<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 30, 2004

og ennfremur...

Það kom mér ótrúlega á óvart á þessari samkundu hjá Karlahópi Femínistafélagsins að ég punktaði nokkur atriði til þess að kommenta á hjá framsögumönnum (sem kom mér ekkert á óvart... ég þarf allta að vera kommenta eitthvað :þ) var það að ég tók alveg upp hanskan fyrir mæður og þá sérstaklega fráskildar.
Ég bý við frekar súrar aðstæður í þessu máli... þ.e. að reynsla mín hefur verið alveg frá því að vera bitur yfir í að vera mjög sanngjörn. En mér fannst ég vera knúinn til þess að taka málstað kvenna og þá sérstaklega einstæðra mæðra og ganga svolítið út frá sanngjörnum punkti (bara kommon sens...). Mér fannst bara ósanngjarnt að þarna skyldi ekki koma fram sjónarmið þeirra og sérstaklega eftir að Garðar hjá Ábyrgum feðrum var búinn að blasta og skjóta sig og þetta félag hans í fótinn (numerous times...).

Fyndið að hugsa til þess að Jonni vinur minn spurði mig að því... sko... þegar ég tók Innganginn að Kynjafræðinni í háskólanum og var fyrst að læra um femínisma, jafnréttispælingar og karlaveldi varð mér ótrúlega mikið í mun að tileinka mér þetta sjónarmið og pælingar og ræddi þessar hugmyndir og skilning minn á þeim við næstum alla sem ég hitti og þekkti. Þegar ég og Jonni sátum svo yfir bjór heima og vorum að ræða þessi mál þá spurði hann mig hvort að ég væri að 'læra að vera hommi'! HAHAHA mér fannst það mjög fyndið... því þó að Jonni sé kannski svona týpa sem vill vera 'liberal' og kýs líklegast Samfylkinguna... þá er kollurinn hans ALVEG hægrisinnaður... svona einn af þessum sjálfstæðismönnum... sem vita bara ekki betur.
Svo þegar ég tók Kenningarnar í Kynjafræðinni... þá var Jonni alveg viss í sinni sök... nú var ég að 'læra að vera kellíng' HAHAHAHAHA Jonni er frábær og ég elska hann (ekkert svona hommahomma, né varla eitthvað svona karlakarla... hann er bara æskuvinur minn sem mér þykir mjög vænt um).

Jæja... nú styttist í að ég fari að dagpabbast aftur... eftir nokkra tíma verð ég kominn með taubleyju á öxlina, varnarlaust og óöruggt barn á arminn og farinn að malla hafragraut úr pakka. Hlakka til... þetter gaman og heldur manni í æfingu eins og Helga systir kommentaði á :þ Býst við því að vera aðeins meira á þeytingi með Aðalheiði Ósk núna en seinast... ekki til að reyna að pikka upp stelpur... bara af því að það er svo mikið að gera í dag.

L8er

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Í annan stað...
Seinasti ræðumaður kvöldsins var Ingólfur V. Gíslason sem er félagsfræðingur, þriggja barna faðir og pró-femínisti. Talan hans var frekar merkileg og kom inná statistík sem manni var alveg hulin. Hann ræddi um þrjá áherslupunkta:
1. Vinnumarkaðsvæðing mæðra Frá því um 1971 fara konur að taka meira þátt í atvinnulífi. Sú þróun sem varð var að giftar konur héldu út af heimilunum og inn á vinnumarkaðinn. Í kjölfarið (um 1970) ríkur fjöldi dagvistarheimila upp og fjöldi þeirra barna (0-5 ára) eykst jafnt og þétt sem eru á leikskólum.
2. Samfélagsvæðing barnauppeldis Hlutfall barna sem dvelja 7 klukkustundir eða meira á leikskóla er sem hér segir:
1981 2001
7% 42%

