<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 29, 2005

Ef þetta er ekki bara með því fyndnara sem maður hefur séð... (Stalissu frá Dúddu)

þriðjudagur, apríl 26, 2005

You must learn Daniel-San... 

Gaurinn hefði átt að horfa á Karate-kid seríuna einu sinni í viðbót...

Karate-audition

Króatía?!? 

Ég held að þetta sé framlag Króatíu til Júróvisjon þetta árið...
Þess ber að geta að það er ekki líklegt að þessi sé að kljást við leiðyndi...

Kroatia_Eurovision

mánudagur, apríl 25, 2005

Þunglyndi? 

Af hverju heitir þunglyndi ekki bara leiðindi? eða bara leiðyndi?!?
Það væri nú hægt að lesa meira úr því... eins og t.d. að einhver sem þjáist af leiðyndi hefur í raun gaman af því að vera leið/ur eða jafnvel leiðinleg/ur. Þá væri hægt að segja að það væri yndi einhvers að vera leið/ur...

Ég tala nú ekki um að það er náttúrulega stanslaus leiðindi fyrir einhvern að vera með leiðyndi og botnlaus leiðindi fyrir alla aðra ef einhver er með leiðyndi.

Sumir eru náttúrulega bara þunglyndir og ráða ekkert við það... aðrir leita sér hjálpar og svo eru líka til manneskjur sem að halda að þær séu bara fyllilega 'eðlilegar'... og er ég alls ekki að kasta rýrð á þessar manneskjur en vissulega eru þetta leiði(y)ndi fyrir alla aðila...

Hvað um þig? þjáist þú af leiðyndi? eða ertu bara leiðinleg/ur?

sunnudagur, apríl 24, 2005

Bara eins og á fínasta kaffihúsi... 

Bauð upp á kaffi í gær í fyrsta skipti í langan tíma. Ég var nefnilega svo heppinn að fá kaffivél og bolla í afmælisgjöf. Það var náttúrulega algjört hallæri hérna þegar kaffiboðið var eftir afmælið hans Hlyns þannig að fjölskyldan hefur séð sér leik á borði með því að gera mér kleyft að veita gestum og gangandi kaffi þegar það kemur í heimsókn.
Að auki fékk ég Dooley's, rúmföt, lak og BÍL!!! Reyndar bara Majorette bíl (1:24 c.a.) en bíl samt sem áður.

Þannig að ef þið eigið leið hjá eða eruð í nágrenninu... ykkur er bara guðvelkomið að kíkja í kaffi ;)

Heldþaðnú

laugardagur, apríl 23, 2005

Á tuttugastaogáttundaári 

Það er ekki laust við að maður upplifi sig sem 'óldtæmer' en það fer ekki að verða áhyggjuefni fyrr en það er komið grátt í vanga... Ég hef svosem engar áhyggjur af því... miðað við hvað ég er 'gamall' núna þá er ég alveg búinn að sjá það að ég eldist vel, enda drekk ég líter af formalhýði á hverjum degi :þ
Maður ætti kannski að fara að neyta aðeins meir af vörum sem innihalda mikið af rotvarnarefnum?

Afmælisdagurinn var í alla staði frábær. Ég fór í klibbingu í kringlunni og borgaði 3000kall fyrir herraklibbingu sem tók hálftíma. Sú sem klippti mig ætti nú ekki að eiga í vandræðum með að fæða munna á sínu heimili... Fékk mér eggjanúðlurnar með kjúkling frá Nings sem ég tók með mér í vinnuna. Í vinnunni bauð ég krökkunum upp á Tjúba tjúbs sTleikjóa sem runnu út 17.4.2004 og þau hoppuðu og skoppuðu af kæti. Skemmtilegt. Að lokinni vinnu renndi ég heim þar sem ég sjænaði rúmið, íbúðina og mig á einum og hálfum tíma... með uppvaski og öllu! Hefði ég verið 26 ára, þá hefði ég aldrei náð þessu á þessum tíma!
Helga og Þóra komu svo til mín og við tókum leigubíl á Rauðará þar sem að ég fékk mér hvítlauksristaða humarhala í forrétt og 200 gramma nautalund í aðalrétt. Hvítvínið var obboðslega gott með forréttinum og rauðvínið ágætt með aðalréttinum. Þar sem það gleymdist að halda brunaæfingu í tilefni afmælis míns á Rauðará var mér boðið upp á 2 brísera í nesti, sem ég þáði með þökkum.
Ég hélt svo niður í bæ á Pravda þar sem stjórnarskiptin hjá Padeiu - félagi uppeldis- og menntunarfræðinema fóru fram. Svo hélt ég þaðan á vit ævintýrana... eitthvað fram eftir kvöldi.
Glæsilegur afmælisdagur í alla staði. Ég meina... maður verður nú bara einu sinni 27 ;)

