<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 28, 2005

Son of the mask... 

EKKI fara á hana... hún sökkar big tæm...

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Hin myndarlegasta grein... 

Padeia-blaðið er komið út og þar eru fjölmargar áhugaverðar greinar og viðtöl. Helst ber þó að nefna opnugrein eftir undirritaðan sem ber heitið: „Sameiginleg forsjá og forsjárhefðir“ þar sem reifuð er lagaleg og samfélagsleg staða feðra eftir skilnað. Þar er fjallað um sameiginlega forsjá, forsjárhefðir og samfélagslega fordóma. Þessi grein er skyldulesning en einni góð og fræðandi... þó svo ég segi nú sjálfur frá ;þ

Ykkar háfleygi og háttvirti,
Óli Örn Atlason

laugardagur, febrúar 26, 2005

Öðruvísi dagar... 

Dagbjört Bára er í heimsókn hjá okkur feðgunum... hún fékk að gista í gærnótt. Ég er greinilega farinn að reka eitt alsherjar pössunar/gistiheimili :þ Dagbjört er reyndar alveg 12/13 ára þannig að þessi 'pössun' er aðeins öðruvísi... Við tókum því rólega í gær, sóttum Dagbjörtu um 5 leytið, versluðum og fórum svo heim í feitann kjúkklíng. Svo tók við almennt vídíjógláp hjá tríóinu og svefn seint og síðameir.

Stefnan er tekin á að rífa hjálpardekkin undan þar sem að hann Hlynur er farinn að hjóla án hjálpardekkja! Svo verða bara almenn rólegheit fram á morgun þegar við ætlum að bruna upp í Borgarnes til þess að fara í íþróttaskólann. Svo verður kynning á náminu okkar á morgun og ég á víst að standa þar og reyna að draga fólk að :) Ég er ágætisfangari og aldrei að vita nema að maður fangi einhverjar saklausar sálir í uppeldisfræðina.

Nóg í bili... tríó át...

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Eh Eh Ehh!!! 

Ég steingleymdi að segja ykkur það... hvort er betra að borga 1000 eða 22000? Þessi spurning vefst kannski ekki fyrir mörgum... og sérstaklega ekki hundaeiganda í Fossvoginum... Þannig er mál með vexti að í gær kostaði ég einhvern hundaeiganda í Fossvoginum 22000 krónur. Sem mér finnst bara fínt. Ég, Hróðmar, Erlingur og Þórarinn vorum í fótbolta þegar boxer-hundur kemur hlaupandi og tekur boltann frá okkur. Hann bara beit í hann og hljóp með hann í burtu. Það var útidagur hjá okkur og c.a. 50-55 krakkar úti, 6-8 ára. Krakkarnir hlaupa náttúrulega á eftir honum og ég ekkert smá smeikur um krakkana. Veit náttúrulega ekkert um uppeldið á þessum hundi, né hvernig hann bregst við því að það séu 50 krakkar öskrandi og hlaupandi á eftir honum. Eftir nokkurn eltingaleik náði Anders (dk. lesis Ane(r)s) hundinum og skellti bandi um ólina á honum. Án þess að hugsa mig tvisvar hringdi ég í lögregluna í Reykjavík og bað þá vinsamlegast um að koma og sækja kvikindið áður en að einhver krakki slasaðist.
Ég byrjaði á því að hringja í 112(1) til að fá samband við hverfislögregluna í Fossvogi. Ég fékk samband við þá(2) og þeir gáfu mér svo samband við fjarskiptastöð(3). Þeir sögðu að þetta væri í höndum hundaeftirlitsins og virtust ekkert vera að kippa sér upp við það að það gengi boxer laus á grunnskólalóð í Reykjavík. Eftir hálftíma reyndi ég sjálfur að hringja í Umhverfissvið(4) hjá Reykjavíkurborg (vegna þess að hundaeftirlitið heyrir undir þá) en ég náði ekki sambandi. Þá reyndi ég að hringja í farsímana hjá þeim en það var slökkt á þeim báðum(5)(6). Þá hringdi ég aftur í 112(7) til þess að fá aftur samband við fjarskiptastöð(8) og þeir sögðu við mig að þeir hefðu sjálfir reynt að hringja í hundaeftirlitið með engum árangri þannig að þeir vonuðust bara til þess að hundaeftirlitsmaðurinn kæmi sem fyrst..! Þegar 50 mínútur voru liðnar frá því að ég hringdi fyrst, hringdi ég aftur í hundaeftirlitið og náði þar sambandi við Umhverfissvið(9) og sagði konunni sem ansaði mér farir mínar ekki sléttar og reyndi að vera ekki reiður við þessa konu vegna þess að hún átti það ekki skilið. Hún skildi mig fullkomlega og bauðst til þess að hringja sjálf í lögregluna(10) til þess að reka þá á eftir hundinum vegna þess að það var þegar búið að handsama hann.
Korteri seinna kemur svo meindýraeyðir(11) frá Reykjavíkurborg til þess að sækja hundinn og hann tjáir okkur það að hundurinn fari beint á hundahótelið á Leirum þar sem að eigandinn verði að borga rúmlega 22000 krónur til þess að leysa hundinn út. Ég spurði hvort að hann væri ekki til í að skila því að hann mætti alveg koma við hjá okkur á næstu dögum til þess að bæta okkur fyrir boltann sem skemmdist. Hann ætlaði að gera það.
20 mínútum seinna kom svo maður(12) til að vitja hundsins...... þá var það hundaeftirlitsmaður af Kjalarnesinu. Hann var voðalega hissa á því að hundurinn væri farinn en kannaðist samt alveg við meindýraeyðinn sem sótti hann þannig að hann var sjör á því að Reykjavíkurborg hefði fjarlægt hundinn. Hann sagði okkur líka að lögreglan hefði hringt í hann fyrir 20 mínútum síðan... c.a. klukkutíma eftir að ég talaði fyrst við lögregluna og það meikar alveg sens ef maður spáir í það... 20 mínútur af Kjalarnesinu og niðrí Fossvog... nokkuð auðvelt að sjá það í hendi sér.

