<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 28, 2004

TÍK... Óli PóliTÍK! 

Ég er búinn að taka hápólitíska ákvörðun... Ég er hættur að tala við sjálfstæðismenn... ef þú ert sjálfstæðismaður þá hef ég bara ekkert við þig að tala. Djöfull er ég kominn með nóg af þeim og þeirra barnaskap og útúrsnúningum!!!

Þessi fors-da-kosstníng var og er bara ekkert áfall fyrir Ólaf... PÚNKTUR! Hann fékk 64% fylgi... hvernig sem þið túlkið það!

Var að horfa á Ísland í dag með Ingibjörgu Sólrúnu og Gey(r) Horde og ég er bara alveg yfir mig bit hvað sjálfstæðismenn eru sárir yfir úrslitum kosstnínganna og hvaða 'stönt' þeir ætla að reyna að 'púlla' í þjóðaratkvæðargreiðslunni. Hvaða heimska er í gangi?!? Af hverju er það ekki bara meirihluti greiddra atkvæða með eða á móti sem vinnur?!?!? Ég bara spyr...

Svona rétt í lokin... ef þú... lesandi góður ert sjálfstæðismaður, vinsamlegast taktu þessa síðu úr Favorites hjá þér og aldrei koma aftur... slökktu svo á tölvunni þinni, taktu hana úr sambandi og hentu henni út um gluggann... Hringdu svo í Dabba kóng og Gey(r) Horde og fáðu að búa í hellinum hjá þeim!

Heilhveitis Neanderthalsmenn!!!

Fors-da-kossníngarnar 

Komment frá mér: Það er bara kominn tími á að fólkið í landinu fái að taka þátt í því sem er verið að braska á Alþingi. Þetta eiga að vísu að vera fulltrúar okkar... en Davíð er enginn fulltrúi minn og mér finnst hann bara haga sér það barnalega að hann geti ekki verið í forsvari fyrir mínar skoðanir og væntingar til helstu ráðamanna þjóðarinnar og ákvarðana þeirra!

Til hamingju Ólafur! Minn maður...

Mér finnst að forsetinn eigi að vera svolítið til baka og þegar koma upp einhver deilumál eins og t.d. fjölmiðlafrumvarpið þá eigum við að fá að kjósa um það við sjálf! Ég get bara ekki trúað því að það sé nokkur maður fyllilega sáttur við aðgerðir og pælingarnar á Alþingi og þá meina ég að frádregnu því að ekki sé hægt að gera öllum til geðs. Óli er bara kúl gaur... á flotta kellíngu... og mér er alveg sama hvort að hann skilji ekki neitt eftir sig í þessu embætti... Þá er það bara þannig... ekkert flókið... hann er allavegana ekki að gera einhverja skandala og hann kemur vel fyrir.

Svo þoli ég ekki heldur þegar það er alltaf hringt í hann Hannes Hólmstein því að hann endurtekur alltaf það sem Dabbi kóngur segir og kann ekki einu sinni að fara eftir einföldum-basic ritgerðarreglum... og kennari/prófessor við Háskóla Íslands í þokkabót. Gaurinn kemur bara slæmu 'reppi' á þá merku stofnun!

En þetta er endanlegt núna... Óli verður næstu 4 árin... og ég held að það sé skömminni skárra heldur en að fá sjálfstæðismann, sem sér glæpamenn á hverju horni, eða friðarsinna, sem beitir herskáum aðferðum og heimsku við framboð sitt, til þess að taka við forsetaembættinu.

Bara vona innilega að sjálfstæðismenn fari nú að sjá að sér og sjá það í hendi sér að sjálfstæðisflokkurinn er endanlega búinn að gera í sig... og er með persónulegar og barnalegar blammeringar í allar áttir í stað þess að líta í eigin barm.

Ein pæling með fjölmiðlafrumvarpið... Hvernig höfðu þeir eiginlega hugsað sér að 'rigga' RÚV-Dauðans þar sem að það er með stærstu fyrirtækjum í einkaeigu... auk þess að það rukkar ólöglega afnotagjöld af landsmönnum þjóðar sinnar (sem gera ekkert í því) vegna þess að þetta á að vera almannavarnatæki og halar þar að auki inn auglýsingatekjum?!? Er Ríkið (set þetta inn með stórum staf vegna þess að þetta fer að verða að PRINSESSU-STOFNUN!) gulla-gull?

sunnudagur, júní 27, 2004

Ég er PRINSESSA! 

Flottur gaur!


Það eru sko rokkarar í færeysku hljónstinni Týr:







föstudagur, júní 25, 2004

SWEET RIDE!!! 

Nýji flotti bíllinn hennar mömmu Rokk!!!


Tónlist er málið!!! 

Deep Purple hafa 'það' ennþá í sér! Þeir kunna svoleiðis að rokka þessir gömlu karlar! Black night, Smoke on the water, Highway star, Strange kind of woman, Woman from Tokyo, Hush, Speed king... Need I say more?!?!? Þetta var fokkíngs snilld!!! (afsakið frönskuna) nema hvað að Ian Gillan er orðinn soldið þreyttur í röddinni... en það er náttúrulega kannski eðlilegt í ljósi þess að hann er að verða sextugur á næsta ári!

Don Airey, Hammond/hljómborðsleikari Purple sló í gegn á tónleikunum og sýndi það og sannaði að hann er svoleiðis þess verður að vera eftirmaður Jon Lord í hljómsveitinni... Hann tryllti salinn með því að taka smá 'sessíjon' á hljómborð og Hammond og tók meðal annars klassík á borð við lagið sem var í dömubinda-auglýsingunni í gamla daga... maniggi hvað það heitir... svo tók hann Star wars þím-lagið og Ríðum ríðum (Á sprengisandi) sem er eftir minni bestu vitund íslenskt lag!

