<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 30, 2006

Amma... Gulli Falk biður að heilsa þér! 

Hahaha... klikkað skemmtileg stemning í gær.
Verð samt að segja ykkur frá einu fyrst... Á fimmtudaginn fyrir viku síðan, þegar við vorum að sjá Pétur og Matta á Café Victor þá fórum við út eftir lokun og skelltum okkur yfir götuna á Hlölla. Í biðröðinni var svo gaur sem talaði geðveikt bjagaða íslensku sem sagði: „Djöfull er mikið af útlendingum hérna... þetta er alveg óþolandi!“ Íslenskan hans var bjagaðri en allt og þetta var ótrúlega fyndið og við sprungum úr hlátri. Svo fór ég að spjalla við hann af því að hann var með ástralskan hreim. Ég sagði honum frá því að ég hefði skellt mér til Ástralíu til þess að fara á tónleika með Kiss og hann sagðist þá vera frá Nýja Sjálandi. Ég spurði hann út í márana sem þar búa og hvort að hann þekkti einhverja svoleiðis. Hann horfði á mig hneikslaður og sagði: „Konan mín er mári!“ Við spjölluðum heillengi (eða þangað til Karen var orðið virkilega kalt... akkuru ertu svona blá???) um márana, menninguna og stemninguna. Ég var orðinn ótrúlega heillaður af þessari stemningu hjá honum. Ég spurði hann hvers vegna hann væri hérna á íslandi og þá sagði hann að það væri 'kominn tími' á marga úr hans fjölskyldu þannig að hann væri hér til að kveðja og svoleiðis. Hann sagði að fjölskylda konu hans hefði gefið honum hálsmen sem var búið að ganga margra kynslóða á milli og að þetta væri mesti heiður sem honum gæti hlotnast þarna 'down under'. Hann talaði líka um það að partýin og stemningin væri alveg nákvæmlega eins og í 'Once were warriors'. Hann sagði að hann hefði verið í 2 ára afmæli um daginn og það hefði bara verið keypt 2 bretti af bjór, stóru veislutjaldi slegið upp í garðinum og partýið hefði staðið yfir í tvo daga eða eitthvað álíka!
Hann var líka hérna á Íslandi til þess að vinna sér inn pening og svo ætlaði hann að fara aftur út, byggja sér lítið cottage (smábýli) og setjast í helgan stein. Márarnir eiga víst allt landið þarna þannig að hann getur (og fær) ekki að kaupa jörð hjá þeim en þar sem hann þekkir þá mjög vel þá segir hann bara við þá: „Nú ætla ég að byggja smábýli hérna á landinu ykkar og svo þegar ég er farinn þá megið þið bara eiga það.“ Og það, ásamt því að þekkja þau mjög vel er nóg fyrir hann til þess að fá að byggja á landinu þeirra og setjast í helgan stein. „Ég ætla bara í 'early retirement', drekka bjór og reykja dóp!“ Þetta er víst bara easy as that eins og maður segir... en ótrúlega skemmtilegur gaur og hann sagði að við þyrftum endilega að fara þarna og kíkja á þetta... Gott ef maður geri það ekki bara einhvern tímann og leiti að kauða...

En í gær fórum við skötuhjúin á smá skrall... ég fór reyndar í mat til Svabba og fékk þar alveg dýrindis mat að borða. Við fórum svo í afmæli til Kristínar Birnu sem er orðin 25 ára gömul. Þarna voru nokkrir skagamenn en skemmtilegast þótti mér að hitta Steinu, mömmu hennar Kristínar og við kjöftuðum og sungum eins og það væri ekki um 10 ár frá því að ég sá hana seinast...
Ég fór svo með Karen, Erlu og Öldu Lilju niðrí bæ. Þegar við vorum svo að rúlla heim þá renndum við aðeins við á Dubliners sem er ekki frásögu færandi nema að þegar við erum að fara út er Gulli Falk og kærasta/kona/vinkona hans með honum og ég greip hann! „Gulli... ég verð að fá að trufla þig aðeins með einni sögu... Amma mín... Amma lilla var mikil vinkona ömmu þinnar og við komum nokkrum sinnum í heimsókn til Laugu í gamla daga. Ég man t.d. eftir tveggja hálsa gítarnum þínum og vodka flöskunni sem var svona stór (setti höndina langt fyrir ofan höfuð af því að hún var svo stór þegar ég var helmingi minni) sem var sparibaukur...“ Svona hélt ég áfram og spjallaði við hann um ömmu og tónlist í dágóðan tíma... hehe. Fyrir þá sem ekki vita þá er Gulli Falk þungarokkari af guðs náð og er nú í hljómsveitinni Dark Harvest. Ég fílaði reyndar Exizt alveg í rot í gamla daga en það er önnur saga... Nýja plata Dark Harvest kemur btw út í þessari viku!
En aðal sagan var samt þannig að þegar ég fór á Black Sabbath á Skagarokki í gamla daga þá var gamla hljómsveitin hans Gulla Falk; Exist, að hita upp fyrir Black Sabbath. Mamma og Aggi voru þá erlendis og ég var allaveganna hjá ömmu lillu og hún sagði við mig áður en ég fór: „Ef þú hittir hann Gulla Falk, þá bið ÉG að heilsa honum!“ HAHAHA... Amma Rokk!!! En allaveganna... ég skilaði þessari kveðju loksins í gær og hann bað kærlega að heilsa gömlu konunni uppá Skaga... ég ætla nú ekki að bíða með að skila þessari kveðju í 14 ár eins og fór með hinni kveðjunni... en ótrúlega gaman samt?!?

