<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 27, 2005

What's the secret ingredience? 



How to make a Óli Atla
Ingredients:

5 parts success

1 part courage

5 parts elegance
Method:
Combine in a tall glass half filled with crushed ice. Add a little lovability if desired!


Username:


Personality cocktail
From Go-Quiz.com

fimmtudagur, september 22, 2005

Hlynur = Flottur gaur! 

Sótti Hlyn í gær í skólann af því að mammans er í staðbundinni lotu í sínum skóla. Það er nú ekki frásögu færandi nema að við brunuðum svo út á Akranes þar sem við skelltum okkur í bakaríið og fengum okkur heilhveitis-horn. Sem er náttúrulega ekki frásögu færandi nema að Hlynur lítur á mig með mestu hvolpa-augum áður en við förum inn í bakaríið og spyr mig hvort að hann megi fá einn dónötts (ég er orðinn allt of harður á þessu 'bara-nammi-á-laugardögum-dæmi' held ég þar sem að Hlynur suðar aldrei um neitt og sérstaklega ekki nammi nema þegar hann veit að við getum keypt það ákkúrat núna og geymt það fram á laugardag...). Hann er voðalega spyrjandi eitthvað og spyr nokkurn veginn eins og hann viti að hann fái svarið nei... fyrirfram... ég er nú aðeins að reyna að slaka á í þessu þó svo að ég sé orðinn frekar fráhverfur sykursnúðum og öðru góðgæti í miðri viku. En ég held að hann viti þetta alveg núna og passi sig á slikkeríi þegar það er ekki laugardagur. Hann náttúrulega þarf ekkert á þessu að halda og mér finnst það ótrúlegt að hann geti hætt að borða nammi á laugardögum þegar hann er kominn með nóg... ekki það að það komi oft fyrir að það sé til svo mikið slikkerí að hann verði pakksaddur af því... heldur að það sem hann kaupir sér í bland í poka eða eitthvað álíka sé bara of mikið.

ENÍHÚ...

Þetta er að sjálfsögðu ekki frásögu færandi nema að þegar við komum svo heim til Mömmu Rokk fáum við okkur kakómalt til þess að skola kræsingunum niður (hversu mikil öfugmæli eru það að leyfa ekki sykursnúð en kakó er allt í lagi?!?!?) sem er náttúrulega ekki frásögu færandi nema að Hlynur missir glasið og brýtur einn brauðdisk hennar mömmu og sullar kakói yfir peysuna sína og buxurnar. Sem er náttúrulega ekki frásögu færandi nema að hvorki hann né ég vorum með auka föt... þannig að við skelltum okkur í smá rúnt niður í bæ... Hlynur í náttfötunum (spiderman) og úlpu og húfu og renndum inn í Ozon til þess að festa kaup í buxum... sem er náttúrulega ekki frásögu færandi nema að ég hrökklaðist þaðan út vegna þess að ódýrustu buxurnar þarna inni sem hefðu passað á Hlyn voru á 6500 krónur!!! Þær næstu við hliðina á voru á 6990 krónur!!! Viljiði spá íissu?!?!?!?

Þannig að við renndum bara yfir í Nínu og ég fann þar buxur sem mér fannst mjög kúl... og vildi að Hlynur mátaði þær og aðrar sem ég var nú ekki alveg viss um... en þær voru með mjög þröngu sniði og síðar þannig að það á að bretta upp á skálmarnar á þeim. Hlynur var að fíla þær miklu betur heldur en ég... þannig að hann mátti ráða. Það er nú einu sinni hann sem gengur í þeim... sem er ekki frásögu færandi nema að ég FÉKK að velja peysuna! Þá er það víst þannig að þegar maður kaupir buxur... þá verður maður að kaupa peysu líka! Hehe... einhver óskrifuð regla sem ég hef misst af í uppeldis- og menntunarfræðináminu... en hún var að sjálfsögðu virt og ég fékk að velja peysu. Við fengum svo lítinn poka undir náttfötin og töffarinn hann Hlynur gekk út í spánýjum fötum. Ergó... Hlynur = Flottur gaur!

þriðjudagur, september 20, 2005

Klukk! þúrtann! C.U.I. 

