<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 28, 2004

Kíkiði á Dúndurfréttasíðuna...
Þeir fara að spila í næstu viku!

föstudagur, febrúar 27, 2004

Grenj... grenj... Nú er það offissíjal... teljarinn minn vill bara ekki vera svona ofarlega þannig að ég setti hann bara neðst hérna í sædbarið (sidebar). Hann kann bara ágætlega við sig svona í bakgrunninum þar sem að ég er búinn að sjá hann í hvert skipti sem ég hef leitað að honum eftir að ég færði hann... einhversstaðar verða vondir að vera!

Af mér er nú lítið annars... þessa seinustu daga og viku hefur allt verið á öðrum enda í mínu lífi... fyrir þá sem vilja heyra... en það er að komast smá lag og ró á líf mitt. Tala nú ekki um núna þegar ég er að leggjast í veikindi og svona rétt fyrir Daddy-daycare prógrammið mitt... vona að ég verði hress á morgun.

Það sem er búið að vera hell...
Bloggið -> jæja... þið vitið nú allt um það... óþarfi að tíunda það frekar...
Skólinn -> mikill lærdómur sem ég hef ekki komist yfir
Árshátíðin -> búinn að ganga frá flestum lausum endum klikkiði hér til að hlusta á trailerinn sem ég bjó til (verður að vera kveikt á hátölurum).
Veikindi -> aldrei til yndisauka... alltaf til trafala
Íbúðin -> búinn að losa mig við rotturnar... þá eru kakkalakkarnir bara eftir...
Sálin -> hefur ekki fengið að hvíla sig nóg... sef of lítið...
Tölvið -> hægri shift takkinn er að gefa sig á lyklaborðinu...

Það sem er búið að vera kúl...
Bloggið -> er hætt að vera bögg... farið að vera blogg aftur...
Skólinn -> sem betur fer er ekki skyldumæting og eining fyrir mætingu... hjúkkitt!
Árshátíðin -> lausir endar... hvað er það?
Vikan -> er að verða búin... say no more...

Ég ætla að fara að leggja mig núna svo ég verði 'up-and-running' á morgun... er að fara að passa í fyrramálið... svo þarf ég að fara með bílinn í tjékk útaf 'Check engine' ljósinu sem logar alltaf í mælaborðinu og ganginum bílnum... ég er farinn að halda að rokkbílinn 'Díp pörpúl drekinn' haldi að hann sé lifandi og sé með andadrátt. Gangurinn í honum er allaveganna þannig... eins og andadráttur... læt fixa það á morgun. Það er svona með þessa bíla sem eru með sál... og rassahitara... :þ

bæjó í bili...

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

MÉR ER ALVEG SAMA!!!

Þetter nú meira helv... ruglið!!!
Ekkert kommentakerfi... sem var btfw í gær!
Teljarinn sýnir sig bara þegar honum hentar...
Kemstiggi inná haloscan þar sem bloggkommentasystemið er...

EINS OG MÉR SÉ EKKI SAMA?!?!? MÉR ER ALVEG SAMA!!!

HAHAHA annað-hvert-skipti-teljarinn!
Sumir halda að þeir séu meira spez en aðrir...
Geðveikt gaman samt að skrifa svona stutt blogg í hvert sinn... endilega kommenta á öll :þ

Nenniggjað spáí'issu... hellits... farinn að sofa... á'issu... enginn sigurvegari í þetta skipti :|

Dem... Hann kemur bara í annað hvert skipti hjá mér...
Djös prímadonna!!!

Jæja fó'ks... látiði mig vita ef þið sjáið mófóinn (teljarann...)

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Man... klikkar teljarinn... týpískt!

Jæja... þá styttist í 3000 leikinn! BANNAÐ AÐ SVINDLA!!!

Að þessu sinni ætla ég að hafa sniðið aðeins öðruvísi á þessu...
Ef þú ert númer 3000 inná síðuna mína þá hefuru samband við mig...

Hvernig tek ég þátt???
Fyrir það fyrsta þarft þú að vera gestur númer 3000... (sjá til vinstri, teljari.is), svo þarftu að láta sjást í töluna 3000 á skjánum og ýta á takka á lyklaborðinu sem heitir Print Screen/Sys Rq (undir eðlilegum kringumstæðum er hann við hliðina á F12 takkanum). Því næst opnar þú Paint (ferð í Start, All programms, Accessories, Paint) og hægri-klikkar þar með músinni á blaðið og velur paste (einnig hægt að ýta inn Ctrl og V). Þegar myndin birtist svo hjá þér þá seifaru hana með því að velja Save As í File (efst í vinstra horninu) og skýrir hana 3000.jpg Þegar þessu er lokið sendir þú mér myndina sem viðhengi á póstfangið oliatla@heimsnet.is og ég hef samband við þig í kjölfarið.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum áðurnefnt netfang hvenær sem er sólarhringsins.

Í þetta sinn þá verður fylgst með því ef fólk ýtir of oft á 'Refresh' eða F5 takkann... þannig að nú skulum við gera þetta fair and square! En svona vill ég fá myndina í þetta skiptið svo það sé ekki um að villast að þetta sé á mínu bloggi:

laugardagur, febrúar 21, 2004

Talandi um drauga fortíðar...

Sá einn draug um daginn... og sagan í kringum þennan draug fær mig alltaf til þess að brosa innan í mér... þrátt fyrir hversu snúið plottið og útkoman varð...

