<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 29, 2006

Dúettinn 'Mér er mál!'... 

spilar á Café Victor á föstudagskvöldið 30. júní næstkomandi. Nó-Pí er í fríi þar sem að Tobbi og Villi eru fjarri góðu gamni á Hróarskeldu. Það verður hugsanlega frekar róleg stemning framan af þar sem á stefnuskránni eru meðal annars frægir slagarar eftir eitís poppbræðingana í 'Ze Pink Flute'. Slagarar á borð við: Shine on you crazy in the brainhouse Topas, Bread, Comfortably dumb, Wish you were her, Maza, Coming back to death... bara svo eitthvað sé nefnt. Það er einnig aldrei að vita nema að meistaraverkin 'The dark side of ze Mall' og 'The Moon' verði flutt í heilu lagi, í akústískri útgáfu að sjálfsögðu þó svo að bluegrassið verði látið eiga sig að þessu sinni. Við hvetjum alla til þess að mæta og heyra frumflutning á þessum slögurum/verkum í akústískum stíl!

Kómah sóhh!!!!!!!

miðvikudagur, júní 28, 2006

Flottur gaur!!! 

Eins og áður hefur komið fram á þessu bloggi hérna hjá mér þá fórum við Steini Hannesar Þorsteins (A.K.A. Steini planta, Steini - Worm Is Green) saman til afa Helga Júl úrsmiðar 6 ára gamlir til þess að láta skjóta í eyrun á okkur. Sú minning bergmálaði í hausnum á mér í dag þegar við feðgarnir fórum í Rhodium til þess að láta skjóta í eyrað á Hlyni! Hann var svellkaldur kall bæði fyrir og eftir og núna finnur hann ekki neitt til!

Það er fyndið að hugsa til þess að lokkarnir voru rétt svo sprittaðir í gamla daga, gerður punktur á eyrað með venjulegum kúlupenna og svo mátti maður setja hring í þegar maður var búinn að bíða í 3 vikur. Núna þarf maður að skrifa undir sjálfsábyrgðarplagg, starfsmaðurinn þvær sér og sótthreinsar á sér hendurnar, skotstæðið á byssunni er einnota og lokkurinn er fastur í því. Svo þarf að sótthreinsa gatið tvisvar á dag án þess að taka lokkinn úr og ef Hlynur ætlar að fá sér hring þá verður hann að bíða í 4-6 vikur eftir að gatið grói...

Svona er nú það...





Lag dagsins er Hero of the day með Metallica

þriðjudagur, júní 27, 2006

The winds of change... 

Já... allt er breytingum háð... tímarnir breytast og fólkið með...
Ég sagði upp í álverinu í dag. Mínum tíma hjá þessu fyrirtæki er bara lokið og ég get loksins kvatt það án mikillar eftirsjár. Fyrir það fyrsta er þetta vaktakerfi alveg glatað... sérstaklega þegar maður vinnur næstum því helmingi fleiri helgar heldur en maður gerði á hinu vaktakerfinu auk þess að þetta er bara ekki manneskjulegur staður lengur. Þegar ekkert er gert fyrir starfsfólkið til þess að reyna að bæta starfsandann þó svo ekki sé minnst á starfsöryggið þá getur maður bara sagt takk og bless.

Það sem flest starfsfólkið þarna virðist ekki vita að ef þau eru að nota bilaðar græjur eða sem jaðra við það að vera ónýtar þá er hægt að gera þau ábyrg fyrir því slysi eða fjörtjóni sem það lendir í!!! Gott dæmi um það er deiglubíll með enga framrúðu... svo að það komi nú ekki hnökrar á starfsemina þó svo að það geti nær eingöngu komið niður á starfsfólkinu þá er allt keyrt í botn. Ef þessi einstaklingur sem keyrir svo bílinn og fær ál yfir sig eða eitthvað álíka þá getur hann bara sjálfum sér um kennt... „Þannig er það bara... þú hefðir ekki átt að vera vinna á þessum deiglubíl!“

Allaveganna... ég er með aðra vinnu hjá félagsvísindastofnun í sumar og svo byrja ég í alveg hreint æðislegri vinnu í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu um miðjan ágúst. Þvílíkt frábært krefjandi og spennandi starf. Ég fór í atvinnuviðtal í gær og var ráðinn innan 10 mínútna! Skrifaði svo undir starfssamning í dag og ég held að starfslokasamningurinn minn hljóði upp á einar litlar 450 milljónir! Sem er náttúrulega bara grín... en námið nýtist náttúrulega í botn og ég hlakka til...

