<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 23, 2006

Krúsí... 

Hlynur var hérna hjá okkur skötuhjúunum um helgina. Hann fagnaði með okkur 6 mánaða ammælinu á Hereford steikhúsi þar sem að hann vann sér inn ís að loknum kvöldverði fyrir frábæra frammistöðu. Ég var ótrúlega ánægður með það að hann fyllti sjálfur út miðann sem maður á að fylla út fyrir þjónana; maður setur númer þess réttar sem maður vill á blaðið, hvernig maður vill fá kjötið steikt, hvaða sósu maður vill með og hvernig meðlæti. Hlynur skrifaði nafnið sitt sjálfur, númerið á réttinum (lambafillet), valdi sér piparsósu (vildi fá brúna sósu) og franskar með. Hann bað um að fá filletið medium rear og þannig kom það til hans. Alveg fullkomið og hann át rúmlega 100g af lambafillet, helminginn af frönskunum og eitthvað af grænmetinu. Þannig að það var auðsjáanlegt hvers vegna hann fékk ísinn fríann í eftirrétt.
Á sunnudaginn þegar við vorum á leiðinni í Borgarnes þá stoppuðum við hjá ömmu Lillu þar sem Hlynur bað hana um að prjóna fyrir sig sokka. Hann bað ömmu helst að hafa þá rauða. Ég átti ekki til orð, en það er greinilegt að hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að klæðast hinum hefðbundnum litum kynjanna þar sem að hann á fyrir bleikan bol sem hann klæðist ítrekað, enda fara þessir litir honum mjög vel.

Af öðrum málum þá rakst ég á Jónínu Möggu í skólanum í dag. Ég hitti Viggó úr 'leikritshópnum' í fjölbraut um daginn og hann sagði mér að hann hefði rekist á hana á vappi í Háskólabíói. Ég hitti hana svo í dag í Odda eftir að ég kom frá Guðnýju með ritgerðina mína. Það er gaman að sjá svona mörg andlit sem maður þekkir og ennþá skemmtilegra að sjá þau í framhaldsnámi að sækjast eftir æðri menntun.

Á meðan ég stóð úti í smók sá ég konu koma aðsvífandi á 'blússandi ferð' sem gæti nokkurn veginn litið þannig út að ef hún væri í blússu, þá stæði hún bein aftur frá henni þar sem ferðin var það mikil. Þetta er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hún var greinilega í glænýjum skóm og þar sem hún stikklaði á stóru á hraðferð sinni sáust miðarnir á sólanum mjög vel. Annar miðinn var hvítur og það var greinilega 'innihaldslýsing' á skónum og efni þeirra og hinn var skær-appelsínugulur verðmiði. Ég vona bara að þessir skór hafa ekki verið 'heitir' í þeim skilningi að hún hafi nappað þeim, en hraðferðin og miðarnir voru nóg til þess að fá mig til að brosa út í annað og hverfa úr 'essay' gírnum, og þá er ég ekki að meina 'essay' á mexíkanskan máta.

Ég skila inn ritgerðinni á morgun og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því... fingers crossed á kantinum...
Lag dagsins er Barn móður náttúru eða Mother natures child með Bjöllunum.

laugardagur, janúar 21, 2006

Its mí böfdei end æll kræ iff æ vontú! 

Eygló Stef til hammíggju með ammælið :) Góða skemmtun í kvöld!!!

En ég á líka ammæli í dag!!!
Óli og Karen, betur þekkt sem Hr. og Fr. Ulrich, fagna 6 mánaða sambands-afmæli sínu í dag. Þetta er að þeirra sögn brons-afmæli. Þau verða að heiman. Þau sem vilja minnast þeirra er bent á að senda þeim bara sms. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.

Hvenær fær maður gullið? Ég bara spyr?!? En ég er ótrúlega ánægður með þennan árangur og vil þakka kærusdunni minni stuðninginn og þolinmæðina síðastliðinn mánuðinn. Ekki nóg með að ég sé flottur gaur, þá er ég líka heppinn gaur.

