<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 31, 2005

Æðisleg helgi... (sigh) 

Vildi helst að hún hefði aldrei endað... en hversu skrýtið væri það ef það væri alltaf helgi. Þá myndu fáir vinna og það væri fyllerí og slagsmál alla daga niðrí bæ...

Það var nú ekkert allt of gefið að við myndum ná út á/til Selfoss á föstudaginn sökum óveðris en það hafðist. Sáum reyndar ekkert allt of mikið út fyrir húddið á bílnum á heiðinni og á milli Hveragerðis (Who-e-did-e's) og Selfoss. En þetta hafðist. Ég festi bílinn reyndar nokkrum sinnum á planinu hjá Hótel Selfoss en ekkert alvarlegt. Við tjékkuðum okkur inn og fórum á herbergi 213, sem var okkar herbergi. Ótrúlega vígalegt hvað tölurnar eru búnar að vera svipaðar alla vikuna... Sátum í sætum 12 og 13 á 6. bekk á Dúndurfréttum á þriðjudaginn. Sátum í sætum 13 og 14 á 5. bekk á Dúndurfréttum á fimmtudeginum. Gistum svo í herbergi 213 á Hótel Selfoss alla helgina og árshátíðarmiðarnir okkar voru númer 114 og 147.

12+13+13+14=52
52+5+6=63
213-63=150
(12+13)*6=150
(13+14)*5=135
(114*147)/213=78,67
5+6+12+13+13+14+147=210
213-114=99
213-147=66
Þetta eru bara nokkur dæmi um mögulegan útreikning úr þessum tölum... þetta segir náttúrulega ekki neitt... þannig að það er ennþá skemmtilegra að velta þessu fyrir sér :þ

En allaveganna... þá ákveðum við að athuga með færðina til Stokkseyri og taka hreinlega bara sénsinn á því að það sé fært þangað. Við lögðum tímanlega af stað og það var mjög góð færð úteftir þannig að það var í lagi. Reyndar smá skafl á bílastæðinu hjá veitingastaðnum 'Við fjöruborðið' sem við brunuðum bara í gegnum með ótrúlegum tilþrifum. Maturinn var unaðslegur... ÓMG!!! Þetta var ekkert smá gott... fengum göldrótta humarsúpu í forrétt sem var bókstaflega göldrótt hún var svo æðisleg og svo fengum við 600g af humri sem var alveg 'to-die-for'!!! SEJETTURINN HVAÐ ÞETTA VAR GOTT!!! Sátum þarna heillengi á meðan ég píndi ofan í mig restina af humrinum (skildum reyndar c.a. 50g eftir). Þetta var alveg himneskt. Keyrðum svo heim með bros á vör og gátum ekki hætt að hugsa um matinn.
Við kíktum aðeins út á lífið á Selfossi um kvöldið og fórum inn á Pakkhúsið. Það var live band þar sem var ágætt og fullt af fólki. Mesta athygli vakti frekar öldruð, drukkin kona sem dansaði til skiptis við tvo eldri menn þarna sem voru alveg æstir í hana. Það lá við að til slagsmála kæmi þegar hún virtist svo vera búin að gera upp við sig... en það er nú önnur saga.

Við náðum að sofa aðeins út á laugardeginum og gerðum lítið annað, framan af deginum, en að fara út til þess að fá okkur eitthvað að borða. Ég fór svo í 'sándtjékk' klukkan 5 og svo var bara farið í það að hafa sig til fyrir kvöldið.

Árshátíðin átti að byrja klukkan 7 en okkur var ekki hleypt inn í sjálfan salinn fyrr en um 8, þannig að við fengum fordrykk (rautt, hvítt, rósa eða bjór) og sátum frammi og kjöftuðum. Steinn Ármann sá um veislustjórnunina og það er skemmst frá því að segja að með þessa hormottu sem hann var með, leit hann út eins og klámmyndastjarna. Sem var svosem allt í lagi... Hann var mjög fyndinn á köflum og þá sérstaklega þegar hann tók fyrir innanbúðargrín sem var þó ekki mikið. En hann sagði einn brandara sem var á þá leið að Halldór Ásgrímsson hafði boðið öllum helstu stjórnmálamönnunum heim til sín í partý. Svo daginn eftir tekur hann eftir því að það er búið að pissa í snjóinn fyrir utan húsið sitt. Með hlandinu var búið að skrifa: „Halldór Ásgrímsson er asni!“ Hann setur RLR í málið og þeir komast að því að þetta sé hlandið úr Guðna Ágústssyni en rithöndin hans Péturs Blöndal! HAHAHA... þessi var góður.
Maturinn var mjög góður og árshátíðin í alla staði flott. Við í norðurálsbandinu tókum nokkur lög og það kom mér svolítið á óvart að Steinn rak okkur niður til þess að Hundur í óskilum kæmist að.... og hann var ekkert að spara dónaskapinn.
Hlynur söng 3 lög, Brynja úr Idolinu tók með okkur 3 lög og Kristján starfsmannastjóri (fv.) tók eitt lag. Þetta var ótrúlega flott hjá okkur og þeim fannst þetta hafa verið ennþá flottara þegar hljómsveit hússins byrjaði svo að leika fyrir dansi.

Við ætluðum að fá að taka eitt lag til viðbótar þegar Hundur í óskilum voru búnir en gítarleikarinn í hljómsveitinni Pass sagði að það væri bara ekki hægt (við vorum ekki búnir að ganga frá neinu og það var allt klárt upp á sviði...). Ástæðan var sú að HANN hafði gleymt gítarólinni sinni heima og þurfti að fá eina lánaða hjá okkur! Besta ástæða ever... en allaveganna... ég stóð þarna rétt hjá og sagði við hann að því miður gæti ég ekki lánað honum gítarólina mína þar sem að ég væri að fara að nota hana uppá herbergi á eftir. Ég setti eins mikla kaldhæðni í þetta eins og ég gat en hann fattaði samt ekki neitt... FÍNT!

