<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 30, 2004

Jæja beibís!!!

Svaf í rúmi í nótt... fyrsta skipti í alltof langan tíma! Er að dissa skólann og hjálpa mömmu núna geðveikt... GEGT DUGLEGUR!!! En allaveganna þá eins og ég lofaði um daginn, ætla ég að henda inn nokkrum myndum af 'jors trúlí' og ævintýrinu uppá Akranesi :þ búið að vera mikið að gera! Netið ætti að komast í lag í kvöld eða á morgun hjá múttu þannig að ég ætti að fara að henda inn aðeins oftar einhverjum pælingum! Leyfi ykkur að njóta þessara mynda bara... (smellið hér til þess að skoða restina af myndunum)
Svabbi í kerskálanum í Norðuráli


Ég ætti að verða verkfræðingur...

Myndir af svölunum á Reynigrundinni (sem Mamma er búin að kveðja):


Hlynur er alltaf flottur með hanakamb:


Svabbi fyrir ball:


Helgi Bjöss:


Kíkiði svo á restina hérna

Bæ í bili

sunnudagur, mars 28, 2004

Jó!!!

Það styttist í mig... kemst onlæn á morgun (held ég...) Takk fyrir biðlundina!

þriðjudagur, mars 23, 2004

Check engine! - Pís off sjitt kar!!!

Jæja... loksins eitthvað nýtt frá mér... ég er að verða eins og Kristleifur :þ Hehe... neinei... segi svona...

Búinn að vera uppá Skaga hjá mömmu alveg síðan á föstudag að vesenast í nýja húsinu hennar. Er svo að fara aftur núna... meira að mála og svona. Verð líklegast alveg fram yfir næstu helgi líka... það er fínt maður!

Fór á ball á laugardaginn með SSSól á Breiðinni... það var skítsæmilegt... fullt af slagsmálum og leiðindum... sá samt bara ein... ótrúlega mikið testósterón í einum bæ :o/ En allaveganna... þá náði ég tveimur myndum af Helga Bjöss og pósta þeim við tækifæri...

Mætti tveimur lögreglubílum með 'forgang' í gær þegar ég kom í borg óttans... eitthvað að gerast sem ég hef ekki heyrt um... enda hlusta ég ekki á fréttir...
Fékk 6 út úr prófi sem ég tók um daginn... þokkalega ánægður með það miðað við effortið sem ég lagði í próflesturinn :þ

Annars bara fínt af mér y'all... endilega kommenta á mig... ég kannski skríba meira úr tölvinu hennar mömmu, a.k.a. Mamma Rokk (eins og Siggi er farinn að kalla hana :þ Hehehehe ) í vikunni... þegar fer að hægjast aðeins um hjá mér...

Tók líka landslagsmyndir af svölunum á Reynigrundinni (þaðan sem mamma er að flytja) og pósta þeim líka við tækifæri.

Bið að heilsa ykkur í bili... og takk fyrir að lesa!

Lúf
Rokkarinn

miðvikudagur, mars 17, 2004

Ath!
Vil votta Selfyssingum og aðstandendum mína innilegustu samúð varðandi harmleikinn á mánudagskvöldið.

ROFLMAO!!! (Rolling-on-floor-laughing-my-ass-off!) Í NETTUM FÍLÍNG!!!

Flottirsvipir.com

Flottirsvipir.com

Flottirsvipir.com

Flottirsvipir.com

þriðjudagur, mars 16, 2004

O, it's such a perfect day... I'm glad I spent it with you...

Alveg fullkominn dagur í dag. Ég vaknaði eldsnemma til þess að fá mér sígó og að leggjast aftur svo upp í heitt rúmið. Blasir ekki við mér þessi yndislega þoka!!! Var ég ekki búinn að segja ykkur frá því hvað mér finnst fallegt? Allaveganna þá finnst mér það alveg geðveikt þegar það kemur þoka... henni fylgir alltaf svo mikil dulúð... og svona 'mistík'. Ég og Gulli erum að gera verkefni um barnaskóla Hjallastefnunnar og haldiði að ég hafi ekki bara fengið mér ágætisgöngutúr í þokunni. Þokkalega sáttur við það... gekk á nokkra leikskóla til þess að fá álit kennara og leiðbeinanda á stefnunni.

