<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 30, 2007

Ég er búin að fá nóg af þér... helvítið þitt! 

Svo mörg voru þau orðin sem flugu út um baðherbergisglugga á 1. hæð í blokk í Vesturbænum í morgun. Góð leið til þess að byrja vikuna. Stormasamt eða ekki... ég þekki þetta fólk ekkert, hef aldrei séð það áður og veit ekki hvort ég sjái það aftur nema ég fari að hanga fyrir utan þessa blokk næstu daga til þess að sjá hvernig málin þróast... en nenni því ekki, hef ekki tíma í eitthvað svoleiðis.

Auðvitað eru sumir sem þrífast hreinlega á drama... fólk sem annað hvort festist og staðnar í einhverjum drama pakka hreinlega bara til þess að hafa eitthvað til að tala um. Skilur svo ekkert í því af hverju alltaf er allt á afturfótunum. Leggur hreinlega allt á sig til þess að hafa rétt fyrir sér og er jafnvel komið 180° frá því sem það byrjaði á... svona 'Right-Fighters' eins og Dr. Phil kallar þá.

Svo er náttúrulega líka hitt fólkið sem gerir eitthvað í þessu... annað hvort reynir að finna eitthvað nýtt til þess að láta líf sitt stjórnast í kringum eða leitar sér "hjálpar" með því að upphefja sjálfa sig í augum einhvers sem þekkir þá ekkert.

Snillingurinn úr Dexter kom með heilhveiti góðan punkt um daginn... biðstu bara afsökunar þó svo að þetta sé ekki alveg þér að kenna... þú getur allaveganna rætt þetta betur eða haldið áfram með lífið. Það var nú kannski ekki alveg svona, orðrétt... en beisikklí sami boðskapur.

Við kærustuparið erum blessunarlega laus við allt rifrildi... ég er samt alveg á því að þetta sé ekki alltaf þannig hjá okkur að annað hafi rétt fyrir sér heldur frekar að við virðum skoðanir hvors annars og pössum okkur á því hvað við látum út úr okkur... betra er að þegja og virðast heimskur heldur en að tala og taka af því allan vafa!

Annars er bara nóg að gera. Búið að vera brjálað að gera alla seinustu viku og það var ótrúlega skrýtið að fara inn í þessa helgi, enginn Hlynur, enginn hasar... bara tsjill. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að kíkja út á lífið um helgina en var skriðinn upp í rúm um miðnætti... Karen sagði að við værum ónýt þegar við fórum á fætur uppúr 8 í gærmorgun... við erum alveg hætt að kunna að sofa út eftir að við fórum að djöflast í ræktinni alla morgna. Við erum búin að vera að í 2 mánuði c.a. og um næstu helgi ætlum við að svissa yfir í páverprógramm. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þá...

Helgin fór í að sófakartöflast og ég var orðinn svo ótrúlega eirðarlaus rétt fyrir 7 í gær að ég veit ekki hvað ég hefði gert hefðu Jeremy og félagar í Topgear ekki komið til sögunnar. Sjúkkitt!
Hafið það gott í dag... lag dagsins er Lost in America með Alice Cooper... sem minnir mig ótrúlega á einn sem ég þekki :þ

mánudagur, apríl 23, 2007

Afmælisblogg... soldið seint... en hey... 

til HmínGu með Dæjin 29 ára afælis strákur. Sonur ðiNN Hlynur

Svo mörg voru þau orðin á afmæliskortinu sem ég fékk úti á Benidorm. Hlynur greinilega að flýta sér auk þess að litirnir á stöfunum voru alveg random þannig að það er kannski ekki skrýtið að stafsetningin fari aðeins út um þúfur.

Ferðasagan:

Við flugum héðan um miðjan dag á laugardaginn þar seinasta og lentum í Alicante um 23:00 að staðartíma. Flugið var ekki nema 4 og hálfur tími þannig að smá PSP og krossgátur redduðu okkur alveg á leiðinni. Hinum megin við gangin sátu eldri-kærustupar sem vildu endilega fá að lita eina mynd í litabókina hans Hlyns sem hann leyfði þeim. Maðurinn þakkaði kærlega fyrir sig og gaf Hlyn 10 € fyrir að vera svona flottur gaur eins og hann er. Hlynur sýndi þeim hitt og þetta en merkilegast fannst manninum að sjá Lego Star Wars í PSP... hann hélt að hann yrði ekki eldri! Svo var einhver gaur með okkur í flugferðinni sem var orðinn svo ofurölvi þegar við vorum að lenda að maður drulluskammaðist sín! Alveg merkilegt hvað fólk þarf alltaf að hella sig blindfullt þegar það fer erlendis. Hversu gaman er það? Ógeðslega gaman... man ekki neitt!

