<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Hvað er málið?!?!?

Fór í Hagkaup í dag og keypti mér hálfslíterskók sem var útrunnið 5. apríl!!! Guð minn góður skiljiði!!!!!! Ég hefði nett brjálast hefði ég fattað þetta á meðan ég var í Kringlunni! Ömurlegt! Þetta bragðaðist eins og Sódastrímcherrycola... alveg vont sko... Drakk kók um daginn... heitt og búið að standa í 5 daga... en það var bara eins og glænýtt Pepsí... en þetta var bara vont.

Svo annað... ég er alveg að verða geðveikur á þessum gaur sem býr hérna fyrir neðan mig... GAURINN KANN EKKI AÐ LEGGJA FYRIR FIMMAURA!!! Ég þurfti einu sinni að fara inní bílinn minn farþegameginn af því að hann lagði alveg upp við bílstjórahurðina!!! Ekki nóg með það... heldur þarf hann sjálfur alltaf að bakka út götuna og snúa bílnum við þegar hann er að fara... af því að hann leggur eins og bavíani!!! Í staðinn fyrir að leggja og taka kannski 2 sekúndur í viðbót við að rétta bíldrusluna af... geta þá bakkað úr stæðinu og þurfa ekki að snúa bílnum við... Hel#$%& bjáni. Ég ætla samt ekki að tala við hann útaf þessu... það er bara fyrir neðan mína virðingu... ég ætla bara að leyfa þessu að byrgjast upp í rólegheitunum... svo sprengi ég helvítið í loft upp einhvern tímann og sit inni fyrir það... ég veit allaveganna að ég á það góða vini að það kíkir einhver á mig í djeilinu... Hérna er mynd af hæfileikum bavíanans:

Hérna má sjá að hægra framdekk bílsins er ákkúrat á línunni sem aðskilur bílastæðin... og hann er að taka næstum því eitt og hálft stæði!!!

Svo enn einn pakkinn... ég hef tekið eftir því í vetur að það er einhver sem stelur þvottaefni frá mér í þvottahúsinu... ÓMÆGAD!!! Alveg kominn með nóg af því... þvílíki barnaskapurinn og nískan skiljiði... heyrðu ekki nóg með það... heldur að ég setti í þurrkarann um daginn... og svo þegar ég kem niður til að ná í draslið sem var í þurrkaranum... þá var búið að taka það úr honum og setja í þvottakörfuna áður en að hálfur þurrktíminn var búinn!!!!!!! GMG!!! Það eriggi eins og þetta sé fríkeypis! Nett pirraður á þessu furðulega liði hérna...

En hey... það stefnir ekki í neitt vesen af því að ég er sannur karlmaður... beygi mig bara fram og tek því ósmurt...

En allaveganna... þá ætla ég að reyna að læra aðeins... og svo erum við Þóra sys og Hlynur að fara að kíkjá mömmu rokk og 'Og útlagana' í Íslandsmeistarakeppninni í línudönsum á morgun í Laugardalshöllinni... tuff tuff... gl mamma og þið... við verðum þarna á kantinum... 'rútin for ya'! YEEEEHAAAAA!!!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Þóra! Þú verður að fara að rokka!!!

HAHA very best of Mamma rokk. Mamma kíkti í heimsókn og var að sýna mér stuttmyndina sem hún var að gera! ÓMÆGAD skiluru... Mamma rokk er einn mesti tölvunördinn í evrópu :þ en ekki illa meint sko... Hún tók upp helling á digital myndavél og klippti þetta til... bætti inn sándeffektum (sem eru snilld btw)... hljóðsetti og bjó til treiler að næstu stuttmynd! Svo setti hún þetta allt saman á DVD disk sem hún var að skila í náminu sem hún er í!