Spurning um að byrja á byrjuninni. Einu sinni... fyrir langa löngu... þá sleit ég samvistum við barnsmóðir mína. Þetta var búið að vera rosalega erfitt vegna ótal ástæðna; barn í spilinu, skuldbindingar, tilfinningar og svo mætti lengi telja. Þannig að þegar loksins á hólminn var komið þá varð rosalegt spennufall hjá mér. Ég hef aldrei á lífinu upplifað sjálfann mig sem jafn mikla tilfinningaveru og eimmitt þá. Ég var eins og skrúðgarður í eggi! Segi það alveg satt... ekki blóm í eggi... heldur skrúðgarður og allar plönturnar og blómin táknuðu mínar tilfinningar. Samt voru engin hefðbundin blóm né plöntur í þessum skrúðgarði, heldur var hann þéttskipaður af framandi og ókunnugum jurtum sem báru allar skæra og fallega liti. Ég hef alltaf elskað að elska og verið sjálfum mér hættulegastur í því samhengi...

Allaveganna þá gekk ég lengi um í þessum skrúðgarði og hugsaði um þessar framandi og fallegu plöntur eftir bestu getu, án þess að vita nokkuð hvernig ég ætti að hugsa um þær... því allar voru þær ólíkar og með mismunandi þarfir sem voru eins ólíkar hefðbundnum þörfum venjulegra plantna og hægt væri. En ég gekk þarna um, dáðist að þeim, lagði alúð og ást í umönnunina og þær blómstruðu sem aldrei fyrr.

Í mínu daglega lífi (raunveruleikanum) varð ég ástfanginn. Ég varð ástfanginn af hreinlega öllu sem á mínum vegi varð og innra með mér ræktaði ég skrúðgarðinn minn sem stjórnaði mínum hugsunum, gönguhraða og stefnu. Ég man eftir því að ég fór í göngutúr í alveg brjáluðu roki... en ég elskaði rokið bara og sandinn sem fauk í andlit mitt... og meira að segja greinina sem slóst í andlitið og hefði undir eðlilegum kringumstæðum meitt mig... Ég elskaði sólina, stjörnurnar, flóðið og fjöruna... allan pakkann!

Svo kom að því... ég varð ástfanginn af stúlku. Hún var í skólanum heima og ég elskaði hana og ég vissi að allt yrði bara betra! (ranghugmynd?) Allaveganna fékk ég sting í hjartað og hjarta mitt tók aukaslag í hvert skipti sem ég sá hana og ég vissi aldrei hvernig ég ætti að haga mér þegar hún væri í augsýn (þó svo að ég vissi ekkert hvort hún hefði tekið eftir mér, eða svo mikið sem litið í áttina til mín). Með skrúðgarðinn í fullum blóma vissi ég að þetta yrði eiginkona mín og ég vissi að við yrðum svo hamingjusöm það sem eftir yrði að við yrðum fyrirmyndin að ameríska endinum 'And they lived happily ever after...'. Þó svo að ég vissi ekkert um hana (ekki einu sinni nafn) þá vissi ég að hún væri góð og að hún væri fullkomin, fyrir utan að vera fullkomin fyrir mig!

Þannig að með skrúðgarðinn, vatn, plöntunæringu og græna fingur að vopni lagði ég af stað í leit að hamingju. Ég sá alltaf fyrir mér að ég væri búin að vera hangandi í sama biðskýlinu eftir að leið 10 ætti leið hjá (leiðin að hamingjunni), en þarna tók ég af skarið og fór í strætó númer 1 og ætlaði mér bara að komast að leiðarenda... þó svo að ég þyrfti að taka skiptimiða, taka annan strætó, bíða í rigningu eftir öðrum og sæta ýmsu mótlæti til þess að komast þangað. En ég ÆTLAÐI.

Fyrsta hugsunin hjá mér var sú að í þetta skipti skyldi ég gera þetta 'rétt'. Núna ætlaði ég að sleppa því að reyna að ná í hana á djamminu og í staðinn að hitta hana edrú og sem ég sjálfur og bjóða henni á deit... bjóða henni annað hvort heim í mat (hefði svo virkað!) eða ef það væri 'tú möts' að bjóða henni þá bara út að borða til að byrja með. Ég upphugsaði plan til þess að nálgast hana og hvað ég myndi segja og gekk frá öllum lausum endum og 'possible scenarios'... Vissi bara ekki hvað hún hét. Þurfti að byrja á því að redda því... Talaði við kunningja minn sem ég vissi að þekkti til hennar og lýsti henni fyrir honum og hann sagði: Já... hún A (köllum hana það). Uppfullur af rómantík, væmni og von hugsaði ég og sagði upphátt: A... Himneskt nafn! Þegar þarna var komið við sögu steig ég út úr vagni 1 beinn í baki, með bros á vör og með skiptimiða.

Næst var að komast að því hvar hún yrði þegar ég ætlaði að láta til skara skríða og kom ég mér þá í samband við manneskju sem þekkti hana og umgekkst hana. Ég var á þessum tíma búinn að verða mér út um símanúmer hennar (gsm) þökk sé símaskrá.is þannig að það átti bara eftir að finna heppilegan vígvöll fyrir yfirvofandi sigur! Ég rölti í rólegheitunum að heimavistinni þar sem að ég ætlaði að vera fyrir utan og hringja í hana og fá hana til þess að koma út að spjalla.

En fyrsta áfallið kom þá. Það eina sem ég hafði ekki gert ráð fyrir... kom fyrir... þarna byrjaði ég ósjálfrátt að trúa á Lögmál Murphy's. Þegar ég loksins hringdi í hana þá svaraði hún ekki! Ég fékk algjöran panik vegna þess að ég hafði ekki gert ráð fyrir þessu og að nú myndi hún grafa upp allar mínar persónuupplýsingar á netinu áður en mér gæfist kostur að útskýra og flytja mitt mál. Hryggbrotinn hringdi ég í vinkonu hennar og útskýrði fyrir henni stöðuna en hún hughreysti mig og vissi að hún væri ekki við þannig að ég væri ekki dauðadæmdur enn. Þar sem að ég gat ekki annað, lýsti ég í helstu atriðum fyrir henni pælingu minni í von um samþykki og það fékk ég svo sannarlega og einnig áherslu á að ég væri að gera góða hluti og að þetta væri rosalega góð stelpa. Haldiði að strætó 3 hafi ekki komið þarna... bara á undan nr. 2!!!

