<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 28, 2008

Babytime! 

Beta amma með pjakkinn:

Einstök ró:

Amma Sigga með pjakkinn:

Amma Lilla með pjakkinn:

Flottur gaur!

Jæja... gaurinn drekkur og drekkur... sefur þess á milli og er að komast á rútínu með það allt saman. Núna er að koma mjólk þannig að við erum hálf þreytt en sæl. Við höfum verið að bægja fólki frá eins og er... það er bara of lýjandi að það sé svona mikill straumur, sérstaklega þegar við erum lítið og illa sofin (Karen aðallega) en það fer að vera hægt að kíkja í heimsókn. Bara að tjékka á okkur eða gera boð á undan sér. Það er alltaf leiðinlegt að þurfa að biðja fólk um að stoppa stutt eða kíkja frekar á morgun eða eitthvað svona... en það er bara eins og það er :)

Lag dagsins er Maybe I'm Amazed með Paul McCartney

fimmtudagur, júní 26, 2008

Fleiri myndir af nýja Ólasyni :) 

Proof of purchase :þ

Karen komin í nýtt hlutverk og stendur sig með stökustu prýði:

Ólason jr. (júníor) er með eindæmum hárprúður nýburi. Það munar svo litlu að hann sé með sítt að aftan að þið trúið því ekki!

Kominn í gallann og spenntur í stólinn fyrir heimför í gær. Ólason jr. dvaldi ekki nema í 22 klst á spítalanum áður en hann fór að kanna heiminn.

Hérna sjást 'hrammarnir'. Ég er ekki heldur frá því að þarna sé vísir að fyrsta 'ROCK-'N-ROLL' merkinu!!! Rokkari eins og pabbi sinn :D

„Hey pabbi sjáðu hvað ég get!“ Haha... með hanakamb og rangeygður... og með undirhöku dauðans!

miðvikudagur, júní 25, 2008

Ólason, myndir! 

Hérna er hann c.a. þriggja mínútu gamall
Ekki alveg sáttur með meðferðina... en eftir að hafa fengið 1 í einkunn af 10 á fyrstu mínútunni þá skoraði hann 9 af 10 eftir 5 mínútur! Flottur gaur!
Hvít-kafloðinn út um allan kroppinn... eitt það krúttlegasta ever! Hérna má sjá signiture 'plömmer' sem pabbi var að sjálfsögðu stoltur af :þ Karen á tásurnar... langar og sætar en hann er með úrsmiðahendur alveg eins og pabbi, afi, langafi og stóri bróðir! Stóri bróðir var fyrstur í fjölskyldunni til að sjá litla bróðir og stillti sér upp stoltur á svip. Svo fékk stóri bróðir líka að halda á litla bróðir Hérna er yngri Ólason kominn í eigu þvottahúsa sjúkrahúsanna með nýja bangsann frá Þóru frænku :þ Eftir langan og erfiðan dag kúrðu feðgarnir saman, sáttir við lífið og tilveruna.

Ólason fæddur!!! 

Kl. 16:19 í gærdag fæddist stór og mikill strákur! Hann mældist 17 og hálf mörk (4360 gr.) og 54 cm. Myndir koma í dag.
Öllum heilsast vel.
Bestu kveðjur í bili,
Rokkarinn!

fimmtudagur, júní 19, 2008

Til hamingju með daginn konur! 

Allir dagar ættu að vera konu dagar... þá hefðum við karlar eitthvað til að tuða yfir!

Ég er guðslifandi feginn að seinni bangsinn var tekinn af lífi... eins og titill pósts hér á blogginu fyrir nokkrum dögum gaf til kynna þá ætlaði ég að nota tækifærið og ræða eitthvað um drápið á fyrri bangsanum en það var algjör óþarfi að ræða það eitthvað frekar vegna þess að hann var dáinn.
Mér finnst allt í lagi að þeir reyni að bjarga kvikindinu... svosem... en þegar þetta er farið að kosta fleiri fleiri milljónir þá er þetta bara ekki alveg í lagi. Getum við ekki bara sett skilti á haf út þar sem stendur á fjölmörgum málýskum og tungumálum: Ísbirnir í leyfisleysi verða skotnir þegar þeir koma á land! Það ætti að baktryggja okkur... en hvað erum við svosem að kvarta? Við fáum hellings umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og það veitir ekkert af... kannski við fáum nokkra gesti út á þetta... atvinnumótmælendur og annað skítapakk sem eyðir ekki krónu hérna... sérstaklega þegar krónan er í sögulegu lágmarki.