En allaveganna... þá kom Þóra sys stuttu seinna og Mamma rokk var að spurja mig hvort að mér væri alvara að vera að fara til Ástralíu! Hehe... ég sagði við hana eins og væri að ég löngu búinn að greiða fyrir allann pakkann... þannig að það væri ekki aftur snúið úr þessu :D. Hún spurði mig þá hvort að ég væri ekki búinn að sjá þá... hvort að ég hefði ekki séð þá þegar þeir komu seinast til Íslands. Ég sagði við Mömmu rokk að það hefði nú verið alfarið henni að kenna að ég hafi ekki farið á þá þegar þeir komu hingað seinast... NÍTJÁNHUNDRUÐSJÖTÍUOGEITTHVAÐ :þ
Svo barst talið eitthvað að Pink... sem ég er að spá í að fara á... bara ef Hlynur kemur með... og bloggi... Ég ætlaði að fara að segja við Þóru að hún þyrfti nú að fara að blogga... því að þá værum við öll Rokkfamilían á vefnum... Ég, Mamma rokk, Helga rokk, Atli rokk og Þóra... það kemur kannski á í sumar... hver veit... en þá sagði Mamma rokk við Þóru... Þóra! Þú verður að fara að rokka!!! Þetta var klikkað fyndið rokkfamilíumóment... sem verður 'tresjurað' í okkar minni í langan... langan... :þ

En allaveganna... þá er ég ennþá að ströggla við veikindi :( Sýklakúrinn er lítið að kikka inn hjá mér... nema að hann sé að valda þessum hausverk sem ég er með allan daginn... það gæti verið... ætla að sjá til með það... þoliggi að vera aumingi... eða eins og fólk myndi segja á færeyska mátann: Sveklingur! en það er aumingi sem getur ekki lyft neitt :þ Þessa nákvæmu útskýringu fékk ég frá fyrrverandi vinnufélaga mínum honum Per Johansen... but that's a whole different story all together... I had to beat him to death with his own shoes!!!

Leiters ppl!

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Djös ?tgjöld! Tæplega 30th?s undir b?linn... En dekkin eiga ad endast sumarid... Vonum thad besta :o/

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, apríl 25, 2004

Jæja... Tha er smsbloggid komid i gang ppl! Sweeeeeet!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, apríl 23, 2004

Jæja... er að fara að rigga gsm-blogg á síðuna þannig að ég geti sagt ykkur hvað ég er að skemmta mér geðveikt á tónleikunum úti!!! :þ

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Já... einum degi styttra í dauðann hjá mér :$

HAHAHAHA Hann Jonni kann sko að orða hlutina... :þ

Annars er þetta búinn að vera fínn dagur! Ég, Þóra sys og Mamma fórum saman á Ruby Tuesday og borðuðum sama í hádeginu. Við ætluðum að gera það núna í kvöld... en af því að mamma er að fara að æfa dans í kvöld ákváðum við að skella okkur í hádeginu. Þóra rölti til mín með 4 pakka sem ég skellti í bílinn og ætlaði að geyma þangað til að við hittum mömmu. Við fengum okkur að borða... svo stökk ég útí bíl og sótti gjafirnar og opnaði þær inná Ruby. Haldiði að ég hafi ekki fengið:
Karúflu - geðveikt flotta... svona alvöru
8 Bordeaux rauðvínsglös - heví stór og flott... alveg eins og ég vill... en ekki mamma :þ
Flösku af Thomasi rauðvíni... mínu uppáhalds =0)

svo til að kóróna daginn... þá fékk ég ís frá Ruby í tilefni dagsins. Nett sáttur við alla hlutaaðeigandi! Takk æðislega fyrir mig!!!

Umslagi var laumað svo inn til mín í dag... þar var ammæliskort og inneign fyrir einum Hlöllabát og kóki hjá Hlölla! Geðveikt kúl gjöf frá Hófí vinkonu. Hugsa að þessi gjöf verði notuð um helgina :þ

Elísabet vinkona kíkti svo á mig um kvöldmatarleitið með rósir handa mér... Fjólubláar!!! Alveg geðveikar! Ég var að spá í að þurrka þær og hengja þær svo í Díp Pörpúl Drekann! hehe... en geri það kannski ekki :þ

Fullt af fólki sendu mér sms... takk aftur!
Slatti hringdi í mig... takk aftur!
og allir hinir sem kommentuðu og hugsuðu til mín... takk aftur!