3. Fjölskylduvæðing feðra Föðurhlutverkið hefur breyst mikið í tímanna rás og má sjá þar ákveðna þróun sem er á réttri leið.
Ingólfur kom með tölur sem sýna heimilisstörf danskra karla og kvenna í mælieiningunni klukkustundir/viku. Ég ætla að láta tölurnar tala sýnu máli:
1964 - 1975 - 1987 - 2001
2,03 - 7,5 - 10,06 - 16,2
30,03 - 24,5 - 21,21 - 23,1
Á þessum tölum má sjá breytingum hjá körlunum... en Ingólfur benti snilldarlega á (við mikinn hlátur viðstaddra) að þarna gætti ákveðinnar skekkju vegna aukinnar þátttöku karla í eldhúsinu þar sem mikil aukning hafi verið á námskeið í indverskri matarlist þar sem að karlar stæðu nú tímunum saman við pottana inni í eldhúsi og hrærðu karrí og fleiri kryddjurtir útí matinn til þess að gera hann perfecto! Það er spurning hvort að það teljist til þátttöku inná heimilinu eða hreinlega til hobbíiðkunar :þ

Á tímabilinu 1960 - 1970 var föðurhlutverkið hefðbundin föðurímynd:
Efnahagsleg gæði (feður sem skaffarar)
Verlaun og refsing (setja mörkin)

Á tímabilinu 1970 - 1980/'85 er faðirinn meira sem þátttakandi:
Samskipti
Aðgengilegur
Hjálpar mömmu


og núverandi tímabil 1990 - er föðurhlutverkið skapandi föðurímynd:
Umhyggja
Ábyrgð
Sjálfsköpun

Mér fannst þetta mjög merkilegt hjá kallinum... því mér finnst hann hafa skemmtilegt sjónarmið og pælingar hans eru jafnréttisígrundaðar út frá þeirri merkingu að hann er vel að sér í femínisma og karlmaður.

Einnig kom upp heilmikil umræða um feðraorlofið og ég benti á að ótrúlega mikið væri um það að karlmenn noti þetta feðraorlof til annars heldur en að sinna ungabarni, konu og heimili (eins og þeir réttilega ættu að vera að gera). Til eru dæmi um að feður nýti þetta orlof til þess að fara að vinna svart... Þó svo að ég sé alls ekki á móti svartri vinnu þá vill ég meina að á þessum forsendum ættu þeir að láta það eiga sig að skerða sinn tíma frá fjölskyldu og nýfæddu barni með svartri vinnu. Nýjast dæmið í þessum efnum er að feður ætli að taka fæðingarorlofið sitt í sumar þegar EM (heimsmeistarakeppnin í fótbolta) er. Þetta er þöngulhugsanaháttur hjá karlmönnum finnst mér (fyrir utan það að skilja ekki hvað er svona merkilegt við þetta helv#%& tuðruspark, þar sem allir hrynja niður dauðir vegna notkunar á ólöglegum lyfjum eða einhverju... dópistar og aumingjar) vegna þess að þeir eru að skera á þann tíma sem er þeim og barninu mikilvægastur... tímabil geðtengslanna...
En vissulega eru karlar/feður farnir að taka meira þátt í uppeldi... en spurning hvað þeir taka mikinn þátt í öllu saman... það verður alltaf ráðgáta og misjafnt eftir hverjum faðir fyrir sig.

Mér finnst bara ótrúlega svekkjandi (þó að ég sé 'fráskilinn' faðir og nýt nærveru sonar míns ekki næstum því eins mikið og ég vildi) að gengið sé alltaf út frá því að mæðurnar séu slæmi aðilinn í þessum málum. Þetta eru tilfinningar sem að stjórna þessum samskiptum (fyrst allavegana til að byrja með) og það er erfitt að ráða við sumar þessar tilfinningar sem koma í kjölfar skilnaða s.s. reiði, biturleiki, vanmátt o.fl.
Ég lít á þetta svona og tel að það séu til eins margir mismunandi foreldrar eins og þeir eru margir.
Mæður sem neita feðrum að umgangast börnin sín (hver sem ástæðan er)
Feður sem neita mæðrum að umgangast börnin sín (örugglega lítið hlutfall... en örugglega til)
Feður sem vilja ekki hafa afskipti af börnum sínum
Feður sem eru sáttir við aðra hverja helgi og láta það bara gott heita

Hvað finnst ykkur um þetta allt saman??? Endilega kommenta á þetta...

og svona í blálokin...
Eruð þið til í að hugsa ykkar gang núna og ræða málin ef þið eruð ósátt? Það er barninu/börnunum fyrir bestu að samskiptin séu góð...
Gefa hinum aðilanum færi á að útskýra sínar pælingar... hann/hún gæti haft eitthvað gott til málanna að leggja
Leyfa börnunum að umgangast foreldra sína til jafns... það er lögbundinn réttur þeirra...
Vera vinir og hætta þessu rugli af því að það dregur miklu meiri orku frá ykkur og börnunum heldur en þið haldið...
Vera börnunum ykkar góð fyrirmynd og fordæmi.