Til að toppa þetta allt saman vorum við Karen að ræða um Gulla Falk, þungarokk, Black Sabbath og Skagarokk þegar fatlaður strákur sem var fyrir aftan okkur greip samræður okkar á lofti spurði hvort að við værum að tala um Skagarokkið þar sem Black Sabbath og Jethro Tull voru að spila. Við spjölluðum heillengi við hann um tónlist og gaurinn sem var með honum var alveg kostulegur. Hann reyndi að komast inní eldheitar umræður okkar um tónlist, tónleika og hljómsveitir með setningar á borð við: „Já, Roger Waters genginn til liðs við Kiss aftur!“, „Ég fíla Wham...“, „Mér fannst fiðlan skemmtilegust í Wham“. Við grenjuðum úr hlátri!!! Gaurinn var að fíla frekar þyngra rokk og var fastur á djamminu með einum allra mesta píkupoppara í EVRÓPU!!! Það eru frekar dramatísk örlög fyrir hvern sem er :þ

Lag dagsins er Exizt með hljómsveitinni Exizt! Lifi rokkið!!!

Sáum svo á leiðinni heim að það var flaggað í hálfa hjá Íslenskum Aðalverktökum... wonder why :þ

laugardagur, apríl 29, 2006

Ef þú misstir af Nó-Pí... 

ekki hafa áhyggjur af því að þú kíkir bara næsta föstudag!!! ;)
Við í Nó-Pí erum officially orðnir að flottum gaurum... með sítt að aftan.
Við Villi og Tobbi vorum semsagt að spila á Café Victor í gærkveldi. Við spiluðum frá c.a. 11:15 - 01:15 við mikla stemningu. Það var góð mæting og við slógum í gegn... allaveganna spilum við næsta föstudag líka þannig að þetta er fínt.

Það er bara verst að það verður „föstudagurinn langi“ vegna þess að þá byrja ég að vinna í álverinu. Já, all good must come to an end... eins og maður segir og ég er eiginlega í þessum töluðu orðum að leggja loka hönd á verkefnin sem ég þarf að skila af mér til þess að fá einkunnir í þessu M.Ed námi mínu...

Annars í góðum fílíng. Er að fíla viðtökurnar og það verður gaman ef maður fær að gigga einhverjar helgar í sumar fyrir utan brúðkaupin sem við erum að fara að spila í... en það verður að sjálfsögðu gaman líka.
Svo er aldrei að vita hvað maður gerir næsta haust því að eins og staðan er í dag þá fæ ég ekki nema 6 einingar í töflu næsta haust og ég er ekki tilbúinn til þess að byrja á 15 e mastersritgerð (aðallega sökum efnisskorts) en það eru nettar 70-100 bls.

Hvet ykkur til að kíkja á Café Victor næsta föstudag til að sjá minnsta heimsfræga tríóið Nó-Pí á 'Stóra-sviðinu'... :þ

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Nó-Pí á Café Victor á morgun fös!!! 

Jæja pípols... Nó-Pí debjútar í höfuðborginni annað kvöld á Café Victor!!!
Við spilum frá klukkan 11 til 01 og það verður brjáluð stemning!!!
Á ekki að mæta?!?
Koooomah Sóóóh!!!!!!!

sunnudagur, apríl 23, 2006

Ripley's Believe it or NOT!!! 

Þetta er að öllum líkindum lygilegasta sagan ever!!! Hún er samblanda af hasar, dramatík og farsælum endi... og hún er um nýjasta gítarinn minn!!!