Allaveganna... þá var árshátíðin frábær í alla staði og ótrúlega gaman. Vildi að helgin hefði aldrei tekið enda...

Lag dagsins er The rain song með Led Zeppelin... af því að ég vill að það komi rigning og skoli öllum snjónum burt. Líka af því að það er æðislegt lag.

föstudagur, október 28, 2005

Aðeins skárri... 

Já, ég er ekki frá því að ég sé aðeins skárri af hass-berunum... get allaveganna labbað eins og homo sapiens, mínus hip-replacement... þ.e.a.s. ekki lengur með 'old man river syndrome'. Fór líka tvisvar í sund í gær og náði að mýkja kvikindin svo þegar heim var komið eftir tónleika Dúndurfrétta. Ég ætla að fara í sund aftur í dag og reyna að mýkja vöðvana upp fyrir körfuna. Svo verður brunað beint til Selfoss, loggað sig inn á hótelið og svo brunað út á Stokkseyri í mat. SEJETTURINN!!! Þetta verður svo glæsileg helgi að það hálfa væri nóg. Ég hugsa að ég blogga ekkert fyrr en í fyrsta lagi á sunnudaginn svo að ég bið ykkur bara vel að lifa og hafið það gott um helgina af því að ég ætla að gera það! :)

Lifi rokkið... Lag dagsins er Ten years gone með Led Zeppelin sem Dúndurfréttir tóku í gær.

Tónleikaröð Dúndurfrétta - Review 

Undirritaður skellti sér ásamt ektakvinnu á tónleikaröðina hjá Dúndurfréttum og mætti á fyrri tónleikana bæði kvöldin. (Copy-paste af Dúndurfréttablogginu)

Þriðjudagur, 25. okt. kl. 20:00:
Dúndurfréttir spiluðu samtals í rétt rúma tvo tíma og þeir tóku highlights af besta og þekktasta efni Pink Floyd; Shine on you crazy diamond, Dogs, Mother, Young lust, Another brick in the wall: part 2, In the flesh, Dark-side-of-the-moon-syrpu, Comfortably numb og enduðu á Run like hell(svo eitthvað sé nefnt). Vel framsett og þétt spilamennska einkenndi tónleikana þetta kvöldið og ekki hægt að setja neitt út á hljóðfæraleik né söng Dúndurfrétta-liða. Einar gítarleikari sleit þó reyndar streng í Comfortably numb sem kom aðeins niður á seinna sólói lagsins, en hann tók fram Telecasterinn fyrir Run like hell og það var flott 'múf' að enda tónleikana á því lagi.
Fyndnasta atriði kvöldsins var samt án efa: „Mér finnst eins og að ég sé að spila á sexhundruðáragamalt skrifborð!“ sagði Pétur þegar hann var búinn að koma sér fyrir bak við Hammondið. :þ

Fimmtudagur, 27. okt. kl. 20:00:
Dúndurfréttir spiluðu aftur í rúma tvo tíma og tóku fyrir efni Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep.
Þeir tóku 3 lög eftir Uriah Heep; Easy livin', The Wizard og July morning. Það gladdi mig mjög mikið að þeir skulu hafa tekið 3 lög með þeim að þessu sinni þar sem að ég er mikið Uriah-Heep-böff. Raddirnar voru óaðfinnanlegar og gaman að heyra hvað þeir hafa breitt tónsvið og ná að hljóma vel saman. Persónulega mega þeir taka allaveganna eitt lag í viðbót og þá helst eitthvað af Deamons and wizards eða Salisbury en það er náttúrulega bara mín skoðun.
Af lögum Led Zeppelin tóku þeir: The rain song, Good times bad times, Thank you, Dazed and confused, No quarter, Whole lotta love, The song remains the same, Stairway to heaven, Since I've been lovin' you, Kashmir, Immigrant song svo eitthvað sé nefnt. Aftur er hvorki hægt að setja út á spilamennskuna né sönginn og það er alveg ótrúlegt hvað Pétur nær bæði hátt og hljómar líkt meistara Plant þegar hann fer á háu nóturnar. Persónulega finnst mér vanta inní prógrammið hjá þeim South bound saurez sem kom út á plötunni In through the outdoor en það er bara mitt álit.
Deep Purple: Into the fire, Child in time, Soldier of fortune.

Á heildina litið voru þessir tónleikar löngu tímabærir og gaman að heyra hvað mikið er lagt í útsetningu laganna. Ég hef oft haft á orði að það sé eins og maður sé kominn aftur til 1970, inní stúdíó að hlusta á orginal upptökuna ef maður lokar augunum og lætur tónlistina leika um kroppinn allan. Þeir eru allir stórkostulegir hljóðfæraleikarar og skemmtilegt að sjá og heyra þá leggja líf og sál í flutning þessara laga. Shine on you crazy diamond stóð algjörlega uppúr á þriðjudagskvöldinu en á fimmudagskvöldinu stóðu; Into the fire (DP), Easy livin' (UH) og The rain song (LZ) uppúr að mínu mati. Pétur fer inn á nýjar hæðir í Into the fire og sama má segja um gítarleik Einars í The rain song, sem er frábær viðbót við annars glæsilegt prógramm. Trommuleikur Óla var einstaklega þéttur og Ingi fór á kostum á bassanum og það var gaman að heyra í honum í Immigrant song þar sem hann sannaði að hann getur tæklað John Paul Jones hvenær sem er... Matti missti aðeins marks hjá mér í Thank you (LZ) en bætti það fljótlega upp með framúrskarandi söng. Einar er að mínu mati einn af 5 bestu gítarleikurum landsins og það þarf ekkert að tíunda það frekar hvað þetta örvhenta undur framkvæmdi bæði kvöldin. Hljóðblöndunin var mjög góð þó að bassinn hafi á nokkrum köflum verið of hár, gítarinn hjá Einari aðeins horfið og gítarinn hjá Matta hafi ekki alveg skilað sér. Matti er orðinn mjög góður gítarleikari og það er stórgóð viðbót við bandið að hafa 2 gítara.

