<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 31, 2006

Eh Eh Ehhh!!! 

HAHAHA það var svo gaman í gærkvöldi að það hálfa væri nóg. Karen talaði um að þetta væri ótrúlegt, ekki nóg með að þeir spili góða mússík og syngi vel þá fær maður líka stand-up... FRÍTT!!!
Pétur Jesú og Matti Papi fóru þvílíkt á kostum í gær! Það er alveg með eindæmum hvað þeir ná að sjóða saman lög eins og: Lick it up með Kiss og Praise you með Fatboy slim... alveg merkilegur andskoti :)
Ég, Karen og Nonni skelltum okkur saman og ég sá Hákon frænda vera að fylgjast með og það er alkunn staðreynd að það rennur mikil tónlist í æðum okkar frændmanna sem og einstaklega góður smekkur fyrir tónlist ;)

Pétur og Matti reyttu af sér brandarana fyrir lög, á milli laga, inní lögum og á eftir lögum og það stóð algjörlega uppúr þegar þeir tóku Eldhringinn með Jóni Reiðufé (The ring of fire - Johnny Cash) sem þeir tóku í Svarthöfða-kántrí-útgáfu og þá fæddist nýr karekter... Kántríhöfði! En þetta er algjörlega 'You had to be there' dæmi þannig að ekki missa af þessum snillingum næst þegar þeir verða á dagskrá sem verður að öllum líkindum eftir tvær vikur.

Ég mæli hiklaust með þessu eins og allir þeir sem koma og sjá þá og næst fær maður sinn skammt af þeim í næstu viku þegar Dúndurfréttir verða á Gauknum 4ða og 5ta apríl. Ekki missa af því!

fimmtudagur, mars 30, 2006

Ég ætla... 

að mæta á Café Victor í kvöld til að hlusta á Pétur og Matta... Fæ mér alveg örugglega einn eða tvo öll-ský...
Ætlar þú að mæta?

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég er ekki pólitískur... 

er eitt mesta bollocks EVER!!! Við kærustuparið og Þóra sys kíktum á „V for Vendetta“ og vorum að koma heim af henni. Ég er alveg yfir mig bit. Þetta er alveg þrælpólitísk mynd sem er sveipuð dýrðarljóma ofurhetju sem minnir einna helst á Zorro eða Hróa hött. Mér fannst þessi mynd frekar góð þó svo að hún gæti virkað langdregin á köflum fyrir suma. Ég gaf henni 9 í einkunn á IMDB bara svo að það sé á hreinu.

Ég hvet alla til þess að fara að sjá þessa mynd, hægri menn til jafns við vinstri menn og það væri gaman að sjá hvernig hægri mönnum finnst þessi mynd vera vs. upplifun vinstri manna!

Allaveganna... án þess að gefa of mikið upp þá er hún pólitísk og fær mann til þess að hugsa sig aðeins um. Þetta minnir mig á þegar ég fór á The Truman Show á sínum tíma í bíó án þess að vita eitt né neitt um þá mynd nema að Jim Carey léki í henni. Það var þokkalegur sjokker þegar ég fattaði að það var verið að fylgjast með honum. Ég kveikti meira að segja ekki þegar ljósið datt úr loftinu! Reyndar fattaði þetta stuttu eftir það og ég gekk út úr bíóinu eftir að myndinni lauk og efaðist um allt og var í raun sannfærður um að ég væri stjarnan í minni eigin sápu alveg eins og Truman. Ég horfði upp í stjörnubjartan himininn alla leiðina heim til Helgu systir og sofnaði ekki fyrr en seint um nóttina af því að ég var svo upptekinn að efast um allt sem ég þekkti og vissi...

En ég fór að velta því fyrir mér í kjölfarið á V for Vendetta fréttinni sem kom í fréttatímanum í kvöld með brot Flugþjónustunnar á samkeppnislögum. Að sama skapi fór ég að hugsa um samráð olíufélaganna og mér finnst það ótrúlegt að á meðan ríkisstjórnin keppist meira en allt við að sökkva landinu í skuldir þá eru þeir að dæma og REFSA stórum fyrirtækjum fyrir vísvitandi brot gegn samfélaginu, þegnum þess og fyrirtækjum með því að láta þau borga skuld í ríkiskassann. Skv. þessari frétt á mbl.is um Flugþjónustuna þá kemur fram að: Samkeppniseftirlitið hefur í ákvörðun sinni gert fyrirtækinu að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt til ríkissjóðs.!!!