Lag dagsins er platan með Bob Dylan 'The times are a changing'...

mánudagur, júní 26, 2006

Eins og múkki... 

Við Tobbi spiluðum bara tveir á Café Victor á föstudaginn seinasta. Villi var fjarri góðu gamni... busy as hell... Það voru frekar fáir en það var samt gaman. Við skemmtum okkur vel.

Ég vaknaði svo á laugardagsmorguninn klukkan 7:30 til þess að renna til Bjarka af því að við vorum að fara að steggja Dabba. Þetta var ótrúlega vel strattað og Bjarki á eiginlega allan heiður af þessari st(g)eggjun. Ég var kominn heim til hans upp úr 8 með prinsessukjólinn, sokkabuxurnar, kórónuna, gítarinn og bjór. Við lögðum svo af stað frá honum þegar klukkan var að verða 9 til þess að hitta restina af steggjagenginu. Við mættum 6 hressir og tilbúnir í slaginn.

Steggurinn var vakinn klukkan 9:30 með vídeókameru, bjór og fullt af gaurum inní svefnherbergi. Það tók hann svolítinn tíma að vakna almennilega en það hafðist áður en dagurinn var hálfnaður. Þess ber að geta að Dabbi var búinn að gefa upp alla von um að hann yrði steggjaður þar sem að hann var ekki tekinn á föstudeginum. Það stóð nefnilega til hjá þeim að fara í útilegu á laugardeginum sem Dísa var búin að 'plana' og til þess að fullkomna lygina þá var hún búin að pakka og allt!!! Vonsvikinn yfir þessu hefur hann líklegast fengið sér einum of mikið kvöldið áður en það kom ekki í ljós fyrr en seinna að hann var SKELÞUNNUR!!! :þ
Hann skellti sér í sokkabuxurnar, kjólinn og skellti kórónunni á kollinn og 'Steggur ársins' borðann yfir öxlina. Tilbúinn í geimið. Við byrjuðum á því að renna til Hafnarfjarðar þar sem Dabbi þurfti að rogast með 'líkkistuna' inn í 10/11 til þess að sníkja klaka. Hann setti rúmlega botnfylli í klakaboxið (sem gengur undir nafninu líkkistan vegna þess hve stór hún er...). Einu hringtorgi síðar var hafist handa við að ÆLA EINS OG MÚKKI!!! Greyið kallinn var ekki kominn ofan í hálfann bjór þegar uppköstin hófust! Það frussaðist eitthvað á sokkabuxurnar en Villi passaði að borðinn yrði ekki fyrir slettunum... :þ

Við keyrðum svo áleiðis út í Reykjanesbæ þar sem við skelltum okkur í Go-kart. Ég var alveg sannfærður um að hann myndir nú hressast við að fá adrenalínkikk í rassinn og overload af fersku lofti í smettið... Við keyrðum í c.a. korter en eftir 2 eða 3 hringi var Dabbi vélarvana á hraðasta kafla brautarinnar... að við héldum... þegar við keyrðum svo framhjá honum hver á fætur öðrum þá sáum við að hann hallaði sér út úr gókartbílnum og ældi eins og múkki! HAHAHA... klikkað fyndið... en honum var ekki skemmt.