Ég þakka kærlega fyrir mig og bíð spenntur eftir næstu tónleikum með Dúndurfréttum. Ég vill jafnframt viðra þá hugmynd að Dúndurfréttir taki stærri tónleika, t.d. í Háskólabíói og fái Sinfóníuhljómsveitina til liðs við sig. Það yrði sko 'grúf'!

Eitt að lokum... ég var mjög óheppinn með sessunauta bæði kvöldin (þá meina ég ekki kærustuna mína, heldur hinum megin við mig) og ég vill koma því á framfæri að það er hvorki kúl, né rokk að vera sveittur og illa lyktandi. Ég hvet þá sem fara næst til þess að sjá Dúndurfréttir að skella sér í sturtu áður og setja jafnvel á sig smá rakspíra/ilmvatn svo að fólkið í kringum ykkur nái að njóta tónleikanna betur!

fimmtudagur, október 27, 2005

Old man river... 

Ok... ég er með verstu harðsperrur lífs míns í dag :'(
Ég er með svo miklar harðsperrur í innanverðum lærunum að ég get varla gengið. Skellti mér beint í sund í morgun og þurfti að sleppa því að fara í sokka. Ég silaðist um eins og áttræður karl sem er að jafna sig eftir að hafa brotið á sér mjöðmina. Ég mýktist aðeins við það að fara í pottinn... en ég hugsa að ég fari ekki að lyfta í dag... ágætt að taka einn dag í að skríða saman.

Eins og venja er kemur margt eldra fólk saman í sund á morgnanna og það var svolítið fyndið að hugsa til þess að ég passaði alveg inn í hópinn... hóp þeirra sem hreyfast hægt yfir og eiga bágt með að beygja sig. Karen gerði grín að því í morgun að ég yrði að biðja einhverja af gömlu körlunum um að hjálpa mér í skýluna, en til þess kom þó ekki... ég klæddi mig í skýluna með aflinu og heimskunni... tók þetta á hatrinu.

Það var mikið rætt um eldriborgara, elliheimili, herstöðina á Keflavíkurvelli og pólitík í heitapottinum að þessu sinni. Ég hlustaði á með öðru eyra þar sem að ég komst að því að ef maður er með miklar harðsperrur í lærunum, heyrir maður frekar illa. :þ Það sem stóð þó uppúr var að pottormarnir voru sammála um það að Gísli Marteinn væri frábær sem borgarstjóri. Þarna fór ég að heyra aðeins betur. Það er víst þannig að það væri best að fá þann sem er verstur til þess að vera borgarstjóri því að þá markar það upphaf endalokanna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þeir vildu meina að ef Gísli Marteinn yrði borgarstjóri yrði það til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa öllu sínu fylgi þar sem að hann hefur enga reynslu á þessu sviði, né öðrum, for that matter... Þannig að ég segi: Gísli Marteinn sem borgarstjóri!

Mér fannst það líka mjög sniðugt að Karen sagði mér að Gísli Marteinn og Sigurður Kári hafi verið niðrá hallærisplani á kvennafrídeginum, færandi konum heitt kakó. Mér fannst það fyndið vegna þess að ég og Hlynur sáum Gísla koma úr Ikea um daginn og þau voru þarna hjónakornin með dæturnar tvær. Gísli labbaði á undan, eldri stelpan rétt á eftir honum og konan hans með litlu dótturina töluvert á eftir. Flottur gaur! Hann var uppstrílaður eins og herforingi og honum hefur eflaust liðið eins og sannri drottningu. Ótrúlega sérstakt að púlla stuðningsmann kvenna þegar það hentar en púlla svo 'sjálfstæðismanninn' á konuna... það er kannski ekkert sérstakt við það?

Allaveganna... það er annar í Dúndurfréttum hjá okkur í kvöld og ég spenntur... ja, eins og gaur með harðsperrur... en ég læt ekki deigan síga... ég púlla bara 'old-man-river' á Karen í kvöld ef því er að skipta... :) Annars hlýt ég að skána í dag... vona það allaveganna... Ar jú viþ mí?!?

Lag dagsins er Cryin' með Aerosmith...

miðvikudagur, október 26, 2005

Dauði? Djöfull? og löggan við rúmstokkinn!!! 

