<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 30, 2005

Árshátíð ljóta fólksins! 

Árshátíð ljóta fólksins var í húsinu mínu í kvöld. Þau voru ekki öll ljót en sum voru ljót og önnur voru löt. Til dæmis ein stelpa sem að nennti ekki að fara upp á þriðju hæð til árshátíðargesta og ákvað því að labba niður hálfa hæð frá jarðhæð og pissa í stigann. Mér sýndist hún hafa verið formaður árshátíðarnefndar af því að hún var bæði löt og ljót. Pakk!

Lag dagsins er Piss piss og pelamál, púðursykur og króna, ef að mér er mikið mál, þá pissa ég bara í tröppurnar...

föstudagur, júlí 29, 2005

Einn, tveir og... 

Brjáluð læti beint fyrir ofan okkur feðgana... EINN, TVEIR OG ...
Eitthvað verið að taka á hlutunum :þ Hlynur virðist nú alveg vera að sofna þannig að ég er ekki mikið að kippa mér upp við þetta.

Mér fannst þetta kúl með atvinnubílstjórana í dag. Það er greinilega hægt að taka sig saman og mótmæla einhverju öðruvísi heldur en að blóta einhverju í hálfu hljóði og taka pirring sinn út á fólki sem maður þekkir... eða þekkir ekki.

Ég 'honkaði' þegar ég keyrði framhjá strollunni í dag, rétti höndina út úr bílnum og myndaði 'rock n' roll' með vísifingri og litla putta... Atvinnubílstjórarnir voru að fíla'ða og honkuðu til baka með bros á vör. Stemning.

Við feðgarnir fórum út á Skaga aðeins í dag og kíktum á nýja trommusettið hans Einars Gísla sem við versluðum í sameiningu í gegnum Íbei-akkántið mitt fyrir um mánuði síðan og þetta er klassa eintak. Einhversstaðar á bilinu eins til tveggja ára gamalt og lítur út eins og nýtt. Það fylgdu með því allir standar og diskar og hann borgaði rétt rúmlega hundrað þúss fyrir það hingað heim komið í gegnum ShopUsa! Bara til þess að fólk fatti sittjúeisjonið þá kosta skeljarnar (bara trommurnar, öngvir standar né diskar) hérna heima 260þús! Þannig að þetta er eiginlega díll off a læftæm. Svo fórum við í allar sjoppurnar og verslanirnar og hengdum upp auglýsingu fyrir Ballið sem verður á föstudaginn næstkomanda.

Verð nú bara eiginlega að henda þessari auglýsingu hérna inn svo að þið getið séð'ana. Brillíjant auglýsing! Njótið... vel og lengi og svo er auðvitað algjört möst að mæta!!!


miðvikudagur, júlí 27, 2005

Hjúkkitt 

Var einmitt að vonast til þess að það hefði ekki orðið slys á fólki í morgun þegar ég keyrði framhjá slysinu á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ég sá bíl á hliðinni og löggan sem var að stýra umferðinni var ekkert að höndla þetta... Ég held að það sé bara spurning um tíma þar til það verður alvarlegra slys þarna. Ein þyngstu umferðargatnamót í Reykjavík og það er algjört 'keios' hvað varðar endurbætur þarna... ótrúlega heimskulegt. Og ljósin! Sejetturinn maður... þetta eru heimskustu ljósin í Evrópu... þeir vilja meina að það fækki slysum að hafa EKKI beygjuljós þarna...

Talandi um vitleysu í gatnamótagerð... þá keyrði ég að árekstri sem varð hérna á nýju gatnamótunum fyrir neðan BSÍ um daginn... það er svo heimskara en allt að hafa tvær beygjuakreinar þarna að það hálfa væri nóg... en svona er þetta með þessa blýants-nagara... þetta lítur allt voðalega fallega út á pappír... en í reynd er það annað mál. Það er svona með allt... best að hafa bara hemil á 'Ród-reidsjinu'.

Yfir í léttari sálma... eða lög... þá var ég að heyra Þjóðhátíðarlagið í fyrsta sinn áðan... og ég er ekki frá því að Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum verði, í þetta sinn, með yfirskriftinni:
FM-hnakka, metró-gay-rassafest! Tveir gaurar að syngja: Ég finn fyrir þér inní mér... En það er svosem alltílæ að þeir fari nú að koma út úr skápnum hnakkarnir og metróarnir. Maður á nú einu sinni að reyna að haga sér í samræmi við tilfinningarnar... manni á að líða betur við það. Það er líka bara frábært ef að hnakkarnir og metróarnir finni fyrir hvorum öðrum inní hvorum öðrum á Þjóðhátíð, ef þeir eru að fíla það þá er ég alveg sáttur við það. Það yrði þá loksins almennileg viðurkenning á samkynhneigð í íslensku samfélagi. Hvort að samkynhneigða samfélagið á Íslandi eigi eftir að fíla'ða er hins vegar annað mál... ALLT annað mál.

Og að lokum yfir í smá pimp... ég hitti Óla Palla í sundi í gær þegar við feðgar fórum uppá Skaga og hann var að digga bloggið mitt þegar hann kíkti á það... Ég þakkaði honum fyrir síðast, sem var að sjálfsögðu á Roskilde-festival og lofaði því að ég myndi pimpa Rokkland og Poppland á blogginu og sjálfsögðu hvetja fólk til þess að kíkja (hlusta) á vefupptökurnar af þáttunum hans þar sem hægt er að hlusta heilar 2-3 vikur aftur í tímann... gegt sniðugt ppl!!!
Svo er hægt að senda Óla Palla línu og biðj'ann um óskalag eða segja honum skemmtilega sögu...
Pimp dagsins lokið.

