<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 29, 2006

Verðlaunasamkeppni 

Vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem getur nefnt bæði lag og hljómsveit sem Í svörtum fötum stal lagi frá. Stuldurinn heitir 'Þessa nótt' og ég er nokkuð viss um að ekki sé um þýðingu að ræða. Þetta lag er á geislaplötunni 'Svona er sumarið 2006'!!!

Veit þetta einhver?!?

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Svik og prettir!!! 

Bitur sit ég og græt... útrætt! Heilhveitis... júbb... ennþá bitur... Skattman... sem ég hélt að væri vinur minn ætlar að svíkja mig um, sem samsvarar einum Fender 60th Anniversary Telecaster, keyptum á Íslandi eða sem samsvarar tveimur Fender 60th Anniversary Telecaster, keyptum í Bandaríkjunum! Jább... það lítur allt út fyrir það að ég missi af þessari árgerð. Þó svo að ég gefi ekki upp alla von... en svona er þetta. Bitur og sár sit ég hérna og blogga um það í staðinn fyrir að gera eitthvað í málunum... af hverju? Jú, af því að ég get ekkert gert í þessu... bráðabirgðaútreikningurinn er ekki áreiðanlegri en það.

Jæja... tókst að pústa aðeins um þetta... þannig að nú er ég svekktur en ekki nógu svekktur til þess að láta þetta skemma fyrir mér annan dag.

Lifi rokkið... seinna...

mánudagur, júlí 24, 2006

Sjaldan vitað annað eins... 

Eins og glöggir lesendur bloggsins míns vita þá fæ ég einstaka sinnum 'sólarhringsflensu' sem tekur c.a. viku að losna við. Ég fann fyrir almennum slappleika í gær og í dag er ég eins fárveikur og hægt er að vera held ég. Ég ákvað samt að fara ekki til læknis af því að ég get alveg borgað sjálfum mér fyrir að segja mér að það sé ekkert hægt að gera í þessu. Verð samt að fara á miðvikudaginn ef þetta er ekkert að skána. Ég ákvað samt að prófa nýtt... ég er semsagt að fara í gegnum þessi veikindi mín án þess að taka verkjalyf sökum þess að verkjalyf (paratabs og íbúfen) eru bæði hitalækkandi og ég er með þá flugu í kollinum að ég lengi bara veikindi mín ef ég tek þessi verkjalyf þar sem að líkaminn nái ekki að leiftursjóða þessa bakteríur eins og náttúran segir til um. Ég ákvað samt að reyna ekki að fasta af því að mér líður nógu 'les miserable' fyrir! Ég verð samt að prófa það í góðu tómi einhvern tímann... að fasta þegar maður byrjar að finna fyrir krankleikanum. Líkaminn notar 70% af orku líkamans til þess að melta og í staðinn fyrir að borða og vera að melta allan daginn þá á maður bara að tsjilla undir sæng, drekka FULLT af vatni og svitna eins og svín (en ekki bókstaflega af því að þau svitna undir húðina). Ég er semsagt búinn að liggja í móki í dag og svitna, með kærustuna kolvitlausa af því að hún fær ekki að hjúkra mér.

Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu á morgun því að ég er farinn að finna fyrir eyrnabólgu öðru megin... þannig að sólarhringsflensa hefur eiginlega fengið ný hlutverk þegar snýr að mér... nota sólarhring til þess að gera mig eins fárveikan og hægt er þannig að ég og flestir aðrir hafa sjaldan vitað annað eins!!!

En yfir í léttari sálma þá verðum við Arnar Sigurgeirs að öllum líkindum á Café Victor á föstudaginn komandi... það var ótrúlega gaman seinast og við reyttum af okkur óskalögin eins og við værum á LSD að tæta húðina af okkur!

Nó-Pí er að öllum líkindum officially dautt af því að Villi er með borderline-eitthvað einhversstaðar úti í heimi með einhverjum víkingum að spila á götuhornum og Tobbi er ENNÞÁ á Hróarskeldu.......

Lifi rokkið?

föstudagur, júlí 21, 2006

It's a B-E-A-UTIFUL day! 

Fallegur dagur fyrir okkur kærustuparið í dag þar sem að við fögnum saman árs afmæli! Við erum búin að vera kærustupar síðan 21. júlí í fyrra þegar Karen kom í mat til mín á Eggertsgötu 16 þar sem við búum ekki lengur :) Við erum búin að búa saman hérumbil síðan þá því það hefur varla slitnað slefið á milli okkar í heilt ár!

Margt hefur gerst á þessu ári hjá okkur saman og yfirleitt bara eitthvað fallegt og skemmtilegt. Við byrjuðum samt eiginlega fögnuðinn í nótt, eftir miðnætti þar sem við vorum stödd á Café Victor að berja þá Pétur, Matta og Einar augum. Þeir voru svo elskulegir að spila undir hjá mér þar sem ég söng 'You Are So Beautiful' til minnar heittelskuðu við mikla píkuskrækis-undirtektir :þ Þakka ykkur kærlega fyrir aðstoðina strákar!!! Þegar ég vaknaði svo í morgun tók á móti mér ótrúlega fallegt myndaalbúm sem Karen hafði útbúið ásamt Betu vinkonu sinni. Ótrúlega flott og hrífandi texti við hverja mynd... Svona ykkur að segja þá varð ég pínu 'Verklemt' eins og Linda Richman myndi segja.