En það sem stendur uppúr er að maður þarf greinilega að kunna starfssviðið hjá Reykjavíkurborg áður en maður leitar sér hjálpar í sambandi við eitthvað...
Hundaeigandinn hefur ekki haft samband við okkur til þess að borga boltann...
Krakkarnir voru HUND-svekkt að hafa ekki fengið að sjá lögguna...
og ég er feginn að enginn var bitinn.

Svona er að fara ekki að lögum um hundahald í Reykjavík! Næsta átak hjá mér verður að fá fólk með góðu eða illu til þess að leggja almennilega í stæði!

Eh Eh Ehh...

Gutti, 30 árum síðar... 

Senn þið heyrið sögu flutta
sem þó allir hafa frétt.
Reyndar þolið þið ei Gutta,
það er alveg rétt.

Moldfullur er ætíð maður sá,
milli bara ráfar hann á kvöldin til og frá.
Konu sinni unir aldrei hjá
og hann heldur fram hjá henni, já, já, svei mér þá.

Allan daginn út um bæinn
eilíft heyrist hennar breim:
Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti, komdu heim.

Eftir tvo, þrjá, átta stutta
alltaf lendir hann í slag.
Kvalin mjög er kona Gutta,
kveinar sérhvern dag:

Hvað varst þú að gera, Gutti minn?
Gleðikonan, hirti'hún af þér allan peninginn?
Rándýrt er að flengja ræfilinn.
Reifstu svona kjaft við nýja yfirmanninn þinn?

Þú skalt ekki þjóra, Gutti.
Þú þolir ekki meira svall.
Almáttugur, enn sú mæða
að eiga svona karl!

Gutti aldrei gegnir þessu,
með Gretti Sig. hann fer á bar.
Laminn var af trukkalessu
á laugardaginn var.

Alveg hroðalega'í dag hann datt.
Drottinn minn og hjónabandið illa'á vegi statt.
Þar er allt í klessu, er það satt?
Ójá, því er ver og miður, þetta er svo gratt.

Ævi hans er alla daga
ekkert nema skakkaföll.
Enn er þessi angurssaga
ekki næstum öll.

Eh Eh Ehh

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Nó prinsess?!? 

