<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hún á ammæl'í dag! 

Jæja... þá er loksins komið að því. Karen á afmæli í dag. Í dag fær hún loksins að vita hvað hún fær í afmælisgjöf, sem hún er búin að bíða MJÖG spennt eftir! Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir 16:00 hvað gjöfin er þannig að þeir sem vita mega ekki segja!!!

Endilega kastið kveðju á hana á blogginu hennar

Lag dagsins er Birthday með Bítlunum

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Hann er kominn heim! 

Áttum æðislega helgi... ég sótti Hlyn á föstudaginn og við renndum upp á Skaga, borðuðum með Atla bró og gistum svo nóttina þar. Einhvern tímann á bilinu 5-7 vaknaði ég við það að vinstri löppin á Hlyni náði þvert yfir bringuna á mér! Þá var hann kominn það nálægt mér, í tvíbreiðu rúmi að rassinn á honum var upp við upphandlegginn á mér og önnur löppin alveg þvert yfir mig!!! Ótrúlegur gaur. Ég mjakaði honum snyrtilega til hliðar og svo sváfum við út það sem eftir var af nóttunni.

Við fórum svo upp á Leirá þar sem fram fór ættarmót á laugardeginum. Þar voru semsagt að hittast niðjar Júlíusar Bjarnasonar og þarna hefur verið samankomið c.a. 50-70 manns. Ásta, Áslaug og Karen voru þær elstu sem mættu og það var gaman að sjá hvað mætingin var góð. Við röltum frá Heiðarborg niður að Leirá og highlight göngunnar voru án efa tvær sögur, önnur var af Stefáni frænda en í hinni sögunni mismælti sögumaðurinn sig þegar hann var að segja frá því að hann hafi 'veitt' saltfisk sem var í afvötnun en ekki útvötnun. :)

Það voru tónlistaratriði og söngur og það vafðist ekki fyrir okkar fólki þar sem að það er einstaklega mikið um söngvara og hljóðfæraleikara í þessari ætt. Þess ber nú að geta að langafi, Júlíus, var söngmaður og gleðimaður mikill. Þó var Hallfríður langamma ekki gleðikona... sem ég er nú reyndar guðs lifandi feginn!
Svo voru heilgrilluð lambalæri, grafin í jörðu og í alla staði ótrúlega vel að öllu staðið. Krakkarnir fóru í sund og brjáluð stemning þar. Við feðgarnir keyrðum svo í bæinn í hálfgerðum sælu-/þreytumóki og vorum fljótir að rotast þegar við komum heim. Stefnan er svo að reyna að gera þetta á hverju ári, held ég, því að þetta er með eindæmum skemmtileg samkunda. Á sunnudeginu var svo slappað af... plottað smá... og farið svo í afmæliskaffi til Möggu.

En í dag er sérstakur dagur... því að fyrir c.a. 2 tímum síðan lenti Arnar Sigurgeirs á Keflavíkurvelli í flugi FI6?? frá New York með nýjasta beibíið mitt! Ég sparaði mér hvorki meira né minna en 70þúsund á því að versla hann í USA og geri aðrir betur... Þessar myndir eru reyndar bara tækifæris- símamyndir en þjóna sínum tilgangi að svo stöddu...

Er'anni'ggi flottur?!?

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Annað hvort eða... 

Komst að því í gærmorgun að það er hægt að kjósa í Rockstar: Supernova eftir 7 um morguninn. Fólk þarf því að vakna um eða fyrir 7 og kjósa eins og geðsjúklingar því að þetta verður bara hallærislegt ef Magni lendir í þremur neðstu sætunum í þriðja skiptið í röð.

Fólk þarf reyndar líka að gera upp við sig hvort að það vilji að Magni verði frontur fyrir þetta band. Supernova er búið að spila 2 frumsamin lög í seinustu tveimur þáttum og ég verð bara að segja fyrir mína parta að ég er frekar kominn á það að Magni eigi ekkert að vera að vinna þetta. Þessi tvö lög eru allaveganna það mikið drasl að ég veit ekki alveg hvað gerðist! Lagið sem var frumflutt í gær er eins og einhver second-class endurútgáfa af Minnie the Moocher sem að hljómaði einna fyrst í mynd sem heitir... veit það einhver?

