<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 19, 2007

Til hamingju með daginn!!! 

Svabbi og Þórey (þann 17. júní) ég gleymdi alveg að óska þeim til hamingju með eins árs brúðkaupsammæli... ég vona að þið hafið átt góðan dag Svabbi og Þórey.

Til hamingju með daginn í dag konur og karlar... það er ágætt fyrir okkur öll að eigna okkur þennan dag af því að það er svo mikilvægt fyrir jafnrétti í verki og þróun í átt að auknu jafnrétti...

Að öðru þá er brjálað að gera... er að smíða á fullu hjá Helgu og Alex og sökkullinn alveg að verða tilbúinn... ég er orðinn svartur í framan og þarf að fara að púlla ber-að-ofan-gaurinn svo að ég verða ekki með 'base-tan' eins og bóndi!

Kem með reiðilestur um fullorðið háskólafólk þegar ég hef tíma til... alveg með eindæmum hvað við búum í ömurlegu samfélagi þar sem ekkert má vera í friði fyrir einhverjum skemmdarverkum! Djö*?$% er ég pirraður á því hvað fólk er gersamlega snautt af allri ábyrgð, tillitsemi og samkennd! Aumingjar! Ekki allir... en alveg nóg af fólki til þess að pirra sig á þessu.

Lag dagsins er The lost art of keeping a secret með Queens of the Stone-age

laugardagur, júní 16, 2007

Bara smá svona... 

til að gera Karen alveg endanlega vitlausa í eftirvæntingunni... Ég er svoddan hrekkjalómur!!! Týpískt... svo tókst ekki fyrsta publish hjá mér af þessum pósti... en ég reyni aftur!

mánudagur, júní 11, 2007

Kominn heim! 

Það er gott að vera kominn heim... segi nú ekki annað... þetta var alltof erfitt fyrir mig og minnti mig á tíðum um djobbið mitt í álverinu. Að vera í svona miklum hita og svitna endalaust er bara ekki það skemmtilegasta sem ég geri!

Miðvikudagur
Vaknað mjög snemma eftir lítinn svefn og farið í rútu út á Keflavíkurflugvöll. Þegar þangað var komið fengum við okkur ferðavatn og héldum svo út í flugvél. Þegar ég lendi svo í Kaupmannahöfn sting ég ferðafélagana mína af til þess að fara alla leið út í Frederikssund. Mamma og Þórður gera fátt annað þessa dagana en að koma manni á óvart á einn eða annan hátt og gerðu það með því að vera mætt á Castrup til þess að taka á móti mér. Þau skutluðu mér út í Frederikssund þar sem við fundum búðina sem ég ætlaði í. Þar var hinsvegar lokað en gaurarnir opnuðu bara fyrir mér af því að ég var kominn svo langt að og þeir voru auðvitað alveg frábærir gaurar! Svo kemst ég að því að þessi búð sem ég er kominn í er ekki búðin sem ég bjóst við af því að það er bara netverslun... nú var illt í efni af því að þeir voru eiginlega ekki með neitt vöruúrval. Gaurinn átti samt tvennar skálmar og það runnu á mig tvær grímur þegar ég skellti mér í aðrar og sá verðmiðann. 3000 kall (dk) fyrir Harley Davidson skálmar. Það er bara 33.000 krónur! En hann sagði að ef þær pössuðu myndi ég fá þær á góðum díl af því að þær voru búnar að hanga þarna lengi og hann vildi heldur að einhver fengi þær en að þær myndu bara hanga áfram. Rétt áður en ég spyr um verðið þá segir hann: þú færð þær á 500 kall (dk)! Ég tók þær náttúrulega bara með því sama!!! 5000 kall og ég var búinn að reikna með a.m.k. 12-15.000 isk í þennan lið. Mamma og Þórður skutluðu mér svo á hótelið í Frederiksdal, Lyngby. Þvílíkur munur að hafa svona gps dæmi í bílnum. Restin af deginum fór svo bara í tsjill.

Fimmtudagur, föstudagur og laugardagur fóru svo í það að vakna allt of snemma eftir alltof lítinn svefn og kynnast nokkrum skólum í Danmörku. Fórum fyrst í DPU (Danmarks Pedegogiske Universitet) en þar er boðið upp á margvíslegt nám á háskólastigi og framhaldsstigi. Svo Vanlöse skole sem er grunnskóli í Köben. Svo fórum við í grunnskóla í Humlebæk og Louisiana listasafnið í Humlebæk. Svo eyddum við restinni af föstudeginum í sjónum við Humlebæk og þvílíka snilldin sem það var!!! Ég er algjör brúníngi eftir þessa ferð og sjóbuslið var ákkúrat temmilega langt hjá okkur þannig að ég brynni ekki... rétt slapp!