Bangsinn ógnaði kannski ekki lífi neins á leiðinni á haf út en þar sem hann hefði komið á land næst hefði kannski verið barn á boðstólnum eða fjölskylda eða heilt fótboltalið af smákrökkum... hver veit. Þetta er ágætt... núna verður kannski gerð neyðaráætlun um hvernig eigi að bregðast við þegar næsti bangsi kemur... kannski það feli í sér að einhver verði þjálfaður til þess að fara með skotvopn og deyfilyf en eins og kom fram í fréttum í gær þá þola þessir bangsar illa deyfingu og geta dáið við hana. Við verðum bara að vona að ef það verður ekki komin einhver neyðaráætlun að flugumferðarstjórar verði ekki í verkfalli svo að það taki styttri tíma að flytja einhvern hingað inn til þess að takast á við skrímslið...

Í lokin ætla ég að setja inn nokkrar myndir af því hvað ísbirnir geta verið kurteisir, almennilegir, tillitssamir og krúttlegir en restina af myndunum sjáið þið með því að smella á linkinn fyrir neðan myndirnar. Njótið vel og lengi:

VARAÐ ER VIÐ MYNDUNUM HÉRNA FYRIR INNAN!!!

fimmtudagur, júní 12, 2008

Að mála skítugan skrattann... 

Hahaha... ég er kominn með frasa-orð... þetta gerist hvert sumar hjá mér... ég veit ekki alveg hvers vegna þetta er seasonal og tengist sumrinu en þetta er bara svona... allt frá því að ég var á sautjánda ári þá hef ég alltaf fengið eitt orð eða frasa sem ég hef algjörlega ofnotað í heilt sumar og annað hvort komið vinum mínum uppá það að nota það eða gert þá geðveika með því! Allar götur frá því að 'áttaþúsund' var óstjórnlega fyndið og átti alltaf við þangað til dagsins í dag... skítuga dagsins í dag! Fyrir þá sem eru með langan fattara þá er töfraorðið skítugt...

Skrattinn er reyndar alltaf skítugur þannig að það þarfnast ekki útskýringar :þ en ég skulda Ásdísi útskýringu... en ég mála kvikindið á vegginn vegna þess að gangurinn hefur einu sinni litið svona vel út áður hjá okkur... en það var á tiltektardeginum (þegar fólk hefur eflaust verið hrætt um að hlutum yrði hent). En hérna sést í hurðina á endanum og ekkert í gangveginum.


Það eru ekki svo mörg ár síðan að tveir vagnar voru eyðilagðir hjá sömu vinkonu Karenar hérna á görðunum... öðrum var hent niður tröppur, dröslað upp tröppurnar og hent niður aftur... svo var migið í hinn. Einnig var kunningi okkar hérna á tíunda áratug seinustu aldar og barnapiss og -kúkur í miklu mæli varð til þess að leikrými krakkanna er betur þekkt sem salur á milli E.8 og E10 í dag.

En svo eru til skítugir nágrannar sem hafa t.d. skellt mottunni sinni fram af svölunum og dustað duglega af þeim sand, skít, hár og annan viðbjóð sem lagðist í jöfnum salla yfir svalirnar og grillið okkar... það var frekar skítug lífsreynsla. Einnig þegar skítugu húsfreyjunni datt það snjallræði í hug að bleyta vel í skítnum á svölunum og sópa honum frammaf... við uppskárum brúnar svalir, drulluskítugt grill og brúnt handrið... ég kallaði upp til hennar þegar hún var að þessu og hún muldraði eitthvað óskiljanlegt og í restina hefði líklegast mátt heyrast aumingjalegt og langt-í-frá innilegt fyrirgefði á meðan hún hélt áfram að ausa skítnum fram af.

En vissulega búa krakkar hér (sumir skítugir... en ekki allir) og vissulega mega þau vera með þríhjól eða hjól með hjálpardekkjum á ganginum, við höfum ekki verið var við læti þannig séð heldur... auk þess að skógrind og vagn mega vera fyrir utan íbúðirnar. En ég er ekki alveg með talninguna á hreinu... en ég held að það séu 8 krakkar á ganginum okkar (að Hlyni mínum meðtöldum) samt sem áður eru a.m.k. 4 þríhjól hérna, 2 hjól með hjálpardekkjum, 4-5 sparkbílar, 5 barnavagnar, hlaupahjól, hjól án hjálpardekkja, boltar og önnur tilfallandi leikföng. Í gær hljóp svo einn um grátandi, ber-að-neðan og það fór eitthvað lítið fyrir því að skórnir væru í þar-til-gerðum skógrindum... en hver er ég svosem að vera að kvarta? Vissulega er þetta ekki krakkanna... maður hefði haldið að það væri bara eðlilegt að kenna börnum að ganga frá eftir sig í lok dags eða stökkva framfyrir sjálft og a.m.k. hrúga draslinu saman fyrir krakkana til þess að hægt sé að byrja nýjan dag með því að allt sé tilbúið við útidyrahurðina.

