<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 30, 2007

Tilammíggju!!! 

með daginn Þóra systir... 27 ára! En ég var samt á undan þér... ég varð 27 fyrir 2 árum! :þ
Vona að þú sért búin að hafa það gott í dag og hafir það gott hjá okkur í kvöld (intermission fram að eftirrétti).

Af öðrum hlutum þá vaknaði ég með aumuna á mánudaginn... er fyrst að hafa mig í það að blogga um átökin á mánudagsmorgninum í ræktinni. Ég náði 80 kílóum í bekkpressunni sex sinnum... svo fimm sinnum... svo fjórum sinnum með mikilli aðstoð við seinustu lyftuna :( Frekar svekktur en ég get svosem sjálfum mér um kennt... að hafa fengið mér bjór á laugardaginn... það er ótrúlegt hvað þetta hefur áhrif á kroppinn... úthald, styrkur, allur pakkinn er bara miklu slappari og þó það væru 2 dagar frá bjórnum. Ömurlicht!

Eníhjú... er að trylla ferðafélagana mína fyrir danmerkurferðina í næstu viku... sendi þeim póst í dag þar sem ég sagði að það mætti búast við því að einhverjir væru orðnir þvoglumæltir af spenningi af því að það er bara vika í ferðalagið... :þ

Svaf yfir mig í morgun... heilar 40 mínútur... en vaknaði samt fyrir 7... sem þýðir það að ég fór ekki í ræktina í morgun :( Þetta er bara svona stundum... kroppurinn er reyndar farinn að öskra á frí... það er ekki nema einu sinni á 5 á dögum sem kroppurinn fær svoleiðis munað... en bráðum koma 4 pásudagar, ja, nema það sé salur í spa-inu á hótelinu sem ég fer á... býst reyndar ekki við því... held að það sé bara sauna þar... en það er allt í lagi... ég verð orðinn evrópumeistari í glasalyftingum á vinstri eftir þessa ferð... ég ætla að reyna að halda það út... vera sterkari öðru megin... nær hjartanu... nú er ég farinn að bulla... en það er allt í lagi... af því að það er allt í lagi...

...

sunnudagur, maí 27, 2007

Ég verð nú að segja... 

fyrir mína parta að Uriah Heep átti þetta kvöld algjörlega!!! Djö*?&%#$ Fö#$%&* snilld!!!
Mick Box er náttúrulega algjör snillingur og hann var heví flottur í kvöld. Ég og Atli stóðum beint fyrir framan þar sem hann var staðsettur á sviðinu og ekki nema nokkrar hræður fyrir framan okkur. Þetta var alveg málið...
Bernie Shaw kom mér verulega á óvart og hann er þéttur í sönginum svona læf...
Trevor Bolder plokkaði bassann sem aldrei fyrr og hann kom mér verulega á óvart.

Gypsy, Easy livin', July morning, The wizard, Sunrise voru á meðal laga á prógramminu þeirra og það var VERULEGA kúl að heyra þessi lög læf með Uriah Heep. Alveg klikkað ánægður með þessa tónleika.

Við fórum úr þvögunni eftir að Uriah Heep voru búnir að spila því að ég var eiginlega kominn á það að ég væri búinn að fá minn skammt... Deep Purple áttu ekkert í Uriah Heep að mínu mati... og mér fannst það alveg skelfilegt að heyra í Ian Gillian í fyrsta laginu og syngja 'Into the fire' á kolvitlausum stað... þeir eru orðnir 'second grade' að mínu mati... ef það er rétt sem mér heyrðist, að Uriah Heep væri að koma aftur í haust þá er alveg bókað að ég mæti þar!!! En ég er búinn að fá minn skammt af Purple í bili... þangað til næst bara með Dúndurfréttum. Sem minnir mig á það... miðarnir okkar Karenar á Dúndurfréttir og Sinfó eru týndir í blaða-, pappírsflóðinu hérna heima þannig að maður þarf að fara að leita að þeim ef maður ætlar á þá tónleika! Sejetturinn...

Lag dagsins er Highway Star með Deep Purple af því að ég fór áður en þeir spiluðu það...

Nú er komið að því!!! 