Á föstudaginn síðasta fór ég í Tónastöðina til þess að kaupa mér gítar í ammælisgjöf. Þetta er ótrúlega fallegur Art & Lutherie 12 strengja kassagítar; Antique burst. Þegar ég kom og sótti hann var hann á sínum stað í 6-gítara-standi með gulum post-it miða á milli strengjanna sem á stóð: Frátekinn, Óli Örn Atlason og símanúmerið mitt. Ég tek hann og fer með hann að afgreiðsluborðinu til Leibba Djass til þess að borga fyrir hann. Þá segir Leibbi mér söguna.
Á föstudeginum langa brutust einhverjir óprúttnir náungar inn í Tónastöðina með því að keyra á einn glugga búðarinnar. Þeir fóru inn og tóku alla gítarana á þessum sama standi... nema minn!!! Að öllum líkindum tóku þeir hann ekki vegna post-it miðans sem var á honum af því að á honum stóð FRÁTEKINN!!!
Ég var alveg frá mér numinn af þessari sögu og þetta á bókað eftir að gera þennan gítar verðmeiri í mínum augum. Ég þekki enga glæpamenn... eða allaveganna ekki glæpamenn sem myndu gera nokkuð svona lagað... og ég vona að hann hafi ekki verið skilinn eftir af því að þeir þekktu mig! En talandi um klikkaða sögu!!! Alveg ótrúlegur fjandi. Samt sem áður fékk ég nokkra blóðdropa í kaupbæti sem eru á hausnum á gítarnum og Andrés (eigandi Tónastöðvarinnar) fékk alla gítarana til baka. Þannig að það var frekar farsæll endir á þessari sögu fyrir alla nema óprúttnu náungana sem hafa að öllum líkindum náðst...
En það er svolítið merkilegt að brjótast inn í hljóðfærabúð og taka nokkra ódýra gítara í staðinn fyrir að taka þá dýru... Í Tónastöðinni er einmitt að finna nokkra á verðbilinu 150 - 300 þúsundkróna gítara... fyrir utan allar græjurnar sem eru þarna. En þeir spá kannski betur í þessu ef þeir gera þetta aftur því að það er auðveldara að bruna í burtu með einn rándýran gítar í stað þess að troðfylla getaway-bílinn af kassagíturum sem taka meira pláss og eru í ódýrari kantinum.

Annars er bara allt gott héðan. Við Karen og Nonni skelltum okkur á Pétur og Matta á fimmtudaginn og þeir eru alveg frábærir! Það er svo gaman að þeim að það hálfa væri nóg. Til aukinnar skemmtunar voru þarna nokkrir kanar þannig að grínið var allt þýtt yfir á ensku fyrir þá annað hvort fyrir eða eftir íslensku útgáfuna þannig að það var hlegið á öllum tungumálum þarna!!! Tónlistin var glæsileg að vanda og Kermit-lagið stóð uppúr... ég hef bara varla hlegið svona mikið í langan tíma!
Föstudagurinn fór í geggjaðan þeyting... Tók 2 viðtöl um morguninn, sótti Hlyn, sótti póstinn minn á pósthúsið sem date-aði aftur til janúar... sótti Atla, sótti Nínu, keypti mér gasgrill (sem Atli setti saman á meðan ég...) sótti gítarinn, fór svo og keypti í matinn, grillaði ofan í Helgu, Alex, Nínu, Þóru, Atla, Karen og Hlyn á nýja grillinu.
Laugardagurinn fór í afslöppun og roadtrip til Grindarvíkur. Við skelltum okkur í Bláa Lónið og Hlynur var ekki alveg að kyngja því að þurfa að vera með handakúta... en reglur eru reglur og þegar maður borgar svona rosalegt verð fyrir að synda í grunnu og skítugu vatni þá er vissara að fara að settum reglum! :þ Grilluðum svo hammara í kvöldmat (á nýja grillinu að sjálfsögðu) sem voru súperfæn.
Í dag er stefnan svo sett á lærdóm og ég ætla að reyna að vera búinn með lærdóminn um miðja viku af því að við félagarnir í Nó-pí erum að fara að debjúta í borg óttans um næstu helgi. Já, það er rétt... Ég, Villi og Tobbi erum að fara að spila á Cafe Victor á föstudaginn komandi og það verða tilboð á barnum og geðveik tónlist ;)
Læt ykkur betur vita þegar nær dregur...

Lag dagsins er 'Let's put some shrimps on the Bar-B' með Outback Mayfair

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Útaborða! 

Við skötuhjúin erum að fara út að borða í tilefni ammælissins... svo ætlum við að fara á Cafe Victor til þess að hlusta á Pétur og Matta (kennda við Dúndurfréttir) taka lagið og nokkur til...
Skora á ykkur til að mæta... þó það sé nú ekki nema bara til þess að splæsa á mig eins og einum bjór í tilefni dagsins ;)

Lög dagsins eru sem hér segir:
Afmælislagið, Birthday með The Beatles og Afmælislög nr. 2004/1978

It'smyhipreplacement and I'll cry if I want to! 

