<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 30, 2007

Ég ætla bara rétt að vona... 

að það snjói ekki fyrir/um helgina... það er ekki með nokkru móti hægt að láta skipta um dekk á bílnum nema maður sé tilbúinn til þess að ráðast á miðaldra konur og eldri menn til að komast að í röðinni á dekkjaverkstæðum... eða ætli það sé búið að reyna það og það hjálpaði viðkomandi ekkert? Any ideas? Þekkiði einhvern sem þekkir einhvern?

sunnudagur, október 28, 2007

Fátækur markaður... 

guð hvað ég vorkenni þeim sem eru á markaðnum... klárlega árshátíð ljóta fólksins í gær... útrætt!
Annars var gaman hjá okkur í gær... Jonni og Þóra sys komu í mat og við elduðum fajitas með kjúklingi... geggjað gott. Prófuðum að búa til kokteila í kokteilglösin sem við komum með af Glory (skipinu). Þeir brögðuðust ekki eins og þar... auk þess að loftslagið og stemningin var allt öðruvísi hérna heima heldur en þar :)
Þegar líða tók á kvöld fengum við Leibba Djazz til að kíkja í heimsókn sem hann og gerði... úr varð næstumþvípartý. Gítarinn var dreginn upp... Kashmir-lög rifjuð upp, jólalag kynnt og ég-kann-meir-en-þú-á-gítar keppnin var í fullum gangi á meðan kristilegt þungarokk í tölvunni yfirgnæfði gítarspilið... en það er allt í lagi :) Annars segja myndir meira en mörgþúsund orð...

Glösin:

„Bíddaðeins... ég þarf að brosa“:

Reiður... en hikandi:

Á einhverjar 7 myndir af þessum svip...


Flottur gaur... flottur gítar... flott jólalag... flott mynd:
Lag dagsins er Helplessly hoping með Crosby, Stills & Nash...

föstudagur, október 26, 2007

OliOliOli... 

Það er alveg frábært þegar maður getur spjallað við litla frænda sinn í símann og hann þekkir mann... Ég spjallaði örstutt við Balthasar litla frænda í kvöld og hann þekkti mig alveg um leið og hann heyrði röddina... OliOliOli heyrðist hinu megin á línunni þegar ég var búinn að segja hæ við hann. Hann er klárlega flottur gaur! Hann er svo mikið rassgat að það hálfa væri nóg.
Hérna er hann að leggja mér línurnar í sambandi við hvernig ég á að vinna fyrir pabba hans og hvernig ég á að tækla lífið að hætti Marteins Mosdal (karakter úr smiðju Ladda) chwih, chwih, chwih!
Annars er það með því krúttlegasta sem ég veit að Balthasar er búinn að vera altalandi frá því um 6 mánaða... það bara skilur hann enginn! Hehehe... þessi barnýska hans er náttúrulega blanda af þýsku, íslensku og bulli... sem meikar náttúrulega ekkert sens! En flottur er hann...


(þó svo að hann sé með smá mat í andlitinu... hver er ekki með svoleiðis?!?)

fimmtudagur, október 25, 2007

Fyndnast í heimi? 


Að vera latur... 

... að blogga er ekki það sama og að vera latur í lífinu...
Ég er búinn að skila 30% verkefni og 20% verkefni, búinn að ná að mæta í alla tíma í háskólanum auk þess að vera að vinna rétt rúmlega fulla kennsluskyldu... ég er bara búinn að vera upptekinn!
En annars sakna ég bæði Bandaríkjanna og Karabíska hafsins... ef ég fengi að ráða myndi ég flytja með alla sem mér þykir vænt um þangað! Þvílíka dásemdin sem þetta er...

Allaveganna... ég er kominn heim og maður byrjar fljótlega að safna fyrir næstu ferð... í gamla daga fórum við fjölskyldan til útlanda á fjögra ára fresti... þá voru tímarnir aðrir og það var dýrara að ferðast til útlanda. En samt sem áður var þetta eitthvað sem við gerðum í nokkur ár, alltaf með 4 ára millibili. Það var bæði skemmtilegt að hafa eitthvað til að hlakka til auk þess að svona fjölskylduferðir eru alltaf skemmtilegar. Ég er hins vegar búinn að fara 4 sinnum til útlanda í ár og er ekkert að stæra mig af því... en ég held að þetta sé eitthvað sem maður fer að gera núna... safna bara fyrir siglingu og fara á tveggja ára fresti eða eitthvað svoleiðis. Það er hægt að gera þetta ódýrt... upp að vissu marki... en þegar allt er innifalið um borð í skipinu getur maður komist ágætlega frá borði... ef hægt er að segja það svoleiðis :)
Þegar maður pantar svo með meiri fyrirvara eru ferðirnar ódýrari og maður getur með þeim hætti greitt upp ferðina og safnað sér upp skotsilfri og gjaldeyri áður en maður fer :) En ég held að ég verði að vitna í Svabba þegar hann sagði: Hugsaðu bara um allar ferðirnar sem þú hefur farið til útlanda og allt sem þú hefur gert í þessum ferðum... þær eru bara drasl miðað við þetta! Ég held að ég hafi sjaldan heyrt útskýringu á einhverju frá einhverjum sem hefur hitt naglann svona rosalega á höfuðið...
En ég reyni að henda inn bloggi núna með reglulegra millibili... (þarf að gera það hvort eð er í einum kúrs þannig að það er alveg jafn gott að gera það hér líka)
Lifi rokkið... lag dagsins er Breath með Pink Floyd

þriðjudagur, október 16, 2007

Yfirlit... 

Jæja... þá er maður loksins kominn heim... maður finnur það vel þegar það er farið að kólna svona og við kærustuparið þurr eins og eyðimörk í húðinni eftir allan þennan raka og sólarvörnina. Ég er loksins búinn að henda öllum myndunum inn í tölvuna og ætlaði að setja nokkrar hérna til þess að hlýja ykkur í kuldanum.

Að yfirgefa Cape Canaveral:
Káetan okkar... þrifin 2svar á dag:

Filipseysku bítlarnir... alveg frábærir:
Stemningin á Bahamas... (klukkan varð orðin 10:30 þarna):

Svona er skipið stórt... 12 hæðir og getur tekið 3000 gesti og 1200 starfsmenn!
Svo fengum við alltaf svona handklæðadýr á kvöldin:
Coki-beach á St. Thomas stóð uppúr... þar brunnum við líka :\
Krúttí!!!
Alexander þjónninn okkar (t.v.) og Florentino brauð/vatnsmaðurinn okkar:

Þetta var bara svo rosalega geggjað að það nær ekki neinni átt! Það er ekki frá því að maður bóki bara næstu ferð sem fyrst... þetta er svo leiðin til þess að eyða fríinu sínu að það hálfa væri nóg. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta eitthvað nánar er bent á heimasíðuna hjá Guðrúnu Jenkins:
www.floridafri.com
www.gunnatravel.com
Lifi rokkið... sjóræningjatilvísun dagsins er: 'Cut your leg' = Að verða drukkin/nn
(fengið úr Sjóræningjaorðabókinni).

þriðjudagur, október 02, 2007

St. Thomas her komum vid!!! 

28 stiga hiti i gaer a 22 nordlaegri breiddargradu :)
Aaetladur hiti i dag er yfir 30 stig... vid erum alveg ad verda komin ad St. Thomas thar sem haegt er ad kaupa skitodyrt gull og gimsteina... okkur hlakkar til ad kikja a Coki beach, sleikja solina og kannski versla skartgripi... who knows ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?