<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 28, 2006

Ár og öld... 

síðan ég bloggaði seinast... fæ vart að heyra annað heima fyrir :)

Allaveganna... óvissuferð kennaraliðsins á föstudaginn seinasta var ótrúlega skemmtileg. Við fórum Krísuvíkurleiðina inní Grindavík, skelltum okkur í sund og borðuðum læri og með'ðí. Brjáluð skemmtun. Svo þegar ég kom í vinnuna eftir helgi þá lágu myndir af mér með gítar við hönd, í brjáluðum fílíng, á borði inná kennarastofu. Týpískt :þ

Fór reyndar beint heim eftir að við komum aftur í bæinn og lá alla helgina plús mánudag í veikindum. Það var ágætt að taka smá drama maraþon í veikindunum, bara svona til þess að losa ennisholurnar... en við kærustuparið horfðum á Schindler's List og Hotel Rwanda og ef það hreinsar ekki á manni ennisholurnar þá veit ég ekki hvað! Ég held að ég hafi aldrei séð tvær jafngóðar og jafn hátt rate-aðar myndir sama dag áður... það er líka hressandi!

Við fórum svo í bíó á þriðjudaginn og sáum Crank með Jason Statham og SEJETTURINN hvað hún er skemmtileg!!! Það var nú líka eins fkn gott af því að Regnboginn er búinn að hækka verðið uppí 900 kall!!! Hvað er eiginlega í gangi?!? Blóðsugur og híenur!!! Ég ætla rétt að vona að þeir sem ákváðu þessa hækkun geti sofið á nóttunni!!! Þriggja manna fjölskylda fer bara með 5000 kall núna í hvert skipti sem hún fer í bíó ef fólk fjárfestir líka í goslausu kranakóki og ofsöltuðum poppuppsafningi! Ekki reyna að púlla á mig: en þeir eru bara að mæta auknu ólöglegu dánlódi og hafa allan rétt á að hækka verðið. Hey... ég skrifaði þessa bók þannig að þetta virkar ekki á mig. Málið er að nú ætla ég alfarið að boycotta bíóið nema 400 kr. bíóið og ég ætla að fara að hvetja fólk að sækja sér myndefni í auknum mæli á netinu. Mér finnst þetta bara svívirðulegt að fólk skuli finnast þetta í lagi... að rukka svona mikið fyrir eina bíómynd sem maður getur léttilega beðið eftir í 2 mánuði í viðbót og séð svo heima hjá sér... eða jafnvel séð áður en hún kemur í bíó hérlendis með því að niðurhala henni af veraldarvefnum eins og hefur verið hægt margoft! Vil bara minna ykkur á að þessi einokunarpæling tengist öll hér á einn eða annan hátt. Fyrsta dæmið sem mér dettur í hug er t.d. Bad Santa. Hún kemur út í fyrirheitna landinu árið 2003 og skilaði sér ekki í bíó hér fyrr en rúmum tveimur árum seinna af því að 'þeir' gátu ekki troðið henni inn í annars drekkfulla dagskránna í kringum jólin áður og þaráður! Fólki býðst samt ekki að versla hana hérlendis á DVD eða VHS fyrr en að kvikmyndahúsin hafa sýnt þær myndir sem þau vilja sýna og þar af leiðandi erum við tekin tvisvar sinnum, ósmurt, aftanfrá... og þetta er bara eitt dæmi...

Nú þarf ég bara einhvern veginn að selja ykkur þá hugmynd að kvikmyndahúsin séu náttúruspillandi og þá fáum við allaveganna 15.000 manns til að streyma þangað til að mótmæla... eða nei... þau nenna ekki alla leið í kvikmyndahúsin... þau ganga bara um gólf heima hjá sér. Það ætti að vera nóg til að sýna málstað mínum samhug!

Annars fannst mér það besta sem ég hef lesið lengi:

"Fór í eigin persónu alla leið upp að Kárahnjúkum í sumar og þvílík leið maður, 60 kílómetrar frá þjóðveginum og ekkert nema auðn og aftur auðn. Þetta má allt fara á kaf undir vatn fyrir mér, það kemur ekki nokkurt kvikindi þarna uppeftir, aumingja þeir sem verða að vinna þarna."

Og hananú!!!

þriðjudagur, september 19, 2006

Áríðandi kiltynning!!! 