Ég settist inn í stofu heima og kveikti á sjónvarpinu. Ég var vel til hafður... enda var tilefnið ekki minna en að hitta mína framtíðar-spúsu! en einhverra hluta vegna tók ég ekki augun af símanum mínum. Hjartað barðist í mér ótt og títt, sjálfsöryggi mitt var mikið er ég renndi yfir það sem ég ætlaði að segja en tíminn virtist ekki vera að vinna með mér... hann hægði bara á sér og gott ef að sekúnduvísirinn stríddi mér ekki nokkrum sinnum með því að slá sömu sekúnduna nokkrum sinnum af og til.

Nú var komið að því! Annað sinn renndi ég af stað til þess að hitta mína sönnu ást. Það fyrsta sem ég sé þegar ég geng út úr húsinu mínu var svartur köttur. Ég trúði því að ég væri skotheldur í þessum leiðangri mínum þannig að ég leit á köttinn... og sá bara að ég elskaði hann líka! Svartur eða ekki... hjátrú eða ekki... ég var óstöðvandi.

Þegar ég staðnæmdist fyrir utan heimavistina og ætlaði að bíða eftir vagni 4 kom vagn 5 allt í einu að. Pizzusendill skaust inn fyrir mig þannig að ég komst inn fyrir rammgerða 'dyrasímahurð' heimavistarinnar og á vit ævintýranna. Ég staðnæmdist hjá töflu þar sem vistarbúar voru nafngreindir til þess að finna rétt númer á himnaríki. Ég fann númerið og tölti af stað á aðra hæð þar sem biðu mín gull og grænir skógar. Ég staðnæmdist fyrir utan herbergishurðina hennar og hjartað í mér ætlaði út úr mér því það sló svo hratt!

Ég andaði nokkrum sinnum rólega til þess að koma mér niður á jörðina og byggði upp innri styrk til þess að banka á hurðina. Ég hugsa að ég hafi haldið hendinni í 'bank-stellingu' uppvið hurðina í svona tvær mínútur áður en kjarkurinn og innri styrkurinn var orðinn það mikill að ég gat bankað! Bank, bank, bank. Alltof laust!!! Ég vissi að þetta þýddi ekki neitt þannig að ég ákvað að banka aftur: Bank, bank, bank! Þetta var að sjálfsögðu alltof hátt... en ég gat verið viss um að hún heyrði þetta. Ekkert... Alls ekkert... Hún var ekki inni hjá sér. Ég dró upp símann minn og hringdi í hana. Kynnti mig og spurði hvar hún væri því ég þyrfti að eiga við hana orð. Hún sagðist vera inná herbergi hjá vinkonu sinni og spurði hvað ég þyrfti að tala við hana. Ég spurði hana hvort að hún gæti ekki stigið út fyrir í smá stund. Hún ítrekaði spurninguna og ég spurði hana aftur hvort að hún kæmist ekki út til að tala við mig.

Þetta stefndi í algjört óefni hjá mér þannig að ég var farinn að örvænta svolítið þarna. Það var semsagt farið að rigna á stætóstoppistöðina þar sem var ekkert skýli. Í þriðja sinn spurði hún mig um hvað ég vildi ræða og með despereit tón tókst mér að lokka hana fram.

Ég heyrði hljóð í hurð að opnast til hliðar við mig og ég leit inn ganginn. Svo þegar hún kemur út úr herberginu þá er þetta KOLVITLAUS STELPA!!! Hjartað í mér stoppaði og ég roðnaði uppað kinnum og hugsaði næstum því upphátt: NEI! (með panikfílíng). Þegar ég hætti svo loksins að stama og slefa náði ég að koma út úr mér: Ég er að leita að vinkonu þinni... ég hef farið mannavilt... og svo byrjaði ég að lýsa henni fyrir henni. -Já... þú meinar B? Já, B! svaraði ég um hæl... og fattaði að ég vissi alltaf hvað hún hét!!!

Þarna roðnaði ég upp að enni og náði að spurja hana hvort að hún væri við. -Hvað viltu henni? spurði hún mig og í algjörum panik sagði ég: Sko mig langaði ótrúlega til þess að hitta hana og athuga hvort að hún vildi nokkuð... kannski... koma út með mér... á deit eða svoleiðis... eitthvað. Þarna skaut ég mig í fótinn og roðnaði upp fyrir haus. Ég var eins og hrætt og sært dýr sem var búið að króa af og sá mér engrar undankomu auðið þannig að ég sagði henni frá öllu og fattaði svo eftirá að ég hefði geta logið mig nett út úr þessu.

Þarna stend ég fyrir framan A eins og nýútsprungin rós í framan sem stóðu þvílíkir geislar af og hiti! Ég var svo rauður í framan að andlitið á mér rann alveg saman við rauðu skyrtuna sem ég var í! -Æji... hún er bara eiginlega með strák... og er búin að vera með honum alveg heillengi segir hún við mig. Þarna hrundu allar mínar vonir og væntingar til ánægjulegs lífs og bjartrar framtíðar, með einni setningu. Þarna stend ég eins og illa gerður hlutur, eldrauður í framan, búinn að ausa, á mjög klúðurslegan hátt, út öllum mínum vonum og væntingum í fangið á ókunnugri stelpu sem var besta vinkona hennar. Ég byrjaði að stama og slefa aftur...