Laugardagurinn var hópavinnudagur og við settum fram alveg frábærar hugmyndir öll og það verður gaman að hrinda þessu í framkvæmd í vetur. Fullt af nýjum pælingum og vel útfærðum hugmyndum... greinilegt að fólk þurfti á einhverju svona að halda til þess að auðga hugmyndaflæðið og andann :)

Hitti svo mömmu og Þórð í gær áður en ég fór heim og það er nú alltaf jafn gaman að hitta þessi krútt... þau voru líka fegin að losna úr hitanum í íbúðinni sem var víst alveg óbærilegur.
Áður en ég hitti þau fór ég í Tívolíið og tók þar út andlegt fæði fyrir æringjann í mér. Það versta við það var að ég var að asnast í eitthvað tæki þarna sem ég hefði betur átt að sleppa. Ég var svo hræddur í því að ég var næstum því farinn að gráta í alvörunni! Ég var með önd í hálsinum og tárin næstum því í augunum en það sem kom í veg fyrir það að ég færi að gráta í alvörunni var það að við hliðina á mér sat 10 ára stelpa sem var alveg að fíla sig. Þetta tæki er þannig að maður situr í tveggja manna rólu og fer 80 metra upp í loftið og snýst þar á fullri ferð í eins konar hringekkju. Ég fann það bara þegar ég var kominn upp að það sem heldur manni þarna í rólunni eru 4 örþunnar og litar keðjur... ég fór að reikna og sá það alveg í hendi mér að þetta myndi ekki halda okkur þó svo að við værum lítil og létt saman... en ég bjóst við því að ég myndi dreifast yfir spor 3, 4 og 5 á höfuðbananum þegar keðjurnar myndu slita... ekki fara í þetta tæki... ég fyrir mitt litla líf fer aldrei aftur og vona bara að það verði ekki nein banaslys í TÆKI DAUÐANS!!! Sjá hér: http://www.tivoli.dk/composite-4682.htm

Óli Rokkari... feginn að vera á lífi!
Lag dagsins er Alive með Pearl Jam

þriðjudagur, júní 05, 2007

Ógisslah gaman!!! 

Fer eftir nokkra tíma upp í 'root-u' áleiðis til Kebblafýkur. Það verður gaman að vesenast og lærast í Köben í nokkra daga... þá verð ég eins og mamma... heimsborgari, heimslærdómsborgari, heimsdómsborgari...

Kaupa leður og skeljar á hausinn á okkur... það verður líka gaman... smakka góðan danskan bjór, hlusta á blús í Dk, hitta mömmu og Þórð, borða gruggudíl og sTeiG...

Það er kominn smá ferðahugur... sérstaklega í ljósi þess að ég á eftir að pakka... pakki... pappi... bylgjupappi... sem minnir mig á það... hafiði séð nýju auglýsinguna með Pétri úr Dúndurfréttum? Hún er skemmtileg... þó hefði ég viljað að Pétur myndi endurvinna köttinn 9 sinnum og breyta honum í gsm-hulstur, snyrtitösku, handtösku bakpoka og síðast í farangurstösku... í þessari röð... það væri fyndið :þ

Lag dagsins er Scar on the sky með Chris Cornell... hann er fkn frábær þessi diskur hans!

sunnudagur, júní 03, 2007

Yfir mig bit... 

Alveg merkilegt hvað sumt fólk getur verið spez... setti í þurrkarann í dag og setti þvottakörfuna FYRIR þurrkarann þannig að það þurfti að færa körfuna til þess að geta opnað þurrkarann... hélt að það væri nóg til þess að fólk myndi átta sig á því að eigandi körfunnar væri einnig eigandi þvottarins sem var í þurrkaranum... BUT NOOOOO!!! þessu var bara hent upp á eina þvottavélina...

Svo annað... ég er búinn að þvo af mér sjálfum (í vélum reyndar) í a.m.k. 7 ár. Hef yfirleitt haldið mig við sama þvottaefnið og sama mýkingarefnið... why change what works?!? En ég er kominn með bullandi fordóma fyrir fólki sem notar Neutral... ég er ekki með fordóma fyrir fólki sem þarf á þessu að halda heldur því fólki sem gerir þetta til að halda í svitalyktina af fötunum sínum! Það eru bara sumir þannig að það er vond 'BO' (e. body-odour) af því. Þetta var þannig með allaveganna eitt par þegar ég bjó á 16... maður hengdi kannski fötin upp til þerris í þvottahúsinu og svo daginn eftir þá höfðu þau hengt sinn þvott upp og það var komin svitalykt af nýþvegna þvottinum mínum! Þess vegna er ég eiginlega hættur að nota þvottahúsin... út af 'þessu fólki'.

