<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 31, 2006

Skrópari og ótýndi glæpamaðurinn!!! 

Ég skrópaði aldrei þessu vant á Dúndurfréttir í gærkvöldi... maður hálfskammast sín bara fyrir það! Málið er bara að vinnan er að ganga frá mér dauðum og þetta er í fyrsta skipti sem ég skrópa á eitthvað sökum þreytu. Róbottinn fraus svo geðveikt í gær að ég þurfi fyrst að henda rúmlega 9 tonnum af steypubandinu sem staflaðist upp allt í kringum þar sem ég stóð og svo raðaði ég upp rúmlega 7 tonnum einn í jafnmargar stæður þegar loksins var búið að stoppa steypuna. Í hverri stæðu eru 44 hleyfar sem hver er á bilinu 23-25 kíló! Þannig að ég byrjaði á því að henda u.þ.b. 400 hleyfum af steypubandinu sem er í rúmlega mittishæð og þurfti svo að stafla rúmlega 300 upp aftur... GAMAN!!! Ég var svo búinn í höndunum, öxlunum og bakinu eftir þetta ævintýri að ég náði varla að lyfta sígarettunni upp að munninum eftirá!
Í dag er ég með nettar harðsperrur og á leið í VINNU DAUÐANS!

Pétur, Einar, Matti, Ingi og Óli... ég kem bókað næst (reyndar ekki í kvöld af því að ég er að fara á næturvakt... en þarnæst þá!)

Ég fór svo upp á póstmiðstöð fyrir ofan Ártúnsbrekkuna í dag til þess að sækja pakka að utan og þegar ég kom inn í afgreiðsluna beið ein kona eftir pakkanum sínum. Málið hjá henni var að það var ekki reikningur inní pakkanum þannig að tollurinn þurfti að fá staðfestingu á verðmæti pakkans á einn eða annan hátt svo það væri hægt að rukka hana um toll og vask. Þessi kona hefur verið svona í kringum fertugt og var að fá hannyrða-/prjónadót sent frá Svíþjóð þar sem hún hafði verið fyrir nokkrum dögum. Hún fór inn á heimabankann sinn í tölvunni hjá þeim til þess að prenta út fyrir þau yfirlit af kreditkortinu til þess að sýna fram á hvað þetta kostaði en þá áttaði hún sig á því að hún hafði borgað þetta með reiðufé þegar hún var úti. Það sem hún var að fá sent var ekki til þegar hún var stödd úti þannig að hún borgaði það bara og þau sem áttu búðina voru svo elskuleg að senda þetta til hennar til Íslands um leið og þetta kom aftur í búðina... sem þau hefðu kannski betur getað sleppt?!?
Þegar konan var búin að útskýra fyrir afgreiðsludömunni að hún hefði borgað þetta með cash úti og mundi ekki nákvæma tölu sem hún borgaði fyrir þá kom einn toll-gaurinn fram og bað hana um að koma með sér 'innfyrir'. Toll-gaurinn var klæddur í svarta flíspeysu og merktur í bak og fyrir Tollur, Tollstjóri og ég veit ekki hvað (alveg eins og löggurnar), í samskonar svartar buxur með hliðarvösum eins og löggan er líka í og svo til að toppa þetta allt þá var hann með 'utility-belt'!!! AF ÞVÍ AÐ MAÐUR ÞARF AÐ VERA MEÐ MACE ÞEGAR MAÐUR ER AÐ VINNA INNI Á SKRIFSTOFU TOLLSINS UPPÁ STÓRHÖFÐA!!! Hún var dregin innfyrir og spurð spjörunum úr út í það sem hún var að fá og þessi pakki var álíka stór og 4 DVD myndir!!! HVAÐ ER Í GANGI?!? Það var bara farið með hana eins og ótýndan glæpamann af því að hún var ekki með það á hreinu hvað hún hafði borgað fyrir þetta!!! En þetta eru náttúrulega hættulegustu glæpamennirnir... konur um fertugt sem gætu þessvegna verið heimavinnandi og stunda prjónaskap og hannyrðar!!! Ég er nú bara hissa að tollarinn hafi ekki bara spreyjað mace framan í hana fyrir þessa óvirðingu við yfirvöld hérna á Íslandi!!!

Hún var búin að borga þetta og þetta var ekki til þegar hún var úti... hún hefði ekki verið rukkuð um krónu hefði hún komið með þetta tilbaka með sér... þannig að hún er að reyna að flytja hannyrðadót inn ólöglega og þar með grimmilega að brjóta lög...

SÁ SEM SYNDLAUS ER KASTI FYRSTA STEININUM SEGI ÉG NÚ BARA!!!

En ég er alveg búinn að sjá hvernig þetta virkar núna... þeir sem komast ekki inn í lögguna fara í öryggisþjónustupakkann og þeir sem komast ekki í það (1 af milljörðum) fara í tollinn... þetta er eitthvað svona 'júniform-fettish' hjá þessum bjánum.

En allaveganna... lög dagsins eru öll lög Pink Floyd, Zeppelin, Purple og Heep sem Dúndurfréttir tóku í gær og taka í kvöld. Endilega að skella sér á góða tónleika í kvöld... ég veit að Nonni ætlar að mæta með Mikhá.

Lifi rokkið!!!

sunnudagur, maí 28, 2006

Knock, knock... 

-who's there?
Go-an...
-Go-an who?
Go and f*?k yourself!