En í aðrar skemmtilegar fréttir... Einn af mínum bestu vinum hringdi í mig í gær og tilkynnti þvílíkar gleðifregnir að ég byrjaði næstum að drekka kók aftur til að róa taugarnar! Ég spurði ekkert hvort ég mætti dreifa þessu... en það er nokkuð víst að það verður update á þessu atriði seinna... hversu seinna veit ég ekki... en það kemur, allaveganna fyrir júnílok, í allra, allra síðasta lagi.

Skrifi skrifi skrifi, skrifi, skrifi, hvað er bak við skrifi, skrifi, skrif?

föstudagur, janúar 20, 2006

The Princess Diaries 3: What a girl needs! 

Kæra dagbók,
ég fór í fyrsta skiptið í gær með 'lappa' í skólann. Mér leið eins og sannri prinsessu! Ég hélt að 'lappar' væru bara fyrir aðallinn en ég sá það greinilega í gær að það er bull... 'lappar' eru bara fyrir konungsborið fólk. Setti mig á háan hest, þó svo að mér hafi liðið eins og ég væri í hraðritunarkeppni, af því að það er þar sem okkur eðalbornu líður best (í lífinu). Ég hugsa að hálsrígurinn og vöðvabólgan sem ég fékk í gær eftir tímann hafi verið út af því að ég var með 'lappann' í hrikalegri vinnuaðstöðu en ef það er 'the price to pay' þá borga ég það með glöðu geði.
Elsku dagbók, ég bið að heilsa þér í bili og vona að þú verðir ekki einmanna þó að ég skrifi ekki í þig á hverjum degi.
Þín prinsessa,
Óli

Já, það er nú ekki á allra manna færi að vera með lappa í skólanum eins og sést á þessari færslu prinsessunnar... en Karen fékk gefins lappa frá vinkonu sinni í kringum jólin og mér fannst tilvalið að prófa að fara með hann í tíma. Ég kalla hana 'Steingervinginn' af því að hún er svo gömul :þ
Þetta á líklegast eftir að venjast en manni líður hálf skringilega meðidda.
Annars er fullt að gerast núna framundan. Við Villi í Nó-Pí erum að fara að spila á fullu núna í jan og feb; Þorrablóti Samfylkingarinnar og svo á Mörkinni 3. febrúar. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hvernig það á eftir að koma út því að það er í fyrsta skipti sem við spilum þar á föstudegi. En okkur hlakkar gegt til og eigum bókað eftir að slá í gegn. Spurning um að mæta og tjútta af sér rassgatið?!?
Ég fer svo að sækja Hlyn í dag og það verður gaman að fá hann loksins... þetta reynir svolítið meira á að hafa hann svona lítið út af skólanum, bæði hans og mínum. En þannig eridda bara. Ég nefndi það við hann um daginn að við Karen værum kannski að fara að flytja og hann greip það strax á lofti með brosi allan hringinn: „Út í Borgarnes?“ -Nei, ekki alveg... Ó...
Krúsí, eins og einhver myndi orða það... En allaveganna þá verður unnið í ritgerðinni ásamt því að éta á sig gat um helgina. Ég er alveg hættur að drekka kók og ég held að líkaminn sé að reyna að henda sálinni minni úr kroppnum! Það fyrsta sem maður heyrir á morgnanna er alveg gífurlegt garnagaul sem hljómar nokkurn veginn svona: Grlgrlgrlgrlóóóóóóg, grlgrlgrlóóóóg... ekki skemmtilegt, ha?
Jæja fólk, aftur að teikniborðinu... heyri í ykkur seinna.
Lag dagsins er Black is black með Los Bravos! Hananú!

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Cinnamon toast... 

Jæja... ég er búinn að fá ritgerðina til baka fyrir lokavinnslu. Þannig að áætluð skil eru eftir helgi hjá mér. Þetta gengur semsagt mjög fínt.