Klassa tónleikar!

En það sem stóð uppúr var að Mánar fóru á kostum sem upphitunarband og voru að meika sjitt... geðveikt flott band... og ég ætla að fjárfesta í Mánum... algjör snilld!
Svo var það hitt... það var spila-gleðin! Bæði hjá Mánum og Deep Purple... þau höfðu bara ótrúlega gaman af því að flytja tónlist fyrir þyrstann landann... Allir skemmtu sér vel... á sviði og utan! Ég stóð sjálfann mig að því að vera með bros á vör nokkrum sinnum þegar DP voru að flytja eitthvað af gömlu lögunum og fór bara í fílíng. Hvað annað er hægt þegar maður er að hlusta á góða mússík?!? Mússík er málið og nokkuð ljóst hvað hún hefur góð áhrif á sálartetrið og kroppinn... Hlakkar geðveikt til þegar ég get farið að fara með Hlyn með mér til þess að upplifa þetta allt saman.

Tónlistin er alþjóðlegt tungumál sem að sameinar okkur óháð kynferði, kynþætti, litarhafti, stjórnmálaskoðunum, forsetakosningum og öðru... gerir öllum gott - innan og utan...

Ég hvet alla núna til þess að skella einhverju góðu á fóninn og halla sér aftur, loka augunum og gefa sér smá tíma til þess að fíla sig inn í það sem er á fóninum... Maður gerir allt of lítið af þessu... En mér til mikillar ánægju ætla nýjir eigindur Kaffi Markar á Akranesi að vera með á miðvikudögum í sumar eitthvað úr tónlistar-DVD safninu mínu... þannig að 3 af 4 miðvikudögum í sumar verð ég niðri á Mörk að fá mér einn, tvo öllara, hlusta á góða mússík og njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða... Tónlist fyrir líkama og sál.

mánudagur, júní 21, 2004

Hrafn Jökulsson, barn síns tíma... 

Fréttablaðið, mánudagur 21. júní 2004, baksíða:
Bakþankar Hrafns Jökulssonar
Tvær fréttir
Tvær stórfréttir frá síðustu vikum hefðu átt að vera á forsíðum dagblaðanna, en voru það ekki. Þingið ætti að koma saman vegna þessara mála, ríkisstjórnin ætti að lýsa afstöðu sinni, forsetinn ætti að segja okkur hvað sé til ráða. Hinn þögli meirihluti ætti að storma fram á ritvöllinn, við ættum að blása til þjóðfundar og heita því að leysa þessi tvö mál, sem bæði snerta framtíð Íslands og fólksins sem hér býr.

Önnur fréttin fjallaði um niðurstöður rannsóknar á tölvuleikjafíkn unglinga. Þar kom meðal annars fram að fjórði hver 15 ára strákur á Íslandi er fjóra klukkutíma eða lengur í tölvuleikjum - á dag. Þetta er hrollvekjandi: Fjórir klukkutímar á dag jafngilda 60 sólarhringum á ári. Þúsundir íslenskra unglinga (og fullorðinna) lifa nú með annan fótinn í heimi þar sem dægrastyttingin gengur út á að stytta fólki aldur. Hin vopnlausa og friðelskandi þjóð er að ala upp heila kynslóð sem er þrautþjálfuð í manndrápum.

Einhver sagði að börn á Íslandi væru í raun meðhöndluð eins og fangarnir á Litla-Hrauni: Lokuð inni í herbergi með tölvu og sjónvarp. Pabbi og mamma sitja uppgefin í stofunni fyrir framan annað sjónvarp og reyna að gleyma yfirdrættinum, raðgreiðslunum, bílaláninu og öllum þessum timburmönnum sem þjóðin situr nú uppi með eftir geggjaðasta neyslufyllerí Íslandssögunnar.


Þessir bakþankar Hrafns særa mig ótrúlega djúpt vegna þess hvernig hann vill bregðast við þessari þróun. Með því að gera þetta að einhverju pólitísku ágreiningsmáli sem skella eigi í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta Dabba og Óla fara að rífast aftur.
Ég væri til í að vita hvernig öðrum fíknum þessara drengja væri háttað t.d. eins og áfengisdrykkju og reykingum. Samkvæmt seinustu ESPAD-skýrslu sem ég las kom fram að reykingar og drykkja væri að dragast saman hjá unglingum, tölvu'fíknin' kemur kannski í staðin? Ég er bara nett sáttur við þá þróun. Ég reyki reyndar sjálfur og drekk einnig en af tvennu illu myndi ég frekar vilja að ungmenni Íslands eyði meiri tíma í tölvuleiki í stað áfengisdrykkju og reykinga.

Mér finnst nú einnig frekar skrýtið að Hrafn skuli segja: „Hin vopnlausa og friðlausa þjóð er að ala upp heila kynslóð sem er þrautþjálfuð í manndrápum.“ Þetta, frá manni sem er forseti Hróksins (skákfélags) því að það er sannað að skák er ein 'aggressívasta' íþrótt sem fyrir finnst og gengur EINGÖNGU út á það að drepa andstæðinginn, leggja fyrir hann gildru og leggja hann af velli! Þar skaut góður penni sig í fótinn... Þar að auki eru raunveruleg manndráp (vonandi) töluvert ólík því sem gerist í tölvuleikjum og jafnvel hollívúdd-myndunum sem við nærumst á, mörg hver...