En þetta fer ekki eins mikið fyrir brjóstið á mér og ég læt vera... því að ég er náttúrulega prinsessa... og dramadrottning í kaupbæti. Þannig að ég leita markvisst að einhverju til þess að velta mér uppúr, bitrast yfir eða einhverjum til þess að kenna um hvernig er komið fyrir mér í lífinu vegna þess að það er miklu auðveldara að tuða útaf einhverju eða einhverjum í staðinn fyrir að laga stöðuna sjálfur ;)

En ein flott mynd hérna í lokin sem ég tók frá skítugu svölunum í nýju íbúðinni okkar (sem er btw fökkíngs greit!) Hafið það gott og verið dugleg að giska á kynið á ófædda barninu okkar sem er líklegast alveg að fara að koma! 38 vikur í dag og smá af slímtappanum fór í fyrradag!!!


fimmtudagur, júní 05, 2008

Af skítugum krökkum, enn skítugri leikskólakennurum og ísbjörnum... 

Skítugum krökkum er ekki farið að fjölga hérna en það er eins og skilji eftir sig slóð af leikföngum... sem er töluvert skárra heldur en að þau væru mígandi og skítandi út um öll gólf (eins og þau hafa gert hér í gegnum tíðina). En við vorum að fá smjörþefinn af því sem Eygló Stef talaði um um daginn varðandi barnsgrát á leikskólanum hérna fyrir neðan. 'Hérna fyrir neðan' táknar ekki helvíti eins og mörgum hefur kannski dottið í hug þó svo að tilfinningin sem börnin upplifi sé kannski meira í áttina að því heldur en hitt. Hérna fyrir neðan var ungabarn í vagni búið að gráta í 45 mínútur, ákaflega sárum gráti þar til starfsmaður á ungbarnaleikskólanum tók sig til og rölti með vagninn í burtu. Ég ætla rétt að vona að hún komi með vagninn aftur og að barnið sé ennþá í honum!
Ég veit það ekki... en einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það standi hvergi í bók, riti eða á neti að maður eigi að láta barn öskra úr sér lungum og lifur úti í vagni í hálftíma eða lengur til þess að það sofni. Ég veit ekki með ykkur en ég væri búinn að grípa í taumana ef ég vissi að það væri farið svona með barnið mitt!!! Það er kannski sama stemning á þessum leikskóla eins og á göngum sameignarinnar hérna... fólki alveg skítsama af því að það á þetta ekki sjálft!?!

þriðjudagur, júní 03, 2008

I'm in!!! 

Fékk að vita það í gær að ég komst inn í kennsluréttindanámið í HÍ! Það þýðir að ég er steinsnar frá því að klára annars vegar Fræðslustarf og stjórnun, 45e (90) meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðinni og kennsluréttindadiplómu 30e (60). Þannig að þegar ég er búinn þá verð ég búinn með 90e B.A. nám + 75e á meistarastigi! Þetta þýðir að ég verð í fullu námi í vetur.

Karen fékk líka inn í meistaranámið í þróunarfræðum þannig að það er bara allt að gerast hérna hjá okkur! Til að toppa allt saman þá lendir Mysterious cities of gold (betur þekkt í íslenskri þýðingu sem: Gullni kondórinn) í dag þannig að það er bara endalaus og alls ekki innantóm gleði hjá okkur!!! :þ


Það styttist líka í lokin á vinnunni en það er bara þessi vika eftir og svo er komið sumarfrí. Karen er líka búin að vera að djöflast mikið undanfarna daga þannig að það gæti verið að styttast meira í beibítæm! Á fimmtudaginn næsta verðum við komin 37 vikur og barnið ekki lengur fyrirburi (tæknilega meira heldur en hitt) þannig að þá má það (aftur... tæknilega) koma. Ég er orðinn svolítið spenntur núna... mig langar til þess að hitta þetta nýja barn! Ég er meira og meira viss um að þetta sé stelpa án þess að hafa nokkuð fyrir mér í þeim efnum en einhvern veginn finnst mér það bara...

Spurning um að setja smá veðbanka í gang til þess að fá fólk til að kommenta hérna á bloggið '4 once'!

Hvort kynið heldur þú að það sé?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?