En ef maður hugsar út í það þá eru þetta ekki einhverjir mega-lagahöfundar í þessu bandi heldur ágætis hljóðfæraleikarar... Ég er nú ekki viss um að Tommy Lee hafi samið mikið af lögunum fyrir Mötley Crue, eins og margir gætu nú kannski séð út í þáttunum Tommy Lee goes to College. Ég er alls ekki að segja að hann geti ekki samið lög af því að hann er ekki með stúdentspróf (eins og Leibbi Djass gæti haldið :þ ), heldur hefur fókusinn hans verið einskorðað á kellingar og að komast yfir það(þær).
Skv. www.allmusic.com hafa þeir Jason og Gilby samið sitthvor 20 lögin c.a. og það þykir nú ekki stór pakki í hinum víðfeðma heimi tónlistar. En þeir hafa náttúrulega samið 'hittara' eins og (Gilby): Something's wrong with you, Sorry I can't write a song about you, Kilroy was here og Wasn't yesterday great? sem er einmitt af plötunni Hangover... og (Jason): Flotzilla, Iron tears og She took an axe... bara svo eitthvað sé nefnt.

En ef Magni verður frontur Supernova þá getur hann komið með hittara eins og: Pike is almost a dirty word in icelandic!, He wore make-up (Lukas tribute), We wrote a song together about you... ég sé þetta alveg fyrir mér... þrusu hittarar...

En allaveganna... lag dagsins er nýja Supernova lagið sem var frumflutt í gær... veit ekki hvað það heitir. Kannski heitir það bara: Learn to love it!

mánudagur, ágúst 21, 2006

Þjófóttur? 

Fyrsta þjófnaðarmálið er komið upp á nýja vinnustaðinum mínum. Svo virðist sem 2 ungar stúlkur voru numdar á brott öllum til mikils ama. Þannig var mál með vexti að móðir annarar stúlkunnar fór inn á skrifstofu skólastjórans til þess að ræða einhver mál við hann og lokaði hurðinni snyrtilega á eftir sér. Stúlkurnar 2 stóðu á ganginum eins og illa gerðir hlutir þannig að ég bauðst til þess að fara með þær í smá skoðunarferð um skólann. Þegar við erum hálfnuð á rúntinum stekkur mamman niður einn ganginn og lýsir óánægju sinni yfir dóttur sína fyrir að hafa stungið svona af. En þá hafði ég farið með þær í skoðunarferð og ekki reiknað með að þær þyrftu að fara inn á skrifstofuna í kjölfarið á mömmu annarrar.

Þetta leystist allaveganna og stelpurnar vita nú þar að auki hvar þær eiga að fara í stofu á morgun. Gaman að því bara...

Can you change me? I want more... 

Famous last words... Áður en ég fór í söluferðina mína upp á Akranes í gær þá stoppaði ég við og tók bensín við Kringluna. Á meðan ég smjattaði á pulsu kom ferðamaður sem ætlaði að taka bensín og var ekki viss um að hann þyrfti að skipta fimmþúsund kallinum til þess að geta sett í sjálfsalann. Strákurinn sem var að afgreiða sagði að hann gæti notað fimmarann og túristinn fór aftur út að reyna. Ég heyrði nú reyndar lítið hvað fram fór á milli þeirra en ég ákvað að stökkva út og athuga málið svo að hann færi ekki að kaupa bensín fyrir fimmara og koma svo kannski bara 2 þúsundkalli á bílinn. Maður veit bara aldrei... Ég spjallaði aðeins við hann og það kom fljótt í ljós að hann væri frá Þýskalandi... alveg ótrúlegur hreimur :) Ég kenndi þeim feðgunum aðeins á pumpurnar og svo kláraði hann að dæla. Eftir stutta stund kom hann aftur inn í sjoppuna og hélt á þvílíka búntinu af fimm þúsund köllum og spurði afgreiðslustrákinn: Can you change me? I want more... sagði hann með bros á vör. Svo renndu þau í áttina til Selfoss... með bros á vör og fullan tank... fjölskyldan frá Þýskalandi í annarri heimsókn sinni til Íslands.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Nýja vinnan... 