Glorious glorious day!!! Vöknuðum við sólskin og hljóðið í flugvélunum. Ágætis replacement fyrir fuglasöng þannig séð...
Í dag er ég 28 ára. Ég fæddist á sumardeginum fyrsta og í dag er sumardagurinn fyrsti þannig að ég er sannkallað sólskinsbarn með sólarglampa í hjarta og geislabaug á stærð við húllahring. Mér líður vel í dag. Ég fékk flotta skó frá minni heittelskuðu og í þessum töluðu orðum er hún á leiðinni út í baGarí að kaupa eitthvað í morgunmatinn.
Svo verður afmæliskakan (peruterta) borðuð í dag en Karen bakaði KÖKA í gær.
Það er ótrúlega fallegt veður úti og það er ekki amalegt að byrja afmælisárið á svona fallegum degi. Ég býst nú ekkert við því að það verði svona allt árið... but I feel special. Skrýtið að hugsa til þess að mig dreymdi að ég hefði opnað pakkann sem Karen kom með heim í gær og á hliðinni á kassanum var hvítur límmiði (svona svipaður eins og Amazon.com setur á pakkana sem þeir senda frá sér) og inni í pakkanum voru tveir DVD diskar... annar með Bítlunum en ég man ekki með hverjum hinn var... kannski Stevie Ray Vaughan... en samt ekki alveg viss.

Á morgun er stór dagur hjá mér því að ég er að fara að ljúka rannsókninni sem ég er að gera í einum kúrs, sækja Hlyn, kaupa mér gasgrill og gítar. Það er ótrúlega tómlegt hjá okkur hérna af því að Hlynur er búinn að vera seinustu 11 daga hjá okkur og það verður alltaf tómlegt þegar hann fer. Við lásum alla dagana nema einn sem hann var hjá okkur og hann var hreinlega að springa úr stolti. Kennarinn hans sendi mér meira að segja póst þess efnis hve duglegur ÉG hefði verið að láta hann lesa :þ Hann var náttúrulega sá duglegi og það er ótrúlega mikill munur á honum núna og hann er farinn að lesa textann í sjónvarpinu léttilega!

Þó svo að ég sé að fara að læra í dag þá vil ég samt óska ykkur góðs dags og hvet ykkur til þess að njóta fallega dagsins í dag.

Elsku Nonni... innilega til hamingju með afmælið og þó svo að þú sért ekki 'the chosen one' eins og ég þá óska ég þér alls hins besta í tilefni 29 ára afmælis þíns.

Lag dagsins er Ammæli með Bjöllunum (Birthday með The Beatles).

ÓMG!!! Kjútest ever!!! Ég fór inn á Ugluna (vefkerfi H.Í.) og þegar ég er búinn að logga mig inn þá byrjar uglan að spila fyrir afmælislagið!!! Þetta var svooooo sætt að ég er alveg 'verklempt' eins og Linda Richman (Mike Myers karakter) myndi segja :)

Lag dagsins er því líka afmælissöngurinn...

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Flottur mánuður... 

Það er hreinlega allt að gerast í apríl. Við feðgarnir hittum Völlu og Adda í Kringlunni um daginn og Addi óskaði mér til hamingju... Valla sagði þá við hann: Æji... ég gleymdi að segja þér það... þetta var aprílgabb! Hahahaha... já, óléttusagan sló rækilega í gegn og það er nokkuð víst að ég er búinn að hrópa úlfur, úlfur...

Amma Lilla átti ammæli 5. apríl
Vigga Presidentó átti ammæli 15. apríl
Nína Alexandersdóttir Eck átti ammæli 16. apríl
Aggi á afmæli í dag, 18. apríl

Svo eigum við Nonni og ég ammæli 20. apríl (Hitler líka en það er CUI)...
Ekki amalegt að vera svona samstíga systkinin mamma Rokk og Valli að eignast börn svona til skiptis... Þetta er heví kúl!