Knock, knock...
-Who's there?
Smee...
-Smee who?
It'smeagain go and f?*k yourself!!!

Svona hljómaði brandarinn sem sigraði í bandarískri útvarpsbrandarakeppni einu sinni... Góður!

Frábær helgi!
Við Tobbi spiluðum uppá Skaga á Kaffi Mörk í gær. Það var ótrúlega gaman en svolítið erfitt af því að við vorum að spila svolítið langt frá dansgólfinu... það reddaðist samt og skapaðist bara góð stemning. Endilega láta Jóa og Siggu vita ef þið viljið fá okkur aftur uppá Skaga og Villa með... við hreinlega elskum að spila uppá Skaga. Tobbi hafði einmitt orð á því að Akranes væri flottur og skemmtilegur bær... sem er alveg rétt. Sérstaklega þegar Nó-Pí (eða Ó-Pí eins og við vorum í gær) eru að spila á Mörkinni. Það er alltaf gaman að spila fyrir fólk sem maður þekkir og þar af leiðandi er nauðsynlegt að kíkja á okkur á Café Victor næsta föstudag þar sem það er seinasta skipti sem við spilum þar allaveganna næstu 3 vikurnar.

Ég hitti Eddie á fimmtudaginn þegar ég kíkti við á Mörkina. Eddie er breti sem ég er búinn að þekkja lengi og hef ekki séð lengi. Við vorum oft að djamma saman á H-barnum í gamla daga. Frábær gaur... alveg gull af manni... svo þegar kvöldinu var lokið í gær þá hitti ég hann og hann var allur alblóðugur og skorinn í framan. Þá hafði einhver gutti smallað öskubakka á andlitinu á honum!!! Djöfulsins hyski!!! Eddie var allur skorinn í kringum annað augað og mátti ekki muna miklu að það hefði farið illa! En það besta við þessa sögu var að stráknum var kastað út og Eddie fór bara út á eftir honum og kýldi gaurinn beint í andlitið. Eitt högg og gaurinn steinlá. Hann lá víst í smá stund... stóð svo upp... vissi ekki neitt og hljóp svo bara eitthvað í burtu. Búið... útrætt. HAHAHA... fyndið... sense-laust ofbeldi er algjör hálfvitaskapur og sérstaklega þegar fólk þarf að grípa til nálægra hluta eins og bjórglass, öskubakka eða einhvers annars bara til þess að valda sem mestum skaða... sumt fólk hugsar bara ekki neitt! Ofbeldi er náttúrulega bara drasl...

En það var geðveikt gaman þessa helgi... það gekk vel að spila á Café Victor og það skapaðist bara góð stemning. Það voru nokkrir danir þarna og við speluðum Rollo og King fyrir þau... þau voru mjög ánægð. Við Tobbi skrölluðum svo aðeins áfram... en bara aðeins...

Við skelltum okkur svo uppá Skaga á laugardaginn... rótuðum... borðuðum... ég fór í pottinn með bjór og Dooley's... algjör snilld.

Annars bara gott... er að fara að vinna á morgun... hinn og hinn og hinn... svo er ég kominn í frí á föstudagsmorgun. Þá er tiltekt í sameigninni... svo verður brjáluð stemning á Café Victor þar sem Nó-Pí skemmtir fram á rauða nótt!!!

Koma ssssvohhhh!!!
Lifi rokkið!

föstudagur, maí 26, 2006

Ótrúlega gaman! 

Við kærustuparið og Nonni frændi skelltum okkur á Pétur, Matta og Einar á Café Victor í gærkvöldi. Þröstur 3000 sendi mér sms um að mæta í góða skapinu og ég lofaði honum að ég myndi mæta ber að neðan og biðja alltaf um sama óskalagið aftur og aftur og aftur... sem ég gerði ekki. Hann reyndar krafðist þess að ég skellti mér úr að neðan þegar aðeins var liðið á kvöldið... sem ég gerði ekki :þ

Hommatríóið kölluðu þeir sig og spiluðu helling af lögum sem ég hef ekki heyrt síðan ég var á pre-gelgjunni... 18 and life með Skid Row stóð algjörlega uppúr og ég flaug til baka í herbergið mitt uppi á Reynigrundinni þar sem ég lá uppí hvíta rúminu mínu með svampdýnunni og hlustaði á Skid Row af kasettu. Sejétturinn... ég man nákvæmlega eftir þessu... kasettan var meira að segja glær með hvítum stöfum!
En það var geðveikt gaman í gær og ótrúlega skemmtilegt að sjá og heyra í svona færum tónlistarmönnum. Það er til dæmis geðveikur munur þegar þeir þríradda og spila allir undir... ótrúlega kúl. Einar er mjög góð viðbót við Pétur og Matta þó svo að ég viti ekki hvort að þetta verði svona alltaf í framtíðinni hjá þeim. Það væri gaman.

Dúndurfréttir eru að fara að spila á þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. í næstu viku! Ég hélt að ég væri að fara á næturvaktir en verð á dagvöktum þannig að ég kemst á tónleikanna þeirra! Skemmtilegt þegar maður fattar eitthvað svoleiðis!

Annars er bara skemmtileg helgi framundan... við Villi og Tobbi erum að spila í kvöld á Café Victor og við vonumst til þess að flestir mæti... af því að það er fátt skemmtilegra en að spila góða mússík og sjá andlit í salnum sem maður þekkir.

Við verðum svo á Kaffi Mörk á Akranesi á morgun, laugardag, en það er reyndar óvíst hvort að Villi komist það kvöld.