Hvet ykkur öll sem hafið áhuga á að fara á Dúndurfréttir og Sinfóníuhljómsveit Íslands þann 29. júní næstkomandi til að sjá uppsetningu þessara tveggja hljómsveita á The Wall eftir Pink Floyd til að hafa hraðar hendur ef þið ætlið að fjárfesta í miða. Það er tæpt ár í 'giggið' og það eru seldir rúmlega 800 miðar!!!

Það var eitthvað bögg í uppsetningunni á síðunni þegar ég fjárfesti í miðunum mínum þannig að þið sem eruð búin að versla miða endilega tjékkið á því hvort að allt sé ekki í lagi og eins og það á að vera. www.sinfonia.is

Annars er þessi tilkynning aðeins betur útskýrð á Dúndurfréttablogginu.

Lifið heil og lifi rokkið...

Lag dagsins er Lampshade með Kashmir

fimmtudagur, september 14, 2006

Guði sé lof... 

að Magni vann ekki í gær. Skv. mbl.is þá mun Magni þó túra með Supernova og félögum í janúar á næsta ári þó svo að hann hafi lent í 4. sæti. Ég held að það væri flott 'strat' hjá honum að reyna að plata húsbandið hingað heim í eins og eitt gigg. Ég myndi mæta á það. Það er svosem ágætis refsing fyrir Supernova að fá Lukas í lið með sér þar sem að lögin sem þeir hafa samið eru ekki upp á marga fiska... það verður því ágætt að fá einhvern sem málið virðist ekki vera að syngja sem best heldur að vera eins skrýtinn og hægt er. En ég er þó sannfærður um að ef Lukas fengi nokkra söngtíma þá myndi hann ná að beita röddinni ágætlega. Ég er líka sannfærður um það að þeir eigi eftir að leggjast í miklar æfingar og Lukasi til trausts og halds verði raddkennari, að minnsta kosti fyrst um sinn. Það eru allir með svoleiðis og því ættu þeir að vera eitthvað öðruvísi þó svo að þeir séu rokkhljómsveit.

En ég er feginn að þetta er búið og ég er feginn að Magni þurfi ekki að leiða þetta band. Ég er líka feginn að hann sé að koma heim og ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið skemmtileg reynsla fyrir hann.

Það verður gaman að sjá í hvað þeir breyta nafninu á hljómsveitinni og ég var meðal annars að browsa í gegnum netið í gær og sá þar að einhver hélt að bandið ætti að heita eitthvað 'Black'. Í kommentunum á sömu síðu var því skotið fram að það væri nú fyndið ef bandið myndi heita 'Blackout'. Það væri kannski eitthvað eftir höfði Gilby Clarke og það er líka hrikalega fyndið að hugsa til þess að heyra t.d. lagið 'Wasn't yesterday great?' af plötunni 'Hangover' með hljómsveitinni 'Blackout'!!!

Lag dagsins er samt 'Sorry I can't write a song about you' af plötunni 'Rubber' með Gilby Clarke...

mánudagur, september 11, 2006

Singer?... Býrð þú með karlmanni? 

Ég velti því mikið fyrir mér hvort að gaurinn sem býr bein á móti svölunum mínu hafi verið að munda Singer saumavél þegar hann var að sauma gardínurnar í gluggana. Hann sat þarna við eldhúsborðið sitt og mundaði saumavélina af mikilli öryggi þegar hann saumaði hvíta borðann efst á gardínurnar (borðann sem heldur hjólunum sem fara í raufarnar á köppunum fyrir ofan gluggann). Það sem var þó skemmtilegast að sjá var að konan hans sat við sama borð og borðaði makindalega eitthvað úr morgunverðaskál... greinilega ekki í hennar verkahring þar sem karlinn var svona laginn! Þetta er einn af þessum kostum sem prýða karlmenn... að geta saumað saman gardínur og látið þær líta vel út.