Eins og greina má í kommentinu við póstinum á undan sofnaði Karen yfir Sahara í gærkvöldi. Ég náði að halda mér vakandi og það var ekki af því að Matthew McConnahew (eða hvernig sem það er skrifað) er svo SÆTUR! Alltaf heyri ég eitthvað píp yfir myndinni... svo heyrast einhver geðveik læti fyrir utan nokkru eftir að myndinni líkur. Ég stekk út og sé nokkra slökkviliðsmenn vera að labba niður tröppurnar og tvær löggur standa fyrir utan hurðina hjá nágranna mínum (frá helvíti). Þá kemur í ljós að reykskynjarinn í íbúðinni hennar var að verða batteríslaus og var búinn að pípa allt kvöldið og skrímslið next door var ekki heima. Þannig að löggan braust inn hjá henni og successfully aftengdi reykskynjarann. Til þess að læsa aftur hurðinni þurfti löggan að fara inn, læsa á eftir sér, fara út á svalir, læsa svalahurðinni í gegnum gluggann, stökkva yfir á svalirnar mínar og fara svo út í gegnum íbúðina mína!!! Þvílíkt ævintýri... ég bauð honum svo kaffi á meðan hann stóð yfir rúminu þar sem Karen lá fáklædd undir sæng. Hann afþakkaði... sem betur fer af því að ég er búinn að henda kaffivél dauðans sem hitaði kaffið bara í 37°C. Á reyndar instantkaffi sem ég var búinn að gleyma... en hitt hefði verið fyndnara. Svo brunaði þessi grímuklædda lögga á braut og slökkviliðsbíllinn bakkaði út úr götunni með tilheyrandi bakkflautu.

Ég hélt að þetta hefði bara verið vekjaraklukka og spáði ekkert frekar í þessu. Hugsaði reyndar að senda kvörtunarbréf af því að ég var viss um þetta væri vekjaraklukkan hjá beyglunni við hliðiná. Karen sagði við mig þegar löggan var farin... úff... ég hélt að hún hefði framið sjálfsmorð... Ég spáði ekkert í því... það hefði nú verið rosalegt, en ég er samt viss um að ég hefði verið var um nályktina... eða kannski bara eftir helgi?

Allaveganna viðburðarík nótt á Eggertsgötunni...
Lag dagsins er ennþá Shine on you crazy diamond með Pink Floyd... ég vona að ljós nágrannans skíni skært...

Hlýtur að vera eitthvað í uppeldinu?!? 

SEJETTURINN!!! Ég og Karen skelltum okkur á Dúndurfréttir í gær í Austurbæ. Þetta voru fyrri tónleikarnir í gærkvöldi þar sem þeir í Dúndurfréttum tóku tónlist Pink Floyd fyrir. Þetta voru æðislegir tónleikar í alla staði fyrir utan gaurinn sem sat við hliðina á mér. Greyið drengurinn lyktaði eins og síldarbræðslu-lýsispoki. ÓTRÚLEGA GAMAN AÐ SITJA VIÐ HLIÐINA Á SVONA FÓLKI!!! Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í uppeldinu... því pabbi hans sat hinum megin við hann. Beint fyrir framan okkur sat svo einhver kejellíng sem baðaði sig greinilega upp úr ilmvatninu sínu sem ég fagnaði flest alla tónleikana. Ég hallaði mér alveg upp að Karen alla tónleikana og ég get svarið það ég fann þegar lýsnar stukku af gaurnum við hliðin á mér yfir á mig. ÓMFG!!! Ótrúlega týpískt eitthvað... ég fór í fyrra líka og þá var einhver gaur sem sat á bekknum fyrir framan mig sem var alveg blindfullur og mig minnir að hann hafi drepist einhvern tíman eftir hlé. En það er önnur saga... af hverju getur fólk ekki bara farið í sturtu og sleppt því að drekka sig draugfullt þegar það fer á tónleika?!? Ég vona að þetta verði skárra á fimmtudaginn þegar við förum á Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep sjóvið.

Dúndurfréttir spiluðu samtals í tvo tíma og þeir tóku highlights af besta og þekktasta efni Pink Floyd; Shine on you crazy diamond, Dogs, Mother, Young lust, Another brick in the wall: part 2, In the flesh, Dark-side-of-the-moon-syrpu og enduðu svo á Comfortably numb (svo eitthvað sé nefnt). Vel framsett og þétt spilamennska einkenndi a.m.k. fyrr tónleikana þetta kvöldið (þar sem að ég fór ekki á þá seinni).
Það stóð samt uppúr þegar Karen hrökk við, við upphafsgítartóninn í Shine on you crazy diamond sem var fyrsta lagið. Fyndnasta atriði kvöldsins var samt án efa: „Mér finnst eins og að ég sé að spila á sexhundruðáragamalt skrifborð!“ sagði Pétur þegar hann var búinn að koma sér fyrir bak við hljómborðið. :þ

Lag dagsins er Shine on you crazy diamond með Pink Floyd... fær fullorðna karlmenn til þess að fá tár í augun.

sunnudagur, október 23, 2005

Hlynur mikli (e. Maple the great) 

Það er nú ekkert grín að það hafi komið 15þúsund manns á Latabæjarhátíðina í gær!!! Engin furða að mér hafi fundist troðið...

Ég get nú bara verið ánægður með það að vera ekki ónýtur í öxlunum eftir gærdaginn en við mældum Hlyn í gær eftir að við komum heim. Hlynur steig á vigtina uppí íþróttahúsi á föstudaginn og þá var hann 29,5 kg og 123 cm á hæð!!! Hann er semsagt búinn að stækka um 7 cm frá 13 janúar eða á 9 mánuðum. Við púllum semsagt 'ömmu Lillu' á þetta... mælum hæðina af og til og skrifum dagsetningu við strikið á veggnum.

Hlynur er orðinn stór... þannig að næsta skrefið er að fara á gelgjuna... Þetta er fljótt að líða...

Lag dagsins er Thirteen með Big Star

laugardagur, október 22, 2005

Algjörir álfar... 

