fimmtudagur, október 26, 2006
Nó-pí-pí á Mörkinni í kvöld!
Ég og Arnar a.m.k. verðum á Mörkinni í kvöld. Það læðist að mér lúmskur grunur um að Tobbi verði líka... en það kemur í ljós þegar líður aðeins á daginn... Brjálað stuð og stemning! Mæta!
þriðjudagur, október 24, 2006
Skrekkur og snillingurinn Dwight...
Eins skemmtileg og Skrekks-atriðin eru þá verð ég feginn þegar þau eru búin. Á morgun verður seinasti langi dagurinn í bili... það eru 2 skrekksatriði sem þarf að gera upp á milli og dómnefndin verður einvalalið. Þetta er ótrúlega flott hjá þeim og þau eru búin að leggja mikla vinnu í þetta þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. Svo er ball á eftir.
Annars tókst mér að brávsa um daginn á Ebay (orðið langt síðan maður verslaði eitthvað :þ og að sjálfsögðu brávsaði ég í gegnum Totally Bizarre kategoríuna og það eru greinilega algjörir snillingar þarna inni á milli. Ég valdi þannig að maður gæti séð það dýrasta fyrst og einhver er að selja hugmynd að bíómynd og framhaldi, einn var að selja viðskiptahugmynd og hugmynd að einhverri vöru sem átti að tryggja kaupanda fleiri fleiri milljónir og svo kom gaurinn! Fyrir $12.000,- (c.a. 840.000) gat maður fengið 'hired assassin'! Hahaha... þessi gaur er algjör snillingur! Þetta boð er reyndar farið út núna en þetta var það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma! Það var hægt að borga honum bæði með Paypal og í reiðuféi! Svo kíkti ég á hann aftur og nú er þetta til sölu hjá honum. HAHAHAHA sjetturinn... maður á bara erfitt með andadrátt hérna! Fyrir þá sem nenna ekki að smella á linkinn þá er gaurinn að selja sál sína :þ Til þess að vera með greinargóða lýsingu á hlutnum sem hann er að selja (í þessu tilfelli sálina sína) þá segir hann: Don't want it, don't need it.
BWWWWAAAAAAAHAHAHAHAHA
Það besta samt við boðið hjá honum þegar hann var að auglýsa sig sem leigumorðingja voru greiðsluupplýsingarnar sem eru hér að neðan:
I accept PayPal, and cash only. Buyer will loose item if paypal payment is not received within 72 hours/cash 10 days if no contact is made. All non payers will receive neg feedback and ebay will be notified. Please contact me with any questions. Items will ship within 36hrs of payment. I will ship multiple items together. Checks must be made payable to Dwight Batteau! If you do not accept these terms please do not bid. Thanks for looking!
Til að toppa þetta allt þá setur hann nafnið sitt þarna... þvílíkur snillingur!
Lag dagsins er án nokkurs efa Asshole með Dennis Leary.
Annars tókst mér að brávsa um daginn á Ebay (orðið langt síðan maður verslaði eitthvað :þ og að sjálfsögðu brávsaði ég í gegnum Totally Bizarre kategoríuna og það eru greinilega algjörir snillingar þarna inni á milli. Ég valdi þannig að maður gæti séð það dýrasta fyrst og einhver er að selja hugmynd að bíómynd og framhaldi, einn var að selja viðskiptahugmynd og hugmynd að einhverri vöru sem átti að tryggja kaupanda fleiri fleiri milljónir og svo kom gaurinn! Fyrir $12.000,- (c.a. 840.000) gat maður fengið 'hired assassin'! Hahaha... þessi gaur er algjör snillingur! Þetta boð er reyndar farið út núna en þetta var það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma! Það var hægt að borga honum bæði með Paypal og í reiðuféi! Svo kíkti ég á hann aftur og nú er þetta til sölu hjá honum. HAHAHAHA sjetturinn... maður á bara erfitt með andadrátt hérna! Fyrir þá sem nenna ekki að smella á linkinn þá er gaurinn að selja sál sína :þ Til þess að vera með greinargóða lýsingu á hlutnum sem hann er að selja (í þessu tilfelli sálina sína) þá segir hann: Don't want it, don't need it.