Ég var að segja við Karen í dag að nú er loksins komið að því... ástæðan fyrir því að þetta blogg var stofnað á sínum tíma í nóvember 2003 var sú að ég ætlaði að efna til hópferðar til Danmerkur að sjá Uriah Heep og Deep Purple saman. Þess vegna heitir þetta blogg Rokkið Lifir!!! Nú, þremur og hálfu ári seinna er þetta því að verða að raunveruleika. Ég hlakka ótrúlega til í kvöld. Ég hef alltaf verið meiri Uriah Heep maður heldur en Deep Purple og mér finnst frábært að eiga færi á því að sjá þá áður en þeir hætta (sem er reyndar ekki búið að gefa út hvenær verður).

Deamons and Wizards og Salisbury eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér af plötum Uriah Heep og þó svo að Mick Box sé í raun einu orginal meðlimur bandsins verður rokk og ról í kvöld. Það er allt í lagi... hann er það flottur gaur að hann heldur þessu vonandi uppi.

Lag dagsins er The Spell af Deamons and Wizards með Uriah Heep.

laugardagur, maí 26, 2007

ég er H U L K ! ! ! 

Við Karen erum búin að vera að lyfta síðan í byrjun mars, eða bráðum að detta í 3 mánuði. Vöknum fjóra daga í röð kl. 06:00 og brunum út í Þrekhús, tökum þar á í 30-45 mínútur og 'sofum út' fimmta daginn. Þetta er gamla prógrammið mitt sem við höfum verið að nota og skiptum líkamanum upp í 4 vöðvahópa. Fyrsti daginn tökum við brjóst og tricep, annan daginn tökum við lappir, þriðja daginn tökum við bak og fjórða daginn tökum við axlir og bicep. Fimmti dagurinn er svo pása vegna þess að vöðvarnir stækka mest í hvíld. Það er skemmst frá því að segja að við breyttum um prógramm eftir fyrstu 2 mánuðina og fórum yfir í 'power' prógramm. Staðan er þannig hjá mér núna að ég er búinn að bæta t.d. 35 kg á stöngina í bekkpressu síðan við byrjuðum og farinn að pumpa 75 kg 3x6 lyftur í power prógramminu! Ég á núna 4 daga eftir í prógramminu og ég ætla að reyna við 80 kg á mánudaginn kemur... Styrkurinn í kroppnum er orðinn ótrúlegur og þetta er ótrúlega frábær tilfinning að vera að stunda hreyfingu þó svo að ég telji einn fylgifiskinn af þessu breytta líferni ekki vera það skemmtilegasta í heiminum... Ég er hættur að geta sofið út. Líkaminn minn fílar greinilega að fara í ræktina og vekur mig iðulega á morgnanna til þess að geta farið að lyfta lóðum og vera innan um ógeðslega líkamslykt annarra!
Sofa út á laugardegi eins og þessum í dag þýðir að vakna kl. 07:40... GAMAN! Kosturinn við það að umgangast fullorðið fólk sem neitar að þvo leikfimifötin er enginn þannig þetta er ótrúlega sérstakt. Þá myndi ég heldur velja að konurnar kæmu í ræktina eins og þær uppá Skaga þegar ég var að lyfta þar... í rándýrum tískufötum í staðinn fyrir leikfimiföt og andlitið málað svo rækilega á þær að það myndi þola kjarnorkusprengju í 5 metra fjarlægð!

Eftir næstu viku ætla ég að svissa aftur í gamla prógrammið mitt sem er 3x12 lyftur og taka það í einhvern tíma... en það er spurning um að reyna að skríða aftur upp í rúm og kreista aftur augun í eins og 20 mínútur í viðbót... þó ég telji ekki miklar líkur á því að ég sofni aftur, eins glaðvakandi og ég er núna...

Lag dagsins er Scar on the sky með Chris Cornell sem er á nýju plötunni hans: Carry on, sem kemur út 5. júní. Alveg ágætis plata þarna á ferð þó svo að hann hefði mátt klippa naflastrenginn betur frá fyrri plötunni sinni Euphoria morning.

fimmtudagur, maí 24, 2007

Frábær árangur!!! 

Karen er búin að fá einkunn fyrir B.A. ritgerðina sína og hún fékk 8! Alveg hreint frábært og alveg hreint frábær ritgerð líka.
Þóra fékk líka 8 í einkunn fyrir B.A. ritgerð sína! Þannig að það verður tvöföld háskólaútskrift í fjölskyldunni í júní!
Svo er mamma að brillera í dönskunni úti... ekkert nema tíur og ellefur (einkunnir eru gefnar upp í 13, að 12 undanskildri, hann er voða spez með þetta bauninn). Þar að auki er hún hæst í bekknum.

Frábær árangur hjá þeim og ég ótrúlega stoltur.