Við feðgarnir fórum í dag uppí flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli til þess að bera Nylon, Strákana (Audda, Pétur og Sveppa) og Íþróttaálfinn augum. Við komum tímanlega eða u.þ.b. hálftíma áður en dagskráin átti að byrja. Þarna voru fjórir hoppikastalar fyrir utan og tiltölulega lítið af krökkum. Svo 10 mínútum áður en dagskráin átti að byrja voru komin um 500 manns! Ég get svarið það að það fylltist allt þarna á nó tæm! Þegar hleypt var svo inn byrjuðu allir foreldrarnir að ryðjast inn eins og þeir ættu lífið að leysa!!! Fjórðungur var með kerrur og það tróðust allir inn eins og brjálæðingar. Fyrir innan voru nokkrir básar þar sem hægt var að fá nýja mjólkurdrykkinn frá MS (sem lítur út eins og LGG), trópí, skrá sig í verðlaunapott og tvö borð með litabókum og eitt risastórt borð fyrir miðju með ávöxtum og grænmeti. Við Hlynur vorum nokkuð framarlega í svona 45 mínútur og ekkert bólaði á íþróttaálfinum en troðningurinn var óbærilegur. Fólk ruddist eins og það gat og spáði ekkert í því hvort að það væri að troðast yfir pínkulítil börn, kerrur og vagna eða tær á öðrum fullorðnum.
Nylon-stelpurnar tóku nokkur lög og ég held að Emelía hafi tekið eftir Hlyn þegar hann veifaði til hennar. Hún veifaði allavegana til baka í áttina að honum en ég sá ekki alveg hvort það var ætlað til hans þar sem að ég var hálfur ofan í hettunni á manninum fyrir framan mig. Strákarnir komu svo aftur á eftir þeim og mér fannst það svolítið leiðinlegt að Auddi hraunaði yfir 'helgarpabba' af því að foreldrar voru búnir að týna nokkrum börnum sínum sem höfðu ratað fremst og ekki fundið foreldrana aftur. Þetta var pínku sárt vegna þess að börnin gáfu öll upp nöfn á sjálfum sér og mömmunum sem þau höfðu orðið viðskila við. Ég er ekki hissa að börnin hafi týnst útaf troðningi þar sem það var bara hreinlega ekki á allra foreldra valdi að troðast á eftir börnunum inní þvöguna. Ég vona bara að allir hafi skilað sér til réttilegra 'eigenda'.
Við fórum svo heim áður en íþróttaálfurinn kom á svið þar sem það var orðið alveg ólíft að vera þarna og troðningurinn náði alveg út fyrir dyrnar á flugskýlinu. Skipuleggjendur hafa líklegast ekki gert sér grein fyrir fjöldanum af fólkinu sem lagði leið sína á þessa skemmtun. Þegar við vorum að fara var bílaröð alveg frá flugvellinum að húsi Íslenskrar erfðagreiningar sem hreyfðist ekki rassgat! Ótrúlegt hvað fólk heldur að það komist endalaust nálægt.

Ég rakst á Dabba, Dísu og Aðalheiði Ósk þar sem þau voru á röltinu og höfðu labbað alveg frá Odda. Örugglega helmingi fljótlegra heldur en að sitja í bílnum í hálftíma til að geta sparað sér sporin...

Lag dagsins er Blinded by the light með Mannfred Mann's Earth Band...
Lifi rokkið og troðningurinn...

Boys will be boys... 

Er reyndar ótrúlega mikið í mun um að jafna mun kynjanna þó svo að það reynist erfitt í okkar rótgróna samfélagi. Til að mynda þá finnst mér ótrúlega skrýtið að í lýðveldisþjóðfélagi eins og okkar þar sem að við erum c.a. 300 þúsund og kannski helmingurinn hafi kosningarrétt að við getum ekki komið okkur saman um að kjósa í Alþingiskosningum þannig að meiri hlutinn verði ánægður. Við kjósum eitthvað og meirihluti okkar kemur í raun ekkert í ljós fyrr en að 2 flokkar hafa sængað saman og ákveðið að mynda meirihluta til þess að geta rifist eins og smákrakkar um eitthvað drasl sem að kemur okkur lítið sem ekkert við! Auðvitað er verið að rífast um einhver mikilvæg atriði... en mér bara dettur ekkert í hug í augnablikinu. Ef ég var einhverntíman andhverfur sjálfstæðismönnum þá hefur það aukist um 100% núna vegna þess að þeir vilja blóðmjólka háskólanema ennfrekar með því að setja á þá skólagjöld. Þetta er náttúrulega klassísk auðvaldsstefna í þeirra anda þar sem að þeir vilja að þeir efnuðu verði þeir einu sem hafa aðgang að 'higher education', þar af leiðandi hátt settari stöðum, þar af leiðandi hærri launum og þar af leiðandi meiri völd og þar af leiðandi meiri kúgun. Við erum ekki nema 300 þúsund... það þýðir að það slagar í prósentu af mannfólkinu á íslandi sem er í sandkassaleik í jakkafötum! Ég vill fá að kjósa einstaklinga... þá sem ég treysti best til þess að einráða lýðveldinu mínu. Ég myndi kjósa Vinstri græna ef Kolbrún Halldórsdóttir væri ekki svona mikil MELLA... ég myndi kjósa Sjálfstæðismenn ef það væri enginn í þeim flokki... ég myndi kjósa anarkista ef þeir væru ekki að grínast og ég myndi kjósa Frjálslynda flokkin ef það væri einhver þar sem er ekki útdauður og friðaður (fiðraður?). En ég er náttúrulega alls ekki pólitískur þannig að ég vel þá sem mér líst best á hverju sinni (útlit og stefnumál... þó að það síðarnefnda vegur töluvert þyngra vegna... well... jæja þið vitið af hverju :þ ).