Lag dagsins er ljóð... þetta ljóð dagsins er: „My bi*?h better have my money!“ eftir Fly-guy sem var Pimp-of-the-year nítjánhundruðáttatíuogeitthvað (að mig minnir).

L8er ya'll!

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Skottulæknar part II og Hlynur beibígaur! 

Steingleymdi að minnast á það, í bræði minni, að rétt áður en læknirinn kvaddi mig og rétt eftir reykingarræðuna þá spurði hann mig hvað ég ætlaði að gera um helgina!?!?!? Ég sagðist ætla að taka því bara rólega... þá var hann að fiska eftir því hvort að ég væri að fara eitthvað á fyllerí ÖRUGGLEGA TIL AÐ GETA LESIÐ YFIR MÉR Í SAMBANDI VIÐ ÞAÐ LÍKA!!!!!!

Kristín amma'ns Hlyns kom með hann í gær til mín og við eyddum saman deginum í gær og í dag. Við fórum uppá Skaga, skelltum okkur í sund, grilluðum á Jörundarholtinu ofan í okkur og Atla bró og fórum svo á hljómsveitaræfingu eftir mat.

Við komum svo í bæinn um kvöldið og ég lagðist dauðþreyttur upp í rúm hjá Hlyni þegar við vorum búnir að bursta. Við fórum aðeins að spjalla og snérist spjallað svo fljótlega um þessar kærustupælingar Hlyns. Ég minnti hann á að hann hefði gleymt 'ástarbréfinu' til Delíu seinast þegar hann var hjá mér og að hann gæti tekið það með sér daginn eftir. Þá er hann allt í einu ekki lengur skotinn í henni heldur henni Eriku. Honum fannst þetta voðalega asnalegt af mér að halda að hann væri ennþá skotinn í Delíu og hann sýndi mér hversu mikið hann væri skotinn í þeim báðum með því að nota hendurnar (svona eins og veiðimenn gera þegar þeir eru að ýkja um hve stór laxinn hafi verið) og það var mikill munur á skotunum :þ

Svo í morgun héldu þessar pælingar áfram og þá var hann eiginlega kominn á það að það væri bara best að vera kærasti þeirra beggja... Ég spurði hann hvort að hann héldi að þær yrðu alveg sáttar við það og hann hélt að það yrði nú lítið mál... :þ

Að svo stöddu fannst mér ég ekki þurfa að eiga neitt tal við hann í sambandi við kvenfólk en sagði honum samt að hann yrði alltaf að koma vel fram við stelpur, það væri númer 1, 2 og 3 og að það væri nú ekki mikið mál fyrir hann að eiga tvær kærustur svo lengi sem að þær væru BÁÐAR sáttar.

Við fórum svo aftur í sund uppá Skaga í dag áður en ég fór með hann upp í Borgarnes vegna þess að Hlyn langaði svo mikið til þess að kaupa sér ÍA handklæði sem hann og gerði, fyrir sína eigin peninga! Ég er nú bara feginn að hann hafi ekki tekið allt innihaldið úr bauknum sínum vegna þess að hann hefði auðveldlega getað eytt því öllu í eitthvað ÍA-dót :) Vona bara að Akranes-Borgarnes rígurinn sé ekki byrjaður hjá þeim svona ungum því annars getur hann lítið annað gert en að nota handklæðið sitt heima...

Annars er ég bara hérna í vinnunni... slappur í bakinu ennþá... sem er einstaklega skemmtilegt af því að það er allt í klessu hérna í vinnunni og svo er þessi þrýstingur á heilann (æxlið) ekki að hjálpa til... Fínt maður... lifi rokkið bara!

Lag dagsins er In my head með Queens of the Stone age...

og fyrir þá sem lesa ekki bloggið hjá Pétri í Dúndurfréttum þá er hérna smá brandari:
Hvað heitir uppáhaldslag erfðafræðinga?
Let's twist a gen

Quacks!!! 

Ég tek ekki nema fimmhundruðkall fyrir að segja ykkur að það sé ekkert að ykkur!!! Til hvers að fara til læknis og borga 700 kr. fyrir þetta þegar ég get gert þetta fyrir 500 kr.?

Alveg merkilegur fjandi... fór semsagt til "læknis" áðan og samkvæmt honum þá hef ég flest einkenni þess að vera með kinnholusýkingu en hann vildi samt sem ekki gera neitt við því.
„Heyrðu læknir... ég er með heilaæxli.“
-„Já, ég ætla ekki að fjarlægja það...“
„Ó, ókey, hvað á ég langt eftir ólifað?“
-„Bara svona 20 mínútur, hálftíma... mesta lagi korter. Þannig að þú sérð það í hendi þér að það tekur því ekki að gera neitt fyrir þig.“
„Ó, ókey, takk fyrir tímann.“
-„Eða bíddu... hvað beiðstu lengi frammi á biðstofu?“
„Svona hálftíma...“
(Læknir tekur upp símann og hringir í 01)
-„Heyriði... ætliði að vera til með börurnar, það er einn að koma frá mér. Amm... ókey, sé ykkur í póker í kvöld.“
-„Því miður það er ekkert meira sem ég get gert fyrir þig.“

Þessi leikþáttur var nú kannski ekki alveg orðrétt frá heimsókninni til 'læknisins'... en ég sagði við lækninn að ég væri búinn að vera með kvef frá því að ég kom frá Hróarskeldu.
-„Það er nú eitthvað kurr í þér sem mér líst ekki á... en hvað segiru? reykir þú?“

Svo fær maður þennan pakka!!! Reykir þú? Hmm... já það má greinilega rekja þetta ástand þitt til þess að þú reykir...
-En læknir! Ég er fótbrotinn!!!
Já, svona er að reykja... ég geri ekkert fyrir þig.