WTF?!?!? Eins og að þetta sé einhver refsing?!? Þeir eru kannski búnir að græða tvöfalt ef ekki þrefalt það (ágiskun út í loftið sbr. olíusamráðið...) og þeir eru látnir borga sekt í RÍKISSJÓÐ!!! Þessir peningar koma aldrei til með að skila sér til þeirra fyrirtækja sem þeir brutu á, né íslensku þjóðinni sem bjó við meiri einokun fyrir vikið (í stað þess að geta boðið upp á meiri samkeppni á íslenskum markaði) og þessir peningar fara í að byggja göng einhversstaðar í rassgati eða laga göturnar í Reykjavík (sem er BTW orðið LÖNGU TÍMABÆRT!!!)!!!

Farið á V for Vendetta og kommentið hérna um hvernig ykkur líður...

Lag dagsins er Stupidmen með The Government!

Spurning hvort að maður breyti blogginu í... 

Rokið lifir!!! Þvílíka skítaveðrið!!! Maður hefur bara sjaldan upplifað þvílíka drasl veður.
Annar rökstuðningur fyrir því að ég ætti kannski að breyta blogginu í Rokið lifir er sú að þegar Karen fæddist í þennan heim í morgun þá byrjaði ég á því að ýta öllum vind úr þindinni á henni og sprengdi svo rosalega undir sænginni! Það var nú ekki hugsað sem 'deutch oven' eins og það er kallað þegar maður sprengir undir sængina og dregur sængina yfir rekkjunaut sinn hvort sem honum líkar það betur eða verr... Þannig að það skapaðist einhver svona Ausvitz stemning þarna hjá okkur í nokkrar mínútur. :þ

Annars er allt í góðu... skólinn er í góðu progressi hjá mér og það stefnir allt í að ég verði búinn 1. maí af því að ég er ekki í neinum prófum.

Annars hef ég voðalega litar fréttir að færa... ég er að spá í að kíkja á Cafe Victor á fimmtudaginn í þeirri von um að Pétur og Matti séu að spila auk þess að félag framhaldsnema í H.Í. er með samdrykkju á efri hæðinni þar sem að Þorgerður Einarsdóttir lektor í Kynjafræði ætlar að flytja stutt erindi... Það verður hrikalega spennó.
Annars kveð ég bara í bili...
Hafið það gott í dag og restina af vikunni...

sunnudagur, mars 26, 2006

My name is Leibbi... 



Right or wrong? Instant carma???

Gaga, Baba 

HAHAHAHA... Hann Hlynur Björn Ólason er svo mikill snillingur að það hálfa væri nóg. Við fórum á fætur klukkan 8 í morgun og ég er eitthvað að brávsa á netinum, kíkja á póstinn minn og svona þegar heyrist í Hlyni úr sófanum: Gaga... Baba... eitthvað í tengslum við skemmtiefnið í sjónvarpinu á þeim tíma. Ég snéri mér að honum og sagði við hann: Æji, en krúttlegt... ertu bara byrjaður að tala! Svo hlógum við eins og algjörir grallarar í 10 mínútur! Klikkað fyndið. En Gaga er Karen og Baba er pabbi... þannig að þetta var ekkert svo galið hjá honum (nema hvað að hann er orðinn 7 ára fyrir þá sem ekki vita). Að sjálfsögðu var hann bara að grínast en um leið og það kemur eitthvað svona 'bull' uppúr honum þá segi ég alltaf: Nei, en hvað þú ert duglegur að tala! og Hlynur springur úr hlátri :D

Alltaf gaman hjá okkur litlu fjölskyldunni í Eggertsgötunni.
Lag dagsins er Baba O'Riley með Þeim Hverjum eða The Who.

föstudagur, mars 24, 2006

What did you learn in school today? 