Þegar við héldum svo frá Gó-kart-pleisinu þá stoppuðum við einu sinni áður en við komum út á þjóðveg (sem er svona c.a. 100m) og Steggurinn frussaði leyfum gærkvöldsins út um farþegarúðuna og án þess að setja svo mikið sem einn dropa á bílinn sjálfann!!! Þetta kallar maður skills!!!!!!! Við hreinlega skríktum af kátínu afturí þó svo að maður var nú farinn að fá smá samviskubit :|

Við renndum inn í Keflavík og fengum okkur að borða á einhverjum stað niðrí bæ sem er bara svona frístandandi sjoppa og heitir Villa-eitthvað. Það var ágætur ostborgarinn og Torg-borgarinn þó svo að ég hefði eftirá viljað sleppa grasinu sem sett var á brauðið (gras=grænmeti). Við píndum nákvæmlega 3 franskar ofan í stegginn sem vildi með engu móti borða neitt sökum lystarleysis. Villi hafði áhyggjur af því að hann hefði ekki neitt til þess að æla og því væri það orðið hálf pínlegt að horfa á hann... Frá Villa-eitthvað fórum við í apótekið og keyptum verkjalyf... þaðan á yfirgefinn fótboltavöll þar sem við fórum í vítaspyrnukeppni og Dabbi var í marki... það væri nú ekki frásögu færandi nema að hann mátti ekki snúa að okkur og við reyndum að hitta í rassinn á honum. Eftir mörg misheppnuð skot stóð Dabbi uppi sem sigurvegarin með óskaddað rassgat og 2-3 rauða bletti á aftanverðu lærinu.

Bolti í rass er þekktur fyrir að koma blóðinu á hreyfingu og þar með þynnku út úr systeminu þannig að eftir þessa íþróttaiðkun hresstist kappinn aðeins og náði að koma ofan í sig súggulaði og orkustöng. Á leiðinni til Reykjavíkur opnaði hann svo fyrsta bjórinn sjálfviljugur! Hehehe... það var líka kominn tími til... Ég lét hann mér verða víti til varnaðar og ákvað að vera ekkert að sulla í bjórnum fyrr en vel eftir hádegi svo ég yrði ekki með samúðaælupest. Frá Keflavík renndum við út fyrir bæjarmörkin og fórum í Lazer-tag hjá M16 sem var alveg gargandi snilld!!! Við fengum lánaða herbúninga, hjálma og byssur og fórum svo í byssó í skóginum þarna. Þvílíku erfiðin og ég er alveg búinn að sjá það að það er svolítið erfiðara að vera í 'Counter-strike' í real life heldur en í tölvu. Við vorum alveg rennandi sveittir eftir tvo tíma og alveg búnir á líkama og sál. Það er ágætt að taka svona tveggja tíma pakka af því að ég er ekki frá því að maður verði bara þeim mun meiri friðarsinni eftirá því að maður getur vel ímyndað sér hvernig er að vera hermaður og skotinn í tætlur í fullum herklæðum og að burðast með farangur jafnvel líka! Guði sé lof að það er ekki her hérna og herskylda... ég myndiggi nennaðí!!!

Frá M16 renndum við svo í bæinn og fórum á Hótel Loftleiðir þar sem við skelltum okkur í pottinn og fylgdumst með tímatökunni í formúlunni. Flott þarna hjá þeim líka... róleg stemning og flott.

Svo fórum við á Reykjavík Pizza Company þar sem ég smakkaði besta hvítlauksbrauð sem ég hef á ævinni sett inn fyrir mínar varir en annars er alltaf spez að fara á staði sem eru með eitthvað álíka hefðbundið og pizzu og það er ekki hægt að fá eina einustu 'eðlilegu' pizzu án þess að sérpanta hana... en það er allt í lagi... þá sérpantar maður bara. Ágætispizza samt sem áður.

Ég kom svo heim klukkan 9 um kvöldið alveg búinn á því og langaði bara mest að fara að sofa... Ég var reyndar búinn að lofa strákunum að ég kæmi aftur niðrí bæ en ég hreinlega nennti ekki þegar líða fór á kvöldið.

Ég svaf svo á mínu sæla fram á sunnudag og fór svo á næturvakt í gær.

Í morgun sótti ég svo Hlyn og millilenti uppá Skaga til þess að leggja mig í nokkra tíma áður en við feðgarnir fórum alla leið til Reykjavíkur. Þegar þangað kom þá fór ég beint í Tónastöðina og fékk pick-guardið á G&L-inn sem ég er búinn að bíða eftir í næstum því ár!!! En vel þess virði. Sá þar G&L bassa sem er custom-shop og þvílíkt fallegur bassi!!! 120 þúsund fyrir svoleiðis... sem er ekki rassgat fyrir svona fallegan grip!!! En hvort finnst ykkur flottari G&L-inn með gamla (hvíta) eða nýja (tortoise) pickguardinu?!?