Ég er búinn að skoða og skoða bíla og enn og aftur sannfærist ég um hversu góðan díl ég gerði þegar ég keypti DPD. Að hafa borgað 200 kall fyrir hann á sínum tíma var nú bara alveg gefins... en hann verður kannski gefins greyið þegar ég fæ pejeníngana frá tryggingunum... þá rennir maður kannski til Rögnu á Selfoss og fær sér einn hnakkabíl. Aldrei að vita...

Lag dagsins þegar DPD gengur út verður 'Keyra bílinn minn' með 'Bjöllunum' eða 'Drive my car' með The Beatles.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

JEEEEEEEE!!!!!!! 

Haldiði að kallinn sé ekki bara orðinn 17 aftur!!! eða 27... það er annað hvort og ég man ekki hvort það er :þ

Hey... ef þið viljið setja stórt spurningamerki á eitt andlit... þá er síminn hjá Nonna frænda 8640474. Við frændurnir erum nefnilega fæddir sama dag... í dag... 20. apríl og eigum því afmæli í dag... báðir... You got the picture :þ Þannig að ég hvet ykkur til þess að senda ammæliskveðju í símann hans... HAHAHA... það verður svo fyndið!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Seinustu dagar... 

Jæja... ég fór og lét meta bílinn í dag... ónýtt bretti og ónýt hurð... þannig að ég ætti að fá þessa peninga innan tíðar. Ef ég myndi fara þá leið að láta gera viðidda þá myndi þetta kosta mig um 130þúsund með því að sprauta bretti og hurð. Lágmark!
Virkar nú ekkert stórvægilegt... En samt sem áður... merkilegt... að það skuli vera keyrt á bílinn minn 2svar á 2m vikum... ég lít bara á það sem 'sæn' (sign) þannig að ég ætla bara að losa mig við kvikindið :( Það reyndar fór í honum vatnskassinn í ofanálag en það er kannski 5þúsund kall á partasölu... og annar eins að koma honum í... fínt maður...

Ég á nú eftir að sjá eftir honum... og ég er þegar farinn að gera það... ég sé það núna þegar ég er að leita eftir bíl á netinu að ég var einstaklega heppinn þegar ég keypti þennan... miðað við verð og allt... snilldarkaup. Búhú... mig langar að DPD sé alveg heill.

En í aðra sálma... þá gerist svona þegar Hlynur Björn fær að leika sér með myndavélina mína:


...
Og þetta er náttúrulega ein besta sjálfsmynd sem ég hef á ævi minni séð!!!


HAHAHAHA Þvílíkur snillingur!!!

Annars var föstudagurinn eitthvað á þessa leið...

Fleiri myndir í þessum link hérna...

Jább... held það nú :)

mánudagur, apríl 18, 2005

... 

ROFL!!!

Ég var næstum því búinn að kaupa 300... því ekki veitir af!
Það hefði SAMT ekki verið hægt að skella einum svona á DPD þar sem hann stóð kyrrstæður, ALsaklaus, þar sem það var keyrt í hliðina á honum... set inn myndir þri., mið., allt eftir því hvenær ég kemst í bæinn...

Skoðiði linkinn hérna fyrir ofan og endilega versla við þá... þeir senda til Íslands!!!

Það er draumur minn að geta sett upp sambærilega síðu hérlendis... það yrði líklegast eitthvað á þessa leið:

www.folksemgeturekkilagt.is
www.folksemkannekkiadleggja.is
Hvort finnst ykkur flottara?!?

laugardagur, apríl 16, 2005

Just my day... 

