<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 26, 2005

Síminn girðir niður um sig... 

rétt áður en hann drullar uppá BAK! SEJETTURINN! Ég hef bara sjaldan kynnst jafn lélegri þjónustu hjá neinu fyrirtæki eins og símanum! Það er nú kannski öfugmæli að segja að Síminn girði niður um sig áður en hann drullar uppá bak… það er frekar þannig að hann girði niður um neytendur/áskrifendur sína áður en hann drullar upp á bak. Þvílíka endemis einokunin alltaf hreint! Að færa sjónvarpsstöðvarnar allar í gegnum ADSL-ið þannig að eini sénsinn fyrir fótboltaunnendur er að taka áskrift hjá þeim til þess að geta horft á ‘boltann’.

Ég er nú sem betur fer enginn áhugamaður um fótbolta og það þyrfti eitthvað mikið til, til þess að ég myndi sitja yfir fótboltaleik í ensku deildinni að eigin frumkvæði. Þá held ég að það sé betra að grípa í hljóðfæri eða eitthvað annað heldur en að fylgjast með fullt af yfirborguðum prinsessum sparka bolta þar sem að úrslitin eru löngu ráðin áður en flautað er til leiks.

Ég nota vefpóst voðalega mikið… sérstaklega þar sem ég er hættur að lesa Fréttablaðið og fylgjast með öðru sem gerist í kringum ****gatið á sjálfum mér og mér þykir það afturhvarf til steinaldar að kíkja á póstinn minn hjá Símanum, miðað við hvernig ég hafði það hjá OgWhat-a-phone! Fyrir utan það að það er hending að það sé hægt að skoða póstinn þar sem að hann er ‘niðri’ í c.a. annað hvert skipti sem ég tjékka á póstinum og BELIEVE YOU ME, ég geri það frekar oft!

Ég ætla núna að skrifa Símanum póst þar sem ég ætla að kvarta yfir lélegu neti og óáreiðanlegu og lélegu póstkerfi. Þar að auki ætla ég að senda OgWhat-a-phone! póst og hrósa þeim fyrir æðislegan vefpóst og segja þeim hvað vefpóstur Símans er mikið drasl og skamma þá líka fyrir að gera ekki neitt fyrir gsm-áskrifendur sem hafa verið þeim trúir frá upphafi!

Fyndið… ég var einmitt að segja við Axel Frey um daginn í vinnunni að maður getur oft séð út frá bloggi einstaklings hvernig týpa hann er og ég er æ oftar að sjá það að það sjálfsportrett sem ég dreg hér upp er af frekar BITRUM GAUR, sem ég er að sjálfsögðu ekki… en eins og Alli sagði í vinnunni: „Það er munur að vera nægjusamur…“ og ‘come-backið’ hjá mér var á þessa leið: „Til hvers að vera nægjusamur þegar það eru til miklu betri hlutir í heiminum?“

Lag dagsins er ‘All you do is bitch and moan’ með Kvartarafélaginu… HANANÚ!

Kysstu ömmu einn... 

er fleyg setning sem Hlynur hefur, fram til þessa, fengið að heyra þegar við leggjum leið okkar til mömmu Rokk. En hún er í einhverju átaki núna að segja það ekki og það er ótrúlega fyndið hvað það liggur í loftinu þegar við feðgar mætum í heimsókn að Jörundarholti 15.

