<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 26, 2008

Vídeóverkefnið mitt... 

Er búinn að vera að sansa vídeóverkefni í Háskólanum og má til með að setja það hérna inn... það er reyndar svolítið stórt þannig að ég vona að þið brjálist ekki :þ
En maður á ekkert að vera að skoða einhver blogg ef maður hefur ekki tenginguna! :þ

FFFFFFLottur gaur! 

Hlynur beibígaur var í stóru hlutverki á árshátíð GBF á þriðjudaginn seinasta. Hann lék Salmonellu, vonda stjúpsystur Öskubusku í uppfærslu bekkjasystkina sinna á leikritinu „Öskubuska gerir uppreisn“. Alveg hreint brillíjant leikrit, skemmtilegt, fyndið og krúttlegt! Oddur leiklistarkennarinn þeirra er að gera alveg frábæra hluti með þessa krakka þarna... mjög kúl!

Við Karen kíktum á hann en stoppuðum stutt af því að Karen var í miðju heimaprófi þannig að við sáum leiksigur Hlyns og félaga og brunuðum svo aftur í bæinn. Það var annars mjög flott prógramm hjá krökkunum og skemmtilegt að sjá svona mikla leikgleði :)
Ég sótti Hlyn svo á miðvikudaginn og við fórum í afmælismat til Nínu frænku sem varð 13 ára gömul 16. apríl síðastliðinn. Til hamingju aftur Nína!

Aggi varð ennþá eldri að eigin sögn 18. apríl síðastliðinn og ég færðist yfir á fertugsaldurinn þann 20. apríl. Ég er ekkert bitur eða sár yfir því... fagna hverju árinu sem maður er á lífi og hefur limi og 'sans' í lagi...

En í gær var sumardagurinn fyrsti og þá var vel við hæfi að Hlynur fengi hjól í sumargjöf svo að við feðgarnir getum nú farið að hjóla eins og brjálæðingar í sumar.

Annars eru hérna nokkrar myndir frá seinustu dögum ykkur til yndisauka... Gleðilegt sumar pípol!







fimmtudagur, apríl 24, 2008

Bílstjórar dauðans! Nýtt leikrit í anda Jesus Christ Superstar... 

Næsta uppfærsla á stærsta sviði Íslands: Alþingi.

Var hlyntur bílstjórum... en ekki lengur... Var að skoða aðeins moggabloggin og það er með eindæmum hvað það getur verið einfalt fólk þarna... alveg eins og meðal bílstjóra... og meðal lögreglumanna... og ja, flest allra hópa samfélagsins...