Hinn íslenski Dr. Phil... Rokkarinn

First things first...
Fór á Pabbakvöldið eins og það var kallað... þarna var mikið af fólki, konur, karlar og kynslóðabilið var mikið... sem var skemmtilegt... það kom svona meiri grundvöllur fyrir víðtækari pælingar en ella.

Fyrstur í pontu var Ævar... útvarpsmaður, faðir, afi og spekúlant. Hann rakti ævi sína í nokkuð grófum dráttum... engar geðveikt djúpar pælingar þar. Talaði reyndar um 'mikilvægiskomplexa' karlsins, eða það að finnast þeir þurfa að ná frægð og frama í hinu opinbera og einkalífi. Vildi að karlar öxluðu þá ábyrgð sem þeim bæri í sambandi við sambúð, barneignir og uppeldi. Satt og rétt.

Annar var Bóas... nemi við H.Í., stjúpfaðir og starfsmaður ÍTR. Hann rakti líka ævi sína í grófum... og spjallaði helling um fósturdóttur sína, uppeldispælingar og fjölskyldudag. Mér fannst svolítið sniðugt hjá honum að hann lét ganga myndir af fósturdóttur sinni um salinn og er greinilega mjög stoltur af henni.

Þriðji ræðumaður var Garðar Baldursson... formaður Félags ábyrgra feðra og hann missti það bara... missti það bara alveg. Ég ræddi við Þorgerði Einarsdóttur á leiðinni út og var að segja við hana að ég hefði haft fyrirfram ákveðnar skoðanir á þessu félagi og framsaga og framsetning þessa manns staðfesti þessa trú og skoðun mína á þessu félagi. Hann býr greinilega við einhverja sára reynslu, sem hann er að reyna að 'rectify-a' með þessu félagi og það er bara ekki að ganga hjá honum. Það vottaði fyrir miklum biturleika í því sem hann hafði að segja og byggir hann þetta á sinni reynslu og þeirra þúsund einstaklinga sem hann hefur rætt við frá því að félagið hóf störf.
Félag ábyrgra feðra eða stofnað 1997 og hefur það að markmiði að efla tengsl feðra (fráskyldra) við börn þeirra. Þeir hafa neyðarsíma sem hægt er að hringja í þegar skíturinn lendir í viftunni... ég veit nú ekki hvernig þetta er hjá þeim... en ég ætla að leyfa mér að fyrirfram ákveða að þetta sé einhvers konar vinalína. Það sem er nýtt hjá þeim núna er að þeir eru farnir að bjóða ráðgjafaþjónustu og þá hvernig best sé að snúa sér í málum tengdum forsjá og forræði barna við skilnað foreldra.
Garðar sagði að fráskildir feður á Íslandi væru 12.000, börn þessara 12.000 væru 21.000 og mæður sem þyggja meðlag væru 15.000. Þetta er svolítið mikið... finnst manni... en þetta er raunveruleikinn. Can't we just all get along?
Þeir hjá Ábyrgum feðrum sendu erindi til Jafnréttisstofu varðandi þá staðreynd að konur taki alltaf börnin með sér við skilnað. Þá flytja þær út og taka þau með sér og svo er alltaf rosalega erfitt fyrir feðurna að fá að sjá börnin sín aftur. Hann fékk þau svör tilbaka að mæðrum væri bara eðlislægt að annast börn og þess vegna væri eðlilegt að þær tækju börnin með sér. Mér finnst þetta svolítið fyndið. Því að ef að Jafnréttisstofa er farin að beita fyrir sér eðlishyggju... þá er hún laglega búin að skjóta sig í fótinn... og ég á bágt með að trúa að þetta hafi verið hið raunverulega svar... nema til þess að losna við kallinn... en aftur á móti getur verið að þetta sé það sem Garðar og fél. túlka út úr svarinu á sinn bitra hátt.
Að vísu verða feður oft undir í þessum deilum en það má ekki eingöngu rekja til þess að allir opinberir starfsmenn sem koma að þessum málum, s.s. úrskurðun um forsjármál séu þeir sömu og sjá um framkvæmdirnar í þessum málum, þ.e. starfsmenn sýslumanns, félagsráðgjafar og sálfræðingar o.fl. séu eingöngu konur, eins og Garðar vill meina... Greinilega einhver bitur reynsla að baki.