Helga systir er fædd 1974
Óli frændi og nafni 1975
-ársmisreikningur-
Nonni frændi og ammælisböddí 1977
Ég fæddur 1978
Erna frænka 1979
Þóra systir 1980
Eiríkur frændi 1981
-þriggja ára bið-
Atli bróðir 1984
-fimm ára bið-
Stefán frændi 1989
-tíu ára bið-
Þórhildur 1999

Svo koma barnabörnin...
Nína er fædd 1995
-þriggja ára bið-
Bergþóra 1998
Hlynur Björn 1999
Gyða 2000
-sex ára bið-
Bumbubúi Alexandersson Eck 2006

Þannig að ef þið takið öll árin sem ekkert barn eða barnabarn fæddist og leggið þau saman þá fáið þið út 28 sem er það sem ég verð eftir 2 daga!!! Sem þýðir bara eitt:
I AM THE CHOSEN ONE!!!
Hehehe... segi svona... en ég hef það á tilfinningunni að þetta verði gott aldursár (aldur-sár... ég þekki fólk sem er mjög aldur-sárt... nefni engin nöfn en hún hyggst taka upp 'Von' (borið fram Fonn) við erlenda nafn sitt til þess að undirstrika af hversu miklum aðalsættum hún er komin) og ég hlakka til að takast á við lífið einu ári nær ellinni sem á eftir að hrjá a.m.k. Nonna einu ári áður :þ

Lag/video dagsins er framlag Finnlands til Eurovision þetta árið...

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Hversu heimsk haldið þið að við séum?!?!? 

Þetta er alveg með eindæmum... Manni er nú farið að blöskra þetta bananalýðveldi hérna einum of!

1. Ég fór á "geisladiskaÚTSÖLU" um daginn... það var hjá Senu, nánar tiltekið í Hallarmúlanum þar sem World Class var áður til húsa. Ég gekk einn hring þar inni og mér finnst íslenskir sölumenn alveg með eindæmum kaldir að vera að bjóða upp á DVD titla á 1299 - 1599 kr. sem eru búnir að vera til sölu í 10-11 í meira en hálft ár á 999 kr. Þar fyrir utan væri hægt að versla þessa sömu titla á Amazon, Play og fjölda annarra netverslanna fyrir minna (get nokkurn veginn ábyrgst að ef maður kaupir 3 titla eða fleiri þá er það farið að borga sig) þó svo að maður þurfi að borga sendingarkostnað, virðisaukaskatt og toll af þessum diskum þegar þeir koma til landsins.

2. Þegar maður verslar erlendis frá þá þarf maður að borga virðisaukaskatt og toll af vörunni (nema hljóðfærum... það er ekki tollur af hljóðfærum) og þetta virkar þannig að fyrst borgar maður fyrir vöruna... svo borgar maður toll af vörunni OG SENDINGARKOSTNAÐINUM... og svo borgar maður virðisaukaskatt af VÖRUNNI, SENDINGARKOSTNAÐINUM OG TOLLINUM!!! Gott dæmi um þetta er að ef maður kaupir sér varahlut í bíl erlendis frá á netinu og hann kostar 50 þúsund þá verður endanleg tala 100 þúsund. Alveg eins með DVD-disk... ef hann kostar 1000 krónur erlendis þá borgar maður alveg 2000 fyrir hann. Þetta er einokun í heimsklassa og forræðishyggja af hálfu stjórnvalda til þess að tryggja ákveðið verðlag hérna heima og vegsama hátt vöruverð heildsala og endursöluaðila á Íslandi. Lengi lifi munaðarvörur og einokun!

3. Bensínlíterinn fór í 123 krónur í gær... Ríkið græðir 700 milljónir á okkur á hverju ári sem þau nota svo beint og óbeint í að byggja sendirráð út um allan heim svo að fyrrverandi forstjórar fyrirtækja verði nú ekki aðgerðarlausir svona í ellinni. Hæstvirtur Geir H. Haarde FJÁRMÁLARÁÐHERRA (þegar hann gengdi þeirri stöðu) fór fyrir ekki svo ýkja löngu í "opinbera heimsókn" ásamt konu sinni til Kína sem kostaði ríkiskassann milljón... Af hverju ekki bara að nota eitthvað af sínum eigin launum til þess borga undir sitt eigið rassgat? Hann er örugglega með það í laun á mánuði ef ekki meira... Þetta sýnir einmitt hversu vel fjármálum ríkiskassans hefur verið stjórnað... Nú væri ráð að skipuleggja "opinberar heimsóknir" til Alicante þegar Icelandexpress flýgur þangað fyrir 5-7 þúsund kall fyrir utan skatta (sem fara þó aldrei yfir 3350 kr.).

4. Núna þegar krónan er orðin að engu, dollarinn kominn langleiðina upp í 80 kallinn og allt að fara BETUR til helvítis hérna í landinu þá við hæstvirtur Forsætisráðherra KENNA EINHVERJUM ÖÐRUM UM ÞETTA KLÚÐUR!!! Hann vill meina að það séu erlendir aðilar sem skapa efnahagslegan óstöðugleika hérlendis í gróðaskyni. WTF?!?!? Hvað erum við búin að vera að reyna að gera?!? Þetta er svo ógeðslega týpískt að það hálfa væri nóg. Ef það væri bara almennileg stjórnun á þessu hérna heima þá væri þetta ekki ALLT Í DRASLI!!! Ég þori að veðja að ríkiskassinn sé galtómur og þar séu ekkert nema köngulóarvefir, gamlar matarleifar, skítugir diskar og fullt af ryki!