Ótrúlega gaman í gær... þó svo að maður sé með marbletti út um allt eftir Paint-ballið, hafi lent í því að þrífa upp ælu (þar sem var m.a. alveg heil franska í), ekki mátt taka myndir af KK, klest á bílinn minn kyrrstæðan og allt þetta fyrir utan þreytu og hausverk.
Já, það gengur ýmislegt á... en þessi árekstur skýrir að nokkru leyti út drauminn sem mig dreymdi um daginn þar sem gítarinn minn var rispaður. Það var nú reyndar ekki Halli Melló sem klesti á bílinn minn, né nokkur tengdur honum... þá allaveganna meikar hann sens fyrir mig.
Jahérna...
Finnst þetta ekki vera rokk >:o[

föstudagur, apríl 15, 2005

Kynning og menningarferð! 

Var að koma úr FVA þar sem að ég var með smá kynningu á náminu okkar í uppeldis- og menntunarfræði fyrir hóp úr uppeldisfræði 403. Ótrúlega gaman að geta sagt svona frá náminu og bæklingarnir kláruðust... sem ég reyndar bjóst ekki við... en vonanadi sér maður fleiri andlit frá Skaganum í uppeldisfræðinni í framtíðinni. Ég er nú nokkuð viss um að það komi samt einhverjir vegna þess að Ólöf Sam er kennarinn. Við öll sem erum ofan af Skaga í uppeldisfræðinni höfum verið nemendur hennar, þannig að það er alltaf einhver hluti.

Núna er ég að fara að skella sundfötum í tösku, taka nokkra öllara, batterí og myndavélina með mér í árlegu menningarferð D-vaktarinnar í Norðuráli. Paintball, Börger-Kíng, Fyrirtækjaheimsóknir, Heiðrún, Bjór og Pizza... allt með stórum staf í dag af því að þetta verður heví skeddjúl hjá okkur í dag... endar svo með einhverju Blues-balli í kvöld... sem er bara gott.

Fór einn niður í æfingarhúsnæði í gær til þess að spila á gítarinn og stilla magnarann minn almennilega. Fór reyndar fyrir hádegi í gær í Tónabúðina og langaði ótrúlega til þess að kaupa mér SPÁNÝJAN magnara sem var að koma inn um dyrnar hjá þeim... en ég ætla að geyma það í nokkur ár (held ég + vona). Ég spilaði þangað til að heyrnin var farin að skerðast og hélt svo heim, glaður í bragði og ákvað að reyna að kíkja aftur á laugardaginn... einn... að blasta!

Lifi rokkið...

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Bóas Orri og frægðin... 

Flottur gaur...


Hey! Engar myndir!


Why you little...!

laugardagur, apríl 09, 2005

Gerðu það pabbi!!! 

'Má éj horva á CSÆ?' Ég fékk þessi skilaboð skrifað inná lítinn Smartiespakka á leiðinni út í ísbúð áðan. Hlynur vann sér nefnilega inn 'verðlaun' í sundi í dag. Við fórum kútalausir sem er nú ekki frásögu færandi nema að í sturtu var maður með þrjá syni sína. Ef hann byggi í BNA þá myndi hann alveg löglega flokkast sem 'redneck' en það er allt önnur saga... en hann er að mana syni sína í að fara í ískalda sturtu og telja uppá 5... þá fái þeir verðlaun. Ég spurði Hlyn hvort að hann vildi taka þátt í þessu og vinna sér inn verðlaun. Hann var nú ekki alveg viss... en þegar hann var orðinn fullviss um að ég myndi veita verðlaunin ákvað hann að slá til. Feðgarnir voru þá búnir að skrúfa fyrir kalda vatnið en þegar hann sá Hlyn koma skrúfaði hann frá kalda vatninu. Hlynur skellti annarri hendinni undir vatnið og fann hversu kalt það var. Hann hikaði ekki... heldur hálf-bakkaði inn í sturtuna og ætlaði að byrja að telja. Sturtan var svo köld að það heyrðist bara einn... og svo saup hann bara kveljur þangað til að hann var búinn að vera rúmlega 5 sekúndur í ískaldri sturtunni!!! Almost brought tears to my eyes, I was so touched!
Þvílíkur töffari!!! Við ákváðum svo á leiðinni út í bíl að hæfileg verðlaun fyrir svona kaldan gaur væri ís eftir kvöldmat.