Annars er bara gaman að vera ástfanginn þessa dagana. Gott veður, Hlynur á leiðinni, Baltasar frændi kominn í heiminn... þannig að það er margt gott og yndislegt í heiminum. Svona rétt áður en ég klára endanlega að láta ykkur fá sykursjokk þá ætlaði ég að láta ykkur vita að ég og Arnar Sigurgeirs verðum á Café Victor í kvöld frá 11-01 og spilum óskalög unga fólksins og aðrar sjávarperlur... Sjáumst hress og kát í kvöld... Kostar ekkert inn og bjór á tilboði!

Lag dagsins er Beautiful day með ÞÉRLÍKA eða U2

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Balthasar Alexandersson Eck 

er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Hann fæddist klukkan 11 í morgun. Ekki eru ennþá komnar upplýsingar um hve þungur og langur hann var en það verður komið innan tíðar.
Innilegar hamingjuóskir til Familie Eck nær og fjær. Gleðidagur hjá Helgu, Alex og Nínu... og mér :D

Hérna er nýji frændi minn í allri sinni dýrð

Lag dagsins er Birthday með Bítlunum

You'd better recognize!!! 

Vil biðja ykkur um að byrja á því að skoða þennan póst frá mér. Þarna er ég að segja frá draumi sem mig dreymdi og var sannfærður um að Jonni og Ramona væru ólétt... það kom svo á daginn, þegar Helga systir kom heim um áramótin og gaf mér sónarmynd af syni þeirra að frá því að mig dreymdi drauminn væru nákvæmlega 9 mánuðir mínus 5 dagar þangað til að áætlaður fæðingardagur væri!!! Ég gerði gott betur því að í nótt fæddi Helga systir mín fallegan og heilbrigðan dreng! Nákvæmlega 9 mánuðum og einum degi eftir að mig dreymdi drauminn!!!

Karen vill meina að við séum svo náin við systkinin (sem við erum) og að þess vegna hafi mig dreymt þetta svo nákvæmlega. En þetta er ótrúlega sérstakt, sérstaklega vegna þess að ég kommentaði á síðunni hjá Helgu um daginn að hún myndi eiga í dag, fimmtudag! Þið getið séð það hérna.

Ótrúlegt? Satt...

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Gó Svabbi... it's your birthday... 

Hann á ammælí í dag... hann á ammælí dag... Hann á ammælann Svabbi... Hann á ammælí dag.

Við ætlum að fara út að borða í kvöld... ég er líka að spá að fara aðeins að vinna í dag í nýju vinnunni minni...

Segi ykkur frá þessu seinna.

mánudagur, júlí 03, 2006

FREEEEEEEEDOM!!!! 

ÓMG hvað ég er feginn að vera laus úr NorðurAuschwitz! Með fullri virðingu fyrir fórnarlömbum Helfararinnar þá er helför minni lokið. Ég sný mér nú að rannsóknarvinnu í sumar og svo skólamálunum í haust. Spennandi tímar framundan!

Ég vil þakka starfsfólki D-vaktarinnar samstarfið í gegnum árin, tárin og svitann... Sorry að ég kvaddi ekki almennilega... en svona er þetta... þegar prison-break-ið býðst loks þá stoppar maður ekki fyrst í kaffi... (Ólismi).

Ég er nú reyndar ekki sá fyrsti sem yfirgefur NorðurAlcatraz í sumar og ekki sá síðasti. Fólk er orðið langþreytt og þráir frelsið. Svona er það nú bara...

Það er svosem allt í lagi... þá fyllist allt bara af erlendu vinnuafli sem er tilbúið að vinna þessa vinnu. Það sést einna best á þeim sem leysir mig af í sumar... þjóðverji, ekki enn búinn að ná tvítugsaldrinum og er að afplána sína refsingu fyrir sitt þriðja brot... bílþjófnaður og 'trafficing' svo eitthvað sé nefnt. Þetta fer bara að minna mann á land sem ég hef heimsótt... ef þið getið hvað ég er að tala um þá fáið þið engin verðlaun... en heiðurinn af því að vera besservissi :)

Annars er ég svolítið spenntur fyrir Íslands hönd vegna komandi RockStar SuperNova. Ég fór inn á vefsíðuna hjá þeim og kíkti á myndbandið með Magna og það kom mér pínku á óvart að hann skyldi vera pínu 'cocky'... Það getur vel verið að það sé bara ég... en það sem ég hef heyrt af honum eru bara góðir hlutir... þ.e.a.s. þeir sem þekkja hann. Ég passa mig á því að fella ekki neina slembidóma og ég vona bara innilega að hann komist áfram. Gó MAGNI!!!
Þá kannski komumst við Íslendingarnir loksins á kortið fyrir eitthvað annað en Björk (hvet ykkur til að smella á þennan link...) og SigurRós (litla útúrreykta álfa sem syngja í hæstu hæðum: Sæææææja... Sæææææja... og spila allt í sló mó... tónlistin þeirra fellur undir Útfararstofu-lyftutónlist-dauðans kategoríuna mína... en það er náttúrulega bara mín skoðun) og fyllerí! Gó Magni, Gó!

Annars bara sæll og glaður að vera laus úr viðjum vanans og hlakka til að hafa það gott í sumar.

Bestu kveðjur til ykkar allra og farið vel með ykkur... ég ætla að gera það!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?