Hvort sem að það er persónuleg reynsla Hrafns eða einhvers sem hann þekkir að „Pabbi og mamma sitja uppgefin í stofunni fyrir framan sjónvarpið...“ þá ætti hann að fara að eigin ráðum og „brölta upp úr hægindastólnum, slökkva á sjónvarpinu og athuga hvernig krakkarnir okkar hafa það. Við getum skapað þeim tilveru sem er skemmtilegri og innihaldsríkari en blóðbað tölvuleikjanna.“ Við getum líka athugað hvernig krakkarnir hafa það og athugað hverju þau eru að leika sér í... það eru ekki allir þessara drengja að leika sér í Counter-strike, sem gengur meðal annars út á samvinnu liðsfélaga og liðsheildar, samhæfingu handa og augna og 'strategíur', fyrir utan blóðsúthellingar. Svo er líka hægt að athuga hvort að þetta sé að hafa mikil áhrif á skapið í þeim og hvort að þessir drengir séu líklegri til þess að fremja morð í raunveruleikanum eða hvort þeir fái fyllingu sína í leikjunum.

Ekki tel ég líklegt að 15 ára unglingsdrengir á Íslandi skjóti á jafnaldra sína úr alvöru byssum, hvort heldur í gríni eða alvöru. Væri fullorðið fólk þá að skilja eftir skotvopn á glámbekk eða þurfum við að fara að óttast herskáa 15 ára unglinga sem geta með einhverjum leiðum reddað sér skotvopnum eins og ekkert sé eins og einhverjir hryðjuverkamenn/skæruliðar? Vegna þess að þannig er gert í einhverjum tölvuleik?!? Ætlum við börnum okkar ekki örlítið meiri gáfum en þetta? Einnig hugsa ég að fréttirnar fari verr með börnin og krakkana heldur en einhverjir tölvuleikir... „Við vörum við þeim myndum sem hér verða sýndar... þær geta vakið óhug...“

Sonur minn, sem er 5 ára, er farinn að nota tölvuna mína, meðal annars til þess að læra betur á stafina og nú nýverið til þess að leggja saman, draga frá og þess háttar. Ég hef ekki miklar áhyggjur af honum þó svo að hann sé einungis 5 ára. Tölvurnar eru framtíðin (upp að vissu marki) og vona ég frekar að hann spili tölvuleiki 4 tíma á dag þegar hann verður 15 ára frekar en að reykja og drekka áfengi.

Ég held að það væri nærri lagi að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu afnotagjöldin af RÚV. Ég leyfi mér að alhæfa, eins og Hrafn gerir í sinni grein, að ef að þjóðinni stæði til boða að borga afnotagjöld af RÚV og sleppa því, þá myndu ALLIR velja síðari kostinn! Fáránlegt að almannavarnatæki skuli rukka afnotagjöld og sýna BARA lélegar kvikmyndir og geta ekki einu sinni sýnt fréttir á réttum tíma útaf fótboltaleikjum... Það verður gaman að sjá hvernig fer fyrir RÚV þegar rannsókn Evrópudómstólsins (eða hvað sem það nú var) lýkur á réttmæti rukkunar afnotagjalda.

Við skulum ekki vera að stressa okkur á því hvaða leiki börnin eru að leika sér í... sýna frekar áhuga og kynnast því sem gerist á bak við luktar dyr... og hreinlega þakka bara fyrir að þau séu inni í herbergi að leika sér í tölvunni í stað þess að vera einhversstaðar úti reykjandi eða drekkandi.

sunnudagur, júní 20, 2004

Ómægad! (*grenj* *grenj*) 

Trísis!!! Hann er svo sorglegur seinasti þátturinn í Ðí Ó Sí Bits (The O.C.)... Grenjaði úr mér augun við að horfa á hann... allir sem eru að fara að horfa á seinasta þáttinn á næstunni ættu að undirbúa sig!
Mig langar geðveikt til þess að tala um þáttinn og hvað gerist í honum en ég vill ekki skemma fyrir ykkur hinum sem eiga eftir að sjá hann...

Get ekki beðið eftir 'Síson' 2 af Ðí Ó Sí Bits... verð að komast yfir þættina ekki seinna en í sumar... annars verð ég kreisí...

Annars lítið af mér að frétta... nýliðin pabbavika var ótrúlega góð... byrjaður að vinna aftur... 2 vaktir eftir og svo þriggja daga frí og Deep Purple tónleikar!!!

Mamma Rokk er að fara eftir viku, ásamt Ömmu Lillu til Þýskalands í heimsókn til Helgu, Alex og Nínu og verður í 2 vikur... endalaust partýstand á meðan :þ
Partýfólk og velunnarar eru velkomnir á meðan þær eru úti :þ

En allaveganna þá ætla ég að taka því rólega fram að vaktinni í kvöld... og hafa það næs í nótt...

Blæ

laugardagur, júní 19, 2004

Til hamingju með Daginn! 

Til hamingju með daginn og útskriftina Erna frænka! Nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur!

Til hamingju með daginn konur og menn (baráttudagur kvenna)!

föstudagur, júní 18, 2004

Ýmsar varíasjónir... 

NOTE: z
No smoking around Óli. Thankyou for your co-operation.

Username:

From Go-Quiz.com

Informationi
Óli Örn is a restricted area. Authorised personel only

Username:

From Go-Quiz.com

NOTE: z
No smoking around Óli Örn Atlason. Thankyou for your co-operation.

Username:

From Go-Quiz.com

miðvikudagur, júní 16, 2004

Geislavirkur? 

>
WARNING
Oli Orn is radioactive. Wear protective clothing at all times.

Username:

From Go-Quiz.com

Jahérna...

