<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Segir meira en mörg orð... 

Ég held að Vilhjálmur borg... hmm... hvað er hann núna? Köllum hann bara Villa Borg... Eða bara Villi KolluBorg... getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Eða bara að sleppa því af því að þetta á eftir að breytast áður en þetta verður komið á hreint hvaða hlutverk hann gegnir þarna... hef allaveganna mikla trú á því að þessi persónuleikalausi maður eigi eftir að festast inni í einhverju embættinu og komast ekki út af því að hann er svo persónuleikasnauður að sjálfvirkar hurðir opnast ekki fyrir honum!!!

Villi hættu að nota kolluna... það er kúl að vera bold eða bara bold... sjáðu bara hvað Bold and the beautiful er búið að vera lengi á lífi...

Hvet alla til þess að skrifa undir þetta og leyfa þessum köllum að sjá að það eru fleiri sem hafna þessu heldur en þeir sem studdu hann upprunalega... hálfnuð á leiðinni þangað. http://www.petitiononline.com/nogbodid/petition.html

En Sjálfstæðismenn geta nú loksins grillað svínið sem þeir keyptu í Bónus fyrir fimm árum eða rétt áður en þeir fóru í nornaveiðarnar á eftir Baugi fyrir að geta boðið upp á svona ódýrar matvörur. Efnamenn eins og Sjálfstæðismenn versla ekki í Bónus... af því að það er svo ódýrt. En þeir grilluðu í kvöld... það snjóaði einmitt í Helvíti á meðan... heima hjá Hannesi Hólmsteini. Hérna eru glænýjar myndir úr boðinu...

Boðið byrjaði á forrétt:


Vilhjálmur að reyna að fela baugana... gleraugnalaus og án kollunnar:


Svo var farið út í garð til að kveikja á grillinu:


Bónusgrísinn kominn á grillið... það styttist í matinn strákar...:


Svo var eitthvað talað um það að fara bara á fullum þunga út í einræktunina... ekkert að vera að tvínóna við hlutina. Taka þetta bara með trukki... en ekki hafa það eftir mér... þið sjáið það kannski eftir nokkur ár ;)

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Arm's length principle - Regla hæfilegrar fjarlægðar 

Sko... það er engin spilling á Íslandi... bara Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki spilling. Þeir bara gera það sem þeim sýnist og treggáfaðir og heilalausir uppvakningar halda áfram að kjósa þau/þá vegna þess að þau kunna bara einn staf... D eins og í Davíð.

Mér finnst alveg merkilegt að þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn skuli finnast þetta alveg sjálfsagt! Að ganga hjá hæfari einstaklingum til þess að koma einum úr sínum röðum að. En það er svosem allt í lagi... þegar þessi skyldleikaræktun Sjálfstæðismanna fer að koma fram í líkamlegri og útlistlegri úrkynjun fer fólk að hugsa sinn gang. Fer að kjósa frjálslynda og FALLEGA fólkið :þ Hmm... bíddu nú við... Er það kannski byrjað? Ekki að ég sé að gefa neitt í skyn...Regla hæfilegrar fjarlægðar er pæling sem var fyrst tekin í gagnið 1945 í Bretlandi en hugmyndafræðin á bakvið hana er að tryggja að hagsmunaaðilar séu ekki að pota eigin puttum í mikilvæg og viðkvæm málefni en er notuð að miklu leyti hér við fjárveitingar frá ríkinu. Þetta virkar þannig að í stað þess að ríkið sé að eyða púðri og orku í að ákveða hverjir eiga að fá pening úr ríkissjóði til ýmiskonar starfsemi þá eru sérstök ráð sem fagfólk situr í og deilir út peningunum. Reglan er upprunalega pælingin á bakvið við ráðningarnefndir líka svo að pólitískar ráðningar verði ekki að raunveruleika vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar (háttvirtir) eru kannski ekki alveg fólkið sem er fagfólk á sínu sviði... lögfræðingar sem menntamálaráðherrar... krúttlegir og búlduleitir karlar með hrokkið hár að stjórna fjármálunum... og þess vegna eru til nefndir með sérfræðingum sem fara yfir hæfi umsækjenda og koma með tillögur að bestu ráðningunni. En samt sem áður þá tekst fólki oft að ráða vini sína sem hafa hvorki menntun né andlegt hæfi (svo eitthvað sé nefnt) í stöður þar sem hæfara fólk sækir um... það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti sem þetta gerist. En alltaf verður maður jafn hissa... maður verður hissa af því að maður býr í lýðræðisþjóðfélagi... eða hvað?!?