Meira á morgun!

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Femínískar pælingar?

Ég ætla að skella mér á Grand Rokk í kvöld á fund hjá karlahópi Femínistafélagsins...
Las um það í tölvupósti

miðvikudaginn 28. janúar kl. 20.

Nú er komið að Pabbakvöldi, en þar verða:
Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur, sem fjallar um stöðu feðra á Íslandi Bóas Hallgrímssom, pabbi og námsmaður, og Ævar Kjartansson, pabbi, afi og útvarpsmaður, sem fjalla um reynslu sína af föðurhlutverkinu Formenn Félags ábyrgra feðra og Félags einstæðra foreldra, sem kynna félögin og segja frá því sem brennur á félagsfólki.

Fundarstýra verður Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ.

Gert er ráð fyrir umræðum og spurningum úr sal að erindum loknum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Það sem ég las í Fréttablaðinu hljómaði eins og karlar ætluðu að hittast þarna og væla saman af því að það er svo mikið álag á þeim... að vera fyrirvinna OG pabbi... búhú...

Ég ætla að fara og hrista aðeins upp í þessu liði... þeir ættu að drullast til þess að búa einir í nokkurn tíma... og þá vissu þeir kannski hvernig það er að vera kvenmaður... Hugsa um heimili, börn, bókhald og fjármál... þetta er ekkert grín! hefur aldrei verið það...

Er ekki að segja að konur hafi hugsað um þetta allt saman... heldur ekki að karlar hafi aldrei hugsað um heimili eða neitt... en það eru bara svo margir sem eru farnir að kvarta byggt á þeim rökum að þeir vinni svo langan vinnudag og af því að þeir eru fyrirvinnur... þetter bara búllshitt...

Egó karlmanna leyfir þeim ekki að vera EKKI fyrirvinna... rannsóknir sýna að þar sem að konan hefur hærri tekjur en karlinn, eða meiri menntun... er það yfirleitt ávísun á heimilisofbeldi!
Karlar eru kegglingar! Bara málið er að þeir eru kegglingar sem geta sjaldnast gert fleira en tvennt í einu!!!

Pósta það sem kemur fram og mínar pælingar í kvöld!
Rokk

sunnudagur, janúar 25, 2004

Ákvað að senda frá mér nokkrar línur úr sveitasælunni...

Við feðgarnir og Þóra eru stödd á Reynigrundinni... hjá mömmu og erum að fara að fá læri í morgun-/hádegismat.

Það er allt fullt af kössum núna á Reynigrundinni því að mamma er að flytja. Hún er búin að selja húsið og er að bíða eftir svari við tilboði sem hún gerði í annað hús. Þetta fer semsagt að bresta á.

Þetta var styðsta 'pabba-helgi' í manna minnum... sótti Hlyn klukkan 3 á föstudaginn og var kominn heim um 6 leitið... Hlynur stökk í sturtu eftir að við vorum búnir að borða lasanja frá því deginum áður (sem er 'bæ ðe vei' langbest þá). Svo var lesið og farið að sofa.
Laugardagurinn fór í að sofa út og klína 'nammi-dags-namminu' í rúmið. Svo fórum við á The haunted Mansion. Ég var reyndar svolítið hræddur um að myndin væri ekki alveg fyrir Hlyns aldur þó svo að hún sé stimpluð sem fjölskyldumynd og sé ekki bönnuð. Hlynur harkaði þau atriði af sér sem voru hrikaleg og honum verður held ég ekki meint af volkinu. Ég myndi samt mæla með því að börn yngri en 6 ára færu ekki á þessa mynd, hvort heldur í fylgd með foreldrum eða ekki...

Svo í dag sváfum við til 10. Við sváfum næstum því jafnlengi því að Hlynur er orðinn nokkuð fær í því að svæfa mig :þ og erum semsagt komnir uppá Skaga til múttu/ömmu og erum svo á leiðinni uppí sveit (alvöru sveit... Borgarfjörð) þar sem að Hlynur er að fara í ammæli hjá frænku sinni, henni Alexöndru Rós.

Jæja... nóg í bili...
Kíp in töts

föstudagur, janúar 23, 2004

Hva haldiði...