Kaldur gaur... ís fyrir kaldan gaur... ég ætla ekki að 'púlla þetta stönt'... það nægir mér að fara í kalda sturtu eftir körfuna... þá er maður líka 'over-heat'.

Brrr... (hrollur)

föstudagur, apríl 08, 2005

Bara í rólegheitunum... 

Hehe... sagði Hlyn frá því í gær þegar ég sótti hann að það hefði verið bakkað á bílinn minn. Hann spurði hvort að hann hefði eitthvað skemmst og ég sagði við hann að það hefði bara eitthvað aðeins beyglast og eitthvað svona. Þá sagði hann: Það er alltílæi. Gott ef að drengurinn hefur ekki erft ljúflíngsskabið frá'onum pabbasínum... það er alltílæi!

Við erum búnir að vera á þönum í allan dag... ég kláraði verkefni á klukkutíma sem ég var búinn að gefa mér 2 tíma í þannig að við fórum sáttir í körfuna í dag. Stutt sturta á eftir og svo beint í Laugardalslaugina. Ég sleppti honum ekki nema svona hálfan meter frá mér í sundi vegna þess að hann vildi prófa að sleppa handakútunum... og þetta getur drengurinn! Hann kafaði, synti og renndi sér eins og brjálæðingur. Gaman... ég fór ekki nema 2 ferðir og tók því bara rólega á meðan Hlynur renndi sér hverja ferðina á fætur annarri og synti kafsund að stiganum uppúr til þess að fara í næstu ferð. Um að gera að njóta þess þegar það eru fáir í sundi.

Þetta var nú ágætisupphitun fyrir Aqua-parkið í baunaveldi sem við ætlum að þefa uppi, þó svo að hann fái ekki að vera kútalaus þar. Ekki fræðilegur, eins og hann er glannalegur... en það styttist... þannig að við förum örugglega í sund alla helgina, og á mánudeginum líka.

Svabbi hringdi í mig í gær til þess að spyrja mig hvort að ég ætlaði ekki að fara í 'menningarferð' D-vaktarinnar. Hún er alltaf farin seinnipartinn í apríl eða fyrrihlutann í maí. Dagskráin að þessu sinni er alveg action-packed-gorgeous!!! Paintball, Burger king og fleira spennó... alveg klikkað spennó... svo endum við uppá Skaga á blúsballi. Hlakka gegt til... þannig að ég er að spá í að halda upp á ammælið um þar-þarnæstu helgi eða 29.-30. apríl. Já, ég hugsa að ég geri það bara... þá eru 2 vikur í próf og ágætis tími til þess að líta yfir námsefnið.

En allaveganna... ég bið að heilsa í bili...

HAHAHA 

Gunnar var svo leiðinlegur að fólk hélt stundum partí bara til að bjóða honum ekki!

Þessi er nú góður :þ
En hvernig er það... á ég ekki að halda uppá afmælið mitt (20. apríl) og bjóða ykkur, lesendum góðir, í smá gleðskap til að fagna hænuskrefi í átt að ellinni?!?

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Alveg... 

Ég mæli hiklaust með myndinni Danny the dog eða Unleashed eins og hún heitir í ammrígunni.
Hún fær 7 á IMDB en hún er ekki komin með endanlega dóma á Rotten tomatoes og ég fer sjaldan eftir gagnrýninni á www.kvikmyndir.is þó svo að hún fái 7.5 í einkunn þar.
Snilldarmynd á ferð og killer slagsmálaatriði...

Ekki missafissu!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Skoppandi snarruglaður! 

Bara smá...