BWWWWAAAAAAAHAHAHAHAHA
Það besta samt við boðið hjá honum þegar hann var að auglýsa sig sem leigumorðingja voru greiðsluupplýsingarnar sem eru hér að neðan:
I accept PayPal, and cash only. Buyer will loose item if paypal payment is not received within 72 hours/cash 10 days if no contact is made. All non payers will receive neg feedback and ebay will be notified. Please contact me with any questions. Items will ship within 36hrs of payment. I will ship multiple items together. Checks must be made payable to Dwight Batteau! If you do not accept these terms please do not bid. Thanks for looking!
Til að toppa þetta allt þá setur hann nafnið sitt þarna... þvílíkur snillingur!
Lag dagsins er án nokkurs efa Asshole með Dennis Leary.
sunnudagur, október 22, 2006
Silent Hill er...
FREKAR slök...
ekki til...
Svo einfalt er það!
Lag dagsins er Sounds of silence með Símoni og Fönkmeistaranum
ekki til...
Svo einfalt er það!
Lag dagsins er Sounds of silence með Símoni og Fönkmeistaranum
fimmtudagur, október 19, 2006
Dúndurfréttir og ekki...
Fékk skemmtilega símhringingu í dag. Ég ræddi við mann á Írskum dögum í sumar sem hafði verið vinur Atla pabba. Hann sagði að þeir hefðu oft verið þrír saman (pabbi, Hinrik og Maggi Benni) og það væri nú gaman fyrir mig og Hinrik að hittast. Svo í dag hringdi Maggi Benni í mig. Hann sagði mér að Hinrik væri meira en til í að heyra í mér og spjalla við mig um gömlu góðu dagana og hefði nú eitt og annað að segja mér... prakkarastrik og fleira :)
Ég tók mig svo til og vann svolítið vel frameftir til þess að vinna upp það sem hefur verið að safnast hægt og rólega upp hjá mér og skellti mér svo í heimsókn þegar ég var búinn að vinna næstum því allt af mér. Hinrik Hallgríms og frú tóku vel á móti mér þegar ég kom og ég fékk að heyra mikið af pabba frá því að hann var strákur. Ég sat hjá þeim í einn og hálfan tíma og við ræddum um allt frá jörðu til himins.
Mamma... þau biðja æðislega að heilsa.
Þau voru mjög ánægð með að ég skyldi hafa kíkt svona strax og allaveganna látið sjá mig. Þetta voru skemmtilegar sögur sem ég fékk að heyra af þeirra strákapörum og við gátum hlegið að þessu fram og til baka. Þau sögðust nú eiga einhverjar myndir sem þau ætluðu að grafa upp þó svo að þær væru flestar frá í kringum bílprófsárin hjá þeim félögum. „Við vorum alltaf uppá löggustöð... á hverju kvöldi!“ Þá var verið að taka þá fyrir að vera að keyra á skellinöðrum og keyra próflausa og eitthvað svona :þ
'Stebbi lögga' átti heima í næsta húsi við þá á Krókatúninu og þegar þeir voru 14 og 15 ára að stelast á bíla foreldranna þá sagði Stebbi eitt sinn við þá: „passiði ykkur bara á börnunum“ sem þeir gerðu... og það var ekki meira mál en þá... en það náttúrulega fylgir sögunni að tímarnir voru aðrir þá. Hinrik sagði mér líka frá því að hann hefði fengið sjokk þegar þeir áttu að skila inn sakarvottorði til þess að geta fengið bílprófið og hann bjóst við því að það yrði svo langt hjá honum að hann fengi aldrei prófið. Þeir voru náttúrulega alltaf inná löggustöð og stundum svöruðu þeir fyrir sig þannig að þeim var hent inn í klefa og læst á eftir þeim. Hann reiknaði fastlega með því að þetta væri allt saman skráð og skjalfest og brá mikið í brún þegar sakarvottorðið var svo alveg hreint! Þá höfðu þeir í löggunni líklegast verið að reyna að siða þá og ekkert skráð neitt á þá af því að þetta flokkuðust kannski frekar undir strákapör. En með þeim í bílprófstökunni var miðaldra maður (Jón Landmark að mig minnir) sem varð alveg tjúllaður þegar hann fékk sitt sakavottorð... en á því var eitt afbrot... að hafa hjólað einhverntímann á ljóslausu reiðhjóli á Vesturgötunni! Hann varð alveg brjálaður af því að hann vissi um öll strákapörin hjá pabba og Hinrik en þeir voru með sitt sakavottorð alveg hrein og fín :þ
Gaman að þessu...