Pabbi... hvað ert þú að læra í skólanum þínum?
-Það heitir fræðslustarf og stjórnun sem ég er að læra.
Umm... ég er bara að læra stærðfræði.

Maður skilur ekki af hverju allt er svona flókið hjá fullorðna fólkinu stundum... En það væri nú gaman ef hlutirnir væru einfaldari svona af og til. Spurning hvort að það kallist Peter-Pan-syndrome að hugsa svona? En yfir í aðra sálma.

Dúndurfréttir eru að spila á Gauknum 4. og 5. apríl næstkomandi. Spurning hvort að maður gefi ömmu Lillu tónleikaferð í afmælisgjöf? Ætli hún myndi 'fíla' Child in time?!?

miðvikudagur, mars 22, 2006

Rokkarinn ehf. kynnir: 

Nýtt lógó Sjálfstæðisflokksins!!! Eftir miklar vangaveltur þá komst undirritaður að því að það er með öllu nauðsynlegt að herinn fari í hverri viku frá Íslandi! Hætti með eða hvernig sem líkingin er því að þá fengjum við nýtt kvenfyrirlitningar-geirfugls-komment frá þessum risaeðlum sem fylla sæti þingsins í okkar nafni. Geir H. Haarde yfirgeirfugl lét þessi orð falla: „Það er ekki alltaf hægt að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en önnur gerir kannski sama gagn“ á laugardaginn seinasta í viðurvist eiginkonu sinnar. Það var víst mikið um geirfuglahlátur þar sem að geirfuglarnir vita ekki hvað kvenfyrirlitning er né þýðir.
Ég er mest hissa á því að það stórsjái ekki á honum vegna þess að ég veit að eiginkona hans er Skagamaður. Ekki það að konur frá Akranesi séu ofbeldishneigðar... heldur frekar að þær hafi bein í nefinu og láti ekki vaða yfir sig. En þessi er kannski búin að vera hlekkjuð of lengi við eldavélina í hellinum?!? Hver veit?

Einnig fannst mér að geirfuglinn sem táknmynd þess útdauða geta staðið fyrir bæði skoðunum og stefnum Sjálfstæðismanna auk þess að ef maður er lesblindur Sjálfstæðismaður þá getur maður lesið penis út úr fræðiheitinu á geirfuglinum sem er: Pinguinus impennis, en penis vísar einmitt til þess sem Sjálfstæðismenn telja vera valdasprota í okkar ágæta samfélagi... Hegemónískt?



Rokkarinn ehf. þegar skjóta skal fast!

Hún á ammæl'í dag... 

Hún á ammæl'í dag
Hún á ammæl'í dag
Hún á aaaaamæl'ún mamma,
hún á ammæl'í dag!!!!!

Fyrir næstum því nákvæmlega XX árum fæddist Frú Sigríður a.k.a. Mamma Rokk og ég segi næstum því nákvæmlega því að þann 22. mars fyrir XX árum var fimmtudagur...
Í tilefni dagsins stillti afmælisbarnið sér upp (fyrir nokkrum mánuðum síðan) og þessi mynd var tekin við það tilefni :)


Til hamingju með daginn í dag móðir sæl og megi þú eiga gleði- og gæfuríka framtíð fyrir höndum. Til hamingju með áfangann.
Hvet alla til að kasta kveðju á hana í linknum að ofan.

Lag dagsins er Birthday með The Beatles.

mánudagur, mars 20, 2006

Satt best að segja... 