Gaurinn ætlaði að taka limma og vildi bara að við yrðum í samfloti með honum... HÉLT EKKI! Við náðum í töskurnar okkar og þegar við vorum að fara í gegnum tollinn úti, sér gaurinn okkur og byrjaði eitthvað að tjá sig en ég sagði við hann að við værum farin og við hröðuðum okkur í burt.

Við tókum leigara á hótelið sem var algjör snilld! Fyrir utan það að það var enginn kæliskápur á herberginu auk þess að það var svolítið spez að vera bara með glerhurð inn á klósettið sem í raun lokaði ekki neinu og hlífði ekki neinu... en við komumst af :) Sérstaklega í ljósi þess að ef við vorum ekki öll inni í stofunni/svefnherberginu þá var alveg bókað einhver á klósettinu :þ

Sunnudagurinn fór í smá sæht-sí'jíng um gamla bæinn-miðbæinn og við vorum varla búin að vera á róli í klukkustund þangað til að sólin byrjaði að baka okkur.

Mánudagurinn fór í Mundomar þar sem við feðgarnir klöppuðum höfrungi á meðan við vorum myndaðir við það, Hlynur var kysstur af sæljóni og hausinn á honum lyktaði eins og síld eftirá!

Þriðjudagurinn fór í strandarferð og það var ekkert smá geggjað að labba um heitan sandinn berfættur og svamla í sjónum.

Miðvikudagurinn fór í bið... en við ætluðum í Terra Mitica en það er ekki opið nema um helgar þannig að í stað þess að hanga súr í fýlu þá skelltum við feðgar okkur í Go-Kart sem var alveg klikkaðslega gaman. Hlynur fékk meira að segja sinn eigin Go-Kart (sem fór bara á 'beibí-hraða') en það skemmdi ekki :)

Fimmtudagurinn fór í að versla Jango Fett búning í miðbænum. Búðin opnaði reyndar ekki fyrr en kl. 15:00 þannig að við drápum 3 tíma á tvöföldum hraða og Hlynur var svo alveg í skýjunum á eftir.

Föstudagurinn fór í að hanga uppi á herbergi vegna þess að Hlynur var svo slappur. Greyið fékk hita í kjölfar sýkingarinn sem hann var með en það var samt ótrúlegt hvað hann var rólegur allan daginn. Það er alltaf jafn skrýtið þegar krakkar verða veik og verða svona orkulaus... sérstaklega orkuboltar eins og Hlynur er. Hann var bara í tsjillinu allan daginn í rúminu og rétt fór fram úr til þess að fara á klósettið. Ég fékk reyndar ótrúlega flotta gjöf frá Hlyni og Karen en það voru drekakertastjakar... alveg KILLER flottir!!!

Laugardagurinn fór svo í það að pakka og drífa sig út til þess að ná strætó í Terra Mitica. Sjetturinn hvað það var gaman þar! Vorum þar í 6 tíma en hefðum getað verið helmingi lengur. Við vorum eiginlega hálf heppin að það hafi ekki verið glampandi sól þá því að þá hefðum við komið nokkuð brunnin heim.

Að mestu var svo bara slappað af við laugina í lok dags, leikið sér í leiktækjunum í kjallaranum á hótelinu eða fylgst með The John Christian Soundmachine sem var alveg hillarious dæmi... póstmódernískur trúbador sem spilað alltaf sömu lögin, alltaf í sömu röð og alltaf sömu brandararnir á milli... alveg killer sjálfshlátur eftir hvert punch-line hjá sjálfum sér... BARA fyndið.

Ohhh... hvað þetta var gaman og verður bókað gert aftur... Marco, einn þjónanna á hótelinu fór meira að segja í klippingu á föstudeginum og lét klippa sig eins og Hlynur... fékk sér skott (reyndar örlítið meira mullet) en Hlynur var ánægður með kappann :þ

Karen beibí ætlar svo að koma með mér á Ladda sýninguna en ég fékk tvo miða frá henni í afmælisgjöf auk Attenborough-pakkans-Planet Earth sem verður legið yfir á næstunni. Systkini mín gáfu mér svo löngu-tímabæra gjöf en ég fékk vöfflujárn frá þeim þannig að það er nú ekki mikið mál að skella í nokkrar vöfflur næst þegar ÞÚ kemur í heimsókn :)

Lag dagsins er 'For Energy Infinite' með Mazarin... þetta er í Puma auglýsingum í spænsku sjónvarpi og ótrúlega skemmtilegt lag. Getið heyrt það hérna

sunnudagur, apríl 22, 2007

Til hamingju með árin 30!!! 