Mamma Rokk er alltaf að spá og spökulera hvað hún eigi að gera við peningana sem frúin í Hammborg gefur henni í næstu viku... það kom í ljós í dag að um meiri upphæð var að ræða en fyrst var haldið! Amma Lilla er alltaf að bögga hana um að hún eigi nú að passa vel uppá peningana og ekki að eyða þeim öllum í vitleysu... Margur verður af aurum api... þannig að ég er búinn að ráðleggja mömmu að nota helmingunar-aðferðina á ömmu... þegar amma spyr hvað þetta og hitt hafi kostað þá segir mamma að þetta hafi kostað helmingi meira en það í raun gerði... svo þegar mamma er búin að telja upp allt sem hún keypti sér þá segir hún bara við ömmu að hún hafi tekið lán fyrir restinni :þ Það ætti nú aðeins að hrista upp í kerlingunni :þ

þriðjudagur, júní 15, 2004

Hlynur fyndni! :D 

Eins og ég var að segja áðan... þá á maður stundum erfitt með að halda sér vakandi við og eftir að lesa uppi í rúmi með Hlyni... Um daginn sofnaði ég áður en ég náði að klára að lesa fyrir drenginn og hann ennþá glaðvakandi... svo þegar við vöknuðum daginn eftir sagði hann við mig: Pabbi... ég fór sjálfur á klósettið og pissaði eftir að þú sofnaðir og kom svo bara aftur uppí til þín :) Þetta sagði hann við mig með bros á vör og fannst ekkert athugunarvert við það að svæfarinn svæfði sig bara sjálfur uppí hjá honum... :þ
Eftir að ég kom heim frá Ástralíu hringdi ég í Hlyn og var að segja honum örlítið frá ferðinni. Ég sagði við hann að ég hefði farið í sædýrasafn og náð fullt af myndum af Nemó, Marel og Dóru (aðalpersónur „Finding Nemo“) og svo að ég hefði líka náð: „ótrúlega góðri mynd af Nigel... sem var fuglinn í Nemo... æji, mannstu ekki... fuglinn sem tók Marel og Dóru í munninn og flaug með þau...“ Hlynur svaraði: Já... pelíkaninn. Man... þau eru fljót að vaxa upp þessi börn...
Hann er sniðugur drengurinn... svo er hann búinn að vera að fíla sig í rot með Boga blýant rétt fyrir svefninn... fórum á bókasafnið áðan á DPD (í bættu ásigkomulagi) og fengum lánaðann Boga og Stafakarlana fyrir tölvuna... við megum ekki verða undir í tölvuvæðingar-barna-kapphlaupi samfélagsins...
Svo förum við á 17. júní skemmtunina sem verður hér útum allan bæ á fimmtudaginn... og ætlum að reyna að sjá frænku hans, en hún er einmitt í sönghópnum Nylon... :)

Þannig að Guð... það má alveg fara að létt til hérna yfir Skaganum... mér er sama þótt að ÍA tapi fyrir FH í staðinn á morgun... en sólin væri vel þegin! (en samt ekki 7-0 eins og "Skagamaðurinn" Arnar-eða-Bjarki Gunnlaugsson spáði...)

L8erz ppl!

Kjúkklíngabaunir??!?!?? 

Ómægad... sobbnaði uppí hjá Hlyni eftir að við vorum búnir að lesa okkur til um Jötuneðlur, Njarðareðlur, Grameðlur, Finngálkna, Snareðlur og ég-veit-ekki-hvað-eðlur frá Tríastímabilinu, Júratímabilinu og Krítartímanum... Það gerist nú stundum að maður sobbnar uppí hjá púka-san. Sensei-púki er þá orðinn eitthvað þreyttur og á erfitt með að halda augunum opnum... og lesa... En mig dreymdi vírdest draum ever... heilhveitis steypa (ójá... btw þá er ég búinn að finna heilhveiti fína leið til að blóta fyrir framan börnin... taka bara upp orðið heilhveitis! og þá er málinu reddað :þ meira um það á eftir). Þetta var þannig að ég var á vakt og ákvað að hjóla aðeins heim (jörundarholtið) til að kíkja eftir einhverju. Húsið hennar múttu var þá alveg við hliðina á Álverinu og ég var kannski hálfa mínútu að hjóla heim. Svo þegar ég kem heim (inn um bakdyrnar (ekki sama hús og mömmu)) koma á sama tíma 4 kvenmenn (réttum þrítugt) í heimsókn til fyrri eigenda (sem voru ekki þeir sömu og bjuggu hér) og ætluðu að hitta þau. Þær stoppuðu um stund og við spjölluðum eitthvað... ég með hjálminn á mér og allt... í vinnufötunum... en þegar þær ætluðu að fara að fara brá Ross úr friends aðeins fyrir og sagði eina setningu... og svo þegar það var búið fór ég að sýna öllum gestunum hvað ég væri fær að geta blásið endalaust út úr mér einhverjum skrýtnum kúlum. Þetta var geðveikt súrt... en ég fyllti 4 hálfslítersglös og eina könnu af þessum skrýtnu kúlum! Svo þegar ég fór að spá í þessu eftir að ég vaknaði þá fattaði ég það að þessar kúlur eru alveg eins og soðnar kjúklingabaunir!!! Heyrðu ekki nóg með það... þá var ég líka að slást við geimskrímsl (Eilíjen) og einhverjar risaeðlur... (líklegast útaf bókinni sem við vorum að glugga í)... alveg súrt dæmi...
Merkilegir þessir draumar! Um seinustu helgi dreymdi mig að mamma hafi runnið svona rosalega í einhverri slabbhálku og drasli fyrir utan unglingadeild Grundaskóla hérna heima og dottið á bakið... fattaði það bara daginn eftir þegar mamma sagði okkur að hún væri að drepast í bakinu og gæti varla beygt sig... án þess að vita nokkuð af hverju hún væri svona slæm... né að hún hafi verið að gera eitthvað deginum áður til þess að verða svona! Berdreymi?!?