Ég er bara sleipari í þessu ungbarnadóti en ég hélt að ég væri! Ég er semsagt á lífi... og Aðalheiður Ósk líka :þ
Þetta var nú frekar sniðugt í morgun... af því að maður var að hafa sig til eins og maður væri að fara á deit! hehe... Ótrúlega góður -> vaknaði klukkan hálfsjö (6:30) og skellti mér í sturtu, setti á mig góða lykt og brunaði uppí grafarvog (sem er eimmitt á suð-vesturhorninu... fyrir þá sem ekki vita). Aðalheiður var ennþá sofandi þegar ég kom... en um leið og móðir hennar labbar út um útidyrahurðina þá stendur mín upp...
Ég fylltist nú engu óðagoti og kíkti inn til hennar með pela, það virkaði samt ekki neitt. Hún var nú ekki alveg sátt við mig þegar ég var að þvo henni og setja nýja bleyju... en eftir það vorum við eiginlega bestu vinir. Við sofnuðum saman yfir Cartoon Network og sváfum í hálftíma... svo þegar hún vaknaði þá snéri hún sér við í fanginu á mér og brosti allan hringinn fyrir mig! :D svo fengum við okkur aðeins meira að borða og vorum bara að tsjilla. Hef þetta greinilega ennþá í mér og persónutöfrarnir auðvitað ekki að spilla fyrir. Ég semsagt eignaðist nýjann vin í dag sem vonandi hefur taugar í að umgangast mig hvern föstudag núna fram í abríl.

Sjáum til... I'll keep you posted.

Daddy-RockN'Roll-daycare

Einn mánuð fram yfir

Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þess þangað til.

Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" Spurði unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og skellti hurðinni.

Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram yfir, hvern andskotann kemur ykkur það við?".

"Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga ykkur, ert ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi." "Og hvað á þá konan mín þá að gera?" "Nú hún verður þá bara að nota kerti." Svaraði Alfreð.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Dagpabbi!

Jæja... nú er að sjá hvort að persónutöfrarnir og námið skili einhverju... ég er nefnilega að fara að gerast Dagpabbi eftir c.a. 7 tíma!!! Ég er að fara að sjá um Aðalheiði Ósk, dóttir Dabba og Dísu, alla föstudaga fram til 6. apríl (held ég), ef það gengur upp, frá 8 á morgnanna til 11. Ég kem til með að leyfa ykkur að fylgjast með þessu í díteil... ætla nebblilega að tjékka aðeins á því sem ég lærði í Þroska barna og unglinga og öðrum áföngum... aðeins að experimenta :) ekkert alvarlegt samt... bara kíkja á þessar pælingar og kenningar í praxís... leyfi ykkur að fylgjast með!

Mjúki-Dagpabba-Rokkarinn

Frjáls fjölmiðill mæ ess!!!
Fréttablaðið í gær (mið) er svooooo gott dæmi um frjálsann fjölmiðil... Ég er virkilega farinn að lesa Fréttablaðið daglega núna... það er svooooo fyndið!!! :D
Á blaðsíðu 2 er spurning dagsins... og Dóri verkefnisstjóri er spurður í þaula (ein spurning... silly spurning...) „Halldór, eru konur að taka yfir stéttina?“ og svarið er ennþá fyndnara! „Sækja þær ekki framá öllum sviðum - erum við karlar ekki að deyja út?“ Fyrir það fyrsta þá sökkar roíjal að svara spurningu með spurningu... Dóri ætlar kannski að taka að sér hlutverk 'The Riddler' í Batman 800. Ástæðan fyrir spurningunni er sú að 17 konur sóttu um stöðu prests í Mosfellsbæ á móti 4 karlmönnum. Æji kommon... hvað eru margir karl-prestar með stöður í landinu??? en konur??? Það er bara ekki frétt... dömur mínar og herrar... það er ekki frétt. Er eitthvað spennó fyrir karl-prest að vera í Mosó? (hef reyndar ekki hugmynd um það) en ég held að ef það eru fleiri en 4 karl-prestar 'atvinnulausir' þá vilja þeir ekki praxísa Guð þaðan... ég held að það sé málið.

