<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 30, 2008

Hún á ammælí dag... hún á ammælí dag... hún á AAAMMMæl'ún Þóra! 

Húúúúúúún á amælídaaaaaaag!!! (þríraddað og mamma í bassa)

Þóra er hér til hægri á myndinni með Helgu systir sem átti einnig afmæli í maí, þann 10. nánar tiltekið.

Til hamingju með daginn elsku systir!
Lag dagsins er Birthday með The Beatles

laugardagur, maí 24, 2008

Nýrómantík... 

Kynntumst aðeins nágrönnum okkar fyrir ofan okkur í gær... gormarnir eru klárlega allir ónýtir í rúminu þeirra og ég held að það gæti ekki verið meiri hávaði í rúminu þeirra þó svo að það væri inni í svefnherberginu okkar!!! En allaveganna kynni okkar af þeim voru með þeim hætti að við vorum að svefn-búast þegar rómantíkin blossaði á efri hæðinni... Karen flissaði eins og skátastelpa en mér fannst þetta bara krúttlegt... sérstaklega vegna þess að ef við heyrum svona mikið í rúminu þeirra þá hljóta þau að heyra BETUR í því... en þetta hélt svo sannarlega ekki fyrir okkur vöku því að c.a. einni og hálfri mínútu síðar var allt með kyrrum kjörum. Var nokkuð feginn að þetta þróaðist ekki út í Sigur-Rósar lag sem ætlar aldrei að byrja og ætlar svo aldrei að enda þegar það er svo loksins byrjað. En það verður gaman að fylgjast með þessu í framtíðinni... maður verður að vera fljótur á skeiðklukkuna ef maður ætlar að taka tímann næst og það verður svo sannarlega haldið 'log' um þessar 'örfarir'.
En við erum búin að vera í nýju íbúðinni í viku sérstaklega vegna þess að hálskirtlatakan var þess valdandi að ég gat varla tekið þátt í mínum eigin flutningum... fer klárlega í einhverja aðgerð fyrir næstu flutninga... en þetta eru svona fyrstu kynnin af nágrönnunum.

Nýrómantíkin blossar því á Eggertsgötunni eða gæti maður kallað þetta örrómantík?


Tjékká gormunum ef þið búið í fjölbýli...

mánudagur, maí 19, 2008

Beibí fer bókað í svona!!! 


laugardagur, maí 17, 2008

Andlitslyfting 

Kona nokkur ákveður að fara í andlitslyftingu á afmælisdegi sínum, eyðir í það 500.000 krónum og er bara nokkuð ánægð með árangurinn. Á leiðinni heim kemur hún við í hreinsun og hreinlega getur ekki hamið sig og spyr afgreiðslumanninn, "Hve gömul

myndir þú halda að ég sé"?

"Svona 32 segir maðurinn". "Ég er reyndar 47", segir konan ánægð. Skömmu síðar er konan stödd á veitingastað og spyr þjóninn "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"?

"Þú ert svona 29 ára", svarar þjónninn. "Ekki aldeilis, ég er 47 ára" segir konan og glottir við tönn.

Konan er orðin virkilega ánægð með þessa ákvörðun sína og þar sem hún stendur fyrir utan veitingastaðinn og bíður eftir leigubíl getur hún ekki á sér setið og spyr eldri mann sem stendur við hlið hennar. "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"?

Hann svarar, "Ég er 78 ára sjálfur og sjónin er farin að daprast. En ég komst að því sem ungur maður að það er til örugg aðferð til að segja til um aldur kvenna. Ég þarf þó að lauma hendinni ofan í buxurnar þínar til þess að finna þetta út, en þá veit ég það nákvæmlega. Eftir mikla umhugsun konunnar segir konan afar forvitin, "jú, jú, kannaðu það sem kanna þarf". Gamli maðurinn bíður ekki boðanna og setur höndina mjúklega ofan í buxur konunnar, fyrst annarri og síðan báðum og kannar þessi ókunnu lönd af mikilli gaumgæfni og segir svo, "þú ert 47 ára". Konunni verðu mikið brugðið og segir það hárrétt en spyr líka hvernig í áranum hann hafi farið að þessu.

Gamli maðurinn svarar, "Ég sat á næsta borði við þig á veitingastaðnum hérna áðan".


laugardagur, maí 10, 2008

Hún á ammælí dag... hún á ammælí dag... hún á AAAMMMæl'ún Helga! 

hún á ammælí dag!
Innilega til hamingju með daginn Helga systir!!!