Svona leit svo steggurinn út... á milli uppkasta!




Flottur gaur!!!

mánudagur, júní 19, 2006

Til hamingju konur og þrígifting... 

Til hamingju með daginn í dag konur! Í staðinn fyrir að fara í sveittu bleiku skyrtuna mína (sveitt síðan á laugardag) í dag ætla ég bara að vera með bleikar hugsanir ykkur til heiðurs. Held að mér líði betur með það heldur en að vera í haugskítugum fötum...

Laugardagurinn fór allur í rót og brúðkaup. Ég stillti upp fyrir okkur Villa og Tobba, græjunum í Miðgarði þar sem við lékum fyrir dansi í brúðkaupsveislu Svavars og Þóreyjar. Guði sé lof að ég sé ekki trommari af því að það er eitt það leiðinlegasta sem ég get hugsað mér að róta trommusetti...

Ég söng tvö lög í kirkjunni og það tókst bara nokkuð vel, reyndar alvanur því að vera wedding-singer í Akraneskirkjunni þar sem að ég var í gospelkórnum í rúmlega ár og söng slatta af einsöng með honum. Þess ber líka að geta að ekkert af þeim brúðhjónum sem ég hef sungið í kirkjunni hjá hafa skilið... þannig að ég get ennþá flokkast sem lukkudýr brúðhjóna :)

Þórey býr að góðu fólki og það sannaðist ennþá betur í kirkjunni þegar hún var þrígift. Fyrst var hún gift Svavari, síðan Svani bróður sínum og að endingu Ingþóri pabba brúðgumans! :þ En presturinn lagði samt bara blessun sína og bróður Jesú yfir heilagt hjónaband hennar og Svavars. Smá klikk hjá prestinum en það sýnir bara mennsku hliðina okkar. Okkur var að minnsta kosti skemmt í kirkjunni.
Brúðhjónin voru ótrúlega krúttleg og sæt í kirkjunni sem og allan daginn þó svo að Svavar hafi verið dreginn í kirkjuna... í orðsins fyllstu! Bíllinn sem hann kom á bilaði eitthvað og var það ráð tekið að draga bílinn bara :D Svo voru þau dregin í brúðkaupsveisluna sjálfa. HAHAHA...

Það er gömul hjátrú eða þjóðtrú að veðrið á brúðkaupsdeginum segi til um hvernig hjónabandið eigi eftir að vera. Samkvæmt því þá hef ég búið til veðurlýsingu fyrir brúðhjónin: Gengur á með skúrum, léttskýjað og skyggni ágætt. Styttir upp þegar líða tekur á og lægir. Hlýnar þegar líður á kvöld og birtir til. Hiti 37-38°C og blíða í Grennd.

Við renndum svo við heima hjá múttu áður en við fórum í veisluna sjálfa, aðallega til þess að ná í gjöfina en áttuðum okkur svo á því þegar við gengum inn á Miðgarði að það var einmitt gjöfin sem við gleymdum heima. Við komum henni bara til skila daginn eftir og vorum ekkert litin hornauga fyrir það :þ

Veislugestir biðu spenntir eftir að brúðhjónin kæmu í sína veislu en biðin drógst svolítið vegna þess að það þurfti að draga þau í veisluna. Þau sem höfðu komið fyrst upp að Miðgarði voru búin að standa í dágóðan tíma fyrir utan með grjón í lófunum og svo þegar hjónakornin komu rigndi yfir þau grjónagrautskekkir sem voru búnir að sjóða í lófunum í dágóða stund. Enginn slasaðist.

Bjössi veislustjóri fór á kostum og maturinn var æði!

Við félagarnir spiluðum svo í 2 klst fyrir troðfullu dansgólfi. Brynja úr Idolinu tók með okkur 5 fyrstu lögin og svo héldum við áfram þangað til að allir voru orðnir sveittir og rjóðir í kinnum. Geðveikt gaman og geðveikt stuð!

Svo verðum við Nó-Pí á Café Victor föstudaginn 23. júní næstkomandi syngjandi sveittir frá 11-01eðaeitthvaðlengur og það verður ógislah gaman!!!