P.S. í sambandi við blótsyrðið heilhveitis... þá var Villi Magg alltaf með heilvítis... og núna er ég búinn að fá það á heilann í smá endurbættri útgáfu! HEILHVEITIS! En þetta er geðveikt sniðugt blótsyrði... sérstaklega ef maður segir það skýrt... heilhveitis er bara miklu fyndnara :) og ef börnin eru nálægt þá heyra þau blótsyrði sem er ekki slæmt fyrir þau að brúka... af því að það er í raun ekki blótsyrði! Sniðugur...

P.P.S. Svo er líka hægt að nota Sheet (sjít) í staðinn fyrir Shitt (sjitt) og svona fram eftir götunum...

Heilhveitis og Sheet... blótsyrði afkomenda okkar ;þ

Check engine?!?! hvað er það? 

HAHAHA ég er búinn að losna við Check engine ljósið úr mælaborðinu á DPD!!! Gegt ánægður... nú malar hann eins og pardus! Ekki eins og köttur... eins og pardus! Atli bró kominn á nýjann bíl og allir gegt ánægðir með peningana sem frúin í Hammborg gaf mömmu (á eftir að millifæra það bara á'ana :)
HEHE... samanlagður floti Jörundarholts 15 er nú c.a. að andvirði 1 milljónar en kaupverð á þeim samanlagt væri líklegast í kringum 4-5 milljónir ef þeir væru allir nýjir!!! og mamma Rokk að fara að auka andvirði bílaflotans og fá sér einhvern flottan bíl. Hondu Accord Sport, Mazda 6 eða jafnvel BMW... en þetta er allt í athugun.

Ég fór á partasölu í dag og fékk loksins loftflæðiskynjarann sem mig vantaði í DPD og nú er ljósið farið og hann malar núna án þess að vera með einhvern lungna-þembu-andadrátt eins og var í honum... líklegast kominn yfir gelgjuna þessi elska... set inn eina mynd af Drekanum á góðum degi, þegar hann var hreinn... eins og kemur fyrir endrum og eins hjá honum:


Nett sáttur við lífið og tilveruna núna :D

laugardagur, júní 12, 2004

Ehemm... 

HEY!!! Hvað syngur í ykkur?!? Ég er búinn að vera í smá pásu... ég nenni varla að blogga þegar ég er að vinna og ég var að vinna núna mán, þri, mið og fim. Á fimmtudagskvöldið var Keilumót D-vaktar haldið í Keilusal Akraness. Það er nú skemmst frá því að segja að ykkar einlægi vann ekki að þessu sinni... þó svo að stutt hafi verið í sigurinn. Ég ákvað bara að spila á aflinu og heimskunni og það var miklu skemmtilegra heldur en að vera að taka snúninga og eitthvað svona BS! Þetta dróg hópinn ótrúlega saman... merkilegt hvað það gerir það alltaf :) Sissó vaktstjóri vann þetta eins og allt annað... :( Hann vinnur alltaf hjólreiðakeppnirnar... svo núna keilumótið... en það er náttúrulega bara svo að hann reki okkur ekki :þ Það er alltaf þannig að ef maður vinnur yfirmanninn í einhverju, þá er maður bara drekinn. Hehe... Mæli með því að fólk sem er að fara í keilu prófi "Aflið og heimskan" aðferðina... gegt sweet :þ

Mamma Rokk er búin að vera að skoða núna í hvað hún eigi að eyða peningunum sem frúin í Hamborg gaf henni... þannig að við fórum og skoðuðum glænýja Mözdu 6 í gær... geðveikt sweet ride... en það er samt einn galli við hana sem verður líklegast til þess að mamma kaupir hana ekki... það er ekkert ljós í hanskahólfin! Hvernig er hægt að borga 2,4 milljónir fyrir bíl og fá ekki ljós í hanskahólfinu?!?!?

Svo eitt fyndið í restina...
Eftir Keilumótið fórum við Svabbi og Ármann heim til Svabba til að horfa á LA Lakers og Detroit Pistons leikinn... það er ekki frásögu færandi nema að Svabbi á LA-Z-Boy sófasett og einn LA-Z-Boy stakann... ég kom mér fyrir í þessum staka og held að ég hafi ekki náð tveimur mínútum af leiknum áður en að ég sobbnaði :þ Svo þegar Ármann fór klukkan 6 um morguninn þá stóð Svabbi yfir mér og sagði:
S:Óli! Koddu inn í rúm.
Ég: Nei... þetter fínt maður...
S: Jú koddu inní rúm... þú færð bara hálsríg og eitthvað af því að sofa þarna...
É: Ókey... fínt maður...

stóð upp... klæddi mig úr fötunum og skreið uppí rúm til Svabba. Svo þegar ég vaknaði kl. 11:10 var ég að bylta mér og eitthvað svona... endaði svo á bakinu og Svabbi við hliðina á mér. Ég lokaði augunum aftur og var að vonast til að sofa í smá stund í viðbót og þá setti Svabbi hendina á sér yfir magann á mér... ég hugsaði með mér... Jæja... það er kominn tími á mig held ég... HAHAHA
Svo skreið ég bara frammúr og drullaði mér heim.
Hehehe... en svona er gott að eiga góða vini... sem kúra bara hjá manni þegar því er að skipta :þ

mánudagur, júní 07, 2004

Gledifréttir! Rikid gafst upp fyrir mömmu rokk og malsokn hennar!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

We could be heros! 