SKOTTULÆKNAR!!!

Alveg óþolandi... ég semsagt tek 500 kall fyrir að segja ykkur að það sé ekkert að ykkur og þið eigið að hætta að reykja! og ef þið reykið ekki þá segi ég ykkur bara að þetta sé af því að þið reyktuð í fyrra lífi!

Alveg hættur að taka mark á þessu heilhveitis reykingarugli eftir að hún móðir mín var næstum því myrt á Sjúkrahúsi Akraness vegna þess að reykingunum var kennt um líkamlegt ástand hennar/vanlíðan eftir aðgerð þar sem að gert var gat á smáþarmana!!!
Dælt í hana morfíni og hún fann ennþá til... „Hmm... hún hefur greinilega verið langt leidd í REYKINGUNUM...

Heilhveitis skottulæknar!
Einn bitur!

mánudagur, júlí 25, 2005

Alveg vekk... 

Neinei... segi svona... er reyndar kominn með eitthvað heilaæxli... sem hlýtur að lagast. Trommusettið hans Einars er ekki komið þannig að við verðum að bíða í a.m.k. einn dag í viðbót. Fór á Sin City í gær og hún er algjör snilld... hvet alla til þess að fara á hana sem hafa ekki séð hana.

Annars er þetta snilld dagsins í dag... svona ætla ég að fá mér um leið og ég er búinn að fá 'Pimp-leyfið' mitt: Fæst í Ikea

HAHAHA...

Lag dagsins er Chockolate salty balls með Chef úr Southpark

laugardagur, júlí 23, 2005

Áts! 

Er staddur hérna heima hjá mömmu Rokk en ekki í vinnunni í dag eins og ég ætti með réttu að vera... Mætti samt alveg í morgun en fór í bakinu, fékk 'tak' í bak og gekk skakkur út í bíl til Atla bró sem sótti mig í morgun. Ég fór beint í pottinn þegar ég kom á Jörundarholtið og svitnaði í honum í klukkutíma. Lá svo með kaldan bakstur í tæpan hálftíma og er að bíða núna eftir því að geta skellt köldum bakstri aftur á. Er orðinn 10 sinnum betri en ég var og fer alveg örugglega í vinnuna á morgun.

Þá sjaldan sem maður...
verður veikur þá tek ég það með stæl. Búinn að vera með hálsbógu og drasl frá því að ég kom heim frá Danmörku í SEINNA skiptið ;) og vill ég meina að það sé vegna loftslagsbreytinga frekar heldur en fráhvarfseinkenna vegna ódýrs bjórs :þ

Annars bara allt gott... læf is bjúddífol eins og mamma Rokk myndi segja... sól í heiði og allur þessi pakki :) Bara verst að það sé svona brjálað að gera hjá mér ákkúrat núna.

ÉG VILL MINNA YKKUR, LESENDUR GÓÐIR, Á BALLIÐ SEM NORÐURÁLSHLJÓMSVEITIN VERÐUR MEÐ Á EFRI HÆÐINNI Á BREIÐINNI ÞANN 5. ÁGÚST!!! ÞAÐ VERÐUR AÐ SJÁLFSÖGÐU FRÍTT INN OG EF ÞAÐ VERÐUR EITTHVAÐ RUKKAÐ INN ÞÁ SEGIST ÞIÐ BARA VERA FASTAGESTIR Á BLOGGINU MÍNU OG ÞAR MEÐ KOMIN Á GESTALISTA!!! ÞETTA VERÐUR BRJÁLAÐ STUÐ FRAM Á RAUÐA NÓTT!!!!!

Annars fékk ég líka tilboð um að vera með í bandi sem á að spila á Amsterdam föstudags- og laugardagskvöld einhverja helgina í ágúst og fá böns af monní fyrir :)
Það er ekki tekið út með sældinni að vera rokkstjarna á Íslandi! ;) Læt ykkur vita betur af því þegar það skýrist betur með það.

En núna ætla ég að fara að skella köldum bakstri aftur á bakið á mér...
Hafið það gott...
l8er
Rokkarinn

laugardagur, júlí 16, 2005

Grenj og söknuður 

Hann er farinn... félagi minn til tveggja ára hefur fundið nýjan eiganda :'(

Galantinn á núna eiganda sem heitir Guðmundur...

Far vel góði vin. Þú hefur reynst mér vel og þín mun ég ávalt minnast með brosi í hjarta.

Saknaðarkveðjur,
Óli Örn, 'Rokkari að atvinnu'

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Nó-Pí á Mörkinni í kvöld!!! 

Allir að mæta, þvílík stemning!!!

Langar einnig til þess að benda á þessa síðu hér: http://www.blog.central.is/no_pi :D
þar sem ykkur gefst tækifæri á að gerast svolítið interactive! sem er betra en RADIOACTIVE!!!