Ég var að hugsa það á leiðinni heim að í þoku þá er eins og tíminn standi kyrr. Ég var umvafinn þoku, á leið sem ég kunni alveg... þ.e. vissi hvert ég væri að fara en samt er eins og í þokunni að áfangastaðurinn geti breyst frá því sem áður var ákveðið... Annað hvort svona Bermúda-træ'angúl þeingí eða bara að það gæti eitthvað á leiðinni breytt því hvert maður væri að fara. Mér finnst geðveikt gaman að pæla...
En með að tíminn standi kyrr þá fannst mér það þegar ég var umvafinn þokunni og heyrði í flugvél koma inn til lendingar (bý rétt hjá Reykjavíkurflugvelli...). Alltaf þegar maður heyrir í þeim koma svona nálægt sér þá sér maður þær... yfirleitt... en nú sá ég ekki neitt... leit upp og engin flugvél. Svo labbaði ég aðeins meira og þá fjarlægðist hljóðið... og það var eins og að flugvélin hefði verið kyrr í loftinu í smá tíma og ég hefði bara fjarlægst hana með því að labba frá henni... Mistík...

Svo til þess að kóróna annars frábæran dag þá sá ég líka ólétta konu. Þetta er ótrúlega falleg sýn svona í þokunni... þetta sameinar bæði dulúð, mistík og uppsprettu nýs lífs! Ein fallegasta sýn í langan tíma... ákkúrat í dag...

Þetta er góður dagur.

svo er ein mynd af ykkar einlæga frá árshátíðinni góðu... það koma inn fleiri myndir í dag... á heimasíðu Padeiu

sunnudagur, mars 14, 2004

Daginn eftir...

Jæja ppl (pípol)... Árshátíðin var þvílíkt grand! Hreinlega verð að segja það. Hún tókst í alla staði geðveikt vel og allir í góðu skapi og allt gekk upp og eitthvað svona. Ykkar einlægi fór á kostum í kennaragríninu og vakti þessi leikþáttur mikla kátínu meðal nærstaddra kennara :þ (fæ ekki lægri einkunnir fyrir vikið... því var mér lofað), Mamma og Eygló Tómasar komu og sýndu tvo kántrídansa og kenndu okkur tvo, Mr. Bean var þarna í öðru veldi og það var alveg geðveikt atriði, svo fór Siggi alveg á kostum með brandara og kynningar... Hvað meira? Miðahappdrættið var kostulegt og... og... JÁ!!! Var búinn að gleyma því!!! en ég var valinn Partýljón Padeiu!!! Hvorki meira né minna!!! Geðveikt ánægður með þennan titil... enda búinn að vinna hörðum höndum að því að verða fyrir valinu! Ég vill þakka kærlega fyrir og svo náttúrulega öllum þeim sem aðstoðuðu mig við að fá þessi verðlaun... Svabbi, Þóra og Sólborg hafa verið hvað mest áberandi undanfarið... en fjöldi aðstoðenda skiptir tugum...

Svo átti Svabbi fyndnasta punktinn um og yfir helgina... Hanna Björg kennari var að spjalla við mig í útgáfupartýi Padeiu-blaðsins og sagði: Það er ekki pabbahelgi hjá þér núna... það er árshátíðarhelgi? Ég játti því... fór svo að tala við Svabba stuttu seinna og þá segir hann við mig: Ég heyrði að Hanna var að tala við þig og það er ekki pabbahelgi hjá þér núna... það er SVABBAhelgi!!! HAHAHAHA :þ góður punktur... skál fyrir því!

Bara ég...
See what Care Bear you are

föstudagur, mars 12, 2004

Lífsgildi...

Mín lífsgildi eru meðal annars: Kurteisi, stundvísi, heiðarleiki, sanngirni...

Fyndið að hugsa til þess vegna þess að ég hringdi í 118 í dag. Ég á mjög erfitt að skella á konurnar þar (það vinnur aðeins einn karl þar... held ég...), þegar ég er búinn að fá mínar upplýsingar fyrr en þær hafa sagt bless. Þetta var þannig í dag að ég hringdi til þess að fá númerið hjá Griffli og ég er vanur að þakka alltaf fyrir mig. Ég þakkaði því fyrir mig og sagði bless og ég get af einhverjum ástæðum ekki skellt á fyrr en að viðmælandinn hinu megin á línunni hefur hvatt líka... skrýtinn pakki...