Annars er ég bara í góðum gír...
Lag dagsins er 'Fly to the angels' með 'Slaughter'!
Ég meina... hversu eitís er þetta?!?

miðvikudagur, maí 24, 2006

Mikið að gera! Allt að gerast!!! 

Við í Nó-Pí sjáum fram á 'bissí' helgi. Við erum að fara að spila á Café Victor á föstudagskvöldið eins og venjulega... og í geðveikum fílíng!!! Svo á laugardaginn erum við að fara að spila á Café Mörk uppá Akranesi. Það er kosningakvöld og reiknað með brjálaðri stemningu! Skv. Jóa á Mörkinni er búist við rúmlega 100 manns þannig að það er um að gera að mæta snemma til að ná sætum... ÞÓ SVO AÐ VIÐ ÆTLUMST AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI TIL ÞESS AÐ FÓLK SITJI Á RASSGATINU Á MEÐAN VIÐ ERUM AÐ SPILA!!! KOMAH SVOHHH... TJÚTTA AF SÉR REEEEESGEITIÐ!!!

Stemning!

Lag dagsins er My delusions með Ampop... (af því að það er á ákkúrat núna... ég er semsagt nývaknaður eftir næturvakt...)

þriðjudagur, maí 23, 2006

Hálf feginn en þreyttur... 

á þessu veðri... ég er hálf feginn vegna þess að nú drepast margar þær flugur sem komnar voru á kreik... eins og randafuglinn sem reyndi að komast inn til okkar um daginn... hann sveiflaði vængjunum hægt eins og ufsagrýla (e. gargoil) og sagði: Hleyptu mér inn! Hann togaði í hurðina á móti mér og þegar ég gaf mig ekki þá flaug hann með búkinn utan í húsið hjá okkur nokkrum sinnum þannig að allt skók og hristist! Randafuglinn hefur verið svona tæpir þrír metrar á hæð og rúmlega meter um mittið... hann var frekar illur á svipinn og mér sýndist hann vera með stórt ör yfir andlitið.
Ég hræðist randafugla.

eftir vinnuna... ég er hálf feginn að eiga bara tvær vaktir eftir í frí því að það munaði mjög litlu að það hefði orðið alvarlegt slys á fólki í gær. Ég er búinn að slasast tvisvar á 5 vöktum og ef að það er fyrirboði þess sem koma skal í sumar þá er ég hræddur við að fara í vinnuna. Það er ótrúlega lélegur aðbúnaður hjá okkur þarna og manni er bara ekkert sama... það er búið að vera mikið um óhöpp og slys og seinast í fyrradag tvíhandarbrotnaði einn sem er að vinna í steypuskálanum... á sama stað og ég.

Annars er ég búinn að vera geðveikt þreyttur... er búin með seinasta verkefnið í háskólanum og kominn í frí... það tekur alltaf á svona á seinasta sprettinum. Ég svaf frá 10 til 12... 10 í gærkvöldi til hádegis... 14 tímar... reyndar vaknaði þegar Karen fór í vinnuna í morgun, sprændi og fékk mér eina sígó... skreið svo upp í rúm aftur.

Lag dagsins er sleepy time með Celestial seasons

sunnudagur, maí 21, 2006

Til hamingju Finnland... 

Þetta reyndar afsannaði algjörlega kenninguna um austantjaldspakkann í Júgravisjóninni. Manni finnst þetta bara svo heimskulegt af því að þulurinn Sigmar var alveg með það á hreinu hvert atkvæðin myndu fara hjá mörgum landanna. Þetta er bara orðið þannig að það eru svo margir innflytjendur í mörgum löndum að þeir eru farnir að stjórna útkomu atkvæðagreiðslunni. Það eru engin stórvísindi á bakvið þetta því að innflytjendur í nýju landi kjósa auðvitað sitt heimaland þannig að þetta er ekki einu sinni greiðastarfsemi eins og milli Grikklands og Kýpur. Annars má lesa hér ágætis útlistun á þessu... þeir reyndar skutu á að Bosnía myndi lenda í 1 sæti en lenti í því þriðja... Rússarnir í öðru og Finnarnir rústuðu þessu. Ég er mjög ánægður með að finnar hafi unnið. Mér fannst þetta langflottast hjá þeim af því að þeir voru eins ekta og þeir eru (búnir að vera þessir gaurar í nokkur ár) og auk þess voru þeir ekki að reyna að kaupa atkvæði með nærbuxnasýningu.
Náðuð þið að telja allar nærbuxurnar sem sáust? Sáu þið pissublettinn í einum næronum? Ég segi ekki í hvaða atriði það var en það var í nærbuxum númer 62 sem sáust í keppninni. Nú er bara um að gera að skella sér inn á vef Rúv og horfa á keppnina aftur og skella svo réttu svari í kommentin hér að neðan. Það eru vegleg verðlaun fyrir þann einstakling sem getur upp á réttum nærum og hversu margar þær voru í keppninni sem sáust.

En aftur að finnum... það er því ljóst að það er hægt að koma á óvart og heilla... en það er líka hægt að kúka upp á bak og lykta (nefnum engin lönd)...

Það eru nú uppi einhverjar hugmyndir um að breyta atkvæðagreiðslunni en við höfum að öllum líkindum engar áhyggjur af því vegna þess að við tökum ekki aftur þátt í bráð. Skv. fréttatilkynningu frá Páli Magnússyni hefur verið ákveðið að Ísland hætti þátttöku sinni í Eurovision þangað til að það verður búið að breyta reglunum um atkvæðagreiðsluna og ákveðin reynsla komin á það fyrirkomulag.

