<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Hún á ammælí dag... hún á ammælí dag... hún á AAAMMMæl'ú Karen!!! 

Hún á ammælííííí dag!
Ástarkakan mín og ást lífs míns á afmæli í dag. Hún er fjögrára í dag (ef maður leggur saman tölurnar hennar). Ég skal samt gefa ykkur hint... hún er ekki tuttugu og tveggja og ekki heldur þrettán...Hér er mynd af Karen heltanaðri um borð í Carnival Glory og það er c.a. þarna sem Helgi Júlíus gerðist laumufarþegi á milli tveggja heimsálfa!

Lag dagsins er Birthday með Bjöllunum

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Adorable!!! 

Helgi Júlíus er ekki bara sætur og feitur... hann er líka algjört krútt. Ég er búinn að vinna að því hörðum höndum frá því að hann fæddist að fá hann til þess að þekkja mig og eiga við mig samskipti á basis sem að hann getur og skilur. Ég byrjaði því á fyrstu dögum eftir fæðinguna að smella í góm þegar ég var að tala við hann. Nú í dag er það þannig að hann smellir í góm þegar hann heyrir í mér, sér mig, vill að ég taki hann og þar fram eftir götunum. Ég urra eins og ljón á þá sem smella í góm til hans því að þetta er mitt og ég vil ekki að hann verði eitthvað ruglaður :)

Ég er búinn að tala við hann nokkrum sinnum í síma á meðan ég hef verið uppá Skaga í húsinu hjá Helgu og Alex og það klikkar ekki að hann brosir út að eyrum og smellir í góm alveg á fullu! Flottur gaur! En annars vorum við í ungbarnaeftirliti í morgun og litli hlunkur er orðinn 6,56 kg og er því búinn að þyngjast um 2,2 kíló frá því að hann fæddist fyrir 2 mánuðum + 4 dögum! Geri aðrir betur. Set hérna nokkrar myndir af honum af því að hann er svo mikið krútt:

Gjugg í borg!

„Hvað meinaru?!? Missti ég af Dr. Phil???“

„Bíddu mamma, ekki hélstu að ég hefði fallið fyrir þessu?“

Sposkur á svip

Í 'hreiðrinu' sínu


Annars er gott af okkur, ég að verða heimavinnandi húsfaðir og nemi í fullu námi. Ég er meira að segja kannski að fara að skrifa MA ritgerðina mína í vetur ofan á fullt nám... sem þýðir að ég gæti hugsanlega klárað MA-námið og kennsluréttindin (dipl. Ed) næsta vor... það væri sweet... en það er heví vinna. En það er ekki eins og ég þekki það ekki... búinn að vera að taka 75% MA nám með fullri vinnu síðastliðin 2 ár... og með hærri meðaleinkunn út úr MA náminu heldur en BA náminu... en þetta er stundum svona þegar eitthvað liggur vel fyrir manni og maður kann að skipuleggja sig :)

Allaveganna... reyni að vera meira virkur við blogg í vetur...
Lag dagsins er Goodbye blue sky með Pink Floyd sem er búið vera í alltof mikilli spilun hjá mér undanfarnar vikur!

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Að leggja lið... 


Í júní síðastliðnum greindist skagamærin Þórhildur Nótt Mýrdal, dóttir Steinunnar Bjargar Gunnarsdóttur og Jóns Gunnars Mýrdal með ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm sem kallast Spinal Muscular Atrophy eða SMA (vista). Til eru 4 flokkar af þessum sjúkdóm og er Þórhildur með flokk 1 sem er jafnframt sá hættulegasti.
Hún þarf bæði á lyfjagjöf og sérfræðiþjónustu að halda svo ekki sé minnst á tækjabúnað. Þetta kostar allt peninga og mikla umönnun beggja foreldra sem munu væntanlega þurfa að vera töluvert frá vinnu.
Viljum við því biðja alla sem eru aflögufærir að styrkja hana og fjölskyldu hennar með frjálsum fjárframlögum.

Söfnunarreikningur Þórhildar er: 1118-05-250052 kt: 120856-7589
Munum svo að margt smátt gerir eitt stórt.

Frekari upplýsingar um sjúkdóminn: http://www.fsma.ci.is/

Þórhildur Nótt er barnabarn Gunnars Óla og Jónu Júlíu.