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Árekstur og rangt mál 

Jahérnahér... ótrúlega merkilegt... ég og Hlynur urðum eftir, eftir hljónstaræíngu í gærkvöld og vorum að leika okkur að spila og syngja meira. Geðveikt gaman... svo var maður orðinn töluvert þreyttur og ég hélt heim á leið. Sem er ekki frásögu færandi nema að ég keyrði á 80-90 alla leiðina í bæinn... bara í rólegheitunum... fannst ótrúlega flott að sjá snjókomuna þrusast framan á bílinn eins og eldglæringar frá rafsuðu... eða eins og maður sér stundum í geimmyndum/-þáttum þegar geimskipið fer á 'hyper-drive' eða á 'ofur-hraða'. Svo kom ég inn í stórborgina og ákvað að taka smá dítúr á B.S.Í. og fá mér eitthvað smá snarl fyrir svefninn.
Þarna eru þrír bílar fyrir... einn við fyrstu lúguna, einn við seinni og svo einn sem beið... allir í röð... ég fer aftast... eins og venja er þegar maður kemur í röð. Þau voru fimm í bílnum fyrir framan mig og strákurinn sem sat í miðjunni afturí leit við og sá mig leggja fyrir aftan þau. Svo allt í einu sé ég hvítu bakkljósin á bílnum og hann bakkaði beint á mig! Ohh... týpískt... búinn að keyra eins og blóm í eggi alla leiðin og svo þegar ég er kyrrstæður er bakkað á mig! Man...
Ég náttúrulega fórna höndum þegar bílstjórinn keyrir aðeins áfram og skottið á bílnum hjá honum opnast. Út kemur einhver strákur og tveir vinir hans með honum. Við skoðum allir bílinn hjá mér og sjáum að hann hefur bakkað á stuðarann hjá mér (sem er plast) og hann er búinn að beygjast inn þannig að númeraplatan hallar 45°... eða þannig að númerið sést ekki að framan --> / eins og skástrikið. Annar vinur hans reynir að gera eitthvað lítið úr þessu og spyr hvaða mál ég sé að gera úr þessu... vinur hans (ökumaðurinn) rekur hann í burtu og lætur mig hafa bæði símanúmerið sitt og í vinnunni hjá sér.
Ég ákvað nú samt að gera hálfpartinn tjónaskýrslu bara til þess að hafa þetta svona nokkuð á hreinu en hann virtist nú alveg vera heiðarlegur og skalf alveg á beinunum af því að hann hélt að ég væri alveg tjúllaður af því að ég fórnaði höndum :)
Ég sagði honum að þetta væri nú lítið mál... ég myndi bara kíkja á þetta og svo plottum við eitthvað úr útkomunni. Hann sagðist vera úr Grindarvík þannig að ég sagði við hann að ég þekkti Gulla Eyjólfs og Bjarna Kristinn og hann þekkti þá alveg báða... þetta verður vonandi ekkert mál. Samt... svuntan hefur öll færst aðeins innar og ég verð að tjékka betur á þessu í fyrramálið til þess að skoða skaðann... vona að það sé ekki mikið... hans og mín vegna... bara af því að ég þoli ekki svona vesen.

En að allt öðru... þá fór ég með rangt mál þegar ég sagði að mamma og félagar í Og-útlagarnir væru tvöfaldir Íslandsmeistarar í Línudönsum af því að þær eru tvöfaldir bikarmeistarar... Semsagt Íslandsmeistarar og tvöfaldir bikarmeistarar. Þau tóku báða titlana í ár þannig að það verður lagt fyrir bæjarstjórn Akraness hvort að Og-útlagarnir fái ekki skrúðgöngu og styrki eins og fótboltinn á Akranesi... það væri nú ekki amalegt að henda nokkrum millum í línudansarana eins og mylja undir rassgatið á aðal mafíunni á vestur-strönd Íslands... ÍA.

mánudagur, apríl 04, 2005

Þrusuhelgi 

Það var smá skrall á manni þessa helgina... ekkert óeðlilegt samt ;)
Ég og Svabbi skelltum okkur á pool-mót á fimmtudaginum þar sem okkur gekk báðum frekar vel... við komumst í 8 manna úrslit en duttum þar út... hefðum báðir átt að fara lengra... ég bakkaði á svörtu í öðrum leiknum mínum sem varð til þess að ég datt út... en... you win some, you lose some... spilaði samt over-all mjög vel þetta kvöld.