Það er ágætt... þá getum við safnað upp pening til þess að eyða í enn eitt floppið.
100 millur brenna fallega þegar það sést í nærbuxur... Við ættum kannski að ganga alla leið næst þegar við tökum þátt og vera bara með naktan kvenmann á sviðinu... og kannski smá klám í bakgrunninum... bara til þess að vera ekkert að ýja að þessu... sýna þetta bara í sinni réttri mynd!

PornoVision!!!

Til hamingju aftur finnar fjær og nær...
Lag dagsins er Hard rock Hallelujah með finnska skrímslarokkbandinu Lordi

fimmtudagur, maí 18, 2006

Golden shower?!? 

Guði sé lof... HANN hefur örugglega greitt atkvæði sjálfur gegn Sífyllis Gnótt! Kæmi mér ekki á óvart... en nú getur hún loksins drepið þennan þreytta karakter. R.I.P.
Hefði hún haldið kúlinu og verið eins og hún var fyrstu dagana úti þá hefði hún rúllað þessu upp en hún er svo brengluð að hún skeit bara svo langt uppá bak að það voru allir farnir að finna skítalyktina... þá fær maður ekki vót.

Það er kannski ágætt að þetta er búið því að við myndum aldrei geta haldið þessa keppni hérlendis fyrir fimmaura... ja, ekki nema að við myndum klippa á alla þjónustu við eldriborgara og fólk með börn á leikskólaaldri, eins og yndislega kærastan mín orðaði það svo vel.

Ég skil samt ekki af hverju við erum að henda öllum þessum peningum á hverju ári í eitthvað svona drasl... og sérstaklega núna... í staðinn fyrir að nota þessa peninga í eitthvað uppbyggilegt eins og að styðja við bakið á foreldrum langveikra barna. Það er einn þarfasti málstaðurinn sem við erum ekki að styðja og það er bara synd og skömm að því að við getum ekki einu sinni hugsað um okkur sjálf. VIÐ ERUM EKKI NEMA 300.000!!!

Mér fannst það helvíti gott hjá konunni í fréttunum áðan sem benti á það að það ætti að gefa þessa peninga munaðarlausum börnum. Það er bara rétt hjá henni. Við hentum þessum peningum bara út um gluggann og ekki nóg með það þá kveiktum við í þeim í leiðinni.

Af hverju setjum við ekki bara í gang Skandi-visjon? Mér finnst þetta bara heimskulegt að við séum að reyna að keppast við austantjaldslöndin því að við erum ekki búnir að gefa þeim neinar milljónir og sendiherra og eitthvað svona stjórnmálakjaftæði til þess að kaup atkvæðin þeirra...

Skandi-visjon yrði bara þannig að löndin í Skandinavíu senda frá sér svona 2 lög og við höldum bara keppni okkar á milli... í staðin fyrir að eyða fleiri fleiri milljónum í að senda eitthvað svona drasl. Hálf hallærislegt að mylja líka svona undir Þorvald Bjarna því að þetta gerðist líka í fyrra... KOMAH SVOHH!!! LÆRA AF REYNSLUNNI!!!

Skandi-visjon myndi líka gefa fleiri lagahöfundum möguleika á að taka þátt auk þess að erfiðara væri að kaupa atkvæðin á milli svona fárra landa.

EÐA BARA SLEPPA ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT Í EINHVERJU SVONA. SEM ER FÍN LAUSN!!!

Lag dagsins er Hard rock Halló Júlía með Lorti... Gúdd lökk Finngálkn.

SEJETTURINN!!! 

Alveg netlaus hérna í ruglinu... vil bara minna ykkur á okkur Tobba á Café Victor annað kvöld. Villi verður fjarri gamni í alvöru lífsins... en hann er að vinna í járnblendiverksmiðjunni að Grundartanga.

Við Tobbi, 2/3 Nó-Pí verðum samt með brjálaða júgróvisjónstemningu annað kvöld frá 11-01. Á prógramminu verða öll lög Júróvisjónkeppninnar frá upphafi... og líka undankeppnislögin. Þetta verður stíft prógramm en við lofum góðri skemmtun!

Frítt inn og 5 Callar á 1700 kejéllíngar!!! Vertu þar eða vertu ferhyrnd/ur!

mánudagur, maí 15, 2006

Geggjað stuð!!! 

Það var ótrúlega gaman á föstudaginn seinasta á Café Victor. Við í Nó-Pí munum spila þar eitthvað fram í byrjun júní til að byrja með... alltaf á sama tíma á föstudagskvöldum... frá 11-01. Taka hausa úr rassa og mæta!

En núna þegar kosningar eru á næstu grösum... ætli ExBjÉ verði með rassa-klóri-námskeið fyrir eða eftir kosningar?

og ætli ExDjÉ verði með keyra-fullur-á-ljósastaur-námskeið fyrir eða eftir kosningar?

Þetta er nýjung finnst mér... að koma með einhverjar svona póstmódernískar pælingar inn í kosningarloforðin. Ef þið kjósið okkur þá verður það í lagi að klóra sér í rassinum og þefa af því meðan maður keyrir fullur á ljósastaur!