Lag dagsins er You are so beautiful með Joe Cocker fyrir brúðhjónin nýgiftu; Svavar og Þórey (en fyrir þá sem ekki vita þá getur 'you' líka verið í fleirtölu).

miðvikudagur, júní 14, 2006

Kets'up... 

Vúff... búinn að vera fjarri góðu gamni í alltof langan tíma... Summarized:
Lau... Hlynur kom
Sun... Akraborgin
Mán... Roger Waters
Þri... Hljón'star'æíng
Mið... vinna

Laugardagur: Hlynur kom um miðjan dag til okkar hjúa og við fórum að versla... sund á Seltjarnarnesinu... ÓMG! Hvað er málið með það í sundlaugum að klósettið sé alltaf miðsvæðis á milli sturtanna, búningsklefans og að fara út í laug??? Ég er nú frekar pjattaður að eðlisfari... en mér finnst þetta bara viðbjóður! Skvo... maður kemur inn í búningsklefann og klæðir sig úr fötunum. Svo labbar maður í gegnum hland og saur til að fara í sturtu. Það þvær maður af sér hland og saur og labbar svo í gegnum hland og saur til þess að fara út í laug... þvær af sér hland og saur í sundlauginni og fer svo uppúr... labbar í gegnum hland og saur áður en maður fer í sturtu... þvær af sér hland og saur og labbar svo í gegnum hland og saur, tekur handklæðið sitt og þurrkar sér alls staðar nema undir fótunum... labbar svo inn í búningsklefann, að fataskápnum og dreifir því hlandi og saur um allan búningsklefa sem blandast svo saman við allt hitt hlandið og saurinn í eina súpu sem maður tekur svo með sér heim í sokkunum... SMEKKLEGT!!!

Sunnudagur: Við feðgarnir ákváðum að skella okkur í eina salíbunuferð með Sæbjörginni... A.K.A. Akraborginni. Ég fékk þvílíkan nostalgíufílíng og upplifði mig sem táning aftur... Gleymi seint þeim fjölmörgu ferðum sem ég fór með 'Boggunni' í gamla daga til að hitta mína heittelskuðu... en fyrir þá sem ekki vita þá vorum við kærustupar þegar ég var 13. Þannig að tæknilega séð þá hef ég 'gone back to basics'... einkahúmor... had to be there...
Allaveganna... það var gaman að fara eina ferð með Akraborginni... svona í síðasta skipti (þangað til að næsta sjómannadegi (Seamen/See-men/Semen-day hafið ykkar hentisemi hver sem vill...) Sjómanna-/Sjá-menn-a/Sæðis...). Við feðgarnir nutum veðurblíðunnar hálfa leiðina en bakaleiðina rigndi... týpískt Ísland... veðrabreytingar á 10 mínútna fresti.