1. Í sambandi við titilinn á blogginu þá er Sturla víst búinn að afneyta sínu fólki tvisvar... þannig að það eru uppi vangaveltur hvort að hann afneyti sjálfum sér næst. En ég skil svosem að hann vilji ekkert kannast við fólkið upp við Rauðavatn sem hélt áfram að agnúast í lögreglunni þegar allir bílstjórarnir voru farnir... en frábært samt... nú er 'Sófakynslóðin' loksins stigin upp úr sófanum og farin að gera það sem hún gerir best... mótmæla bara til að mótmæla... jafnvel þó að það eyðileggi málstaðinn... það skiptir unglinga víst litlu máli í dag... það er bara þarna til að fá adrenalín-'rush'ið.
Heilhveitis skítapakk... alveg eins og fólk er að krefjast þess að Björn Bjarnason segi af sér eða deyji er þá ekki rétt að vísa dimmiterandi nemendum úr Iðnskóla Hafnafjarðar án prófskírteinis?!? Held að það sé álíka bjartsýn og málefnaleg krafa.
2. Að fréttamaður skuli hafa hugsanlega egnt 'mótmælendur' við Rauðavatn er náttúrulega alveg fáránlegt... og ef einhver ætti að segja af sér í lífinu þá er það Lára Ómarsdóttir.
3. Framganga lögreglunnar... sko... mér finnst eitt að beita valdi en hversu heimskulegt er það að „...ætla að hjálpa þessum sem lögregla hindraði í að komast að bílnum...“ þetta er bara plein stúpidd! Ef löggan er að stoppa einhvern einn... hleypir hún þá mörgum í staðinn? Þetta er bara fáránlegt og bílstjórar hafa klárlega farið yfir strikið vegna þess að við erum með alveg eindæmum friðsæla lögreglu hérna sem er ekkert að ómaka sig of mikið... Man ekki alveg hvernig þetta hljómaði í myndinni Reach the rock en það var eitthvað á þessa leið: „Violence is the weak man's whore“.
4. Mér fannst það mjög krúttlegt að lögreglan hafi öskrað í sífellu GAS, GAS, GAS þegar þeir voru að úða piparúðanum á fólkið en hversu heimskt er þetta lið?!? Ef þú vilt ekki piparúða í augun þá ferðu í burtu áður en löggan úðar á þig! Löggan öskraði þetta líka hátt og skýrt þannig að það væri öllum ljóst hvað væri í vændum... ekki til þess að fólk myndi líta við og fá úðann beint í andlitið eins og einhverjir eru búnir að halda fram... og svo eru einhverjir að væla um að unglingar hefðu fengið piparúða í augun og þurft að leita til lögreglu/lögreglan hefði verið að úða framan í stelpur... ég veit ekki betur en stelpur geta mótmælt alveg eins og strákar... en hvað með alla hina sem voru það langt í burtu að þeir fengu ekki úðann í augun? Ekki var löggan að tryggja að allir fengu úðann í augun heldur bara þá sem voru 'illa staðsettir'.

5. Hvers vegna í ósköpunum... í ÓSKÖPUNUM beina bílstjórar mótmælum sínum ekki til þeirra sem þeir vilja að bregðist eitthvað við þeirra málum?!? Við verðum að átta okkur á því að þessi ríkisstjórn er kosin og ég eins og fleiri spyr bara hvar eru fíflin sem kusu þetta fólk á þing og hvernig væri að útskýra hvers vegna þetta fólk kaus svona fyrst að allir eru svona óánægðir?!? Eða er þetta bara spurning um að heyra bara hálfa söguna og kenna bara þeim fyrsta um sem fólki dettur í hug? Ég er með eina tillögu... bílstjórar... ef þið eruð að hlusta... ef þið viljið ná athygli stjórnmálamanna þá þurfið þið að: 1. hafa á hreinu hvað þið viljið og 2. beina þessu til stjórnmálamannanna sjálfra... þeim er klárlega skítsama þó svo að þið raskið öllum plönum almennra borgara í marga daga en þeir myndu kannski hætta að bora í rassinn og þefa af puttunum á sér ef þið mynduð teppa stjórnmálamennina sjálfa inni... hugsið málið... haldiði að þeir myndu ekki bregðast frekar við ef þeir sjálfir myndu lenda í öngþveiti og raski?
6. Ég veit ekki hvort að ég sé hlyntur því að hvíldartíminn ykkar sé afnuminn... ég er ekki viss um að ég vilji hafa einhvern blóðþyrstan og ósofinn mótmælendasegg úti á þjóðveginum á sama tíma og ég er á ferðalagi með fjölskylduna mína... hvað finnst þér um það?

En eitt er nokkuð ljóst... að þetta er orðið að skrípaleik og hagsmunir bílstjóra eru orðnir að algjöru aukaatriði í þessum farsa... spurning um að reyna að halda haus og plana þetta betur næst?

Lag dagsins er án efa HEAVEN ON THEIR MINDS úr Bílstjórum Dauðans

sunnudagur, apríl 20, 2008

Takk fyrir mig! 

Átti yndislegan dag í gær og í dag. Fékk fullt af pökkum og gat haldið upp á afmælið í góðra vina hópi. Ég er ekki viðkvæmur fyrir aldrinum enda á maður að fagna hverju ári sem maður er á lífi og við góða heilsu... sem ég geri :)
Ég fékk náttúrulega Svíþjóðarförina+The Eagles, geggjað hjól, kokteilhristara, rafknúnar saltogpiparkvarnir, svuntu, rauðvín (ft.), freyðivín, koníak, brunch og fullt í viðbót... Þakka kærlega fyrir mig.