Svo þegar ég er loksins að jafna mig í andlitinu og hættur staminu og slefinu segi ég við hana að þetta hafi verið einn stór misskilningur allt saman og spyr hana vinsamlegast hvort að við gætum bara haft þetta útaf fyrir okkur. Mér til mikillar undrunar tók hún vel í þann streng og ég sá það á henni að þvílík önnur eins vorkunn hafði aldrei skinið úr hennar augum. Hún vorkenndi lúsernum mér alveg geðveikt. Þannig skyldum við... ég skammaðist mín í burtu... með sárt og rautt ennið og brostna drauma.

Þegar ég kemst loksins út í ferskt loft vissi ég ekki hvort að ég ætti að hlæja eða gráta... og var mér hlátur ekki ofarlega í huga. Ég gekk út á horn þar sem ég hitti ákkúrat fyrir vinkonu hennar sem hafði bæði gefið mér samþykki og staðsetningu á henni... Ég sagði henni sólarsöguna og það var allaveganna ein manneskja sem skemmti sér konunglega yfir þessum óförum mínum þennan dag!

Ég fór heim og lagði mig bara... þurfti andlega og líkamlega hvíld og ég svaf eins og ungabarn í fósturstellingunni þessa nótt.

Daginn eftir er ég á labbi niðr'í bæ heima þegar ég sé B keyra framhjá. Ég sá að hún sá mig og ég fékk sting í hjartað og fiðrildi í magann. Ég var núna kominn með númerið hennar (símaskrá.is) og hugsaði með mér að ég væri kominn á botninn og sykki ekki dýpra en ég var kominn. Þannig að ég dró upp símann og hringdi í hana. Hjartað í mér hamaðist... og stoppaði þegar hún svaraði. Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að segja við hana eða neitt... þannig að ég var kominn í hálfgerða klípu. Í týpískum panik byrjaði ég á því að kynna mig... hún var engu nær... og fór þá bara að lýsa því fyrir henni hvað ég hefði gert deginum áður (BIG MISTAKE!). Ég sagði: Ég kom á vistina í gær og ætlaði að reyna að finna þig... ég talaði við hana A og hafði þá farið mannavilt og... mig langaði allaveganna til þess að bjóða þér út eða eitthvað... (svo fór ég aðeins að hugsa... hvað er ég að gera???). -Var A ekkert búin að segja þér frá þessu? spurði ég hana þegar ég fattaði að ég var búinn að koma mér í sama 'mess' og deginum áður. -Nei. sagði hún... og þá var A búin að verða við bón minni um að minnast ekkert á þetta við nokkurn mann... og ég sem hélt að ég gæti ekki sokkið dýpra... BIG MISTAKE! Gæti ég verið óheppnari?!? Allaveganna þá varð samtalið ekkert miklu lengra og ég kvaddi...

Síðan þá hef ég alltaf verið að bíða eftir því að þessu yrði slegið uppí grín (eins og ég er farinn að líta á þetta núna) en nei... Það hefur engu orði verið minnst á þetta í þessum vinahópi. Ég hitti vinkonuna sem gaf mér leiðbeiningar og samþykki u.þ.b. tveimur vikum seinna og þá hafði ekkert verið minnst á þetta. Mér hefur alltaf liðið eins og 'stalker' eftir þetta í sambandi við þessa stelpu en það er samt ekkert óþægilegt að sjá hana.

Þetta er semsagt einn af draugum fortíðarinnar og ég sá hana núna um daginn... hún lítur ennþá mjög vel út og ég er ennþá með þessa hugmynd um hana í kollinum á mér...

*stuna*

föstudagur, febrúar 20, 2004

Djúpar pælingar...

Sko... ætli fólk sjái það á öðrum að þeir séu að velta því fyrir sér hvort að líf þessarar manneskju hafi orðið eins og það hafi séð það fyrir sér eða vænt að það yrði?

Ég var að spá í þessu áðan þegar ég var að mála mynd af einni konu. Tók bara það sem ég sá: þreytuleg að sjá, of víðar buxur, ekki alveg tískufötin í dag, tvö börn, jeppi sem er nokkra ára og var að versla í Bónus... eins og ég... Velti fyrir mér alveg hellings 'senaríós' hvernig stæði á því að ÉG sæi hana svona. Ég get sagt ykkur það að það var ekki mikið um mikla, né sterka liti á þessari mynd :( Ég fór því að velta því fyrir mér hvort að hún væri á þeim stað í lífinu sem hana langaði til þess að vera, þegar hún hugsaði um það fyrir mörgum árum. Svo þegar við horfðumst í augu í smástund fór ég að spá í því hvort að hún sæi að ég væri að velta lífi hennar fyrir mér og mála af henni mynd. Ætli hún hafi séð það?

Djúpar pælingar

700 MANNS Á 15 DÖGUM!!!
Þetter ótrúlegt!!!
Við erum að tala um það að það fer bráðum að koma að 3000 leiknum!!! En það verða aðeins öðruvísi reglurnar og vinningar í þetta skipti...

Allavegana ég var búinn að lofa aðeins uppí ermina á mér núna sorrý með það... draugasagan verður að bíða til morguns... Var samt alveg tilbúinn sko... búinn að fylla glas af kóki... ekki Mínus kóki... heldur . En svo tók bara við endalaus bréfaskrif... uppvask... og svo er klukkið orðið gegt margt þannig að ég verð að fara að leggja mig fyrir Daddy-Daycare á morgun... Ég lofa ykkur updati á morgun... sry guys... gegt slípí. Erfiðir dagar... en flottir dagar framundan. Hlynur um helgina og svo ætla ég að renna kannski með hann í smá ródtripp í ammælus til'ans Hannibals. Kíkja líka í Tónastöðina hjá Andrési og sjá hvort að hann eigi Úkulele sem ég ætla að gefa Hlyni í ammælisgjöf. Ég var að spá í að kaupa fyrir hann kassagítar í 1/2 stærð... en mér finnst aðeins of breiður á þeim hálsinn þannig að það bíður aðeins.
Jæja góða nótt og sé ykkur á morgun.