Það versta samt við þetta allt saman er að eina refsingin við þessu er að þessi ráðning sonar Davíðs Oddssonar verður tekin fyrir c.a. tvisvar í Spaugstofunni og svo gert almennilega grín að þessu í áramótaskaupinu næst. Skamm, skamm og vertu svo velkominn í vinnuna Þorsteinn!

Ef það er einhver vísir að 'stelli' undir þér Þorsteinn þá skora ég á þig að hafna þessari stöðu og verða ekki fórnarlamb ein- og skyldleikaræktunar!!!

Hér eru nokkrar áhugaverðar greinar um Arm's length principle hans Chartrands:

Wikipedia

Upprunaleg grein Chartrands

Vísun í Reglu hæfilegrar fjarlægðar hjá Menntamálaráðuneytinu


Lag dagsins er Inbreed með BackDoorBoys

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Wentworth Miller = Michael Scofield 

Er ágætisleikari... og ágætissöngvari líka!


Það er líka hægt að grafa upp eitthvað um hann á þessari síðu: http://www.tigertones.com/index.shtml

Bara gaman að því...

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Uppgjör... 

Jólin... kreisí...
Árið... geggjað...
Útrætt!


Neinei, ég segi svona... get ekki farið að koma með einhvern örpistil í byrjun árs. Ég var kominn í jólafrí 21. des og það var dásamlegt. Hlynur kom til okkar 20. des og var hjá okkur fram á Þorlák. Við fórum í margar verslunarferðir saman á einum og sama deginum vegna þess að við kláruðum allar gjafirnar nema 2 á þeim degi. Það er ágætt að vera skipulagður og heppinn líka. Það er náttúrulega ákveðin heppni þegar maður veit bara um eina búð sem selur svona eða hinsegin vöru og þá er til í þeirri búð ákkúrat það sem maður er að leita að.

Þetta voru sannkölluð pakkajól þetta árið eins og í fyrra reyndar en þetta var mun meira núna finnst mér. Ég fékk gjafabréf á ljósmyndaranámskeið svo ég geti nú tekið betri myndir á nýju flottu vélina mína. Mér líst mjög vel á þetta... er búinn að kíkja aðeins á vefinn hjá www.ljosmyndari.is og fólk er mjög ánægt með þessi námskeið og ég er viss um að ég verði það líka.
Ég fékk kúl bindi, A.I.M.S. Gala Concert: One night only - tónleika á DVD, geisladiska með CCR, Deep Purple, dúk, pönnur, ábreiðu, pjéníng og margt fleira! Heppinn!!!

Aðfangadagur jóla var öðruvísi þetta árið þar sem ég var hjá Betu tengdó. Jólin eru náttúrulega ekki eins þegar það eru ekki rjúpur á boðstólnum en þetta var rosa grand hjá tengdó. Rækjukokteill, önd og hamborgarahryggur og ég veit ekki hvað og hvað...

Ég er samt kannski pínu feginn að ég var ekki í pakkaflóðinu á Jörundarholtinu þetta árið... Baltasar tók víst álíka mikið upp á jóladag eins og hann gerði á aðfangadag! En neinei, ég segi svona... þetta var hressandi.

Á jóladag sóttum við Hlyn og skiluðum í ruglveðri... það var svo kreisí að við festumst í hringtorginu á Hvanneyri... ekki það kreisí kannski... við bara endastungumst og ég var var blautur alla leiðina heim frá Hvanneyri í bæinn.

Á öðrum kíktum við Jörundarhyltingarnir á Buff á Breiðinni og það var ekkert smá gaman! Ógeðslega gaman, maniggi neitt!!!

Á þriðja leið mér ekki vel... útrætt!

Á fjórða kom Hlynur aftur og við kíktum í heimsóknir, versla, rakettast og ég veit ekki hvað...

30. des spiluðum við 'Vinir Tomma' á Mörkinni uppá Skaga, við vorum upphitunarband fyrir Blúsboltana sem voru að fagna 20 ára spilaafmæli sínu á Akranesi. Þeir hafa semsagt spilað 30. des á Akanesi í 20 ár samfleytt. Hörku, þrusu, hörku...
Það er því hérmeð komið inn í ævisöguna mína að ég sé búinn að gigga með Rúnari Júl...