Nema hvað... Hlynur kom til mín á mánudaginn seinasta og hann sat ofan á mér í sófanum. Við vorum að tala um eitthvað fyndið og Hlynur hallaði sér yfir mig og sló létt á bringuna á mér. Þá sagði ég við hann: „Hey, vertu aaa við pabba“ (eins og maður púllar iðulega á lítil börn þegar þau eru farin að fatta að vera góð við e-ð eða e-n) og þá sagði Hlynur hátt og snjallt: „Kysstu ömmu einn!“ og það er nú varla frásögu færandi nema hvað að okkur var líklegast vart hugað líf út af hláturskrampa! :þ

Svo þegar við komum í heimsókn til mömmu Rokk/ömmu seinna þennan dag þá Hlynur sér leik á borði og púllaði: „Vertu aaa við Hlyn“ áður en að hún gat sagt: „Kysstu ömmu einn.“

Ég fór svo í gær upp í Borgarnes til þess að fara með Hlyni á skólasetninguna og að hitta kennarann. Ég hef bara góða tilfinningu fyrir þessu og það verður gaman fyrir Hlyn að byrja í sexárabekk. Hann sat í gær á móti Herði Gunnari, syni Dúddu og ef þetta verða sætin í vetur þá er líklegt að þeir eigi eftir að rugla reitum eitthvað saman... a.m.k. sem fjélagar.

Ég er eitthvað voðalega andlaus núna, búinn með 2 næturvaktir af þremur og gat eiginlega ekkert sofið í morgun. Þó svo að ég sé í mjög góðu yfirlæti á Jörundarholtinu, þá voru draumfarir mínar eitthvað tengdar vinnunni í álverinu og það var ekkert sérstaklega skemmtilegt... auk þess að Hlynur er á leiðinni til mín og verður hjá mér fram á sunnudag. Þetta verður semsagt seinasta 'rúmlega-pabbahelgin' mín a.m.k. í einhvern tíma. Þetta er svolítið erfitt fyrir mig, finn ég, en ég vill alls ekki að hann missi úr í skólanum þannig að maður verður bara að díla við það. Leiðinlegt hvað maður byrjar alltaf að sakna fyrirfram.

En af léttari málum... þá splæsti kærastan á mig ferð til Jóa hnykkjara og ég get svarið það... ég hélt að það væri bara í bíómyndunum þar sem að það brakar svona mikið í einum líkama! Ég var með hina og þessa liði læsta eða fasta og annar axlarvöðvinn var alveg í klessu þannig að Jói hnykkti á mér, vöðvunum og liðunum, tosaði, teygði, spennti og potaði... Class-A violence!!!
Svo þegar ofbeldinu lauk lá ég eins og skata á bekknum hjá honum og meðvitund mín fjaraði smátt og smátt út yfir í algjöra sælu. Mér finnst kroppurinn minn vera allt annar og ég var að velta því fyrir mér hvort að Jói sé með einhver sambönd á svona 'body-chop-shop' eða líkamsvarahlutaverslun á netinu eða í Rúanda af því að mér fannst eins og skipt hafði verið um einhverja 'stock-parts' á meðan ég lá þarna hálf meðvitundarlaus!
Þetta var geðveikt kúl og hressandi og ég hvet alla til þess að tjékka á honum Jóa sem er með aðstöðu í Þrekhúsinu/Sporthúsinu í Kópavogi.

Fullt hús stiga fyrir brak og bresti...
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson
-Hellertækni, vöðva og liðjöfnun-
Samhæfing líkamans, s:5179606/8229606

Mæli með honum og fer bókað til hans aftur.

Rock n’ roll… lag dagsins er Bend and break með Keane ;)

föstudagur, ágúst 19, 2005

Fjórir... the magical number... 

(Sýnir 4 putta)„Það er bara til þrenns konar fólk í heiminum! Þeir sem kunna að telja og þeir sem kunna ekki að telja!!!“

Svenni sem ég er að vinna með er svo mikill snillingur!!!:
„Betra er að tala lítið og vera talinn vitlaus í stað þess að tala mikið og taka af því allan vafa!“
Algjör Svennismi! :þ
Annars er ég bara í vinnunni... kickin' it... þreyttur og ætla snemma að sofa í kvöld (ef guð leyfir). ;) ekki það að minn guð sé með horn og hala... en bara... væri gaman að geta drullast snemma í háttinn svo maður gæti kannski kíkt eitthvað út annað kvöld. Sé til.