Fór í afmæli um helgina sem er ekki frásögu færandi nema að afmælisbarnið fékk svuntu með brjóstum á. Hann var að fíla sig geðveikt og undir restina skapaðist smá umræða um samkynhneigða. Þetta byrjaði þannig að sagt væri að hann yrði líklega kvenmaðurinn í sambandinu. Ég skaut inn í að ég teldi þetta vera algjöra goðsögn að samkynhneigðir skilgreini sig út frá gagnkynhneigðum samböndum... Einhverjir hristu hausinn, yfir samkynhneigð... og umræðurnar héldu áfram. Auðvitað er þetta oft þannig að annar karlinn er t.d. kvenlegri í hegðun heldur en maki hans en það þarf ekkert að þýða að hann sé konan í sambandinu... af því að hann er karlinn í sambandinu! Ég stimplaði mig út úr þessum samræðum með því að segja að þetta snérist að mínu mati ekki um neitt annað en að fólk yrði ástfangið og ef það væri hamingjusamt þá væri það bara gott mál. Þá spurði mig kona þarna: Býrð þú með karlmanni? Mér fannst þetta bara svosem eðlileg spurning í kjölfarið en ég er ekki frá því að þarna hafi verið smá fordómar að baki þar sem að ég setti þetta fram að ég 'teldi' og eitthvað svona. Læt ykkur um að dæma það...
Fannst þetta samt sem áður alls ekki vera óþægileg spurning. Svaraði henni bara eins og maður myndi svara: hvort finnst þér betra... kókapöffs eða seríjós? Ekki það að ég gæti gefið ákveðið greinargott svar við því... eníhú!

Öll umræða er holl... og þó svo að það myndi ekki leiða meira af sér heldur en smá fróðleik um annars 'hinaða' þjóðfélagshópa, eða þá sem ekki eru skápaðir... þá trúi ég því að fólk sýni umburðurlyndi fyrir skoðunum annarra... ja, allir nema sjálfstæðismenn...

En ég er byrjaður á því að skapa víðsýnni og umburðarlyndari 'generation to come' þar sem að Hlynur er mjög meðvitaður um það að það er alveg jafn eðlilegt að maður verði ástfanginn af öðrum karlmanni, að kona verði ástfangin af annarri konu og það er að vera gagnkynhneigður. Þetta er bara allt saman spurning um ást...

Lag dagsins er EKKI It's all love með Supernova!!! Sem er drasl!

fimmtudagur, september 07, 2006

Eins gott að ég sé ekki að gera neitt!!! 

þann 29. júní næstkomandi! Ég var nefnilega að fjárfesta í tveimur miðum á uppfærslu Dúndurfrétta og Sinfó á The Wall. Það er allaveganna ekkert í dagbókinni minni núna um að ég sé upptekinn...

Hef þó reyndar ekki miklar áhyggjur. Miðasala hófst 1. sept eða fyrir viku síðan og það eru seldir c.a. 40 miðar og tæpt ár í viðburðinn :þ En ég er allaveganna búinn að tryggja mig!

Lag dagsins er Run like hell með Pink Floyd

Það er bara svona... 

Ég bjóst nú reyndar ekki við því að Magni myndi sitja... hreint út sagt þó svo að ég vissi að hann myndi aldrei vera sendur heim. En þetta er orðið svolítið rafmagnað... ég heyrði því hent fram um daginn að hann fengi hálfa millu frá Glitni fyrir að vera ekki sendur heim í lok útsláttar í hverri viku þannig að skv. því ætti hann að vera kominn með milljón í vasann. Það byrjaði semsagt eftir að hann lenti í annað skipti í neðstu þremur. Ég sel þetta að sjálfsögðu ekki dýrara en ég keypti það og ég vona bara að þetta sé rétt. Ég myndi þó telja það mun höfðinglegra ef að hann fengi 250 þús fyrir hvert skipti sem hann kæmist áfram og 250 þús færi í einhver góðgerðarmál... því að það er svosem nóg af því að taka hérna á klakanum. Maður ætti kannski bara að fara í mál við Jóhannes í Bónus til þess að hann gefi meiri pening (ekki það að hann sé búinn að fara langt út fyrir borgaralega skyldu sína og gott betur).
En hey... ég vona að hann landi öðru sæti... eða ætti ég kannski að vona að hann lendi í fyrsta? Það er nefnilega oft þannig að liðið eða einstaklingurinn sem maður heldur með vinnur ekki... þannig að ég veit ekki hvað ég á að gera til að 'jinxa' það ekki :þ
Ætlið þið að kjósa af ykkur rassgatið í næstu viku?

Lag dagsins er Back in the U.S.S.R. með Bítlunum í flutningi Magna. Alltaf verið geðveikur sökker fyrir þessu lagi :)

mánudagur, september 04, 2006

Svo bregðast krosstré sem önnur... 