Næstkomandi föstudagskvöld, 29. ágúst, fara fram styrktartónleikar á Café Skrúðgarði á Akranesi. Fyrir tónleikunum stendur hópur vina lÞórhildar Nætur Mýrdal. Á sinni stuttu ævi hefur hún heillað vini, vandamenn og ókunnuga með fallegu brosi og krafti. “Nú langar okkur fólkinu sem heillumst svo af Þórhildi Nótt að standa við bakið á fjölskyldu hennar með styrktartónleikum,” segir í tilkynningu frá þeim.


Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 20 koma fram Siggi Picasso og Eddi Lár, Héðinn og Maggi, - Maggi, Svanberg og Gísli Gunnsteins, Þorleifur og Þórunn Örnólfsbörn og Dísa og - Dalla og Nína. Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur og rennur óskert til fjölskyldu Þórhildar.


miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Það græta fleiri börnin sín... 

með því að öskra á þau heldur en gaurinn fyrir ofan okkur... einni móður tókst að græta tvö börn í fyrradag í sömu andránni... með sama öskrinu. Talandi um öskur... ég reyndi að mæta á skikkanlegum tíma í mat í gamla daga því að það var fátt eins hallærislegt (þegar maður var kominn á vissan aldur) og að móðir manns (Mamma Rokk) stæði í dyragættinni á Reynigrundinni og öskraði af lífs og sálar kröftum: „ÓÓÓÓÓLI... MATUR!!!“

Það var eitthvað svipað upp á teningnum áðan þegar gaurinn að ofan öskraði reiðilega á son sinn sem hefur, að öllum líkindum ekkert kært sig um að heyra, miðað við tilþrifin við öskrin! Ég er ekki frá því að mitt litla hjarta hafi grátið smá við að heyra þessi óhljóð... en á misjöfnu þrífast börnin best... eða var það: með misbeitingu valds hlýða börnin best?


Lög dagsins eru: Sometimes I fell like screamin' með Deep Purple og Cry myself blind með Primal scream! Hananú!

laugardagur, ágúst 16, 2008

Feitu krakkarnir... 

eru öll með Stöð 2.
Ekki það að ég telji við, sem þjóð, eigum einhvern einkarétt á afurðum sem verða til hérlendis eða í hugarheimum Íslendinga, en Magnús Scheving er orðinn alveg 'filty' ríkur á Latabæ. Hvers vegna þarf þá að selja Latabæ inn á Stöð 2? Og það sem meira er... að þættirnir eru í boði Glitnis, á Stöð 2.

Mér finnst þessi hugmynd Magga Skef ein sú flottasta sem hefur komið fram á sjónarsviðið... ég hugsa að þetta sé fyrir krakkana eins og það er fyrir mig að horfa á Biggest looser... það blossar í mér einhver innri kraftur um að fara að drullast á lappir og hlaupa hraðar heldur en fitubollurnar í sjónvarpinu, lyfta meiru og þyngra heldur en þau (þó svo að það er aldrei til meira nammi í kotinu heldur en einmitt ákkúrat þegar þáttirnir eru á dagskrá). Það er bara eitthvað svo sjálfsagt við það að sitja upp í sófa og hakka í sig nammi og kók þegar Biggest looser er í gangi. En það sem ég vildi segja var að krakkarnir upplifa sig kannski þannig þegar þau eru límd yfir Latabæ, meðtaka þau skilaboðin sem eru í þáttunum um að borða hollari mat og hreyfa sig... Allaveganna eru mömmur í Jú Ess Ei alveg að 'eipa' yfir þáttunum og keppast um að rífast um hver er meira sexý... Maggi eða Stebbi. Af tvennu illu þá veit ég ekki hvor er ákjósanlegri kosturinn... annar er mjög ofvirkur og hinn varð fyrir miklu einelti. Ég veit ekki hvor yrði meiri 'pakki'. En það er allt önnur saga.

En mér finnst það samt frekar sárt fyrir alla feitubollu-krakkana sem eru bara Rúv og Skjá einn að geta ekki séð Magga og félaga í Latabæ nema seint og síðar meir þegar DVD diskarnir koma út. Ég vona að mamma og pabbi leyfi þeim að horfa á Biggest looser með sér í staðinn og reyni að koma mataræðinu í lag hjá fjölskyldunni.

Lag dagsins er Fat bottom girls með Drottningunni...

