<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 29, 2007

* 

segi ykkur frá því seinna

fimmtudagur, mars 22, 2007

Mamma Rokk... 

á afmæli í dag. Bendi áhugasömum á bloggið hennar þar sem hægt er að kasta á hana kveðju í tilefni dagsins...

Til hamingju með daginn MAZA!!! Hafðu það gott í dag og vonandi lagastu í bakinu.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Logandi hræddur!!! 

Er alveg klikkað flott verk! Á sunnudaginn fórum við kærustuparið á uppfærslu nemenda Hagaskóla á nýju frumsömdum söngleik. Hann er saminn af Ara Eldjárn auk nemenda Hagaskóla en það flottasta við þessa sýningu er að lögin eru öll frumsamin af 4 nemendum í 9. og 10. bekk. Klikkað flott tónlist og skemmtileg pæling. Ég skora á alla að skella sér á söngleikinn Logandi hræddur en nánari upplýsingar er hægt að finna hér.

Föstudagurinn var spes... það var árshátíð hjá starfsfólki Hagaskóla sem haldin var á Caruso. Eftir það var haldið heim og stefnan sett aftur út en ég var alveg búinn á því eftir að ég kom heim... þar að auki var brjálað partý í gangi heima þar sem nágrannarnir höfðu hoppað yfir svalirnar til að kíkja á okkur. Við fengum Nylon-liða í heimsókn með nágrönnunum og það hefur ekki verið svona fræg persóna í partý hjá okkur síðan Leibbi Djazz var hérna seinast :þ

Laugardagurinn fór í algjört tsjill og fyrri hluti sunnudagsins í 300 en ég var nú ekkert geðveikt heitur fyrir henni... ágætismynd þó... skemmtileg og krúttleg saga... en það skemmdi myndina svolítið fyrir mér að David Wenham (sem lék meðal annars Faramir í L.O.T.R. trílógíunni) er alveg með eindæmum málhaltur og frekar leiðinlegur að hlusta á sem narrator/sögumaður. Það hefði verið kúl að hafa David Attenborough sem sögumann... þó svo að það hefði kannski verið meira í ætt við Lífið í lággróðrinum heldur en 300...

Eníhjú... mánudagur til mæðu... þriðjudagur til þrauta og miðvikudagur til drasls!
Það fýkur í mig þegar foreldrar eru svo skeitingarlausir um börnin sín og ætlast til þess að skólinn sinni grunnþörfum á borð við að koma börnum þeirra í skólann og jafnvel sækja þau heim, borða með þeim... og eitthvað svona fáránlegt!!! Alveg merkilegt hvað foreldrar eru duglegir að láta rassgatið á sjálfum sér í forgang og láta krakka í 8. bekk sjá um sig sjálf af því að þau eru orðin 'svo' gömul! OMFG!!! ÓHEPPIN!!! EN SVONA ER ÞETTA BARA... ÞIÐ BERÐ ÁBYRGÐ Á BARNINU YKKAR ÞANGAÐ TIL ÞAÐ ER ORÐIÐ 18 ÁRA!!! REYNDU ALLAVEGANNA AÐ FEIKAÐA...

Takk fyrir! 

palmi(hja)365.is

Sæll Pálmi,
ég vil þakka ykkur kærlega fyrir að læsa Sirkus og hvetja mig ennfrekar til þess að sækja mér myndefni og þætti erlendisfrá með niðurhali. Ég hef ekki fundið mig knúinn til þess að sækja mér myndefni með þessum hætti hingað til, en með því að setja Sirkus í læsta dagskrá þá sé ég mér ekki annað fært en að fara þessa leiðina.

