<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðilega hátíð... 

Elsku fjölskylda, vinir og aðrir skápalesarar. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ég vona að þið hafið það gott um hátíðirnar og fáið flotta pakka!

En eitt hérna smá sem er reyndar ekkert jólalegt en ógeðslega fyndið...
Jim Carrey er hér að taka David Caruso úr CSI: Miami...


Og annað frá Weebl og Bob sem er jafnvel ennþá fyndnara!
Smellið hérna til þess að sjá Weebl og Bob í nýjum glugga

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

þriðjudagur, desember 18, 2007

Babytime!!! 

Jæja, þá getur maður loksins sagt frá þessu... en eins og Karen orðaði það: „...þrátt fyrir að hafa bara farið tvö að sigla um Karabíska hafið þá komum við þrjú heim úr siglingunni“. Við erum semsagt ólétt! Við erum búin að segja öllum nánustu þannig að það er komið að því að láta þig, heimur, vita af þessu líka. Við erum náttúrulega í skýjunum yfir þessu og hrikalega ánægð með að hafa fengið að sjá sprikl og læti í sónar á fimmtudaginn seinasta. Þessi mynd er tekin þaðan:


Þó svo að það sjáist ekki á myndinni þá liggur beibí þarna með krosslagðar fætur og unir sér vel. Gott ef að ég hafi ekki séð glitta í 'Hraungerðisnefið' á einni myndinni sem við fengum.
Við ætlum ekki að fá að vita hvort kynið þetta er af því að við viljum sörpræsið alla leið. Mig dreymir reyndar stelpur núna hægri vinstri... NEI, ekki þannig... bara litlar stelpur... NEI, ÉG MEINA ÞAÐ EKKI HELDUR ÞANNIG! Karen er búið að dreyma fyrir stelpu sem og núverandi og fyrrverandi samstarfsmenn hennar. Það verður gaman að sjá hvort að draumar sjöþúsundníuhundruðfimmtíuogtveggja einstaklinga séu vitlausir! :þ

Talandi um drauma þá held ég reyndar að vinafólk mitt eigi von á barni... grunar það út frá draumi. Ég ætla ekkert að vera með einhverjar blammeringar en bara svo að það sé staðfest með dagsetningu ef ég hef rétt fyrir mér þá tók þetta vinafólk mitt einu sinni á móti dana í heimsókn. Annað þeirra kom hins vegar bara út til Danmerkur í kjölfarið. Þá er það komið á hreint milli mín og þeirra um hvaða fólk ég er að tala.

En annars er bara gott að frétta. Ég er búinn að skila öllum skilaverkefnum í háskólanum þarf bara að bíða í einhverjar þrjár vikur til þess að fá eitthvað út úr því... held að það eigi að koma ágætlega út. Reyndar á ég aðeins eftir að sansa heimasíðu og taka þátt í nokkrum umræðum fyrir föstudaginn en ég fer létt með það.

Svo er loksins eitthvað að frétta af tónlistarmálum hjá mér... ég snerti varla gítar núorðið af því að það er alltaf svo mikið að gera og raddböndin eru orðin laglega þakin köngulóarvef af lítilli notkun. Ég söng reyndar í einu brúðkaupi í vetur en ekkert meira en það. Þannig er mál með vexti að það er búið að búa til band til þess að hita upp fyrir Blúsboltana 30. des. Blúsboltarnir eru að fara að spila á Breiðinni uppá Skaga í 25 skiptið í röð þannig að það er 25 ára afmæli.
Tommi Rúnar, Arnar Sigurgeirs og Sigurþór Þorgils eru búnir að henda í band sem er skipað Arnari á gítar, Ólafur Pétur? (er það rétt hjá mér?) á gítar, Sigurþór á bassa, Davíð Þór Jóns á hljómborð, Orri (úr B.nesi) á trommum og ég syng :) Þetta er þrusu band þó svo ég segi sjálfur frá og verður bara skemmtilegt að taka þátt í þessu. Allir keppnishljóðfæraleikarar þannig að þetta á bókað eftir að verða flott. Við komum kannski í útvarpið (Rúv) 28. des og tökum eitt-tvö lög en ég læt vita af því áður en það gerist...