Ó... bæ ðe vei... ég fékk semsagt tvær 8,5 þannig að þrátt fyrir eina fimmu þá er ég með 7,33 í meðaleinkunn á ferli 2, M.A. náminu. Ánægður með það ;)

föstudagur, maí 09, 2008

My hero... 

Nett dofinn... ekki samt alveg out-of-body-experience en nálægt því... en Karen er alveg í essinu sínu núna :) Hún hugsar um mig eins og lítið beibí... eins og litla beibíið sem ég er... og er lovin' it.
Ég er máttlaus og orkulaus og það sést glampi í augum hennar þegar hún fær að gera eitthvað fyrir mig þegar ég er í þessu ástandi... við erum því nokkuð eins og haltur leiðir blindan nema hvað að þetta er meira svona 'ólétt leiðir mállausan'... en það er allt í lagi. Ég vona samt að ég fari nú að fara að lagast... vaknaði 4:30 nótt af því að verkjalyfin voru hætt að virka... fékk mér verkjalyf og það tók næstum því klukkutíma að koma hálfu vatnsglasi niður í nótt... en ég skreið upp í aftur eftir að þau voru komin í kerfið... vaknaði svo í morgun til þess að endurtaka leikinn... svaf svo meira... og er loksins orðinn ágætur núna... búinn að borða og allt! 2 jógurt á 4 dögum... það er ágætt... en eitt sem er búið að vera að bögga mig og það er að ég er búinn að fá sinadrátt í hálsvöðvana sitthvoru megin og það er alveg fáránlegt að vera með sinadrátt, finna fyrir því en finna ekki sársaukann... vona að það fari að lagast líka...
En lag dagsins er My hero með Foo fighters.

p.s. hverjir sáu Jekyll í gær?!? og hvernig líkaði ykkur?!?

fimmtudagur, maí 08, 2008

Einkunn... 

var að fá eitt stykki einkunn... fimm eininga áfangi... 8,5 takk fyrir... þannig að úr hinum áfanganum ætti ég að fá 8,25 og ég veit ekki hvort ég verði metinn upp eða niður í honum... þannig að 8 eða 8,5 á leiðinni líka úr öðrum fimm eininga áfanga... flottur gaur!!!

En yfir í hálsinn... þá er ég búinn að vera að drepast í dag... ég hélt að þetta hefði verið slæmt í gær en þetta er eiginlega verra í dag. Þetta er eins og að vera með kökk í hálsinum... KÖKK... stóran... en verkjalyfin slá fljótt á verkinn og ég verð hálf dasaður af þeim... sem er ágætt.

Ég er ótrúlega upptekinn af sjálfum mér og mínum sársauka en það er allt í lagi... það er samt ótrúlega óþægilegt við þetta hvað tungan á mér er tvöföld... hún er ennþá alveg hjúdsh og það er eins og þetta ætli ekkert að lagast... en það er samt að gerast á bakvið tjöldin... það hlýtur að vera.

En verkjalyfin eru að kicka inn þannig að ég ætla að skríða upp í sófa aftur.
Heyri í ykkur...
Lag dagsins er Comfortably numb með Pink Floyd

miðvikudagur, maí 07, 2008

A new day... 

Vaknaði á slaginu 04:30 í nótt vegna þess að kroppurinn vildi meiri verkjalyf og bólgueyðandi... lét það ekki eftir honum... sá eftir því kl.07:30 þegar ég vaknaði aftur...

Ótrúlega merkilegt samt að í gærmorgun fyrir aðgerðina dreymdi mig ömmu Huldu, afa Helga og Atla pabba. Ég keyrði ömmu og afa í tveggjamanna hjólastól inn í íbúð sem ég hafði aldrei komið í áður. Afi var ánægður að sjá mig og stóð upp til þess að gefa mér faðmlag. Ég veit ekki hvort að þau hafi verið að vaka yfir mér eða hvað var í gangi, samt ánægjulegt að hitta þau. Mig dreymir alltaf svo ljóslifandi að þetta var alveg eins og að hitta þau.

Mig rámar eitthvað í að ég hafi verið að slást við hjúkkurnar og svæfingarlækninn þegar ég vaknaði í gær í vöknuninni... langaði bara út frá þeim en var með algjöru óráði, fékk verkjalyf og sofnaði stuttu seinna. Karen fékk að koma þegar ég var búinn að vera inná vöknuninni í 4 tíma og við fórum saman heim... ég mátti ekki keyra... en það er allt í lagi... held að það hefði bara getað verið hættulegt.

