sem hafa 'ódýrari' smekk!

Ég fagna því allaveganna að þessi umræða er komin í gang og alveg með eindæmum að við berum okkur alltaf saman við nágranna okkar þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá þeim í stað þess að taka þá sem gott dæmi um hvernig eigi ekki að gera hlutina og reyna að lagfæra það sem hefur farið forgörðum... reyna að vera (þykjast) meiri og flottari en þau af því að við erum nú einu sinni þrjúhundruðþúsundmilljón manna þjóð... mínus milljón.

Vona að ég fái nú einhver viðbrögð hjá ykkur draugarnir ykkar! Það er nú ekki beint hvetjandi fyrir mig að vera að blogga hérna fyrir 3 kommentum á viku... ég veit að þið eruð fleiri sem lesið... sé það á ip-tölunum ykkar ;)

Lag dagsins er Lífið er ást með Bó Halldórs og Páli Rósinkranz sem er ástarlag Kollu og Bjarka... til hamingju með brúðkaupið, Aðalheiði Iðu og ástina beibís!

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Thank you Paul Kellerman! 

Held að það sé við hæfi að þakka 'Secret Service Special Agent Paul Kellerman, FBI' fyrir smá 'inside' á lyga og líkamstjáningu. Var að horfa á Dr. Phil í dag og þar var 19 ára drengur sem er sakaður um að vera kynferðisafbrotamaður... sem er kannski ekki frásögu færandi nema að þegar Dr. Phil spyr hann hvort að hann sé, eða hafi einhvern tímann verið kynferðisafbrotamaður þá svarar hann því neitandi... Dr. Phil spyr hann hvort að hann sé alveg viss og hvort hann sé að segja satt... þá lítur stráksi örlítið til vinstri á sama tíma og hann svarar. Þegar Dr. Phil býður honum svo að sanna sitt mál með því að taka lygamælispróf þá krossleggur hann hendur og segist vera til í það.
Paul Kellerman sem er persóna í Prison Break var með smá kennslu í einum þættinum um líkamstjáningu þar sem hann vissi að FBI myndi greina myndbandið sem þeir tóku upp. Sem er kannski ekki frásögu færandi en gaurinn er klárlega að krossleggja hendur til þess að fela eitthvað og vernda sig... þetta eru svolítil skemmtileg fræði en samt verður maður að hafa það í huga að hann situr í þætti frammi fyrir milljónum manna sem fylgjast með þættinum...
Í mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélaga um daginn kom fram að einn af kennurunum fór á sérstakt námskeið, alla leið til Texas í BNA, til þess að læra fræði sem ber það skemmtilega heiti Heiðarleikapróf. Það er auðvelt að sjá það hvort að einstaklingur er að segja satt og rétt frá með því að biðja einstaklinginn að skrifa niður atburðarrásina... þetta er svolítið fyndið... og þess virði að testa einhvern tímann :þ
En að öðru leyti bara gott... Hafði það gott í vetrarfríinu þó svo að það hefði verið alveg brjálað að gera... það fer nú að róast hjá manni dagskráin... UM JÓLIN! En svona eridda bara :)
Lag dagsins er Jumpin' Bail með The Fugetives...

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

I died a little yesterday... 

Verð eiginlega að segja frá þessu af því að smá hluti af mér dó í gær... Fór á klósdið... la li la... pissaði... lí lí lí... sturtaði niður... dæ ræ ræ... þvoði mér um hendur... dí rí rí... slökkti ljósið og opnaði hurðina...
HÆ! (Karen stendur fyrir utan klósettið, allt er slökkt, andlit hennar snýr örlítið niður en augun galopin... það er glampi í þeim... geðveikisglampi...)

AAAAHHH!!! Ég öskraði upp og hjartað hrundi niður í buxur! Hjartslátturinn fór úr c.a. 60 slögum á mínútu í 130 slög á mínútu... hnén á mér skulfu, hendurnar titruðu og ég beið... ég beið... ég beið bara eftir því að hún reiddi hnífinn upp fyrir höfuð og myndi stinga mig og stinga mig og stinga mig og stinga mig og stinga mig... ég finn að ég skell á hnén... blóðið gusast út úr maganum á mér, munninum á mér... ég lít upp á hana þar sem glittir í glampann í augum hennar...
Ég hætti að dagdreyma og hætti að vera hræddur við myrkrið... af hverju... spyr ég... hvers vegna viltu myrða mig?!?
Karen krútt fær næstum því tár í augun fyrir að hafa hrætt mig svona... það er reyndar ekki samúðarverkir... heldur en hún að berjast við að halda aftur af hlátrinum... hlátrinum sem er til kominn vegna þess að ég dó... örlítið úr hræðslu. Hún reyndi að faðma mig... til að hughreysta mig (held ég að minnsta kosti eftir að ég gekk úr skugga um að hún væri ekki með hníf í höndunum sem hún ætlaði að nota til að stinga mig í bakið)... ég svaf lítið í nótt... hræddur lá ég í fósturstellingunni í alla nótt og passaði mig á því að sofna ekki... sofna ekki... zZzofnhaa egghi... ZzZzZz VAKNAÐI og var enn á lífi... en ég verð að passa mig héðan í frá...
Án gríns dó ég smá innímér... en ég er hættur að vera hræddur... ætti ég að vera hræddur?
Lag dagsins er The Day I Tried to Live með Soundgarden...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?