Æ fíl só spesjal!

mánudagur, apríl 19, 2004

Sweet soothing Thule!

Jæja... þá er allt komið!

Þann 14. maí næstkomandi legg ég af stað í rétt tæplega 19.000 km leiðangur til þess að sjá Kiss. Ég fer alla leiðina til Ástralíu... að hluta til af því að það er geggjuð hugmynd :þ

Ég flýg frá Keflavík til London... ferðafélagarnir á þeirri leið verða Valla og Addi kallinn hennar... (sry fanniggi bloggið þitt Addi).
Ég lendi á Stansted flugvelli og þarf að hlaupa niður til að ná StanstedExpress niðrí 'dántán' London, nánar tiltekið á Liverpool Street station. Þaðan tek ég tjúbið (lesist tube) á Paddington Street station þar sem ég tek HeathrowExpress út að Terminal 4 á Heathrow flugvelli. Þetta verður tæpt... en ég hef trú á því að æðri máttarvöld aðstoði mig þarna... (Krossa fingur pípol!).

Frá Heathrow í London flýg ég svo til Bangkok í Tælandi þar sem British Airways ætla að stoppa fyrir mig svo að ég geti fengið mér sígó. Það tekur 11 og hálfan tíma að fljúga þangað... þannig að sígó verður kærkomin 'on the second leg of the race' (Mamma... þetta er alveg eins og að ég sé að taka þátt í 'The Amazing Race'!!!). Ég ætti nú að ná hálfum sígarettupakka þarna því að við stoppum 3 tíma.

Frá Bankok flýg ég svo útúrreyktur af Marlboro lights (sem eru heilsuspillandi (svo ég verði ekki kærður)) til Sydney... sem er ekki höfuðborg Ástralíu og sem tekur mig rétt tæpa 9 tíma að fljúga. Þá fer mig nú að langa í sígó aftur... en ég mæti þar rétt tæplega 7 um morguninn á sunnudeginum 16. maí. Þá verð ég búinn að vera í flugvél í 3+11.5+9=23.5 klukkustundir.

Þegar ég kem til Ástralíu verð ég að redda mér einhvernveginn niðrí 'dántán' Sydney þar sem að hótelið mitt bíður mín. Þetta hótel er útbúið með líkamsræktarstöð... sána... heilsulind... o.fl. og BAR!

Þarna á hótelinu ætla ég aðeins að sprella... kíkjí sturtu og spa og eitthvað svona... svo ætla ég að taka útsýnisflug yfir aðalflóann í Sydney og smella nokkrum myndum af Óperuhúsinu í Sydney og borginni sjálfri og svona.

Þegar ég er búinn að þessu ætla ég að kíkja aðeins á Darling-höfnina (sem er víst voðalega fræg) og í Hyde Park og svo fer ég líklegast og fæ mér einn kaldann áður en ég leggst í rekkju hinumegin á hnettinum...

Ég hafði nú ekki hugsað mér að leggjast til hinstu hvílu þar sem að daginn eftir verð ég að leita að miðasölunni til þess að geta sótt miðann á Kiss!!! Ég er búinn að kaupa hann 'onlæn' þannig að ég þarf bara að taka með mér Júrókortið og einhver önnur skilríki til þess að fá miðann afhendann. Þegar ég er búinn að fá miðann í hendurnar fer ég fyrir utan Superdome-ið í Sydney um miðjan dag, mánudaginn 17. maí, sem er í Ólympíuhverfinu og planta mér einhversstaðar þannig að ég komist snemma inn til þess að berja goðin augum!!! :D

Ég ætla á næstu dögum að senda Gene Simmons úr Kiss tölvupóst og segja honum frá þessu ferðalagi mínu og að biðja hann um að hafa augun opin fyrir vitleysing sem verður alveg við sviðið og er að reyna að henda til hans íslenska fánanum til þess að minna hann á litlu (stórhjörtuðu) þjóðina á hjara veraldar... og hvetja hann og liðsmenn hans til að kíkja aftur til Íslands.