5. Við erum 300.000 og þau sem stjórna landinu fyrir okkur eru 63... give or take 5. Þetta er bara orðin gömul klíka sem breytist ekkert... það eru alltaf sömu uglurnar sem eru ráðherrar þangað til að þau eru komin yfir 150 ára aldurinn... en þá fara þau í Seðlabankann. Af hverju er ekki hægt að kjósa einstaklinga á þing? Og ekki koma með eitthvað svona bull um að við kjósum einstaklingana með prófkjöri og eitthvað svoleiðis... hlusta ekki á það. AF hverju ekki bara að hafa 31 alþingismann, sömu laun og berjast fyrir einhverjum ákveðnum málefnum á 4 árum í staðinn fyrir að vera flokksbundin og geta hvorki prumpað né skeint sér af því að það er ekki á stefnuskránni hjá viðkomandi flokki!!!

Myndir þú ekki vilja fá tæplega 50 milljónir í laun á 4 árum fyrir að gera EKKERT?!? Ég myndi vilja það...

Þetta eru bara nokkur atriði sem ég vildi benda á... en það samræmist kannski ekki hugsuninni um fyrirmyndarríki að vera gagnrýninn á stjórnunarhættina af því að ÉG kýs svona í alþingiskosningunum? Þetta er kannski ástæðan fyrir því að þingmennirnir eru svona margir? Svo að maður geti ekki munað hvað allir gera af sér eða gera ekki af sér á kjörtímabilinu og maður kjósi af einhverri gamalli sannfæringu í þeim næstu að hlutirnir lagist?

Bendi ykkur á að sjá t.d. myndir eins og Equilibrium og V for Vendetta... það hristir aðeins upp í manni. Svo er líka til helvíti skemmtileg tölfræðileg staðreynd... og það er að þeir sem hafa lokið háskólanámi eru yfirleitt vinstrisinnaðir að því loknu óháð því hvort að þeir hafi hafið háskólanám sem hægri- eða vinstrisinnaðir. Tölfræðilegar staðreyndir eru einmitt oft notaðar til þess að alhæfa yfir á stærri hóp... getur maður þá sagt að það að vera hægrisinnaður sé 'jafnt og' að vera fáfróður?

En hvet ykkur eindregið til þess að kommenta hér að neðan hversu heimsk þið haldið að við íslendingarnir séum... á skalanum 1-5 (1=Ekki heimsk, 5=Heimskari en allt sem inniheldur mólekúl).

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Snilldarhugmynd! 

Ég vil eindregið benda lesendum á að það er hægt að gefa gjafabréf í Tónastöðina í tækifærisgjafir á borð við afmælisgjafir og eitthvað svoleiðis. Mér bara svona datt þetta í hug. Þetta er ótrúlega sniðugt fyrir t.d. tónlistarmenn og áhugamenn um hljóðfæri og svoleiðis. Ég veit ekki af hverju mér datt í hug að setja þetta hérna inn en fannst það bara sniðugt þegar mér datt þetta í hug. Margt smátt gerir eitt stórt og það þarf ekkert að vera fimm stafa tala til þess að gleðja... bara hugsunin sem gildir... þannig er það alltaf.

En annars er ég eiginlega ákveðinn hvað ég ætla að gefa mér í afmælisgjöf og ég er búinn að láta taka hann frá í Tónastöðinni :) Algjörlega ótengt því sem ég nefndi hér að ofan... það er bara uppástunga.

Lag dagsins er „Art & Lutherie 12-strengja“ (sem er mjög frægt lag...)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

That's just the way some things are... 

Ég er orðinn sjúkur í Thundercats! Skil það ekki... nostalgíufílíngur dauðans. Mig langar til þess að kaupa mér alla seríuna á DVD til að eiga... 130 þættir takk og bless!

Ég er byrjaður í "páskafríi" og set það innan gæsalappa því að ég þarf að vera duglegur að læra... fyrstu skil eftir páska er 18. apr, 2 verkefni viku seinna og fjórði pakkinn í byrjun maí.

Hlynur fór í páskafrí á föstudaginn... hann er búinn að koma með mér í þrjá tíma í háskólanum. Hann fer að verða kominn með setu í háskólanum sem samsvarar kannski einum þriggja eininga áfanga! Hehehe... það verður honum reyndar ekki til framdráttar... hvernig sem litið er á það.

Helga, Alex og Nína koma á fimmtudaginn. Það verður heljarinnar kaffi hjá Magga frænda í tilefni þess.