Eins og glöggir áhorfendur Fólks með Sirrý tóku eftir þá vantaði prinsessuna í 'settið'... týpískt. Það mættu víst of margir þannig að þeir sem tróðu sér ekki fengu ekki sæti. Við sátum eftir 5 úr uppeldisfræðinni með sárt ennið og ég ákvað bara að fara í mótmælaskyni. Til þess að vera með ákveðið 'steitment'. Sirrý fattaði samt alveg hvaðan ég kom og rýmdi sæti fyrir hinar fjóru fræknu sem fengu sæti í miðju athyglinnar. (e. Sirry knew where I was coming from and she cleared out seats for the leeedess (ladies) who were seated in the center of attention). Spjallaði samt við hana áður en ég fór og henni þótti þetta leiðinleg uppákoma. En nóg um það. Verð bara heimsfrægur í 5 mínútur seinna... en ég er samt ánægður með eitt... að Jonni var eitthvað að reyna að dissa mig um daginn fyrir að ætla að vera í Fólk með Sirrý þannig að ég hef örugglega látið manngreyið horfa, í algjöru reiðileysi á heilan þátt af Fólki með Sirrý!!! HAHAHAHA

Eh Eh Ehh!

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

We're going live in: 5, 4, 3, .. . 

Já gott fólk... það verða allir að tjúna inn á Fólk með Sirrý annað kvöld og sjá prinsessuna... læf... onn nassjonal tíví.
Ég ætla nú ekki alveg að skella mér í ljós fyrir þáttinn þó svo að það hefði nú verið sniðugt... en hey... ég er bara 'amatjur-prinsessa'.
Annars er lítið af mér að frétta... ég, Nonni frændi og Þóra sys erum búin að grenja á okkur 'six-pack' úr hlátri af því að horfa á Little Britain sem er þvílík snilld! Endilega að skoða þennan skets hérna sem er með einum af uppáhaldskarakternum okkar :þ Anne er eitthvað klikkuð kelling sem að er vistuð á geðveikrahæli (hospital) og er með alveg þvílíkt flottan kæk sem maður verður húkt á um leið... Eh Eh Ehh.

Eh Eh Ehh!

laugardagur, febrúar 19, 2005

Svingandi sveittur... 

Ómg hvað það var gaman hjá mér áðan... skellti mér á rokksving-námskeið og vegum Komið og dansið. Geggjað gaman... og ég er alveg á því að þetta hafi verið tvöföld brennsla á við að fara út og skokka í hálftíma. Ég er alveg rennandi sveittur á leið í sturtu og svo bíður maður spenntur eftir morgundeginum þar sem námskeiðið heldur áfram. Spurði reyndar aðalgaurinn hvort að það væri ekki tjúttkennsla því að mig langar mest til að 'læra' það almennilega. Mamma Rokk er náttúrulega tjúttari af guðs náð og það sést best daginn eftir tjútt hjá henni... þá er hún skökk og skæld með hassberur öðrumeginílíkamanum. En þetta var ágætistilbreyting og gaman að læra nokkur 'ný spor' ;)

Lag dagsins í dag er Lucille með Little Richard

föstudagur, febrúar 18, 2005

Hassberur í heilanum! 

Eini staðurinn sem ég er ekki með hassberur er litlutánni á hægri fætinum... skil nú ekki afhverju... hún er kannski í svona góðri þjálfun!
Talaði við Max og hann lét mig fá matarprógramm sem er algjör snilld og ég er farinn í átak dauðans til þess að líta betur út í jakkafötunum á árshátíðinni okkar. Ég lít vel út í þeim þegar... þannig að það er bara að líta aðeins betur út. Íissu matarprógrammi á maður að nota fennel eða fenníku krydd á matinn og þessi fræ eru algjör snilld! Það er lakkrísbragð af þeim. Léttsteikti kjúklíngabringur í gær og setti þær svo inn í ofn... fennel ofan á og hrísgrjón og salat með... algjör snilld! En ég hvet ykkur til þess að skoða galleríið á síðunni hans Max... hann er prinsessa... authentic :þ Max er semsagt gaurinn sem kemur af og til í körfu með okkur.

Leiter.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Sumt fólk... 

Það var ótrúlega gaman í íþróttaskólanum á sunnudaginn seinasta. Hlynur var reyndar svolítið til baka fyrst... en kom svo allur til. Sössi leikfimikennari spurði mig hvort að það væri ekki kraftur í honum Hlyni, hvort að hann væri ekki eins og pabbi sinn ;) í sömu andrá tók Hlynur á rás eins og honum einum er lagið... þá sagði ég við Sössa að þetta væri 'Signature' kraftur :þ

Einn gaurinn þarna vissi ekki það væri komið 2005... hann var með sítt að aftan... strípur í öllu... bækers-klöbb síðerma bol og leðurbuxum... æji hvað er ég svosem að dæmann? Hann er náttúrulega bara rokkari :þ

Loksins á að fara að afnema afnotagjöld hjá RÚV... það verður gert rétt áður en ESA dómurinn fellur um að afnotagjöldin séu ólögleg... týpískt...