En yfir í aðra sálma... þá skoðaði ég hotmailið mitt áðan og þar þykist einhver vera Terri Irwin (ekkja Steve gruggudílsveiðara) þar sem hún er að segja að þau eigi einhverjar milljónir inni á bankareikning í Bretlandi og þurfi að deila þeim með einhverjum af því að hún er að deyja úr krabbameini... kommon... það á bara að núka svona fólk... alltaf eitthvað að reyna að plokka pjénínga af fólki. Hefur fólk ekkert betra að gera... í lífinu???
Það er búið að vera að gera undanfarið en það sem stendur kannski helst uppúr er að ég sat fund um daginn þar sem var pólskur túlkur og þegar pólskan er töluð svona fyrir framan mann í ró og næði þá heyrir maður hana ótrúlega vel og það kom mér svolítið á óvart hvað þetta er flott tungumál. Ég væri til í að læra nokkur orð í pólsku... það gæti bara verið gaman.
Annars heldur bara sama geðveikin áfram... ég er að taka eiginlega alla bekkina í skólanum í lífsleikni, í þessari og næstu viku og það er ótrúlega gaman að finna hvað fyrirlesturinn sem maður er með er fljótur að slípast til... það kannski er bara eðlilegt þegar maður er að taka 2-5 bekki á dag...
Svo fer nú að styttast í að við kokkurinn förum að taka lagið á fimmtudögum... Þröstur er gamalreyndur í 'faginu' og það er skemmtilegt að vita til þess að hann kenndi (að eigin sögn) Einari gítarleikara í Dúndurfréttum/Buff/Egó nokkur grip á sínum tíma þó svo að hann eigni sér ekki þá hæfileika sem hann býr yfir í dag. Ég þarf að spyrja Einar að þessu næst þegar ég hitti hann... kannski þegar ég fer og skipti um lampa í magnaranum hans... hvenær sem það verður nú... Einar?
Eníhú... þetta er orðið ágætt hjá mér í bili... bara svona aðeins að stimpla mig inn eftir nokkra fjarrveru frá öldum bloggvakans.
Lag dagsins er 'Since you've been gone' með Rainbow
Talandi um tónlist... þá er svo ótrúlega mikið af hæfileikaríkum tónlistarkrökkum og hljóðfæraleikum í Hagaskóla að það er alveg geðveikt! Ég er með smá pælingar í gangi sem væri gaman að framkvæma... ég ætla að skoða það aðeins betur... hvort ég geti ekki troðið því í framkvæmd. Það verður svo geðveikt!
p.s. spilaði á dýrasta gítar sem ég hef handleikið, um daginn... Gibson J-185... kostar 300 kejéllíngar hérna heima... Það var skemmtileg tilfinning... ég kaupi mér svoleiðis gítar seinna... þegar ég verð orðinn ríkur!
Svona líta 300.000 kr út:
Ég tók mig svo til og vann svolítið vel frameftir til þess að vinna upp það sem hefur verið að safnast hægt og rólega upp hjá mér og skellti mér svo í heimsókn þegar ég var búinn að vinna næstum því allt af mér. Hinrik Hallgríms og frú tóku vel á móti mér þegar ég kom og ég fékk að heyra mikið af pabba frá því að hann var strákur. Ég sat hjá þeim í einn og hálfan tíma og við ræddum um allt frá jörðu til himins.
Mamma... þau biðja æðislega að heilsa.