Ein spurning í lok dagsins... af því að það fer svo óstjórnlega í mig þegar verið er að tala um Bítlana... eða The Beatles og mér algjörlega óskiljanlegt hvers vegna við þurfum alltaf að þýða allt og hvers vegna það er gert vitlaust! Ég skil það að 'Bítlarnir' er álíka eins og við notum sjitt. Við segjum það á upprunalegri tungu en íslenskum það með því að bera það fram með íslenskum hreim... en ef það á að þýða 'The Beatles' þá ætti það að vera Bjöllurnar... ekki satt? Af hverju er ekki hægt að þýða rétt? Sem minnir mig á atriði úr 'Legend' með Tom Cruise og Tim Curry þegar kona ein kemur út til að gá að þvottinum sínum og sér að það er búið að taka eitthvað af honum þá segir hún eitthvað á borð við: ...those damned fairies! og það er þýtt: ...helvítis hommarnir! Hahaha...

mánudagur, ágúst 11, 2008

The worlds biggest... 

það er mikið um fína drætti... mikið að gerast... og mikið búið að gerast...

Helgi Júlíus var vigtaður, mældur og EKKI talinn vanta neitt í morgun... ekki nema kannski að kúka! :þ
Drengurinn er kominn yfir 6 kíló! og ekki bara af því að hann er ekki búinn að kúka í 4 daga!
Hann mældist 6060 gr. og 60 cm. Hann er einnig byrjaður að brosa á fullu, þrátt fyrir kúkastatus, lyftir sér upp á maganum og allt eins og það á að vera... nú bíð ég bara spenntur eftir því að hann byrji að hjala og að það komi ungbarnatáfýla!

Ég er búinn að vera DEATH lélegur að blogga en það er kannski ekki frásögu færandi nema að ég er bara búinn að vera í pabbó... Helgi Júlíus er búinn að fara nokkrum sinnum með mér í sturtu og það er alltaf jafngaman að nudda svona lítil grey eftir baðfarir... Hlynur stóri bróðir er búinn að skipta um sína fyrstu bleyju og það líður eflaust ekki langt þangað til að hann treystir sér í bleyju með einhverju fleiru heldur en bara pissi :)
Á morgun verður Helgi litli 7 vikna gamall þannig að tíminn flýgur áfram eins og ég veit ekki hvað.