Karen klukkaði mig á blogginu sínu og ég ætla því að birta hér nokkrar C.U.I.'s um mig (C.U.I. er þáttaröð sem mig langar til þess að koma af stað. Þessir þættir yrðu svolítið í anda við C.S.I. nema hvað að C.U.I. stendur fyrir Completely Useless Information þannig að þetta yrði svona þáttur um tilgangslausar staðreyndir í lífinu eins og t.d. að maður þarf ekki að vera með bílbelti þegar maður bakkar).

Eníhú... 5 C.U.I. staðreyndir um mig:

1. Mér finnst gaman að fá blóm
2. Ég HATA rósakál
3. Uppáhalds myndin mín er So I married an axe murderer
4. Mér finnst þoka æðisleg
5. Ég þoli ekki fólk sem kann ekki að leggja í stæði

Þetta er svona nokkurnveginn C.U.I. fyrir utan kannski 1. og 2. liðinn.

En klukk-sagan er mjög fyndin. Það var þannig að það voru eldri hjón sem bjuggu/búa enn uppá Skaga sem stunduðu ástarleiki af miklum eldmóð. Þannig var það hjá þeim að þau klæddu sig alltaf úr öllum fötunum og notuðu alla íbúðina undir ástarleikina. Þetta var þannig að karlinn hljóp á eftir konunni og klukkaði hana á 'biðskylduna' og þá er verið að skírskota til þess að skapahár konunnar myndar, ef grannt er skoðað, þríhyrning á hvolfi. Þetta líkist mjög hinu margrómaða biðskyldumerki af umferðarmerkjaætt og þar sem að karlinn klukkaði konuna á biðskylduna var tekið á því í stutta stund og svo hélt leikurinn áfram þannig að íbúðin þeirra var bókstaflega full af ást!

Hehehe... þegar við heyrðum þessa sögu fyrst var það í sturtu eftir vakt og þá var Tommi Rúnar sem skellti þessu á a.m.k. hálfa vaktina í sturtu. Það voru allir hálfskrýtnir fyrst en svo snérist þetta fljótt út í sturtugrín á borð við sápumissisleikinn og nýliðann. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fór grínið fljótt að beinast að tveimur mönnum á vaktinni, Danna Bjé og Helga Steindal. Svo reyndar var það mjög sniðugt segja klukk! þegar einhver kom inn í sturtuna því að það voru ekki allir að fylgjast með því hverjir fóru og komu og þá var yfirleitt litið upp og hlátur fylgdi í kjölfarið... svona var nú sú sagan...

En til þess að Klukkið fari nú svolítið víða þá ætla ég að klukka hana Mömmu Rokk af því að hún er búin að vera svo léleg að blogga undanfarið og svo líka hana Soffíu til þess að hefna fyrir hægri krókinn sem ég fékk í ammælispartýinu hennar Karenar. Og hér með vottast það að við séum þá kvitt ef hún tekur klukkinu eins og kona.

What's you lookin' at BITCH?!? 

Heitir nýi þátturinn hennar Mörthu Stuart skv. Jay Leno... Mér finnst þetta geðveikt fyndið.

Lífið hefur sinn vanagang annars... ég er hættur að vinna... ég geri ekkert annað en að styrkja starfsgreinina sem hefur hæstu sjálfsmorðstíðnina, þ.e. tannlæknastéttina... það er gaman í skólanum og The O.C.-bitch er byrjað aftur. Mér og Þóru sys er að takast að draga hana Kareni inní þessa dramatík og ég held að hún sé að fílaða... annars er hún að feikaða vel :)

Ég fór í gær í CT scan á heila... held að skammstöfunin sé TS á íslensku... ekki það að ég viti eitthvað frekar hvað það stendur fyrir. Bjóst við að fara inn í svona hólk... eða hulstur en í staðinn fór ég bara í svona hring...


Ég þurfti að taka úr mér eyrnalokkana en annars slapp ég alveg við að fara í gulan slopp eins og flestir aðrir voru í sem voru þarna til þess að láta mynda sig að innan.
Það kemur í ljós á 2-3 dögum hvort að það sjáist eitthvað á þessum myndum og þá ætlar læknirinn að hringja í mig. Þannig að ég krossa núna fingur um að ég hringi bara í hann á föstudaginn sjálfur til þess að fá þær fréttir að það hafi ekki sést neitt óeðlilegt á myndunum nema kannski heilinn á mér. Væri betra að vera með heila.