Lifi rokkið... sjáumst í kvöld!

Lag dagsins er mappan mín... hún verður spiluð öll í kvöld!!!

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Gullmolar! 

Ég sótti Hlyn á fimmtudaginn seinasta upp í sveit til ömmu hans. Þegar við erum að nálgast Bauluna segir Hlynur:
„Hey pabbi? Getum við stoppað aðeins í Baulunni?“
-„Nei, því miður, ég er ekki með veskið mitt...“
Svo þegar við erum hálfnaðir til Borgarness segir hann:
„Hey pabbi, við getum stoppað í Hyrnunni og fengið okkur eina pulsu, ég er SVO svangur.“
-„Nei, því miður Hlynur, ég er búinn að vera að vinna í allan dag og ég gleymdi veskinu mínu heima. Við gætum komið við uppá Skaga hjá ömmu Siggu og athugað hvort að það sé ekki eitthvað til í gogginn þar...“
„Ok“
Svo þegar við erum að nálgast Skagann segi ég við Hlyn að við stoppum ekkert hjá ömmu heldur rennum við í 10/11 þegar við komum í bæinn og fáum okkur eitthvað þar. Hlynur tekur vel í það. Við stoppum svo aðeins hjá Dvalarheimilinu og tökum Svabba upp í. Svo þegar við keyrum framhjá Leynisbrautinni (sem er seinasti séns til þess að beygja upp til ömmu Siggu) heyrist í Hlyni aftur í:
(fórnar höndum)„HALLÓ! Var ég ekki svangur eða?!?!?
HAHAHA... ég og Svabbi hlógum alla leið inn að göngum!

Svo í gær þegar við feðgarnir vorum að verða komnir í Mosó í gær segir Hlynur:
„Pabbi... ég á tvo pabba!“
-„Nú?“
„Já. Þig og einn tengdapabba! Þú og Jón Karl Jón eruð pabbar mínir. Jón Karl Jón er pabbi hennar Eriku!“
HAHAHA... snillingur!

Svo er seinasti gullmolinn frá honum það sem hann skrifaði áðan í Word í tölvunni minni... ég copy/paste-a þetta beint hingað... þið getið séð þetta með eigin augum:

DELIA ERTÞÚ SKOTINI MER
EFÞÚERT SKOTINI MER
EÐÞÚERT SKOTINI MER
ÞÁATLAÆTLAÉKABJÓÞAÞER
IPARTI

TILDELIU
FRÁHLINI

Snillingur?

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Danmörk part 2 

Jæja... þetta er sagan af Hróarskeldunni 2005... sem var easy-money eins og maður segir...

Ég var næturvakt miðvikudagskvöldið og hélt mér svo vakandi fram að flugi sem var klukkan 15:30 :þ
Ég fékk mér bjór í morgunmat þegar ég kom heim úr vinnunni og pakkaði því sem ég taldi mig þurfa í flugfreyjutöskuna. Ég var búinn að redda mér gistingu þannig að ég ætlaði ekkert að vera að burðast með of mikið drasl með mér.

Fimmtudagurinn fór semsagt mestmegnis í ferðalög og kom ég inn á Roskilde-festival-svæðið um 11 leytið að staðartíma. Rambaði á Heimi Berg og hans fríða föruneyti sem ég hékk með eiginlega alla helgina. Þeir skutu yfir mig skjólshúsi þar sem að ég hafði 'óvart' tekið lestina alla leið frá Kastrup til Hróarskeldu... ætlaði að fara úr við Norreport-station en það klikkaði víst eitthvað og ég endaði í Hróarskeldu... skellti mér því bara inn á svæði með það að leiðarljósi að ná að krassa einhversstaðar um nóttina. Það tókst.
Ég var reyndar fenginn til þess að spila á gítar á tjaldstæðinu þarna um kvöldið og það var alveg rífandi stemning í tvo-þrjá tíma á meðan maður spilaði allt frá Nínu með Stebba Hilmars og Eyjólfi Kristjáns, til Johnny B. Goode með Chuck Berry! :þ

Föstudagur
Ég svaf Á sæng og Í fötunum eins og prinsessa og ég held að líkamleg þreyta hafi borið kröfu um þægindi ofurliði því mér leið eins og nýjum manni þegar ég vaknaði. Við röltum svo frá sumarbústaða-landinu að næstu strætóstöð þar sem við tókum strætó í gegnum alla Hróarskeldu á lestarstöðina. Ég tryggði mér eilíft líf og frían passa inn í himnaríki í þessari strætóferð þar sem að þessi dagur var greinilega alþjóðlegur dagur eldriborgara í strætó. Ég hugsa að það hafi hver einast manneskja eldri en sextugt í Hróarskeldu tekið ÞENNAN strætó þennan dag!!! Ég gerði ekkert annað en að standa upp til þess að láta eftir sætið mitt og gott ef maður hefur ekki fengið nokkur blikk frá gömlu konunum sem höfðu greinilega sjaldan kynnst annarri eins riddaramennsku!

Við héldum svo beint inn á svæði þar sem við komum okkur fyrir utan Pavilion sviðið þar sem Mugison var að spila. Ég hafði einmitt séð hann deginum áður á BSÍ að vera að skófla í sig hammara. Ég er nú ekkert spez hrifinn af tónlistinni hans en mér fannst það helvíti flott þegar hann sagði:
„Ok, now I'm going to play two songs, and when I'm finished playing these two songs I will go off stage and you will all scream: Mugi, Mugi, and then I will come again and play Murr Murr for the Icelandic people!“
Sem hann og gerði við mikinn fögnuð viðstaddra...