Svo er annað... ég er þekktur fyrir að gera hluti persónulega... mér finnst það líka skemmtilegra! :) en allaveganna þá hringdi ég í Griffil til þess að athuga með prenthylki í prentarann minn. Stelpa á svipuðum aldri og ég (kona? er ég orðinn of gamall til að nota stelpa?) svarar og býður góðan daginn... hérna er samtalið:
S: Góðan daginn
Ég: Daginn... heyrðu áttu nokkuð prenthylki í Lexmark prentara?
S: Hvaða týpu?
É: Z25...
S: Mannstu nokkuð hvað það heitir (hylkið)?
É: Kannski 46... eða eitthvað svona...
S: Nei, þau heita 16 og 26. Þau eru alveg til hjá okkur.
É: JEEEEEE... ÉG ELSKA ÞIG!!! (ég var búinn að leita í tveimur öðrum búðum... sem bar ekki árangur...).
S:Jeee (heyrðist lágt... en greinilega :þ )
É: Og hvað... hvenær er opið hjá ykkur á morgun?
S: Frá 10 - 2.
É: Já... heyrðu... get ég ekki bara hringt í þig á morgun ef ég sef yfir mig? Ég er nefnilega að fara að djamma í kvöld!
S: Hehehe... Nah... eiginlega ekki... ég ætlaði nefnilega að eiga frí á morgun...
É: Hmm... okey... ég reyni bara að sofa ekki yfir mig!
S: Hehehe... alltí lagi.
É: Hehehe... þakka þér fyrir
S: Ekkert mál.
É: Ok... bless
S: Bless

Skemmtilegt! Persónulegi símagaurinn biður að heilsa í bili... :þ

Vá!!!

Búinn að vera geðveikt bisí ppl!!! En allaveganna... ætla að reyna að blogga aðeins um helgina einhvern tímann... Svabbi er að koma til mín í dag og við ætlum að kíkja saman í útgáfupartý Padeiu-blaðsins og svo ætlar hann að koma með mér á Árshátíð Padeiu á laugardagskvöldið í Þjóðleikhúskjallaranum. Gaman að því...

Þannig að það verður bjór bjór bjór bjór um helgina... :þ

laugardagur, mars 06, 2004

Gleymdi...

Viðbót við Bónuspælínguna... er sú að ég bý nánast ofan í kælinum á 10-11 (af því að það er svo nálægt). Er ég virkilega að spara mér pening þegar ég fer á Díp Pörpúl Drekanum köldum lengst út á Seltjarnarnes til þess að kaupa mér græmmiti, orabaunir í dós og brazza? Isitt rílí vörþitt??? Ég reyndar fer reglulega í Gripið og Greitt (rétt hjá Expert, Bónus, Ikea) til þess að kaupa mér sígarettur... kartonið á 4400-4500 kall!!! Það er frekar nett sko...

Reyndar finnst mér það sjúga frekar feitt hvað stofnanir í kríngumm háskólanemana (tek þá bara sem dæmi) eggsploíjtar okkur!!! 10-11 með sitt non-lága vöruverð... kaffisalan er bara með dýrari búllum í heiminum... við erum rukkuð fyrir að vilja farí leikfimi eða íþróttir (ekki rukkað á framhaldsskólastigi, þó svo að tækjaúrvalið sé álíka mikið og það er af hafmeyjum til í sjónum...)... Skiliggi... og villiggi skiljidda!

Blæ

Hey! svo er annað...

Held að mér hafi tekist að eyðileggja marengsinn sem ég var að baka fyrir morgundaginn... :( hann var aðeins of lengi inni í obbninum af því að ég var að blogga á Dúndurfréttasíðuna. Fór á algjöra snilldartónleika í gær á Gauknum! Þeir bara batna og batna þessir gaurar... það er alveg fáránlegt. Gleymdi samt að hringja í Geira bróðir hennar Sólborgar vinkonu minnar, til þess að taka hann með eins og ég var búinn að lofa... þoliggjað svíkja loforð... eigum við að fara út í pælingar í sambandi við siðferðiskennd, gildi og siðferðisþroska? Hélt ekki...