Mánudagur: Tónleikar með Roger Waters. Verð aðeins að fá að pústa um það vegna þess að þessir tónleikar kostuðu mig 10 þús. Mér finnst það svolítið skrýtið að ég sé miklu minna eftir 107þúsund kallinum sem fór í að ferðast til Ástralíu til að sjá KISS spila! Plús það að þar voru bara tvær manneskjur fyrir framan mig fyrir framan sviðið þannig að ég sá þá eins close-up eins og hægt var (fyrir íslending á þessum tíma a.m.k.).
Biðröðin var víst bara rugl... ég er feginn að ég er með svona mikið road-rage þar sem að maður hefur þar af leiðandi gott auga fyrir styttri-leiðum... a.k.a. short-cuts. Ég stytti mér semsagt leið framhjá einhverjum þúsundum á leiðina á tónleikana og var kominn í röðina á kristilegum tíma... eða þegar hún var bara út á hálft plan. SEINKA ÞURFTI TÓNLEIKUNUM UM 15 MÍNÚTUR TIL ÞESS AÐ KOMA ÖLLUM INN... Sem er bara bull! Ok... ég var svona 8 metra frá sviðinu í góðra vina hópi nema hvað að það var einhver gaur við hliðina á mér með pabba sínum. Gaurinn var svona 13 ára og GREINILEGA í mútum. Hann kunni textana við öll lögin fyrir hlé og söng óspart með allan tímann!!! Ég borgaði ekki 10 þúsund krónur fyrir að hlusta á tóndaufan og laglausan MEÐ ÖLLU gelgju syngja í eyrað á mér... en svona er þetta stundum... you win some you lose some... það var allaveganna ekki vond lykt af honum! Ég virðist alltaf lenda í einhverju svona crappi... illa lyktandi fólk við hliðina á manni eða þá eitthvað þaðan af verra eins og í þessu tilfelli... ég ákvað samt að segja ekki neitt til þess að 'skemma' ekki fílínginn hans. Ekki gaman að lenda í einhverju drulli á tónleikum sem hafa greinilega skipt hann miklu máli... hann söng meira að segja það hátt að hann yfirgnæfði tónlistina þannig að hann hefur bara borgað til að sjá því honum nægði að syngja með sjálfur... fyrir sig og aðra...
ENÍHÚ... Ég fór frá sviðinu og var kominn þangað ákkúrat þegar hléið byrjaði. Ég er persónulega ekki að fíla hvað Roger Waters er þungur í textagerð og lagasmíðum... hann er með öll heimsins vandamál á herðum sínum orðaði einn það við mig... sem er nokkuð rétt... en að púlla þetta pólitíska stönt fannst mér nú svona svona... það verður gaman að sjá hvaða viðtökur hann fær í USA þegar hann fer þangað... en þetta fannst mér jaðra við einhvern biturleika hjá honum.
Gítarleikarinn sem var lengst til vinstri á sviðinu, þessi sem var eins og klæðskiptingur og notaði bara Telecastera fannst mér vera frekar slappur! Eitthvað show-off freak sem hefði átt að vanda sig meira við að spila heldur en að sýna sig í wife-beaternum sínum og með armbönd eins og litlar skátastelpur kaupa í Ice-in-a-bucket... Þó svo að Telecasterinn hafi stundum hljómað næstum því eins og Strat þá hljómaði hann aldrei nálægt sándinu hans David Gilmour og kemur aldrei til með að gera það. Mér finnst bara hallærislegt þegar einhverjir svona gaurar eru að þykjast vera eitthvað bara af því að þeir eru í bandinu HANS Roger Waters... Einar í Dúndurfréttum hefði rassskellt hann þó svo að hann hefði verið að spila rétthendis!!! Það bara vantaði allan fílíng í þetta... en það er svona þegar prinsessur eru að einbeita sér að kastljósinu í staðin fyrir spilamennskunni... Roger sjálfur klikkaði á nokkrum stöðum en hann er náttúrulega bara mennskur eins og við hin...
113 dB MAX!!! WTF?!?!? Það er bara drasl... við erum að tala um desiBil eða hljóðstyrk öðrum orðum... mér finnst að maður eigi að fara út af tónleikum með smá suð í eyrunum... en ekki að geta rætt við næsta mann á venjulegum raddstyrk á meðan tónleikarnir eru í gangi. Það vantaði semsagt helling uppá sándið að mínu mati og 113dB er bara eins og dugleg þvottavél!!!

OG HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ SVIÐIÐ?!?!? Af hverju er ekki hægt að hækka það aðeins til þess að þeir sem borga sig inn á tónleikana sjái nú eitthvað?!? Ef maður væri bara að fara fyrir sándið þá hefði borgað sig að kaupa tónleika á DVD og blasta heima... en maður verður að berja þessi goð augum og það er ekki hægt þegar sviðið er 5cm yfir sjávarmáli og allir heimsins stærstu gaurar mæta á tónleika bara til að vera fyrir öðrum!!! Þetta þarf bara að fixa... ég er líka með nokkrar hugmyndir í viðbót sem gætu lagað tónleikahald í Egilshöllinni þannig að það myndi virka hvetjandi fyrir mann að fara á tónleika þar... þ.e.a.s. að mann myndi langa til að fara aftur! Til að geta séð eitthvað!!!