Við smáfjölskyldan fórum á Ruby Tuesday á sunnudaginn. Gerum það ALDREI AFTUR.
Hvað er málið með það að panta tvær nautasteikur, báðar medium rare og fá aðra rare og hina medium? Einhver combóhúmor í eldhúsinu?!? Þetta hefur kannski verið sérvalið vegna þess að það sést á Hlyni að það vantar í hana eina tönn. Þurrkað kjöt hefur einmitt verið notað á börn í gegnum aldirnar til þess að róa góminn þegar þau eru að taka tennur...

Hvað er málið með að fólk með svona sýnishornahunda fari með þá út um allt?!? Af hverju að eyða 100 þúsund í hund og geta svo ekki skilið þetta við sig? Hálf hallærislegt þegar það er verið að mæta með svona spott á veitingastað (ekki myndi maður mæta með köttinn sinn?) og geyma hann uppi á borði. Það er kannski venjan heima hjá fólki sem á svona hunda en þetta er bara klár dónaskapur við annað fólk sem er komið á veitingastaðinn. Svo ganga þeir kannski örna sinna uppi á borði í veskinu sem þeir eru í... smekklegt fyrir næstu borð...

Svo er eitt enn... nú þegar kosningar eru í nánd þá hreinlega verð ég að kommenta á þetta. Það hefur einmitt verið sérstaklega rætt um fylgi Samfylkingarinnar og hversu hátt það er þrátt fyrir að þau séu ekki enn farin að auglýsa flokkinn. Jæja... fyrsta auglýsingin kom í dag og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ekki það að ég væri að vonast eftir einhverju góðu eða búist við einhverju góðu... það skiptir ekki máli... heldur er ég mjög svekktur hversu ómálefnanleg auglýsingin er. Vissulega er talað um málefni eldri borgara en það fellur algjörlega í skuggann á útlistun á því hversu illa ríkisstjórnin hafi staðið sig og hversu illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig. Af hverju er ekki hægt að vera málefnanlegur og tala um flokkinn sem er verið að auglýsa; hverju hann hyggst berjast fyrir og hverju hann hefur komið í verk?!? Af hverju þarf alltaf að vera að nota svona auglýsingar til þess að drulla yfir aðra? Samfylkingin er nefnd ljóst og óljóst þrisvar sinnum í auglýsingunni á meðan Sjálfstæðisflokkurinn/ríkið er nefnt fjórum sinnum. Mér finnst þetta vera lágkúruleg auglýsing og til þess gerð að koma með undirbeltishögg. Að mínu mati er Samfylkingin byrjuð að sparka í þann sem er liggjandi og ég hefði síður vilja sjá það. Þetta er kannski stemningin í pólitíkinni hérna á Íslandi... draga upp sem mestan skít til þess að klína á hinn svo að manns eigin skítur líti ekki eins illa út þegar hann kemur upp á yfirborðið??? Þau byrjuðu þetta skítkast og nú er ég knúinn af öllum lífs og sálarkröftum að greina auglýsingarnar hjá þeim í rot.

Þú byrjaðir! Nei, þú byrjaðir!! Nei!, Þú byjaðir!!! ÞEGIÐU!!!
Þetta minnir mig á gullöldina í grunnskóla (og jafnvel leikskóla...)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Dúndurfréttir á Gauknum 

í gær voru mjög góðir. Ég var reyndar frekar ósáttur við hljóðblöndunina og það má lesa ýtarlegar um það hér ef áhugi er fyrir hendi.

Það styttist í Helgu, Alex og Nínu en þau koma eftir tæpa viku til landsins og verða hérna fram yfir páskana í gúte fíling-che.

Hlynur verður hjá okkur skötuhjúunum alla páskana í góðu yfirlæti og með engin læti...

Það er kreisí að gera í skólanum þessa vikuna...

Þóra og Nonni fara í próf í dag... tuff tuff...

Annars bara ekki neitt í bili...

Lag dagsins er The Rain Song með Led Zeppelin sem ég kann að spila... meira að segja allt...

Allir að mæta á Dúndurfréttir á Gauknum í kvöld!!! Koma Sóhh!!!

mánudagur, apríl 03, 2006

Ég hreinlega elska... 

náttúruverndarsinna og and-virkjunarsinna. Sérstaklega er ég að tala um þessa sem keyra bílum sem eru framleiddir í kringum 1980 og menga meira heldur 2 álver. Sérstaklega líka þessa sem taka bensín á fornbílana sína og passa sig á því að sulla bensíninu aðeins niður. Líka þessa sem keyra um á nagladekkjum líklegast vegna þess að þeir eru það skynsamir að vita að þegar ryðið á bílnum er orðið að 60% uppistöðu bílsins þá eru ekki miklar líkur á að þeir lifi það af ef þeir lenda í árekstri á 30 km/klst.