Týpískt samt af því að það voru 3 missed calls á símanum mínum eftir aðgerðina og þar af 2 frá Stúdentagörðum sem voru að tilkynna okkur að við fáum íbúðina afhenta á fimmtudaginn... En ég má hvorki hreyfa legg né lið fyrr en eftir 7-10 daga til þess að eiga ekki á hættu á að það byrji að blæða úr sárunum í hálsinum og á úfnum þannig að við flytjum ekki fyrr en í næstu viku.

Það fer alveg að detta inn fyrsta einkunn hjá mér... 8-8,5 eins og útlitið er og ég er bara nokkuð sáttur við það :) Annars ligg ég bara í móki uppí sófa og horfi á imbann... má víst ekki gera miklu meira en það... loksins orðinn prinsessa... svona fullorðins...

Karen er í mæðraskoðun ákkúrat núna og ég á von á henni á hverri stundu. Hún fór í vaxtarsónar á mánudaginn af því að bumban er yfir kúrfu og því þarf að tjékka á því hvort að beibí sé eitthvað óeðlilega stórt eða eitthvað svona... við vorum reyndar ekkert stressuð fyrir því vegna þess að við vissum að það væri mikið legvatn. Beibíið er semsagt orðið 2400 gr. eða 10 merkur þannig að þetta lítur bara ótrúlega vel út hjá okkur (Karen). En annars bið ég bara að heilsa ykkur og vona að þið hafið það sem allra best... eða a.m.k. betur en ég...


Hérna er svo mynd úr sónarnum á mánudaginn sem ég komst ekki í vegna þess að ég var með bullandi hálsbólgu og hita... en ekki oftar!

þriðjudagur, maí 06, 2008

Nervósa rekkósus... 

Dúndurfréttatónleikarnir+Ken Hensley+Eiki Hauks voru svoooooo flottir tónleikar að ég er eiginlega búinn að vera orðlaus í viku!!! Ég var alveg dofinn í eyrunum daginn eftir og allt! Þetta er samt svo það sem er málið í þessu og það er alveg frábært að hafa ennþá tækifæri til þess að sjá þessa gömlu rokkhunda og í svona góðu formi... Hérna er Ken Hensley að munda gítarinn fyrir eitt af lögunum sem hann samdi á meðan hann var í Uriah Heep:


Dúndurfréttir spiluðu Purple+Zeppelin fyrir hlé og þeir voru svo fantaþéttir að maður hefur sjaldan heyrt þá í svona góðu formi en eftir hlé komu Ken Hensley og Eiki Hauks fram og skiptu erindunum úr Uriah Heep lögunum bróðurlega á milli sín. Þeir byrjuðu á Stealin' og tóku svo hittara eins og Circle of hands og The wizard, Lady in black, July morning, Gipsy auk nokkurra nýrra laga frá Hensley. Þetta var ótrúlega magnað allt saman og það er alveg frábært hvað Dúndurfréttir eru góðir í að radda... það gerir svo ótrúlega mikið fyrir lögin sem þeir eru að spila. En í alla staði alveg hreint frábærir tónleikar þar sem Einar gítarleikari fór hamförum á gítarinn.

En að titli bloggsins þá er ég pínu taugabrak ákkúrat núna... klukkan 10:15 verða teknir úr mér hálskirtlarnir og Karen er ekki beint búin að fegra þessa aðgerð... ég fékk mikið hitakast á sunnudagskvöldið og í gærmorgun og kirtlarnir eru svo stokkbólgnir að það þrengir virkilega að í hálsinum. Háls, nef og eyrnalæknirinn sannfærði mig reyndar um að hroturnar mínar myndu minnka eftir þessa aðgerð en ég sagði honum að ég væri ekki viss um að það væri alveg það sniðugasta því að hroturnar eru einmitt vögguvísa í hennar eyrum og hún ætti þá kannski erfitt með að sofna í kjölfarið... Karen ætlar að reyna að aðlagast... en framundan eru semsagt 7-10 dagar af klakavatni og frostpinnum og heilhveitis sársauka... þannig að viljið þið vinsamlegast senda mér góða og jákvæða strauma... í þeink æm góna níd itt!
Læt ykkur vita hvernig þetta fer...
Lag dagsins er Pain & pleasure með Judas Priest

This page is powered by Blogger. Isn't yours?