Eníhú... ég ætlaði nú ekki að ræða um pólitík hérna á þessu bloggi... stóð aldrei til... mér finnst pólitíkin á íslandi bara svo mikið grín. Það berjast allir um að komast í stjórnmálafræði í háskólanum af því að það er 'hip og kúl'... það segir nú bara allt sem þarf um þetta skor að einn kennarinn hefur iðkað ritstuld af miklum krafti, á yfir höfði sér kæru vegna meiðyrða, er Sjálfstæðismaður og samkynhneigður (og þá er þetta síðastnefnda það eina sem mér dettur til hugar honum til framDRÁTTAR). Svo um daginn voru félagsfræðinemar að grenja yfir því að álagið sé svo mikið í Inngangi að stjórnmálafræði að þeir settu í gang undirskriftalista til þess að fá álagið minnkað! ÓMG!!! 4 stuttar ritgerðir og hálf skor komin með bleyjur og snuð. Ekki taka þetta ef álagið er of mikið... þetta er ekki skylda í félagsfræði og auk þess er hægt að verða sér úti um kennsluáætlun og kíkja á efnið sjálfur í frítímanum sínum í stað þess að skrá sig í eitthvað sem maður hvorki getur né treystir sér til...

ALLAVEGANNA... Fyrirsögnin á þessum pósti átti að tengjast því að Hlynur kom til mín á fimmtudaginn og eftir verslunarleiðangur í Bónus skelltum við okkur á Wallace & Gromit í Bölvun Vígakanínunnar (sem að mér finnst vera 'poor' þýðing á frumtitli kvikmyndarinnar Wallace & Gromit and the curse of the Wererabbit). Maður segir til dæmis ekki Vígaúlfur eða Vígúlfur um varúlf... Eníhú... ég og Karen skelltum okkur á hana í vikunni með ensku tali vegna þess að Wallace (sérstaklega) er með einstaka og krúttlega rödd á upprunalegri tungu (ensku) sem er náttúrulega helmingurinn af karakternum, ef ekki meira... Svo þegar við vorum á leiðinni heim, keyrðum við Sæbrautina og þegar við vorum að verða komnir niður að höfn þá sáum við þyrlu í aðflugi þannig að við ákváðum að taka smá 'detour' til þess að sjá hana lenda og svona. Þegar við stoppum svo niðr'á höfn sjáum við hvar þyrlan lendir á þyrlupalli á herskipi!!! Ótrúlega kúl... og ég bendi Hlyn á fánann sem blakti á skipinu og spurði hann fána hvaða lands þetta væri. Hann var alveg með það á hreinu að þetta væri danski fáninn (ótrúlega skýrt þetta barn... kemur manni alveg EKKI á óvart ;). Eníhú... við eyddum 20 mínútum út í bíl við að fylgjast með þyrlunni lenda, spöðunum að stoppa og dátana leggja spaðana aftur að búk þyrlunnar til þess að koma henni inn í þyrlu-'bílskúrinn' á dekkinu á herskipinu. Þetta var ótrúlega kúl og við horfðum dolfallnir á! 0_0 Þaðan kemur fyrirsögnin... að hversu mikið sem maður vill vera með innbygðan jafnréttissensor í kollinum þá fellur maður af og til inní hugmyndaheim fyrirfram ákveðinna gilda og viðmiða og verður algjör 'strákur' í sér. Allt sjálfstæðisflokknum að kenna... *Bitur pakki í gangi...*

Sejetturinn hvað það eru svo skemmtilegir tímar framundan... Hlynur verður náttúrulega alla helgina hjá mér þannig að það verður rassgatast alla daga eins og maður getur og lært á kvöldin af því að það er próf hjá mér á þriðjudaginn. En þetta er svo skítlejétt efni að ég ætla að fá 10 í þessu 15% prófi. Svo erum við Karen að fara á Dúndurfréttir á þriðjudagskvöldið OG fimmtudagskvöldið og svo 'rómantic' getaway helgi á Selfossi framundan. Árshátíð Norðuráls verður á laugardagskvöldinu á Hótel Selfoss þannig að við verðum í sveitinni þá helgina. Karen fer svo til Danmerkur helgina á eftir og við svo í bústað helgina þar á eftir... alveg kreisífææd að gera. Gúd tæms here æ komm!!!

Lag dagsins er Good times, bad times með Led Zeppelin en sú hljómsveit er einmitt skýrð í höfuðið á bílnúmerinu á bílnum mínum sem byrjar á LZ!!! Vissuði það?!? :þ

mánudagur, október 17, 2005

Dúndurfréttir!!!!!!!! 

Pétur í Dúndurfréttum hringdi í mig rétt í þessu til þess að láta mig vita að láta ykkur vita að Dúndurfréttir verða með tónleikaröð í næstu viku!!! Þetta eru að sjálfsögðu gleðifréttir fyrir alla tónlistarunnendur.

Ástæðan fyrir þessum tónleikum er að Dúndurfréttir eru 10 ára í þessum mánuði. Pétur og Matti sátu fyrir 10 árum inná Gauk á stöng og langaði til þess að skrifa á sig bjór á barnum og ákváðu því að stofna hljómsveit. Þannig varð Dúndurfréttir til! Óli var svo fyrsti trommarinn sem þeir þekktu sem gekk inn á Gaukinn og þeir spurðu hann hvort að hann vildi vera með... ekkert flóknara en það!

Tónleikarnir verða fjórir talsins:
Þriðjudaginn 25. október taka Dúndurfréttir bara fyrir Pink Floyd og verða fyrri tónleikarnir klukkan 20:00 og þeir seinni 22:30.
Fimmtudaginn 27. október taka Dúndurfréttir Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep fyrir og verða fyrri tónleikarnir klukkan 20:00 og þeir seinni 22:30.