Nú vantar okkur bara M-flokkinn... þá getum við kosið skipulega á þing, borgarstjórn, bæjarstjórn og hvað sem er... X-BDSM!

fimmtudagur, maí 11, 2006

Nó-Pí á Café Victor á morgun fös!!! 

KOMAH SVOH!!! Við félagarnir í Nó-Pí: ég, Villi Magg og Tobbi verðum á Café Victor frá klukkan 11-01 annað kvöld... orðnir fastir liðir má segja :)
Komah svoh og skemmta sér, öðrum og okkur... skyldumæting!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Skemmdarvargar og léleg þjónusta! 

Til hamingju með afmælið HELGA SYSTIR

Mér varð hugsað til ákveðins ungs manns áðan þegar ég rétt gluggaði í Fréttablaðið:
„Lögreglufréttir - Akranes
Tveir ungir drengir skemmdu tíu bíla á leið sinni heim úr skóla á Akranesi á dögunum. Þeim datt í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá. Lögreglan hefur fengið tilkynningar um tíu bíla sem drengirnir skemmdu á heimleiðinni.“

Þegar Atli bróðir var bara ponni (5 eða 6 ára) þá tóku þeir sig til þrír saman og settu sand í bensíntankinn á mjólkurbílnum sem lagt var fyrir neðan húsið hjá okkur. Ástæðan fyrir því var sú að líklega hafa þeir tekið það inn á sig þegar nágrannar hafa í hálfum hljóðum kvartað yfir veru bílsins þarna þar sem hann væri fyrir því útsýni sem var í boði. Það er ótrúlegt hvað krakkarnir eru næmir fyrir því sem fullorðna fólkið segir. Sem betur fer voru þeir flokkaðir sem óvitar og var þetta því tryggingamál.
En það er aldrei rétt að skemma eignir og sérstaklega eignir annarra... því ætla ég að vona að þessi óprúttnu náungar sem rispuðu bílana á leiðinni heim úr skólanum hafi bara verið óvitar...

Samt er ótrúlega skemmtilegt að hugsa til þess að ég hef haft í hótunum að „lykla“ þá bíla sem lagt er í stæði fyrir fatlaða og það er því mjög meðvituð ákvörðun hjá mér. Það er nú lítið meira en árin sem myndu skilja okkur óvitana að ef ég tæki upp á því að 'púlla sama stönt' og ég gæti að öllum líkindum ekki borið fyrir mig að ég væri bara óviti... eða haldinn stundarbrjálæði (held að það gangi ekki hérna á Íslandi). Þannig að ég yrði gerður ábyrgur fyrir aðgerðum mínum.

Sem minnir mig á það að í gær þegar ég beið fyrir utan 10-11 eftir Karen þá kom þar maður sem var að tala í símann á meðan hann keyrði... á jeppa-pall-bíl og lagði í fatlaða stæðið. Ég sendi honum illt auga og hefði hann komið út úr bílnum áður en Karen kom þá hefði ég hent því í andlitið á honum að það væri ákveðin fötlun að eiga svona jeppa-pall-bíl.

Guð hvað þetta fer í pirrurnar á mér!!! Mér finnst alveg merkilegt að fólk skuli leggja í stæði fyrir fatlaða þegar það eru 5 næstu stæði við hliðina laus!!!

Óviti... stundarbrjálæði... eða hreinn og klár ásetningur... hugsið ykkur tvisvar um þegar þið leggið í bláu stæðin.

HAHAHA... ég var svo bitur að ég kláraði ekki póstinn sem ég ætlaði að gera... Publishaði honum... en ákvað að bæta þessu við... í tilefni biturleikans.

Ég bíð núna spenntur eins og grjón eftir Thundercats, Season 1, Vol. 1 og 2 á DVD sem ég fjárfesti í um daginn. Það er alveg með eindæmum með þessa póst- og tollaþjónustu hérna hvað hún er slök! Ég er búinn að bíða núna í 13 virka daga (16 daga samtals) og ekker bólar á þessu... á Póstinum segja þau að smápakki frá USA taki í mesta lagi 12 virka daga. ÞAU VERÐA KANNSKI ÖLL Á PÓSTINUM BÚIN AÐ HORFA Á SEASON 1 AF THUNDERCATS ÞEGAR ÉG FÆ ÞETTA LOKSINS Í HENDURNAR?!?

Ég fékk senda lampa í magnarann minn að utan um daginn. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað að fyrir 2 sett af lömpum (samtals 6 formagnaralampa og 8 útgangslampa) þá kostaði sú sending $10 frá Washington. Ekki málið... ég tók helminginn úr og sendi hinn helminginn alla leið til Egilsstaða. Sem er ekki frásögu færandi nema að pakkinn er nú helmingi léttari heldur en hann var og það kostaði rúmlega 700 krónur að senda þetta kríli til Egilsstaða. JAFN MIKIÐ OG ÞAÐ KOSTAÐI AÐ SENDA ÞAÐ FRÁ WASHINGTON Í BANDARÍKJUNUM!!!!!!!!!!!!

Guðminnfrigginkristur! EKKI NÓG MEÐ ÞAÐ HELDUR TÓK ÞAÐ JAFN LANGAN TÍMA AÐ SENDA ÞENNAN SMÁPAKKA FRÁ REYKJAVÍK TIL EGILSSTAÐA EINS OG ÞAÐ TÓK HANN AÐ FERÐAST FRÁ WASHINGTON D-FO*?ING-C Í BANDARÍKJUNUM TIL ÍSLANDS!!!

ÞETTA KALLAR MAÐUR ÞJÓNUSTU!!!