Ég verð þó að viðurkenna að Dark Side of the Moon var frekar flott... ég heyrði ekki 'off-beat'-in hjá Nick sem rætt var um í Fréttablaðinu en tók hins vegar eftir öllu klikki hjá klæðskiptingnum og einstaka klikki hjá Roger Waters. Ég verð líka að viðurkenna að The Great Gig in the Sky náði sterkum tökum á mér þó svo að tárin hafi ekki runnið í stríðum straumum niður kinnar mínar á meðan ég sveiflaði mér þokukennt í takt við tónlistina með lokuð augun og naut hverrar einustu nótu sem komu frá hljómsveitinni... en það komu nokkur :/

Málið er bara að ég er rosalegur David Gilmour-kall og mér finnst vera miklu meiri fágun, fílíngur og tregi sem hann hefur bara hrikalega flott vald á og sándið hans er bara eins geggjað og það kemur... Ég hefði ekki séð eftir einni einustu krónu hefði þetta verið hann þarna... ég veit það... en fyrir þessa tónleika þá hefði ég viljað borga 7000. Ekki krónu meira... þá hefði ég verið töluvert sáttari... því að fyrir þennan extra 3000 kall þá á maður að fá aðeins meira... það finnst mér. Því að 3000 x 15000 = 45.000.000,- FJÖRTÍUOGFIMMMILLJÓNIR!!!

Ég verð samt að segja fyrir mína parta að Dúndurfréttaliðarnir hafa vaxið ennþá meira í áliti hjá mér eftir þessa tónleika... Telecaster... pfff!

Þriðjudagur: Fór á hljómsveitaræfingu um kvöldið fyrir brullaupið hjá Svabba og Þórey á laugardaginn komandi og þetta var frekar stutt æfing... við æfðum þarna upp einhver 10 lög með því að byrja bara á þeim... svo bara: „pfft! Skítlejétt!!!“ Hahahaha... það er samt geðveikur munur að ég veit að allt sem ég þekki, þekkir Villi og Tobbi spilar allt! Sama hvað... við Villi erum náttúrulega alveg frá sama tímanum og tónlistinni... og Tobbi kann bara allt... þannig að það gengur alveg perfectly! Gaman samt að vera kominn í band af þessu kaliberi þó svo að við séum bara tríó... mér finnst ég vera svo góður á gítaR!
Fyndið samt... var að spila í gegnum Peavey-inn minn og alveg að æra greyin Tobba og Villa þegar ég fattaði það að Clean-volume-ið var á svona 7 og Master-volume-ið á 4!!! Hann fer uppí 12!!! Hahaha... snilldarmagnari og snilldar lampar sem ég er með í'onum... en það er efni í aðra sögu...

Miðvikudagur: Vinna dauðans... Fyrsta skipti í LAAAAAAAAANGAN tíma sem við vorum 8 í vinnunni (8 er fullmannað) og það var ekkert að gera fyrr en uppúr 1!!! Alveg merkilegur fjandi... en svona er lögmál Murphy's.
Útrætt...

Morgun... vinna eins og rotta... og svo frí í sólarhring...
Later... þið verðið hvorteðer fimm ár að lesa ykkur í gegnumidda! HAHA...
Lag dagsins er The Great Gig in the Sky með Pink Floyd.

sunnudagur, júní 04, 2006

Af lyklum og skrímslum... 

Föstudagskvöldið var frábært á Café Victor... Við spiluðum til klukkan að verða 2 af því að það var svo geðveikt gaman. Góð stemning, fallegt fólk og ótrúlega gaman. Nonni hennar Ásdísar var þarna og ég er viss um að hann fái okkur sem band þegar hann loksins skellir sér á skeljarnar... ef hann er ekki þegar búinn að því! (bara svona af því að mig grunar að þau séu bæði skápalesarar) :Þ

Annars erum við félagarnir að fara að spila í brúðkaupi í sumar sem hljómsveit og það format er 'ready and willing' eins og maður segir... ég er náttúrulega gamalreyndur wedding-singer þannig að veislan er ekki málið fyrir okkur.