Ég hef þegar gert grein fyrir föstudeginum og á laugardeginum gerði ég fátt annað en að slappa af og spila á gítar... svo um kvöldið skellti ég mér á Gaukinn aðallega til þess að sjá og heyra í Dúndurfréttum og þeir voru fo*?íng brillíant eins og alltaf... gaman að Nonni frændi kíkti með mér og hann var að sjá þá í fyrsta skipti... það er alltaf gaman að fara með svona 'first-timers' því þetta er svo klikkuð upplifun í fyrsta skiptið. Ég er búinn að fara með nokkrum 'first-timers' í gegnum tíðina og það er alltaf jafn gaman fyrir mig. Á eftir þeim spilaði einhver gaur sem hefur verið að spila með Mugison... alltílæ... en á eftir Dúndurfréttum var EKKI málið... Á eftir honum kom svo hljómsveit sem heitir The Telepathetics og mér fannst þeir bara nokkuð góðir. Spiluðu svona melódískt rokk sem minnti mig ótrúlega mikið á Muse. Skemmtilegar pælingar hjá þeim og vel útsett lög og góðir söngvararnir báðir (annar gítarleikarinn og bassaleikarinn). Ég reyni örugglega að redda mér disknum þeirra þegar hann kemur út. Á eftir þeim kom svo Óli Palli (Rokkland) og þeytti skífum... þá fórum við frændurnir fljótlega. Við hittum Þóru sys og röltum uppeftir laugaveginum og gerðum okkur klár að hitta DANNA BJÉ!!! Hann kom svo ekki þannig að eftir nokkra öllara gerðist fátt... nema hvað að við skemmtum okkur konunglega í biðröðinni hjá Hlölla, as always og svo hélt gamanið áfram eftir að við fórum í leigararöð sem við gáfumst upp á að bíða í... Röltum heim og þegar ég kom heim voru buxnaskálmarnar blautar upp að hnjám eftir að ég og Þóra hlupum niður Laugarveginn og renndum okkur í snjónum... (svona surf-fílíngur... hlaupa og renna sér á skónum sko...).

laugardagur, apríl 02, 2005

Ást, friður og Rock 'n Roll! 

hippies
You are a Hippie. Wow.


What kind of Sixties Person are you?
brought to you by Quizilla


Þar hafiði það... hefði samt vilja sjá mynd af Jimi Page með 'útlitslega' samskonar gítar og ég á... en hey... maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu.

Gleðileg jól, fræga fólkið og sigur! 

Gleðileg jól góðir landsmenn... það er ákveðin jólastemning að horfa út um gluggan hjá svölunum og sjá allt skjannahvítt, þvílíki jóla-hlussu-púðursnjórinn fellur draumkennt niður af himnum og jólaseríur í gluggunum...
Ég er nýbúinn að taka allt til hjá mér og þrífa... þannig að ég er ekki frá því að það sé bara Þorláksmessa í dag!

Ég fór til Dabba og Dísu í gær í smá gleðskap þar sem að Dabbi er hættur hjá AnZa og farinn að vinna hjá Actavis. Hann er að sjá um tölvumálin hjá 5-600 manna vinnustað... ekki amalegt það. Það var fámennt en góðmennt nema hvað það var ein kona þarna í dragtinni sinni, með blásið hár og svitalykt. Skemmtilegt...
Ég skellti mér svo niður í bæ og hitti hann Gulla Eyjólfs sem er með mér í náminu og við samloku-ráfuðum um miðbæ Reykjavíkur með bros á vör. Við ræddum um heima og geima þangað til að við fórum að djamma með fræga fólkinu.
Valtýr Björn íþróttafréttamaður spjalla við Gulla heillengi á meðan ég var að spjalla við Gumma Jóns úr Sálinni. Til þess að gera langa sögu stutta bauð Gummi mér upp á öl og ég stal kejellíngunni hans :þ Það er nú ekki á hverjum degi sem maður tæklar fræga fólkið svona rosalega!

Ég ætlaði að kíkja á mömmu Rokk og Og-útlagana í dag þar sem þær voru að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í línudönsum. Það voru 9 lið og haldiði að þær hafi ekki bara varið titillinn frá því í fyrra!!! GG Þær eru semsagt tvöfaldir Íslandsmeistarar og bikarmeistarar... ekki amalegt það!!!

Lag dagsins er án efa 'We are the champions' eða 'Við erum sveppirnir' með Drollunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?