Af mér er líka gott að frétta. Það er mikill áhugi fyrir því að halda mér í Hagaskóla og ég er mjög stoltur og ánægður með að hafa svona mikinn stuðning starfsfólksins þar. Ég hef náttúrulega verið að gera góða hluti þar, bæði af sjálfsdáðum og í samstarfi við annað starfsfólk þar þannig að þetta er hressandi stemning. Ég er reyndar með járn í eldinum sem skýrast vonandi fljótlega.

Karen er reyndar búin að vera súr og svekkt undanfarna daga að ég er eiginlega kominn með viðhald... hún heitir Honda CB og er 650 kúbik :þ Ég verð semsagt hjólandi í sumar þegar viðrar og það er ótrúlega gaman. En Karen kætist bráðum... eða í kring um 10. júní þegar ég kem heim frá Danmörku með hjálma fyrir okkur bæði. Ég er með lánshjálm núna og það verður hressandi þegar við getum farið saman út að 'leika' á kvöldin með nýju hjálmana okkar... á mótorhjólið/viðhaldið. Ég ákvað að bíða með kaupin þangað til í Dk vegna þess að hjálmurinn sem kostar 24.000 hérna kostar ekki nema 10.000 úti í Dk. Sami hjálmur! Svo er stefnt að því að reyna að redda sér skálmum í leiðinni en það er í vinnslu hjá mér að finna út hvað Chaps/Biker Chaps heita á dönsku svo ég eigi auðveldara með að googla eða kelkoo-a búðir sem eru með svona leðurskálmar eins og ég er að leita að. Ég hef rambað inn á allt of margar síður sem er meira svona kynlífshneigðar heldur en mótorhjólahneigðar... og ég er kannski ekki alveg að fara versla leður skálmar þaðan... þó svo að þeim fylgi g-strengur fyrir karlmenn.
Samt... þægilegt og hressandi í innanbæjarakstrinum. Ekki eins öruggt og leðurbuxur eða gore-tex hjólagallarnir en 10 sinnum þægilegra og fljótlegt að vippa sér úr þeim þannig að maður skelfi ekki blýantsnagara sem eru með bullandi fordóma í garð hjólafólks :þ

Honda CB 650:


Caberg Flip-up hjálmur:


Leður skálmar:


Vil í lokin minna á Dúndurfréttir sem eru að spila á Gauknum í kvöld... Lag dagsins er Highway Star með Deep Purple sem ég fer að sjá aftur á sunnudaginn.

laugardagur, maí 19, 2007

Flottur gaur!!! 

Hlynur er algjör fyrirsæta, eins og kemur skýrt fram á öllum myndunum úr fjölskyldumyndatökunni sem við fórum í um daginn. Beta snillingur tók fimmþúsundogeina mynd af okkur og c.a. 7000 af þeim voru af Hlyni... Hann fílaði sig í botn eins og sést á meðfylgjandi mynd. Er reyndar að stelast til að birta myndina eins og Karen, vegna þess að þær eru ekki fullunnar þó svo að ég held að ég fái góðfúslegt leyfi Betu til að birta eins og eina mynd:



















Ég held að þetta sé án efa sætasta rokkstjarna EVER!!!

mánudagur, maí 14, 2007

Smámunarsemi? 

Finnst það frekar sérstakt að lögreglan skuli ekki sjálf fara eftir umferðarlögunum sem þau eru sjálf að hanka aðra ökumenn á... Það kom hingað lögreglubíll og ökumaður lögreglubílsins var að tala í gemsann á meðan hann ók og lagði bílnum við Hagaskóla. Þetta er náttúrulega ekki í lagi sko... ætti ég að senda póst á lögregluembættið?

sunnudagur, maí 13, 2007

Fellum stjórnina!!! 

Til hamingju með daginn mamma mín :)

föstudagur, maí 11, 2007

Er Þorgerður Katrín... 

betri en allir aðrir?!? Mér fannst það hrikalega hallærislegt að horfa upp á það við Landsbankann í Austurstræti að Þorgerður Katrín, af öllum, skyldi fara inn fyrir plastborðann hjá aðstandendum 'brúðunnar' til þess að smella af mynd. Það fór enginn inn fyrir borðann nema einhverjir fjölmiðlamenn, smákrakkar og svo Þorgerður Katrín. Það er kannski ráð að læra á zoom-ið á myndavélinni svo að þetta gerist síður eða til þess hreinlega að ná betri myndum. Ég fékk það samt á tilfinninguna að Þorgerði þótti hún vera betri en aðrir og gæti því hæglega farið inn fyrir til þess að taka sína mynd. Þorgerður var c.a. 2 metrum nær heldur en 'aðrir' (fyrir innan borðann).
Þetta var umtalað nið'rí bæ...