Veislustjórarnir:

Að leika eitthvað fyrir liðið mitt... Yfirliðið...:

Ákafanum í bjölluspurningunum er ekki nægilega lýst á þessari mynd...:

Ein útfærslan af húsbandinu þetta kvöldið: Arnar Sigurgeirs (félagar) gítar, Atli bró söngur, afmælisbarnið gítar og söngur, Danni Bjé trommur og Leibbi Djass á bassa:

Afmælisbörn dagsins... 30 og 31.


Lag dagsins er Good times, bad times með Zeppelin

Þörtísomþeing... 

Ég á ammælí dag... ég á ammælí dag... ég á ammælídaaaagö... ég á ammælí dag!
Nonni frændi á líka afmæli í dag, til hamingju með daginn við!

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Flashback... 

Var að browsa í gegnum myndirnar í símanum mínum... þetta eru/voru spez myndir sumar hverjar... en hérna eru nokkrar sem eru kannski börn síns tíma...


Fljótandi ál...

Smá álgrín með hjálminn... tókum involsið úr honum og þá verður maður frekar fönkí að sjá :)
Við feðgarnir fórum í sund um helgina og þá sáum við kisu sofandi í runnanum... hún var búin að snúa sér þegar við komum uppúr... en á sama stað og ennþá sofandi.

Hlynur í 6 ára bekk... rétt fyrir jólin 2005


Mick Box úr Uriah Heep... flottur gaur!


En annars bara gott... brjálað að gera og spenntur fyrir helginni... það verður pottþétt gaman!
Lag dagsins er Highway Star með Deep Purple

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Long time no write... out of Eden 

Jæja beibís... það er orðið langt síðan seinast. En ég er búinn að trassa þetta allt of lengi þannig að ég ætla að bæta fyrir það núna.


Mamma átti afmæli um daginn og það var hressandi að skella sér uppá Skaga í mat til þess að fagna þeim áfanga. Mamma og Þórður voru reyndar tiltölulega nýkomin heim frá Prag þó svo að það hafi ekki truflað matarlystina hjá neinum.


Við fórum í hálfgerðan páskamat hjá Helgu og Alex vegna þess að gamla settið var úti og maður er bara ekki enn kominn í pakkann að sansa páskasteikina sjálfur... geri það næst (ef það verður ekki í boði að fara í mat annars staðar :þ ).


Annars er það toppurinn á tilverunni þegar við fórum til Svíþjóðar. Karen gaf mér ferð til Svíþjóðar og miða á tónleika með The Eagles í þrítugsafmælisgjöf. Þetta var ótrúlega flott gjöf og ég ætla aðeins að segja ykkur fráissu:




Við fórum út á fimmtudagsmorgni og Atli bró kom með okkur. Við vorum á æðislegu nýju hóteli sem opnaði í október í fyrra. Alveg glænýtt! Herbergin og öll aðstaða til fyrirmyndar. Alveg spurning hvort maður fari ekki þangað aftur ef maður skyldi skella sér til Svíþjóðar aftur. Þjónustan góð og morgunverðahlaðborðið mjög flott, vantaði reyndar ísskáp/minibar á herbergið en það er allt í lagi.


Við fórum í Vasa-safnið til að skoða eldgamalt skip sem sökk eins og steinn í jómfrúarferðinni og var bjargað af hafsbotni á síðustu öld. Ótrúlega vel varðveitt og það var meira að segja verið að vinna í endurbótum þegar við vorum að skoða það. Heví stórt og heví spes. Við Atli tökum góðan labbitúr til þess að redda hlífinni á mótorhjólið hans Dofra, Karen labbaði yfir Stokkhólm þveran til þess að komast í apótek, eyddum formúgu í H&M og hittum Hönnu vinkonu Karenar.