Reyndar alveg kreisí útí fólkið sem á heima í húsinu mínu núna... það voru 6 bílar beint fyrir framan húsið í gær sem lögðu ofan á eða hreinlega yfir hvítu bílastæðis-afmörkunar-bílastæða-línurnar!!! SEJETTURINN HVAÐ ÞETTA FER Í MIG!
Steini Jobba var að segja við mig um daginn að þeir sem eru að taka bílprófið í USA í dag þurfa að fara í 'Anger Management' til þess að geta haft stjórn á skapinu ef því er að skipta. Ég þarf svoleiðis held ég... en ég ætla að sjálfsögðu ekki að fara í svoleiðis af sjálfsdáðum! Hehehe... spurning um að prenta út helling af blöðum og setja undir rúðuþurrkurnar:

"Bílstjórar og aðrir misgjörðamenn athugið! Hvítu línurnar á götunni upp við gangstéttina eru til þess að afmarka það svæði sem ætlast er til að fólk leggi bílnum sínum INNAN!!! Ekki vera gúrka og sýna öllum að þú hafir fengið ökuskírteinið þitt í Seríjóspakka... eyddu 3 sekúndum í viðbót við að leggja bílnum þínum, það getur munað um 2-5 stæði bara hérna megin á götunni..."

En ég ætla að sjálfsögðu ekki að gera það heldur... það er miklu betra að byrgja þetta allt inni og springa svo einn daginn í Bónus og öskra á varnarlausa, litla og berskjaldaða kassadömu. Það er langbest... ég sé þetta alveg fyrir mér... svo á leiðinni út labba ég að næsta jeppa (LaToya GrandLoser helst) sem er lagt í tvö stæði og lykl'ann allan endilangan eftir hliðinni. Brosi svo sæll og glaður næstu 10 árin þangað til að ég spring aftur.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Mikið var! 

að beljan bar... Ágætu lesendur og aðrir... hvet ykkur eindregið til þess að smella á linkinn hérna og taka þátt í áskorun FÍB til þess að hvetja R.Í.Ó. Ríkisvald Íslenskra Óþokka til þess að taka beinan þátt í að lækka bensínverð!

FÍB sendi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar erindi fyrir
um mánuði síðan þar sem félagið hvatti stjórnvöld til að draga úr
sköttum á eldsneyti vegna gríðarlegrar hækkunar olíu á
heimsmarkaði. Fordæmi eru fyrir svona inngripi stjórnvalda frá
fyrri árum m.a. í tíð núverandi ríkisstjórnar. FÍB hefur
ekki fengið formlegt svar frá stjórnvöldum en ráðamenn hafa lýst sig
fremur andsnúna þessum hugmyndum í fjölmiðlum.

Nú þegar verð á bensíni og dísilolíu er í sögulegu hámarki er það
eðlileg krafa að dregið sé úr ofursköttum á eldsneyti. Til að
styrkja þessa sjálfsögðu kröfu hefur FÍB sett af stað
undirskriftasöfnun á heimasíðu félagsins þar sem fylgjendur lægri
skatta á eldsneyti geta skráð nöfn sín og þar með hug sinn.
Glugginn er vinstramegin á síðunni undir rauðlitaðri fyrirsögn:
Áskorun til stjórnvalda - undirskriftasöfnun.

FÍB hvetur alla sem málinu eru fylgjandi til að skrá sig á þennan lista og
sýna þannig kjörnum fulltrúum almennings hug sinn
.“

Mál til komið að það komi eitthvað svona... ég skil nú bara ekkert í því af hverju Neytendafélagið er ekki búið að gera eitthvað í þessu...

Smellið á linkinn til þess að taka þátt!

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Jahérna..... 

Þetta segir bara allt sem segja þarf...

mánudagur, ágúst 15, 2005

Ótrúlega spez... 