Jæja... dagur 2 í nýju vinnunni... þetta lítur mjög vel og ég er að fíla mig á skrifstofunni minni. Ég er bara í því að setja mig inn í starfið sem ég verð í í vetur og gera mig klárann til að takast á við nemendur og starfsfólk.

Þetta verður bara ljúft held ég... skólinn byrjar svo hjá krökkunum í næstu viku og skólinn minn byrjar svo í þarnæstu viku. Þannig að það er nóg að gera framundan.

Af öðrum hlutum þá er ég orðinn hrikalega pirraður á þessum mótmælendahálfvitum. Þeir gera ekkert annað en að kasta óorði á þetta fólk sem stendur að baki þeim og þeim félagasamtökum sem eru að reyna að vera málefnanleg. Mér finnst að það ætti bara að skjóta þetta lið. Ekki skjóta það alveg... bara kannski í báðar fæturnar og aðra höndina. Mér finnst það bara heimskulegt af þeim að vera að mótmæla einhverju sem verður aldrei breytt héðanaf og skiptir engu máli nema að kosta byggingaraðilana rekstrarkostnað sem íslenska ríkið kemur svo til með að borga. Má þá ekki líta á þessi mótmæli sem ríkisrekin? Og þetta tal um valdbeitingu lögreglunnar... mér finnst þetta bara gott hjá löggunni... taka aðeins á þessum hálfvitum.

Mótmælandi = Atvinnulaus... og nú má því bæta við 'aumingi' fyrir aftan atvinnulaus... Mér finnst bara að þetta fólk eigi bara að fá sér vinnu og hætta að hugsa um eitthvað sem kemur þeim ekki við, geta ekki breytt á neinn hátt og hafa engin áhrif á því að þetta er jú svolítið seint í rassinn gripið að reyna að mótmæla þessu núna.

Svo maður stökkvi nú úr einu rúmi í annað... þá festum við kaup á rúmi í fyrradag... loksins... ég verð guðslifandi feginn að skríða upp í rúm í nótt því að þetta er svo sweet ass rúm að það hálfa væri nóg. Við fórum í draumarum.is og okkur var gefinn 20 þúsund króna afsláttur af 160 cm breiðu rúmi en hefðum kannski fengið 5000 af 150 cm rúmi... þannig að það var ekki um mikið að ræða þegar manni stendur til boða 150 cm og 160 cm á sama verði! Allaveganna... það kemur í kvöld og það verður gaman að sofa loksins í almennilegu rúmi.

Lifi rokkið... bið að heilsa ykkur á þessum heita degi... Plata dagsins er 'Hot in the shade' með Kiss

laugardagur, ágúst 12, 2006

I'm Egill... the good cock 

Svo mörg voru þau orð... Rakst á jafnaldra Þóru systur áðan og hann er hvorki meira né minna en yfirkokkur á Hótel Holti. Skemmtilegt að hugsa til þess að mamma á líklegast heiðurinn af því að þessi hafi skellt sér í kokkinn ;) veit það reyndar ekki alveg... en samt sem áður þá er ótrúlega skemmtilegt hvað það hafa komið margir ungir góðir kokkar frá Akranesi. Þessi... Siggi Helga, jafnaldri minn sem er í landsliði matreiðslumeistara, Gunni Hó, Gylfi... fullt af góðum kokkum sem koma ofan af Skaga...

Það var nú eitt sinn að Akranes var þekkt fyrir K-in þrjú... Knattspyrnu, Kejéllíngar (kvenfólk) og Kartöflur... það er spurning hvort að það sé bara ekki hægt að skipta út kartöflunum þar sem að ræktin hefur lagst mikið af á þeim bænum og setja kokka í staðinn?