Allt saman mjög gaman og skemmtilegt þó svo að við A-týpurnar höfum þurft að halda verulega aftur af okkur út af óléttu mamazitunni :) Sem var í góðu lagi... maður var bara betur hvíldur fyrir vikið. Á laugardagskvöldinu var samt aðaldæmið... tónleikarnir með The Eagles.





Eins og sést ekki á þessari mynd sátum við aftarlega í Globen og ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem hljómsveitin er svona langt í burtu en það var allt í lagi. Sándið var ótrúlega flott á tónleikunum þó svo að það hafi verið heldur lágt fyrir hlé. Kallarnir voru líka bara í geðveiku formi og flottir á hljóðfærin og raddirnar vel tjúnaðar. Þeir spiluðu alveg í 3 tíma og það kom mér verulega á óvart. Mér fannst verst við þetta að 'nýji gaurinn': Steuart Smith, sem er btw alveg þvílíkt góður gítarleikari og flottur söngvari en hann er að spila of mikið af sólóunum þeirra. Þetta eru allt saman gítarsóló sem hafa elst ótrúlega vel í gegnum tíðina og það er svolítið leiðinlegt að þeir séu ekki sjálfir að taka þau. Getur verið að hann sé að taka sólóin sem Don Felder spilaði (hann er ekki lengur í The Eagles út af málaferlum... en hann er höfundurinn af Hotel California laginu og goðsagnakennda sólóinu í því lagi). En það er alveg sama... ég hefði hugsanlega verið með meiri fordóma gagnvart Steuart hefði ég vitað að hann er gaurinn sem var ráðinn inn í bandið eftir að málaferlin fóru í gang og eitthvað svona... en það er bara ekki hægt að neita því að hann er topp gítarleikar og hann er ekkert að stela þönderinu þeirra þannig að maður kvartar ekkert...


Eitt það skemmtilegasta við þessa tónleika var að þeir tóku tvö lög sem eru í eigu 'The James Gang', hljómsveitar sem Joe Walsh var í áður en hann byrjaði í The Eagles. Þessi tvö lög eru: Funk #49 og Walk away. Annars tóku þeir held ég alla nýju plötuna. Byrjuðu á How long og Busy being fabulous og tóku svo ógeðslega mikið af lögum eins og t.d.:


Already gone, Desperado, Heartache tonight, Life in the fast lane, Lyin' eyes, One of these nights, Take it easy, Take it to the limit, Tequila sunrise, The long run, Witchy woman og að sjálfsögðu Hotel California. Þetta var alveg hreint geðveikt! Bara að sjá þessa kalla var alveg frábært og þeir flottir og í fínu formi. Geggjað líka að sjá band svona á hátindinum, vel æfða og að hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Ég tók reyndar eftir því að þeir eru búnir að lækka Hotel California um heiltón, þ.e. lagið er upprunalega í Bjé-Moll en þarna spiluðu þeir það í A-Moll. Grundvallarbreytingin er sú að þeir eru ekki að taka sömu útgáfu og þeir gerðu á Hell freezes over tónleikunum en í staðinn er einn gaur með þeim sem spilar intróið að laginu á trompet í svona El Mariachi-style sem var mjög flott. Fannst í smá stund eins og ég væri að horfa á Quentin Tarantino mynd :þ En á heildina litið mjög flottir og eftirminnilegir tónleikar... ekki bara af því að þeir voru ammælis... heldur raðast alveg uppi í topp5-6 sem ég farið á.


Yfir í eitthvað allt annað... þá fórum við í þrívíddarsónar um daginn og það var ótrúlega frábært! Við fengum rúmlega 50 myndir, 2 útprentaðar og 5 vídeó. Þetta er alveg geggjuð tækni og það var mjög hressandi að sjá beibí brosa :) Set hérna uppáhaldsmyndirnar úr sónarnum:


Beibí:
Sleepahh:


Passamyndin:

Tásur-hjá-andliti tæknin:

Lag dagsins er hiklaust Funk #49 með The James Gang


This page is powered by Blogger. Isn't yours?