held ég að ég hafi ekki skemmt mér jafn vel í tíma áður eins og ég gerði í dag!!! Svona ykkur að segja þá veit ég ekki hvar barnaskapur endar og HEIMSPEKI tekur við!!! SEJETTURINN! Er í tíma með einum og ég veit ekki alveg hvort að ég eigi að nota orðið 'snillingur' í neikvæðum og kaldhæðnum skilningi, 'heimspekingur' í neikvæðum og kaldhæðnum skilningi eða bara hreinlega hálfviti! Hmmm... ég veit... MPQQFS!!!
Þessi einstaklingur er á mastersstigi eins og undirritaður en honum er svo mikið í mun að sjá allt út frá póstmódernísku sjónarmiði að hann hljómar eins og versti krakki! Guð minn góður hvað menntasnobbið getur farið með suma! Hey, common... I've had my share og allt það en þetta er alveg bara beyond allt sem maður þekkir. Eins upptekinn af því að hafna öllu, öllum og þar fram eftir götunum sem maður þekkir eins og að gagnrýna allt og alla, kennara, námsefni, tilgang með námi og ég veit ekki hvað! Var meira að segja að drulla það mikið yfir skólakerfið um daginn að hann sagðist hafa séð eftir því að hafa lært að lesa af því að hann hefði getað kennt sjálfum sér það miklu betur!!! Alveg með eindæmum... Mér var einmitt hugsað til þess þegar ég lét Hlyn lesa hjá mér í vikunni sem leið. Mér finnst mjög mikilvægt að hann lesi á hverjum degi og það er ótrúlegt hvað hann er orðinn fær að lesa. Las meira að segja heilan helling fyrir Karen uppúr Fréttablaðinu um daginn. Hvar væri hann staddur ef hann myndi ákveða allt í einu að kenna sjálfum sér að lesa?!? Hann hefði reyndar einhvern grunn til þess að byggja á en ef hann hefur ekki foreldra sína til að halda sér að efninu (sem er btw. lögbundin skylda, svo ekki sé minnst á siðferðilegu og rökréttu skyldu...) þá yrði ekkert úr því að hann lærði nokkurn skapaðan hlut. Ég ætla nú ekkert að fara út í nánari pælingar en bendi á ýtarefni í því samhengi og þá sérstaklega vitsmunaþroskakenningu Piagets.

En svo að við snúum okkur nú aftur að 'heimspekingnum' (í þessu samhengi frekar neikvætt og FREKAR mikil kaldhæðni) þá var hann eitthvað að drulla yfir verkefni sem okkur var sett fyrir og segja m.a. að það væri heimskulegt og leiðinlegt... af hverju getum við ekki gert þetta? af hverju ekki hitt? Fyrir utan það að hafa drullað yfir menntastofnanir almennt og segja að hann væri svo mikill þræll skólakerfisins að ef hann sæti ekki skóla þá yrði hann bara ruslakall þá tók kennari ársins sig til og húðskammaði hann eins og smákrakkann sem hann er fyrir framan allan bekkinn! Hún lækkaði reyndar aðeins röddina og það heyrðist skýrt og greinilega yfir allan bekkinn, hann blóðroðnaði í framan og sagði varla orð það sem eftir var tímans. HAHAHA... mér var svo skemmt... þetta minnti mig bara á grunnskólann, þegar einhver var húðskammaður í tíma og svo flissuðu allir þangað til að þeir komu út á gang til að hlæja að honum. Sú var reyndar ekki raunin í þetta skiptið en það má með sanni segja að það hafi allir verið guðslifandi fegnir að hann hafi loksins fengið skömm í hattinn (bókstaflega) því að ef maður er svo mikill heimspekingur að maður áttar sig ekki á tilgangi með skólagöngu, annarri heldur en að „þóknast meistara sínum eins og hlýðinn þræll“ þá hefur maður ekkert þar að gera og getur verið með sínar heimspekilegu pælingar hvort heldur í ruslinu eða á kassa í Bónus (og þá er ég frekar að kasta rýrð á þau störf, sem er alls ekki meining mín).

Allaveganna... glæst málalok og vonandi heldur hann sínum heimspekilegum pælingum út af fyrir sig það sem eftir er af þessari önn. Hvað er svona manneskja að gera á annað borð í kennslufræðum?!? Ætlar að koma með einhverja byltingarkennda kennslu inn í skólana og endar sem kennarinn sem enginn þoldi!