Hversu sorglegt er það þegar 'Krókódílamaðurinn' deyr af völdum skötu?!? Fiskur sem Íslendingar 'eru sagðir' pissa á til þess að kæsa almennilega! Ég verð eiginlega að segja fyrir mína parta að mér fannst þetta svolítið fyndið þegar ég heyrði þetta fyrst. En mér finnst samt, svona eftirá, hálf glatað að hann skuli ekki hafa satt hungrið hjá einhverjum krókódílnum í staðinn fyrir að fara svona. En svona er þetta... svo bregðast krosstré sem önnur...

Þegar ég skrifaði undir þetta um daginn þá slysaðist ég til þess að skoða þennan link: http://www.iran-e-azad.org/stoning/ og ég fylltist svo miklum viðbjóði að ég held að ég hafi ALDREI á ævi minni séð svona mikinn viðbjóð! Ég hvet ykkur til þess að hugsa málið vandlega áður en þið smellið á linkinn og veljið að horfa á. Þetta er alls ekki fyrir viðkvæma og ég set þetta hérna inn alfarið EKKI til þess að þið horfið á þetta. Þetta á eftir að valda jafnvel sárum sem gróa ekki aftur. Ég er allaveganna sannfærður um að ef ég hefði vald til þess að sprengja þetta land í klessu með 'einni stórri' þá hefði ég gert það eftir að hafa horft á þetta. Ég er yfirleitt frekar líbó og reyni að sjá hlutina fordómalaust en mannvonskuna og ógeðið sem þarna er sett fram get ég engan veginn skilið... hversu lærður sem ég verð! Það krauma fordómar inní mér sem ég ræð vart við og þetta ristir miklu dýpra heldur en alhæfingar mínar og fordómar í garð t.d. sjálfstæðismanna... En svo bregðast krosstré sem önnur...

Ég velti því einmitt fyrir mér um daginn hvort að mótmælendunum sem stóðu fyrir valdatöku og skemmdarverkum, m.a., væru ekki bara alveg skítsama um málstaðinn heldur væru bara að mótmæla til þess að mótmæla af því að þau fá hvorteðer borgað fyrir það.
Mér finnst þetta mjög skítlegt eðli að eyðileggja fyrir einhverjum, bara til þess að eyðileggja... þið hugsið eflaust að það er verið að eyðileggja fyrir okkur hinum með því að setja á laggirnar álver hér og þar og búa til lón lengst upp á fjöllum... en bara málið er AÐ FÓLKIÐ SEM ÞIÐ KUSUÐ SÍÐAST OG ÞARSÍÐAST ÁKVÁÐU ÞETTA FYRIR YKKUR!!! Plús það að þetta var löngu ákveðið og löngu óafturkræft þegar þetta fólk fór að skemma. Mér finnst að það eigi að neyða þetta fólk til þess að borga til baka tapið sem það olli í stað þess að fá bara frían miða, business class eða ekki, frá Íslandi og ekki einu sinni slegið á handarbakið á þeim! Mér finnst þetta þar að auki rýra innihald og gildi mótmælenda þessara stóriðjuframkvæmda og er því ennþá hlynntari stóriðjum og lónsframkvæmdum fyrir vikið. Og þessi svokallaðir mótmælendur fá quote frá mér úr Melrose's Place... morally bankrupt... kannski af því að það leggur ekki nógu mikið inn í gleðibankann. En svo bregðast krosstré sem önnur...

Og eitt enn í restina... þá er ég alveg sannfærður um að 10 ára vist í brasilísku fangelsi eigi eftir að sannfæra Hlyn Sigurðarson um að reyna ekki að smygla fíkniefnum aftur til landsins... þó svo að hann kæmi örugglega fyrir tonni í rassgatinu á sér! Mér finnst þetta vera ágætisrefsing fyrir hann. Sama hversu mikið fólk sé á móti því að fíkniefnainnflytjendur afpláni sína refsingu og sama hversu mikið af fólki ánetjist þessu eitri. Maður sekkur fljótt í kviksyndi þegar maður fer út í umræðuna um það hvort að alcoholismi sé sjúkdómur eður ei... og ennþá fljótar um hvort að fíkniefna-ismi sé sjúkdómur eða ei... mér er bara alveg sama! Ég þekki t.d. einn gaur sem er búinn að missa 4 af sínum bestu vinum útaf o.d. eða niðurtúr (overdose=ofneyslu). Mér finnst bara líka að það fólk sem er tekið við að smygla eigi bara að éta þetta sjálft sem það kemur með! Þá gleymir það ekki þeirri lífsreynslu þegar það er látið éta 400 grömm af kókaíni sem er tekið úr smokkunum... heitt úr rassinum. En svo bregðast krosstré sem önnur...