Sejetturinn hvað ég myndi ekki nenna að vera að bera út póstinn hérna í Reykjavíkinni. Sá póstburðargaurinn hérna í morgun fyrir utan og hann er með þrjá troðfulla poka fyrir Eggertsgötuna! Ég vona a.m.k. að þetta sé fyrir alla götuna...
Stuttu seinna kom svo konan sem ber út Fréttablaðið og með dóttur sína í 'slave-camp'. Aldrei þessu vant setti hún nú blaðið í bréfalúguna hjá mér... yfirleitt skilja þau blöðin eftir neðst í tröppunum og svo þegar maður stendur úti að reykja í ágætis-blíðskapar-hvassviðri sér maður opnurnar þeysast í hringlaga boga út á götu, út í vegg, á bílana og svo út í buskann. Skemmtilegt... minnir mann svolítið á American Pie atriðið þegar gaurinn var að mynda plastpokann.
Dóttirin var greinilega ekki mjög vön því að þeysast með blöðin fyrir mömmu sína og var ekki viss hvort að það væri kjallaraíbúðir í húsinu á móti mér og á meðan hún beið eftir svari frá einum íbúanum sagði mamma hennar: „Hættu bara þessu tuði og haltu áfram!“ Í kjölfarið fékk stúlkan svar frá íbúanum sem tilkynnti henni með meðaumkunarsvip að það væru íbúðir í kjallaranum.

Ég er hættur að lesa Fréttablaðið... þó svo að ég geti gengið að því að fasteigna-sölu-síðurnar séu aðallega í miðjunni... þá er blaðið orðið þannig að ef maður tekur þessar fasteignasíður úr, þá er bara forsíðan og baksíðan eftir!!! Heilhveitis drasl. Í staðinn fylgist ég ekkert með fréttum, bara ímeilunum mínum og læt restina af Íslandinu og heiminum fylgjast með stríðsmálum, óánægju, háu bensínverði og fleiri óþarfa sem maður þarf ekkert á að halda.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Bitri gamli karl!!! 

Las einhver 'Blaðið' í dag? Á blaðsíðu 14 er aðsend grein eftir Jóhann L. Helgason (sem, með smá rísörts, er skráður til heimilis í Svíþjóð) sem ber heitið 'Hinsegin þjóð?'

„Ætla skal að miðað við áhorfendafjöldann á hinsegin dögum nú í águst sé homma og lesbíu faraldurinn stöðugt að breiða úr sér á Íslandi. Með dyggum stuðningi stjórnvalda við útbreiðslu sóttarinnar stefni hratt í að Ísland verði eitt mesta homma og lesbíu bæli jarðarinnar að San Fransisco meðtalinni.“

„Við homma og lesbíur vil ég segja þetta að lokum:
Hættið að rugla börnin okkar í ríminu jafn lymskulega og raun ber vitni. Hættið líka að segja við heiminn að þið séuð eitthvað annað en óeðlileg. Farið aftur inn í skápinn og lifið ykkar kynlífi í friði og fjarlægt frá okkur hinum og lokið vel á eftir ykkur. Fordómana hafið þið sjálf skapað.“

Svo að sjálfsögðu skýlir hann sér á bak við kristna trú þar sem samkynhneigð er talin viðurstyggð og óeðli... Mig langaði til þess að svara þessu bréfi en ég þarf þessi ekki. Þeir sem lesa þetta bréf eftir hann Jóhann annað hvort hlæja að honum eða vorkenna honum.

Það eru nú ekki svo margar aldir síðan biskupar og kardinálar kristinnar trúar misnotuðu unga drengi... hvort myndi það flokkast undir hommaskap eða kynferðislegt ofbeldi? Lærðustu menn biblíunnar fara ekki eftir henni sjálfir þannig að svona óldskúl bókstafstrúarmenn/ eða fordómafullir gamlir karlar lifa bara í fáfræði sinni og hræðslu vegna þess að fordómar eru jú til komnir vegna fáfræði.