Fréttablaðið auglýsir DV... frjáls fjölmiðill pælingin aftur... og þar er þýtt viðtal við hljómsveitina Mínus sem er tekið úr Bang tímariti frá Englandi. Þeir segja í þessu viðtali (las DV í 10-11) að ríku stelpurnar sem koma á Vegamót geri hvað sem er fyrir kók (ekki Coca cola... amm, KÓKAÍN)... Þeir semsagt eru að kaupa kynlífsþjónustu fyrir kókaín. Heimska þessara ljótu og lélegu tónlistarmanna (að mínu mati (sem ég hef fullan rétt til þess að tjá)). Ekki nóg með það að þeir séu að versla með ólögleg fíkniefni... þá eru þeir að kaupa blíðu með þeim... vændi semsagt... hvor er seki aðilinn í þessu máli? Þær eða þeir? Us or them?

Svo hló ég mig máttlausann þegar ég sá Hrósið... „Hrósið fær Jóhanna Vigdís Arnardóttir fyrir að taka hlutverk sitt í Chicago með trompi og léttast um 18 kíló til að komast í þrönga leikbúningana.“ Viljiði spá í þessu... ekki gera nýja búninga... segja frekar við hana hversu feit hún sé og að hún verði að losa sig um X kíló því að þeir nenna ekki að láta sauma nýja búninga...

Frjálsi fjölmiðillinn er hluti af karlaveldispælingum... auglýsir sjálfan sig og undir/yfirfyrirtæki... og er með general diss-pælingar gagnvart konum... konum sem afreka...

miðvikudagur, janúar 21, 2004

DJÖ!!!

Er kominn með frunsu eða einhvern djöfulann í smettið :'( *grenj* *grenj*... held að þetta sé samt ekki frunsa... held að ég sé ekki með frunsu... Fékk líka svona kvikindi viku áður en ég fór á Hróarskeldu í fyrra. Ætla að reyna að nota Weleda-rassakrem áidda... massidda í burtu. Ég notaði Weleda rassakrem á drenginn alveg þangað til að hann hætti að nota bleyju og hann varð aldrei... og þá meina ég ALDREI rauður á rassinum! Snilldar vörur sem fást í Þumalínu.

Þoli ekki að rífast við ömmu Lillu um RÚV! Ef það er eitthvað sem ég hata...
Sko... henni finnst RÚV svo æðislegt... að ég veitiggi hvað. Það var nú einhvern tímann einhver pæling um það að RÚV mætti ekki rukka afnotagjöld vegna þess að útvarpið og sjónvarpið á þeirra vegum er almannavarnatæki! Svo var það bara þaggað... eins og allt... bara þaggað... Drasl!
Nú fer handboltinn að byrja... djö... og þetta á eftir að raska allri, annars lélegri dagskrá RÚV allrosalega. Þetter alveg fáránlegt konseft! Ég horfi ekki á RÚV... hlusta ekki á RÚV (þó svo að Óli Palli rokki frekar feitt í Rokklandinu)... og hvað þá borga afnotagjöld af RÚV! Mér dettur bara ekki til hugar að borga af einhverju sem ég nota ekki neitt. Einræðishyggja dauðans. Amma var eitthvað að kommenta um daginn að hún væri nú alveg ánægð með að borga bara 2þúsgall á mánuði fyrir þetta Drasl! En þeir sem vilja ekki borga fyrir þetta drasl?!?!? Auðvitað hefur maður val... að borga þetta... eða henda sjónvarpinu... og fá þessa Votta Jehóva til að bánka uppá hjá manni og koma í heimsókn til að leyfa þeim að kíkja inní alla skápa og ofan í allar skúffur til þess að ganga úr skugga um að það sé hvergi sjónvarp að finna á heimilinu. Þetta þýðir það náttúrulega líka að maður getur ekki skroppið út á leigu og tekið vídjó eða DVD og kíkt á það heima... nei... eina skemmtunin yrði í formi bíóferða sem kostar að minnsta kosti 750 kall í hvert skipti... nema maður sé öryrki eða eldri borgari. Kúgun kerfisisnsisnssisniss. DRASL!
Verst fyrir ríkið að það eigi ekki alla bíósalina... þá gætu þeir bara rukkað mann 500 kall á mánuði fast... af því bara... þó svo að maður noti það ekki neitt...

En hey! látum bara bjóða okkur þetta... og ekki gera neitt... hmm... já, eimmitt... þetta fer okkur vel.