Plataði Hlyn minn BIG TIME í dag! :þ Ég keypti á hann geðveikt flottan íþróttagalla í Next í Kringlunni í fyrradag (fimmtudag) og 2 nærboli með hauskúbum og eldi og einhverju svona gauradóti... sry all... það er bara ótrúlega erfitt að breyta þessum hefðbundnu gildum og skráðum/óskráðum reglum samfélags okkar um kynhlutverk, félagsmótanir kynjanna o.þ.h. en ég er samt meðvitaður... svo keypti ég líka eitthvað svona máli-dót fyrir hann... skundaði heim með hann í aftursætinu, sendi hann í geimsókn til Fóu Feykirófu (Þóru sys) vegna þess að ég sagðist eiga eftir að pakka inn pakkanum hans. Hann var ótrúlega uppi með sér þegar hann vissi að hann ætti jafnvel eftir að fá fleiri pakka heldur en hann fékk í ammælisveislunni sinni á afmælisdeginum (1. mars). En ég er að fara að henda pappír utan um kassann af Ukulele-inu í þessum töluðu orðum og skrifa á ammæliskortið. Var eimmitt að hugsa um það í dag þegar ég keypti kortið hvað ég ætti að skrifa... hérna kemur hugmynd sem mér fannst geðveikt sniðug... en hugsa samt að ég noti ekki :þ :

Elsku eini Hlynur minn!
Innilega til hamingju með 5 ára afmælið! Vona að þú dafnir og getir notað þessa gjöf þér til framdráttar seinna meir í lífinu.
Þinn að eilífu...
Pabbi

HAHAHAHAHA fannst þetta geðveikt sniðugt með lokaorðin... þinn að eilífu! Snaraði þessu svo snögglega fyrir kímnis-sakir yfir á enskuna...

Until death do us part...
Daddy-daycare

Geðveikt fyndið... hehe!

Allaveganna... þá tókst svampbotninn alveg 'perfektó'... ef eitthvað annað kemur í ljós við smökkun á morgun, þá getur sú eða sá bara borðað einhversstaðar annarsstaðar! PERMANENTLY!!!

Svo er bara að rífa sig upp í fyrramálið... við ætlum í sund með Leibba og svo að kíkja í Kolaportið til að sjá hvort við finnum ekki Kiss-bol á Hlyn!!! JEEEE!!!

L(eight)er

Bónuspælíngin ógurlega...

Fór að spá í því í dag á meðan ég beið eftir Þóru sys að versla í Bónus... Sá nebblilega eina gamla kegglíngu og eitt úngtt par vera skoða strimilinn á leiðinni út úr Bónus. Hvað er málið með það??? Er það mikið um að fólk sé að klikka á kassanum eða sé hreinlega að svindla á fólki með því að láta það borga fyrir eitthvað og svo þegar það er farið að 'skila' því í kassann og hirða peninginn? Þetta er bara svona pælíng... bear with me... Svo þegar það er komið heim þá kemur það í ljós að fólkið gleymdi kannski pela af rjóma í búðinni sem það var búið að borga fyrir. M'key... setjum upp dæmi. Kegglíngin sem ég sá í dag tekur eftir því þegar hún er að rífa uppúr pokunum að það vantar pelann af rjómanum sem hún var búin að borga fyrir. M'key... hún ákveður að hún vilji ekki að Baugar eða Álftagerðisbræður/feðgar eða whatever, græði svona á henni þannig að hún ákveður að reyna eftir öllum mætti að endurheimta pelann. Til þess að tryggja það að starfsfólk Bónuss trúi henni þarf hún helst að mæta í sömu búð, sama dag eða daginn eftir. M'key... þannig að hún ákveður að gera sér ferð til þess að endurheimta pelann... Segjum sem svo að hún fari samdægurs... þá þyrfti hún (gróflega/lauslega reiknað) að eiga heima innan við 3 kílómetra frá þessari Bónusbúð sem hún verslaði í. Því ef hún á heima lengra í burtu þá er ferðakostnaður hennar kominn yfir það sem pelinn kostaði hana! M'key... þetter frekar einfalt dæmi fyrir þá sem nenniggjað reikna... ef hún á heima í þriggja-klikks-fjarlægð, þá kostar það hana 6 auka kílómetra að renna eftir pelanum. Ef hún á meðalbíl þá eyðir hann að meðaltali 10 lítrum á hundraði, plús það að ef bíllinn er orðinn kaldur þegar hún uppgötvar missinn þá eyðir hann eilítið meira fyrsta spölinn (jafnvel allan) sem kemur út sem aukinn bensínkostnaður... samt sem áður... hvernig sem litið er á þetta þá er fólk að tapa á því að versla í Bónus nema að það búi alveg við búð eða fari 'í leiðinni' á einhvern annan áfangastað. Meikar sens ekki satt? Þessar pælingar mínar...

fimmtudagur, mars 04, 2004

Myndi fíla þetta fínt!!!
Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationPaid Assassin
Yearly income$934,951
Hours per week you work4
EducationOver 6 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!