Þau voru mjög ánægð með að ég skyldi hafa kíkt svona strax og allaveganna látið sjá mig. Þetta voru skemmtilegar sögur sem ég fékk að heyra af þeirra strákapörum og við gátum hlegið að þessu fram og til baka. Þau sögðust nú eiga einhverjar myndir sem þau ætluðu að grafa upp þó svo að þær væru flestar frá í kringum bílprófsárin hjá þeim félögum. „Við vorum alltaf uppá löggustöð... á hverju kvöldi!“ Þá var verið að taka þá fyrir að vera að keyra á skellinöðrum og keyra próflausa og eitthvað svona :þ
'Stebbi lögga' átti heima í næsta húsi við þá á Krókatúninu og þegar þeir voru 14 og 15 ára að stelast á bíla foreldranna þá sagði Stebbi eitt sinn við þá: „passiði ykkur bara á börnunum“ sem þeir gerðu... og það var ekki meira mál en þá... en það náttúrulega fylgir sögunni að tímarnir voru aðrir þá. Hinrik sagði mér líka frá því að hann hefði fengið sjokk þegar þeir áttu að skila inn sakarvottorði til þess að geta fengið bílprófið og hann bjóst við því að það yrði svo langt hjá honum að hann fengi aldrei prófið. Þeir voru náttúrulega alltaf inná löggustöð og stundum svöruðu þeir fyrir sig þannig að þeim var hent inn í klefa og læst á eftir þeim. Hann reiknaði fastlega með því að þetta væri allt saman skráð og skjalfest og brá mikið í brún þegar sakarvottorðið var svo alveg hreint! Þá höfðu þeir í löggunni líklegast verið að reyna að siða þá og ekkert skráð neitt á þá af því að þetta flokkuðust kannski frekar undir strákapör. En með þeim í bílprófstökunni var miðaldra maður (Jón Landmark að mig minnir) sem varð alveg tjúllaður þegar hann fékk sitt sakavottorð... en á því var eitt afbrot... að hafa hjólað einhverntímann á ljóslausu reiðhjóli á Vesturgötunni! Hann varð alveg brjálaður af því að hann vissi um öll strákapörin hjá pabba og Hinrik en þeir voru með sitt sakavottorð alveg hrein og fín :þ
Gaman að þessu...
En yfir í aðra sálma... þá skoðaði ég hotmailið mitt áðan og þar þykist einhver vera Terri Irwin (ekkja Steve gruggudílsveiðara) þar sem hún er að segja að þau eigi einhverjar milljónir inni á bankareikning í Bretlandi og þurfi að deila þeim með einhverjum af því að hún er að deyja úr krabbameini... kommon... það á bara að núka svona fólk... alltaf eitthvað að reyna að plokka pjénínga af fólki. Hefur fólk ekkert betra að gera... í lífinu???
Það er búið að vera að gera undanfarið en það sem stendur kannski helst uppúr er að ég sat fund um daginn þar sem var pólskur túlkur og þegar pólskan er töluð svona fyrir framan mann í ró og næði þá heyrir maður hana ótrúlega vel og það kom mér svolítið á óvart hvað þetta er flott tungumál. Ég væri til í að læra nokkur orð í pólsku... það gæti bara verið gaman.
Annars heldur bara sama geðveikin áfram... ég er að taka eiginlega alla bekkina í skólanum í lífsleikni, í þessari og næstu viku og það er ótrúlega gaman að finna hvað fyrirlesturinn sem maður er með er fljótur að slípast til... það kannski er bara eðlilegt þegar maður er að taka 2-5 bekki á dag...
Svo fer nú að styttast í að við kokkurinn förum að taka lagið á fimmtudögum... Þröstur er gamalreyndur í 'faginu' og það er skemmtilegt að vita til þess að hann kenndi (að eigin sögn) Einari gítarleikara í Dúndurfréttum/Buff/Egó nokkur grip á sínum tíma þó svo að hann eigni sér ekki þá hæfileika sem hann býr yfir í dag. Ég þarf að spyrja Einar að þessu næst þegar ég hitti hann... kannski þegar ég fer og skipti um lampa í magnaranum hans... hvenær sem það verður nú... Einar?
Eníhú... þetta er orðið ágætt hjá mér í bili... bara svona aðeins að stimpla mig inn eftir nokkra fjarrveru frá öldum bloggvakans.
Lag dagsins er 'Since you've been gone' með Rainbow
Talandi um tónlist... þá er svo ótrúlega mikið af hæfileikaríkum tónlistarkrökkum og hljóðfæraleikum í Hagaskóla að það er alveg geðveikt! Ég er með smá pælingar í gangi sem væri gaman að framkvæma... ég ætla að skoða það aðeins betur... hvort ég geti ekki troðið því í framkvæmd. Það verður svo geðveikt!
p.s. spilaði á dýrasta gítar sem ég hef handleikið, um daginn... Gibson J-185... kostar 300 kejéllíngar hérna heima... Það var skemmtileg tilfinning... ég kaupi mér svoleiðis gítar seinna... þegar ég verð orðinn ríkur!
Svona líta 300.000 kr út:
sunnudagur, október 08, 2006
Svabbahelgi...