Þetta er búið að valda mér pínku hugarangri. Samt sem áður ber ég ekki nein merki þess að vera með æxli af einhverju tagi og auk þess sagði læknirinn að venjulega fylgdi alvarlegri krankleikum á borð við æxli yfirleitt ekki sársauki. Mér finnst bara mjög undarlegt að vera með hausverk á sama stað í rúman mánuð en hann sannfærði mig um að það væri 'algjör tilviljun'.

En svona er þetta með okkur mannfólkið... við lærum ekki að meta hlutina fyrr en að það er orðið of seint. Ég er samt á góðum stað í lífinu, á fullt af góðum vinum og fjölskyldu sem ég elska og öfugt. Það gæti náttúrulega alltaf verið verra.
En ég spái ekki í þessu fyrr en í fyrsta lagi á morgun... svo hinn... og svo þarf ég líklegast ekkert að spá í þessu þegar föstudagurinn rennur upp og læknirinn John Bendikz hefur ekki haft samband við mig að fyrra bragði.

Eníhú... lag dagsins er 'Magic' með hljónstinni Pilot. Tommi Rúnar (Ranúr Immot fyrir þá sem eru inka-buffs) segir að þetta sé smjörperrahljómsveit frá iðnaðarrokkstímabilinu. 'Vonnhittvonder' eins og kallinn sem þolir ekki enskuslettur orðaði það svo skemmtilega). Ég hvet alla sem hafa tök á því að dánlóda mússík að sækja sér þetta lag því að þetta er skemmtilegt lag. Ég fékk það á heilann og er búinn að vera með það á heilanum í 2 vikur... kannski að það sé að valda mér 'hugarangri'?

fimmtudagur, september 15, 2005

Bitri, en kurteisi gaurinn... 

Langaði til þess að deila þessu með ykkur. Þetta sendi ég á símann áðan. Ég bíð spenntur eftir viðbrögðum:

Komið þið sæl.
Ég er búinn að vera viðskiptavinur ykkar síðan í byrjun sumars og mér finnst ég vera knúinn til þess að kvarta undan vefpóstinum hjá ykkur. Ég er búinn að vera í nokkur ár hjá OgVodafone og flutti mig ekki þaðan vegna lélegrar þjónustu, heldur vegna einokunarástæðna.

-Ég skoða tölvupóstinn minn oft á dag með vefpóstinum og mér finnst það koma allt of oft fyrir á hverjum degi að mail.simnet.is/EMAIL liggur niðri. Mér þykir þetta mjög óþægilegt. Ég er með 10Mb tengingu hjá Háskóla Íslands sem er næstum því óbilandi.

-Ég nota alfarið Mozilla vafra og vefpósturinn sýnir þá ekki íslenska stafi (sem mér er svosem slétt sama um) og auk þess 'frýs' hann af og til. Þetta er kannski galli í vafranum sjálfum en það er greinilegt að vefpósturinn styður ekki alla vafra.

-Ég get ekki skoðað myndir sem eru sendar í skeytum (hvorki Mozilla né IE) nema þær séu sendar sem viðhengi.

-Ef ég er með opinn glugga og kíki einu sinni á vefpóstinn minn og skrái mig ekki út þá er vefpósturinn minn aðgengilegur fyrir hvern sem er svo lengi sem að gluggi er opinn. Aftur, mjög óþægilegt þar sem að ég er stundum með nokkra glugga opna á sama tíma og loka þeim ekki endilega öllum.

-Mér finnst mjög óþægilegt að geta ekki breytt um lykilorð á vefpóstinum sjálfur þar sem að ég vill geta haft þann möguleika að breyta um lykilorð án þess að þurfa að hafa samband sérstaklega við ykkur.

-Ég hef lent í því nokkrum sinnum að skeyti sem ég hef sent hafa ekki skilað sér. Þessi skeyti eru til í 'Send skeyti'-möppunni minni en skiluðu sér aldrei á áfangastað (þá er ég 101% viss um að hafa ýtt á 'Senda'-hnappinn en þau samt ekki skilað sér). Auk þess þá hafa nokkur skeyti sem mér hafa verið send ekki skilað sér til mín. Hjá OgVodafone er það þannig að ef einhver grunur leynist um að vírus sé í skeytinu þá fær maður sérstaka tilkynningu um að það bréf hafi verið tekið frá og að það skeyti sé aðgengilegt í gegnum þjónustuverið hjá þeim. Fyrir utan það að skeyti hafa aldrei 'týnst' þar.