Hann er stórskemmtilegur kallinn... hann var spurður að því hvort að hann væri búinn að stilla, þegar ég stóð við hliðina á honum baksviðs og hann svaraði um hæl: „nei, elskan mín, ég er ekki búinn... ég er búinn að vera að stilla síðan '63!“ Snillingur!
Þetta var samt heví gaman... þétt bandið hjá okkur og stórskemmtileg stemning. Við vorum meira að segja klappaðir upp nokkrum sinnum og allt... stálum þönderinu!

Gamlársdagurinn fór að vanda í gálsbröns... sem er skrýtin stytting af gamlársdagsbrunch og við fengum fullt af frábæru fólki í heimsókn. Ógisslah gaman en það þarf að setja þrengri tímamörk á kvikindið svo að maður geti hreinlega lagt sig eftir þessi átök fyrir átök kvöldsins. Karen herforingi massaði þetta alveg og ég sá bara um eitthvað smotterí...

Gamlárskvöldinu var eytt uppá Skaga. Það var reyndar óvenjulítið um sprengingar í Litlu Beirút þetta árið sökum veðurs... ég fann það bara sjálfur... keypti helmingi minna og á ennþá helminginn af því eftir.

Hlynur krúttí... hann var að kveikja á einum flugelda þegar kviknaði í þráðinum og hann byrjaði að hörfa. Þá hljóp hann á steininn sem er undir fánastönginni í garðinum á Jörundarholtinu og meiddi sig á sköflungnum. Hann harkaði það af sér eftir smá stund og þegar hann var klár í að halda áfram þá sagði ég við hann að hann yrði að vita hvert hann væri að fara þegar hann væri búinn að kveikja í. Hann fattaði það og skoðaði vel hvert hann ætlaði að fara þegar hann væri búinn að kveikja í næsta flugeld. Svo kveikti hann í og hljóp svo eitthvað í blindi í burtu og endaði með því að rispa sig á kinninni þegar hann hljóp utan í runnann í garðinum... greyið... ekki sáttur við þetta allt saman.

Nýja árið fór bara í tsjill framan af, óhapp, sund... og svo bara meira tsjill... skólinn er byrjaður og það virðist ekkert lát vera á því að krakkarnir séu óþekkir, ja eða bara illa upp aldnir... að fólk skuli láta börnin svona frá sér er mér algjör ráðgáta! Neinei... ég var nú ekki barnanna bestur... en ef það var eitthvað þá trúði mamma því upp á okkur og við lærðum fljótt að reyna ekkert að ljúga... eða fá hana til að kóa með okkur í ruglinu... þessir krakkar verða bara aumingjar í lífinu ef þau þurfa aldrei að þurfa að takast á við afleiðingar gjörða sinna!

Skólinn fer svo að byrja hjá mér (H.Í.) og það verður bara gaman held ég...

En þetta er nóg í bili... heyri í ykkur fljótlega.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Fall er fararheill... 

vona ég...
Árið byrjar ekki alveg eins og ég vildi... við feðgarnir fórum í sund í dag með stuttri viðkomu í Kappaflingfling sem á eftir að kosta okkur skildinginn. Hlynur opnaði hurðina sín megin og hún fauk upp á næsta bíl. Lagleg rispa kom við þetta á bílinn við hliðina á ökumannshurðina. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina en að hafa samband við eiganda bílsins og láta hann vita af þessu. Konan hans var á honum og kom út til að sjá skemmdina auk þess að taka niður nafn, kennitölu og símanúmer. Man... hefði alveg getað verið laus við eitthvað svona... en ég hugsa að ég hefði aldrei getað stungið af. Sérstaklega vegna þess að Hlynur var með mér og við erum búnir að vera að læra mikið upp á síðkastið um að taka ábyrgð á gerðum sínum... hvort sem þær eru af manns eigin völdum eða einhverju eins og vindi. Þar að auki myndi ég líklegast ekki sofa í nótt. Sef alveg örugglega vel í nótt... sef örugglega minna þegar ég verð rukkaður um sprautun á einu stykki bílhurð. En svona eridda bara stundum. Maður verður bara að vera nægilega mikill maður til að taka því. Ég vona bara að þetta sé ekki vísirinn að því sem koma skal á þessu ári :S

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gleðilegt nýtt ár! 

Allir... fjær og nær... hafið það gott á nýju ári og megið þið njóta farsældar og velmegunar á nýju ári 2008.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?