þriðjudagur, maí 09, 2006

Róbottinn Hróbjartur og himnasæla! 

Alveg merkilegt... var í fyrrinótt að vinna á 'róbottnum'. Karen heldur að róbottinn sé svona:


þegar hann er í rauninni svona:


En það er bara gaman að láta sig dreyma...
Það var ótrúlega flott að sjá í morgun þegar allt var að fara í fokk á steypulínunni að nýji róbottinn tók hleifana (5 í einu) og ætlaði að raða þeim í stæðuna en fattaði að það var ekki allt með felldu þannig að hann fór með hleifana til baka og út fyrir steypulínuna og lét þá detta! Klikkað gaman hvað það er hægt að forrita allt í rot! Þetta minnti mig á tæki sem ég og Hlynur fórum í í Legolandi en svona er lýsingin á því:
„The Power Builder robot is the one of the hottest activities in LEGOLAND!

You program exactly the ride you want, and Power Builder takes you up, down and around in all kinds of crazy ways. You are the builder, and you decide, if you want your ride to be wild, wilder or wildest!

This is one cool experience - if you dare!“

Það var heví kúl... settumst í svona arm á róbot sem snéri okkur í hringi, henti okkur til og frá og ég veit ekki hvað!!!


Must try ef þið farið einhvern tíman í Legoland.

Eníhú... ég skellti mér í Arómaþerapí-nudd hjá Heilsudrekanum áðan og ómægad hvað það var frábært. Axlirnar, bakið og hálsinn á mér eru í klessu eftir brjálaða verkefnavinnu undanfarið og að ég er byrjaður að vinna aftur. Karen gaf mér þetta nudd í útskriftargjöf og ég ákvað að skella mér núna. Ég sé skvo alls ekki eftir því.
Það byrjaði á því að ég kom inn til þeirra í Skeifuna 3 og þá tekur á móti mér kínversk afgreiðsludama sem er hærri en ég! Hún hefur verið svona 185 cm! Ótrúlega sérstakt af því að maður reiknar alltaf með því að kínverjar séu smágerð og fíngerð. Allaveganna... hún vísar mér inn í herbergi og spyr mig hvar mér sé helst illt. Ég segi henni það og klæði mig svo úr fötunum (ekki öllum) og leggst á nuddbekkinn. Ég vippa teppinu upp að mitti og sný niður, með andlitið í 'pissuskálinni' á nuddbekknum. Eftir örskamma stund kemur kona sem ég sá aldrei greinilega ásamt afgreiðsludömunni og hún spyr mig á kínversku hvar ég vilji láta nudda mig... Það verður fátt um svör frá mér en þær tala eitthvað saman á meðan ég reyni að leiðbeina þeim með aðra höndina fyrir aftan bak hvar ég vilji láta nudda mig. Ég pota í mitt bakið á mér og svo alveg upp á hnakka og hún setur hendurnar sínar á þetta svæði til þess að láta mig staðfesta... það er eitthvað fliss í gangi og eitthvað svona og ég tek bara þátt í því. Svo lokar afgreiðsludaman hurðinni og nuddkonan sest á koll við hausinn á mér. Svo byrjar hún að nudda mig og þetta var ótrúlega vont til að byrja með. Svo varð þetta bara algjör himnasæla. Undir restina fékk ég það á tilfinninguna að henni væri ótrúlega annt um mig eins og hvernig hún bar sig að. Ekki misskilja mig... það var ekkert svoleiðis heldur ótrúleg fagmennska í gangi. Hún er greinilega með vöðva-anatómíuna á hreinu og nuddaði hvern einasta vöðva í hálsinum upp að höfuðkúpu. Vont en gott! Svona gott-vont. Það kom mér verulega á óvart hversu fær hún var að nudda og það er alveg bókað að ég fari þangað aftur ef að vöðvabólgan lagast ekki. Hún beitti líka einhverri agi-puncture tækni á mig og það var ótrúlega sérstök tilfinning og svo áður en hún hætti þá ýtti hún á alla hauskúpuna á mér og endaði svo á því að klóra mér í hársverðinum. Þetta var alveg geðveikt!
Þegar það voru svona 10 mínútur eftir þá bað hún mig um að snúa mér við. Það var frekar dimmt þarna inni... einn rauður gegnsær lampi sem lýsti voðalega lítið. Þegar ég er svo að snúa mér á bakið þá sat hún á kollinum höfuðmegin við nuddbekkinn og snéri andlitinu niður og til vinstri. Ég fékk svona á tilfinninguna eins og stemningin væri þannig þarna að þær ættu að spila sigg inn í þetta 'undirgefna' hlutverk sem kínverskum og asískum konum er svo gjarnan eignað. Það er ótrúlegt hvað samspil menningar þeirra og fordóma annarra hafa persónugert asísku 'konuna' sem undirgefna og þögula. Þetta kom mér svolítið á óvart...
Ég skellti mér svo í fötin og fór fram. Þegar ég kom fram þá beið afgreiðsludaman við borðið og sagði að ég væri mjög stífur í bakinu. Ég játti því þó svo að ég hefði ekkert gefið henni frekari útskýringu. Hún bauð mér te sem bragðaðist eins og... eins og... æji, hef ekki hugmynd... og sagði að það væri mjög gott að fá sér te þegar maður væri búinn í nuddi. Það opnaði fyrir 'flæðið' í líkamanum. Svo skellti hún á borðið olíu sem væri mjög gott að nudda sig sjálfan með sem ég keypti næstum því umhugsunarlaust. Hún tók það reyndar fram að það væri aukaafsláttur þegar maður væri með gjafabréf... og það var nóg. Mér líður öllum betur... ég er miklu slakari og lausari eftir þessa reynslu. Hvet ykkur til að prófa þetta... alveg geggjað.
Það er ótrúlega gaman þegar maður er að versla sér einhverja svona þjónustu og hún er ótrúlega til fyrirmyndar og 'pro'. Mæli hiklaust með Heilsudrekanum.