Eftir Mugison sátum við bara á sama stað og skiptumst á að fara og sækja bjór. Það var of heitt til þess að færa sig eitthvað og við kepptumst öll við að bera sólarvörn á okkur til þess að fá ekki sama BASE-TAN og Guðgeir var með :þ

Snoop Dog byrjaði daginn á Orange-sviðinu og ég kom mér fyrir í röðinni til þess að komast í pyttinn fyrir Audioslave. Ég sé ekki vitund eftir þessari tveggja tíma bið því að ég var eiginlega alveg fyrir miðju FREMST þegar Audioslave sté á stokk!!! Shitt hvað Chris Cornell er flottur gaur! Sama hvað hann Biggi í Maus segir... MÉR FINNST BIGGI Í MAUS VERA SVEITTUR GAUR!!!!!!!!!

Eftir troðning og barning sem fylgir því að vera í pyttunum fór ég c.a. fyrir miðju til þess að hlýða á Black Sabbath. Mússíkin hjá þeim var þétt en háu tónarnir hjá Ozzy voru ekki alveg að hitta í mark... hann er náttúrulega bara orðinn gamall... Klikkað gaman að sjá Tony Iommi því að hann er einn af stærstu rokkhetjunum í ROKKSÖGUNNI!!!

Ozzy skemmti sér ekkert smá vel og hoppaði um sviðið eins og kengúra og var ótrúlega ólíkur sjálfum sér úr 'raunveruleikaþættinum' The Osbourns. Hann var mjög hress og hann sagðist elska fólkið (á Roskilde) svona tvisvar-þrisvar í hverju lagi... auk þess að hann bað fólk að...: „Go crazy for me Roskilde!!!“

En þeir voru flottir gaurar... alveg ómissandi að hafa séð þá... í lífinu.

Laugardagur
Á laugardeginum var ég kominn inn á svæðið hálf þrjú af því að Óli Palli ætlaði að hitta okkur vinningshafana klukkan þrjú... hann tók létt viðtal við okkur og bað svo að heilsa þegar hann fór með viðtalið og sendi það hingað heim þar sem það kom í útvarpinu hálftíma seinna.

Ég beið spenntur fyrir framan Orange sviðið og sá Jimmy Eat world og ég er ennþá á því að þeir séu one-hit-wonder... Foo Figthers voru frábærir og með gott prógramm... reyndar sama og þeir voru svo með hérna nokkrum dögum síðar, fyrir utan seinasta lagið. Þeir voru samt ekki eins fullir þarna úti eins og hér... herma fregnir a.m.k.
Green Day voru klikkað flottir og söngvarinn vildi bara ekkert fara af sviðinu!
Það var samt klikkað kúl hjá þeim að þeir bjuggu til nýja hljómsveit í einu laginu! Þannig var það að hann bað fyrst um einhvern sem gæti trommað... svo einhvern sem kynni á bassa... og síðast bað hann um besta gítarleikarann í Danmörku! Hehe... þessa þrjá fékk hann upp á svið úr áhorfendaskaranum og þeir spiluðu eitt lag! Klikkað kúl... svo þegar lagið var búið sagði hann við strákinn sem spilaði á gítarinn: „You get to keep the guitar!“ og gaurinn kiknaði alveg í fótunum og var himinlifandi við þessi tíðinidi... söngvarinn hélt svo áfram og sagði: „and get the fuck off my stage!“ HAHAHA... klikkaður töffari.

Á eftir Green Day komu svo Duran Duran sem komu mér geðveikt á óvart! Ekki nóg með að þeir spiluðu mjög vel og Simon LeBon náði öllum nótum heldur voru þeir bara flottir í alla staði, miklu rokkaðri heldur en á plötunum og með gott prógram! Komu mér virkilega á óvart skoh!

Aftur komst ég í gítar á tjaldstæðinu og spilaði þangað til að ég sleit streng :( Hef bara ekki slitið streng síðan ég veit ekki hvenær :'( og vona bara að þetta hafi verið svona one-hit-wonder (sjöníuþrettán). Ég skrallaði þarna fram á morgun og var kominn til Þórhildar (vinkonu Helgu sem ég gisti hjá) um 10 leytið um morguninn... hehehe :þ lifi rokkið! og lagðist loks til hvílu!

Sunnudagur
Ég vaknaði seinnipartinn... fór í sturtu... kom mér inn á svæði... sá Brian Wilson og það var algjör snilld! Kallinn er náttúrulega svona svona í kollinum en hann hefur röddina ennþá og snilldar hljóðfæraleikara/söngvara með sér. Þegar hann er hálfnaður með prógrammið sitt þá er seinast lagið að klárast og c.a. 20 sec eftir af því... þá fer hann bara út af sviðinu! HAHAHA... það var svo fyndið... gaurinn var búinn að vera að kíkja á klukkuna sína af og til allt spileríið eins og hann væri að drífa sig eitthvað... hehe... en svo kom hann aftur og við vorum eiginlega öll lögð af stað að Arena-sviðinu til að sjá Interpol en þá kom kallinn aftur og tók öll flottustu Beach Boys lögin og það varð svo klikkuð stemning að það fóru bara allir að dansa og tjútta eins og geðsjúklingar!!! Ótrúlega kúl... breytti algjörlega minni sýn á þessum manni. En flottasta atriðið var samt þegar hann sagði: „On our last album we did a christmas song... we're going to play that for you now.“ og allir klöppuðu og við litum hvert á annað og flissuðum smá... en svo byrjuðu bara jólabjöllur að klingja og hann tók JÓLALAG fyrir gesti Hróarskeldu-hátíðarinnar! Djövull var það kúl shit!!! HAHAHAHA!!!!!