-Vefpósturinn rífur í sundur setningar og það breytir engu hvort að maður stækki gluggan til fulls... setningarnar eru ennþá rifnar í sundur, þ.e. textanum er ekki þjappað til þess að passa innan gluggans.

-Einnig finnst mér það mikill tvíverknaður að þurfa að 'eyða' skeytum og 'henda' þeim svo. Ég er reyndar búinn að breyta því í stillingunum hjá mér að vefpósturinn sýni ekki eydd skeyti... en svo þarf ég að henda þeim líka!

Mig langaði til þess að koma þessu á framfæri og að sjálfsögðu krefst ég úrbóta á þessum vandamálum þar sem að ég hyggst vera áfram í viðskiptum við ykkur. Ég vona að þið getið komið til móts við mig sem viðskiptamann ykkar þó svo að ég hafi eitthvað út á ykkar þjónust að setja.

Virðingarfyllst,
Óli Örn Atlason

Update... 

Ég fór í gær og talaði við Guðnýju Guðbjörns og hún ætlar að vera leiðbeinandi minn í BA-verkefninu. Hjúkkett... ég held að það hafi legið svolítið þungt á mér þar sem að mig dreymdi fyrir því um daginn að hún vildi ekki vera leiðbeinandi minn. Þetta var þannig að ég rakst á hana einhversstaðar og spurði hana að því hvort að hún vildi ekki vera leiðbeinandi minn í ritgerðinni og þá spurði hún mig hvers vegna ég hefði ekki mætt á ráðstefnu eða málþing á vegum menntamálaráðuneytisins... Ég fattaði í draumnum að sú ráðstefna hefði verið deginum áður og ég hafði engin svör á reiðum höndum fyrir hana. Þá varð hún geðveikt fúl og sagðist ekki ætla að vera leiðbeinandi minn. Ég vaknaði með kökkinn í hálsinum ég var svo sár. Hehehe... ég sagði henni svo frá þessum draumi í gær og henni var skemmt. Ekki mér...

Ég er búinn að mæta í alla tímana mína núna þannig að Helga mín, skólinn hefur forgang. Ég fékk líka að heyra hjá Guðnýju í gær að hún hafði miklar áhyggjur af því að ég hefði flosnað uppúr námi og farið að vinna... eins og svo margir aðrir 'topp-námsmenn' sem ættu bara ritgerðina eftir. I know some people that know some people that have only their BA's left...

Mér líst bara vel á þetta... ég er nokkurn veginn búinn að njörva niður það efni sem ég ætla að taka fyrir og skila inn ritgerðaráætlun í næstu viku. Ég þarf að tala við some ppl fyrst og svo verður þetta bara eilíf hamingja... ekki nema 40-50 bls. eða ég á allaveganna að ganga út frá því svona fyrst um sinn... svo sér maður til hvernig efnið nýtist og skiptist. ÉG hlakka til.

Meira update í dag. Ég er enn með verk í hausnum og það er ágætt að vera að fara til læknis þegar maður er ennþá með það sem maður vill láta kíkja á. Fékk reyndar ekki tíma hjá þeim sem Maggi bróðir mömmu Rokk mælti með... ég nennti ekki að bíða í einn og hálfan mánuð eftir tíma hjá öðrum þeirra. Sejetturinn... er kannski skortur á læknum á Íslandi?

Nonni frænda fór utan í dag... árshátíðin hjá fyrirtækinu hans verður að þessu sinni ekki á Nordica-hótel... eða Grand-hótel... heldur í PRAG! Jább... Prag í Póllandi. Það er kúl... mig langar á árshátíð í Prag.

Lag dagsins er að þessu sinni 'Keep on rockin in the free world' með Neil Young (þó svo að ég fíli hann ekki neitt... Pearl Jam spilaði undir hjá honum á plötunni Mirrorball... sem gerir hann þolanlegan).

miðvikudagur, september 14, 2005

Við fræga fólkið... 

lyftum öll á sama stað... Í gær voru þau sitthvoru megin við mig Björk og Bubbi... þau létu mig sem betur fer vera! Björk hefur líklegast ekki nennt að fara jafn snemma og ég í morgun... en Bubbi var þarna. Hann er minni en hann lítur út fyrir að vera.

Eníhú... annars er allt bara við sama heygarðshornið.