Ég ætla ekki að svara Jóhanni og ég ætla bara rétt að vona að ef hann eigi einhver skyldmenni hérna á klakanum að þau reyni eitthvað að tjónka í hausnum á honum þar sem að samkynhneigð er engin synd... nema í augum örfárra þrönsýnna fáfræðinga. Ef fólk hætti bara að skipta sér af öðrum og leyfði fólki bara að lifa í sátt og samlyndi við sína trú og sín gildismöt þá væri heimurinn líkegast allt annar staðar að búa á.

Ég sagði Hlyni frá því, þegar Gay pride var í gangi á laugardaginn að þetta væri hátíðsdagur samkynhneigðra, þ.e. homma og lesbía. Hommi er maður sem er skotinn í, eða ástfanginn af öðrum manni og lesbía er kona sem er skotin í, eða ástfangin af annarri konu. Það er bara ekkert athugavert við það og sérstaklega þar sem ástin þekkir hvorki aldur, litarhaft eða kynhneigð. Honum finnst það bara eiginlega ekkert skrýtið að það séu til karlar sem eru kærustupar og konur sem eru kærustupar. Þeirra líf, þeirra val.

Jóhann... eitt vil ég segja við þig að lokum. Farðu bara aftur til Svíþjóðar, inn í hellinn þinn og lokaðu á eftir þér. EÐA farðu bara í hellinn til Sjálfstæðismannanna... það er örugglega nóg pláss þar. Ekki reyna að tileinka þér ný sjónarmið og skoðanir... það gæti orðið stórhættulegt fyrir þig... það gæti kannski komið í ljós að homma-/lesbíufælni þín væri bara það að þú sért samkynhneigður... dauðasynd ekki satt?!?

Fyndið að hugsa líka til þess að þegar samkynhneigður einstaklingur opinberar kynhneigð sína er talað um að koma út úr skápnum... en staðreyndin er sú að hann/hún er að koma INN í skápinn... Skáp fyrirframákveðinni skoðanna, normala, gilda og hefða...

Eitt í lokin:
„Drottins er að dæma. Uppruni málsháttarins er ókunnur en vísunin er í kristna trú. Samkvæmt henni hefur drottinn æðsta dómsvald og það er því ekki okkar mannanna að taka fram fyrir hendur Guðs í mati okkar hver á öðrum. Það er líka margreynt að enginn kemst lengra en Guð vill og eins telja kunnugir það nokkuð ljóst að allt sér Guð um síðir.“ Mjólkurfernuspeki.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

 

Hæ (segir strákur við mig þegar ég er á leiðinni inn í bíl. Hann er á annarri hæð að tala út um lítinn opnanlegan glugga)
-Hæ
Veistu af hverju ég er hjá pabba mínum?
-Nei
Af því að mamma mín segir það.
-Nú? En er ekki gaman hjá pabba?
Jú, það er gaman. Mjög gaman.
-Glæsilegt! Bless bless.
Bless

Pabbahelgar í hnotskurn? Af því að mamma segir það?

laugardagur, ágúst 06, 2005

ÓGISLAH GAMAN!!! 

Það var klikkað stuð í gær! Ekki satt?
Við spiluðum í rúma þrjá tíma og það var brjáluð stemning... þetta verður örugglega gert aftur!

Ég fékk fullt af fallegu og skemmtilegu fólki í mat til Mömmu Rokk sem enn og aftur missir af þessum grillveislum eða átveislum. Við spiluðum svo rassinn af okkur þó svo að Hlynur söngvari sé kominn með lungnabólgu. Hann var semsagt ekki í gær og er greyið kominn á sýklalyf, astmalyf og steralyf! Siggi Kristófers kom ekki heldur af því að hann veiktist eitthvað en það reddaðist þar sem að Jón úr Tilþrifum kom okkur til bjargar sem ryþmagítarleikari og kunnum við honum bestu þakkir fyrir!