Ég fór svo með öllum skaranum að Arena sviðinu og hlustaði á Interpol og þeir verða skoðaðir nánar á næstu dögum. Góð mússík þar á ferð.
Þaðan fór ég að minnisvarðanum sem var reistur um þá sem tróðust undir þegar Pearl Jam spilaði á Hróarskeldu árið 2000, smellti af honum mynd og hélt áleiðis til Albertslund þar sem Óli frændi tók á móti mér.

Ég hvet alla sem eru að fara til Eyja um verslunarmannahelgina að endurskoða það fyllerí og skella sér á Hróarskelduna... svipaður peningur sem fer í þetta skoh... ég er að tala af reynslu, þó svo að ég hafi fengið frítt núna. En það er náttúrulega hægt að gera bæði... en það eru ekki allir sem skíta seðlum.
Á 100þúsund manna hátíð er ekkert um slagsmál eða nauðganir... bara góður fílíngur og yfirleitt gott veður... á meðan að 10þúsund manna hátíð í Eyjum verður að einhverju 'Gladiator-fest' fyrir slagsmálahunda og hátíð fyrir óprúttna nauðgara...
Ég þarf allaveganna ekki að hugsa mig tvisvar um.

Lifi rokkið gott fólk... lifi rokkið...

Danmörk part 1 

Þetta er sagan af Legófylleríinu sem við feðgarnir fórum í...

Ótrúlega gaman... munum ekki neitt!

HAHA... segi svona...
Þetta byrjaði allt á því að á laugardagsmorgninum kl. 3 vorum við feðgarnir báðir glaðvakandi... Hlynur reyndar nývaknaður en ég hafði ekki getað sofnað sökum vöðvabólgu og hausverks... ákvað svo þarna rétt um 3 leytið að skella loksins í mig verkjatöflum svo að ég gæti lúllað a.m.k. í klukkutíma áður en við lögðum af stað út á völl.
Þetta endaði svo þannig að við lágum saman uppi í rúmi og grenjuðum úr hlátri yfir Shrek 2 þangað til að klukkan sló réttrúmlegafjögur og fórum þá á fætur og bárum töskurnar útí bíl.

Þegar við komum út á völl þræddum við fríhöfnina og tsjilluðum svo þangað til að við stigum upp í vélina og flugum af stað. Við sváfum báðir mestalla leiðina.
Við fórum beint og náðum í flotta bílaleigubílinn okkar og keyrðum alla leið til Odense þar sem við byrjuðum á því að fara í Odense-Zoo. Fyrstu dýrin sem við sjáum þegar við komum inn eru gíraffar og ÓMÆGAD hvað þetta var kúl... svo hélt dagurinn bara svona áfram! Við sáum zebrahesta og þeir eru víst svartir með hvítar rendur las ég einhversstaðar um daginn... eða öfugt... jæja... það er annað hvort.
Við sáum ljón, mörgæsir, pelíkana, strúta, apa, rass-apa, veird-ass-birds og what-nots... bara jú neimitt... við sáum það... nema tígrisdýrið. Það var í felum.

Þaðan fórum við svo til Silla og Mjallar þar sem við fengum gott að borða og herbergi útaf fyrir okkur um nóttina. Það er alltaf svo heimilislegt að kíkja til fólks sem maður kannast við í útlöndum og fá að gista. Takk fyrir okkur Silli og Mjöll.

Sunnudagur
Þaðan fórum við daginn eftir og ókum alla leið til Billund þar sem við eyddum heilum degi í Legolandi. Það var ótrúlega gaman og sérstaklega vegna þess að þar var íslenskt veður sem gerði það að verkum að það voru ekki eins margir gestir eins og hefði verið hefði verið gott veður... HAHAHA killer setning.
Við prófuðum öll tækin... ÖLL og nokkur oftar en einu sinni og þegar garðinum var að loka fórum við í smá verslunarleiðangur. Hlynur eyddi 10þúsundkalli í búðinni og hefði getað eytt 20þús... A.M.K.!!!

Frá Legolandi fórum við til Bjarna og Bryndísar en þau eiga heima í 6 kílómetra fjarlægð frá Legolandi. Það var heví næs að vera hjá þeim... uppábúið hjónarúm, aðgangur að heitri sturtu hvenær sem er, eldhús og ískápur... jú neim itt... þarna eru líka yfirleitt nokkrar fjölskyldur á sama tíma þannig að krakkarnir hafa yfirleitt leikfélaga auk þess að geta skoðað hænurnar, geiturnar, smáhestana eða leikið sér í rólunum sem eru þarna á jörðinni hjá þeim. Snilld að vera þarna og maður fer líklegast aftur til þeirra ef maður fer í Legoland.