En allaveganna... Hlynur kemur á morgun... þá er hann búinn að vera frá okkur í c.a. 3 vikur í sumar... Hann er að fara á leikjanámskeið alla næstu viku af því að ég byrja að vinna á þriðjudaginn í Hagaskóla sem námsráðgjafi og Karen byrjar á mánudaginn eftir sumarfrí+veikindi :þ
Það verður gaman að fá beibí aftur og svo um þarnæstu helgi ætlum við að skella okkur á ættarmót á Leirá, sem verður mjög gaman. Hljómsveitin 'Family Ties' mun spila... ég held að ég sé í þessu bandi... en það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því :)

Annars... bið ég bara að heilsa í bili. Er að fara að gera prinsessuna mig klára fyrir stórveisluna á Bugðulæk í kvöld. Lag dagsins er Hraðbraut til helvítis með Riðstraumi/Jafnstraumi...

föstudagur, ágúst 11, 2006

ÓMG!!! Hvað'ert'eiginlega gamall?!?!? 

Fór í söluferðina mína áðan... mér líður eins og ég sé 'the Avon lady' stundum þegar ég fer heim til fólks með möppuna, fartölvuna og blað með úrtakinu... Avon... Calling!
Eníhú... var staddur á langholtsveginum og var að fara yfir ljós þar á þá tek ég eftir því að það kemur gaur á rauðum Yaris yfir ljósin úr hinni áttinni... það sem sló mig einna helst var að þetta var gaur rúmlega þrítugur og hann mætti bílnum sem var á undan mér og mér með þvílíka skeifu á túlanum og fokkjú-merki!!! Ótrúlegt! Og það fyndnasta við þetta allt saman var að hann var með 'óldskúl' fokkjú-merki... þið vitið... sem lítur út eins og Dolly Parton á bakvið tré... Hahaha... hvað er að sumu fólki?!? Og bottom-line spurningin er... Hva'rteigilega gamall skiluru?!? Fyndið...

En yfir í aðra sálma þá sá ég mótmælanda Íslands standa á sínum stað nokkrum húsum neðar... ótrúlegt hvað gaurinn nennir þessu. En ég reyndar alveg sannfærður um að þetta verður það síðasta sem Helgi Hóseason gerir í lífinu... mótmæla R.Í.Ó., Hagstofunni og Þjóðkirkjunni fyrir að ógilda ekki skírnina hans. A mans dying wish... you wish... Hann er samt ótrúlega flottur kallinn... að standa þarna heilu og hálfu dagana. Það væri nú gaman ef fólk sæi sóma sinn í að verða við bón hans... það þyrfti ekki einu sinni að hafa hátt um það... bara svona 'low-profile' dót og enginn vissi betur... nema hann.

Eníhú... lifi rokkið...

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

German sjæsemúví!!! 

Josh og Jill fengu bæði stígvélafar í andlitið í gærkvöldi í Rockstar: Supernova. Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að Zayra skuli ennþá hanga inni en þetta er kannski strategía hjá Súbernófubræðrum til þess að eiga auðvelt spark í næstu viku... maður veit það ekki.

Ég ætla að spá því núna að Dilana, Lukas og Magni komist í 3 seinustu sætin. Það verður gaman að sjá hvort að þessi spá rætist...

Það eru uppi miklar vangaveltur á heimilinu um hvort að það sé Magna nokkuð til góðs að vinna þetta því að þá sé hann svo bundinn þessu bandi. Ég spái því reyndar líka að Supernova eigi ekki eftir að gera nema í mesta lagi 3 plötur. Þannig að hvernig sem fer þá er Magni okkar virkilega búinn að stimpla okkur inn á kortið fyrir eitthvað annað en að lemja fréttamenn og útflutning á lyftutónlist fyrir útfararstofur.