Svo kemur nágranni minn í dag, þegar ég er að taka úr vélinni og skellir í vél... allt í góðu... nema notar 3 korn af Neutral þvottaefninu og örugglega 'essence of sweat' mýkingarefni og setur í gang. Ég vinn í þvottinum mínum og þá gossar upp þessi líka ómennska lykt! Þessi lykt væri örugglega ilmvatn í vitum einhvers sem hefur dvalist í gasmýri einhversstaðar innan um rotin lík í eins og 5000 ár!!! SEJETTURINN!!!
Ekki nóg með það... heldur þegar ég er að fara úr þvottahúsinu er vélin orðin hálf af vatni eins og þvottavélar eiga til að gera... og vatnið er brúnt... svona mýrarrauðubrúnt mínus flugur og annan viðbjóð sem þar kann að leynast. Mér var virkilega brugðið... En ég ætla rétt að vona að það sé ofnæmi eða útbrot sem eru þess valdandi að nágranni minn þurfi að ganga um í eigin 'BO' allan daginn... Minnir mig á brandara sem endar á þeim orðum: Ahhhh, ahhhh, fresh air, fresh air!


Af hverju... 

gerir Kalli Bjarni bara ekki eins og allir aðrir rokkarar sem eru orðnir fátækir og heldur tónleikaröð? Það er fljótlegra að flytja inn 2 kíló af kókaíni... heimskulegra... en fljótlegra. Nú er það spurning hverju um verði kennt... Idolið? Frægðin? Konunni hans?

Af hverju hættum við ekki þessum þykjustuleik með landsliðið í fótbolta (karla það er að segja) og hættum að taka þátt í þessum alþjóðakeppnum? Í Fréttablaðinu í dag er einhver alveg kolvitlaus af því að hann vill að Eyjólfur Sverrisson segi af sér. Af hverju? Jú af því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann ekki Lichtenstein. Af hverju skilja þessar fótboltabullur að Íslendingarnir eru bara ekki betri en þetta?!? Alltaf verið að kenna þjálfaranum um... það er eins og það sé verið að kenna bakaranum um ef bakkelsið er vont... ekki það að bakarinn var með gamalt og grútmyglað hveiti sem honum var skaffað.

Af hverju skiljum við ekki að hæfileiki okkar er bara ekki meiri en hann er í raun og veru og verum bara ánægð með að eiga einstaka undrabarn í þessu eða hinu... við þurfum ekki að vera best í öllu... það er bara heimskulegt að fara fram á það... Við erum ekki nema 300.000 hérna og ekki einu sinni öll íslendingar... þannig að það er engin furða að við séum ekki með uppskriftina að úber-genunum. Alveg eins og Færeyingar eiga sönggoð Íslendinga um þessar mundir þá getur það alveg verið að tilviljanakennd eða fyrirfram ákveðin og flókin genasamsetning forfeðra hans hefur hitt þannig á að genin hans Jógvans hafa þróast frá því að vera sjóveikir norðmenn yfir í að vera næturgalar. En það eru bókað ekki allir Færeyingar þannig.

Árinni kennir illur ræðari... og Íslendingar kenna öllum öðrum um...
Lag dagsins er Can't change me með tilvonandi Íslandsvininum Chris Cornell.

Ég er tilbúinn í að selja eins og hálfa sálina mína fyrir það að fá að hitta hann í eigin persónu... auðmjúkur býð ég hana í skiptum fyrir eins og einn fund... þekkir þú einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem gæti haft áhuga á auðmjúkri sál? (hálfri sko...)

föstudagur, júní 01, 2007

Dramatík eða kurteisi? 

Vaknaði að venju kl. 06:00 í morgun en var ekki alveg að nenna á fætur... þangað til að ég heyrði einhverjar samræður berast inn um gluggann hjá okkur. Ég stökk á fætur og gekk að glugganum og þá gengu svívirðingarnar á víxl hjá pari sem býr hérna í götunni. Ég held reyndar að þau séu ekki par lengur. Allaveganna var þetta þannig að gaurinn var með annarri stelpu um seinustu helgi... annarri heldur en kærustu sinni.

Merkilegast þótti mér samt að heyra svona mikla heift og svona mikil sárindi í venjulegri talhæð. Engin öskur eða læti... bara svívirðingar í sama styrk og maður talar venjulega.

Almenn kurteisi til þess að vekja ekki nágranna sína?

Í morgun var svo seinasti dagurinn hjá mér í power-prógramminu og ég sé fram á það að sleppa fyrirhuguðu hvíldinni minni sem ég ætlaði mér að fá á morgun og byrja nýtt 'cycle' til þess að ná einni umferð áður en ég fer út á miðvikudagsmorguninn... OMG! Ég er að fara út eftir 4 daga!!! Sjetturinn!
Annars bara hress...

Lag dagsins er You know my name með Chris Cornell af nýju plötunni hans: Carry on en þetta er jafnframt Bond-lagið úr Casino Royale

This page is powered by Blogger. Isn't yours?