Átti aldrei þessu vant hálfgerða Svabbahelgi. Við fjélagarnir fórum í pool á föstudaginn og sýndum snilldartilþrif og þvílíka takta. Ég er ekki frá því að maður verði betri af því að horfa á World Pool Masters! Segi svona... en við rifjuðum upp tímabilið þegar við vorum alltaf að 'hösla' í Poolinu uppá Skaga þegar við buðum strákum að spila á móti okkur í tvíliða leik. Tókum nokkra svoleiðis og tókum þá alltaf í bakaríið... ekkert nema rúnstykki og kjallarabollur!
Eníhú... sá nokkuð skondið sjóv þarna þegar það komu inn 3 pólskar 'dömur' í fylgd með einum herra... þeir urðu reyndar þrír þegar leið á kvöldið... en þarna sá maður greinilega að fataúrvalið í Hagkaup og hjálpartækjabúðunum eiga samleið. Án þess að tíunda það eitthvað frekar.
Fórum svo upp á Skaga í gær og gistum í 'bústaðnum' hennar mömmu Rokk. Allt til alls, eins og í mjög vel útbúnum bústað: pottur, grill, sturta, rúm, hlýjar sængur, svefnherbergi sem var kælt vel niður fyrir frostmark og lítið grátt ljón (sem lét lítið fyrir sér fara). Við (ég skvo...) elduðum dýrindismat, fengum okkur rauðvín með matnum og spiluðum svo langt fram á nótt. Alveg eins og í sumarbústað! Ágætt að vera þó kominn í bæinn þó svo að það væri ljúfara líf ef lærdómurinn hjéingi (hjéingikjöt) ekki yfir manni :|
Annars bara frekar brjáluð vika framundan og allt gott um það að segja bara...
Lag dagsins er Ten Years Gone með Led Zeppelin
Eníhú... sá nokkuð skondið sjóv þarna þegar það komu inn 3 pólskar 'dömur' í fylgd með einum herra... þeir urðu reyndar þrír þegar leið á kvöldið... en þarna sá maður greinilega að fataúrvalið í Hagkaup og hjálpartækjabúðunum eiga samleið. Án þess að tíunda það eitthvað frekar.
Fórum svo upp á Skaga í gær og gistum í 'bústaðnum' hennar mömmu Rokk. Allt til alls, eins og í mjög vel útbúnum bústað: pottur, grill, sturta, rúm, hlýjar sængur, svefnherbergi sem var kælt vel niður fyrir frostmark og lítið grátt ljón (sem lét lítið fyrir sér fara). Við (ég skvo...) elduðum dýrindismat, fengum okkur rauðvín með matnum og spiluðum svo langt fram á nótt. Alveg eins og í sumarbústað! Ágætt að vera þó kominn í bæinn þó svo að það væri ljúfara líf ef lærdómurinn hjéingi (hjéingikjöt) ekki yfir manni :|
Annars bara frekar brjáluð vika framundan og allt gott um það að segja bara...
Lag dagsins er Ten Years Gone með Led Zeppelin
þriðjudagur, október 03, 2006
Lítið en gott...
af mér að frétta. Brjálað að gera í vinnunni... ég er c.a. 60-70% af vinnutímanum á fundum... sem er mjög spez. Skellti mér í hnit í gær (badminton) en staffið er með leikfimitíma á mánudögum. Við mættum tvö. Það var samt alveg geðveikt... börðum litla kúlu í hálftíma og ég varð rennandi... og að drepast í bæsepnum í hægri höndinni í gær og í dag. Alveg merkilegt...
Annars bara gott... áttum góða helgi með Hlyni og ber hæst að nefna bragðlausu karrísósuna... en það er allt önnur saga.
Annars er ég enn hálf bitur yfir verðinu í bíó... það er reyndar rétt hjá Svabba að maður eigi nú bara að hætta þessu væli... en hvenær verður nóg nóg?!? Hversu lengi eigum við að láta þetta yfir okkur ganga?
Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að búa í samfélagi þar sem skoðun manns skiptir ekki neinu máli og maður er með öllu raddlaus þegar kemur að því að reyna bæta kjör og kosti manns. En þegar samfélagið kemst upp með það að traðka á manni á skítugum skóm þá verður maður undirlægja allt sitt líf.