Mánudagur
Daginn eftir Legoland keyrðum við upp fyrir Árhús og fórum í Djurs-Sommerland en þar var bara varla hræða vegna veðurs... við ætluðum að fara í vatnslandið sem er þar en það var lokað vegna veðurs (enn og aftur íslenskt veðurfar) en við nutum þess að fara aftur og aftur í þau tæki sem voru opin... fyrir utan stóru hringekkjuna sem lyfti manni nokkra metra upp frá jörðinni og snérist svo á fullum hraða fyrst áfram... svo afturábak. Það var reyndar þannig með Hlyn í þessari ferð að í fyrstu ferðinni í hverju tæki sagði hann: Þetta er leiðinlegt! Við förum ekki í þetta aftur! en svo þegar maður kom niður þá heyrðist: Fljótur pabbi... förum beint í röðina aftur! :þ

Við keyrðum heim frá Randers og vorum komnir til Bjarna og Bryndísar um 9 leytið og skelltum okkur þá í heita sturtu og upp í rúm að púsla saman eitthvað af því legói sem Hlynur hafði keypt deginum áður í Legolandi.

Þriðjudagur
Nú keyrðum við alla leið til Köben þar sem við komum á hótelið okkar... Hótel Hóbó (Hotel Nebo) um 13:00. Við tjékkuðum okkur inn og löbbuðum svo frá Istedgade 6, í gegnum Höfuðbanan (Hovedbanengárd) og beint í Tívolíið. Þetta tók 5 mínútur. Við vorum svo í Tívolíinu til 10 um kvöldið en flest tækin hætta að ganga um 22:30 á kvöldin!

Miðvikudagur
Á seinasta deginum keyrðum við alla leið niður til Rödby þar sem við eyddum heilum degi í Lalandia sem er vatnsleikjagarður. Það er algjör snilld að vera þarna! Vatnsgarðurinn er allur innandyra og við hlupum til skiptis í rennibrautirnar 4, öldusundlaugina eða köldu laugarnar! Laugarnar þarna eru ekki upphitaðar þannig að þegar kalt er í veðri hættir sér engin í sund... af því að það er kalt... og þá meina ég KALT! En þennan dag var heitt... ómægad það var heitt...
Þegar við vorum búnir í sundi fórum við í mínigolf inni... svo úti... sitthvorar 18 holurnar, fengum okkur ís... Hlynur fór í svona trampólín-teygju-júnit... tvisvar... smá þythokkí... svo eitthvað sé nefnt og seinnipartinn lögðum við svo af stað til Köben aftur. Það var svo heitt í bílnum að Hlynur lét þessa fleygu setningu falla: Það er bara HITABYLGJA hérna! (og þá átti hann við inni í bílnum!). Við dóum svo úr hlátri á leiðinni heim þegar við ösnuðumst til að smakka á kókinu sem var skilið eftir úti í bíl um morguninn! HAHAHAHA Þetta var svo fyndið að það hálfa væri nóg! Ég hef ekki séð þennan svip á Hlyni síðan ég gaf honum smakk af sítrónu þegar hann var ungabarn! Nema hvað það læddist með þessu lúmskur prakkarasvipur sem breyttist svo í tröllahlátur! :þ Kókið var orðið þykkt... sjóðandi heitt... eins og kaffi og bragðaðist eins og ein mesta sykurleðja sem maður getur hugsað sér! HAHAHA... svo keyrðum við með tásurnar út um gluggann til þess að kæla/kæfa táfýluna. Úff... heitur dagur.
Við lukum svo deginum með því að labba Strikið til enda... alla leið inn í Nýhöfn og til baka... keyptum okkur svo Makkdónalds sem við tókum með okkur upp á hótelherbiggi... get nú ekki sagt að það hafi verið ánægjusvipur á afgreiðsluliðinu þegar við komum með matinn inn í lobbíið með okkur... en eins og ég segi... Hótel Tsjíbó... hehe...

Fimmtudagur
Við vöknuðum hreinlega bara... borðuðum morgunmat og tókum restina til... fórum svo út á Kastrúpp og skiluðum bílnum og biðum eftir fluginu okkar. Hann varð svolítið ónýtur þessi dagur... en það var gaman að rifja upp ferðina... og síðast en ekki síst að leika sér í boltunum í barnalandinu á flugvellinum. Við veltumst þar um... feðgarnir og það var mjög erfitt að sjá hvor hafði meira gaman af boltunum... pabbinn eða sonurinn... sérstaklega af því að það var enginn þarna nema við :þ

Góður endir á góðri ferð...

laugardagur, júlí 09, 2005

Stemmari! 

Hendi inn nokkrum myndum núna og skrifa svo smá ferðasögu á morgun eða hinn...

BASE TAN! Guðgeir er með eitt klikkaðasta base-tanið á Hróarskeldu þetta árið...


Þetta er stemningin þarna... 25°C hiti og bjór...


Fyrir miðri mynd sést í Orange-sviðið... það tekur stundum tíma að komast þangað... eins og þarna


Þessi er tekin fremst úr pyttinum rétt áður en að Audioslave sté á stokk...


Átrúnaðargoðið í forgrunni... og Tom Morello gítarleikari í bakgrunni...


Svona líta pyttarnir út þegar fólkið er farið...


Þarna var maður samt flesta tónleikana... c.a. fyrir miðju á Orange-sviðinu


Flott mynd...


Rokkarinn, Óli Palli og tveir aðrir vinningshafar úr SMS-leik Rásar 2 (hinir gaurarnir í viðtalinu úr fyrri póstinum)


Þarna er maður næstum því aftast fyrir framan Orange-sviðið...