Lúf

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Fleiri draugar fortíðar... fyndin og rómó saga í kringum það... brúðarbandið og fullt af dóti... fylgist með í kvöld eða nótt

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Hmmm... þetter soldið merkilegt... sérstaklega það sem er strikað undir. Ákkuru gerist samtiggi neitt?

mánudagur, febrúar 16, 2004

SJITT MAÐUR!!!

Fór með Þóru sys á Gothika og sjitt... Ég öskraði upphátt eins og kegglíng í einu atriðinu... það er náttúrulega algjör snilld að fara með Þóru í bíó af því að hún er alveg að skíta í sig á svona horrormúfís! Hvet ykkur eindregið til þess að bjóð'enni með ef þið ætlið að kíkjá einhverja hryllingsmynd því að maður upplifir myndina á allt annan hátt!!! Maður upplifir hana alveg! En allavegana þá er þetta geðveikt skerí mynd og ég hvet ykkur til að kíkja á'ana!!! Hún fær reyndar 5.5 á IMDB en ég held að það sé bara eitthvað bull... hún fær meir'en það hjá mér!!! (sérstaklega líka eftir að hafa farið með Þóru :þ )

Ekki fara ein... og ekki fara með einhverjum sem er hræddari en þið... það gengur eiginlega ekki :þ

Seinast þegar ég öskraði svona í bíói þá var það á Skrím (Scream) og ég man eftir því að ég öskraði eins og stelpa hálfa myndina!!! Var reyndar á einhverju svona tímabili þar sem að ég þoldi ekki neitt skerí... gatiggi spilað Doom eða neitt!!! :|
Svo var ég líka öskrandi: Drífðu þig út! drífðu þig út! þegar Courteney Cox var inní sjónvarpsbílnum og var að reyna að skríða út um litla gatið... Sjitt hvað ég var hræddur þá! En samt alltaf gaman eftirá að kíkja á svona skerímúfís af því að þetta heldur dælunni gangandi og adrenalín og endorfín kikkar þægilega inn á meðan og á eftir.

Hlógum mikið að því að ég skuli hafa öskrað í bíó... ásamt öllum hinum stelpunum :þ

laugardagur, febrúar 14, 2004

Draugar fortíðar, listamaðurinn ég og Vottar jéhóva...

Sé geðveikt eftir því að hafa ekki boðið vottunum inn sem voru að banka hjá mér... „Okkur langar til þess að ræða við þig um lífið á jörðu út frá Biblíunni...“ Nei takk! Hvað fær fólk til þess að afsala sér öllum sínum eigum til trúfélags, taka upp einfalt og tilbreytingarsnautt líf og boða trú á einhverjum sem hefur ekkert gert til að staðfesta tilveru sína? Skrítið að vottarnir skulu nenna þessu... Ég sá eftir að hafa ekki boðið þeim inn og sagt við þær að ég og kærastinn minn (Svabbi liggur sofandi í rúminu mínu) værum hálf sloj eftir að hafa verið að gefa blóð í gær og verið á fylleríi. (Kannski óþarfi... en ætla samt að taka það fram að Svavar er ekki kærastinn minn, við erum ekki gey, gáfum ekki blóð í gær en drukkum samt bjór í gær... maður lærir af reynslunni að fiskisagan flýgur taumlaust og óheft á milli mann eins og sannaðist þegar Leibbi var talinn vera samkynhneigður). Skrýtið að fólk skuli leggja svona mikla ofurtrú á karl sem boðar það að fyrir honum séu allir menn jafnir... nema hommar, lessur og fatlaðir. Guði finnst samkynhneigð vera viðurstyggð og hann er fastur í 'læknisfræðilega líkaninu' í sambandi við fatlaða. Guð gerir ekki upp á milli manna... nema sumra... pff!

Sá draug fortíðarinnar í fyrradag. Mömmu einnar af fyrrverandi kærustum mínum, sem ég var með fyrir mjög mörgum árum síðan (ekki mömmunni samt :þ). Þetta vakti upp gamlar minningar... ekkert slæmar eða góðar eða neitt svoleiðis... heldur bara hvernig það var að vera unglingur og vera að takast á við nýjar og blendnar tilfinningar tengdar ástinni, lífinu og höfnunum.

Ég er búinn að standa undanfarna daga í bréfaskriftum um allt á milli himins og jarðar... Út frá því komst ég að því að það leynist í mér listamaður. Fyrir utan það að hanna húðflúr (ég, Svabbi, Erling, Birkir, Magga, Auður erum öll með tattú eftir mig... hmm... minnti að það væru fleiri) þá uppgötvaði ég að ég er myndlistamaður líka. Ég lít ekki á sjálfann mig sem listamann tengt því að hann tattú... en samt sem áður þá er ég farinn að líta á sjálfann mig sem listamann. Vallatralla var að tala um daginn um fordóma og þá fattaði ég það. Í hvert skipti sem ég hitti manneskju, sé manneskju, heyri af manneskju eða kynnist nýrri manneskju er ég farinn að mála mynd af því sem mér finnst, held og skynja. Ég er ekkert frekar að mála andlitsmynd frekar en eitthvað annað... heldur bara mynd á striga með litum. Ég stóð sjálfann mig að því um daginn að fylgjast með gaur.... ég tek alltaf vel eftir öllum smáatriðum þannig að ég fór að velta þessu aðeins fyrir mér. Ég fylgdist með því hvernig hann labbaði... bar sig líkamlega... hegðaði sér og horfði í kringum sig og fór að mála. Ég málaði ákveðna mynd í kollinum á mér af þessum gaur án þess að þekkja hann nokkuð. Ég er guðs-blessunar-laus við fordómalitina... sem höfðu mikið að segja hjá mér áður fyrr... en núna er ég búinn að parkera þeim að mestu leyti (nema náttúrulega í undantekningartilfellum eins og gagnvart vottunum áðan...) en námið hefur kennt mér að taka þorninn úr augunum og dæma ekki fólk af 'first impressions'. Ég er ótrúlega sáttur við þennan listamann í mér og hvet fólk til þess að prófa þetta. Horfa á einstakling sem þið þekkið, eða ekki, og mála af henni/honum mynd sem ykkur finnst vera rétt. Ekkert festast í andlitsportrettum frekar en eitthvað annað... bara prófa hvaða liti þið tengið við einstaklinginn.
Mála myndir...
Gaman...