Bensínverðið er eitt... Það sem er mest svekkjandi við það er að Ríkið er að taka rúmlega 60 kr. á hvern lítra og ég hef ekkert um það að segja hvernig þeir eyða þessum peningum. Dollarinn er 70 krónur en samt er dýrara að fara í bíó heldur en það var þegar dollarinn var um 100 krónur og kvikmyndahúsin 'urðu' að hækka til þess að þetta myndi svara kostnaði. Ég gerði smá verðkönnun fyrir kunningja minn á hljóðfæri um daginn og minnsti munur á nákvæmlega sama hljóðfæri var 70 þúsund krónur! Það er semsagt 70 þúsund krónum ódýrara að kaupa sér einn ódýrasta Gibson kassagítarinn erlendis frá og láta flytja hann heim með www.shopusa.is heldur en að versla hann í Rín. Munurinn fer svo upp undir 500 þúsund. Það er aftur á móti einokun sem maður getur snúið á... en hvert leitar maður þegar brotið er á réttindum manns sem þátttakanda og hluta af samfélagsins sem maður býr í? Það var einhver nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að einokun RÚV væri ólögleg en svoleiðis er bara þaggað, í samstarfi við hinn þögla einstakling og raddlausa þjóðfélag...
Af hverju gerist ekkert hérna? Af hverju kýs fólkið/fjöldinn/lýðræðið alltaf einhverjar gagnlausar málpípur sem gera ekkert annað en að elta sínar eigin hugljómanir og hugmyndir? Hvar er maður fólksins? Hvar er kona fólksins? Hvað verðum við lengi dregin á asnaeyrum um það að vöruverð lækkar í verslunum við það að vöruskatturinn verður lagður af?!?
Rokkarinn... hundleiður á samfélagi skítugra skóa og dyramottuhátta!!!
Lag dagsins er * með Pootie Tang
Annars bara gott... áttum góða helgi með Hlyni og ber hæst að nefna bragðlausu karrísósuna... en það er allt önnur saga.
Annars er ég enn hálf bitur yfir verðinu í bíó... það er reyndar rétt hjá Svabba að maður eigi nú bara að hætta þessu væli... en hvenær verður nóg nóg?!? Hversu lengi eigum við að láta þetta yfir okkur ganga?
Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að búa í samfélagi þar sem skoðun manns skiptir ekki neinu máli og maður er með öllu raddlaus þegar kemur að því að reyna bæta kjör og kosti manns. En þegar samfélagið kemst upp með það að traðka á manni á skítugum skóm þá verður maður undirlægja allt sitt líf.
Bensínverðið er eitt... Það sem er mest svekkjandi við það er að Ríkið er að taka rúmlega 60 kr. á hvern lítra og ég hef ekkert um það að segja hvernig þeir eyða þessum peningum. Dollarinn er 70 krónur en samt er dýrara að fara í bíó heldur en það var þegar dollarinn var um 100 krónur og kvikmyndahúsin 'urðu' að hækka til þess að þetta myndi svara kostnaði. Ég gerði smá verðkönnun fyrir kunningja minn á hljóðfæri um daginn og minnsti munur á nákvæmlega sama hljóðfæri var 70 þúsund krónur! Það er semsagt 70 þúsund krónum ódýrara að kaupa sér einn ódýrasta Gibson kassagítarinn erlendis frá og láta flytja hann heim með www.shopusa.is heldur en að versla hann í Rín. Munurinn fer svo upp undir 500 þúsund. Það er aftur á móti einokun sem maður getur snúið á... en hvert leitar maður þegar brotið er á réttindum manns sem þátttakanda og hluta af samfélagsins sem maður býr í? Það var einhver nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að einokun RÚV væri ólögleg en svoleiðis er bara þaggað, í samstarfi við hinn þögla einstakling og raddlausa þjóðfélag...
Af hverju gerist ekkert hérna? Af hverju kýs fólkið/fjöldinn/lýðræðið alltaf einhverjar gagnlausar málpípur sem gera ekkert annað en að elta sínar eigin hugljómanir og hugmyndir? Hvar er maður fólksins? Hvar er kona fólksins? Hvað verðum við lengi dregin á asnaeyrum um það að vöruverð lækkar í verslunum við það að vöruskatturinn verður lagður af?!?
Rokkarinn... hundleiður á samfélagi skítugra skóa og dyramottuhátta!!!
Lag dagsins er * með Pootie Tang