JEEEE!!!
Áttum klikkaða helgi saman feðgarnir...
Gerðum ekki rassgat á föstudaginn... en á laugardaginn fórum við uppá Byggðasafn og kíktum á 'víkíngana' í smá stund. Svo fórum við í bátsferð með einum af skipum Hb og Co í tilefni sjómannasunnudagsins... fengum pulsur og svala og fórum svo aftur uppá Byggðasafn þar sem við brögðuðum á Norskri fiskisúpu, tókum þátt í víkingaleikjum og festum kaup á hálsfesti sem er búin til úr kinnbeini úr kú og litað með lauk. Á hálsfestinni var svo rúnin H sem er stafurinn hans Hlyns. Svo í dag (sun.) skelltum við okkur Rokkfamilían í göngutúr uppá Háahnjúk, sem er næst hæðsti tindur Akrafjallsins. Við vorum ekki nema 1klst.og10mín. uppá Háahnjúk og Hlynur labbaði sjálfur alla leið nema c.a. 5 mínútur hvora leið (þ.e. upp og niður) en þá fór hann á hestbak á pabba. Hérna eru nokkrar myndir af ótrúlega góðri helgi:

Jonni víkingur lagar á sér hárið eftir einn af 'leikjunum'... Ef grannt er skoðað sést í hornið hans fast við beltið sem hann drekkur iðulega mjöð úr við hátíðleg tilefni:


Hlynur sýnir tilþrif í markinu:


Jó beibí!


Knútur (t.v.) á fýsubelgnum og Gummi með járn í eldinum:


Séð þvert yfir Hvalfjörð til Reykjavíkur... ótrúlegt útsýni!


Amma Sigga, Atli bró og Hlynur á Háahnjúki... Akranes í bakgrunni:


Nestisstund á Háahnjúki og Reykjavík í bakgrunni:


Og til sönnunar að ég hafi verið með í för... :þ


Hlynur töffari með nýja hálsmenið nýkominn úr sturtu:

föstudagur, júní 04, 2004

Ferðasagan, Part 3 - Grand finale! 

Löng lesning... en þess virði :)

Biðröðin - frh.
Að öllu öðru leyti voru yfirleitt venjulegt fólk í biðröðinni. Þarna var rætt um heima og geima, Kiss, fasteignaverð í Ástralíu...
Svona eftir kl.16:00 fór sólin að draga sig í hlé á bak við skýin, mér til mikillar ánægju... hjúkkitt segi ég nú bara... alltaf styttist í tónleikana og ég var orðinn spenntari og spenntar... samt var það eins og að minn draumur væri þegar búinn að rætast þó svo að tónleikarnir væru ekki byrjaðir og að ég var ekki einu sinni kominn inn í Superdome höllina!!! Það var að líða að mánudagskvöldi og ég var búinn á þessum tímapunkti að ferðast yfir hnöttinn... skoða brot af Sydney-borg í Ástralíu... orðinn ástfanginn af borginni... í ótrúlegum fílíng... og sólin farin í frí... ég hugsa að ég gæti varla verið hamingjusamari á ákveðnum tímapunkti þegar ég hugsaði til baka um þetta ævintýri sem senn var að líða undir lok.
Nú fór að sjást í gæslufólk innandyra og utan... og þau voru að minna fólk á það að það væri harðbannað að fara með bakpoka inn í höllina á tónleikana.
Svo var líka annað... ég átti eftir að fá miðann í hendurnar! Ég hélt að ég kæmist inn og þar gæti maður tekið við miðanum... en þá sagði John mér að maður þyrfti að fara að aðalinngangi hallarinnar til þess að fá miðann sinn afhentan. Ég var nú ekkert að stressa mig á því af því að þegar maðurinn í infoinu hringdi fyrir mig sagði hann að miðasalan/pickuppið myndi opna kl.16:30. Svo á hinum staðnum, þar sem ég gat ekki sótt miðann... þar var sagt að miðasalan myndi opna um 17:00 og svo var ein úr gæslunni sem taldi að það myndi ekki opna fyrr en 17:15...
John og fjélagar buðust til þess að passa fyrir mig stæðið í röðinni svo að ég gæti skotist og sótt miðann... Ég fór af stað og lenti í smá biðröð þar... en ekkert stress af því að fólk var bara að sækja miðann sinn... lítið mál... þurfti reyndar að bíða í svona korter... en það reddaðist alveg.

Þegar ég kem til baka eru allir að standa upp og röðin að þéttast!!! Þetta var að fara að byrja! Ég komst inn í röðina á sama stað hjá John og Joann og fleirum en var samt svolítið hræddur um að þetta yrði eitthvað tæpt út af bakpokanum mínum. Það var hægt að geyma töskur og svoleiðis í næstu hurð... en stelpan sem benti mér á að miðasalan opnaði ekki fyrr en 17:15 sagði að það myndi bara opna á sama tíma og húsið... kl.18:00...
Nú voru góð ráð dýr! Ég var það framarlega í röðinni að ég sá fram á það að ef ég færi með bakpokann minn myndi röðin gjörsamlega hlaupa framúr mér og ég myndi missa plássið mitt... og þurfa að kjafta mig inní röðina hjá einhverjum sem myndi líklegast ekki fíla það neitt spez.

Þannig að ég stökk úr röðinni aftur og beið eftir að það opnaði í töskugeymslunni. Til að gera langa sögu stutta... opnaði töskugeymslan 5 mínútur í sex og ég var fyrstur inn... lenti í smá panik þar af því að maður átti að skrifa lýsingu á töskunni og innihaldi... ÉG HAFÐI EKKERT TÍMA FYRIR ÞAÐ!!! En það reddaðist og ég komst aftur á sama stað í röðinni.