Villi Magg vill fara henda í hljónst einn, tveir og þrír og ég er svosem til... þarf að tjékka á restinni... annars er ég með killer hugmynd í kollinum... sem ég ætla ekki að viðra strax. Kemur í ljós á næstu dögum hvernig það fer.

Ég fer svo á morgun til heila- og taugasérfræðings til þess að láta hann kíkja á heilaæxlið mitt... ÉG hlakka til... kannski kemur eitthvað í ljós... kannski ekki... þetta er bara eins og með foreldra þegar barnið þeirra er greint með einhvern misþroska, greindarskerðingu eða aðra andlega/líkamlega krankleika... það er alltaf gott að fá greiningu... þá er greinilega eitthvað að. Ekki það að ég sé eitthvað svartsýnn... en ég meina, þá veit ég allaveganna hvort að þetta sé eitthvað eða ekki.
Læt ykkur vita hvernig það fer.

Annars eru svo þrjár seinustu vaktirnar hjá mér í NA um helgina. Svo sér maður bara til hvað maður vill vinna mikið í vetur. Manni heyrist það á öllum að það komi til með að fækka eitthvað inní álveri. Það var nú bara þannig á D-vaktinni seinni part sumars að maður var ekki maður með mönnum nema að vera kominn með atvinnutilboð... jafnvel fleiri en eitt. Það sögðu þrír upp á D-vaktinni í sumar og einn að auki spurði hvort hann fengi meðmæli vegna nýrrar vinnu sem hann var að sækja um. Það er bara svona...

Starfsmannastjórinn kominn með nýja vinnu og ég er að hugsa um að sækja um þá stöðu :) Væri ekki amalegt að vera með 1.6 millur í tekjur á mánuði... þá myndi ég nú fyrst kaupa mér mótorhjól... aftur... og kannski gefa mömmu Rokk eitt... hvað segiru við því móðir?

Lifi rokkið?

Lag dagsins er Easy Livin' með Uriah Heep

sunnudagur, september 11, 2005

Þetter nú svona svona finnst mér... 

Við feðgarnir fórum í bíó í gær. Karen gaf okkur feðgunum sitthvorn miðann á Ævintýraferðina. Svo þegar við komum í Laugarásbíó setjumst við inn í næstum fullan sal. Auglýsingarnar rúlla... eins og venjulega langt fram yfir auglýstan sýningartíma og svo rétt áður en myndin hefst þá kemur á skjáinn:
SONY DVD PLAYER

viljiði spá íissu?!? kannski helmingurinn í salnum var með svona miða eins og við og kannski helmingurinn hefur borgað sig inn... og þeir eru að mala gull með því að sýna DVD-myndir í bíósal!

Ég veit ekki hvort að einhver annar hafi tekið eftir þessu... en mér finnst þetta vera frekar svívirðulegt. Svo eru bíóhúsin að rukka 800 kall inn á hverja mynd... þegar dollarinn er 63 krónur!!!!

En þetta er bara eins og með bensínið og matvöruverðið... af því að Ísland hefur sjóinn sem landamæri við önnur lönd þá leyfum við smásölumönnum, ríkinu og öðrum sem hafa upp á eitthvað að bjóða að taka okkur svoleiðis aftanfrá að það hálfa væri nóg. Til hvers að vera að berjast eitthvað í bökkum þegar það er hægt að svívirða fólk án þess að gefa nokkra útskýringu á því?

En við erum ánægð með þetta... eða blótum allaveganna í hljóði ef því er að skipta... við erum svo rík þjóð. Það er alltaf endapunkturinn... við erum svo rík þjóð.

Sá Helga Hóseason í gær... hann er enn á svipuðum stað með skiltin... hann er líklegast kominn með parkinsons... en hann lifir ekki lystisemdafullu lífi. Ég held að hann fatti hvernig plottið er hjá R.Í.Ó. Seinasti gaurinn í heiminum sem veit betur? Ég veit það ekki...

Ég er ekki farinn að efast um kynhneigð mína þar sem mér finnst ekki gott að fá það aftanfrá... ég segi 'nei' eins langt og það nær... hvernig væri að hrinda af stað byltingu á Íslandi?

Komah svoh!!! Hverjir/ar eru með mér?!?!?!?

Lag dagsins er 'Poor boy blues'

laugardagur, september 10, 2005

Pabbi... við verðum að taka því rólega! 