Þá sjaldan sem ég verð reiður, þá verð ég reiður... Við fórum frá Café Victor á Oliver og skemmtum okkur vel þangað til að Karen lenti í ógeðinu sem var með Breiðina uppá Skaga. Halda karlmenn að það sé virkilega heillandi að vaða yfir kvenfólk með þvílíkum dóna- og perraskap?!? Mér býður við svona mönnum sem eru 'sexual predators' og það er ekki til nægilega ógeðsleg þýðing á þessu orði til þess að lýsa þessum viðbjóði. Kynferðisrándýr kemst ekki nálægt því að lýsa því hvernig þetta ógeð er. Ég hreinlega sá rautt... sem gerist mjög sjaldan og bara þegar gert er á hlut þeirra sem ég elska og eru mér kærir.

Við erum bara búin að taka því rólega um helgina að öðru leyti. Ég fór í smá pabbó í dag í afmælisveislu Arnþórs, sem er sonur Röggu og Sævars... Ég hitti þar barnsmóður Rúnars Magna sem var m.a. með mér í hljónstinni Spartakus back in the day... ég passaði þennan hálfa Skagamann á meðan mamma hans fékk sér af kræsingunum og endaði með því að svæfa krýlið sem er ekki nema 3 mánaða. Besta atriðið í veislunni var samt þegar Arnþór greip væna lúku af súkkulaðikökunni og makaði því yfir hálft andlitið á sér í tilefni eins árs afmælisins. Hann var ótrúlega flottur með súkkulaðikrem frá nefi niður að höku og frá eyra til eyra... flottur gaur!

Kíktum svo á lykil DaVinci áðan og hún er bara alltílæ... skemmtileg pæling og alltaf gaman þegar það eru margir stórleikarar í mynd... alveg eins og Cold-Ass-Mountain sem við sáum í gærkvöldi... en þetta er krúttlegt plott og ég vona bara að hún verði sýnd á Alþingi svo að risaeðlurnar hætti að halda þessari trú á lofti sem stjórnar einu og öllu hérna á klakanum... Hugsiði ykkur samt... í okkar LÝÐRÆÐISlandi erum við nauðbeygð undir ríkisrekna trú (sem við getum reyndar skráð okkur úr...) og skuldbundin til þess að reka sjónvarpsstöð... lengi lifi LÝÐRÆÐIÐ!!!

En lykillinn gengur að skrá og meira ætla ég ekki að segja um þessa mynd til þess að vera ekki með einhvern spoiler...
Lag dagsins er Linger með Cranberries...

föstudagur, júní 02, 2006

Flottur gaur!!! 

Þá er ég búinn að fá allar einkunnirnar mínar úr fyrstu áföngunum í M.Ed. námi mínu: fræðslustarfi og stjórnun innan uppeldis- og menntunarfræðinnar í H.Í.!!!
Ein 7.5 og tvær 8!!!

WHO'S YOUR DADDY?!?!?

Meðaleinkun mín á ferli 2 er því 7.83 sem er vel yfir fyrstu einkunn... aldrei að vita nema að maður dúxi bara :þ RIGHT!!!

Nett ánægður með þennan pakka þar sem að metnaðurinn var næstum í lágmarki og námsleiðinn farinn að gera vart við sig eftir BA-ritgerðina.

Upp á þetta verður að sjálfsögðu haldið með brjálaðri stemningu á Café Victor í kvöld!!!

KOMAH SVOHHH!!!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, júní 01, 2006

Café Victor annað kvöld!!! 

Við: Óli, Villi og Tobbi verðum á Café Victor annað kvöld að spila frá 11-01. Vegna fjölda áskoranna verður Sódóma spiluð sem og Presley til þess að heiðra minningu Presley, köttin sem mamma átti þegar hún var lítil.

Við lofum brjálaðri stemningu og það verður ógislah gaman!!!!!!!!

Þetta er í seinasta skipti sem við spilum í bili þar sem við förum í a.m.k. 2 vikna frí frá spilamennskunni á Victor. Við viljum sjá sem allra, allra flesta þannig að familía og vinir eru vel þegnir!

Það kostar ekkert inn og það er tilboð á Calsb*'? í fötu og skotum (ekki í byssur).

Skora á ykkur að mæta og skemmta ykkur vel.

Svona að lokum þá ætla ég að setja hérna inn mynd eftir óþekktan listamann hjá Norðuráli. Hann setti hvorki nafnið sitt undir, né er ég svona fær með pennann. Njótið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?