INSIDE!!!
Þegar inn var komið þurfti maður að hlaupa upp 4-5 tröppur og svo niður eina hæð og fara svo þar sem maður fékk svona armband (sem fer aldrei af BTW!) og svo tók enn meiri bið við :o/ Það var ótrúlegt hvað allir hlupu... hvað ég hljóp... ég var eins og krakki sem var nývaknaður á aðfangadag... hlaupandi inn í stofu til þess að skoða hvað það væru margir pakkar undir jólatrénu. Hjartað hamaðist sem aldrei fyrr... og spenningurinn var að gera útaf við mig. Svo kom bara í ljós að ég þurfti að bíða í svona hálftíma í viðbót! Styðsti hálftími ever!
Svo var okkur hleypt inn á gólfið í höllinni!!! Það var mikið hlaupið aftur og þau hlaup enduðu þannig að ég komst alveg að sviðinu og var aðeins hægra megin við miðjuna og það voru 2 manneskjur fyrir framan mig. Báðar náðu þær mér upp að höku þannig að ég sá allt sviðið mjög vel :D GEGT SPENNTUR!!!

Enn tók við bið... en hún var stutt þangað til að Machinegun Fellatio byrjaði... Ég ætla ekki að linka á þá hörmung... þetta var eins og fjöllistahópur... mínus list! Bara einhver HEILHVEITIS fjölhópur! Alveg hvað þau sökka... Á greinilega að vera eitthvað svona fjöllistaband... sem hneykslar... og eitthvað... við púuðum þau niður þegar þau voru hætt... Maður meira að segja fylltist viðbjóði þegar aðalsöngkonan í hljómsveitinni klæddi sig úr öllum fötunum í seinasta laginu og stóð nánast nakin á sviðinu... (hún var í mjög grófum netasokkabuxum... þannig að það sást allt) og það hefur líklegast átt að tákna eitthvað... eða senda einhver skilaboð að hún tók grímu af Gene Simmons og hélt henni í skauti sér á meðan hún hljóp um sviðið og sprautaði tómatsósu frá klofinu á sér! Hún fór með aðra hendina fyrir aftan bak og niður fyrir rass... þannig að það var eins og hún væri að sprauta blóði? úr'enni! Alveg súrt... ósmekklegt... og algjör viðbjóður.

Svo kom á sviðið Grinspoon sem var öllu skárri... þetta var flott rokk sem þeir spiluðu og mér var svolítið skemmt því að ég er ekki frá því að söngvarinn sé geðveikt líkur Halla (að mig minnir) trommara úr Botnleðju... endilega kíkið á þessa mynd hér, hann er í rauða bolnum...
Söngvarinn var nokkuð góður og það er eftirminnilegt að í einu laginu þandi hann raddböndin í botn og það kom svona öskur/verkstjóra-skipunar-söngur sem ég hef aðeins heyrt áður hjá meistara Leibba Djazz. Flottir.

KISS
Þá var stundin runnin upp! Klukkan var 21:00 þegar Grinspoon kláruðu og þá byrjaði salurinn að tryllast! Það var ákaft klappað fyrir sviðsmönnunum (eins og gjarnan er á tónleikum hérlendis :þ ) og óldskúl rokk hljómaði í græjum hallarinnar. Þarna voru á bilinu 25-30 þúsund manns og það skapaðist geðveikur spenningur/fílíngur í liðinu!!! :D
Ég var reyndar orðinn rosalega þreyttur í bakinu á þessum tíma og átti bágt með að standa kjurr... það var komið mikið af fólki þétt upp við mig úr öllum áttum... en það var bara stemning. Ég notaði tækifærið og bað stúlkuna afsökunar sem stóð fyrir framan mig á því að ég væri alltaf að rekast með hendina í rassinn á henni. Hehe... ég var alltaf með hendurnar í vösunum og var alltaf að skipta um löpp til að standa á til þess að reyna að hafa það sem þægilegast og var alltaf að rekast í hana... hún sagði að það væri nú lítið mál... og bað mig fyrirfram afsökunar á því ef hún skildi stíga á tærnar á mér... þótti það nú lítið tiltökumál.

Nú gekk fremst á sviðið einn sviðsmannanna og bretti ermina á stuttermabolnum upp yfir bæsepinn á sér (upphandlegsvöðvann) og kissti hann... allir horfðu furðu lostnir á gaurinn... svo bretti hann upp hinum megin og kissti hann líka... Lagið "Won't get fooled again" með The Who hljómaði undir á meðan... og svo á ákveðnum kafla í laginu (nákvæmlega 7:44 mínútur inn í lagið) kom rosa sprenging, gaurinn snéri baki í okkur og stóð eins og Y á sviðinu með hendurnar upp í sitthvora áttina og niður datt risastórt svart tjald sem á stóð K I S S !!! Ég hef aldrei á ævinni (að ég held) fengið svona rosalega gæsahúð!!!!!!! Ég var alveg að missa það... það voru kannsi 5-10 mínútur í hljómsveitina sem ég var búinn að hlusta á hálfa ævina!!! Fólkið í höllinni gjörsamlega trylltist og ég stóð sjálfan mig að því að brosa allan hringinn samhliða þessari rosalegu gæsahúð... ég gleymdi þreytunni í bakinu... ég fann að ég brosti inní mér... og ég svipaðist eftir einhverjum til þess að faðma :D Var samt pínu feginn að ég þekkti engann þarna... ég hefði bara farið að grenja! HAHAHA