KOMA SVO ALLIR SAMAN... BEYGJA SIG FRAM OG TAKA ÞESSU EINS OG MAÐUR! (nema að 'maður' sé kona... þá beygir hún sig fram og... tekur þessu bara eins og maður... kynjaða drasl)

mánudagur, janúar 19, 2004

MASSA HELGI MAÐUR!!!

Haldiði að ég hafiggi tekið helgina með trompi?!?!? Á fimmtudaginn var nefndarfundur hjá Padeiu... nemendafélagi uppeldis- og menntunarfræðinema við Háskóla Íslands. Fundurinn var góður! Við fengum okkur pitsu frá Pizza Hut, drukkum Thule og Tuborg... Svo lét ég Önnu Beggu þruma mér og Völlu á Deep Purple Drekanum á Gaukinn þar sem að Dúndurfréttir voru að spila fyrir troðfullu húsi.
Ég held, svei mér þá, að Valla hafi komist í geðveikann rokkgír... því að eftir fyrsta lagið sem við heyrðum sagði hún: Af hverju ertu ekki búinn að koma með mig á þá fyrr??? Bara sáttur við það... þetter eins og með mig... fór á þá einu sinni... og gerðist áskrifandi að tónleikum með þeim! Djí-sass hvað þeir ROKKA FEITT! Svo á föstudeginum renndi ég uppá Skaga til þess að eyða helginni í rólegheitum í sveitinni :þ Það var nú hellings stemning bara á Skaganum... sérstaklega á Mörkinni... Æji... það er alltaf gaman þar... svo eru þau skötuhjúin Adda og Jói alveg frábær... almennileg... frábær...

Drakk fullt af bjór...
Horfði á Pink Floyd...
Fullt verið að daðra við mig...
Sáttur við Ædol úrslitin...
Svaf lítið...
en vel...
L8er

föstudagur, janúar 16, 2004

A woman was shopping at her local supermarket where
she selected a half-gallon of 2% milk, a carton of
eggs, a quart of orange juice, a head of romaine
lettuce, a 2lb. can of coffee, and a 1lb. package of
bacon.

As she was unloading her items on the conveyor belt to
check out, a drunk standing behind her watched as she
placed the items in front of the cashier.

While the cashier was ringing up her purchases, the
drunk calmly stated,"You must be single."

The woman was a bit startled by this proclamation, but
she was equally intrigued by the derelict's intuition,
since she was indeed single.

She looked at her six items on the belt and saw
nothing particularly unusual about her selections that
could have tipped off her drunken observer as
to her marital status.

Curiosity getting the better of her, she said, "Well,
you know what, you're absolutely correct. But how on
earth did you know that?"The drunk replied, "Cause you're ugly."

HAHAHAHAHA :Þ

mánudagur, janúar 12, 2004

Right...

Þetta heimasíðuvesen er víst eitthvað að ganga hjá mér... finnst samt sökka feitt að það komi www.hi.is/~ooa/index_files/index_files/hlynur.JPG ... frekar leiðinlegt sitjúeisjon ;(


Búinn að vera að skríða saman eftir erfiða prófatörn, Þýskalandsreisu, vængbrot og allt... Mikið að gera hjá kallinum!

Skrýtið samt... af því að það virðist vera þannig að ég sé hreinlega orðinn gamall :( Þannig eridda bara núna að ég vakna alltaf á bilinu 12 - 1! Þetter alveg fáránlegt! Þó svo að ég fari að sofa seint og síðarmeir... Þá get ég aldrei sofið lengur en þetta... og þó svo að ég sofi lengur... þá er alltaf einhver sem hringir í mig eða eitthvað... Súrt grín.

EKKI HÆTTA SAMT AÐ HRINGJA!!!

Ég ætlaði að byrja í dag á bókinni minni... sem kemur út um næstu jól... en ákvað að geyma það í dag allaveganna. Verð alltaf jafn sorgmæddur þegar ég hugsa um lokin á bókinni... hugsa að ég nái að snerta dýpstu tilfinningastrengi landans með þessum skrifum mínum. Ætla allaveganna að leggja mig fram við að ná þessari mannlegu dýpt á fallegan en sorglegan hátt... ef þið skiljið hvað ég meina.

Ég er búinn að finna sjálfann mig aftur. Ég var búinn að vera í dvala í sjálfum mér í of langan tíma. Leiðinlegt og skemmtilegt að finna þennan einstaklings sem virðist vera búinn að skjóta rótum djúpt í sálinni minni. Leiðinlegt á þann hátt að það eru miklar og sterkar tilfinningar í gangi sem er stundum erfitt að beisla og stjórna... en skemmtilegt að takast á við þessar tilfinningar... Hljómar ekki sem eitthvað mikið rokk... en rokk er það nú samt.