Sá Móeiði áðan og djö... er hún lítil! Ég hélt nú að hún væri 'fullorðins'... en hún er bara eins og skátastelpa.

Ég og Bóas röltum áðan út í Bóksölu... ég hafði keypt 4 bækur sem ég kem ekki til með að nota... fékk þær á staðgreiðsluafslætti, 8prósentum nánar tiltekið... sem ég fékk svo til baka áðan. Þessar kejellíngar kunna ekki að reikna prósentuna til baka þannig að ég fékk rúmlega þússara gefins... ekki slæm viðskipti það. Við erum ótrúlega fastir hérna í mússíkinni hjá Doobie brothers... þeir eru alveg að grúva skoh...
The Doobie brothers:
-China grove
-Listen to the music
-Long train runnin'
-Jesus is just alright
-Rockin down the highway
-The doctor

Allt saman lög dagsins.

L8er

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Bloggleysi 

ÓMG!!! Ég er búinn að browsa aðeins á daglega brauðinu mínu og það er ekkert að gerast! Það er bara eitthvað últra-bloggleysi í gangi... þannig að ég ákvað að senda frá mér nokkrar línur.
Spileríið gekk mjög vel um seinustu helgi... það vantaði bara aðeins að fólkið hefði verið yngra. Spjallaði þar við Össur Skarphéðins og þar skein í gegn vanþekking stjórnvalda... nenni ekki að fara út í það nánar en Össur var fyndinn, áhugasamur og í alla staði frábær gaur.
Starfsdagur ÍTR var á fimmtudaginn... einn mesti 'júsless'-dagur sem ég hef upplifað... sá að það eru bara krakkar að sjá um þetta... hneykslaðist svolítið... maður hefði nú haldið að það væri fagmenntað fólk þarna... a.m.k. yfir hverju Frístundaheimili fyrir sig... en það er svosem ekki hægt að fara fram á það þar sem að launin eru ekki upp í nös á mús. Annars hélt hún Margrét Pála klukkutíma tölu þarna og sem fyrr heillaði hún mig uppúr skónum. Það er sama hvernig hún talar til manns... maður fyllist alltaf áhuga á öllu sem hún segir og það meikar svo mikið sens að það hálfa væri nóg.
Ég sótti Hlyn á fimmtudaginn og við erum búnir að hafa það heví næs... reyndar ekki búnir að eyða heilu dögunum á náttfötunum eins og okkur einum er lagið :þ en búnir að hafa það gott... það er fyrir öllu. Við ætlum svo að bruna út í/upp í? Borgarnes í fyrramálið (skrifað aðfararnótt sunnudags) því að Hlynur er að fara í íþróttaskóla. Við fórum og versluðum innanhússkó á föstudaginn og það verður gaman að sjá hvort að Hlynur nær að standa við að hafa þá 'inniskó' fram á sumar :)
Villi er búinn að vera í sambandi við mig og við feðgarnir buðum honum í mat á föstudaginn í 'feitann kjúkklíng'... svo stefndi í það að þema helgarinnar yrði kokteilsósa... en við náðum að hætta við það á síðustu stundu :þ Bökuðum svo kanilsnúða í dag sem rípleisuðu næstum því nammið á nammideginum sjálfum!
Við Villi ætlum að fara að herja á Reykjavíkina á ölkeldurhúsum menningarborgarinnar og munum við að sjálfsögðu láta ykkur betur vita þegar nær dregur... æfing á morgun ;)

En annars er voðalega lítið af mér að frétta :þ Hef það bara fínT! FÍNT! :þ

föstudagur, febrúar 11, 2005

Næs vonn... animal treiníng kemp? 

Smellið á linkinn hérna... (hátalarar möst!)

mánudagur, febrúar 07, 2005

Tónlistarkennslan heldur áfram... 