Virðingarfyllst og með þökk,
Óli Örn Atlason

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Ágæta Vífilfell hf.,
ég er mikill aðdáandi kóksins (Coca Cola) og þykir sá sopi góður. Ég er í c.a. 2-3 lítrum á dag en er farið að leiðast þófið þar sem að undanfarna mánuði hef ég lent í því að vera að festast við kókflöskuna (2.lítra) í sífellu þar sem að límið er alltaf útfyrir miðann á flöskunum. Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu? Þegar maður handleikur a.m.k. 2 flöskur á dag þá verður þetta frekar leiðigjarnt. Ég átta mig á því að það er hægt að halda annarsstaðar um flöskuna en ég er að vonast til þess að þetta sé hægt að 'fixa' með því að stilla límvélarnar eitthvað betur.

Virðingarfyllst,
Óli Örn Atlason

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Segiði svo að maður láti ekki í sér heyra!!!

fimmtudagur, mars 15, 2007

Allur pakkinn!!! 

MEEE SOOO HAPPPY!!!
Allur pakkinn kom til mín áðan... reyndar búið að taka næstum mánuð... en það er alltílæ... ég fékk loksins skónna mína frá Jú Ess Ei!!! Stan Smith Millenium skónna sem ég keypti af Amazon.com


Ég er búinn að gera dauðaleit að þessum skóm hérna heima og eina búðin sem var með þá var Intersport en þeir hafa ekki fengist lengi. Þannig að ég greip til þess sniðuga ráðs að kaupa mér tvö pör! Það ætti að duga mér næstu 2-3 árin... vonandi. Annars hika ég ekki við að kaupa mér nýja af þessum. Ég er semsagt búinn með 4 pör af svona skóm og það er bara eitthvað við þá sem gerir það að verkum að mig langar bara til að eiga heima í þeim...

Ég hef verið í skónúmeri 46 í nokkur ár núna og ekki líklegt að það sé að fara að breytast eitthvað á næstunni þannig að ég held að mér sé alveg óhætt að eiga tvö pör af uppáhalds skónnum mínum... ekki satt?

Klikka reyndar á þessu oftast en t.d. þegar ég var úti í Danmörku um daginn þá fór ég í Jack & Jones og keypti mér gallabuxur... tvö pör á 500 dkr... ég fattaði náttúrulega ekki fyrr en við vorum á brautarpallinum á leiðinni frá Fisketorvet að ég hefði náttúrulega bara átt að kaupa tvö pör í viðbót... svo þegar hinar klárast þá nota ég bara hinar sem ég geymdi. Snilldarráð sem maður notar alltof sjaldan... þá hefði ég líka borgað 10.000 kall fyrir fern buxnapör eða það sama og eitt par af Levi's buxum kosta hérna heima...

Stundum er maður alltaf að græða og stundum gleymir maður hreinlega einhverjum svona díl. En allaveganna... ég er glaður eins og smástrákur með nýju skónna mína sem kostuðu 7500 kr parið MEÐ ShopUSA en upprunalegt verð í Intersport var 10.000 fyrir skóparið... ALLTAF AÐ GRÆÐA!!!

Lag dagsins er án efa Money með Ze Pink Flute

I've got the blues... 

ekki það að ég sé dáwn... hitt þó heldur! Blús-projectið sem ég setti saman í Hagaskólanum kemur til með að opna Blúshátíðina og verður fyrsta band á opnunarkvöldinu í Nordica-hótel!!! Ég á alls engan þátt í hæfileikum þeirra né neinu öðru en að leiða þessa þrjá gaura saman... sejetturinn hvað þetta verður flott! Eigna mér alls engan heiður en ég er að springa úr stolti og strákarnir að springa úr spenningi! :D

þriðjudagur, mars 13, 2007

Með svindli skal land byggja... 

Það er helst frá því að segja að pool-kvöldið okkar Svabba var með eindæmum spennandi... ég vann fyrir rest 12-11 með hörku svindli! Neinei... ég segi svona... sárt að rétt skríða í land þegar staðan var 7-1. En svona er þetta bara.

Áttum góða helgi í bústað í Húsafelli um helgina og þetta verður endurtekið einhvern tímann í náinni.

Annars bara brjálað að gera í lífinu... árshátíð framundan... Helga að flytja heim... styttist í Benidorm...