Ég er byrjaður í MA-námi í uppeldis- og menntunarfræðslu: Fræslustarf og stjórnun. It's gonna be a blast! Ég er skráður í 15 einingar á þessari önn og verð að öllum líkindum búinn að mastera uppeldisfræðina sumarið 2007. Þá mun ég að sjálfsögðu halda veglega veislu og slétta úr klaufunum... af því að þær eru orðnar svo krumpaðar. Við erum ekki nema 7 í framhaldsnámi í uppeldisfræðinni skólaárið 2005-2006 sem er alveg ótrúlega fátt af öllum 30 sem ættu að vera búin. Einhverjir eru ekki búnir og aðrir eru farnir annað. Þannig að nú þarf maður að fara að kynnast nýjum andlitum sem eru rúmlega 90% eldri konur. En ég er voðalega heppinn að vera allaveganna í einum kúrs sem er kenndur bæði á BA og MA stigi þannig að ég verð líklegast samferða einhverjum andlitum sem ég þekki eitthvað inní masterinn.

Þannig að nú þarf ég bara að læra eins og kreisí... svo er æfing á morgun fyrir Þorrablót D-vaktar en þar mun hljónstin '???' spila alveg geðveikt prógramm uppá Miðgarði sem er rétt fyrir utan bæjarmörk Akraness.

Einhverjar hugmyndir að hljómsveitarnafni? Væri skemmtilegt ef það gæti tengst álverinu eitthvað en ekki nauðsyn... og Mid-life-crisis bandið er ekki valmöguleiki (skilst mér) :þ

Lag dagsins er Piece of my heart með Janis Joplin and Big brother and the holding company.

föstudagur, janúar 13, 2006

Cold Turkey... já, og Dúndurfréttir! 

Ekkert kók í 3 daga! Ég er að vitaskuld að tala um Coca Cola en ekki kókaín. Ég bjóst nú við því að ég myndi fá 'worst case scenario' af Cold Turkey... lægi heima í svitakóf uppí rúmi og mumlaði Yoko Uno og þyldi þess á milli upp óskiljanlegar setningar úr lagi John Lennon - Cold Turkey... en svo er ekki... ég er að vísu sveittur en það er af ritgerðasmíðum... til þess að klára þessa myndlíkingu þá er ég kominn með sigg á puttana af slætti... En allaveganna... þetta er allt að koma og ég skila ritgerðinni svo í dag, hérumbil fullunninni en lokaskil eru á þriðjudaginn næstkomandi 17. jan.

Eins og stendur á Dúndurfréttablogginu: Já, það er rétt, Dúndurfréttir leggja land undir fót og verða með tónleika þann 20. janúar í Bíóhöllinni Akranesi. Að öllum líkindum er hægt að vera sér út um miða í Bíóhöllinni sjálfri í forsölu þó svo að þær fregnir hafa ekki verið staðfestar.
Nánar auglýst þegar nær dregur.

Hvet alla til þess að skella sér á þá. Bíóhöllin er einstaklega frábær undir tónleikahald og það er mjög líklegt að það verði dúndurkraftur í þeim og þrusufjör. Ekki missa af þessu.

Eru margir heima í dag út af hræðslu við föstudaginn 13.? Eða varstu bara ekki búin/nn að fatta það fyrr en ég minntist á það?

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Komah svohhh!!! 



Smelltu á myndina að ofan til að taka þátt... ekki láta þitt eftir liggja...

Tilvitnun dagsins... 

Remember, you are the master and captain of your own emotional ship. Any passengers and stow-aways are there only because you choose to let them on board. Hananú...

HAHAHAHA!!! 

You will be famous for taking over a small country





You always see opportunities to get what you want no matter what the cost. You are cut-throat and a capitalist at heart. Let’s hope the country is a tropical paradise and not Iceland.


Take this quiz at QuizGalaxy.com

Þar hafið þið það... 