Mæðgin á Hróarskeldu að safna plastglösum... það voru ófáar fjölskyldur sem lögðu leið sína á Hróarskelduhátíðina til þess að safna dósum og plastglösum... maður fær nefnilega pening fyrir að skila því inn... Mamman sat á rassgatinu á meðan strákurinn þaut um svæðið til þess að safna dósum...


Skoðið svo restina hérna...

föstudagur, júlí 08, 2005

Viðtalið á Roskilde :) 

Fyrir þá sem misstu af viðtalinu við undirritaðan... þá hef ég fundið upptöku af þessu hjá Rúv og fyrst þarf að velja daginn á dagatalinu... 3. júlí.
Svo þarf að smella á Rokkland
Síðast þarf svo að færa bendilinn c.a. mitt á milli 'Fast Forward' og 'Next' og þá kemur viðtalið...

Það er hægt að nálgast þetta viðtal til 17. júlí. Ég set hérna bæði inn link og skýringarmynd... fyrir ótölvuvætt fólk að sjálfsögðu.

Njótið :)

http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/popup/ras2/?date-from=2005-07-03


þriðjudagur, júlí 05, 2005

GSMblogg 

Svolitid spez ad mega bara fara med 1 kveikjara inn i flugstodina... Donate-adi thvi odrum... Latid rigna sms-um ef eg a ad taka e-d i frihofninni!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, júlí 04, 2005

Grillaður íslíngur... 

Hæ allir saman! Ég er hérna í Albertslund hjá Óla frænda Hlöðverssyni eða Óla síníjor eins og hann er kannski "A.K.A." (also known as fyrir þá sem ekki þekkja til...). Rita kom og kynnti sig í kvöld... hún er kani og kanarnir eru ekki fílaðir hérna á 'kollegíinu'. Hi, my name is Oli... og ég sagði svo... Hi, my name is also Oli... ótrúlega skemmtilegar samræður það :þ

Ég vaknaði rétt fyrir hádegi og fékk morgunverð hjá síníjor og svo var hafist handa við að slappa af! Hehehe... við erum búnir að vera í góðum fílíng í dag... rölta útí búð og versla í matinn... skoða aðeins... fá okkur nokkra bjóra... og vera að stikna úr hita! Það var 25°C hiti í dag en sem betur fer var nokkuð hvass þannig að maður varð ekki alveg steiktur. Dagurinn endaði svo með grilluðum kjúklingabringum, köldu kóki og ís í eftirrétt... heví næs. Þetter lífið gæti maður nú tekið upp á því að segja :)

Langaði bara til að henda inn nokkrum línum til þess að láta ykkur vita að ég er orðinn sólbrúnn og sætur... næstum því brunninn... semsagt grillaður íslíngur... og ég vona innilega að Dsjords Dobbelvejúv Búss verði ekki þess valdandi að fluginu mínu seinki annað kvöld. Hann kemur nefnilega til Danmerkur á morgun og skv. fréttum verður Kastrup lokað á meðan hann er þarna... talandi um prinsessu!!! En að öllum líkindum verð ég kominn á klakann um 23:00 annað kvöld... í góðum fílíng á leið í rúmið af því að ég fer að vinna strax á miðvikudagsmorgun... svona gerum við þegar... HAHA... minnir mig á það... Brian Wilson tók jólalag á Roskilde... djövull var það kúl!

Eníhú... ég vona að þið saknið mín og ég vona að ég fái kommenta-frensí við þennan póst... svo að það verði nú freistandi að setja inn nokkrar vel valdar myndir frá Hróarskeldunni. Ég er með 512MB af myndum og vídjóklippum... viljiði sjá?

GSMblogg 

25'C hiti... Sol... Kaldur bjor... Thetter lifid!!! Skal i bodinu! Venlig hilsen fra Danmark, Rokkeren

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, júlí 03, 2005

GSMblogg 

Brian Wilson er nyja atrunadargodid mitt!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Sejetturinn hvad thad er gaman!!! 

Jæja... eg er herna a hofud-banananum i koben a leid i rumid... thetta er buin ad vera agaetis torn hja manni og thad hefur ekki verid ad hjalpa til ad hitinn er um 18-25 gradur... sejetturinn hvad thad er heitt!

Eg er buinn ad taka fullt af vidjoi og slatta af myndum og thad er bara gott af mer ad fretta. Thad var skyjad i gaer og eg hefdi betur att ad setja a mig fullt af solarvorn i smettid... thad er frekar heitt akkurat nuna... (smettid thad er ad segja).

Eg er adallega buinn ad sja storu bondin og stefni a ad kikja a Brian Wilson og Interpol i dag... tha er pakkinn bara buinn... eg aetla svo ad hitta Ola Senior a morgun og vid dsjillum eitthvad saman i kongsins... dsjilli dsjei!

Annars nenni eg litid ad skrifa a svona fatlad lyklabord...

Hef thad semsagt gott... allt of heitt... gaman og rock n' roll! Thetta er lifid!

BTW... hverjir heyrdu vidtalid vid karlinn i gaer?!?!?

laugardagur, júlí 02, 2005

GSMblogg 

Duran er svo ad meika shit!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

GSMblogg 

Vidtal vid mig kl. 14:30 à Ràs2!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, júlí 01, 2005

GSMblogg 

Thad skemmtir sèr enginn betur en Ozzy à Hròarskeldu!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

GSMblogg 

Eg er SVO à leidinni ì PITTINN ad sjà Audioslave!!!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

This page is powered by Blogger. Isn't yours?