Vængbrotið virðist hafa verið meira en rannsóknir og röntgenmyndir leiddu í ljós á sínum tíma, en þar sem að þetta var ekki opið beinbrot, þá hugsa ég að það grói að fullu... www.tíminnlæknaröllsár.is

En vængbrotið risti það djúpt að það vakti mig úr dvala og það eru fallegar og rómantískar pælíngar í gangi núna... ekkert frekar beint að einhverjum frekar en sjálfum mér... bara... hmm... ég ætla að reyna að koma þessari tilfinningu á blað við tækifæri...

Rokk

laugardagur, janúar 10, 2004

Varð að sýna ykkur þetta... 'This is all me!'
Oh yes
True rock.


What kind of music are you?
brought to you by Quizilla

ROKKIÐ LIFIR!!!

föstudagur, janúar 09, 2004

Jæja... þetta er eitthvað að nálgast fullkomnun hjá mér... á eftir að 'rigga' þetta aðeins betur... en ég get farið að henda inn myndum... :) eins og t.d. þessarri:


og þessarri sem er tekin á glænýju Digital myndavélina mína:

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Sé að þetta er ekkert að takast hjá mér :(

Set bara aðra mynd af Hlyni í staðinn


þriðjudagur, janúar 06, 2004

Man...

Held að þetta séu bara vitleysingjar og hálfvitar þarna í vesturbænum og KR-ingar...

Fór áðan með Hlyn á Þrettándabrennuna og fullt af silly people með silly kiddies... Krakkarnir eftirlitslausir að henda alls kyns flugeldum og kínverjum á bálið... allt að springa í allar áttir... Foreldrarnir að kveikja á 'human-sized' stjörnuljósum fyrir krakkana sem voru svo bara í því að labba inn á milli fólksins... munaði litlu tvisvar sinnum að einhver krakki kveikti í dúnúlpunni minni með svona stjörnuljósi... sem var kannski hálf hæð barnsins!
Svo sá ég einn geðveikt 'krípí' gaur þarna 'lurking around'. Ef það er eitthvað sem Akademískt nám hefur kennt mér, þá er það að takast á við fordóma mína og dæma ekki nema að athuguðu máli... en ég er 97,3% viss um að þessi gaur var þarna til þess að 'kíkja' á krakkana. Einn, á miðjum aldri, ekki með barn með sér og í alla staði skuggalegur! Hairy, scary, Larry!!!

Ég var að gera ritgerð fyrir Afbrotafræðina sem fjallaði meðal annars um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Það er komið á í næstum öllum fylkjum Bandaríkjanna að hægt er að sjá á heimasíðu lögreglu nágrennisins hvort að dæmdur kynferðisafbrotamaður búi í nágrenninu... í raun er hægt að komast að því hvar flestir dæmdir kynferðisafbrotamenn búa og hafa búið. Meira að segja er í sumum fylkjum þannig að þeir dæmdu verða sjálfir að tilkynna sínu nánasta samfélagi að þeir séu fluttir í hverfið/samfélagið.
Svo er hægt að sjá mynd af þessum einstaklingum (ég sá myndir af 4 konum) ásamt heimilisfangi.

Þó svo að þetta leggi líf þeirra í rúst... er mér eiginlega slétt sama... þetta fólk er búið að eyðileggja fleiri líf... og samkvæmt tölfræði eyðileggja yfirleitt fleiri þó að þau hafi verið dæmd. Mannréttindadómstóll Evrópu getur 'sue my ass' fyrir þetta komment... er slétt sama um þetta fólk...

Eins gott að það leggi enginn hendur á Hlyn minn... þá tek ég lögin í mínar eigin hendur!

Attitude

sunnudagur, janúar 04, 2004

Jeee!

Hvað syngur í ykkur á nýju ári?!?!?
Ég fékk Leir Verk í jólagjöf frá systkynum og velunnurum... þannig að það er bara:

Lift me up
In your eyes
If you told me that is what heaven is
Well, you'd be right
I've been waiting forever for this
This is the night

sem hljómar á nýju ári...

Flottur gaur!

fimmtudagur, janúar 01, 2004

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?