Bóas var hjá mér í morgun og við héldum áfram með áfangann Rokk 101 :þ
Að þessu sinni hlustuðum við á YES, acoustic tónleika sem voru teknir upp í janúar í fyrra (2004 fyrir þá sem eru ekki ennþá búnir að venjast því að það sé komið 2005). Að venju kann Bóas gott að meta þannig að þetta var ágætistónfræði svona í morgunsárið. Bóas sofnaði og ég lagðist upp í rúm með hann á bringunni og að sjálfsögðu dottaði ég aðeins... ég sagði við Hannibal þegar hann kom að sækjann að ég hefði alveg verið búinn að gleyma því hvað þetta var næs fílíngur...
Hannibal benti mér líka á annað sem ég ætla að deila með ykkur :þ
Bóas Orri í þessum link er dagbókin hans og skrolliði niður að liðnum þar sem stendur:
Bóas Orri Hannibalsson : Dagbók : Dagmamma

Hehehe

laugardagur, febrúar 05, 2005

REIÐI GAURINN!!! 

Hahaha... ég verð að sýna ykkur þetta... ég rakst á 'review' á einum gítar... þetta er alveg reiði gaurinn sem veit ekkert út í hvern hann er reiður... þetta er rokkari!!!

Price Paid: US $160
Purchased from: N/A
Mars

Features: 7
Same shit anyone has said before. Made who the fuck knows where. Made out of who knows what. I bought this fuckin guitar cause it cost 160 bucks, FUCK IT!

Sound: 10
I play rock, hardcore, metal, blues, and alternative shit. This fuckin guitar kicks fuckin ass for what it costs. I don't give a shit what you play, you can't buy a better guitar for under 200 bucks. I doesn't sound just like a 2000 dollar Les Paul Standard, but that's good. Because I'd be pissed that I bought a fuckin Standard for that much if I could have bought this piece of shit.

Action, Fit, & Finish: 10
I took this fucker home and cranked the fuck out of it. I played it through my Marshall TSL 100 full stack and fuckin destroyed shit! This fucker gets killer tones and great sustain, fuck the feedback! If you play metal of any kind this IS your back-up rig. Buy a nicer Gibson but buy this fucker too!

Reliability/Durability: 10
I play fuckin hard and beat the fuck out of this piece of shit and has held up. I just break a fuck load of strings. Stays in tune pretty good too.

Customer Support: N/A
FUCK THEM! U WON'T NEED IT!

Overall Rating: 10
I've been playing guitar for fuckin 17 years and have had plenty of guitars. I own an Gibson Standard, ESP M-2, Ibanez RG570, SG Standard, and this piece of shit. I play all of these fuckers through my kick ass Marshall stack and fuckin destroy. These peice of shit is well worth your chicken-scratch money, so fuckin buy one. I know alot of kids and beginners think this guitar is fuckin great and it is in its own right, but it is no replacement for the real deal. So keep saving your pennies and buy a real fuckin guitar!

Submitted by Fuck U! at 01/22/2002 13:20

Lifi Rokkið!!! :þ

föstudagur, febrúar 04, 2005

HAHAHA 

Fékk geðveikt fyndin skilaboð lesin inn á talhólfið mitt í gær:
Halló, Óli? Ég heiti Eva og ég sá auglýsinguna þína inná einkamál.is og leitaði að símanúmerinu þínu á netinu. Ég var að spá í hvort að við gætum ekki skellt okkur á deit? Hringdu í mig í síma xxx-xxxx.

Ég held að ég hafi farið tvisvar sinnum inn á einkamál.is og annað skiptið var fyrir 5 árum... man ekki hvenær hitt var... og þá var ég ekki að setja inn auglýsingu (ekki það að mér finnist það eitthvað korní eða eitthvað...). En þetta var geðveikt fyndið... ég varð að stoppa bílinn af því að ég hló svo mikið :þ

Svo er það annað... ég hef nú lúmskan grun um hver það er sem skrifar Inni - Úti dálkinn í Fréttablaðinu... ætla nú samt ekki að viðra þá hugmynd mína hér... en nú finnst mér vegið að mér. Að segja að það sé úti að vera í útvíðum gallabuxum?!? Þetta er að sjálfsögðu persónuleg árás og ekkert annað... mér finnst nú alltaf jafn fyndið að lesa að íslensk lopapeysa sé orðin 'inn'... Ég vill náttúrulega undirstrika það að ég er ekki fórnarlamb tískunnar... þannig að ég mun halda áfram að vera í útvíðum gallabuxum svo lengi sem ég get orðið mér úti um þær... fyrir utan hvað þær eru þægilegar... þetta er náttúrulega allt spurning um lífsstíl. Hvað kemur svo næst? Það er úti að sofa með sæng? af því að fræga fólkið notar ekki sæng... það notar lak... Alveg satt... ég las það í Cosmopolitan!