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Geðveikt svít suð í eyrunum eftir tónleika með Dúndurfréttum í gær...
Kíkja á linkinn undir Ómissandi!

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Loksins loksins!!!
Hérna koma nokkrar myndir af Hlyni frá Bikarkeppninni í línudönsum :þ

og önnur...

sú þriðja...

svo mynd af frændsystkynunum...

og Þóra sys og mútta

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Þokkalega fyndið! :þ

Atli bró renndi með mér á sunnudagskvöldið uppí Borganes að skila Hlyni. Það er nú skemmst frá því að segja að við stoppuðum í sjoppu á leiðinni útúr 'bænum' (þorpinu frekar að mínu mati...) og Atli stökk inn að kaupa kók fyrir okkur. Svo kemur hann til baka brosandi út að eyrum með Sprite-rúðupiss. HAHAHA hann var eins og lítill krakki á jólunum :þ Ég spurði hann hvað hann hefði verið að spá í að kaupa sér blátt Sprite... hann var farinn að efast um ákvörðun sína og spurði hvort að ég væri búinn að prófa þetta. Nei sagði ég en þóttist nú vita það að þetta væri alveg sama Sprætið... bara með svona rúðupiss-effekt. Við lögðum af stað frá Organesi og Atli tók fyrsta sopann. Jæja... var þetta ekki alveg eins? Nei sagði Atli (huh?) „Það er miklu skemmtilegra að drekka þetta.“ HAHAHA Atli snillingur! Yfirleitt er verið að tala um magn eða gæði... neinei... Atli sér skemmtanagildið í þessu! Það er gott að geta séð góðu hlutina í lífinu... þó svo að stundum séu þeir eins og rúðupiss í útliti :þ

Annað fyndið var að Leibbi kom til mín þarseinustu helgi og drakk bjór með mér (skuldar mér... mundu það!). Það er nú skemmst frá því að segja að við fórum að spila á gítara (vorum alls 5 talsins með 3 gítara og fullt af góðu skapi). Gerðum nágrannakegglinguna brjálaða (vonandi) þó svo að hún hafi ekki barið á veggi eins og henni hættir til þegar einhver hljóð heyrast eftir 8 á kvöldin... sama hversu lítið... og sama hvaðan... bílíf mí!!! Leibbi fer að tala um einhverja stillingu á gítarnum og í miðju lagi fer'ann að 'stilla' gítarinn minn. Rétt áður en við förum í viðlagið segi ég við Leibba að ég drepi hann ef hann slíti fyrir mér streng... og viti menn, rottur og mýs... DOING!!! D-strengurinn slitnaði við mikla viðhöfn og fögnuð vistaddra (að mér undanskildum) en ég átti svosem von á þessu þannig að ég var ekkert að drepa hann. Ekki í þetta skipti... þó svo að menn hafi látið lífið fyrir minna. En Leibbi lofaði að splæsa á mig setti (strengja-) áður en þessi öld væri á enda þannig að ég tók það gott og gilt og ákvað að þyrma lífi hans. Svo kíktum við feðgarnir á þá bræðurna Doktor Leibba og Dallamússík og haldiði að í stað þess að kaupa fyrir mig strengi í gítarinn þá verslaði Dr. Leibbi þennan líka þvílíkt flotta KISS-bol!!! Ekkert smá ánægður með það!!! Fyrsti KISS-bolurinn minn (að mig minnir). Þessi mynd príðir bolinn að framan og aftan nema að á bakinu er hún í svarthvítu. GEGT KÚL!!!

Annað fyndið atriði að mútta og félagar í Og útlagarnir rústuðu bikarkeppninni í Línudönsum á sunnudaginn... tóku gullið með þéttri kántrí-línu og brosi! GJ það!!! Hlynur minn fór svo á kostum á meðan beðið var eftir verðlaunaafhendingunni með því að dansa einn á öllu gólfinu með kántrí-tónlist í bakgrunninum! Hann var að dansa kúrekadansa og var að bræða öll hjörtu þarna inni... náði af honum nokkrum myndum sem ég hendi inn á morgun... svo fæ ég vonandi vídeó-klippið frá Eygló og Þorgils sem náðu þessu á digital vél og camcorder. Algjör snillingur... og svo þegar hann var búinn þá fór hann bara og talaði við dómnefndina sem sagði við hann að hann væri svo góður að hann þyrfti ekki að fá númer (eins og krakkarnir í samkvæmisdönsunum voru að fá)! Hlynur rokkar feitt!!!