QuizGalaxy.com!



Take this quiz at QuizGalaxy.com

þriðjudagur, janúar 10, 2006

NFS - Need For Speed? 

Nýtt lúkk á henni Ingu Lind Karlsdóttur er farið að líkjast Kyle MacLachlan sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í Twin Peaks og myndum Davids Lynch.


Þannig að þetta er orðin ágætis tilbreyting að horfa á NFS (sem er bæ ðe vei sama skammstöfun og í bílaleiknum Need For Speed.

Það er kannski hugmyndin á bak við Nýju FréttaStofuna... meiri hraði og meira súrrealískt í anda David Lynch?

...og skipið skreið að landi... 

Þetta var víst fræg setning fyrir ofnotkun hennar í einu AD&D partýi hérna í denn... missti reyndar alveg af því... en þetta er þekktur frasi þegar hlutirnir ættu að ganga hraðar fyrir sig... Reyndar er þessi fyrirsögn ekki í réttu samhengi hér en það er bara hentugleikafyrirkomulag að þessu sinni.

Allaveganna... þá er komin rúm vika síðan ég bloggaði seinast og það gerist nú sjaldan. Ástæðan er reyndar góð, ég er að leggja lokahönd á ritgerðina mína. Ég hugsa að ég sé búinn með svona 70% af henni og ætla að skila henni inn á föstudaginn 13. janúar en lokaskil eru 17. jan þannig að ég hef helgina í endur- og úrbætur ef þarf. Svo er ég kominn í jólafrí!!! JESS!!! sem verður kannski í 5 mínútur af því að skólinn byrjar aftur 17. jan. Hehe... það er allt í lagi svosem... það kemur jólafrí eftir þetta.

Ef allt stenst þá byrja ég semsagt í mastersnámi 17. janúar og áætluð námslok verða sumarið 2007. Þá verð ég búinn að mastera uppeldisfræðina, kominn með svarta beltið í uppeldi og 'ready to kick some children-butt'!!! HAY-YA!!! WHA-DA!!!
Þið fattið hvað ég meina...
Vegna þrýstings hefur ungfrú Ulrich ákveðið að massa diplómanám og bíður samþykkis, þannig að það verður 'all_study' format í gangi á Eggertsgötunni.

Ég er bara að skrifa á fullu og tek mér pásu af og til, til þess að grípa í gítar. Keypti mér í jólagjöf um daginn Line6 Tonecore Roto-Machine pedal sem er algjör fkn snilld! Nú breytist gítarinn minn í gítar með Leslie/Hammond-sándi við mikinn fögnuð nærstaddra. Þetta er alveg klikkað sniðugt og býður uppá rosalega fjölbreytni. Notaði meira að segja tækifærið og plöggaði þessu í Orange lampann hérna hjá mér þó svo að það hefði getað kostað brottvísun úr íbúðinni. Ekki að það hafi verið hávaði... heldur að það heyrðist. Nágranninn frá Helvíti var reyndar ekki heima, líklegast verið á hinu heimilinu sínu... því ég sá bílinn hennar stuttu eftir að ég hætti að spila og þá rauk úr honum öllum... eins og hann hafi verið alelda...

Eníhú... alltaf gaman á Eggertsgötunni. Hlynur kom aftur um helgina og naut samvistar Nínu á laugardaginn áður en hún fór með Helgu sys aftur til Germ-að-nýju. Þau skelltu sér í pottinn hjá mömmu Rokk en breyttust þó ekki í jólasveininn Pottrétt sem er víst einn af þessum nýju jólasveinum.

Svona lítur hringekkjan (eins og Karen kallar hana) út en hún hljómar 10 sinnum betur en hún lítur út, og ekki lítur hún illa út :)

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilega rest... 