En yfir í aðra sálma... Karen er svo mikið krútt að það hálfa væri nóg... hún er búin að taka við af mér í veikindunum og liggur hérna handónýt og finnst það ekki gaman! Maður þekkir reyndar þessa tilfinningu og ég er mest hissa á því hvað Hlynur var góður hjá okkur þessa viku sem ég lá kylliflatur með bullandi hita, hósta og tilheyrandi. Hann er að koma aftur á sunnudaginn og verður í tæpa viku áður en skólinn byrjar hjá honum. Það verður ótrúlega gaman fyrir mig að hann skuli byrja aftur í skólanum... hehe... það er leikur að læra! Hann á líka eftir að fíla það að hitta aftur skólasystkini sín sem hann hefur ekkert séð af í 3 mánuði... það verður gaman að fylgjast með ástarmálunum hjá honum þróast í vetur...
Við smáfjölskyldan erum búin að vera geðveikt dugleg að lesa í sumar og búin að spæna í okkur bækur um vampírur, Kaftein Ofurbrók og Sólarblíðuna... bara svo að eitthvað sé nefnt... og hlæja okkur máttlaus yfir þessu. Ég mæli sterklega með því að fólk kíki á Kaftein Ofurbrók því að þetta eru einfaldlega algjörar snilldarbókmenntir!!! Sérstaklega stafsetningin þeirra kumpána Georgs og Haraldar í teiknimyndasögunum sem þeir búa sjálfir til... og svo ekki sé minnst á brjálaða fléttubíóið sem er svo brillíant hugmynd að ég á ekki til orð! Við feðgarnir höfum fellt mörg tárin yfir fléttubíóinu í sumar!

Talandi um tár... bros... og takkaskó... Mamma og Þórður leggja formlega af stað í dag með Norrænu á vit ævintýra í kóngsins Köben. Mamma er að fara að læra þar úti og þau verða í a.m.k. ár. Það virðast samt allir vera á því að þau verði lengur þar sem að varla sé annað hægt en að njóta lífsins í námi í Danmörku en það kemur bara í ljós. Ótrúlega gott hjá þeim að skella sér... ungarnir flognir... allaveganna þessir sem eru ekki vængbrotnir :þ (nefni engin nöfn) og þá er lítið annað að gera en að njóta lífsins! Þau koma til Danmerkur á laugardaginn og bruna svo hérumbil beint til Þýskalands til þess að mæta í skírn Baltasar. Góðir og skemmtilegir tímar framundan og hérmeð fáið þið skötuhjú formlega GL&HF frá Rokkaranum!!! Ótrúlega sniðugt að gera þetta bara svona... leigja íbúð í Köben og taka bara bílinn og nokkrar töskur með sér út... ekkert vesen... ef það passar ekki í bílinn þá er það ekki nauðsynjar! Svoleiðis á þetta að vera.

En nóg í bili... ég ætla að skríða uppí til spúsu minnar og passa að hún verði ekki bitin af rúm/vondu pöddunum svo að hún komist nú heilu og höldnu til lægeren í fyrramálið.

Hafið það sem allra best ppl... lifi rokkið...
Lag dagsins er Goin' up the country með Canned Heat

laugardagur, ágúst 05, 2006

Gaman... skiluru... 

Fengum fullt af fólki í gær í mat/fyllningsrí! Ótrúlega gaman... það var mjög international stemning og töluðu flestir ensku... með ýmist sænskum, dönskum eða þýskum hreim! Ég er ekki frá því að Dieter hafi kíkt við :| Fyrir þá sem ekki þekkja Dieter þá er hann þýsk listaspíra sem klæðist svörtum stuttum gammosíum og kínaskóm... hann hljómar líka svolítið gay... :þ

Eníhú... það mikil stemning í gær og helmingurinn fór út í bæ að svitna og það er greinilegt að Amor var í glasi í gær því að hann skaut örvum villt og galið og hefur greinilega hitt!!! Rómantík... það er fyrir mig að vita og ykkur ekki ;)

Annars bara brjáluð stemning... tók smá 'klín-hás' á meðan frk. Ulrich var að vinna og nú er allt komið í sama horf eftir við skötuhjúin tókum okkur til og klínuðum hás saman... heilsan góð og stemning.

Hafið það gott um helgina...
Lag dagsins er I think you're crazy með Dr. Phil

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Mér finnst... 