Daginn eftir þessa tónleika, þriðjudaginn 18. maí, ætla ég að brosa allan daginn, fara snemma út á flugvöll, skella mér um borð British Airways og sofa. Þegar ég kem svo heim miðvikudaginn 19. maí með Icelandexpress ætla ég að bruna uppá Skaga til mömmu... ekki segja orð... bara brosa... og sofa.

Ég er að verða búinn að upplifa þessa ferð mína núna um 100 sinnum í kollinum... og það er ALLTAF jafn gaman!!! :D

Æll kíp jú pósted!

SWEET!!!

Ómægad!!! Haldiði að ég hafi ekki slysast til að finna flug frá London til Sydney fyrir 100 pund minna en ég var búinn að finna?!?!? Djös snilld! Þannig að núna er ég að skoða pakka sem mér er boðinn sem hljóðar uppá fyrra heildarverð og innifalið er 2 nætur gisting á 4fokkíngsstjörnu hóteli!!!

SWWWWEEEEEEEEEEEEEET!!!

Hey já... bæ ðe vei... þá er ég að fara á Tónleika með Kiss til Sydney í Ástralíu...

Æ LÖF BÍ'ÍNG MÍ!!!

Svona lítur heimskortið mitt út eftir mánuð!!!:


create your own visited country map
Visited 13 countries (5%)

og svo hef ég aldrei komið til Egilsstaða... :þ

föstudagur, apríl 16, 2004

Sucker for flowers...

Jæja beibís!!! Eftir 4 daga verðið þið offissíjallí orðin beibís í mínum augum... I'm growing old :( en ég er samt eins og ostur... ég þroskast bara og er betri eftir því sem ég eldist!

Ég vænti þess að fá stórkostlegar gjafir að þessu sinni... en samt væri sms alveg sweet sko... :)
Ég reikna frekar með því að það rigni inn sms-um þann 20. apríl í síma 695-8701 sem ég er eigandi að... því að þann dag fyrir 26 árum leit ég fyrst dagsins ljós.

En fyrir þá sem vilja gefa mér ammælisgjöf... þá er alltaf hægt að kíkja bara við og koma með einn bjór handa mér... það er alltaf sígilt, mig vantar nú voðalega lítið... hey... kannski vasa... af því að ég hef alltaf verið sökker for flávers og það er alltaf gaman að fá blóm. Allaveganna... endilega láta í sér heyra 20. apríl og óska mér til hamingju :þ

Teik ker y'all

Rokkarinn

miðvikudagur, apríl 14, 2004

11.740 mílur
18.892 kílómetrar
25 klst og 30 mín í flugi aðra leiðina

bara fyrir þetta:


ENÍTÆM!!!

Djö#&&%$"#$%?*?!"!$%!&!&!/

Ef það væri bara svona auðvelt!

15000 - Icelandexpress KEF / STA, fram og tilbaka
90000 - British Airways STA / SYD, fram og tilbaka
10000 - Miði á tónleika með KISS, fremst á gólfinu (fyrir framan svið)
_______
115.000,-

Hver vill gefa mér peninga í ammælisgjöf? Allir aurar þegnir... VEL ÞEGNIR!

Velunnarar... ég er búinn að finna þetta allt saman... á bara eftir step 5 á öllu...
(Bknr. 0330-26-130019, Kt. 200478-5179)

PLÍS!!!

Allar uppl. hér

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Doctor Unheimlich has diagnosed me with
Óli's Disorder
Cause:Egyptian curse
Symptoms:extra legs, food cravings, skin lesions, vague fangs
Cure:infect someone else
Enter your name, for your own diagnosis:


ÞOKKALEGA!!!

Guð svarar ekki ennþá...

laugardagur, apríl 10, 2004

Skrýtinn pakki!!!

Þetta er eitthvað sem þið verðið að kíkja á!!! Rakst á þetta um daginn og prófaði að taka sjálfan mig upp og hlusta á það afturábak.