Lag dagsins er eitthvað lag sem ég fann ekki sem er með Krosstré eða Crosstree í... :þ

laugardagur, september 02, 2006

Af einu og öðru... 

Afmælisdagur Karenar var alveg hreint frábær! Ég var búinn að plotta þetta í rétt rúma viku og redda öllu á hana frá toppi til táar fyrir hjólaferðina miklu. Við vorum á 1200 kúbika Harley og ég hef btw aldrei keyrt svona kraftmikið hjól áður þó svo að hjólið sem Dabbi fékk uppí BMW-inn á sínum tíma hafi verið svipað kraftmikið og töluvert léttara (Racer). En þar sem að þetta átti að vera skemmtiför en ekki helför/suicidemission þá var ég ekkert að reyna á þolmörk hjólsins og okkar. Ég veit það þó að þetta hjól kemst í 70 kmh í fyrsta gír!
Ég kom semsagt hingað heim eftir vinnu og sótti hana, gallaði hana og svo hélt hún (a.m.k.) út í óvissuna því að hún vissi ekkert hvert við vorum að fara :)
Við lögðum af stað og byrjuðum á því að stoppa á Litlu Kaffistofunni eins og sönnu mótorhjólafólki sæmir þar sem Karen opnaði pakkana frá okkur feðgunum. Næst stoppuðum við á Selfossi þar sem við tókum bensín og héldum svo áfram út á Eyrarbakka. Eyrarbakki er bara með krúttlegustu þorpunum í heiminum og þar stoppuðum við til þess að borða á Rauða húsinu. Ótrúlega skemmtilegur og flottur staður þar sem hægt er að fá MJÖG góðan mat. Það er ekki frá því að við höfum verið litin svolitlu hornauga þegar við komum af því að við vorum hjólafólk :þ Sem er bara krúttlegt... ég veit ekki hvort að það sé bara ég eða... allaveganna fannst mér eins og þegar stúlkan sem afgreiddi okkur var búin að taka við pöntuninni að hún gengi í burtu hugsandi: Ohh... þau eiga aldrei eftir að borga! Hahaha... bara fyndið!
Eftir matinn keyrðum við Þrengslin heim sem er alveg geðveikt flottur staður. Þetta er í fyrsta skipti sem ég keyri þennan veg og það er alveg klikkuð upplifun að fara þarna á mótorhjóli!
Þetta var í alla staði frábær ferð... ótrúlega gott veður og það er greinilegt þegar það eru komin svona mörg hjól í umferðina að fólk er farið að bera miklu meiri virðingu fyrir hjólafólki. Ég tók prófið '99 og það hefur mikið breyst í umferðinni á þessum sjö árum. Mér finnst líka ótrúlega flott menning í kringum hjólin og eiginlega allir sem mættu okkur á hjólum heilsuðu okkur. Þau veifuðu líka til okkar krakkarnir á Eyrarbakka, for that matter, og fyrir vikið leið manni eins og frægri persónu :)

Restin af Þjóðvegi 1 var snilldarakstur á leiðinni heim og það er alveg klikkað að keyra svona inn í sólarlagið á góðu og traustu hjóli með ástina sína haldandi fast utan um mann. Frábær tilfinning.

Við hjóluðum svo aðeins meira í gær áður en ég skilaði hjólinu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við eigum að gera fyrst... 'krúsa' þvert yfir Bandaríkin á hjóli eða fara í siglingu á Karabíska hafinu. Kannski bara bæði!

Þó svo að Karen virðist skelkuð á þessari mynd þá er það ekki raunin... og þessi prófsteinn minn á það hvort að hún myndi halda áfram að þrýsta á mig að fá mér hjól hefur bara styrkt hana í þeirri skoðun. Svona litum við út í gær og í fyrradag... Riddarar götunnar


Lag dagsins er Highway to hell með AC/DC

This page is powered by Blogger. Isn't yours?