En aftur að titil þessa bloggs... ég skellti mér á Eric Clapton tónleikana á föstudaginn síðasta sem er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ég er alveg handviss um að það hafi margir farið frekar ósáttir frá þeim tónleikum. Aggi stjúpi fór út eftir tónleikana á eftir þremur strákum sem hringdu allir í einhverja vini sína og sögðu þeim frá því að þetta hefðu verið ömurlegir tónleikar! „Ég þekkti bara þrjú lög!“ sungu þeir allir í kór...
Grímur Atlason... ef þú lest bloggið mitt (sem þú þarft ekki að gera af því að ég ætla að senda þér póst hvort eð er) þá eru nokkur atriði sem mig langar til þess að nefna við þig:
1. Fölsk auglýsing.
Það er gott og blessað að auglýsa tónleika sem stendur til að halda með flytjanda en það verður að passa það að það sé ekki verið að narra fólk til þess að henda peningunum sínum í þig með því að auglýsa Eric Clapton í fjölmiðlum og láta koma fram titla á lögum sem hann er bæði hættur að flytja á tónleikum og kemur ekki til með að flytja. Ég held að það hafi margir verið að vonast eftir því að heyra Cream-lög og þó það sé ekki minnst á Layla... Þegar maður stendur fyrir svona tónleikum á maður að auglýsa að þetta séu blústónleikar... það koma líklegast færri en fólk veit þá a.m.k. hverju það á von á.
2. Egils-gufubað
Það er lán í óláni að Eric Clapton er ekki jafn mikil prinsessa og Metallicu gaurarnir svo hægt væri að hafa vifturnar í gangi á meðan á tónleikunum stóð... hversu marga þarf að líða yfir til þess að þetta sé bætt? Eða þarf einhver að deyja? Hversu margir þurfa að deyja? Hefðu þessir tónleikar verið réttilega auglýstir þá hefði líklegast verið hægt að hafa blústónleikana í Laugardalshöllinni og þá hefðiru bæði sloppið við óánægða gesti sökum prógramms og hita/svita.
3. Ég borga mig inn á tónleika til þess að sjá...
aðallega... ég á 3 DVD tónleika með Eric Clapton en mig langaði til þess að sjá hann í eigin persónu. Hvers vegna er ekki hægt að hækka sviðið um a.m.k. 1 metra? Er verið að gera grín að okkur sem kaupum okkur inn á tónleika með því að hafa sviðið svona lágt? „Sjáðu þessi fífl! Borga 10þúsund kall inn og sjá ekki rassgat, eru rennandi sveitt og fá enga afgreiðslu í sjoppunum útaf öryggisástæðum.“ Er það eitthvað svona sem þú lætur út úr þér við VIP vini þína í stúkunni sem eru með loftkælingu og opinn bar? Ég er nú ekki smávaxinn (183 cm) en ég sá einstaka sinnum í kallinn á sviðinu en ég sá aldrei fleiri en tvo í einu af hljómsveitinni á milli hausanna... þá er ég heldur ekki að kvarta fyrir hönd allra miðaldra kellinganna sem voru þarna í kringum mig sem sáu ekki neitt... ég var miðsvæðið á A-svæðinu N.B.
4. Í miklum hita skapast mikil þörf...
Þegar ég kom inn í salinn náðu þrjár biðraðir út í miðjan sal. Þetta var klukkan 20:00. Þessar biðraðir voru líka mjög íslenskar að upplagi... ekki röð þar sem fólk stóð í beinni línu, einnar manneskju breiðar raðir... ónei, þetta voru klassís(lens)kar klasaraðir og 'stangarsókn' við barinn... hendur á lofti, hver og einn einast hélt að hann væri næstur og troðningurinn álíka eins og verið væri að gefa matarskammta í vanþróuðum löndum... seinustu matarskammtana í lífinu!
Grímur... þessar raðir eru ekki þér að kenna en afgreiðslan hlýtur að skrifast á þig?!? Fólk beið frá 45 mínútum upp í næstum þrjár klukkustundir eftir vatnsflösku með engum tappa!
5. Myndataka... fyrir byrjendur?
Nú verð ég að viðurkenna að ég veit ekki hvort að myndatöku'krúvið' var á þínum/ykkar vegum en ég verð að skjóta á þetta þar sem þetta var til háborinnar skammar á þessum tónleikum á ykkar vegum. Á sviðinu var einn færasta blúsgítarleikari samtímans sem tók hvert sólóið á fætur öðru, klassískar blús'lykkjur', nýjar blús'lykkjur' og alls konar dúllerí inn á milli og myndatökuliðið er að varpa upp á skjánna sitt hvoru megin við sviðið myndum, fyrir fólk sem sá ekki rassgat (nema það sem var beint fyrir framan það), af því hvernig hann slær á strengina með gítarnöglinni?!?!?!?!? W T F ? ? ? Við erum að tala um það að meirihlutinn af því sem var myndaður og var varpað upp á skjánna var hægra handarbakið hans, ekki einu sinni allt 'pickguardið' á gíturunum hans, pickupparnir þrír, strengir og einstaka sinnum glitti í nöglina!!! Hvaða hálfvitaskapur er þetta spyr ég nú bara?!? Þú sem bassaleikari horfir varla á aðra bassaleikara og hvernig þeir plokka strengina?!? 90% af bassaleikurum plokka strengina eins!
Ég hefði skilið þessa myndatöku ef ég hefði verið á tónleikum með Mark Knopfler eða Paige Harwell eða einhverjum álíka... sem strumma ekki 'hefðbundið' á gítarinn...

En allaveganna... við erum heimsins mestu smáborgarar hérna á Íslandi og þó svo að það hafi verið haldnir tónleikar hér á landi síðan ég veit ekki hvenær (fór á mína fyrstu tónleika 1992, Iron Maiden í Laugardalshöllinni þar sem ég hitti og kynntist Karen kærustunni minni) en hvernig væri að fara að laga þetta svo að maður sæki fleiri tónleika í framtíðinni? Ég myndi fíla mig betur ef ég væri ekki rennandi sveittur, sæi eitthvað og vissi að hverju ég gengi.

En hvað sem öllu líður þá fannst mér gaman á tónleikunum og var alveg að fíla að það væri svona mikill blús. Er ánægður að hafa farið og vildi alls ekki hafa misst af þessum tónleikum... þó svo að ég hefði viljað blotna minna og séð meira...

Lag dagsins er Layla með Derek and the Dominos

This page is powered by Blogger. Isn't yours?