Ef þið hafið míkrafón plöggaðann við tölvuna ykkar þá skulið þið prófa þetta sjálf! Ég hélt að þetta væri bara eitthvað mixað rugl... að það kæmi eitthvað Satan og eitthvað shit ef maður spilaði þetta afturábak... þangað til að ég prófaði þetta sjálfur og heyrði sjálfann mig segja 'My lord Satan' og eitthvað meira rugl þegar ég spilaði upptökuna af mér afturábak. Það er fítus í sound recordernum sem er undir Effects... þar neðst er hægt að velja að reverse-a því sem maður var að taka upp... prófa þetta ppl!

Start>All programs>Accessories>Entertainment>Sound recorder

If there's a bustle in your hedgerow, don't be alarmed now, it's just a spring clean for the May queen.
Yes, there are two paths you can go by, but in the long run there's still time to change the road you're on.

Effects>Reverse og svo play!

HAHAHAHAHAHAHA!!!

Your Superhero Persona by couplandesque
Your Name
Superhero NameEmo Kid
Super PowerSevere Mood Swings
EnemyHipsters
Mode Of TransportationCadillac With Rims
WeaponFrying Pan
Created with quill18's MemeGen 3.0!


What will your Funeral be like? by rashock
Username
You will die by:You always were kinky in your sex life and took it just a bit to far. You died over doing breath control, blood play, or some other strange kink.
Death Date:June 22, 2045
Number attending your funeral?102
How much will you leave to friends and family?$2,337,083
Created with quill18's MemeGen 3.0!

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Lífið er yndislegt!
Klukkan er 20 mín yfir 4 um nótt... og lífið er yndislegt... Spáiði nokkurn tíman í því hvað það er geðveikt að draga andann... finna til... og hafa allar þessar tilfinningar? Skrýtinn pakki sem æðri máttarvöld létu okkur í TÉ! Guð... ef þú ert þarna... þá er ég að reyna að hringja í þig....... pick up...

Æji... l8er dúd... æll gett bakk tú jú on ðett...

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Nýr blender, Kammerkór Reykjavíkur og Kiss

Fór í Elkó áðan... keypti mér blender... það ætti nú að auðvelda matseldina á þessu heimili! Er að fara að vaska hann upp svo að ég geti notað hann strax!

Hitti gamla söngkennarann minn, Sigurð Bragason. Hann er alltaf að kenna og spurði mig hvort að ég væri ekki til í að koma í Kammerkór Reykjavíkur sem hann er með. Það væri alltaf gott að fá góða söngvara!!! Er að hugsa um að gera það. Hann sagði að það yrðu um 24 manns í þessum kór og meðal annars væru stórþekktir tenórar og Ædolstjörnur... Þetta sýnir kannski kaliberið sem ykkar einlægi er af! Landsþekktir tenórar, ædolstjörnur og Óli Örn Atlason... Nett sáttur með þetta 'review' á söngtalentum mínum!

Það kemur mér skemmtilega á óvart að það skuli vera svona margir sem vilja að ég fari á Kiss í Ástralíu... það er uppseldur Platinum pakkinn... sem kostar 70þús (sæti við sviðið, backstage experience og mynd af mér með hetjunum) en ég ætla alvarlega að hugsa málið næstu daga... endilega taka þátt í könnuninni sem eiga eftir að gera það.

Nota blenderinn, læra og fara svo í bíó með Flottum Gaur

L8er y'all!

laugardagur, apríl 03, 2004

Endilega kommenta og taka þátt í nýju könnuninni minni...

Þó svo að ég hafi sent Gene Simmons bréf, þá býst ég ekki við því að Kiss komi til Íslands... Maður má láta sig dreyma, ekki satt?

Bara til að láta ykkur vita...

Ég sendi bréf til Makkdónalds og lét þá vita hversu óánægður ég væri með frammistöðu þeirra í Dóta-málinu mikla...

Sendi líka bréf til Gene Simmons, bassaleikara hljómsveitarinnar Kiss, þar sem ég skoraði á hann/Kiss að koma til Íslands í sumar... Bíð eftir 2 bréfum...