Manst þú eftir svoleiðis kennara á þinni skólagöngu?!? Ef ég hugsaði mig um þá kæmi hann eflaust upp í kollinn á mér en það sem stendur uppúr í skólagöngu manns eru kennararnir sem höfðu áhrif á mann og snertu mann á einn hátt frekar en annan (og þá er ég ekki að tala um líkamlega!!!). Ég man eftir nokkrum svoleiðis og það er það sem skiptir máli... að ná til fólksins. Seinna meir þá fer maður kannski að efast um kennsluaðferðirnar eða jafnvel ekki en samt sem áður stendur það uppúr að þetta eru/voru kennarar sem maður leit upp til og virti... frekar heldur en að þola ekki og fá ógeð á faginu fyrir vikið!

Lag dagsins er What did you learn in school today með Tom Paxton

sunnudagur, mars 19, 2006

Algjör snilld... 

Fór á fimmtudagskvöldið á Kaffi Viktor niðrí bæ. Þar voru þeir fjélagar Pétur 'Jesú' og Matti úr Pöpunum að spila. Ég held að þeir séu ekki með neitt nafn en það er spurning hvort að þeir geti ekki bara tekið upp nafnið Dún/Dúnn af því að þeir eru 2/5 af hljómsveitinni Dúndurfréttir. Þetta var ótrúlega gaman að heyra í þeim en þeir sungu báðir og spiluðu báðir á kassagítar. Efnisskráin var mjög fjölbreytt hjá þeim og þeir spiluðu eitthvað af lögum Pink Floyd, Led Zeppelin í bland við hitt og þetta. Að mínu mati stóð uppúr hjá þeim 'syrpan' sem innihélt Easy livin' með Uriah Heep og Waterloo með Abba... Einstaklega súr blanda sem var ótrúlega skemmtileg tilbreyting frá öllu sem maður þekkir... semsagt mjög póstmódernískt! HAHAHA... klikkað fyndið.
Þeir spila næst (að öllum líkindum) 30. mars og þá ætla ég ekki að láta mig vanta. Spurning um að reyna að fjölmenna því að þeir eru certifiable snillingar eins og maður segir.

Annars er mikið að gera í skólanum ákkúrat núna og og svo eitt leyndó sem verður kannski viðrað í komandi viku... sé til með það... bannað að giska og eitthvað af því að það verður bara KANNSKI viðrað hérna.

Sorry hvað ég hef verið latur við að blogga en það lagast á næstu dögum.

Lifi rokkið!
Lag dagsins er Easy livin'/Waterloo með Pétri og Matta. Hananú!

fimmtudagur, mars 16, 2006

Hrikalega krúttlegt... 

Smellið á þennan link hérna og hækkið vel í hátölurunum...

mánudagur, mars 13, 2006

Þetta er nú með því heimskulegasta sem ég hef séð... 

Ætlast til þess að maður borgi 10 miljónir fyrir einn gítar og seljandinn sendir hann ekki einu sinni. Ekki nóg með að þurfa að borga þessar millur... heldur þarf maður að sækjann líka!!! Óréttlætið í heiminum...

Linkur á gítar hér...

sunnudagur, mars 12, 2006

Samningur... 

Sova kl.8
Borþa Ávekstiogdrekaekkimikiþ
pisa
Ekkinammi nema á lögardökum
Evahnnerveikurgefðuþúhonnumpilu
Evahonnumerkaltklæduþáhnníflíspesu
Samþykkt
Óli Örn Atlason

Þetta er semsagt samningur sem ég var látinn skrifa undir til þess að Skundi fengi að gista hjá mér þangað til Hlynur kemur næst.

Sofa kl. 8
Borða ávexti og drekka ekki mikið
Pissa
Ekki nammi nema á laugardögum
Ef að hann er veikur gefðu honum pillu
Ef að honum er kalt klæddu þá hann í flíspeysu