Nonni! Til hamingju með þennan merka áfanga. Vona að þú náir að minnsta kosti tveim 30 árum í viðbót!

Fyrsta skipti sem ég er svo sjálfhverfur á afmælisdaginn minn að ég gleymi afmælisdeginum hjá Nonna frænda, sem er btw sami dagur :þ

Ég gleymdi þó ekki að senda honum kveðju á afmælisdaginn okkar, þó svo að ég hafi gleymt blogginu...

Afmælisbörn dagsins (20. apríl) á góðum degi:og hérna í misjöfnum aðstæðum... Nonni með grænan bjór og ég í bakgrunni úr fókus... that's what!

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Frábaert!!! 

Heitt og gott, lyklabord med `semi-íslenskum` stöfum :p

Til hamingju med afmaelid Nína (16. apríl)

Til hamingju med afmaelid Aggi (18. apríl)

Og svo á ég afmaeli á morgun!!! Vid aetlum ad gera okkur gladan dag, en ekkert gladari en venjulega af thví ad thad er búid ad vera aedislegt hérna hjá okkur. Thad leit út fyrir thad ad sólin myndi ekki skína í dag en hún kom úr felum um hádegid og bakadi okkur vel og lengi. Erum bara ad tsjilla á hótelinu núna, ekki veitir af... höfum sjaldan gengid eins mikid... í lífinu!

Hlynur greyid er reyndar hálf slappur, med smá kvef og búinn ad vera lystarlaus í dag en verdur ordinn fínn á morgun, vonandi, af thví á morgun er Go-kart útaf ammaelinu mínu... kíkjum kannski í Terra Mitica ef thad er opid, annars tökum vid thad á laugardaginn.

Hafid thad gott... thví Gud veit ad vid höfum thad! :D

Gledilegt sumar og sjáumst fljótlega... hendum vonandi inn einhverjum myndum á sunnudaginn.

Lag sextándans, átjándans og morgundagsins er Birthday med The Beatles.

Lifi sólbrúnkurokkid!!! Fer ad skipta yfir í Surf-tónlist eftir ad ég kem heim :p

laugardagur, apríl 14, 2007

Hafið það gott! 

á meðan við erum á Spáni :)
Förum eftir svona 2-3 tíma út á völl og lendum svo um 9 leytið í kvöld (að íslenskum tíma). Það er kominn ferðahugur og spenningur í okkur öll en mér finnst merkilegast af öllu hvað Hlynur getur sofið. Hann svaf lengur en við Karen í morgun sem mér finnst skrýtið af því að ég gat aldrei sofið nóttina áður en við fórum út í gamla daga. Spenningurinn var hreinlega að drepa mig!

Helga, Atli, Þóra, Aggi, Nína og Baltasar komu í mat til okkar í gær og það var frekar þægileg leið til þess að hugsa ekki um morgundaginn... ég er búinn að vera ótrúlega spenntur. Dreymdi meira að segja í nótt að við værum á hóteli, geðveikt flottu og fengum herbergi nr. 700. Það verður gaman að sjá hvort við verðum á 7. hæð á Levante Club á Benidorm :)

Annars bið ég kærlega að heilsa og vonandi verður ekki rigning allan tíman eins og þeir á www.weather.com spá fyrir.

Lag dagsins er Leaving on a jet plane (reyndar eftir John Denver) en hér í flutningi Chantal Kreviazuk (soundtrack úr Armageddon).

fimmtudagur, apríl 12, 2007

How the flies fun when you're having time... 

Brjálað að gera... ekki nema 2 dagar í Benidorm!!! Úff hvað þetta er fljótt að líða... það er með ólíkindum.

Páskarnir voru frábærir fyrir utan eggjakastið... við gerðum ótrúlega lítið en hittum Helgu og fjölskyldu nokkrum sinnum og það er ótrúlega skemmtilegt að hnoðast með Baltasar. Hann er með ólíkindum frábær og flottur gaur.