Lag dagsins er China girl með David Bowie.

sunnudagur, maí 07, 2006

Nó-Pí, bitra hjólhýsahyski og litli vísir! 

Við í Nó-Pí spiluðum á Café Victor á föstudaginn og það gekk vel... það voru reyndar ótrúlega fáir... fámennt en góðmennt. En Við eigum að spila næsta föstudag, 12. maí líka þannig að þetta er alveg stemning. Mæta bara næsta föstudag og skemmta okkur og ykkur vel :)

Byrjaði semsagt að vinna á föstudaginn og var kominn heim eftir hálfa vakt. Þegar fiskikarið skall á lærinu á mér fékk ég sting í mjöðmina og hægri rasskinnin dofnaði aðeins... svolítið skrýtið að vera með svona dofna rasskinn... gaman...
En allaveganna... þá er skemmst frá því að segja að lyftarinn sem var notaður í spellvirkið var auðvitað Linde lyftari! Það fáránlegasta við þetta allt saman er að álverði var með nokkra svona lyftara í láni fyrir nokkrum árum en skiluðu þeim öllum eftir að vélvirki lést næstum því eftir að hafa orðið á milli lóðsins (sem er rassinn á lyftaranum, það er lóð til þess að hægt sé að lyfta hlutum að framan...) og járnborðs. Hann fór mjög illa út úr því slysi sá og var frá vinnu í hálft ár minnir mig. Það sem bjargaði honum var að hann var 'vænn' eins og Tommi Rúnar myndi orða það... en að vera vænn er að vera sæmilega vel í holdum.
Svona líta svona drasllyftarar út:


Ástæðan fyrir því að þeir eru svona hættulegir er að fótstigin í þeim eru ekki eins og í venjulegum bílum. Það eru þrír pedalar í gólfinu... til vinstri er AFTURÁBAK, í miðjunni er BREMSA og til hægri er ÁFRAM!


Þetta er bara heimskulegra en allt... vegna þess að þetta er ólíkt öllu öðru sem maður hefur kynnst og þar að auki ef maður er að keyra áfram eða afturábak og sleppir inngjöfinni þá neglir hann bara niður! Þannig að ef þú ert með eitthvað á göfflunum og ert að keyra áfram þá flýgur allt framan af göfflunum. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ SPARA!!! ÞVÍ AÐ MANNSLÍF ERU GREINILEGA ÓDÝR HJÁ ÁLVERINU ÞAR SEM EKKI VAR VERIÐ AÐ HUGSA FYRIR SLYSAHÆTTUNNI ÞEGAR FJÁRFEST VAR Í SVONA DRASLI!!!

Allaveganna... nú er ég í car-pool-i af því að ég fer í vinnuna úr bænum. Ég fór á föstudagsmorguninn út í kerskála til þess að reyna að tala við einhvern í car-poolinu og láta vita að ég myndi hérmeð fljóta með. Hitti þar á einhvern gaur og sagði að það yrði að taka rúnt eftir mér niður í bæ... hann sagði bara nei. Ætlaði greinilega að reyna að vera eitthvað fyndinn af því að hann er sá seinasti sem er tekinn uppí og sá fyrsti sem fer úr... Með draslhúmor og leiðindi. Allaveganna... ég er sóttur hingað heim í gærmorgun klukkan 6:20... GAMAN!!! Helmingurinn af vaktinni er ekki vaknaður þegar ég legg af stað í vinnuna... en ég svaf alla leiðina bara... skemmtilegur ferðafélagi :)
Svo þegar við erum að fara til baka þá kem ég út í bíl klukkan 19:43. Ég sest inn og gaurinn með draslhúmorinn bendir á klukkuna í mælaborðinu og segir:
Ef þú hefðir komið 2 mínútum seinna þá hefðum við verið farnir!
-Nei... þið verðið bara að bíða eftir mér.
Við erum búnir að bíða heillengi og...
-Hvað, voðalega ertu bitur í lífinu... bitur út í allt og alla! Ég kemst bara ekki í sturtu fyrr en að búið að er að leysa okkur af.
Hvað meinaru?
-Þegar það er steypa í gangi hjá okkur þá getum við ekkert farið út í sturtu fyrr en að búið er að taka við af okkur... það er bara ekkert flókið!

Svo sagði hann ekki orð fyrr en að við vorum hálfnaðir inn að göngum... -Veistu hvort að það eigi ekki að koma annar bíll? segir hann við gaurinn sem situr við hliðina á mér í bílnum. Ég brosti allan hringinn af því að ég vissi það að hann var orðinn 5 ára. Bitur.
Svo keyrði hann eins og eldri borgari í bæinn... með teknó á fullu blasti, líklegast til þess að 'hefna' sín á mér... það tókst þannig séð... en ég lét það ekki fara í pirrurnar á mér.
Það frussuðust svoleiðis fordómarnir út um nefið á mér fyrir þessum gaur... þykist alveg vita hvernig gaur þetta er... bitur hjólhýsahyskisgaur!!! Býr í einhverri draslblokk í breiðholtinu sem er alveg að hrynja!!! HYSKI!!! Það eitt að vera bitur, kaldhæðinn og skemmtilegur á svartan-húmors máta en að reyna að spila sig stóran fyrir einhverjum sem maður þekki ekki... NOT GONA HAPPEN!!! Ég FANN UPP Á BITURLEIKANUM og þetta var bara eins og að kenna gömlu eggi að sitja... það er ekki hægt.