Allt að gerast!
Lag dagsins er það lag sem er þið eruð með á heilanum í dag.

fimmtudagur, desember 06, 2007

Top 5 jólagjafir til að gefa óvini þínum! 

Nr. 5
Nýja platan: „Geeeeeeeeeeeerðu það keyptu plötuna mína“ með Siggu Beinteins

Nr. 4
Draumajólagjöfin í ár fyrir framtakslausa eiginmanninn sem ætlar alltaf að koma því í verk að gera eitthvað up... Tímalaus Lada Sport... vélarvana:

Nr. 3
Sigtið - Season 1

Nr. 2
Sigtið - Season 2

Nr. 1
Nýja bókin hans Bubba: „Að kasta flugu í stramvatni er að tala við Guð“.
Kallinn lýsir á einstakan hátt (skrifblinda) hvernig á að skrifa bók um eitthvað sem hann veit ekkert um. Ég meina... hann er nýbúinn að fá bílpróf... hvað ætli sé langt síðan hann kastaði flugu í fyrsta skipti?
Fluga í straumvatni er að tala við Guð... og kasta. Alveg klárlega eitthvað sem maður vill að óvinurinn fái í jólapakkann í ár!

miðvikudagur, desember 05, 2007

Bara af því að Helga er í Þýskalandi... 

The European Commission has just announced an agreement whereby English will be the official language of the European Union rather than German, which was the other possibility.

As part of the negotiations, the British Government conceded that English spelling had some room for improvement and has accepted a 5- year phase-in plan that would become known as "Euro-English".

In the first year, "s" will replace the soft "c". Sertainly, this will make the sivil servants jump with joy. The hard "c" will be dropped in favour of "k". This should klear up konfusion, and keyboards kan have one less letter.

There will be growing publik enthusiasm in the sekond year when the troublesome "ph" will be replaced with "f". This will make words like fotograf 20%shorter.

In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted to reach the stage where more komplikated changes are possible. Governments will enkourage the removal of double letters which have always ben a deterent to akurate speling. Also, al wil agre that the horibl mes of the silent "e" in the languag is disgrasful and it should go away.

By the 4th yer people wil be reseptiv to steps such as replasing "th" with "z" and "w" with "v". During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords kontaining "ou" and after ziz fifz yer ve vil hav a reil sensi bl riten styl. Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu understand ech oza. Ze drem of a united urop vil finali kum tru.

Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in ze forst plas.

þriðjudagur, desember 04, 2007

Hlynur 

ég fór á æfingu um seinustu helgi með Hlyni. Hann er að æfa körfu í Borgarnesi og stendur sig bara ágætlega! Ég smellti nokkrum myndum af honum en hann tekur sig vel út í þessu sporti og það er aldrei að vita nema hann verði stjarna seinna.
Það blundaði í mér alla æfinguna að standa alveg við hliðarlínuna og öskra úr mér lungun og lifur við að 'þjálfa' krakkana... ég get nú sagt að ég skilji foreldra sem standa við hliðarlínuna og ausa skömmum og ókvæðisorðum yfir smákrakka sem eru bara að leika sér... en maður verður líka að átta sig á því að maður getur haft stjórn á sér svo að krakkarnir skammist sín ekki og líði illa með 'leikinn'. Ég ætla að passa mig á því að verða ekki þetta foreldri. En hérna eru myndirnar af kappanum:

Hlynur og Hlynur:


Maður verður að vita hvað maður á að gera:

Alveg þráðbeint eftir línunni og þarf ekki einu sinni að horfa á boltann:

Horfir ekki þegar hann sendir boltana "Hey, strákar sjáiði":

Sjá fyrir sér boltann í netinu:

Vörnin í lagi... augun á boltanum:

Hmm... var hann ekki að fara í hina áttina?!?:

Á réttum stað fyrir frákastið:

Flottur gaur!!!:

Vörnin svooooooooo í lagi:

Þetta var bara hörkufjör og strákarnir allir efnilegir og skemmtilegir. Það verður gaman að kíkja aftur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?