Gaman og fyndið :þ

laugardagur, febrúar 07, 2004

Yndislegasta barn í heiminum!!!
Ef ég á ekki yndislegast barn í heiminum þá veit ég ekki hvað!!! Við feðgarnir fengum okkur kakósúpu og tvíbökur í kvöldmatinn af því að ég nenntiggjað elda eftir bisí dag.
Kláruðum verkefnið í dag ég og Gulli... flott verkefni... það er reyndar orðið eitthvað vandamál með mig að skrifa stutt verkefni... skiluðum 7 bls. (innifalið forsíða og viðauki) sem áttu að vera 2+ bls.... Jón Torfi ekki dæma okkur of hart!
Dagurinn byrjaði með 'Father-and-son-daddy-daycare' sem gekk bara fínt. Hlynur minn er svo mikill sjarmör að Aðalheiður Ósk elti hann á röndum allan tímann... :þ
Við feðgarnir renndum svo til tannsa (Hlynur var að fara í eftirlit) og hann stóð sig eins og hetja (sem er reyndar ekkert skrýtið af því að ef maður ýtir ekkert undir það að tannsi sé eitthvað issjú þá er það ekkert mál...). Hann fékk flotta bandaríska orustuflugvél í verðlaun... pantaði reyndar að fá sér hring næst og svo þar á eftir græna drekaflugu... Svo þegar ég er að borga þá segir tannsi og aðstoðarmaður að ég geti farið með bleika afritið til Tryggingastofnunar Ríkisins og fengið hluta endurgreiddan þar. Hmm... kom mér á óvart... hélt að það væri bara endurgreiðsla fyrir börn sem eru á grunnskólaaldri. Við fórum þangað í bakaleiðinni og það kemur í ljós að Hlynur er búinn að fá endurgreitt fyrir þess þjónustu á þessu tímabili (hann fór til tannsa í júlí í fyrra...), mér var svosem alveg sama... reiknaði ekki með að fá endurgreitt 'in the first place' þannig að ég var ekkert svekktur. Samt finnst mér 6000 kall svolítið mikið fyrir eftirlit og flúor hjá 4gra ára barni... en tennurnar eru í lagi og það er fyrir mestu.
Svo komum við heim og ég kláraði verkefnið, 'eldaði' kakósúpu og svo fórum við að kíkja á imbann.
Ég var frekar þreyttur í dag vegna næstum tveggja-tíma-símavændis sem ég stóð í í gærkvöldi :þ þannig að ég dottaði aðeins yfir imbanum... Haldiði að púkinn skríði ekki uppí rúmið til mín með teppi og breiði yfir mig!!! Þetta er svo fallega innrætt barn að það fyllir mig stolti alla daga!!!
Við lásum svo Gralla Gorm og stafaseiðinn mikla eftir hana Bergljótu Arnalds og svo sefur hann sínu værasta núna. Sætur strákur.
Það er kominn vinningshafi í gestaleiknum mínum... :)
Tæp vika í ródtrippið okkar útí buskann...
L8er

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Jæja þá!
Ég er auðsýnilega að reyna að útvega mér deit á blogginu mínu... en það er ekki hægt að þiggja endalaust og gefa ekki neitt. Það styttist óðfluga í að manneskja númer 2000 kíki inn á bloggið mitt og í tilefni þess ætla ég að gefa!
Til þess að taka þátt þá verður þú að vera númer 2000.
Verðlaunin að þessu sinni eru:
fyrir kvenfólk: Deit a'la Óli... ég býð þér heim, elda handa þér dýrindis mat (rautt eða hvítt, kerti). Svo er ég ekki frá því að ég heilli þig uppúr skónum líka.

fyrir karlmenn: Thule... ískaldur Thule í gleri... NB:einn
(ástæðan fyrir þessari mismunun er að ég er of fastur í fyrirvinnuhugtakinu :þ )

Hvernig tek ég þátt???
Fyrir það fyrsta þarft þú að vera gestur númer 2000... (sjá til vinstri, teljari.is), svo þarftu að láta sjást í töluna 2000 á skjánum og ýta á takka á lyklaborðinu sem heitir Print Screen/Sys Rq (undir eðlilegum kringumstæðum er hann við hliðina á F12 takkanum). Því næst opnar þú Paint (ferð í Start, All programms, Accessories, Paint) og hægri-klikkar þar með músinni á blaðið og velur paste (einnig hægt að ýta inn Ctrl og V). Þegar myndin birtist svo hjá þér þá seifaru hana með því að velja Save As í File (efst í vinstra horninu) og skýrir hana 2000.jpg Þegar þessu er lokið sendir þú mér myndina sem viðhengi á póstfangið oliatla@heimsnet.is og ég hef samband við þig í kjölfarið.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum áðurnefnt netfang hvenær sem er sólarhringsins.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Hvet ykkur til að taka þátt í könnuninni sem ég er búinn að setja upp hjá mér ;)

Merkilegt!

Ég fór í gær á Hittið á vegum Femínistafélags Íslands. Karlahópurinn hjá Femínistafélaginu sá að þessu sinni um hittið sem haldið var á Sólon. Að þessu sinni var verið að ræða um nýju Barnalögin. Svala Ólafsdóttir skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu 28. desember síðastliðinn og ber heitið „Réttindi barna skerpt“. Þar rekur hún sögu barnalaganna og tekur fyrir helstu breytingarnar sem tóku gildi með þessum nýju barnalögum.
Það sem kom mér ótrúlega á óvart var að þarna á Sólon voru konur í miklum meirihluta. Einnig kom mér rosalega á óvart að þarna var kvenmaður sem var ótrúlega vel að sér í lögunum (af einskærum áhuga, komst ég að). Svo líka að hún tók algjörlega upp hanskann fyrir karla (eða feður... vegna þess að þeir eru yfirleitt forsjárlausu aðilarnir þegar fólk skilur, slítur samvistum o.s.frv.). Ég segi forsjárlausu aðilar þó svo að þeir geti haft sameiginlega forsjá.

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá þýðir sameiginleg forsjá það á mannamáli að fólk geti komist að samkomulagi um allt sem snertir barnið án þess að þriðji aðilinn komi þar við sögu (dómari, sýslumaður o.s.frv.)... Hreinlega það að fólk geti rætt saman um það sé barni fyrir bestu og haft það allt að leiðarljósi.