Svo þegar gaurinn var loksins farinn útúr bílnum þá sagði ég við þá sem eftir væru að svona yrði þetta bara í sumar... ég væri aldrei kominn út í sturtu fyrr en að það væri búið að leysa okkur af og það væri alveg um 19:30. Þeir hlógu bara að þessum gaur og skildu ekkert hvað hann væri að blása sig út... þeir sögðu að þetta væri nú svosem allt í lagi svo lengi sem maður væri ekki að snurfusa sig eitthvað óþarflega mikið í sturtunni... eins og að setja í sig hárnæringu og eitthvað svona... Við hlógum allir.

Svo spjölluðum við heillengi á leiðinni heim og þá kemur það í ljós að það er fyrrverandi skagamaður sem keyrir bílinn. Ég sagði honum að ég væri Atlasonar Helga Júl úrsmiðar og þá sagði hann:
Nú? Þú ert þá sonur litla vísis! Hann leit á mig og glotti... „afi þinn var alltaf kallaður stóri vísir og pabbi þinn litli vísir. Eða... afi þinn var ekki kallaður stóri vísir en pabbi þinn var allaveganna kallaður litli vísir.“ Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þetta... mamma... Helga... vissuð þið af þessu?

Lag dagsins er Trailerpark með Blur!!! HANANÚ!

föstudagur, maí 05, 2006

Fyrsti vinnudagurinn... fyrsta vinnuslysið... Nó-Pí á Café Victor í kvöld!!! 

Dagurinn byrjaði æðislega... fór að sofa eftir miðnætti í nótt eftir að hafa klárað næstseinasta verkefnið mitt á hatrinu!!! Vaknaði svo eldsnemma í morgun og fór í ljósaspyrnu við Bubba Mortéls. Ljósaspyrna virkar þannig að maður fer í kapp við bílinn við hliðina á mann frá einum ljósum yfir á þau næstu. Bubbi var greinilega eitthvað úrillur í morgun og hafði líklegast gaman að því að þenja jeppabílinn sinn á milli ljósa. Ég vann svo ljósaspyrnuna þegar Bubbi beygði áleiðis upp í Árbæ efst í Ártúnsholtinu...
Ég lenti svo í því óhappi í morgun rétt fyrir hádegi að það var ekið á mig með lyftara!!! Geri aðrir betur á fyrsta deginum... Réttara sagt fékk ég fiskikar í lærvöðvann á mér en lyftari skaut karinu í mig! Þetta var ótrúleg óheppni og algjörlega óviljandi gert... en nóg til þess að ég haltra um eins og... ja... ég veit það ekki... en ég ríð allaveganna ekki feitum hesti!
Limpy fökks a horse... he really döes that! Hljómar í hausnum á mér... hún hljómar líka ótrúlega líkt Eygló frænku... þið vitið... systur hans Gumma bró. Hún og Sísí voru alltaf með þessa setningu... Limpy fökks a horse er bein þýðing orðatiltækisins: Haltur ríður hrossi... og haltur leiðir líka blindann þannig að mamma og Þórður... ég er að spá í að fara út í svona blænd-eskort-sörviss. :þ

Eníhú... þeir sem vilja sjá mig haltra fallega koma á Café Victor í kvöld þar sem við Villi og Tobbi í Nó-Pí spilum frá 11-01.
KOMAH SVOH!!! Brjáluð stemning! Ég lofa!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Nó-Pí á Café Victor á föstudaginn!!! 

Sejetturinnhvaðþaðerstuttísumariðaðégnenniekkiaðlæra! 2 verkefni eftir og svo er ég kominn í "sumarfrí". Eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á þá byrja ég að vinna á föstudaginn... kem heim c.a. 20:30 og fer svo að spila á Café Victor klukkan 11 til 01.
Þetta verður langur vinnudagur þannig að það verður bullandi svefngalsi í gangi á Café Victor!!!
Brjáluð stemning framundan. Stefni á að skila öðru verkefninu í fyrramálið og þá fer nú að styttast í lok fyrstu annarinnar í M.Ed náminu... ekki nema 2/3 eftir og þá verð ég kominn með svarta beltið í uppeldi...
Á ekki að mæta? Hverjir mættu seinast?

mánudagur, maí 01, 2006

Working-Mob!!! 

Til hamingju með daginn í dag verkalýður!
Þetta er nú reyndar með neikvæðari orðum sem finnast um eina þörfustu stétt samfélagsins. Ekki það að ég ætli eitthvað að reyna að breyta því... en samt vil ég benda á þetta í tilefni dagsins og hvet alla til þess að reyna að finna eitthvað skárra orð yfir þetta... Verka-skrýll er ekki að ganga og ekki heldur Verka-hópur-fólks (til þess að mismuna ekki eftir kyni...). Spáið í þessu...
Lag dagsins er Working class hero með meistara John Lennon og að sjálfsögðu Nallinn:

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu við brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag-
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?