Hehehe... einn með hlutina alveg á hreinu. Ég sótti Hlyn í skólann í dag og hann sat í 'króknum' ásamt nokkrum öðrum þar sem það hafði eitthvað ekki alveg virkað að hlusta og fara eftir því sem kennarinn sagði... Sísí vildi nú meina að þetta væru "bara strákar". Ótrúlega kynjað eitthvað... dulda námskráin og allt það... það væri nú bara klassískt á þessum tímum að viðhalda þessari hefð að strákarnir fái meiri athygli frá kennaranum... neikvæða athygli. En þetta er svosem ekkert issjú hjá mér... ég sagði bara við Hlyn útí bíl að hann yrði að fara eftir því sem kennarinn segði... hann réði 100% þegar Hlynur væri í skólanum. Hlynur játti því og þar með var það mál dautt. Ég held að maður þurfi ekkert að lesa yfir honum svona á fyrstu dögunum í skólanum... þetta er bara allt svo spennandi og nýtt... auk þess eru færri fullorðnir á hvert barn þegar komið er í grunnskóla á móti því sem var á leikskólanum. Hann Hlynur er nú svo skýr. Fjóla sagði að hann hefði alveg fattað af hverju hann væri kominn í 'krókinn' aftur (var að fara þangað í annað skipti) þannig að það er vonandi að hann átti sig á hlutunum áður en hann fer þangað í þriðja skiptið. Erika (kærastan, eða ekki kærastan... veit eiginlega ekki stöðuna á því ákkúrat núna...) mætti mér þegar krakkarnir hlupu út í 'frelsið' og sagði mér að hann væri í 'króknum' af því að hann væri búinn að vera eitthvað óþekkur... ég var ekkert að taka eftir því hvort að það væri einhver glampi í augunum á henni... sérstaklega þar sem að ég held að Hlynur hafi nú örugglega ekki óþekkast til þess að ganga í augun á henni :þ

Annars sagði Fjóla mér að Hlynur væri kominn með 'Þorra og þúsundfætluna', lestrarbók. Hann var með aðra um daginn en honum fannst hún vera svo drepleiðinleg að þau urðu hreinlega að skipta. Hlynur las svo eina blaðsíðu fyrir mig á leiðinni frá Borgarnesi og 'búferlum' var eina orðið sem vafðist eitthvað fyrir honum. Nett ánægður með drenginn hérna á kantinum!!!

Ég er samt mjög feginn því að það sé komið til móts við þarfir og getu barnanna eins og virðist vera í þessu tilviki þar sem ég óttaðist mest að það yrði reynt að halda öllum á svipuðu 'leveli'... eða hreinlega vissi ekki hvernig þessu væri háttað í grunnskólanum hans. Ég var náttúrulega mest hræddur um að hann myndi þurfa örvun í þessu sambandi þar sem að hann er búinn að vera svo duglegur í 'sjálfsmenntuninni', þ.e. ástar- og partýboðsbréfaskrifum. :þ

En allaveganna þá er pjakkurinn með svona 'næstum-því-kvef' þannig að fyrirsögnina fékk ég beint á eftir knúsinu frá honum, mjög alvarlegur á svipinn...
H: „Ég er svona eiginlega næstum því með kvef þannig að við tökum því bara rólega um helgina.“
É: „Nú? Eigum við að vera á náttfötunum til klukkan 6?“
H: „Hehehe“ þessum hlátri fylgdi svona sposkt bros og við gutum augunum til kennaranna sem föttuðu náttúrulega ekkert um hvað við værum að tala ;)

Lag dagsins er 'What Did You Learn in School Today?' með Tom Paxton :)

fimmtudagur, september 08, 2005

GAUR!!! 

Ég ætla aðeins að súmma upp það sem er búið að vera að gerast hjá mér síðustu daga þar sem ég er búinn að vera geðveikt duglegur að blogga...