Í höllinni heyrðist svo: You wanted the best... you got the best... the most hottest band in the world... KISS!!!
Ljósin komu á sviðið og þarna voru þeir holdi klæddir!!! Gene Simmons, Paul Stanley, Eric Singer og Tommy Thayer. Allir í búningum og með upprunalega málningu! Ég get svarið það að ég vissi ekki hvernig ég átti að mér að vera!!! Ég svoleiðis öskraði inní mér... brosti út að eyrum og ég fann að það læddist út úr mér smá geðveikislegur hlátur... bara svona geðveikislega... ég var á barmi taugaáfalls! Þeir byrjuðu á því að taka "King of the nighttime world"... Djísus... þarna var ég... í Ástralíu... á Kisstónleikum... og þeir voru í seilingarfjarlægð! Búinn að ferðast þvert yfir hnöttinn... og þarna var ég... ég var orðlaus, ánægður, hamingjusamur, hrærður, dolfallinn og allt sem hægt er að vera á einum af stærstu stundum manns í lífinu... nema bara í 10unda veldi! Bakþreyta? hvað er það?? Eitthvað sem ég fann ekki fyrir restina af ferðinni!

Þeir hlupu út um allt á sviðinu... virtust vera í ótrúlega góðu formi (aðallega Gene og Paul, en þeir eru komnir yfir fimmtugt)... léku sér að áhorfendum sem öskruðu, sungu, hoppuðu og brostu (ég var engin undantekning).
Þeir tóku frábær lög:
King of the nighttime world
I love it loud
War machine
Christine sixteen
Deuce
Doctor love
Heaven's on fire
I still love you
God gave rock and roll to you

Eftir rúmlega helminginn af tónleikunum slökknuðu ljósin í salnum. Ég sá í myrkrinu að Gene Simmons stóð á miðju sviðinu og ég vissi að það væri að koma blóðsjóv! Eftir smá stund kom spotlight á Gene þar sem hann stóð á miðju sviðinu og einn blóðdropi læddist út um munnvikið á honum. Hann sló á strengi bassans þannig að það kom mjög myrkt og drungalegt sánd úr bassanum og smám saman rann meira og meira blóð úr munninum á honum. Gjörningurinn stigmagnaðist þangað til að hann opnaði munninn og rak út úr sér tunguna og... og... og... þetta var ótrúlegt að sjá þetta svona læf!!! Svo krosslagði hann hendur og stóð kyrr á meðan þakið ætlaði að rifna af höllinni útaf fagnaðarlátum. Þegar fagnaðarlætin náðu hátindi á desibila-skalanum hófst hann á loft og var hífður lengst fyrir ofan sviðið þar sem hann stóð á örlitlum palli á stæðunni sem hélt ljósunum. Allir í höllinni öskruðu lungum og lifrum... þegar fagnaðarlátin minnkuðu öskraði hann í míkrafóninn sem var þarna uppi: Ó JEA? og allir svöruðu Ó JEE! Aftur öskraði hann: ÓÓ JEEEAA?!? og við öskruðum til baka: Ó JEEEEEE!!!! Þá svaraði hann: Well all right... og svo spiluðu þeir Unholy. ALVEG GEÐVEIKUR PAKKI!!!

14 meðlimir symfóníuhljómsveitar Melbourn voru með þeim í nokkrum lögum á þessum tónleikum til þess að fylgja eftir vel heppnuðum tónleikum frá því í fyrra. Þessir tónleikar eru skyldueign á DVD! Saman tóku þau meðal annars:
Detroit Rock city
Love gun
Rock and roll all nite

Þetta var bara geðveikt!!! Paul Stanley var með rólu sem hann fór í og renndi sér yfir allt A-svæðið á gólfinu og stoppaði svo á miðju gólfinu þar sem hann var á smá palli og spilaði og söng þar eitt lag. Trommusettið var á palli sem var á lyftu og í seinasta laginu lyftist trommusettið langt upp frá sviðinu með tilheyrandi 'fireworks' og reyk og gufu. Og í Rock and roll all nite sem var seinna uppklappslagið, frussaðist fleiri fleiri tonn af pappírsræmum yfir alla í höllinni, frá sviðinu. Það var svo mikið að á tímabili sá ég varla upp á svið... þó að ég stæði alveg upp við það!!! 2 skjáir voru inni á sviðinu, 2 fyrir utan svo að allir gætu borið goðin augum... og svo á einum tímapunkti renndi myndavélin út í salinn og stoppaði á einni gellu sem flassaði brjóstunum svo að 25-30 þúsund manns gætu sé þau... en n.b. hljómsveitin sá þau ekki :þ

Semsagt:
Kiss, búningar, málaðir, flugeldar, sprengjur, sprengingar, eldspúandi svið, blóðsjóv, brotinn gítar í restina á tónleikunum, brjóstum flassað... Ég held að ég hafi sjaldnar komist nær himnaríki! Ég fékk 'the works'... bara allan pakkann!!! Þetta var svo geðveikt að ég hef bara ekki upplifað annað eins. Lögin voru geðveik... ótrúlega flott... sjóvið í kringum þá var klikkað flott... sprengjurnar, sprengingarnar og eldurinn var ótrúlegt... Þessu gleymi ég aldrei... það er nokkuð ljóst!

Þegar ég kom svo út af tónleikunum og var að senda sms heim á bloggið mitt varð ég fyrir svo mikilli geðshræringu að ég átti virkilega bágt með mig... ég rölti í áttina að lestinni með kökkinn í hálsinum og tárin í augunum. Þetta var svo fyllilega þess virði að fara alla þessa leið til þess að upplifa þetta að það hálfa væri nóg... ég væri svo til í að gera þetta aftur... fljótlega! En læt það bíða aðeins... smá stund... :þ

En ég fer aftur til Ástralíu... og hvet alla til þess að kíkja þangað... ég get gefið pointera í sambandi við að redda sér ódýru flugi... endilega hafiði samband.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?