Ég hata Makkdónalds!!!

Af illri nauðsyn kíkir maður af og til á Makkdónalds til þess að verða sér út um barnagamanöskju fyrir Hlyn... Það er sama hvenær við komum þangað að það er aldrei til fleira en tvær tegundir af dóti. Við fórum um daginn og þá var ég ekkert svangur svo að ég fékk mér líka barnagamanöskju... til að við fengjum 2 dót... ekki til að við fengjum 2 af sömu tegund!!! Drasl! Þoliggi að þeir skuli setja upp allar tegundir af dótum í svona sýningarbás til þess að trekkja að... svo spyr maður krakkana hvaða dót þau vilji með barnagamanöskjunni og þau velja sér. Svo þegar loksins kemur að manni, þá er bara til eitt dót... og kannski það sem krakkinn vildi síst! Þetter léleg pólisí og ég er að hugsa um að hætta að versla þarna! Ekki segja Hlyni...

föstudagur, apríl 02, 2004

Ömurlegur asni, martröð og andleg þreyta!

Alveg hvað ég var næstum því búinn að labba að Toyotu Landkrúser jeppanum fyrir utan nýju Elkó búðina í Skeifunni á þriðjudaginn eftir að ég póstaði seinast og renna lyklinum mínum nett yfir alla aðra hliðina á honum til þess að skilja eftir ákveðið 'steitment'. Einhver helv... uppi var búinn að leggja jeppanum sínum í stæði fyrir fatlaða af því að hann nennti ekki að leita að öðru stæði fyrir egóið sitt og jeppadrusluna. Djöfull fauk í mig!!! Varð alveg brjál! Sagði reyndar ekkert við hann... en lét hann alveg hafa auga dauðans og diss-svip-viþþát-a-komment svipinn minn! Held að þetta hafi verið einhver íþróttamaður... kæmi mér ekki á óvart ef að þetta væri fótboltamaður... kannaðist eitthvað við svipinn á þessu fíbli. Hvað er annars málið með fólk?!?!? Til hvers að vera að kaupa sér margra milljón króna jeppa ef maður kann ekki að keyra og kann ekki að leggja?!?!? Ekki er svona fólk að fara eitthvað uppá fjöll... Hvað veit maður um það svosem... en hann var bara ekki þessi týpa sem er uppi á fjöllum á jeppunum sínum... þetta var svona týpa sem er með 100% lán á svona bíl til þess að geta stækkað egóið um einn sentimeter fyrir vinum sínum afþvíaðtyppiðáþeimerbaraeinnsentimeter!!!

Djö... búinn að gera dauðaleit að mynd afissu fíbli til þess að pósta hérna... ég hef sko augu og eyru opin fyrir þessum asna. Fáðu þér bara minni bíl eða verslaðu í samræmi við það sem þú þykist eiga í peningum... Ekki vera að mæta á margra milljóna króna jeppa í Bónus... ÞAÐ ER BARA HALLÆRISLEGT!!! þoli ekki svona plebbaaumingja!!! og hananú!!!! ASNI!!!!!!!

Nenniggjað skrifa meira núna... Alveg brjál!

Fékk martröð... eða eiginlega vondan draum á aðfararnótt fimmtudags... ekki gaman...

Þreyttur... þarf að fara að sofa...

Djöfull dróg þetta úr manni að skrifa um þetta fíbl... svo var ekki eins og hann hefði verið 2 mínútur inní búðinni... NEI NEI!!! Hálftími lágmark... ekki það að 2 mínútur hefðu afsakað þetta athæfi hjá honum...

BARA TIL AÐ LÁTA YKKUR VITA ÞAÐ... AÐ FRAMVEIGIS Á ÉG EFTIR AÐ RENNA BÍL- EÐA HÚSLYKLINUM EFTIR HLIÐINNI Á ÞEIM BÍL SEM ER LAGT Í STÆÐI FYRIR FATLAÐA OG ER EKKI MEÐ VIÐEIGANDI MERKINGAR Á SÉR... PASSIÐYKKUR BARA!

HUH!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?