Vera svo kannski leikskólakennari ' on the side'... kæmi bara vel út held ég...
Hvað heldur þú?

Er ég steiktur?!?!?

Dúndurfréttir á Gauknum í kvöld!!!

LIFI ROKKIÐ!!!

Engir Gremlins... afmælisveisla um helgina... þreyta... sælens off ðe lembs... lausir endar...

Man... ætlaði að taka á leigu Gremlins 2 þó svo að hún fái bara 5.8 á IMDB. Langaði ótrúlega til að sofna yfir henni... En ekki í kvöld... né aðra daga! Hehe...
Mamma ætlar að sækj'ann Hlyn fyrir mig á föstudaginn og koma með hann í bæinn... svo förum við að versla í matinn og í kökurnar sem við ætlum að baka. Ég er búinn að kaupa afmælisgjöf fyrir Hlyn en ætla að bæta við hana eins og einni peysu og bók... held ég... Ég fór í Tónastöðina og keypti Ukulele fyrir Hlyn. Steini Hannesar, Þorsteins afgreiddi mig... alltaf gaman að sjá Stóní eða Steina plöntu eins og hann var kallaður eftir að hann lék plöntuna í uppfærslu FVA á Litlu hryllingsbúðinni.
Ég er geðveikt þreyttur núna eftir annasaman dag og ætla að skríða uppí rúm og sofna yfir 'Ðö sælens off ðe lembs' sem er snilldarmynd bæ ðe vei...

Æji... nenniggi meira núna... heyri í ykkur...

mánudagur, mars 01, 2004

Rofl...
varð að henda þessu inn... Hann á reyndar ammæli 28. apríl... en ég og Hitler erum fæddir sama dag... 20. apríl. Segir samt ekkert um mig :þ


What Famous Leader Are You?

Ég er ekki langt frá því...

að trúa því að ég hafi orðið fyrir árás Amors á laugardagskvöldið! Reyndar var þessi ástarengill engin smá smíði!!! Tæpir tveir metrar á hæð... með geðveikan lubba... í leðurjakka... og í staðinn fyrir að nota boga og örvar þá var hann vopnaður sígó! Þannig er mál með vexti að Svabbi vinur minn er náttúrulega algjör engill (það vita þeir sem þekkja hann). Svona lítur hendin á mér út eftir hann:
Amor brenndi mig með sinni sígó... þannig að þetta sat eftir... en það er alveg bara í takt við hvernig kvöldið var þannig að ég er alveg sáttur. Þannig var mál með vexti að ég var að fara að hitta þarna manneskju sem ég hafði hitt einu sinni áður... á balli á Flúðum seinasta sumar. Auðvitað heillaði ég hana upp úr skónnum þá með mínum einstöku danshæfileikum og vorum við að hittast til þess að endurtaka leikinn. Að sjálfsögðu tók ég dansgírinn með mér og allt gekk upp... þ.e.a.s. ég steig ekki á hennar tær (reyndar einhver önnur gella sem sat þarna hugsaði mér þegjandi þörfina þegar ég tróð henni um tær bókstaflega...), datt ekki um koll (náði ekki að flækja löppum mínum saman) og bókaði annað 'dans-deit' í nánustu framtíð... bara allt að gerast. Ótrúlega sáttur við lífið og tilveruna núna og ætla að reyna að tæla mömmu til þess að kenna mér alminnilega tjúttið um næstu helgi (ekki það að ég þurfi á því að halda :þ heldur bara til að vera sjóaðri).

Svo er einn gaur sem á allt gott skilið í dag í tilefni 5 ára afmælis en það er enginn annar en ta-ta-tamm!!! Hlynur Björn Ólason! Birti hér myndir af honum svo að það fari ekkert á milli mála hvaða upprennandi fyrirsæta og 'hjarta-bræðari' er á ferðinni:

Sætur gaur!

Til hamingju með afmælið kútur!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?