Ég er líka náttúruverndarsinni vegna þess að ef við förum ekki vel með jörðina okkar þá fara til dæmis gæði þeirra viða sem notaðir eru í gítarbúka versnandi og þar af leiðandi verða hljóðfærin verri! Ég er líka náttúruverndarsinni af því að ég vill ekki að það sé búið að úthluta öllum góðu lóðunum áður en ég fer að byggja! Ég er líka and-virkjunnarsinni vegna þess að ég er svo hræddur um að íslenska tungan og íslensk 'menning' líði undir lok af því að við getum ekki virkt þessi 2% íslensku þjóðarinnar til að vinna og við þurfum í sífellu að flytja inn erlent vinnuafl til þess að geta sinnt eyðslu- og þensluþörfinni okkar... Bara svona meðal annars...

Rokkarinn... true to his cause...

Got some of you fooled... 

didn't I?!?
HAHAHA... gott grín sem heppnaðist greinilega eitthvað. Karen er EKKI ólétt og þetta var með öllu aprílgabb ársins!
Mér þykir leiðinlegt ef einhver hefur orðið sár vegna þessa en ég skemmti mér vel :þ
Annars er allt gott. Fengum skemmtilega heimsókn um helgina, Nonni og Erla kíktu í mat til okkar og svo komu Leibbi Djass (betur þekktur sem Liebe De Ass), Hildur kærastan'ans og Ommi í heimsókn til okkar og við drukkum (þau eiginlega bara) rúmlega hálfa Tequila gold, 1/3 af bæði Gallianoflösku og Havana Club. Þannig að það var sullað í ýmsu...
Fyrst byrjuðum við á grænum, rauðum og bláum bjór (einfaldlega bjór með matarlit :) svo var sullað með Tequila gullið og það drukkið í skotum og í staðinn fyrir sítrónu og salt vorum við með appelsínusneiðar með kanil á! Inn á milli skota voru bragðlaukarnir svo hreinsaðir með Mojito (Mo-Hee-Toe). Karen kom með nýja útgáfu af Vanilla sky og svo var Galliano-HotShot tekið í restina áður en við fórum út. Karen drakk auðvitað mest af því að hún var að drekka fyrir tvo :þ HAHAHAHA

Ógisle-a gaman... maniggi neitt!

laugardagur, apríl 01, 2006

Sejetturinn!!! 

Ég fattaði ekkert hvaða dagur er í dag. Hefði ég vitað það þá hefði ég geymt þessar fréttir með krílið til morgundagsins... þið verðið að afsaka.
Þið getið skoðað myndina hérna: http://www.hi.is/~ooa/myndir/sonar.JPG

Hafið það gott í dag!

Voðalega er ég feginn... 

að rifnar gallabuxur eru ennþá 'leyfilegar'...

Ég þykist nú vita hver það er sem hefur verið að skrifa 'Inni' og 'Úti' dálkana í ákveðnu blaði... Skagamanneskja þar á ferð... en allaveganna... þegar rifnar gallabuxur eru úti þá eru lopapeysur inni... og það kannski um hásumar. Ég hef nú reyndar reifað þessar hugmyndir mínar um hvað það er erfitt að vera fórnarlamb tískunnar áður.
En yfir í aðra sálma... þá er ég voðalega feginn að það er þurrt. Fátt sem ég þoli eins illa og rigning og flugur. Það er reyndar kombineisjon sem fer sjaldan saman, en hænur eru byrjaðar að fljúga... og það er kannski merki um að kjúklingar séu nýju rotturnar... farnar að fljúga á milli landa (næsta skref) til þess að dreifa H5N1 afbrigði flugrottuflensunni.
ég er líka voðalega feginn að allt lítur vel út í 8 vikna skoðuninni sem við skötuhjúin fórum í í gær! Leyndóið revealed!!! Gott 'bít' í hjartslættinum og öll lífsmerki góð. Við sáum litla putta sem líta afbragðs vel út og verða eflaust efni í gítarleikar :)
Við erum búin að ákveða að kíkja ekki í pakkann þó svo að það sé ótrúlega spennandi... en maður verður bara að bíða í 7 mánuði í viðbót. Skv. áætlun er von á glaðningi þann 29. október þannig að þetta er loksins orðið raunverulega.
Ég ætla að smella mynd af sónarmyndinni og skella inn í dag og það getur verið gestaþraut að spotta fingurna.
Meira í dag.
Lag dagsins er Baby what a big surprise með Chicago... snilldarband!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?