Tónleikarnir verða í Austurbæ (Snorrabraut) og það verður líklegast hægt að fá miða á vefnum: www.midi.is (en ég mun staðfesta það þegar líður á vikuna).
Verð á tónleikana verður um 2500 kall.

EKKI MISSA AF ÞESSU!!!

Lag dagsins er allt með Pink Floyd, Zeppelin, Purple og Uriah Heep! :)

föstudagur, október 14, 2005

Búinn... vonandi fæ ég svar... 

Ég sendi ímeil til Ólafs forseta þar sem ég lýsti fyrir honum draumnum sem mig dreymdi. Ég vona að hann fái póstinn... og ég vona líka að hann þýði ekkert fyrir hann... eníhú... Mér finnst Ólafur flottur gaur... virðulegur maður og mér finnst Dorrit sérlega glæsileg kona. Allaveganna... ég rakst á þessa krúttlegu mynd af þeim ásamt Bill Clinton og Hillary konu hans. Manni finnst maður þurfa að taka það fram að ég hef enga skoðun á núverandi forseta Bandaríkjanna né fyrrverandi forsetum og er þessi mynd ekki tengd neinum stjórnmálaskoðunum hjá mér...


P.s. þá myndi ég kalla manneskju hörku player ef hún sængaði hjá þremur einstaklingum SAMA KVÖLDIÐ!

miðvikudagur, október 12, 2005

Berdreymi?!?!? 

ÓMG!!! Mig dreymdi svo fyrir því að Helga, Alex og Nína séu að koma heim!
Fyrsta sem ég sagði við Karen þegar við vöknuðum í morgun var að við værum að fara að leigja saman, Helga og Alex væru að koma heim og að xxxxx og xxxxx væru ólétt eða að það myndi gerast áður en að Helga og Alex væru komin heim.

Þetta var svo ótrúlega ótrúlegt að það hálfa væri nóg. Mig dreymdi bara svo mikið í nótt... eins og undanfarnar nætur að það er hálf skerí. Mamma Rokk er öfugdreymin af því að hana dreymir alltaf öfugt... dreymir kannski að eitthvað gerist ekki og þá gerist það. Jonni vinur minn er líka svona... ég heyrði nú bara einu sinni það mest krípí frá honum þegar hann lýsti fyrir mér næstum því orðrétt því sem önnur manneskja hafði sagt við mig um íbúð sem hann vissi ekkert af né hafði komið í. Skerí shit...

Eníhú... Draumurinn minn var nokkurn veginn svona:
Mig dreymdi að ég og Þóra værum að fara að leigja saman og skoðuðum meðal annars litla íbúð sem var í raun bara lítið herbergi... kannski 4 m2... þau sem voru þar áður voru bara með rúm, sjónvarp og playstation-tölvu. Mamma og Atli komu og sóttu allt draslið mitt í lítinn hvítan sendil (svona eins og Alex átti... (fyrir þá sem vita það...)). Svo fór ég og skoðaði kjallarann á Melteig 7 (þar sem amma og afi, Hulda og Helgi, bjuggu) og Þóra ætlaði að vera í því herbergi sem að þvottahúsið var í en ég vildi ekki vera í herberginu við hliðina á henni þannig að ég fór innar til þess að skoða 'íbúðina' (sem mamma og Atli pabbi bjuggu í) og þegar ég opnaði hurðina þangað inn var allt fullt af búsáhöldum og það hékk snæri út um allt í loftunum, strengd á milli veggjanna (þetta var svona brúnt snæri eins og er stundum notað utan um kjöt; kjötsnæri?) og á þeim voru tepokar festir með tréþvottaklemmum. Sumsstaðar var þó súkkulaði í staðin fyrir tepokana (svona eins og maður fær á kaffihúsum eða á koddum á hótelum... svona ferkantað, flatt). Og ég vissi einhvern veginn að þarna bjuggu Helga og Alex. Ég gekk aðeins inn í eldhúsið og sá þar bláan vinnusamfesting sem Alex átti og farsímahulstur utan um Nokia-gsm-síma.
Svo gekk ég að glugga sem var þarna og þá sá ég lítinn hund í glugganum... brúnan og sætan hvolp.

Eftir þennan draum vaknaði ég og sagði við Karen að ég væri handviss um að þau væru að koma heim. Helga hringdi svo í mig, Í DAG, þegar ég var að steikja hakk og sagði mér að þau hefðu fengið þá lóð sem þau hefðu sett í 2. sætið af topp lóðunum sem þeim langaði í!!! Ég fékk alveg kökk í hálsinn og var ótrúlega ánægður... en ég vissi þetta alveg ;) Ég er svo fegin að þau séu að koma heim að ég er tilbúinn til þess að vinna fyrir þau í húsinu (sem þau ætla að byggja) nánast kauplaust!!!! Mark my words baby! (þá er það skjalfest... Karen getur örugglega þinglýst þessu ef út í það er farið :þ

Svo dreymdi mig líka (ég held að það hafi verið fyrr um nóttina:
Ég, Karen og Hlynur vorum í matarboði hjá forsetahjónunum en sátum þó ekki til sama borðs og þau. Það voru 8 við matarborðið og við sátum 3 við lítið hliðarborð eiginlega alveg við matarborðið. (Flottari draumur heldur en hjá ömmu sem dreymdi að hún og Dorrit væru bestu vinkonur í einhverjum verslunarleiðangri... :þ ). Það var eitthvað pasta á boðstólnum í hvítri sósu sem Hlynur át með bestu lyst. Þegar við vorum svo að fara þá ákvað ég að fara og taka í höndina á forsetanum sem var eiginlega afi Helgi (svona andlitsblanda af Ólafi forseta og Helga afa og þá rétti hann mér fyrst vinstri höndina. Ég vildi ekki heilsa honum með þeirri vinstri og þá bauð hann mér hægri höndina en í vísifingurinn hans á hægri höndinni var minni en hálfur og langatöng-baugfingur-litliputti voru allir saman og það sáust engin skil á milli þeirra (svona lúffulúkk eitthvað). En ég tók samt sem áður í höndina á honum og hann var með þétt-karlmannlegt handtak.