Góður dagur, gott kvöld og villt nótt. Stemning :)

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Hnignun í íslensku tónlistarlífi... 

er þegar búinn er til nýr eða þýddir textar við lög Kim Larsen. Ekki misskilja mig, ég fíla Kim Larsen, mér finnst hann ekta, þó svo að hann hafi aldrei verið 'uppáhalds-' tónlistarmaður minn. Veit reyndar ekki hversu mikið Pétur Kristjáns heitinn, sé tengdur þessu... en ég á bágt með því að rokkari eins og hann hafi verið bendlaður við þennan óbjóð beint.

Það er nú eitt að vera alltaf að búa til einhverja FM-texta við þekkt erlend lög í byrjun sumars og það gerði alveg útslagið hjá mér þegar þeir tóku 'I was made for lovin' you' með Kiss og gerðu það að 'Koddu með á sumardjamm'! Sejetturinn hvað ég varð fúll þá. Af hverju er bara ekki hægt að drullast til að búa til ný lög? Láta þau bara sökka þá á sinn hátt í staðinn fyrir að eyðileggja einhver önnur lög?!? Svo fá þessi 'tónlistarmenn' stefgjöld af þessum afhroða!

En yfir í aðra sálma... ég var að hlusta á Rúv í vinnunni á mánudaginn af illri nauðsyn vegna þess að það næst ekki önnur útvarpsstöð í útvarpið sem er í lyftaranum þegar maður er að keyra út. Þessi þáttur byrjaði nú ágætlega en ég get svarið það að það heyrðist í beinni útsendingu þegar þau byrjuðu að drulla upp á bak.
Fyrsta atriðið var þegar kona hringdi inn og vildi fá að heyra fleiri kántrí-lög á Rás 2, sem er í góðu lagi af því að kántrí getur verið skemmtilegt... en hún vildi með þessu lagi senda kveðju til systur sinnar. Hún var spurð hvort að hún vildi eitthvað sérstakt lag en hún hafði ekkert í huga þannig að hún leyfði þáttarstjórnendum að velja. Þau völdu fyrir hana, með systrakveðju: STAND BY YOUR MAN! Hversu heimskulegt er það?!? Þau hafa kannski vitað að kall systur hennar tuskaði hana reglulega? Fyrir þá sem ekki vita leynist í þessum texta kvenhatur mikið og er í raun og veru söngur konu til kynsystra sinna um að standa með kallinum og fara ekki frá honum þó hann berji þig eins og harðfisk. Skemmtilegt.
Næsta afhroðið kom þegar þau voru beðin um að spila 'Anotherone bites the dust' með Queen. Þegar það er búið að biðja um lagið nokkrum sinnum skella þau því á... en einhverri rappútgáfu!!! Sejetturinn hvað ég varð fúll. Brian May var reyndar búinn að sansa þessa útgáfu sjálfur... en ég meina kommon...
Þriðji hryllingurinn kom svo þegar þau spiluðu 'Mother' eftir Pink Floyd með einhverri hljómsveit sem var búin að leika sér að því að gefa út 'The Wall' í kántríútgáfu! og það lélegri!!! ÓMÆGAD!!! Ég slökkti að sjálfsögðu á útvarpinu og hugsaði þeim þegjandi þörfina!

Og er svo fólk hissa á því að maður dánlódi lögum af netinu til þess að búa til og brenna diska fyrir sig? En þetta var eins og áður segir af illri nauðsyn sem ég kveikti á Rás 2 þannig að þetta gerist líklegast ekki aftur í bráð... eða bara ever!

Annars er allt gott... þeir sem hafa áhuga geta kíkt í grill á föstudagskvöldið á Jörundarholtið þar sem létt upphitun fyrir ballið á Breiðinni með 'The Norðurál Group' verður. Óstaðfrestar fregnir herma að þarna verði a.m.k. 2 hljómsveitarmeðlimir úr hinni heimsþekktu hljónst. Vertu þar eða vertu ferningur (Be there or be square).

Ætla ekki allar að skella sér á frítt ball á Skaganum á föstudaginn?!?!?!?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?