Samt eru ótrúlegir gallar á þessum lögum því það vantar alveg mannlega þáttinn inn í þetta. Þetta eru góð og gild lög en stundum henta þau ekki öllum tilvikum... því að ekki er nú allt fólk eins og fólk er flest! (Háfleygur). Veit ekki hvort að það sé til nokkurs að tíunda þessi lög eitthvað sérstaklega... linkurinn er á þau hérna fyrir ofan og ég hvet fólk til þess að renna yfir þau. Þetta er ekki mikil lesning svosem. Það er líka galli á þeim að forsjárlausi aðilinn (46. gr., 2. mgr. í VIII. kafla) þarf að bera allan kostnað „Foreldri sem barn býr ekki hjá á í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni og samneyti við barn sitt. Skal það foreldri greiða kostnað vegna umgengninnar nema annað sé ákveðið með samningi, sbr. 3. mgr., eða úrskurði, sbr. 1. mgr. 47. gr.“ Þetta er nákvæmlega það sem að sameiginleg forsjá á að redda... því að fólk komist að samkomulagi... en samkvæmt þessum lögum þarf aðilinn sem að hefur forsjá yfir barninu ekki að komast að samkomulagi um eitt eða neitt... „Það er þá bara þitt mál ef þú vilt ekki hitta barnið/börnin þín“ (setning er sviðsett...). Þó að það sé smásmugulegt að tala um kostnað við að hitta barnið sitt þá er það staðreynd að fyrir fólk sem býr ekki í sömu bæjarfélögum (hvað þá sitthvorum landshlutum) að það getur verið kostnaðarsamt að þurfa alltaf að sækja og skila... Eins og Perla (konan sem vissi svo mikið um lögin) benti á þá undirstrikar þessi grein þetta fyrirvinnuhugtak sem við erum öll að reyna að breyta... Ég minnist þess að maður, búsettur á Hvammstanga (eða eitthvað álíka) skrifaði bréf í Morgunblaðið þar sem hann tók saman kostnaðinn af því að sækja börnin sín aðra hverja helgi til Reykjavíkur, þar sem barnsmóðir hans bjó ásamt börnunum. Hann tók þetta saman á ársgrundvelli og þetta var alveg fáránleg upphæð... fyrir utan tímann sem að þau 3 þurfa að eyða saman í bíl aðra hverja helgi...
Þetta var bara svona það helsta...

Þoliggi:
Mig þegar ég nenniggjað taka til!
Hvað "nemar" eiga marga bíla...
Hvað þessir "nemar" kunna ekki að leggja þessum bílum sínum!!! (sérstaklega gaurinn sem á heima fyrir neðan mig... 'að-leggja-í-bílastæði-skillið' hans er álíka og bavíana! og þá er ég ekki að gera lítið úr bavíananum)
Að vaska upp...

Fíla:
Karmellur (get it? :þ)
Að vera pabbi
Föstudagsmorgna í dagpabbahlutverkinu!
Námið
Rokk

mánudagur, febrúar 02, 2004

Tötsí móments...
Tók mig til og lokkaði Þóru sys með mér í bíó í gær á myndina Big Fish. Mér fannst hún vera ótrúlega góð... þetta er svona mynd sem verður pínu langdregin, en þegar hún er búin er hún ekki langdregin... skiljiði? Hvet alla til þess að fara á hana. Ég er ekki frá því að það hafi læðst fram eitt eða tvö tár þegar nálgaðist endan og ég var ótrúlega sáttur við stórkostlegan leik Ewan McGregors og Albert Finneys. Þessi mynd skilur helling eftir.

Svo hefur mig núna í þónokkuð langan tíma langað til þess að kíkja á myndina I am Sam. Þetta er mynd sem ég á á DVD og sá seinast í byrjun árs 2002. Það er skemmst frá því að segja að ég hef fræðst ótrúlega mikið um seinfæra foreldra í náminu mínu og var heilmikil umfjöllun um þau í Fötlunarfræði. Ég lá uppí rúmi í gær í fötunum, með sæng ofan á mér og grét úr mér augun! Veit ekki hvað kom yfir mig... Fyrir það fyrsta þá á Sean Penn þvílíkan stórleik í þessari mynd sem Sam, Dakota Fanning er alveg æðisleg og nær að tjá allan tilfinningaskalann og myndin sýnir það að greindarvísitala hefur ekkert með færni einstaklinga til þess að elska. Það er virkilega langt síðan að nokkur mynd hefur hrifið mig svona rosalega... Núna veit maður svo mikið um seinfæra foreldra; almenningsálit, lagalegan rétt og ströggl og stöðu að þessi mynd varð fyrir vikið 10 sinnum hjartfólgnari!

Ég ætla að koma með eina uppskrift fyrir ykkur:
Þriðjudags-, miðvikudags- eða fimmtudagskvöld skulið þið taka frá fyrir ykkur (hvort sem þið eruð ein eða ekki).
Fara út á næstu leigu og taka I am Sam.
Stíga útúr þeim daglega karakter sem þið eruð í (móðir, faðir, nemi, fyrirvinna o.s.frv.) og vera bara einstaklingar.
Koma ykkur fyrir fyrir framan sjónvarpið (með einhverjum eða án) með teppi, í kúristellingum eða ekki (eftir því hvort þið séuð ein eða ekki).
Rauðvín og ostar myndi passa ótrúlega vel inn í annars frekar rómantískt kvöld sem er í vændum en það er samt ekki endilega stemningarskapandi.
Njóta þess að horfa á alveg hreint æðislega hjartnæma mynd.

Ég er að hugsa um að horfa aftur á hana á fimmtudagskvöldið... og ekki spillti það nú fyrir mér ef það væri einhver hjá mér í þetta skipti... látum það liggja á milli hluta í augnablikinu...

Góða skemmtun...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?