Við feðgarnir eyddum gamlársdag í Reykjavíkinni að þessu sinni. Okkur var boðið í mat til Betu tengdó þar sem við fengum grafið lamb (sem ég gróf), grafinn lax og reyktan lax í forrétt. Í aðalrétt var svo Flinstóns kjúkklíngur eða kalkúnn sem var einstaklega góður og ostar í eftirrétt. Það átti að vera ís en það voru allir svo saddir að hann gleymdist eiginlega bara. Við púlluðum svo Beirút á þetta alveg frá lokum skaupsins sem mér fannst ágætt að þessu sinni. Ágætt er betra en gott og allt það... en mér fannst hann Björgvin Franz alveg frábær. Hann kemur sterkur inn og ég er alltaf að kunna betur og betur við hann.

Ég er ekki pervert-kona... við sungum þetta alltaf í gamla daga en þá var textinn svona: Ég vil ekki vera kona, ekki sitja heim' og prjóna, ég vil bara vera, veeeera karlmaður. Það hefði verið fyndið. Ég meira að segja söng þetta einu sinni fyrir Girbyttu og henni fannst þetta mjög sniðugt :þ

Þessi hátíð er búin að einkennast af einstaklega góðum mat og það er algjör synd hvað líkaminn þarf að líða fyrir þetta hátíðarstand.

Ég hefði ekki fyrir mitt litla líf viljað missa af rjúpunum hjá mömmu og það var fyndið að sjá hvernig Þórði, ástarleikmanni mömmu Rokk fannst þær bragðast þar sem hann var að smakka á þeim í fyrsta skipti. Ég man eftir því að það tók mig alveg 5-6 jól að venjast þeim, og nú er þetta þannig að jólin koma ekki fyrr en maður fær rjúpur. Hangikjötið var æðislegt hjá mömmu og ég held að ég hafi 'strattað' (e. strategy) þetta snilldarlega að fá mér aldrei hangikjöt á þeim þrem hlaðborðum sem við Karen fórum á. Kalkúnninn á gamlárskvöld var glæsilegur og svo fórum við Hlynur og Karen út að borða í gær. Ákváðum að kíkja út að borða fyrst að það var í boði. Við fórum á Carúsó þar sem að við Karen fengum okkur lamb og litli herrann bað um nautakjöt. Þetta var svolítið fyndið af því að hann var alveg staðráðinn í því að fá sér nautakjöt þannig að ég spurði hvort að væri ekki hægt að búa til smá rétt handa honum. Þjónninn (kvk) skaust inn í eldhús til að athuga málið og það var ekkert mál að gera eitthvað svoleiðis fyrir herrann sem var í gallabuxum, skyrtu, vesti og jakka með bindi. Ótrúlega flottur. Hún hafði einmitt orð á því hversu vel Hlynur var klæddur og hann þakkaði fyrir eins og sönnum herramanni sæmir.
Ég bað um kjötið medium fyrir hann þar sem að Hlynur er svo vanur því að borða rautt kjöt og það mistókst eitthvað hjá þeim og kom well-done og þurrt til baka. En Hlynur kláraði kjötið næstum því og var mjög ánægður með það í alla staði ;) Við borguðum líka sanngjarnt verð fyrir það þannig að það er óþarfi að æsa sig.

Svo í kvöld ætlum við að hittast hjá mömmu uppá Skaga og það verður nokkurs konar fjölskyldu-hittingur þar sem að Helga og Nína eru komin heim í nokkra daga og öll stórfjölskyldan ætlar að mæta; Valli og fjölsk, Hlöbbi og fjölsk, Maggi og fjölsk, við og amma Lilla. Það verður gaman fyrir ömmu að hafa svona mörg skotmörk...

Annars ætla ég að koma með annálinn fljótlega... ég sendi til Guðnýjar fræðilega kaflann í ritgerðinni minni og rannsóknaráætlunina þannig að ég er á góðu róli með ritgerðina og bíð bara eftir svari... Þett'er að hafast.

Lag dagsins er 'Right on time' með 'Red hot chili peppers' af því að það er í play-listanum núna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?