Sko... ég var að horfa á Rockstar: Supernova og mér fannst Magni byrja frekar illa og vera frekar vandræðalegur á háu tónunum. Við skulum átta okkur á því að það er ekki það auðveldasta í heiminum að syngja Coldplay-lög. Chris er bara með sollidd rödd sem hann er búinn að rækta í mörg ár. Fyndið að hugsa til þess að þeir hituðu einu sinni upp fyrir Kolrassa Krókríðandi (eða Bellatrix eins og þau hétu í úglöndum). Já, þetta er satt... ye of little faith talið endilega við Kiddu Rokk... hún var á bassa í Bellatrix á þessum tíma. Samt sem áður finnst mér Magni, Storm Large og Jill vera líklegust til þess að fronta þetta band. Mér finnst líka eins og Supernova vilji svolítið fá Magna til þess að taka þetta að sér. Þeir svona einhvern veginn gagnrýna hann ekkert mikið og hann er ekkert svo mikið í sviðsljósinu í þáttunum sjálfum þannig að hann bara skilar sínu og allir eru ánægðir. Gæti samt orðið hættulegt fyrir hann þegar lengra líður... að vera ekki mikið áberandi. Íslensk hógværð, það er málið. Að vera 'cocky' og segja að maður sé kannski svolítið 'cocky' er bara snilld! :) Ég hef mikla trú á Magna og eins og ég hef sagt áður þá vona ég að við komumst á kortið fyrir eitthvað annað heldur en Björk og Sigur Rós... Eina alveg kex og útfararstofulyftutónlist sem er orðin söluvara!

Talandi um það... tónleikar aldarinnar... Sigur Rós að spila á Klambrartúni... ég borgaði 800 kall til þess að vera í bíói á sama tíma og þeir voru að spila. Já, SVO mikið langaði mig ekki til að vera á þessum tónleikum. Það var ekki eins og ég hefði borgað mig inn á mynd sem var góð í þokkabót... ég skellti mér á Opinberun Hannesar eftir Davíð Oddsson sem fær 2.3 í einkunn á IMDB!!!

HAHAHAHAHA!!! Nei, reyndar ekki... en það hefði verið fyndið og ég hefði sennilegast gert það hefði það staðið til boða.

En aftur að Rockstar: Supernova... Mér finnst bæði Storm Large og Jill hafa mjög flotta rödd og örugga sviðsframkomu og mér finnst það skipta meginmáli... þær virðast báðar geta aðlagað sig að flestu sem þær hafa flutt hingað til og það skiptir einnig miklu máli. En Jill var á botninum eftir fyrstu atkvæðin sem kemur kannski ekkert á óvart eftir harða gagnrýni og of-söng á því lagi sem hún tók... það kemur í ljós í kvöld samt hvað gerist.

Saíra (Zayra)... er bara algjört drasl og það verður gaman að sjá svipinn á henni þegar hún loksins áttar sig á því sem Gilby sagði við hana áðan... að hún væri í raun bara ennþá inni í þessu dæmi vegna þess að þeir eru svo spenntir að sjá hvað hún kemur með næst... Þannig að hirðfífl eru ekki alveg dottin úr tísku!

En ég styð Magna í þessu og mér fannst flott að sjá að þeir ætla að senda eftir familíunni hans. Það finnst mér líka vera merki þess að þeir eru á þeim buxunum að halda honum inni og eru til í að gera eitthvað fyrir hann til þess að halda honum að verki. Þetta gæti náttúrulega skapað einhverja gremju meðal hinna keppinautanna... en það er náttúrulega bara málið... þetta er keppni og Magni er að uppskera. Ef maður stendur sig vel... eða að minnsta kosti betur en hinir þá er líkegt að gulrótin stingi upp kollinum fyrr en síðar. Vona það besta og krossa fingur og tær hérna á klakanum. Konan'ans Magna... ef þú lest þetta þá skora ég á þig að koma því til hans að taka eitthvert íslenskt rokklag ef þú skyldir lenda í einhverjum af þremur neðstu sætunum. Svabbi (sem þekkir Magna) stakk upp á Fjöllin hafa vakað og mér finnst það skemmtileg hugmynd. Vinsamlegast komdu einhverjum svoleiðis pælingum inn í kollinn á honum á meðan þið dáist að fyrstu skrefunum saman. Vona samt að þú þurfir ekkert að lenda í þremur neðstu sætunum. Takk fyrir að koma þessu áleiðis :)
Bk,
Rokkarinn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?