Ég var búinn að lofa Svabba þessu hérna í gær en þetta er Frank Caliendo sem er þvílíkur uppistandari og nær ótrúlega mörgum gaurum ótrúlega vel...

miðvikudagur, mars 07, 2007

Böfdei og ýmislegt... 

Það hefur nú margt á mína daga drifið síðan síðast... eins og eitt stykki ammælisveisla... Hlynur beibígaur varð 8 ára fyrir næstum viku síðan og dagarnir líða svo hratt að það hálfa væri nóg... það er rétt mánuður þangað til að við förum út til Benidorm... sjetturinn...

Það var mikið lagt í kökurnar sem fyrr... en Star Wars þemað var alveg að gera sig fyrir ammælisbarnið og gestina...
Kööööga:


Hér sést svo í ammælisgaurinn með köku á disk og köku í andliti:


Eins og sést á fyrri myndinni þá gerði Hlynur kökuskrautið sjálfur... setti bara General Grievous á þunna lego plötu og nokkra karla að skjóta á hann eða reyna að handtaka. Undirritaður ætlaði svo að gera Hlynur - Episode VIII en úr varð bara Hlynur VIII og svo stóð Star Wars og C-3PO og Vader á Hutta-máli líka á kökunni... maður verður að hafa þetta alvöru ;)

Það er fátt annað en Star Wars sem kemst að hjá kauða núna eftir að hann fékk Lego Star Wars II á PSP og Lego Star Wars á PS2... hann talar um Count Dooku, Anakin Skywalker, R2D2 og félaga eins og þeir væru bekkjarfélagar Hlyns. Ef það kæmi til stjörnustríðs núna þá myndi jörðin reddast ef við gætum fengið alvöru geislasverð fyrir pjakkinn af því að hann er búinn að læra hreyfingar allra þessarra gaur utan af og væri því nettur Jedi þó svo að hugarorkuna vanti... hver tæki svosem eftir því?

Hlynur fékk margt skemmtilegt í afmælisgjöf en uppúr stendur diskurinn með Ladda þar sem þekktustu lög Ladda í gervi hinna ýmsu karaktera... algjör snilld og maður lá í nostalgíukasti hérna á sunnudeginum.

Á miðvikudaginn seinasta var árshátíð hjá nemendum Hagaskóla og það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Kennarasleikjurnar tróðu upp... Ég komst nefnilega að því klukkan 14:30 um daginn að ég get bæði trommað og sungið á sama tíma þannig að við ákváðum að spila Rock & roll með Led Zeppelin! Við æfðum það einu sinni þarna um daginn og spiluðum það svo í annað sinn um kvöldið á árshátíðinni. Það tókst svona glimrandi vel að krakkarnir hafa farið fram á Kennarasleikjuball!!! Við í Kennarasleikjunum erum aðeins farnir að skoða það og setja saman í prógramm en ég er á hátindi ferils míns sem trommari! :þ En ég þarf aðeins fleiri æfingar heldur en eina fyrir næsta gigg... af því að ég er enginn heilhveitis trommari!!! Flottur gaur :)

Annars bara gott af mér og mínum... dreymdi reyndar alveg rosalegan draum í nótt... vaknaði með andfælum... djö... hvað ég væri til í að geta málað eða teiknað... því að þá gæti ég komið draumum mínum í mynd. Ótrúlegt hvað þetta er alltaf skýrt og greinilegt... eins og bíómyndir!

Lag dagsins er Dimensions með Wolfmother...
meira fljótlega

fimmtudagur, mars 01, 2007

Hann á ammæl'í dag, hann á ammæl'í dag... 

hann á ammæl'ann HlynurBjörnÓlason, hann á ammæl'í dag!


Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt... maður sér og finnur það þegar barnið manns er orðið 8 ára!
Til hamingju með afmælið Hlynur!
Lag dagsins er Birthday með Bítlunum

This page is powered by Blogger. Isn't yours?