Seinna meir í þessum draumi er ég staddur út á Reykjanesbraut á leið til Reykjavíkur frá Hafnafirði og stoppa þá á miðjum veginum. Þá koma að mér 2 gaurar (annar er greinilega John Goodman) og ég ræni af þeim einhverjum tveimur hlutum sem maður gæti kannski fundið í einhverju 'high tec' sportbíl (mikið breyttum!). Held svo áfram. Þá er ég orðinn ótrúlega meðvitaður um að lögreglan sé á eftir mér og ég ætla að stytta mér leið í gegnum Kópavog en er allt í einu kominn á litla vespu (mótorhjól... lítið... sjálfskipt...) sem er með sama lit og Kvikindið (Toyotan). Ég legg því upp við hús þar sem ég sé að Ómar Guðjónsson (gítarkennarinn minn) er að festa reiðhjólið sitt með keðju og lás við fánastöng sem stendur í sýki. Þetta er samt svona kannski eitthvað eins og maður myndi ímynda sér þar sem að sýki rennur í gegnum bæ og bakkar sýkisins eru hellulagðir. Fánastöngin var svona 40 cm frá bakkanum. Ég leysti hjólið og sá þá að lögreglan kom að. Ég ætlaði þá að fara bara með þeim þegjandi og hljóðalaust en ætlaði að festa hjólið fyrst. Ómar opnaði þá glugga á annarri hæð og kinkaði kolli til mín á meðan ég var að festa hjólið aftur og löggan spurði hvort að ég ætti þessa vespu. Ég sagðist eiga hana og væri tilbúinn til þess að koma með þeim en langaði til þess að festa hjólið fyrst. Ég bað þá annan lögregluþjóninn um að hjálpa mér að festa hjólinu og hann sagði að það væri nú það minnsta sem hann gæti gert fyrir mig.

Vírd!!!

Ótrúlega spes... nú verður gaman að sjá hvort að það séu allir hættir að kíkja hingað á bloggið mitt sökum bloggleysis og hvað það eru margir sem geta ráðið í drauma...
Hlakka til að heyra í ykkur.

sunnudagur, október 02, 2005

Bar'í Vatnaskóg... 

Við Karen fórum á djazztónleika á fimmtudagskvöldið sem voru alveg geggjaðir!!!
"Be bop septett Óskars Guðjónssonar"
- Óskar Guðjónsson og Ólafur Jónsson tenór saxófóna, Jón Páll Bjarnason og Ómar Guðjónsson gítara, Jóhann Ásmundsson bassa, Pétur Grétarsson slagverk og Matthías Hemstock trommur.
Þetta var alveg geggjað eins og ég segi og við sátum á besta stað í húsinu... í brjáluðum fílíng.

Á föstudaginn fórum við svo upp á Akranes þar sem okkur var boðið í afmælismat hjá Þórði. Það var glæsilegt að sjálfsögðu hjá Frú Sigríði Kristínu eða betur þekkt sem Mamma Rokk og endaði það kvöld með háhest á einum dyraverði sem var að stilla til friðar hjá tveimur slagsmálahundum... það var nú hvorki undirritaður þar á ferð né ektakvinna hans... og þá meina ég á háhest né í slagsmálum... látum það bara liggja á milli hluta...

Í gær fórum við svo á Ruby Tuesday... hafið þið ekki séð nýju auglýsingarnar frá Ruby Tuesday þar sem verið er að auglýsa nýjan matseðil? Mér dettur alltaf í hug, þegar minnst er á 'New Orleans Seafood' í matseðlinum hjá þeim: Súpa... með hákarlaugga, skó, smá tré og hendi... New Orleans Seafood eftir fellibylinn Katrinu :þ
Allaveganna... það voru allir staðir troðnir í gær en Hanna Björg var svo elskuleg að bjóða okkur að sitja hjá þeim (henni og vinkonu hennar) sem við gerðum og það varð ótrúlega fín stemning... Hanna Björg er líka svo fín og kammó.
Fórum svo á vinnustaðadjamm hjá ISF þar sem að Karen vinnur hjá Baðhúsinu og skemmtum okkur konunglega. Hittum svo Þóru sys og Nonna frænda, A.K.A. Johnny Valentine, og máluðum bæinn rauðann! Ótrúlega gaman... Lísa vinkona og vinnufejélagi Karenar var með í för og ég sagði við Nonna í gríni að það gæti orðið frábært ef þau myndu eignast börn saman... (þau eru bæði rauðhærð) að börnin gætu orðið appelsínugul!!! :þ Ótrúlega fyndið...

Gleymdi náttúrulega því fyndnasta í gær... þegar við vorum uppí Sporthúsi í Kópavogi þá skelltu samstarfskonur Karenar einhverjum Justin Timberlake DVD í tækið sem var varpað svo á veggin með hjálp myndvarpa... Eníhú... íslenska þýðingin á Justin Timberlake er semsagt 'Bar'í Vatnaskóg' HAHAHAHAHAHAHA!!!!!

Eníhú... lag dagsins er Mess Around með Ray Charles... hann er náttúrulega bara snillingur!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?