Fyrir þá sem geta kannski ekki alveg lesið út úr þessu í fljótu bragði.
Allaveganna... Við feðgarnir erum búnir að vera inni alla helgina og láta Karen stjana við okkur í þeim fáum ferðum sem hún fór út úr húsi. Hlynur var alveg æðislega veikur og ég hef aldrei sé nokkurn nebba rúma svona mikið hor... Í hvert skipti sem hann snýtti sér kom þvílíka magnið af hori að það hálfa væri nóg... bókstaflega. Hann hafði það reyndar gott og reif til að mynda upp ammælispakka þegar hann kom á föstudaginn. Svo fór helgin í það að föndra og sansa legókastalann sem hann fékk í ammælisgjöf. Kíkti reyndar til samanburðar á verð á sama dóti í Þýskalandi og það kom mér óþægilega á óvart að næsti kastali fyrir ofan kostaði nákvæmlega helmingi minna heldur en hérna heima og nákvæmlega það sama og þessi kostaði... Evruna strax! og göng á milli landanna!!! Mér er sama þó ég þurfi að keyra í 12 tíma til að komast til Þýskalands... gæti allaveganna keypt fullt af legói, hljóðfæradóti og bjór á slikk... þó maður mætti bara koma með einn kassa til baka af bjór myndi ferðin samt borga sig! Heilhveitis...

fimmtudagur, mars 09, 2006

Enn ein lægð í íslenskri sjónvarpsefnisgerð... 

ég hreinlega hélt að Bitch-E-Galore væri botninn... en nýji þátturinn á Skjá Einum er 'ROCK BOTTOM' og ekki tengt tónlist!!! Ég er meira að segja næstum því búinn að taka SíFilis Nótt í sátt bara vegna þess hve póstmódernísk pæling er í gangi þar. Gilzeneggerinn og félagar eru reyndar að öllum líkindum þáttargerð sem var fengin með því að sjóða saman netta blöndu af stefnumótanauðgunum, andlegu og líkamlegu ofbeldi og lélegri týpu af brúnkukremi í klefa Seth Brundle úr 'Flugunni' eða The Fly. Geir Ólafsson hefur greinilega aldrei sofið hjá og það staðfestir enn frekar þann grun minn að barnsmóðir hans hafi haldið framhjá honum því að það getur ekki verið að hann hafi nokkurn tíman sængað hjá kvenmanni miðað við þessa tilburði hans sem eiga að vera leiðbeiningar!
En það er hálf sorglegt þegar einstaklingar eyðileggja leiklistarferil sinn með þvílíku drasli eins og þeir Halldór Gylfason, Gunnar Hansson, Friðrik Friðriksson eru með í háðildarmynd-aþættinum („mockumentary“) Sigtið. Halldór Gylfason er algjör snillingur, eða að minnsta kosti það sem ég hef séð af honum en ég er algjörlega búinn að missa álitið á honum fyrir þessa þátttöku. Þessir þættir eiga að vera einhver skrumskæling og jafnvel póstmódernísk eða póststrúktúralísk skopmynd af samtímaþáttum í íslenskri sjónvarpsgerð. En maður þarf ekki að hafa nánari tök á svona flóknum heitum á einhverjum hugmyndastefnum til þess að átta sig á því að þetta er bara DRASL. Hvað er næst?!?

mánudagur, mars 06, 2006

Hver fann... 

jarðskjálftann?!?

fimmtudagur, mars 02, 2006

Jeminn eini... 

Hlynur Björn Ólason orðinn sjö ára!!! Varð það reyndar í gær drengurinn en það kemur ekki að sök þó svo að það sé bloggað um það í dag. Við Karen hringdum í hann í gær og hann var bara nokkuð sáttur með daginn, búinn að fara í hús í Borgarnesi að syngja og fékk meðal annars næstum því fullan kassa af lakkrís! Þetta er eitthvað önnur stemning í Borgarnesi heldur en var á Skaganum í gamla daga og kannski meira í líkingu við hrekkjavökuna (án þess að vita það beint). Ég ligg heima algjörlega ófær um að hugsa um mig... missti heila kommóðu ofan á þumalinn á mér í gær en ég held að ég sé ekki brotinn. Vona allaveganna að ég sé ekki brotinn. Puttinn er reyndar ennþá það bólginn að ég get ekki notað hann í neitt og ég er búinn að finna upp nýja tækni til þess að koma þessum pósti frá mér (eins sársaukafullt og það er...). En það tekur c.a. þrisvar sinnum lengri tíma að koma frá sér pósti þegar maður er með 2 óvinnufæra putta. Þá er ekki hægt að gera neitt nema að lesa... bið að heilsa í bili.

Lag dagsins er lag með Elton John - Look ma' no hands!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?