Á þriðjudaginn seinasta var starfsdagur án nemenda hérna í skólanum og við skelltum okkur í gamla skólann minn, Grundaskóla, í vettvangsferð. Þetta er svo frábær skóli að það hálfa væri nóg... það er eiginlega með ólíkindum :)
Það eru fullt af skemmtilegum pælingum í gangi þar og ótrúlega flott stemning. Það verður svolítið skrýtið að Gutti skólastjóri verði ekki þarna á næsta ári en hann hefur gert svo mikið fyrir þennan skóla að maður er ótrúlega stoltur af því að hafa verið þarna. Reyndar efast maður ekkert um að það taki ekki eitthvað gott við þó svo að Gutti sé að fara því að þarna er þvílíkt einvalalið kennara og annars starfsfólks að skólinn á eftir að vaxa og dafna áfram. Gaman að hitta gömlu kennarana aftur og manni var heilsað og kvaddur með kossum og faðmlögum. Nína frænka er í góðum höndum.

Hins vegar er ég sannfærður um það að Samfylkingin sé besti kostur núna, enda er Gutti skólastjóri oddviti Samfylkingarmanna og -kvenna í Norðvestur-kjördæmi. Ég hlakka til að sjá hann í pólitíkinni og ég vona bara innilega að hann komist sem fyrst inn í menntamálaráðuneytið. Ég held að það væri ótrúlega gott fyrir Ísland í heild sinni og menntamálin hérna heima að fá einhvern hugsjónamann sem hefur virkilegan áhuga á menntamálum sem menntamálaráðherra. Hann er flottur gaur og það verður gaman að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef það hefur einhvern tíman verið rétti tíminn til þess að kjósa rétt... þá er hann núna! Áfram Samfylkingin!


Lög dagsins eru Stjórnsýslulögin nr. 37/1993

sunnudagur, apríl 08, 2007

Aumi eggjakastari!!! 

Djöfulsins aumingjar búa hérna á Stúdentagörðunum! Bíllinn hans Adda, bróður Karenar, var grýttur eggjum í morgun. Ég sá útundan mér eitthvað fljúga í áttina að bílnum hans áðan og fór niður til að athuga málið og þá hafði einhver kastað nokkrum eggjum í hann.

Ég hef ekki sagt mitt síðasta í þessu og hringdi á lögguna til þess að taka skýrslu og ljósmynda skemmdirnar. Ég ætla rétt að vona að Addi fái tryggingarnar til þess að laga höggskemmdirnar í lakkinu. En það sem er deginum ljósara í þessu máli er það að það er ekki ávísun á greindir eða gáfur að vera í háskólanámi. Auma pakk!

Gleðilega páska 

Boð og bönn... Eins gott og mér finnst að fá mér páskaegg þá er ég svolítið pirraður á því að íslenskt samfélag stjórnist algjörlega af helgisiðum og pælingum kristinnar trúar. Þetta eru einu skiptin sem ég dauðvorkenni innflytjendum og þá sérstaklega þeim sem eru ekki kristin.

Einhvern tíman var þetta þannig að á föstudeginum langa þá mátti maður ekki gera neitt... maður átti að þjást eins og kristur... sitja penn í sparifötunum og láta sér leiðast þannig að þetta væri nú alvöru föstudagurinn langi.

Samkvæmt mörgum sem tóku þátt í könnuninni sem ég var spyrill fyrir í sumar voru margir á því að unga fólkið í dag virti ekki og hélt ekki í gamla siði eins og fólk gerði áður. Þetta unga fólk... þarf alltaf að vera að skemmta sér og láta sér líða vel... svipuð pæling eins og að strákar þurfi meiri líkamleg 'activities' í skólanum af því að þeim líður svo illa í skólanum... Ég er ekki á því að ég hafi þurft á einhverju líkamlegu að halda til þess að koma mér í gegnum skólann.

Mér finnst þetta bara ósanngjörn pæling að fólk þurfi beygja sig undar landslög vegna þess að við erum með ríkisrekna trú sem er ofar lögum. Allt út af einhverjum gaur sem við erum ekki einu sinni viss um að sé til eða hafi verið til. Þetta er bara svona... trúin flytur fjöll og við fögnum upprisu hans með því að borða súkkulaði.

Fyndið... sjónvarpið datt út rétt núna og Hlynur spurði: „Hvað gerðist?!?“ -„Já, svona er þetta bara Hlynur... það má ekki neitt á páskunum... ekki einu sinni horfa á sjónvarpið!“ Haha... ég leiðrétti þetta rétt áður en útsendingin komst aftur í lag.

Mér finnst það líka pínu hræsni hjá fólki að vera brjálast yfir virkjunum og stóriðjuframkvæmdum þegar við gætum heldur tekið okkur til og gert Ísland að ferðamannaparadís yfir páskana og haft opið. Því að þegar á botninn er hvolft þá erum við bara neytendur (e. consumers) og viljum njóta lífsins gæða... hvort sem þau fást í 10-11 á páskadag eða einn og einn dagur af óspjallaðri náttúru í viðbót!