Um þarseinustu helgi fórum við kærustuparið með Hlyn í mat til Röggu og Sævars. Þar sem að Karen kærastan mín er líka fyrsta (allra, allra...) kærastan mín þá þekkti ég Röggu í gamla daga. Hún hefur voðalega lítið breyst og okkur var boðið í mat til þeirra. Sævar á 8 ára gamlan son sem var ákkúrat þá helgi hjá honum þannig að Kjartan og Hlynur voru eiginlega bara inni í herbergi allan tíman sem við vorum í heimsókn og það þurfti eiginlega að draga þá út úr herberginu á eyrunum til þess að fá þá til að borða. Þeir voru bara inni í herbergi þar sem Hlynur heillaði Kjartan uppúr skónum í GTA (GrandTheftAuto) af því að Hlynur kann eiginlega öll trixin og kann að verða sér úti um öll vopnin með tilheyrandi 'fokkjú', 'bits' og 'moðerföker'. Ég skammaðist mín svolítið þegar hann byrjaði eins og krakki með Tourette-heilkennin að þylja upp þessi ókvæðisorð... en ég mætti miklum skilningi af hálfu húsráðenda þegar ég útskýrði að hann hvorki spilaði né ætti þennan leik hjá mér.

Á laugardeginum fórum við svo í bústað til Eyglóar og Hannibals.
Við byrjuðum á því að hitta þau í Kerinu sem er svona landfræðilegt wonder mitt á milli Selfoss og Laugarvatns. Þar voru tónleikar þar sem að Ragga Gísla, óperu-wonder-drengurinn frá Vestmannaeyjum (11 ára), Árni Johnsen (því miður), Hreimur og Vignir, KK og Hundur í óskilum stigu á stokk. Listamennirnir (nema Árni Johnsen (hann er ekki listamaður...)) spiluðu öll á þremur gúmmíbátum úti á vatninu sem er neðst í Kerinu. Þetta var ótrúlega flott... gott veður og góð tónlist og það var ótrúlega fyndið að sjá Hund í óskilum. Ég sá þá fyrst í sjónvarpinu einhvern tíman þegar var verið að sýna frá ungfrúÍsland.is.is (ekki það að ég hafi horft á það) og þeir taka hin og þessi þekktu dægurlög og setja þau í nýjan búning. GLÆNÝJAN búning. Klikkað fyndið.
Við gistum eina nótt hjá þeim, skelltum okkur í pottinn, borðuðum hammara og ótrúlega gaman.

Á sunnudeginum fór ég svo með Hlyn af því að ég var að fara að vinna á mánudeginum. Þetta var svona fyrsta pabbahelgin mín þar sem að Hlynur er byrjaður í skólanum. Svoldið spez... og alltof stutt... en svona eridda bara. Tíminn verður semsagt nýttur.

Ég vann svo mánudag til laugardagsmorguns vegna þess að nýtt vaktakerfi var tekið upp 1. sept. Allir brjálaðir inni í álveri út af hinu og þessu og D-vaktin er sögð tuða langmest um þetta. Ég er líka ekki hissa... við rösum út um þetta í vinnunni og skiljum svo kvikindið eftir í vinnunni í staðin fyrir að birgja þetta allt inni og fara svo heim og berja konuna eins og harðfisk og krakkana í klessu. Bitra pakk.

Á laugardeginum hélt Karen upp á afmælið sitt og var með standandi partý langt fram á nótt heima hjá sér. Það var mjög gaman og skapaðist ákveðin stemning þegar undirritaður fann klassískan kassagítar í fataskápnum hjá frúnni. Við skiptumst á að spila eitt og eitt lag ég og Alli (sem ég kynntist í þessu partýi) sem er kærasti hennar Jórunnar og stofnaði eitt sinn hljómsveitina IN BLOOM! Sjetturinn... þetta var eins og að hitta seleb! Ég á náttúrulega diskinn með þeim frá því í gamla daga og mér fannst hann geðveikt flottur gaur. 'Andans maður' út í eitt og er búinn með heimspekina í H.Í. þar sem hann var m.a. hjá Hrafni a.k.a. Krumma (ofan af Skaga, sonur Gyðu Bents og Flemmings, ekki Krumma úr Mínus). Þannig að ég vissi það að þetta væri fínn gaur fyrst að hann væri að fíla Hrafn.

Sunnudagur: Píta, Ray, sofa

Mánudagur: hljónstaræíng um kvöldið

Þriðjudagur: fyrsti dagurinn hjá mér í skólanum, gaman, gítartími hjá Ómari Guðjóns, HEVÍ kúl sjitt

Miðvikudagur: vinna

og þá erum við komin til dagsins í dag. Í dag er skóli hjá mér og ég þarf að vesenast fullt fyrir hljónstina. Annars fer ég nú að blogga aftur reglulega...

Nóg í bili... heyri í ykkur...
Lag dagsins er Euphoria morning með Chris Cornell.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?