Kjósið Þorgerði Katrínu af því að hún er betri en allir aðrir...

X-D fyrir yfirgang...

Það verður gaman að sjá hvort að ég fái svör frá xd@xd.is eða thkg@althingi.is en ég sendi þeim þetta bréf rétt í þessu...

fimmtudagur, maí 10, 2007

Getum við hætt þessari vitleysu?!? 

Sko...
Þeóría 1.:
Ríkisstjórnin núverandi vildi tryggja það að Eurovision myndi ekki skyggja á kosningakvöldið þannig að þeir mútuðu yfirkjörstjórn Eurovision hátíðarinnar þannig að Ísland kæmist ekki áfram. Það er líklegt að þeir hafi sent þeim mynd af Birni Bjarnasyni brosandi til þess að skelfa þá.

Þeóría 2.:
Innflytjendur frá austantjaldsríkjum á Íslandi eru ekki nægilega margir til þess að Íslandi sjáist marktækt á kortinu. Þetta eru kannski dulin skilaboð til komandi stjórnar að leyfa óhindraðan aðgang einstaklinga frá austantjaldslöndum.

En í guðanna bænum getum við hætt að gera okkur að fíflum?!? Við eyðum og hendum fleiri fleiri milljónum í þetta batterí af því að við höldum að við getum komið með eitthvað lag og eitthvað atriði sem skákar austantjaldsmafíunni... af hverju er ekki neinn nógu klár til þess að skoða undanfarin ár og sjá hvaða lönd eru í efstu sætunum? Það er svosem ekki að því að spyrja... við erum 300.000 og við erum með ræðismannaskrifstofur í næstum því hverju landi í heiminum... engin furða að við þurfum innflytjendur til þess að auka mannfjöldann hérna heima... af því að allir útbrunnu stjórnmálamennirnir og ríkisbubbarnir fá villu og 'low-maintainance' vinnu í útlöndum við að eyða skattpeningunum okkar í ekki neitt.

Af hverju er ekki val hvort að maður láti skattpeningana sína renna í þessa vitleysu?

Ég vil enn og aftur koma fram með hugmynd mína um Scandi-vision... Skandinavíulöndin haldi sameiginlega keppni þar sem framlag frá hverju landi eru tvö lög. Það býður upp á miklu skemmtilegri keppni þar sem að sönghæfileikar og hæfileikar til lagasmíða og textasmíða gætu skinið í gegn án þess að vera gegnsýrt af því að innflytjendur kjósi sitt heimaland. Þar að auki gæti þetta verið tækifæri fyrir enn fleiri laga- og textahöfunda að láta ljós sitt skína og eiga tækifæri til þess að koma sér á framfæri. Er hægt að setja málið í athugun a.m.k.?

Hún á ammæl'í dag! 

Til hamingju með afmælið elsku systir!!! Vona að þú hafir það sem allra best á afmælisdeginum og lifir vel og lengi út frá honum. Megi bíða ykkar yndislegur tími á Íslandi...

föstudagur, maí 04, 2007

Punch-line-sögur... 

eru algjör snilld... Sumar eru þannig að maður verður að hafa verið þarna til þess að ná að grípa bæði húmorinn og aðstöðuna sem einstaklingurinn er í en sumar eru bara hreinlega þannig að maður getur ekki komið þeim frá sér af því að þær eru svo fyndnar... maður springur bara alltaf úr hlátri. En í tilefni þess ætla ég að skella hér punch-line-um úr tveimur svona sögum og svo er það bara ykkar að vita ekkert um hvað þetta var né hvernig punch-line-ið passar inní þessa sögu.

Punch-line aprílmánaðar á Karen en það er svona: Já... þér er nær að vera me%&a!!!

Punch-line maímánaðar á Þóra en það er svona: Takk fyrir ekkert...

HAHAHAHA... ÓTRÚLEGA FYNDIÐ!!!

Lag dagsins er Joker and the thief með Wolfmother... eða eins og Keith (sá sem keyrði mig frá Stansted til Heathrow þegar ég fór til Sydney - Ástralíu) myndi orða það: Joker and the FieF (Djógör en ða FíF).

miðvikudagur, maí 02, 2007

FLOTTUR GAUR!!!!!!! 


Að öllum líkindum þriggja ára, tekið á Bakkaseli...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?