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Skæruliða-rokk-bandið Panama! 

heitir víst ávöxturinn... Geir fannst það bara sniðugt... þannig að allir eru sáttir... vona bara að Össur Skarphéðins eigi eftir að fílidda... þá get ég kannski krúnkað út nokkra aura fyrir Padeiu-blaðið sem kemur út í lok mánaðarins... með opnugrein eftir undirritaðann :)

Eðlisfræði og helvíti 

Um eðlisfræði og helvíti:

Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í
efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var
svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.

Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita.

Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður
sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi
þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði
eftirfarandi:

Í fyrsta lagi þá þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma.
Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og
tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá
því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og
þar með sleppi engar sálir úr helvíti.

Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að
skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða
halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til
helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem
fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að
allar sálir fari til helvítis.

Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að
sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á
stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í
helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við
fjölda sálna sem bætast við.

Þetta gefur okkur tvo möguleika:

1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við
þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis.

2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá
hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs.

Þannig, hvort er það ?

Ef við skoðum staðhæfingu sem Guðrún bekkjasystir mín setti fram við mig
þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður kaldur dagur í helvíti áður en ég
sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þeirrar staðreyndar að hún svaf
hjá mér í gær þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því
fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið.

Hin hliðin á þessari kenningu er að þar sem helvíti er þegar frosið og
taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari
til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í
gærkvöldi kallaði Guðrún hvað eftir annað "Ó guð, Ó guð".

Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Hælsæri í kokinu... 

finnst mér alveg geðveikt sniðugt! Það verður líka þannig á laugardaginn eftir giggið okkar á þorrablóti Samfylkingarinnar. Ég spurðist fyrir og það mega víst allir koma þegar borðhaldi er lokið... þannig að endilega fylgist með um hvenær fólk á að mæta til þess að sjá stórhljónstina ...!!! (það vantar nafn á hana...)

Annar dagurinn í vinnunni var í dag og það var bara frekar gaman... maður er með allt öðruvísi pælingar þegar maður er búinn að nema hinar og þessar kenningar, hugmyndafræði o.s.frv. Maður sér börnin allt öðruvísi... en svo er svo fyndið að þegar þau bresta á grát út af einhverju þá er eins og maður stökkvi til og falli í svona einhvern trans... maður hleypur til og reynir að laga báttið... maður má aldrei neitt aumt sjá... þannig er það bara.
Fyrsti dagurinn var alveg 'MDK' eða MurderDeathKill... og ég hef sjaldan á ævinni verið jafn þreyttur... við erum að tala um 50 krökk... öll á milljón... ÚFF! Bjóst hreinlega ekki við því að meika það heim úr Flassvoginum án þess að sofna nokkrum sinnum undir stýri... en það hafðist. Fór svo á Norðuráls-hljómsveitaræfingu um kvöldið uppá Skaga og keyrði mig ennþá meira út. Hehehe... algjör kejellíng? Ég var semsagt alveg sveitti gaurinn fyrsta daginn... en það góða og skemmtilega við þetta er náttúrulega bara allt saman... fullkomlega hamingjusamur í nýja djobbinu mínu... Anders hækkaði mig um nokkra launaflokka í dag þannig að maður gat ekki annað en farið út skælbrosandi þó svo að sokkarnir mínir voru orðnir kílói þyngri en venjulega útaf því að ég gleymdi inniskónnum mínum heima... GERIST EKKI AFTUR!

Ég er aðeins búinn að vera að spá í nafni á hljónstina fyrir laugardaginn og auglýsi hérmeð eftir hnyttnum hljómsveitarnöfnum á Fjögurra-manna-rokkabillí-hljómsveit. Má vera hvað sem er, eins og til dæmis:
Rokk-kvartettinn
Kvart-flokkurinn
Listamenn (með tilvísun í þingkosningalista stjórnmálaflokkanna...)
Rokkabillí-bandið
Skæruliða-rokk-hópurinn Panama
SA DA TEI!
Turtle in the treehouse (lesis: Törtúl innða tríhás)

(eins og sést á þessum uppástungum eru allar uppástungur vel þegnar!)
Lifi rokkið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?