En yfir í léttari hluti þá erum við búin að hafa það gott undanfarna daga. Fengum frábæran mat í afmælinu hjá ömmu Lillu, föstudagurinn langi fór í sundferð... mjög langa sundferð. Laugardagurinn líka, sundferð og bíó. Heví kúl að fara á The Robinsons family 3-D. Fengum gleraugu og allt... þetta minnti okkur Hlyn á Lególand þegar við fórum á 4-D sýninguna þar, en það var frekar klikkuð upplifun. Í dag var Hlynur svo kominn á fætur kl. 6:30, búinn að borða morgunmat kl. 6:38 og búinn að finna bæði páskaeggin sín kl. 6:43. Ekki amaleg frammistaða þar. Karen hefur reyndar misst af þessu öllu útaf veikindum. En hún er að skána nú þessi elska... ágætt hjá henni að taka þetta út áður en við förum út. Sem verður eftir 6 daga... Allt að gerast.

Vefsíða dagsins er www.vantru.net en þar má finna ýmsan fróðleik sem kollvarpar hugmyndum fólks um Kristni, 'Stóra sannleik' og aðrar póststrúktúralískar pælingar. Inná Vantrú má finna link á teiknimyndasögur um Jesús og Múhameð en ástæðan fyrir því að múslimirnir eru ekki búnir að missa yfir þessu er líklegast sú að þeir kunna ekki á tölvur. Bullandi fordómar í gangi hérna... :þ en það er allt í lagi.

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Hún á ammæl'ídag! 

Amma Lilla, Gíslína Magnúsdóttir, á afmæli í dag og er hún áttræð (80 ára). Innilegar hamingjuóskir með afmælið.
Meðfylgjandi mynd er fengin að láni hjá Ljósmyndasafni Akraness en amma Lilla er til hægri á myndinni ásamt mömmu Rokk.


Lag dagsins er Birthday með The Beatles

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Random blues... 

Djö*?& var þetta flott í gær!!! Tilviljun, blústríóið úr Hagaskóla stóð sig með svo mikilli prýði innan um þekktustu og frægustu blúslitamenn Íslands í gær að það hálfa væri nóg. Þetta var ótrúlega spennandi að 3 guttar úr 9. og 10. bekk Hagaskóla hefðu verið leiddir saman fyrir tæpum 4 mánuðum, byrjuðu ekki að æfa fyrr en fyrir viku síðan og voru að fara að opna Blúshátíð Reykjavíkur 2007.

Við mættum upp á Nordica Hótel hálf fimm í gær fyrir sándtjékk en það var allt búið að dragast þannig að þeir opnuðu ekki Blúshátíð Reykjavíkur á setningarathöfninni eins og til stóð. Hins vegar fengu þeir sándtjékk rétt fyrir 6 og það var heví kúl að KK var í útvarpsviðtali á sama tíma í hinum enda hótelsins og þegar strákarnir voru að ljúka seinna laginu í sándtjékkinu kom KK hlaupandi inn í salinn, skælbrosandi og forvitinn á svipinn og spurði hvað væri að gerast. Honum fannst þetta heví flott hjá þeim og stökk strax upp á svið og tók í hendurnar á strákunum.

Klukkan 8 var svo allt tilbúið og strákarnir baksviðs, búnir að tjúna hljóðfærin og bara að spjalla við Guðmund Pétursson gítarleikara. Þeir fóru svo upp á svið og komu sér fyrir á meðan Dóri í vinum Dóra kynnti þá sem opnunaratriði Blúshátíðar Reykjavíkur 2007.

Strákarnir spiluðu rólegt blúslag sem þeir höfðu samið á föstudaginn. Þeim var fagnað í lokin en svo breyttist stemningin í seinna laginu hjá þeim en þeir tóku blúsdjamm út úr Crossfire með Stevie Ray Vaughan. Það var brjáluð stemning og ég held að þetta hafi komið gestum og tónlistamönnum verulega á óvart hversu þéttir og flottir þeir væru. Þeir fengu frábærar undirtektir frá áheyrendum, reynslunni ríkari og alveg í skýjunum. Þeir eiga eftir að gera frábæra hluti. Sjetturinn hvað þetta var flott!

Lag dagsins er Crossfire með Stevie Ray Vaughan

This page is powered by Blogger. Isn't yours?